Lögberg - 22.10.1953, Síða 1

Lögberg - 22.10.1953, Síða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs ■66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 22. OKTÓBER, 1953 NÚMER 43 AFMÆLISKVEÐJA Merkur kirkjuhöfðingi lótinn Rétt áður en Lögberg var fullbúið til prentunar, barst mér þessi fagra kveðja í flugpósti frá Þorbjörgu Árnadóttur M.A. frá Skútu- stöðum, í tilefni af sjötugs- afmæli tengdasystur minn- ar, frú Jakobínu Johnson. Bréfritarinn á heima í Reykjavík, en dvaldi í nokkur ár vestan hafs og lauk M.A. prófi við háskóla Washingtonríkis og var þá tíður gestur á heimili frú Jako'bínu og ísaks bróður míns; þar bar fundum okk- ar Þorbjargar saman fyrst 1939, en síðar í Reykjavík 1946. Hún er systir Dr. Jóns Árnasonar i Seattle, en syst- urdóttir Garðars Gíslasonar stórkaupmanns í New York. Þorbjörg er stórgáfuð og ágætur rithöfundur. Þetta yndislega bréf hennar verð- ur seint fullþakkað. Þessi afmæliskveðja verður flutt í ríkisútvarpi Islands á af- mælisdegi frú Jakobínu, 24. október. —E. P. J. í dag er Jakobína Johnson, skáldkona 70 ára. Hún er fædd að Hólmavaði í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu 24. október 1883. Faðir hennar, Sigurbjörn Jó- hannsson, var kunnur hagyrð- ingur, en í ætt móður hennar, Maríu Jónsdóttur, kemur fram sönghneigð og tóngáfa. Sumarið 1889 fluttist Jakobína vestur urn haf með foreldrum sínum og dvaldi fyrstu 20 árin í Canada. Að loknu skólanámi lagði hún stund á kennslu, en giftist síðan ísaki Jónssyni, bróður Einars P. Jónssonar, ritstjóra Lögbergs, og þeirra systkina. Snemma á hjúskaparárum sínum fluttust þau Jakobína og Isak til Seattle, Washington, og bjuggu þar síðan. ísak var greindur vel, glaðvær og ræð- inn. Dáði hann og virti konu sína og vildi henni allt til vegs gera, en hann lézt fyrir fáum árum. Þau hjónin eignuðust sex syni og eina dóttur. Maríu, dótt- ur sína, misstu þau uppkomna. Var hún gædd góðri sönggáfu og söng oft íslenzk ljóð og lög á samkomum landa þar í borg. Annaðist Jakobína dóttur sína í heimahúsum, langa og þunga legu. Var þeim hjónum þungur harmur í hjarta eftir dóttur- missinn. En þó ýfðust undirnar á ný, þegar yngsti sonur þeirra, efnilegur háskólastúdent, fórst í sæ í síðari heimsstyrjöldinni. 1 kvæðinu: Ég veii ef veður breyiisi hefur Jakobína lýst ótta sínum um soninn á sænum, þó að það kvæði sé ort um eldri son: Mig grátkennd angist grípur, ef grúfir þokan út við sund, því óvissan er afdjúp, sem ógnum lengir hverja stund, ef móðir á son á sænum. Tvisvar hefur Jakobína gist heimaland sitt, eftir brottför sína þaðan. í fyrra skiftið árið 1935, þá í boði vinahóps og Ung- mennafélags íslands. Átti Frið- rik A. Friðriksson, prófastur í Suður-Þingeyj arsýslu, frum- kvæði að heimboðinu, en frú Guðrún Erlings og aðrir vinir skáldkonunnar stuðluðu marg- víslega að því, að dvölin hér heima yrði Jakobínu sem á- nægjulegust. Ferðaðist hún þá víða um landið og geymir hún um förina hugljúfar minningar, og lýsir þeim 1 ljóðum sínum, svo sem í kvæðinu: Þú réttir mér ilmvönd af íslenzkum reyr, ég atburðinn geymi. Hvert árið sem líður ég ann honum meir, þó öðrum ég gleymi. Mig greip einhver suðræn og seiðandi þrá að syngja hér lengur. Við íslenzkan vorilm til viðkvæmni brá, svo vaknaði strengur. Þann ilmvönd, sem gaf mér þín íslenzka hönd, er unun að geyma. Ég flyt hann með ástúð að fjarlægri strönd úr fjalldalnum heima. Sumarið 1948 kom Jakobína til ættlandsins á ný, í boði vina hér