Lögberg - 06.08.1953, Síða 5

Lögberg - 06.08.1953, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 6. ÁGÚST, 1953 5 - wwwww 'WWWWWWWVWWWWVVVVVW ÁliieAHÁL IWENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁVARP FJALLKONUNNAR ungírú Jórunnar Thordarson, 3. ágúst á Gimli Ég, sem tákna eigi aðeins draumalandið sjálft, heldur einnig hugvit og menningu, anda og sál hinnar íslenzku þjóðar. — Ég, Fjallkonan, heilsa ykkur öll- um niðjum mínum vestan hafs í dag með ástarkveðjum góðrar móður. Að sið fornhöfðingja minna færi ég ykkur ágætar gjafir. Úr gullkistu aldanna dreg ég dýr- gripi hugsjónanna, sem allar þær kynslóðir er ísland hafa byggt, eða í Vesturvegi hafa gert nafn mitt frægt, hafa skapað niðjum sínum að arfi. Skært glampar þar gimsteinn frelsisástarinnar, sem lét mína fyrstu landnema hafna flestum veraldlegum gæðum, er þeir völdu sér hið ægifagra, ókunna ísland að ættjörð. Síðan dreg ég upp hvern logaskæran dýrgrip af öðrum. Lýðræðishugsjónina, er skapaði elzta lýðveldi, sem nú er í heimi, og elzta þingið, og lagði á tungu eins míns vitrasta sonar orðin: „Með lögum skal land byggja.“ Áræðni þá og rannsóknarhug, er sendu mína vösku vegleitendur út á höf til að finna fjarlæg lönd, jafnvel Ameríku sjálfa, eða inn í ísálfu til að kanna auð hennar. Sálar- auðinn, sem liggur í ljóðum skálda mina og ritum höfund- anna, er skapað hafa svo sígild- ar bókmenntir að teljast mega með ritum Grikkja og Rómverja. Fróðleiksþorstann, sem hvatti ykkar fátækustu landnema til að flytja bókasöfn vestur um haf. Tunguna fögru, sem eitt skáld mitt nefndi „ástkæra ylhýra málið.“ Og lund þá sem gerði marga fornmenn mína og forn- konur og einnig margt landnema ykkar og fleiri meðal sona minna og dætra, að drengilegum hetj- um, og kenndi mínum frægasta syni að segja: „Aldrei að víkja!“ En siður var það einnig í forn- öld, að leysa gesti út með glæsi- legum gjöfum, og nú vænti ég þeirrar gjafar af ykkur, að þið berið arf þennan stolt á allri lífs- leið og afhendið hann aukinn í hendur ykkar niðjum um ó- komnar aldir. Þið, synir og dætur frelsisins, eigið ætíð að verja það og slíta hvern fjötur, sem lagður er um anda mannsins til að hefta skoðanafrelsi, trú- frelsi, stjórnfrelsi, eða málfrelsi. Þið, börn hins elzta lýðveldis, eigið að taka sterkan þátt í lög- gjöf og þingum og þegnstörfum, og halda hátt á lofti æðstu hug- sjónum lýðræðisins. Nú, þegar fá eða engin lönd eru enn óþekkt á yfirborði jarð- ar, eigið þið að sigla ykkar skipum um ókunn höf andans, og nema ný landnám á strönd- um þeirra. Ný skáldverk skuluð þið skapa, sagnlist og aðrar bók- menntir, eins og sum ykkar hafa þegar gert, sem auðga bæði Is- land og þjóðir þær, er þið eigið bústað hjá. Fróðleik og menntir hafið þið í hávegum haft og miðlað vel af þeim, og skal svo enn. En ein stærsta gjöfin, sem ég vænti frá ykkur, er sú, að í gjörningaveðrum þessarar ör- lagaríku aldar villist þið aldrei út á brautir múgmenningar, og látið ekki sönginn úr álfheim efnishyggjunnar tæla ykkur