Lögberg - 02.07.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.07.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 2. JÚLI, 1953 7 \ Georg Dertinger Lærdómsrík saga manns, sem af melnaðargirnd gerðisl verk- færi kommúnisla I flestum löndum er til nökkur hópur manna, sem gengur er- inda kommúnista beint eða ó- beint, án þess þó að telja sig til flokks þeirra. Þessir menn vinna undir ýmis konar yfirskyni. í vestrænum löndum látast þeir vera á móti ofmiklum yfirráðum Bandaríkjanna og þykjast þann- ig berjast fyrir frelsi þjóðar sinn ar. Stundum prédika þeir hlut- leysi í átökunum milli austurs og vesturs. Fyrst og fremst ein- kennist þó barátta þeirra af því að þeir berjast gegn landvörnum og þjóna kommúnistum þannig viljandi eða óviljandi. Austan járntjaldsins hafa slíkir menn unnið með kommúnistum meðan þeir voítu að brjótast til valda °g þegið þá oft af þeim ýms em- bætti og vegtyllur. Kommúnist- ar hafa þó jafnan gætt þess að láta þá ekki hafa nein raunveru- leg völd. Ýmsar ástæður valda breytni þessara manna. Oft er hér að ræða um pólitíska skipbrots- menn, er víðia hafa verið í flokk- um, en hvergi fengið metorða- fýsn sinni fullnægt. Kommúnist- ar kunna vel að leika á hégóm- leik þeirra. Stundum er um sér- vitringa að ræða, er reyna að fara aðrar leiðir en almenningur og leitast því við að hafa sér- stöðu í hverju máli. Loks eru svo tækifærissinnar, er búast við því, að kommúnistar geti náð völd- um, og vilja vera búnir að koma sér í mjúkinn við þá áður en til þess kemur. Þessa hugsunarhátt- ar gætir ekki sízt í löndum, er geta átt von á rússnesku her- námi, ef til stríðs kæmi. í þeim löndum, þar sem kommúnistar hafa komizt til valda, hafa örlög þessara manna yfirleitt orðið á ejnn og sama veg. Kommúnistar hafa hossað þeim til að byrja með, eða á meðan þeir töldu nauðsynlegt að hafa ekki einlitan kommúnist- iskan blæ á stjórn sinni. Þegar kommúnistar hafa verið búnir að koma hlut sínum þannig fyrir borð, að þeir hafa talið sig getað stjórnað grímulaust, hafa þeir óðar varpað þessum mönnum fyrir borð. Þá hefir það skyndi- lega sannazt á þá, að þeir væru svikarar og njósnarar fyrir Bandaríkjamenn. Mál 'hefir ver- ið höfðað gegn þeim og þeim haldið í fangelsi þangað til þeir voru búnir að „játa“. Síðan hefir þeim verið stefnt fyrir rétt, þar sem þeir hafa lesið „játningarn- ar“ upp og samkvæmt þeim hafa þeir verið dæmdir til hengingar eða ævilangrar þrælkunar. Þannig hafa kommúnistar laun- að þeim dygga þjónustu. Röðin komin að Auslur- Þýzkalandi Á þennan veg hefir þetta geng- ið til í Tékkóslóvakíu, Póllandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Bul- geríu og Albaníu. I öllum þess- um löndum, sem Rússar her- námu í stríðslok, voru fyrst sett- ar á laggirnar þjóðstjórnir með þáttöku slíkra manna. Þeir voru jafnvel látnir fara með ýms virðulegustu embættin, en kom- múnistar gættu þess sjálfir að fara með 'hin raunverulegu völd. Smásaman létu þeir svo þessa leppa sína týna tölunni, með framangreindum hætti, unz eng- inn þeirra varð eftir. Slík hafa orðið örlög þeirra, sem hafa trú- að því, að hægt væri að treysta á drengilegt og heiðarlegt sam- starf við kommúnista. Af Austur-Evrópuríkjunum er nú aðeins eitt land eftir, þar sem kommúnistar hafa ekki enn fulllokið slíkri -,yhreinsun.