Lögberg


Lögberg - 11.06.1953, Qupperneq 4

Lögberg - 11.06.1953, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚNÍ, 1953 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager UtanAskrlft rltstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN» PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ‘Lögberg'’ is printed and published by The Ck)lurnbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hópferðir til íslands Fjölmennasta fylkingin úr landnámi íslendinga vestan hafs, er nokkru sinni hefir heimsótt ísland var sú, er vitjaði átthaganna í tilefni af þúsund ára afmælisháðtíð Alþingis 1930. Hópurinn var stór, þótt færri færu en fara vildu; en þeir, sem þá litu augum ættjörð sína við hásumardýrð í helgi heiðbjartrar Jónsvökunætur, bjuggu að því, eða búa, til daganna enda; þeir höfðu litið landið helga, landið, sem þeim hló á bernskudögum, landið, sem veitti þeim líf og frjófgaði sálir þeirra við ilm gróandi jarðar, ritsnild Snorra, Liljuljóð og Passíusálmana; landið, sem varðveitti frá öld til aldar fegurstu tunguna í heimi og varðveita mun hana frá eilífð til eilífðar; þetta fólk glöggvaði skilning sinn á landinu og rann með því saman í eitt. — Önnur hópferðin héðan til Islands var farin 1947, er íslenzka flugvélin Hekla flutti til Reykjavíkur seytján eða átján farþega, svo sem menn rekur minni til. Og nú, á sunnudaginn var, lagði af stað flugleiðis í heimsókn til ættjarðarinnar fjölmennur hópur pílagríma til sjö vikna dvalar heima. Prófessor Finnbogi Guðmunds- son átti frumkvæði að hugmyndinni, undirbjó og skipulagði ferðina með slíkum ágætum, að á betra varð ekki kosið; enginn annar en hann hefði getað komið þessu í verk, enda hlífir hann sér lítt, er íslenzk þjóðræknismál eiga í hlut; vonandi leiðir þessi hópferð til gagnkvæmra árlegra heim- sókna í framtíðinni, og þá einkum af hálfu þeirra yngri og hefir þá ekki verið til einskis barist. Mannfjöldi mikill var staddur á flugvellinum á sunnudagsmorguninn, er píla- grímsfylkingin hóf sig til flugs og allir báðu hjartanlega að heilsa Fjallkonunni tignu í norðri. í ritstjórnargrein, sem þáverandi og núverandi ritstjóri Lögbergs samdi í tilefni af heimferðinni 1930, er meðal annars svo komist að orði: — Þetta fólk fer heim til þess að glöggva minningamyndirnar um bernskustöðvarnar, hvammana, hólana, fossana og fjöllin og bæta inn í þær þeim dráttum ljóss og lita, er barnsaugun gátu þá ekki nema að litlu leyti náð; í þessum hóp verða menn og konur, er í æsku sinni kvöddu Island; í þessum hóp verða menn og konur, sem komin voru til fullorðins ára, er ættjörðin var síðast kvödd, menn og konur, er dulrænar öldur lífsvið- burðanna vísuðu veg að heiman; menn og konur, er í sann- leika sagt hafa lifað sínu andlega lífi heima þótt líkamlega dveldu hér, — menn og konur, sem verið hafa eins og hálf- visnar greinar, sem engar rætur áttu, en vonuðu og þráðu, að heimförin gæti látið orð skáldsins rætast þó í annarlegri merkingu yrði, að græða mætti afhöggna limið við stofn- inn, jafnvel þó ekki væri nema um stundarsakir. Iinnilegrar blessunar árnum við þessum pílagrímahóp, sem nú leggur af stað til landsins helga. Margs konar og mismunandi vitum við að verði tilfinningar þeirra, sem eftir langa útivist, sumir hverjir, líta landið sitt langþreyða rísa úr sæ; vafalaust verður það fagnaðarkendin, er efst verður á baugi í hugum þeirra, þótt einhverjir kunni, ef til vill, að verða fyrir dálitlum vonbrigðum; blessunar, heitrar og einlægrar, árnum við þeim öllum, er heim fara