heima, og ferðaðist þá um og treysti forn og ný vináttu- bönd. Jakobína Johnson er ljóð- skáld og hafa tvær ljóðabækur komið út eftir hana hér heima: Kerlaljós (1938) og Sá ég svani (1942). Mörg ljóð hennar hafa og verið birt í blöðum og tímarit- um, en þau eru hugljúf og þýð og lýsa ást á landi og þjóð. Kunnust er þó Jakobína, ef til vill, fyrir þýðingar íslenzkra ljóða á enska tungu og hefur hún þýtt ljóð eftir mörg önd- vegisskáld íslenzk, en þó líklega mest eftir Stephan G. Stephans- son, og er haft eftir honum, að hann teldi Jakobínu bezt þýða Ijóð sín, af þeim er það gerðu. Hafa þýðingar hennar verið birtar í erlendum bókum og tímaritum, meðal annars í bók- um Richards Beck, prófessors: Icelandic Lyrics (1930) og Ice- landic Poems and Slories, (1943,. Þá hafa Bí, bí og blaka og Síóð ég úii í íunglsljósi verið valin í skólasöngbók, en Heyrið vella í lesbók handa menntaskólum. Fyrir atbeina Jakobínu hefur John Sundsten raddsett Drauma landið og Svanasöng á heiði fyrir stóra hljómsveit og hafa þau lög verið leikin á norrænum hátíðahöldum og íslenzkir söngvar sungnir með. Þrjú leik- rit hefur Jakobína þýtt: Galdra- Lofi, eftir Jóhann Sigurjónsson, er kom út í tímaritinu Poel Lore, 1940, ásamt greinargerð um höfundinn, eftir Jakobínu, Nýársnóiiina, eftir Indriða Ein- arsson, og Lénharð fógeia, eftir Einar H. Kvaran. Þýðingar Jakobínu eru gerðar af skilningi og vandvirkni, á létt og fagurt mál. Jakobína Johnson hefur oft verið kölluð útvörður íslenzkrar menningar, og er þá aðallega átt við ljóðaþýðingar hennar. En önnur störf hefur hún unnið í þágu Islands og íslendinga, sem almenningi eru síður kunn. Eftir að hún kom úr heimför- inni 1935, og reyndar fyrr, hóf hún að flytja fræðsluerindi um Island og íslenzka menningu, í skólum og félögum, og hefur hún í rúm tuttugu ár flutt hundruð slík erindi. Er hún þá ávallt í íslenzka búningnum, sem vinkonurnar góðu leystu hana út með 1935, og hefur hlaða af íslenzkum bókum og minjagripum á borðinu fyrir framan sig — vinagjafir að Sjötug: Frú Jakobína Johnson Söngvasvanurinn á Kyrrahafs- ströndinni. Sjá ummæli á bls. 4. heiman. Er óhætt að segja að hróðri íslands sé borgið, þar sem hún fer. Auk þessa hefur hún átt drjúgan þátt í árlegum hátíðisdegi norrænna manna í minningu Leifs Eiríkssonar. Sjálf hefur hún sagt, að með þessu sé hún að sýna viðleitni sína í því að greiða fyrir heim- boðið góða. Löndum sínum vestra hefur Jakobína reynzt hin mesta hjálparhella í íslenzkum félags- skap. Meðal annars hefur hún lengi verið í stjórn íslenzka lestrarfélagsins í Seattle, og á- vallt hefur hún verið fús til þess að tala eða flytja ljóð á samkomum landa og oft ferðast til þess langar leiðir. Þá er ekki sízt að minnast gestrisni Jakobínu og greiða- semi við íslenzkt ferðafólk og námsfólk, sem hún ávallt tekur opnum örmum og hafa margir dvalið hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Þar á meðal má geta um tvær systur héðan úr Reykjavík, sem báðar stunduðu háskólanám vestra og giftu sig á heimili hennar íslenzkum mönnum. Slóu þau ísak þá upp veizlu, sem oftar, og buðu öllum íslendingum, sem til náðist, en bæði voru þau samvalin í því að fagna löndum að heiman. Við, sem reynt höfum gestrisni þeirra hjóna, þökkum af hjarta allar þær góðu og glöðu stundir, sem við höfum notið á heimili þeirra. Með lífi sínu og störfum hefur Jakobína Johnson sýnt óþreyt- andi tryggð og elsku til íslands og Islendinga og því sendum við henni