til glötunar, heldur haldið fast við drenglund þá, er gefið hefiur þjóð minni festu. Fylgið eigi hel- stefnu sundrungarinnar, heldur lífsstefnu samúðar og samvinnu. Munið, að það er eigi víðlendi, auður, völd né mannmergð, sem gera þjóðirnar miklar, heldur auðlegð andans, sem í þeim býr. Því hefur þjóðin mín, ein hin mesta í heimi og vart mannfleiri en hálf Winnipegborg, borið gæfu til að verða ein hinna at- kvæðamestu af öllum sambands- þjóðunum í að efla líknarstarf- semi fyrir börn víðsvegar um heim. Svo sigursæl er lífsstefnan, þar sem henni er beitt af heilum hug. Margar þessar gjafir hafið þið þegar veitt mér, og gert móður- hjarta mitt stolt af þrautseigju landnema ykkar, þegnhollustu ykkar í nýjum löndum, og af- rekum sona minna og dætra hér í álfu. En þó skal skerfur ykkar miklu meiri að lokum, er Saga kveður upp sinn síðasta dóm um starf ykkar í Vesturheimi. Þá er enn sú óskin, sem liggur hjarta mínu næst, og hún er sú, að þið styrkið öll þau bönd, sem tengja ykkur við ísland. Það gleður mig, að börn, mín, sum héðan, heimsækja ísland í sumar, að þjóð mín heima heiðrar á þessu sumri eitt ykkar mesta skáld, og þið starfið að viðhaldi tungu minnar og bókmennta. „Römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til.“ Styrkið ávalt þá taug. Eflið íslenzku- námið, notið mál mitt, lesið bók- menntir mínar, heimsækið mig, sendið mér börn ykkar heim í kynnisferðir, skrifið ættmenn- um og vinum, og veitið þeim móttöku hér. Ástúðlega kveð ég yður, börn mín, með orðum skáldsins, sem orti: „Særi ég yður við sól og báru, særi ég yður við líf og æru, yðar tungu (orð þó yngist), aldrei að gleyma í Vesturheimi! Munið að skrifa meginstöfum mannavit og stórhug sannan! Andans Sigur er æfistundar eilífa lífið! Farið heilir! Úr borg og bygð — Hjónavígsia í Baldur — Laugardaginn þann 25. júlí kl. 3 e. h. voru gefin saman í hjóna- band í Lútersku kirkjunni í Baldur Niels, sonur Mrs. G. Lambertsen og Guðmundar heit. Lambersen frá Glenboro, og Laura Elizabeth, dóttir Mr. og Mrs. Frederick Johnson frá Baldur. Séra Jóhann Fredriks- son gifti. Brúðurin var leidd til altaris af föður sínum. Svara- menn voru: Dr. G. Lambertsen, bróðir brúðgumans, og systir brúðarinnar, Marjorie Johnson. Mrs. Albert Sigmar frá Glenboro lék á orgelið og Mrs. J. Ruther- ford frá Glenboro söng tvo brúð- kaupssöngva. Daníel Johnson, bróðir brúðarinnar og S. Sigfús- son, tengdabróðir brúðgumans, leiddu til sætis. Kirkjan var þétt- skipuð vinum og vandafólki og skreytt fögrum blómum. Brúð- kaupsveizla var haldin í sam- komusal bæjarins og var þar stór hópur boðsgesta víðsvegar að. Dr. R. Huston mælti fyrir minni brúðarinnar. Brúðguminn þakk- aði með velvöldum orðum. — Eftir samsætið lögðu brúðhjónin af stað í bíl austur til Ontario og Bandaríkjanna. Heimili þeirra verður í Glenboro. ☆ Mr. Elías Elíasson trésmíða- meistari frá Vancouver kom til borgarinnar í fyrri viku glaður og gunnreifur að vanda; hann var staddur á íslendingadegin- um á Gimli og mun dveljast hér