Lögberg - 22.10.1953, Síða 4

Lögberg - 22.10.1953, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 22. OKT0BER, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GeflíS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ' Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba, Canada Authorlzed as Second Class Mall, Post Office Department, Ottawa Söngvasvanurinn ó Kyrrahafsströndinni Á laugardaginn kemur verður söngvasvanurinn á Kyrrahafsströndinni, frú Jakobína Johnson sjötíu ára ung, eins og Matthías Jochumsson komst að orði um sig sjálfan; svo kliðmjúk eru ljóð frú Jakobínu, að vel má líkja þeim við svanasöng og henni sjálfri við syngjandi svan; fljótt á litið láta ljóð hennar ekki mikið yfir sér, en við nánari at- hugun verður maður þess brátt áskynja, hve auðug þau eru að sönnu skáldskapargildi, auk þeirrar töfrandi heið- ríkju, sem yfir þeim hvílir; ást til íslands og íslenzkrar tungu er henni í blóð borin eins og ljóðin bera svo glögg merki um. Frú Jakobína er fædd að Hólmavaði í Suður-Þingeyjar- sýslu hinn 24. dag októbermánaðar árið 1883. Foreldrar hennar voru þau Sigurbjörn Jóhannsson skáld frá Fóta- skinni og María Jónsdóttir; og með þeim fluttist hún vestur um haf sex árum síðar og settist fjölskyldan að í hinni fögru Argylebygð; hún tók þegar ástfóstri við bygðina og orti i tilefni af hálfraraldar afmæli hennar snildarfagurt og eftir- minnilegt kvæði. Ung að aldri lauk frú Jakobína kennaraprófi, en gaf sig aðeins stuttan tíma við kenslu, því skömmu síðar giftist hún ísak Jónssyni (Johnson) húsameistara frá Háreksstöð- um í Jökuldalsheiði og varð heimili þeirra í Seattleborg snemma víðfrægt fyrir alúð og örlæti við gesti; mun það eigi ofmælt, að þar sæti gestrisnin jafnan á guðastóli. Ég dái flest, ef ekki alt í fari frú Jakobínu, en vegna tengda minna við hana og þess hve hún er mér kær, fallast mér að mestu hendur, er ég hugsa til áminstra tímamóta í lífssögu hennar; mér þykir vænt um hana fyrir frumsömdu ljóðin og hinar frábærlega vönduðu þýðingar hennar á ís- lenzkum ljóðum og leikritum úr íslenzku og á enska tungu; en vænst um hana þykir mér vegna hennar sjálfrar og þeirra göfugu lífsskoðana, sem móta skapgerð hennar; trú hennar er grundvölluð á styrkri réttlætiskend og þess vegna hefir hún tekið sérhverju því, er að höndum bar, jafnvel þeim dýpstu sorgum, er viðkvæmt móðurhjarta geta snert, með slíku jafnvægi, er aðdáun hvarvetna vakti. Frú Jakobína er ekki einungis ágætt ljóðskáld og ágæt- ur ljóðaþýðari, heldur er hún einnig mikil persóna — mikil kona. Skáldkonan hefir oftar en einu sinni heimsótt ísland og aflað sér andlegrar endurnæringar við brjóst ættjarðar- innar; áhrifin af þeim heimsóknum koma víða fagurlega í ljós í kvæðum hennar þar sem aðdáun á landinu og sögu þjóðarinnar fallast í faðma; af þessum toga er spunnið hið undurfallega kvæði í birkihlíð, en þannig er fyrsta erindið: Við árnið frá íslenzku gljúfri, með íslenzka klöpp fyrir borð, ég leik mér að bláberjalyngi og læt sem ég sitji á þingi, en bjarkirnir beri mér orð. Islenzkar bókmentir hafa auðgast til muna af heim- sóknum