Lögberg - 01.10.1953, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.10.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 1. OKTÓBER, 1953 7 Stærsti grasagarður í heimi Jón Rögnvaldsson segir frá Kew-garðinum í London í seinasta hefti Náttúrufræðingsins birtist grein eftir Jón Rögnvaldsson um Kew-garðinn í London, sem er stærsti og fjölskrúðugasti grasagarður í heiminum. Þar sem marga mun vafalaust fýsa að fá nánari vitneskju um þennan merkilega garð leyfir Tíminn sér að endurprenta þessa grein Jóns. A Soldier Writes Home í suðvesturjaðri Lundúna- borgar, um 15 km. suðvestur frá miðborginni, liggur hinn heims- kunni grasagarður, sem venju- lega gengur undir nafninu Kew- garðurinn (frmb. kjú-), en heitir á ensku máli Royal Botanic Gardens, Kew. Kew-garðurinn er ekki aðeins stærsti og fjölskrúðugasti grasa- garður í heimi, heldur er hann einnig sá fjölsóttasti. í rauninni mun grasagarðurinn í Buitenorg á Jövu vera fullt eins stór, ef hann er allur talinn í einu lagi. En hann er í þrennu lagi, og all- langt er á milli garðanna, eink- um þess hlutans, sem er í 1500 •metra hæð yfir sjávarmáli. 1 Kew-garðinn koma árlega tæpar tvær milljónir gesta, frá nálega löllum löndum heims, til þess að skoða garðinn, söfnin þar og aðrar stofnanir, sem reknar eru í sambandi við grasagarðinn. í Kew-garðinum, eins og raun- ar í flestum grasagörðum, er plöntunum aðallega raðað niður eftir skyldleika, og hver jurt, hvert tré og runni nafngreint skýrt og skilmerkilega. En það er margt fleira að sjá í grasa- garðinum en hinn fjölbreytileg- asta gróður. T. d. er þar flagg- stöng ein mikil, sem er eintrján- ingur, 61 m. á hæð, úr Douglas- 'greni. Er hann gjöf frá British Columbia-fylki í Kanada. Enn- fremur eru þarna í görðunum margar fagrar, aldagamlar bygg- ingar, þar á meðal Kew-höll, sem einu sinni var einn af bú- stöðum Bretakonunga. Þar er og 50 m. há pagóða, og nokkur lítil hof í grískum stíl eru dreifð um garðinn. Nú eru stærstu byggingarnar notaðar fyrir söfn og rannsókn- arstofur, og eru sumar þeirra að sjá nýreistar. Enda vaxa söfnin svo að segja dag frá degi og krefjast sífellt meira og meira húsrúms. Er Kew-garðurinn sannkölluð Mekka grasafræð- inga og garðyrkjumanna, er koma þangað hvaðanæva að til þess að leita sér alls konar upp- lýsinga og fróðleiks. Af gjafafé frá náttúrufræð- ingnum heimskunna, Charles Darwin, hefir grasagarðurinn kostað útgáfu Index Kewens, en það er skrá og lýsing á öllum þekktum æðri plöntum, eins konar alheims flóra. Á 5 ára fresti er gefið út eitt bindi með við aukum. Þá hefir Kew-garð- urinn einnig gefið út „Flóru“ flestra landa Bretaveldis sér- staklega. í Kew er geysistórt og full- komið safn grasafræðibóka og rita, eða um 50 þúsund bindi. Þar er og stórt safn ferðabóka eða nálægt 20 þúsund bindi. Talið er, að í grasasafninu séu um 6 milljónir blaða með þurrk- uðum plöntum; má víst fullyrða, að þarna séu sýnishorn af nær öllum þekktum plöntutegundum jurtaríkisins. En skrásettar plöntutegundir munu nú vera um 180 þúsund. Við þetta stóra safn bætast árlega þúsundir sýnishorna þurrkaðra plantna og plöntuafbrigða víðs vegar að úr heiminum. í sjálfum grasagarðinum eru gróðursettar um 45 þúsund teg- undir plantna. Meðal þeirra eru flestallar hinna merkari lækn- inga- og yrkiplantna jurtaríkis- ins. í sambandi við grasagarðinn rekur landbúnaðar- og fiskimála- ráðuneyti Breta stórar rann- sóknarstofur, og er varið til þeirra einna sem svarar til 5 milljóna ísl. króna. Hafa þessar stofnanir unnið mikilvæg störf í þágu jarðræktar og jurtaiðnað- ar, t. d. gúmiðnaðarins og lyfja- framleiðslunnar. Tilraunastarf- seminni í Kew hefir m. a. tekizt að framleiða og rækta teplöntu- afbrigði, sem flutt hefir verið til Natal og gert terækt þar mjög arðsama. Ennfremur hefir tek- izt í Kew-garðinum eða fyrir hans forgöngu að auka uppskeru magn banana í Vestur-Indíum og tóbaks víða um lönd. Nú er unnið að því meðal annars að finna eða framleiða kakóplöntu, sem henti vel fyrir Vestur- Indíur. í sambandi við hitabeltisgróð- urinn í Kew hafa verið reist risastór gróðurhús. T. d. er pálmahúsið um 20 