“ Það er Austur-Þýzkaland. Þar settu kommúnistar fyrst á laggirnar þjóðstjórn allra flokka, og hefir sú skipan haldizt að nokkru feyti fram á þennan dag. Þeir flokkar, sem ekki hafa viljað taka þátt í „þjóðfylkingu“ þeirri, sem stendur á bak við stjórnina, hafa verið bannaðir, en hinir, sem féllust á það, hafa fengið að starfa áfram að nafni til. í þjóð— fylkingunni eru það að sjálf- sögðu kommúnistar, er hafa bæði tögl og hagldir. Nú virðist röðin vera komin að Austur^Þýzkalandi. Til þess bendir m.a. handtaka Dertinger utanríkisráðherra, sem fangels- aður var í seinustu viku, og fjöldi manna annarra, sem svip- að er ástatt um. Jafnvel er búizt við, að Grotewohl forsætisráð- herra fari sömu leið, en hann var leiðtogi austurþýzkra jafn- aðarmanna áður en þeir samein- uðust flokki kommúnista. Viðskiptafræðingur, sem gerðist þjónn kommúnista Saga Dertingers er á margan hátt táknræn um feril þeirra æv- intýramanna, sem gengið hafa erinda kommúnista og þegið vegtyllur fyrir. Þykir því rétt að rekja hana hér í aðaldráttum. Georg Dertinger er viðskipta- fræðingur að menntun. Á náms- árum sínum tók hann nokkurn þátt í félagsskap þýzkra þjóðern- issinna, er var undir forustu Hugenbergs, en síðan gekk hann í kristilega miðflokkinn, og vann fyrir sér sem blaðamaður. Þegar nazistar komust til valda, hætti hann pólitískum afskipt- um að ráði, en þó virðist hann ekki hafa verið illa séður af hin- um nazistisku valdhöfum, því að hann skrifaði allmikið í ýms blöð þeirra, einkum þó í Austur- ríki. Hann skrifaði aðallega um viðskiptamál. Eftir styrjöldina var Derting- er einn af stofnendum kristilega lýðræðisflokksins í Austur- Þýzkalandi. Hann reyndist ötull skipuleggjari og hlaut tiltrú flokksforingjans, Jakobs Kais- ers. Árið 1948 reis deila milli Kaisers og kommúnista, því að Kaiser neitaði að láta flokk sinn ganga í „þjóðfylkinguna,“ er kommúnistar voru þá að mynda. Niðurstaðan varð sú, að Kaiser varð að flýja land, en Dertinger tók forustu þeirra, er héldu á- fram samvinnu við kommúnista. Hann hlaut að launum varafor- mennsku í kristilega lýðræðis- flokknum og nokkru síðar em- b æ 11 i utanríkisráðherrans í stjórn Grotewohls. Því embætti hefir hann svo gegnt þangað til hann var handtekinn fyrir nokkr um dögum. Um það leyti, er Dertinger tók við utanríkisráðherraembættinu, lét hann það óspart uppi við ýmsa kunningja sína, að senni- lega myndi þetta nýja starf hans leiða hann í gálgann. Honum var því ljós hættan, sem yfir honum vofði. Hitt mátti sín þó meira, að hann hafði óstjórnlega löng- un til að láta á sér bera. Sjálfs- traust hans var líka mikið, svo að hann mun hafa gert sér vonir um, að honum myndi heppnast það, sem öðrum hafði mistekizt. Undirriiaði raunverulega sinn eigin dauðadóm Ef Dertinger hefði ekki látið stjórnast af stjórnlitlu sjálfs- trausti og hégómleika, myndi honum hafa verið ljóst fyrir löngu, að honum myndi ekki farnast betur en öðrum þeim, sem svipað höfðu farið að. Hann var gersamlega valdalaus í ut- anríkisráðuneytinu. Sá, sem mestu réði þar, var Anton Acker mann, er var aðalskrifstofustjori þess og þrautreyndur kommún- isti. Dertinger hafði ekki öðru hlutverki að gegna en að skrifa undir skjöl, sem fyrir hann voru lögð, og koma fram við ýms há- tíðleg tækifæri. Þetta fullnægði þó Dertinger. Meðal þeirra skjala, sem Dert- inger þannig undirritaði, var sáttmáli milli AusturjÞjóðverja og Pólverja, þar sem viðurkennt var, að Oder-Neisse-línan skyldi verða