um slóðir nálægt tveggja mán-l aðar tíma. María Lovísa Pétursdóttir Sólmundsson Lovísa Sólmundsson var fædd í Winnipeg 25. desember 1882. Foreldrar hennar voru Pétur Guðlaugsson og Sigurbjörg Bjarnadóttir, sem voru frum- byggjar í Gimli landnámi. Hún fluttist frá Winnipeg til Gimli árið 1889 og ól allan sinn aldur í Gimli-byggð og bæ frá þeim tíma til dauðadags, sem bar að höndum þann 30. júní síðastl. Árið 1900 kvæntíst hún Guð- mundi E. Sólmundssyni, syni Sólmundar Símonarsonar og Guðrúnar Aradóttur, sem fyrst bjuggu í Mikley en síðar að Gimli, Man. Þau eignuðust 11 börn, en tvö af þeim dóu á barns- aldri. Níu eru á lífi og eru nöfn þeirra sem fylgir: Mrs. E. R. Evans, Winnipeg, Man.;. Mrs. Herbert Johnson, Mrs. Travers Johnson og Sólmundur, öll að Gimli, Man.; Pétur, vestur við Kyrrahaf; Mrs. M. Olender, Gypsumville, Man; Joseph, Benedikt og Marvin að Gimli, Man. Barnabörnin eru 11 og eitt barnabarnabarn. — Lovísa heitin átti átta systkini alls, en á lífi eru aðeins tvö: Mrs. W. J. Wilkinson, Winnipeg, Man., og Dóri Pétursson, Gimli, Mán. Lovísa heitin hafði frá fyrstu ungdómsárum varið sínum beztu kröftum til styrktar þeim mann- félagsmálum, sem henni voru kærust. Hún var fædd og upp- alin í lúterskri trú, og þegar hún var á sextánda ári gekk hún í lúterska kvenfélagið Framsókn á Gimli og léði því sína beztu krafta til dauðadags. Önnur félagsmál Gimlibæjar nutu liðs hennar og ljúfmensku í starf- semi sem fyrir lá. En það sem mest kvað að í fari hinnar látnu merkiskonu var sú ástúð og um- önnun, sem eiginmaður hennar og börn urðu ávalt aðnjótandi. Var það í svo ríkum mæli, að slíkt mun fágætt. Hún stóð sem stólpi við hlið manns síns í þau iimmtíu og þrjú ár, sem þau áttu samleið saman. Sá ferill var stráður þeim sólgeislum og hugljúfum minningum, sem eru samfara þei msálum, er eiga þá kosti að geyma, sem prýddu þessa mætu og ástúðlegu eigin- konu og móður. Trúmennskan, blíðan í viðmóti, þolinmæðin, góðviljinn til allra, hjálpsemin og hin íslenzka gestrisni voru sumar af hennar dyggðum, sem gjöra minningu hennar ógleym- anlega eiginmanni, börnum og öllum þeim ótal vinum og ætt- ingjum, sem nutu vinskapar hennar viðkynningar. Lovísa Sólmundsson var rík af kærleika og bjartsýni og tók því sem forlögin færðu með ró og staðfastri, en þó blíðri lund. Hún naut ástar og virðingar meðbræðra sinna á lífsleiðinni fyrir sitt velunna lífsstarf. Með- bræður hennar hafa alla reiðu sýnt vott um þann hlýhug og virðingu, sem þeir bera minn- ing uhennar með því að leggja í minningarsjóð til heiðurs minn- ingu hennar, og á sá sjóður að ganga til kaupa á nýju orgeli í hina nýju lútersku kirkju, sem verið er að reisa á Gimli. Það hefir fjöldi vina lagt í þann sjóð til heiðurs þessari merkiskonu. Eiginmaður og börn hinnar látnu þakka innilega og hjartan- lega öllum þeim, sem á einn eða annan hátt hafa heiðrað minn- ingu hennar, og ekki sízt hinum ágæta og prúðmannlega lækni á Gimli, Dr. Frank Scribner, sem lét sér svo annt um, að hún hefði sem