frú Jakobínu til íslands; ljóð hennar af þessari rót minna á kaldavermsl, þau eru söngvar hjartans. Fagurt er kvæði frú Jakobínu Vökudraumur við Þing- vallavatn og líklegt til langlífis: Tjölduð er búð mín og tilbúin hvíla, tunglskinið býður mér þó næturferð. Glampar á vatnið — en dreymandi drangar draga’ að sér hug minn, og ég hlýða verð. Héraðið sefur — en ég hlýða verð. Tvö ljóðasöfn eftir frú Jakobínu hafa komið fyrir al- menningssjónir, Kertaljós, Isafoldarprentsmiðja 1938 og Sá ég svani, Prentsmiðjan Hólar h.f. 1942. Útgefandi Þór- hallur Bjarnason. Þetta er barnabók, full af fögrum hugs- unum, slípaðar ljóðperlur, er koma beint frá hjartanu og ganga beina boðleið til hjartna þeirra, er ljóðin lesa. Um skáldskap frú Jakobínu hefir mikið verið ritað bæði austan hafs og vestan og á Dr. Beck bróðurhlutann af því, sem um skáldskap hennar hefir verið sagt í þessari álfu; vafalaust verða þeir margir, sem nú minnast hennar vegna sjötugsafmælisins; og þakkarvert er það, að æskan, Leifs Eiríkssonar félagið, skyldi taka sér það fyrir hendur, að helga henni samkomu, sem fram fer í Fyrstu lútersku kirkju á föstudagskvöldið kemur þar sem Dr. Beck verður aðal- ræðumaður; ég vil grípa þetta tækifæri til að þakka prófessor Finnboga Guðmundssyni hina hlýju og snildar- legu afmæliskveðju til skáldkonunnar, er línum þessum verður samferða í blaðinu og ég veit, að slíkt fær henni mikils fagnaðar. Við hjónin flytjum frú Jakobínu hjartanlegar árnaðar- óskir vegna afmælisins, þökkum henni ástúðina í okkar garð og biðjum þess, að æðri máttarvöld veiti henni heilsu og líf til að auðga íslenzka ljóðmenningu frá ári til árs. Afmæliskveðja til frú Jakobínu Johnson frá Finnboga Guðmundssyni Kæra frú Jakobína, Þar sem svo vill til, að þú átt hjá mér línu, datt mér í hug að skrifa þér þessu sinni opið bréf, og vona ég, að þú takir það gott og gilt og svarir mér, eins og það hafi komið eftir venjulegum leiðum. Annars beztu þakkir fyrir bréfið þitt síðasta og góðar óskir, sem mér þótti vænt um að fá. Bjarni Thorarensen sagði eitt sinn í bréfi til kunningja síns: Fengið hef eg bréf frá þér af vegum hinna náköldu norðanvinda; fylgdi því sem þeim þurrt og hreint veður. Þó að þín bréf komi úr allt annarri átt eða af vegum hinna sólblíðu sunnanvinda, minntu þau mig ósjálfrátt á þessa vísu. Þeim fylgir ávallt þurrt og hreint veður, en auk þess, eins og áttin segir til um, ylur, sem bæði örvar og glæðir. Þú segist hafa frétt, að ég hafi minnzt þín vinsamlega í útvarp- inu heima í sumar, og þakkar mér nú fyrir það. Er því bezt, að þú sjáir ummælin, því að þau eru ekkert leyndarmál. Ég hafði skýrt nokkuð frá félagslífi landa í Seattle og þínum góða þætti í því. Hélt ég síðan áfram og sagði m. a.: En hún einskorðar sig ekki við þeirra hóp, heldur breiðir út þekkingu um ísland og íslenzka menningu sem víðast, og eru ótalin þau erindi, sem hún hefur flutt á ensku um íslenzk efni. Hún er og viðurkennd sem einn snjallasti þýðandi íslenzkra ljóða á ensku og hefur þá oft valið sér þau ljóðin, er falleg lög voru til við, því að hún trúir því, að ljóðin muni