Lögberg - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.10.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 1. OKTÓBER, 1953 5 Aliie/iMAL rVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON SÖGULEGUR ATBURÐUR Allsögulegur atburður gerðist í Mikley á mánudaginn 21. sept., svo sem getið var um á framsíðu þessa blaðs í fyrri viku, en þá fór fram í samkomuhúsi eyjarinnar nokkurs konar vígsluathöfn í til- efni af hinu nýstofnaða íerju- sambandi milli lands og eyjar, að viðstöddu miklu fjölmenni. Til munu vera ferjur yfir ár í þessu fylki, en þetta mun vera fyrsta vatnsferjan hér um slóðir, en önnur mun bráðlega í vændum norður við Narrows á Manitoba- vatni. Áreiðanlega er ferjusamband- ið hið mesta framfaraspor í sögu þessarar gömlu íslenzku byggð- ar, sem stofnuð var 1876; og mun það valda straumhvörfum í lífi eyjarbúa; þykir því hlýða að láta nokkura frekari greinargerð um þennan viðburð fylgja mynd- unum, er birtist nú á þessari síðu. Aðeins þeir, sem fæddir eru og uppaldir á eyjunni, geta gert sér fyllilega í hugarlund, hve mikils virði þetta nýja sam- göngutæki verður eyjarbúum. Þeir muna sögur frumherjanna um fyrstu flutninga þeirra til eyjarinnar sumarið og haustið 1876 á smábátum og flekum; þurftu þeir karlar að vera gædd- ir hughreysti og hafa krafta í kögglum, því ekki var heiglum hent að leggja yfir vatnið á slík- um farartækjum með konu, börn og búslóð; mjólkurkýrin varð að fylgjast með barnanna vegna. Nágrannabyggðin var Fljóts- byggð og sóttu eyjarbúar þangað póst sinn og gera enn; eru þang- að 24 mílur ef farið er beinustu leið. Ruddu eyjarbúar sér snemma veg þvert yfir eyjuna, hina svokölluðu Mylnubraut, sem er um 3 mílur á lengd, en aldrei varð hún greiðfær á sumrin, því hún liggur yfir fen og forardýki. Samt óðu póstarn- ir með póstpokana á bakinu yfir þennan veg í fjölda mörg ár, fyrst hálfsmánaðarlega og svo vikulega, og réru svo með póst- inn yfir vatnið og komu honum áleiðis. Þeir lögðu af stað venju- lega kl. 8 á föstudögum og áttu að vera komnir til baka kl. 5 á laugardögum; og beið fólk þá með óþreyju eftir íslenzku blöð- unum og bréfum; þótti gömlu mönnunum póstarnir ekki bátum sínum alla leið til Sel- kirk um 80 mílur, sérstaklega síðla sumars eftir að þeir komu úr fiskiverum norðan af vatni og fóru þá í þeim erindum að gera upp reikninga við fiskifélögin og kaupa mat og aðrar nauðsynjar fyrir veturinn. Á svo langri vatnsferð var allra veðra von, enda lentu þeir stundum í ævin- týrum, svo sem þegar tveir elztu frumbyggjar eyjarinnar koll- sigldu sig, komust á kjöl, héngu þar í margar klukkustundir þar til annar bátur kom þar að af tilviljun og bjargaði þeim. Þökk- ’uðu þeir jafnan síðan lífsgjöf sína heitri bænagjörð sinni til guðs og bænheyrslu hans. Gufubátar komu á vatnið l snemma á árum og greiddi það nokkuð úr samgönguhömlum Mikleyinga, ekki sízt eftir að einn frumherjanna, Helgi Tóm- asson, kom upp bryggju af eigin rammleik framan vJð landnáms- jörð sína, Reynistað, þar sem hin stóra og vandaða stjórnar- bryggja stendur nú. Þá var það jnikil