og óskum og þráum að sem allra flestar vonir þeirra megi full- komlega rætast, að þeir finni frið og svölun sálum sínum í faðmi ættjarðarinnar þann tíma, sem þeir dvelja heima; að þeir sanni bræðrum sínum austan hafs betur en gert hefir verið til þessa, að hér vestra streymi enn íslenzkt blóð um íslenzkar æðar og að enn einkenni margan manninn og marga konuna íslenzkt hjartalag. — Þannig hugsuðu margir 1930 og þannig hugsa margir enn þann dag í dag. Við, sem höfum átt því láni að fagna að heimsækja Island eftir margra ára fjarveru, geymum í ríki endurminn- inganna frá þeim tímum óumræðilega margbreytt mál- verkasafn, slungið ógleymanlegum línum og litum, er höf- undur lífsins valdi og skapaði sjálfur. Island er land mikilla furðuverka og undrum þess hefir aldrei verið fegur lýst en í ljóði Jónasar: Hver vann hér svo með orku, aldrei neinn svo vígi hlóð. Búinn er úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð. Drottins hönd þeim vörnum veldur, vittu barn, sú hönd er sterk. Gat ei nema Guð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk. Það er gott og 'gagnlegt að heimsækja Island, kynnast hrikafegurð landsins og hinni ástúðlegu þjóð, er landið byggir. Hjúskapur í Nigeria Mazi Ijoma er efnaður bóndi. Hann á átta konur og fimmtán börn, og er þess vegna talinn „stórmenni" í sinni sveit. Elzta barn hans er dóttir og hún er mest metin. Hún hefir verið látin læra, en ekkert hinna barnanna hefir fengið það. Hún er nú 17 ára og nýkomin úr skóla. Hún heitir Mgbafo. í sama þorpinu á heima önnur efnuð fjölskylda. Húsbóndinn á þrjár konur og elzti sonur hans heitir Nwankwo og er nú 24 ára. Þeir eiga verzlun og Nwankwo er í búðinni hjá föður sínum. Nú langar hann til að kvænast, og hefir fengið augastað á Mgbafo. Nwankwo er af hinum fjöl- menna Ibo-ættbálki og hjóna- band hans verður að fara fram eftir siðvenjum þess flokks. Hann segir föður sínum frá því, hvað sér sé í hug, og gamli mað- urinn hefur þegar eftirgrennsl- anir um það hvers konar fólk þessi fjölskylda sé. Fyrst er að vita um efnahaginn og álit fjöl- skyldunnar, hvort móðir stúlk- unnar hafi nokkru sinni verið bendluð við galdra, hvort nokkur alvairlegur sjúkdómur sé í ætt- inni o. s. frv. Síðan er farið á fund spámannsins, sem þeir kalla „ju-ju“, og leitað ráða hans. Það verður að færa honum nokkra kjúklinga eða geit að gjöf, og svo tekur hann til að fremja galdur sinn og skýrir svo frá hvort guð- irnir séu þessu hjónabandi sam- þykkir. Ef allt gengur að óskum hitt- ast nú feðurnir og fara að semja sín á milli. Stúlkunni er ekki sagt frá þessu, því hún verður að fara að vilja föður síns. Mest er talað um verðið, því að ekki er hægt að fá konu fyrir ekki neitt í Nigeriu. Það verður að kaupa brúðina fyrir beinharða peninga. En hve mikið? Mgbafo er mennt- uð stúlka, hún er elzt barna og augasteinn föður síns. Þess vegna verður hún að vera dýr. Mazi Ijoma heimtar 120 sterlings pund fyrir hana. Það þykir hin- um of mikið. Og eftir langt prútt koma þeir sér saman um að stúlkan skuli kosta 100 sterlings- pund og tveir þriðju hlutar af þeirri upphæð skuli greiddir í peningum. Verð á konum er mjög mis- munandi í landinu. Áður fyrr var meyjarmundur ekki nema smá- vægileg upphæð og sums staðar fastákveðin. En nú er ekki því að heilsa. Stúlkur, sem hafa gengið í skóla kosta nú 80—150 sterlingspund. Mikil óánægja hefir risið út af þessu og fátækir menn rísa öndverðir gegn þess- ari dýrtíð. Og þessi óánægja varð svo mögnuð á einum stað, að yfirvöldin ákváðu að meyjar- mundur