m. hátt og yfir 100 m. langt. Þarna er og kælihús með kuldabeltisgróðri. Sá ég þarna í grjóturð í kæli- húsi jöklasóley, sem undi sjáan- lega miklu betur hag sínum þar en í garðinum í Fífilgerði, en þar hefir hún oftar en einu sinni dáið út af hita. Tvær allstórar gróður- og til- raunastöðvar eru í Kew. Eru þar einkum aldar upp plöntur af fræi, sem berst garðinum hvað- anæva að úr heiminum og ekki hefir verið ræktað þar áður. í Kew-garðinum eru margar tjarnir, smálækir, grjót- og urðarbeð alþakin klappa- og steinagróðri. Þar eru líka dældir, síki og álar meðfram Thames- ánni þaktir alls konar vatna- gróðri. En mest ber á víðum völlum eða grasflötum með ó- teljandi blómabeðum og trjám eða trjálundum og trjáröðum. Þarna eru líka kynstur af alls konar runnum, og fegurð rósa og alparósa- (rhododendron)- garðanna dásamleg. En öllum þessum trjálundum og jurta- söfnum er þannig niðurraðað, að undrun og aðdáun vekur. Enda er allur Kew-garðurinn skipu- lagður í fögrum, náttúrlegum listigarðastíl. Ég kom beint frá Kaupmanna höfn til Lundúna og hafði kynnt mér grasagarðinn í Höfn eftir föngum í nokkra daga og fundizt mikið til um hann á margan hátt. En fremur varð hann nú smá- legur borið saman við Kew- garðinn. Af þeim grasagörðum, sem ég hef séð um dagana og kynnzt að nokkru ráði, væri það helzt grasagarðurinn í Edinborg, sem kæmist í hálf-kvisti við Kew- garðinn. Ekki þó hvað stærð og vísindalegan útbúnað snertir, heldur miklu fremur vegna fag- urrar niðurröðunar og framúr- skarandi hirðingar. Telja má Kew-garðinn stofn- aðan árið 1759, en það ár var grasafræðingurinn W i 11 i a m Aiton ráðinn til þess að koma upp svokölluðum Physic Garden eða lækningajurtagarði við Kew- höll. 1 þau nærfellt 200 ár, sem síðan eru liðin, hefir alltaf verið unnið að því að safna fleiri og fleiri*plöntutegundum saman í Kew-garðinn. Einhverjum fyrstu plöntunum, sem þangað bárust frá fjarlægum löndum, var safn- að af manni í leiðangri James Cook, sem sigldi umhverfis jörð- ina á árunum 1772—1775. Sir Joseph Banks, sá er til Islands kom 1772, átti mikinn þátt í vexti og viðgangi garðsins. Árið 1841 var Kew-garðurinn opnaður almenningi. Það ár heimsóttu garðinn 9 þúsund manns. Var nú Sir Joseph Hooker skipaður forstjóri garðs- ins. Safnaði Hooker á næstu ár- um fjölda tegunda víðsvegar að úr heiminum, t. d. frá Ind- landi, Tíbet og Tasmaníu. Oft hefir garðurinn sjálfur eða stofnanir í sambandi við hann gert út leiðangra til plöntuleita í fjarlægum löndum. Þannig kom nýlega einn af grasafræð- ingunum í Kew aftur úr leið- angri til Mið-Afríku, sem heil- brigðismálaráðuneytið brezka hafði gert út þangað, til þess að leita uppi mjög sjaldgæfa lækn- ingajurt. En aðalhjálparhella garðsins, hvað snertir plöntu- söfnun, hafa þó verið brezkir borgarar, sem búsettir mega heita um heim allan. Þá hafa oft brezkir hermenn, sem dval- izt hafa eða barizt í fjarlægum löndum ,sent Kew-garðinum plöntur. T. d. sendu nokkrir af hermönnum Montgomery’s, sem börðust í eyðimörkum Norður- Afríku í síðustu heimsstyrjöld, margar eyðimerkurtegundir til garðsins. Kew-garðurinn, sem er opin- ber stofnun, er 116 hektarar að stærð. Núverandi forstjóri er Sir Edward Salisbury, og hefir hann á að skipa 270 manna starfsliði, þar af 130 garðyrkjumönnum, 50 vísindamönnum og 40 umsjónar- mönnum. Eitt nf hinum mörgu árlegu verkum starfsliðsins er að safna fræi af sem flestum tegundum garðsins. Eru sendir þangað ár- lega um 10 þúsund fræpakkar út um víða veröld til grasgarða, tilraunastöðva og fleiri stofnana. Margt furðulegt kvað bera á góma í Kew. T. d. sneri Scotland Yard sér þangað fyrir stuttu og bað jarðfræðistofunina að rann- saka sand í nokkrum sekkjum til þess að fá úr því skorið, hvað- an sandurinn væri upprunninn. En sandpokana hafði brezkur innflytjandi fengið frá viðskipta- sambandi erlendis, og átti þetta að vera verðmæt vara. Það tók ekki langan tíma fyrir vísindamennina í Kew að á- kveða, hvaðan sandurinn væri upprunninn, og sökudólgurinn náðist von bráðar. Ég hef hér í stuttu máli reynt að bregða upp mynd af Kew- garðinum í Lundúnum, en sjón er sögu