samgöngubót þegar eyjar- búar fengu sér gasoline-báta; útvegaði Vilhjálmur Sigurgeirs- son sér fyrsta bát af því tagi 1915 — Falcon — og svo fjölgaði þeim bátum árlega. Nú þurfti ekki lengur að bíða eftir byr, og eru nú róðrar- og seglbátarnir Jóhanns læknis. Þegar þeir læknarnir fluttu frá eyjunni um aldamótin tók við starfi þeirrá Solveig Grímólfsdóttir Hoffman, útlærð yfirsetu- og hjúkrunar- kona; var hún frábær kona, kjarkmikil og úrræðagóð, tók á rrióti tugum barna og misti al- drei konu af barnsförnum. Hin síðari ár hafa Mikleyingar notið hjúkrunarstarfs þessara kvenna: Guðlaugar Eggertson, Kristínar og Benediktu Doll, Ástu Jónas- son og Sesselju Sigurgeirsson, er allar hafa leyst sín störf af hönd- um með ágætum. En hversu góðar sem hjúkrunarkonurnar eru koma þó þau tilfelli að leita verður læknishjálpar; urðu Mikleyingar að sækja lækni til Gimli, þá til Árborgar og nú síðustu 20—30 árin til Riverton. Er ekki ofsögum sagt af því, hve læknarnir í þessum fjarlægu stöðum hafa reynst þeim vel; þeir hafa lagt á sig miklar og erfiðar ferðu til að bjarga heilsu þeirra og lífi. Þær voru ekki orðnar fáar heimsóknir Sveins E. Björnssonar læknis til eyjarinnar áður en hann flutti frá Árborg, og hvað mætti þá segja um Stein Thompson lækn- ir frá Riverton, sem hefir lækn- að og líknað fólki í þessum byggðarlögum um þrjátíu ára skeið og reynst því eins og bezti bróðir. — Þrátt fyrir vélknúnu bátana, var enn erfitt og seinlegt að ná t 1 læknis úr eynni, og í fjölda mörg ár var það draumur eyjar- búa, að hið mílubreiða mjósund milli lands og eyjar yrði brúað, því smáeyja er í miðju sundinu, og myndi hún auðvelda að mun slíka framkvæmd, en ef það fengist ekki, að ferjusamband opinberum málum eyjarinnar ráðstafað í samráði við skolaráð eyjarinnar. En það sem e. t. v. hafði miklu meiri áhrif Jivað framtíð byggðarinnar snerti var, að Dr. Thompson gaf kost á sér til ^ingmensku í Gimlikjördæmi fyrir á-tta árum. Hann skildi sam- gönguerfiðleika eyjarbúa af eigm reynslu, því margar erfið- ar ferðir í illviðrum sumar og vetur hafði hann lagt á sig þangað. Hann gleymdi ekki Mikley. Dr. Thompson fékk því fram- gengt að fylkisstjórnin lagði veg yifr eyjuna 1945 að mjósundinu; næst var vegur lagður ofan að vatninu hmumegin frá. Þegar þessir vegir voru komnir í sæmi- legt horf, var hægt að fara í snatri milli Hecla og Riverton á bílum beggja vegna og á smá- bát yfir sundið. Síðan voru lend ingarstað.rnir útbúnir, ferjan smíðuð og hefir hún nú formlega verið tekin til notkunar. Auk þessa hefir hann átt þátt í því, að raforkuleiðsla til eyjarinnar er að komast í framkvæmd í ár. Dr. Thompson er maður fram sýnn og hugsjónaríkur. Það hefir ekki farið fram hjá honum, hversu veiðin í Winnipegvatni hefir brugðist í nokkur undan farin ár. Ef hún brygðist alveg, hvernig færi þá fyrir þessari byggð^ sem á efnalega afkomu sína aðallega undir fiskiveiðun- um? Hann hefir hvatt búendur til að snúa sér meir að landbún- aði, en að undanförnu, og í þeim tilgangi komið því í gegn að vegur var lagður, og um leið skurðir