skyldi vera 10 sterlings- pund, hvorki meira né minna. Fengu þau almanna lof fyrir þetta. En svo var það einhver ágirnisseggur, sem vildi fá meira fyrir dóttur sína, en þá varð al- menningur svo reiður, að aðsúg- ur var gerður að húsi hans og það algerlega jafnað við jörðu. BrúÖurin fituð Stúlkurnar í Nigeriu þekkja ekki þann sið vestrænna systra sinna, að leggja allt kapp á að megra sig. Og ungu piltarnir í Nigeriu vilja að stúlkurnar séu feitar. Og nú, þegar Mgbafo hefir verið föstnuð, er byrjað á því að fita hana. Henni er fengið sér- stakt herbergi út af fyrir sig og þar á hún að hafast við í nokkra mánuði, jafnvel heilt ár, þangað til hún er orðin nógu feit. Hún má helzt ekkert gera. Hún verð- ur að fara í bað þrisvar á dag og nudda svo allan líkama sinn með olíu. Hún á að borða mikið og hún fær aðeins bezta matinn, sem til er á heimilinu. Og þegar brúðkaupið nálgast, er byrjað að útflúrar hörund hennar með skrautlegum myndum, sem litað- ar eru sterkum og skærum jurta litum. Sums staðar er það siður að fita stúlkurnar áður en farið er að tala um hjónabandið. Og svo að ákveðnum degi er þeim safn- að saman á torginu og hafðar þar til sýnis fyrir ungu piltana. Er þá mikið um dýrðir, bumbu- sláttur, söngur og fagnaðarlæti og á meðan eru þær bornar um kring á gullstólum. Þegar vígsludagurinn rennur upp verður margs að gæta. Brúð- urinni skulu færðar gjafir og eins föður hennar, móður og öðrum ættingjum. Veizlukostur verður að vera ríkulegur og margbreyttur, svo sem yams, pálmaolía, kolahnetur, pálmavín, bambusvín, valhnetur, pipar og ótal margt annað. Og enn verð- ur að færa ættingjum brúðar- innar peningagjafir, samkvæmt sveitarsið. Mismunandi siðir eru hjá hinum ýmsu ættflokkum. Hjá Urhobos-ættflokknum er það siður að þvo fætur brúðarinnar. Síðan er slátrað hafri og blóði hans roðið um fætur og enni brúðhjónanna. Sums staðar stendur brúðkaupsveizlan marga daga og þar er glatt á hjalla, dansað og sungið og bumbur barðar. En að kvöldi lokadags veizlunnar er brúðurinn leidd til heimilis bónda síns. Fjölkvœni í Afríku hefir fjölkvæni alltaf viðgengist, en það er ekki farið að gefast jafn vel nú og áður. Sérstaklega varð þetta mikið vandamál eftir seinni heims- styrjöldina, þegar þúsundir af hermönnum frá Nigeriu komu heim. Þá tóku hjónaböndin að riðlast og konurnar hlupu frá mönnum sínum og siðferðið hef- ir ekki batnað. Afbrýðissemi og öfund eitra einnig heimilislífið þar sem margar konur eru. Fyrsta kona mannsins er æðst og hún er húsfreyjan á heimil- inu. Bóndinn er skyldur til að meta hana mest. Taki hann yngri konu fram yfir hana á hann það á hættu, að hún byrli sér eitur. Ef fyrsta konan eignast dóttur, en yngri konan eignast son (og hann á að vera höfuð ættarinnar) þá verður fyrsta konan svo af- brýðissöm, að hún reynir með öllu móti að stytta syninum aldur. Ein ástæðan til fjölkvænis er sú að hafa ódýran vinnukraft. Og konurnar eru miklu duglegri en karlmenn. En hið háa verð á konum hefir spillt siðgæðinu. Þegar ungir menn eru svo fá- tækir, að þeir geta ekki keypt sér konu, þá reyna þeir að fá sér hjákonur. En allt lauslæti hefir verið bannfært þar í landi fram að þessu. Það var venja að yrkja níðsöng um þann, sem hafði gert sig sekan í því og svo var þetta sungið á strætum og gatnamótum honum til ævarandi smánar. En stúlka, sem staðin var að lauslæt", fékk þá refsingu að hárið var rakað af henni og skinn af hundshaus bundið ofan á kollinn á henni. Páll Melsted forstjóri er ný- kominn heim úr ferðalagi um Afríku. Kynnti