ríkari, og því vil ég ráð- leggja hverjum þeim, sem kem- ur til Lundúna, að láta ekki hjá líða, ef tök eru á, að skoða þessa heimsfrægu stofnun. —TIMINN, 27. ágúst Allan Fredriksson is the son of Rev. and Mrs. J. Fred- riksson of Glenboro, Man., and the following is part of a letter that he wrote to his parents, from Saesbo, Japan, on Sept. 7th, 1953. By now we are about 2,000 miles and nearly half way across. We left Seattle last Thursday and had our last glimpse of the U.S.A. about 9:30 last night. We are sailing on the Maine Lynx which is 523 feet long and 73 feet wide. It has six decks di- vided up into various things. Crammed into this small space are 3500 soldiers and there are 200 in each compartment which is 25 ><80 feet. Our beds ar 18 inches apart and 4 feet high. You can imagine how much room we have. The decks are always crowded as are the recreation rooms. Most of us lie in our bunlcs all day and read. I believe that I read more books in the last week than in all the rest of my life. The weather is getting colder and more foggy. We can barely see 300 yards ahead today. The fog horn blasts about every 2 minutes. The sea has been calm except on Saunday night when the waves were so high that they washed over the ship. I was sea sick and it’s no fun. I got some pills from the doctor but I’m still dizzy. The wind is so cold right now that we can’t spend much time on the deck. I went to church last Sunday. The sermon was good. With all reading I have taken to, and reading the Bible from cover to cover is one, I did not believe that it could be so interesting. This is a trip I hope I never have to make again, especially under these conditions. All we can see for miles and miles is water. We have been eating and sleeping so much that I get played out walking up the stairs. The meals are good. I sure will be glad when we get to Japan. This is Friday. We skipped two hours when we crossed the International line. Up until last night, we have been setting our watches back an hour everyday. Today they told us to skip a day so we missed Thursday, August 27th altogether. It is not quite so foggy and the sea has calmed down a little. Last night was rough. The rails were well oc- cupied. We have finally ac- customed ourselves to the cramped quarters, the roll and sway of the ship, the noise and the chow. We were given warm water yesterday and had a shower. This helped a great deal. We even got clean pillow cases. We don’t have sheets, just a blanket, and we sleep on canvas bunks. Only 6 more days, 2500 more miles and we will all be very happy boys. This is my second Sunday aboard ship. We had a very gooc church service and a good sing- song afterwards. Now we are 3500 miles out and nearing the end. Tonight we should see some Japanese Lshing boats and by Tuesday morning we should be able to see land. Yokohama is our general point of direction now. By Tuesday we will turn south and come in at the south- western tip of J-pan. We’ll stay for few days in Japan and wait for orders to depart for Korea. Well, we finally docked. Last night at 4:30 we pulled into the Sasebo harbour. We have not seen much of the city. Only a few of us are taken off at a time so I may be on board until Mon- day. Sasebo has a very big and deep harbour, surrounded by large hills covered with rice paddies, trees and flowers which are very green and fresh. There are a lot of sma’l huts and people everywhere. The harbour is crowded with sh.ps at present and by the looks of things it must be a very busy place. There are all kinds of transports, battle ships, tanks, cargoes, barges and also the little Japanese ferries and tug boats. We counted as many as 50 big ships a hundred little ones. Most of thsee are American. I can’t tell you much about the country yet. It looks peaceful and rather old. We plan to leave for Korea next Tuesday so our stay in Japan is only 3 days. We are supposed to get our mail today but it could be another rumor. In a month we should be a permanent outfit and ready to settle down. Send your letters airmail. That way