grafnir, um mílu fyrir ofan byggðina á ströndinni, eftir eyjunni endilangri, og þessi skurðgröftur mun ræsa fram D. L. Campbell, ícrsæíisráðherra Manitobaf ylkis, óskar Dr. S. O. Thompson, þmgmanni Gimlikjördæmis, iil hamingju með unninn sigur, siofnseiningu ferjusambandsins. Á milli þeirra er Helgi G. Tómasson, formaður skóla áðsifis í Hecla. Lengsi iil vinsiri er Hon. C. L. Shuíileworih, ráðherra Public Utilities, en iil heegri H n. C. E. Greenlay, verkamála og f iskiveið aráðherra. ☆ Ferjan, sem lengir Hecla við meginlandið. ☆ standa mjög vel í stöðu sinni, ef þeim seinkaði mikið fram yfir þennan tíma. Póstpokarnir þyngdust árlega ekki sízt eftir að Eaton’s pönt- unarfélagið kom til sögunnar, og fóru póstarnir að sligast undir byrðunum, þá var siglt í kring- um eyjuna til Fljótsbyggðar; urðu þessar 24 mílna vatnsferð- ir oft svaðilfarir óg hættulegar á smábátum, því Winnipegvatn á það til að hvessa sig og er þá ekki við lambið að leika sér; fórst einn póstur í ofsaroki á vatninu. Oft sigldu Mikleyingar á segl- löngu úr sögunni. Stuttu síðar var símalína lögð til eyjarinnar. Bætti alt þetta mikið úr einu af mesta vandamáh eyjarbua, en það var: að fá læknisráð og læknishjálp. Ekki skulu hér sagðar þær harmsögur, er gerzt hafa vegna þessara öruðleika, en í einangr- uninni áttu þó eyjarbúar því láni að fagna að eiga í sínum fyrsta landnemahóp tvo sjálf- lærða lækna, þá Jóhann Straum- fjörð og Pétur Bjarnason; þeim til aðstoðar við barnsburð og hjúkrun voru þær Sigfríður Tómasdóttir og Ásta, dóttir yrði þá stofnsett. Mikley var fyrst hluti af Gimlisveit og síðan af Bifröst-sveit. Bar jafnan nokk- uð á því, að eyjarmenn þóttust bera lítið úr býtum af því fé, er fylkisstjórnin og sambands- stjórnin lögðu í lagningu vega um þessar sveitir; sérstaklega varð þessi óánægja ábærileg hin síðari ár þegar þeir báru saman hina ófæru vegi yfir eyjuna og hlemmi-vegina í allar áttir, er blöstu við um leið og þeir komu til meginlandsins. Þeir sögðu sig úr Bifröstsveit fyrir nokkrum árum og eru nú í Fisher-hérað- inu undir stjórn fylkisins, og er vatnið af landinu þar, þannig að hægt verður í framtíðinni að ryðja skóginum af því, og yrkja landið. — Það verður ekkert smá verk, því þarna er kargaskógur; en hvað gerðu ekki landnáms- menn með handverkfærum? Og hvað geta þá ekki nútímamenn gert með þeim mikilvirku tækj- um, sem nú eru við hendi? Þegar nú ferjusambandið er komið geta þeir auðveldlega komið afurðum landbúnaðarins, korni, kjöti, mjólk og öðru frá sér til markaða. Sérfræðingar í jarðrækt telja landið á eyjunni mjög frjósamt, og er því ekki Okkur vanfrar Þurfum að koma upp fisk- réltar-malsölum og glóðar- steikja dilkakjötið Islendingar eiga og þurfa að , eiga sína eigin eldamennsku og matarmenningu, sér í lagi með hliðsjón af ferða- mannastraumi til landsins. Eitt'hvað á þessa leið fórust Agnari Kofoed-Hansen flug- vallastjóra orð, er tíðindamaður Vísis hitti hann að máli fyrir skemmtu. Agnar hefir um langt skeið haft áhuga fyrir því að gera ísland að ferðamannalandi og ekki alls fyrir löngu birti