lifa, ef þau nái að verða sungin. Hefur hún oftar en einu sinni verið beðin um þýdd íslenzk ljóð í söngbækur barna, þar sem saman eiga að vera komin ljóð og lög frá sem flestum þjóðum heims. íslending- ar hafa átt og eiga enn, sem betur fer, margar góðar raddir í þjóðkórnum mikla vestan hafs, en fáar munu þar þó þýðari og hljómmeiri en rödd frú Jakobínu Johnson. Ég hef verið að lesa ljóðin þín að undanförnu og haft mikla ánægju af. Kvæði þitt um Stephan G. er aflaust eitt hið bezta, sem um hann hefur verið ort eða sagt, oft eins og það lifi lengst, sem ritað er um skáldin 'skömmu eftir andlát þeirra — í þeirri geðshræringu, sem dauð- inn jafnan vekur í brjóstum þeirra, er eftir lifa. Ég tek rétt aðeins sem dæmi grein og kvæði Konráðs Gíslasonar í Fjölni um Jónas Hallgrímsson, einnig kvæði Gríms Thomsens um Jónas. Ég ætla að setja hér eitt erindið úr kvæðinu þínu um Stephan: Þ^ munt til vor tala, tápmikill og vitur, þegar önn og angur um vorn huga situr. ' Þín var reynsla þrungin þessum sömu tárum, — samt var kvœða-knörr þinn konungs-fley á bárum! Ég hef athugað að gamni mínu kvæði og vísur, er Stephan orti til þín, ennfremur bréfin, er þú áttir frá hónum og komu í Tíma- ritinu (33. árg.). En af öllu, sem hann sagði til þín eða um þig, þykir mér þetta bezt, í bréfi til Rögnvalds Péturssonar 15. okt. 1918: Þökk fyrir greinina þína í „Kringlu“ núna, um þýðingar, hún er góð og réttmæt. Mér þótti vænt um líka, vegna Jakobínu. Hún ein þýðir sem skáld, að svo komnu. Svo er hún mér í minni. því ég kom til hennar snöggvast: Þessi litla, fagureygða barna- móðir, sjálf barn að útliti, innan um ljóðabækurnar, krakkana Winnipeg 21/10r 1953 sína og kaffiáhöldin. Ég skildi varla, hvernig hún lifði svo sumarglatt, fremur en fáein blóm, sem hún sótti út í garð- inn og stóðu þar undir beru lofti, þó vetur væri. í þessum bréfkafla hefur Stephan brugðið upp mynd af þér, er lifa mun lengi með ljóð- unum þínum. Líklega hefurðu séð í blöðun- um, að Leifs Eiríkssonar félagið efnir nú í vikunni til samkomu í heiðursskyni við þig sjötuga. Ætlar Ríkharður Beck að flytja um þig erindi, en auk þess verð- ur söngur og upplestur. Er skemmtilegt til þess að vita, að þú skulir einmitt hafa ort um Leif heppna, og finnst mér, að margt, sem þú segir í kvæðinu, .gæti verið ágæt einkunnarorð félagsins. Ætla ég að rifja hér upp 3 fyrstu erindin: Mig laða liðnar tíðir með Ijóss og skuggamyndir. í húmi huga svala við helgar sagna lindir. Mig laða liðnar tíðir með lífsins hreyfimyndir. í nótt er norðan stormur, ég nýt þín sagna veldi. Er sœr við sandinn þrumdi ég sigluvoðir felldi. — í nótt er norðan stormur og neistaflug af eldi. Af eldi óðs og frægðar, — því umhverfis mig logar á Ijósum liðins tíma. — Sjá, Leifur heppni vogar í opna arma hafsins, því útþrá hugans togar. Auðvitað siglum við öll hrað- byri út í framtíðina, en ef við lítum ekki öðru hverju við og tökum mið af ljósum liðins tíma, vitum við seinast ekki, hvert við förum né hvar við lendum. Ég hef dálítið hvarflað frá efni síðasta bréfs þíns svo sem um íslenzku bækurnar vestan hafs og dvínandi