endanleg landamæri milli Þýzkalands og Póllands. Fyrir þessa undirritun hlaut Dertinger æðsta heiðursmerki Póllands. En í raun og veru var Dertinger hér að undirrita dauðadóm sipn. Undirritun þessa s a m n i n g s vakti geysilega reiði allra Þjóð- verja. Eftir hana gátu kommún- istar varpað Dertinger fyrir borð, hvenæí sem þeim þóknað- ist. Hann átti ekki lengur neina samúð í Þýzkalandi. Jafnframt var hann búinn að ljúka því þjónustuhlutverki, sem komm- únistar höfðu ætlað honum eða því að undirrita samning, sem þeir kærðu sig ekki um að láta neinn flokksmann sinn undirrita Ættjörðin litin eftir 70—80 ár I gærmorgun komu hingað til lands með vélflugunni Heklu 37 Vestur-Islendingar undir farar- stjórn Finnboga Guðmundsson- ar, prófessors. I gær áttu blaða- menn viðtal við prófessorinn, sem skýrði frá ferðinni og til- drögum hennar. Honum fórust m. a. orð á þessa leið: „Ég hefi átt þess kost í fyrra og í ár að ferðast um byggðir íslendinga vestra. Hitti ég þá fjölda fólks, sem vildi heimsækja gamla landið, ekkert virtist vanta nema samtökin til að hrinda slíkri för úr höfn. I vetur hafði ég því samband við flugfélagið Loft- leiðir, sem annast áætlunarflug milli New York og Reykjavíkur. I febrúar var auglýst eftir þátt- takendum í fyrirhugaða ferð, og var vonazt til, að þeir yrðu um 50. Ekki gáfu sig þó nægilega margir fram í Winnipeg. Var því íslandsförunum stefnt sam- an í New York, þaðan sem lagt var af stað í gær.“ í góðu yfirlæii í New York Ætlunin var að fara fyrr frá New York, en farartækið tafðist. Ekki létu íslendingar sér þó leiðast í heimsborginni. Var það Það þótti sýnt, að dagar Dert- ingers myndu fljótt taldir, er hann átti fimmtugsafmæli rétt fyrir áramótin. Ekkert austur- þ ý z k u kommúnistablaðanna minntist á það einu orði. Nokkr- um vikum síðar var hann líka fangelsaður, ákærður fyrir marg- vísleg svik og njósnir fyrir Bandaríkin. I Þýzkalandi trúir þó enginn á þær ákærur, en hins vegar harmar almenningur þar ekki örlög hans. Þau þykja verð- skulduð. En jafnframt þykja þau ný sönnun þess, hvernig kommúnistar m e ð h ö n d 1 a þá menn, sem ganga erinda þeirra vegna hégómleika og löngunar til að láta á sér bera. bæði, að flugfélagið gerði sér allt far um að hafa ofan af fyrir mannskapnum og sat ferða- fólkið ágætt boð Hannesar Kjartanssonar, ræðismanns ís- lands í New York, og Elínar konu hans. Þegar svo stigið var um borð í Heklu, afhenti flugþernan hverjum þátttakanda blómvönd frá íslandi. Förin var farin. A heimleiðinni var glatt á hjalla, ættjarðarlög sungin og skeggrætt. Hafði Finnbogi orð á dugnaði ferðafólksins, sem eng- inn bilbugur fannst á frá því lagt var af stað, þótt meðalaldur ferðalanganna væri um 60 ár. Vestur-íslendingarnir eru 37, 27 frá Kanada og 10 frá Banda- ríkjunum. Konur í förinni eru 27. Allt er fólk þetta barnfæddir íslendingar að 7 undanskildum, sem koma hingað í fyrsta sinni. I gærkveldi sátu gestirnir kvöldverðarboð forsætisráðherra hjónanna. Á morgun verður lagt upp í þriggja daga ferðalag um Suðurlandsundirlendið, komið í Valhöll á sunnudag, þar sem Þjóðræknisfélagið sér um við- tökur. Að því búnu dreifast Vestur-íslendingarnir um landið eftir geðþótta. Hinn 26 júlí snúa þeir vestur aftur. ♦ Elzti gesiurinn á níræðisaldri Elzti gesturinn er frú Rósbjörg Jónasson frá Winnipeg. Hún kemur nú heim eftir 70 ára úti- vist. Yngsti þátttakandinn, Colombine