allra bezta umönnum í síð- ustu veikindum hennar. Lovísa andaðist að heimili sínu á Gimli 30. júní 1953 eftir rúmlega þriggja mánaða legu. Útför hennar fór fram frá Gimli kirkjunni kl. 2 e. h. mánudaginn 6. júlí að fjölda vina og vanda- manna viðstöddum. Hún var jarðsungin af Rev. Padre E. Martin, R.C.A.F. Station, Gimli, og jarðsett 1 Gimli-grafreit. Guð blessi minningu hennar. F. O. STEFNUSKRÁ FYRIR BETRA CANADA Canada er land mikilla tækifæra. Engum er þetta Ijósara en 800,000 nýjum Canadamönnum, sem flutzt hafa til landsins síðan að stríðinu lauk. En eigi Canada að njóta að fullu afurða sinna og auðæfa, þarf þjóðin að njóta pólitísks frelsis og fá nýja stjórn, sem Ijær vonum hennar og störfum fullan stuðning. Ef þér njótið atkvæðisréttar þann 10. ágúst, er yður holt að kynnast vandlega eftirgreindum stefnuskrár atriðum. Lækkaðir skattar — Skatta skal lækka um 500 miljónir á ári, en það svarar til $170 árlega á hverja fjölskyldu, sem telur fimm meðlimi, þetta verður gert með því að fyrirbyggja að peningum yðar verði varið í óþarfa eyðslu, án þess að dregið verði úr greiðslu til félagslegs öryggis. Útilokun stjórnarsóunar — Vér munum draga til muna úr kostnaði við stjórnarreksturinn með bættum starfsaðferðum og útilokun tvíverknaðar. Vér erum staðráðnir í að endurskipuleggja hervarnardeildina og gera hana jafnframt fullkomnari. ^ Eftirlil með kommúnisma — Vér munum breyta þannig hegningarlöggjöfinni, að það teljist glæpur að beita kommúnistaáróðri, eða taka þátt í annari skemdarstarfsemi. Ódýr heimili — Vér munum annast um að fólk geti eignast góð og ódýr heimili, þar sem fyrir- framborgun fari ekki yfir tíu af hundraði og mánaðarlegar greiðslur verði vægar. Heilsutryggingar — Vér munum stofna til heilsutrygginga með það fyrir augum að létta byrði almennings varðandi lækniskostnað. Þá munum vér einnig breyta atvinnuleysislögunum þannig, að greiðslur fari fram vegna sjúkdóma og slysa. Að endurvekja fullveldi fólksins — vér munum afnema það einræðisvald, sem Liberalstjórnin hefir tekið sér með leynisamþyktum, sem gerðar hafa verið í Ottawa. Lækkun staðbundinna skatta — Með því að afnema söluskatta á efni til sveitastjórnar og skóla nefnda, léttist byrðin að mun. Endurbæll stefna í innflytjenda málum — George Drew vill láta margauka náttúruauðæfa framleiðsluna með því að auka fólksflutningana inn í landið og skapa nýjum Canada- mönnum bættar aðstæður. Trygging verðs búsafurða — Með sikpun landbúnaðarráðs, er ákveðið lágmarksverð búnaðar- framleiðslunnar. Fullkomin notkun náttúruauðæfa — Með nýsköpun atvinnuvegavega varðandi námur, iðnað, orkuframleiðslu og garðyrkju, með þessum hætti má skapa trygga atvinnu og alþjóðar velsæld. GreiðiS PROGRESSIVE C0NSERVATIVE atkvæði Published by authority of the National Progressive Conservative Association. Kjósendur Selkirk Kjördæmis GREIÐ ATKVÆÐI ÞANN 10. ÁGÚST MEÐ Published by authority of the Selkirk Progressive Conservative Association.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.