hann sér þar sölumöguleika fyrir harðfisk, sem langmest er seldur til Nigeriu héðan. Ferðaðist hann frá Nigeriu suður ströndina flug leiðis allt til portúgölsku ný- lendunnar Angola og síðan til Kongó og frönsku Mið-Afríku. Auðugt land Nigeria er auðugt land, sem hefir um 30 miljónir íbúa. íbú- arnir eru næstum eingöngu svertingjar, sem framleiða mikið af auðseljanlegum vörum, svo sem kakó og baðmull, enda nemur útflutningur þeirra miklu meira en innflutningurinn. Aukin fiskkaup Nigeriubúa Árið 1951 juku Nigeriumenn fiskkaup sín mjög. Höfðu þeir áður keypt fisk fyrir 700 þúsund pund, en það ár keyptu þeir bæði harðfisk og hiðursoðinn fisk fyrir 3 miljónir punda, að því er Páll segir. Fiskur seldur beint héðan í fyrra var dálítið af harðfiski selt héðan til Nigeriu, en ekki Einu sinni þótti það óláns- merki að eignast tvíbura. Kvað svo ramt að þessu að stundum voru bæði börnin borin út, og ennfremur kom það fyrir, að móðurinni væri styttur aldur til þess að hún skyldi ekki færa ógæfu yfir allan ættflokkinn. Stundum var aðeins annað barn- ið borið út, en móðirin dæmd til þriggja mánaða útlegðar í skógunum. Nú er þetta gjörbreytt. Nú telja sumir það mesta gæfumerki ef tvíburar fæðast. Þá er mikil gleði í þorpinu og allir keppast við að sýna tvíburunum lotningu. Menn trúa á endurfæðingu. Ef eitthvert barn líkist einhverjum forföður sínum, þá er það talið svo sem sjálfsagt, að þar sé hann endurfæddur. er hagkvæmt talið að flytja fisk- inn beint héðan í stórum förm- um, vegna þess að hann geymist skamman tíma óskemmdur þar syðra í hitanum og raka loftinu, varla yfir tvo mánuði. Þess vegna er hann fluttur smátt og smátt úr Evrópu með skipum, sem ganga suður í föstum ferðum. Verzlun við fyrirtæki svertingjanna Tiltölulega fáir hvítir menn eru búsettir í Nigeriu og stunda þeir aðallega verzlun. En svert- ingjarnir reka einnig verzlunar- fyrirtæki, og skipta íslendingar meðal annars beint við þau. Fisksala til annara Mið-Afríkulanda Einnig mun lítillega vera hægt að selja harðfisk til Kameroon og annara landa þar á strönd- inni, en þau lönd eru fámennari en Nigeria og ekki eins auðug. Hins vegar er keyptijr fiskur til frönsku Mið-Afríku frá Suður- Afríku. —Alþbl., 1. maí 5 MEIRIHÁTTAR UMBÆTUR í MASSEY-HARRIS COMBINES M-H "90 "og "80" COMBINES SKARA FRAM ÚR AÐ UPPSKERUAFREKUM. Improved operotor comfort. eosier steering, odjustoble outomotive type controls. More seporating copocity in the cylihder, concave, ond cleoning shoo. jOb. Fimm meiriháttar umbætur og margar smærri, skipa 1953 M-H “90” og “80” com- bines í fremri röð en nokkru sinni fyr. Þér njótið fylztu víddar með aðskilnaðar og hreinsunarrými og margaukin hraða- tæki frá seinagangi upp í 14 mílur á klukku- stund — auðveldari í meðförum og aukin þægindi fyrir ökumann; á þenna hátt má ganga frá meiri uppskeru á skemmri tíma, hreinni þresking og aukinn ekrufjöldi þresktur á dag með minni tilkostnaði. Þá er það engu síður mikilvægt, að M-H “90” og “80” combines hafa verið þaulprófaðar á M-H reynsluvegi — en fullkomnari prófun í þeim efnum er ekki til í víðri veröld. Þarna er M-H Combines ekið yfir hnullungabrautir og 18” rimla- verk og þaulprófaðar að orku, endingar- gæðum og stýrishæfni o. s. frv. Umboðsmenn yfir þvert og endilangt Canada eru upp með sér af M-H Combines. Þér finnið til metnaðar yfir þessari voldugu vél. MASSEY - HARRIS COMBINES —Lesb. Mbl. Harðfiskurinn geymist ekki í Nigeriu nema tvo mánuði óskemmdur

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.