it only takes a week otherwise as long as 50 days. I’m sure glad I’m not in the Navy. God Bless you All. Pvt. Allan B. Fredriksson, U. S. 55284569 Prov. Co. 1527APO No. 2, c/o Postmaster San Francisco, Cal., U. S. A. „Smákverið Hamlet" ítalskur prófessor gerði eitt sinn tilraun til þess að stela Shakespeare frá Englendingum. Sagði prófessorinn að Shake- speare hefði verið Itali og heitið Michelangelo Florido. Vegna nokkurra kvæða, er hann gerði, hefði hann orðið að flýja land og sezt að í Englandi. Er þangað kom hefði hann ritað smákver og nefnt það Hamlei! COPENHAGEN Bezta munntóbak heimsins KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK I Eldey er þéttsetnasti blettur á íslandi Engar breytingar eða hrun hafa orðið úr eynni, eins og þó var haldið fram fyrir tveim árum Eldey stendur enn úr hafi og óbreytt frá því sem áður var, að því er Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi og fugla- fræðingur hefir tjáð Vísi. Fyrir tveimur árum fullyrti skipstjóri nokkur, sem var að veiðum undan Eldey, að hann hefði séð merki þess, að nokkur hluti Eldeyjar hefði hrapað í sjó. Til þess að ganga úr skugga um breytingar þær, sem orðið hefðu á eynni og hve mikið hefði hrunið úr henni, voru ljósmynd- ir teknar af henni í sumar og eftir þeim síðan mælingar og aðrar athuganir gerðar. Mynda- tökurnar annaðist ljómyndunar- deild bandaríska flotans hér fyr- ir milligöngu L. Moe forstöðu- manns bandarísku Upplýsinga- þjónustunnar hér, en hann er kunnur fuglafræðingur og hefir á huga á öllu, er þar að lýtur. Engin breyting er sjáanleg Við nákvæma athugun á ljós- myndunum hefir komið í ljs, að Eldey stendur óbreytt frá því sem áður var og engin breyting sjáanleg á henni. Það er því alls ekki um það að ræða, að nokkur hluti eyjarinnar hafi hrapað í sjó eins og haldið hefir verið fram, en einhverjar jarðhrær- ingar hafa kannske átt sér stað fyrir tveimur árum, því fugl hvarf þaðan nokkra daga. Þótti það ekki einleikið því venjulega er hún hvít af fugli. Ljósmyndir þær, sem teknar voru af Eldey í sumar, leiddu það ennfremur í ljós, að fugl er þar sízt minni en árið 1949, er eyjan var einnig ljósmynduð í þeim tilgangi að sjá fuglamergð- ina þar. Fullyrða má, að Eldey er eins þéttsetin fugli og unnt er að koma hreiðrum fyrir uppi á henni, en auk þess er mergð af fugli utan í bjarginu. Er áætlað að um 12—13 þúsund súlnahjón verpi þar núna, og ef það reynist rétt mun Eldey vera stærsta einstök súlubyggð í heimi. Aðrar súlubyggðir, sem nokkuð kveður að eru í St. Lawrence-flóa við strendur Norður-Ameríku, kring um Bretlandseyjar, við Frakk- lands- og Noregsstrendur. Eru þær allar friðaðar, enda þykir sjálfsagt að vernda þennan litla fuglastofn, en súlan mun vera einhver elzta fuglategund jarð- arinnar. Eldey var nyljuð áður Eggert Ólafsson getur þess í Ferðabók sinni að þá og þar áður hafi jafnan verið gengið á Eldey og hún nytjuð, en þær munu hafa legið niðri um hartnær hálfrar annarar aldar skeið, eða þar til Vestmannaeyingarnir Hjalti Jónsson, Stefán Gíslason og Ágúst Gíslason klifu eyna 1894 og lögðu „veginn“ upp á hana. — Frá þeim tíma og fram til ársloka 1940 var eyjan nytjuð og súlu-ungi tekinn síðla sum- ars ár hvert. Venjuleg tekja var 300—6000 ungar á ári, en bæði var þá töluverður hópur af ung- unum floginn burt og líka annar hópur svo lítt vaxinn, að hann var ekki talinn hirðandi til matar. Fyrir bragðið hélzt stofn- inn vel við, en einkum hefir hann vaxið stórlega síðustu árin, er eyjan var algerlega friðuð, árið 1940. Um 60 þúsund fuglar á hektara Þess má að lokum geta, að „veglaust er nú upp á Eldey, því þegar átti að ganga á hana 1949 kom í ljós að tvöföld keðja, 24 metra löng, sem hékk fram af brúninni liggur nú af einhverj- um ástæðum uppi á henni. Er eyjan á þessum stað með öllu ókleif, því bergið slútir þar fram yfir sig. Eldey er þéttsetnasti blettur íslands, því á þessari litlu eyju, sem tæplega er einn hektari, um- máls, munu lifa um 60 þúsund fuglar, og ekki aðeins súla held- ur og einnig fýll, rita og svart- fugl. —VÍSIR, 28. ágúst

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.