Vísir mjög svo athyglisverðar til- lögur hans 1 þessum efnum. Vöktu þær að vonum verðskuld- aða athygli. Nú hefir Agnar Kofoed-Han- sen talið rétt að auka nokkru við, þar sem áður var frá horfið, og að þessu sinni eru það tillögur varðandi mataræði og „íslenzkt eldhús“, sem hann vill koma á framíæri. Skyrið er það eina Við eigum lítið af því, sem útlendingar myndu kalla þjóð- rétti, þegar undan er skilið skyr- ið, sem er bæði ljúffeng fæða og holl ef hún er rétt tdreidd. Flest- ar aðrar þjóðir hafa gnægð þjóð- rétta, sem þær framreiða á sinn sérstaka hátt. Girnast erlendir ferðamenn yfirleitt að kynnast hinu þjóðlega mataræði hvers lands og því er það ávinningur hverrar þjóðar að hafa sem fjöl- breytilegustu og ljúffengustu mataræði á að skipa. Nú stöndum við íslendingar — að því er Agnar Kofoed-Hansen telur — óvenju vel að vígi hvað ýmis hráefni snertir. Meðal annars er kindakjötið okkar, sem Halldór Kiljan Laxness tel- „þjóðlegfr eldhús/# ur óæti hið mesta. Og það má vissulega til sanns vegar færa, að við íslendingar kunnum ekki að matreiða dilkakjöt og gerum það að óæti í slæmum meðför- um. Ef við tækjum upp nýja háttu í meðferð og. matreiðslu kindakjöts væri hægt að búa til úr því ljúffengustu kjötrétti sem um getur. En hin rétta með- ferð á dilkakjöti er að glóðar- steikja það. Þann hátt hafa ýms- ar austurlenzgar þjóðir haft frá aldaöðli og með því gert kinda- kjöt að lostæti, sem naumast á sinn líka. Ennfremur er það heldur ekki vansalaust að Islendingar, sem eru ein mesta fiskveiðaþjóð heimsins, skuli ekki hafa í höfuð borg sinni eitt einasta fiskrétta- matsöluhús, þar sem matreiddir eru ljúffengir fiskréttir. Ýmsir útlendingar, sem hingað hafa komið, hafa undrast þetta og jafnframt hvað matsölustaðir bæjarins, þeir, sem þegar eru fyrir hendi, leggja litla rækt við matartilbúning úr fiski. Þarf þó ekki að efast um gæði hráefnis- ins, því fiskur fæst hér jafnan glænýr á degi hverjum. Stönd- um við því betur að vígi með fiskréttamatsölu heldur en flest- ar aðrar borgir álfunnar. Agnar Kofoed-Hansen sagði, að við Islendingar yrðum að leggja miklu meiri rækt við að skapa okkar eigið þjóðlega „eld- hús“, leggja okkur í framkróka til að nota okkar eigin ágætu hráefni og búa til úr þeim ljúf- fengari og lostætari rétti, en við höfum gert til þessa. Á þann hátt gerum við ekki aðeins útlendum ferðamönnum til hæfis heldur fyrst og fremst okkur sjálfum, jafnt neytendum sem framleiðendum. —VISIR, 29. ágús* útilokað að eftir nokkur ár gefist að líta þar blómlega akra. Eyjan hefir og annan kost, sem ekki er lítils virði, en það er náttúru- fegurð eða að minsta kosti finst þeim það, sem þar eru fæddir og uppaldir. I marga tugi ára hafa sumargestir dvalið lang- vistum norðanvert á eyjunni í vingjarnlegri og sandmjúkri höfn, sem nefnd er Gull Har- bour. Er ekki ólíklegt, að sumar- gestum fjölgi nú þar, og að þeir muni einnig reisa sér sumar- bústaði á öðrum fögrum stöðum á eynni; gæti þetta á margan hátt komið búendum í hag, þótt sumir muni e. t. v. sakna þeirrar friðsældar og þess næðis, sem á eynni hefir ríkt fram að þessu. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, voru forsætisráðherra Manitobafylkis og þrír úr ráðu- neyti hans, auk þingforseta, við- staddir veizlufagnaðinn í Mikl- ey 21. sept., og fór vel á því, því vitanlega hefði Dr. Thomp- son ekki getað afrekað því, sem nú hefir verið gert í þágu byggð- arinnar, ef ekki hefði hann haft hina ágætu Liberalstjórn Camp- bells að baki sér; stjórn hans hefir skilið, engu síður en Dr. Thompson, að tími væri til kom- inn að tekið væri tillit til vel- farnaðar þessarar gömlu íslend- ingabyggðar á eyjunni fögru í Winnipegvatni. Þeir fluttu allir ræður og lofuðu jafnvel meiru góðu, enda eru vegirnir ennþá langt frá því að vera viðunan- legir, þó mikill sé munurinn frá því, sem áður var. Aðalræðuna flutti vitaskuld Dr. Thompson, og eins og vænta mátti, gaf hann öllum öðrum en sjálfum sér viðurkenningu fyrir það verk, sem nú hefir verið unnið að í samgöngumál- um eyjarinnar; mintist hann sérstaklega skólaráðsins í Hecla, sem haft hefir með honum sam- ráð í framkvæmdinni varðandi ferjusambandið, en í skólaráðinu eru: Helgi G. Tómasson, forseti; Einar Sólmundsson, ritari; Helgi Jones, Kjartan Eggertsson og Fedor Thordarson. Helgi K. Tómasson stjórnaði samsætinu með ágætum, og í lok þess þakkaði Helgi Jones með snjallri ræðu öllum þeim, er lagt höfðu hönd að verki við að koma þessari samgöngubót í fram- kvæmd, og öllum gestum fyrir komuna. Samkomugestir voru yfir 70, meirihlutinn frá systur- byggðinni, Fljótsbyggð, og var ánægjulegt að sjá þá þar. Margir Mikleyjarmenn gátu því miður ekki sótt þessa hátíð vegna þess, að þeir voru komnir út í fiskiver. Konur þeirra bættu alveg úr því með hinni ljúffengu máltíð, er þær framre.ddu fyrir gestina. — Skeyti frá S. V. Sigurdson, bæj- arstjóra í Riverton, er barst norðan af vatni, vakti fögnuð; afi hans, Sigurður Erlendsson, var einn af fyrstu landnemum eyjarinnar 1876. ---☆---- Við hjónin þökkum Mikleying- um fyrir að bjóða okkur á þessa sögulegu hátíð; okkur hefði báð- um þótt fyrir, ef við hefðum ekki verið þar viðstödd, því þarna var markað stórvægilegt spor í sögu íslenzka landnámsins. Við erum líka þakklát Mr. og Mrs. T. R. Thorvaldson fyrir að bjóða okkur að verða þeim samferða norður í bíl þeirra. Við lögðum af stað frá heimili okkar á Victor stræti í Winnipeg kl. 11 fyrir hádegi og vorum komin á samkomustaðinn í Hecla kl. 2.05 eftir hádegi, og er það sennilega met í hraðferð á milli þessara staða. Við biðum eftir ferjunni í 15 mínútur hérna megin vatns- ins; hafði hún þá flutt 29 bíla með um 70 gestum yfir vatnið til Mikleyjar þá um morguninn. Ferjan getur flutt 4 bíla í einu og er 20 mínútur á leiðinni milli lands og eyjar. Höfðu sumir að orði að ferjan yrði stækkuð og settar yrðu í hana sterkari vélar. Vegirnir að ferjunni eru ekki enn fvrsta flokks, eins og gefur að skilja, en úr því verður vænt- anlega bætt í nálægri framtíð. Nýtt tímabil er nú hafið í sögu Mikleyjarbyggðar og óskar Lögberg að því fylgi mikil gifta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.