ástarkveðjur, þakkir og árnaðaróskir yfir hafið í dag. Þorbjörg Árnadóttir frá Skútustöðum Líknarsamlagið Fram að þessu hefir söfnunin í sjóð Líknarsamlags Winnipeg- borgar gengið fremur treglega, því innan við þrjátíu af hundr- aði þeirrar upphæðar, sem safna skal ,er komið í hendur fram- kvæmdarnefndar. Lágmarks- upphæðin var ákveðin $770,000. Það er því sýnt, að betur má ef duga skal. Það er ekki altaf lengi að breytast veður í lofti, og þó enn ríki einmunablíða í borg og um- hverfi, er nú kominn sá tími, er allra veðra getur orðið von. Látið ekki blíðviðrið draga úr framlögum yðar til Líknarsam- lagsins, heldur hefjist handa nú þegar og gerið hreint fyrir yðar dyrum. Leifs Eiríkssonar hótíðahöld í Bandaríkjunum Leifs Eiríkssonar og Vínlands- fundar hans var, eins og að undanförnu, minnst á þessu hausti með hátíðahöldum víða um Bandaríkin, en 9. október er með lagaákvæði sérstakur Leifs Eiríkssonar dagur í ýmsum Mið-Vestur og Vesturríkjum Bandaríkjanna, þar sem Norður landamenn eru fjölmennastir. Ameríkufundar Leifs var einnig getið í blaðagreinum, svo sem í „Decorah-Posten,“ elzta og út- breiddasta blaði Norðmanna vestan hafs, er flutti gagnorða og réttorða ritstjórnargrein um það mál og vinsamlega í íslands garð. Annars voru það þjóðræknis- félög Norðmanna (Sons of Nor- way), er einkum stóðu að um- ræddum hátíðahöldum nú sem áður, en íslendingar komu þar þó einnig við sögu. Föstudaginn 9. október var Valdimar Björns- son, ríkisféhirðir í Minnesota, aðalræðumaður á virðulegri og fjölsóttri Leifs Eiríkssonar hátíð í Duluth. Og mánudaginn 12. október, sem er, samkvæmt lög- um ríkisins, „Landfundadagur" í Norður-Dakota, flutti dr. Rich- ard Beck útvarpsræðu um Vín- landsferðir Islendinga frá út- varpsstöð ríkisháskólans í Norð- ur-Dakota í Grand Forks. Vín- landsfundar Leifs verður einnig sérstaklega getið á 50 ára af- mæli norsku þjóðræknisdeildar- innar í Grand Forks, sem haldið verður hátíðlegt 13. nóvember, en dr. Beck er formaður undir- búningsnefndar. Hlufskarpastur Frá því var skýrt í fyrri viku hér í blaðinu, að sýnt þætti að Sir Winston Churchill hlyti bókmentaverðlaun Nóbels í ár; nú hefir val hans til þessarar maklegu sæmdar verið form- lega staðfest samkvæmt sím- fregn frá Stokkhólmi; keppi- nautar Sir Winstons voru þeir skáldsagnáhöfundarnir Ernest Hemingway og Halldór Kiljan Laxness. Á þriðjudaginn hinn 13. þ. m., lézt í Reykjavík biskupinn yfir íslandi Dr. theol. Sigurgeir Sigurðsson 63ja ára að aldri, fæddur í Túnprýði á Eyrar- bakka hinn 3. dag ágústmánað- ar árið 1890. Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson reglu- boði og Svanhildur Sigurðar- dóttir frá Naustakoti á Eyrar- bakka. Sigurgeir biskup lauk stú- dentsprófi við Mentaskólann í Reykjavík 1913 en embættis- prófi í guðfræði við Háskóla Is- lands 1917 og það sama ár var hann vígður aðstoðarprestur til séra Magnúsar Jónssonar á ísa- firði; árið eftir fékk hann veít- ingu fyrir Eyrarþingum í Skut- ulsfirði; hann var lengi sóknar- prestur á ísafirði og prófastur í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi frá 1927 til 1939, er hann var kjörinn til biskups; vígslu þáði hann af fyrirrennara sínum í biskupsembætti, Dr. Jóni Helga- syni, 25. júní 1939. Hann tók jafnan virkan þátt í margþætt- um menningarmálum bygðar- laga sinna og hafði forustu um flest slíkra mála; hann stund- aði framhaldsnám í guðfræði í Danmörku, Þýzkalandi, Lon- don, og eins við Cambridge og Oxford