Baldvinson, er 19 ára. Af ferðalöngunum hefir frú Sophia Bernhöft verið lengst burtu frá ættjörð sinni. Hún er 15 barna móðir, og er sonur hennar, Vilhelm Bernhöft, í flokki gestanna. Upphaf frekari ferðalaga Finnbogi Guðmundsson telur, að áhugi á ferðum til Islands hafi vaknað vestra, og þess sé að vænta, að slíkar ferðir takist í framtíðinni og þá jafnvel svo, að skipzt verði á ferðamanna- hópum. Þótt til þessarar farar hafi eðlilega einkum valizt aldr- að fólk, er ekki óeðlilegt, að í Jramtíðinni fari unga kynslóðin í pílagrímsferðir heim til gamla landsins. Þvílíkar ferðir eru áreiðanlega affarasælar. Mundu þær stuðla að varðveizlu íslenzkra menning- arerfða vestra og þá sérstaklega tungunnar, sem raunar á enn þann dag í dag fleiri dáendur í Islendingabyggðunum en ó- kunnuga grunar. V.-íslendingarnir Hér fara á eftir nöfn allra V.- íslendinganna sem þátt taka í förinni: Winnipeg Aðalbjörg Helgason Jóhanna Jónasson Lovísa Bergman Rósa Jóhannsson Rósbjörg Jónasson Sigrún Thorgrímsson Sigrún A. Thorgrímsson Sigríður Bjerring Þorbjörg Sigurðsson Steindór Jakobsson Finnbogi Guðmundsson Árborg, Man. Aðalbjörg Sigvaldason Emma v. Renesse Guðrún Magnússon Riverton, Man. Columbine Baldvinsson Lundar, Man. Guðrún Eyjólfsson Guðrún Sigfússon Eriksdale, Man. Guðrún og Ólafur Hallsson Hayland, Man. Sigríður og Gísli Emilsson Baldur, Man. Halldóra Pétursson Glenboro, Man. Helga S. Johnson Leslie, Sask. Oscar Gíslason Elfros, Sask. Rósmundur Árnason Warman, Sask. Egill Jöhnson Markerville, Alberta Rósa- Benediktsson Vancouver, B.C. Anna Matthieson Hensel, N. Dak. William Sigurðsson Ingibjörg Soards Mountain, N. Dakota Haraldur Ólafsson Cavalier, N. Dakota Sophia Bernhöft Santa Monica, Calif. Wilhelm Bernhöft Seattle, Washington Anna Scheving Sigrid Scheving Point Roberts, Washington Ásta og Jóhann Norman Wheatland, Wyoming Maggie Needham. —Mbl., 12. júní Hópferð Vestur-íslendinga ef til vill upphaf ferðamannaskipta „Það eru engir útlendingar í Canada — vér erum allir Canadamenn“—George Drew Sá flokkur, sem jafnan hefir haft forustu um fólksflutninga til Canada, er Progressive Conservative flokkurinn. Þegar foringi flokksins, George Drew, var orðinn leiður á því að bíða altaf eftir athöfnum af hálfu Liberala í Ottawa varðandi innflytjendur til landsins fékk hann sér flugvélar, sem fluttu inn í landið þúsundir nýrra Canada- manna. Sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar í sambandsþingi ihefir George Drew með tilstyrk annara Progressive Conservative þingmanna hamrað á þörf nýrra innflytj- enda og krafist fyrir þá betri aðbúnaðar. Hann lét meðal annars þannig ummælt: „Ekkert land 'hefir upp á betri tækifæri að bjóða en Canada," og hann bætti við „að í Canda væri rúm fyrir 100 miljónir ibúa. Nýir Canadamenn þurfa að finna sig heima í Canada og fá það á vitund, að 1 Canada séu engir útlendingar — heldur alt saman Canadamenn.” Progressive Conservative stjórnin í Ontario flutti inn í landið 30,000 nýja Canadamenn. Fleiri innflytjendur tóku sér bólfestu í Progressive Con- servative Ontario, en í öllum hinum fylkjunum til samans. Sú hefir verið stefna Liberala að leggja hömlur á inn- flutning fólks. FÁNA FRELSIS BLAKTA VIÐ STÖNG. 10. ÁGÚST. iið Proeressive Conservative atkvæði Published by the National Progressive Election Committee.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.