háskóla. Árið 1917 kvæntist Sigurgeir biskup og gekk að eiga ungfrú Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, glæsilega fyrirmyndarkonu, er jafnan setti tígulegan svip á hið vingjarnlega heimili þeirra hjóna; auk frúar sinnar lætur Sigurgeir biskup eftir sig fjögur prúðmannleg og velgefin börn, þau séra Pétur á Akureyri, Sigurð forstjóra og Svan- hildi og Ragnheiði í heima- húsum. Hvar, sem Sigurgeir biskup fór, lagði frá honum birtu og yl; hjartalag hans var slíkt, að þar komst ekkert að nema kærleik- urinn; hann var maður söngv- inn og sá í öllu fegurð lífsins; hann sótti okkur Vestmenn tvisvar heim og lagði blessun sína yfir hið fámenna þjóðar- brot okkar; hann var víðsýnn kirkjuhöfðingi, er íslenzka Dr. Sigurgeir Sigurðsson mannfélagið mun lengi minnast með þakklæti og djúpri virð- ingu; hann vann- manna mest að eflingu andlega sambandsins milli Islendinga austan hafs og vestan og var um langt skeið formaður Þjóðræknisfélags Is- lands, er unnið hefir málum okkar Vestmanna ómetanlegt gagn. I seinna skiptið, sem Sigur- geir biskup sótti okkur heim, var hinn ágæta frú hans í för með honum öllum til ósegjan- legrar ánægju. Mig setti hljóðan, er Dr. Valdimar J. Eylands hringdi til mín á miðvikudaginn, er ég var nýkominn heim af skrifstofu minni og sagði mér frá láti biskups; fréttin kom vinum hans alveg að óvörum og vakti í vitund þeirra djúpan harm. Ég fann til þess persónulega, að ég hefði mist hjartfólginn vin, sem ég átti mikið gott upp að unna og ég fann til þess einnig, hve íslenzka þjóðin hefði mikið mist við fráfall jafn ágæts sonar; í huga mínum skaut þá upp ósjálfrátt þessari undurfögru vísu úr kvæði Jónasar Hall- grímssonar um Tómas Sæ- mundsson látinn: En þá fósturfoldin hans! Hví vill drottinn dýrðarríkur duftinu varpi jafnskjótt slíkur andi hennar mesta manns? Hví vill drottinn þola það, landið svipta svo og reyna, svipta það einmitt þessum eina, er svo margra stóð í stað, Lögberg flytur ekkju hins látna kirkjuhöfðingja og börn- um hennar djúpar og einlægar samúðarkveðj ur. E. P. J. Jafnaðarmenn vinna kosningu Á mánudaginn þann 12. þ. m. fóru fram kosningar til stór- þingsins í Noregi og féllu úrslit á þann veg, að jafnaðaryianna- flokkurinn var endurkosinn og situr því núverandi stjórn áfram við völd í landinu næstu fjögur árin; flokkurinn tapaði sex þingsætum. Þingfylgi flokkanna að kosn- ingum afstöðnum er sem hér segir: Jafnaðarmenn 78, íhalds- flokkurinn 26, Liberalar 15, bændaflokkur 15, kristilegur al- þýðuflokkur 14 og kommúnist- ar 3. Hlutfallskosningar voru um hönd hafðar í öllum kjör- dæmum. Guðmunda Elíasdóttir í hlutverki Maddalenu í Rigoletto eftir Verdi. — Lögberg birtir á öðrum stað blaðagrein um Guðmundu og dóma um söng hennar. Má við það bæta, að hún hefur nýlega verið ráðin til að syngja aðalhlut- verkið í Cavalleria Rusticana hjá Broadway Opera Association í New York. r Svo sem áður er frá skýrt, kemur söngkonan hingað um næstu mánaðamót og heldur fyrstu söngskemmtun sína þriðjudagskvöldið 3. nóvember kl. 8.30 í Fyrstu lútersku kirkju. — Við hljóðfærið verður frú Þóra Ásgeirsson Dubois. Ráðgert er, að Guðmunda syngi síðar í vikunni í Selkirk og á Gimli, en í vikunni þar á eftir í Árborg, Riverton og að Lundar. Um þessar og væntanlegar söngskemmtanir í N. Dakota verður auglýst síðar, eins um söngskrána, sem á að verða mestmegnis íslenzk lög, þegar hún hefur verið ákveðin.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.