lestraráhuga þeirra, sem þó kunna enn málið. Er þetta allt mikið mál, og spjalla ég um það betur við þig seinna. Erindið þessu sinni var fyrst og fremst að óska þér til ham- ingju með afmælið og þakka þér hin góðu kynni, viðtökurnar í íyrrasumar og bréfaskiptin. En áður en ég lýk bréfinu, ætla ég að setja hér stuttan kafla úr bréfi frá þér — ekki til mín þó, heldur til Stephans G., 1. okt. 1924. Ég veit, að þú fyrirgefur mér bessaleyfið, og kemur nú kaflinn: „Það haustar, það haustar.“ — Og í dag má segja, að „hrein- viðraloftinu“ sé brugðið t'il muna.“ Þéttar skúrir dynja á glugga 1 síðastliðnum ágústmánuði söng söngflokkur dómkirkjunnar ensku í Sydney í Ástralíu fyrir útvarpið þar í landi sálminn fræga eftir Hallgrím Pétursson, „Við þennan brunninn þyrstur dvel ég,“ í enskri þýðingu eftir íslandsvininn, göfugmennið og snillinginn dr. C. V. Pilcher, biskup í Sydney. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hljómar frá Hallgrími Pét- urásyni hafa heyrzt í ensku út- varpi. Dásamleg er sú trygð og að- dáun, sem þessi ljúfi kirkjuhöfð- ingi ber til íslenzkra ljóða. Um fagurt starf hans í sambandi við Passíusálmana veit allur þorri islendinga. Englendingur er hann að ætt, upeldi og mentun, ekki 1 neinu ytra sambandi við íslendinga fyr en hann komst í kynni við þá fyrir hans eigin tilraunir, og nú um fleiri ára- tugi hefir hann verið heimilis- fastur í Ástralíu, fjarri öllum Is- lendingum. Samt er hann enn að þýða íslenzk Ijóð á enska tungu. við og við. — En sól og sumar hefur ríkt fram að þessu, svo ekki er yfir neinu að kvarta. Skógur- inn er að skipta um liti — og í þokulúður heyrist neðan frá sjónum. Allt boðar komu vetrar- ins — en þar á eftir kemur vor. Ég veit, að þú horfir nú eftir tæp 30 ár með sömu bjartsýn- inni fram á vorið. Megir þú lifa ótal vor enn jafnsumarglöð og þú hefur ævinlega verið. Þinn einlægur Finnbogi Guðmundsson Ungur vesfrur- íslenzkur bóndi heimsækir ísland Hefur kynnt sér brezkan landbúnað í sumar Ungur vestur-íslenzkur stór bóndi, Hermann Arason að nafni, kom hingað í snögga heimsókn í síðustu viku og fór aftur utan s.l. miðviku- dag. Hermann býr í Argyle- byggð í Manitoba í Canada, og hefur hann verið í Eng- landi síðan í apríl, en þang- að var honum boðið ásamt öðrum canadískum bónda til þess að kynna sér land- búnað þar í landi. Hann notaði tækifærið meðan hann var hérna megin At- lantshafsins til þess að líta ættland sitt augum. Ættaður úr Suður- Þingeyjarsýslu Hermann er ættaður úr Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Afi hans, Skafti Arason, var einn af fimm íslenzkum landnámsmönnum í Argyle- byggð og sömuleiðis afa-bróðir hans, Friðbjörn Friðriksson, sem nú lifir einn frumbyggj- anna, 94 ára að aldri. Undraðist hve afkoma bænda virtist góð Meðan Hermann dvaldist hér ferðaðist hann eins mikið um landið og hann frekast gat. Fór meðal annars nörður í Þing- eyjarsýslu. Búskapur hér er að sjálfsögðu frábrugðinn því, sem hann á að venjast, og undravert þótti honum hve afkoma bænda hér virtist góð þrátt fyrir erfið skilyrði. Fegurð landsins fannst honum tilkomumikil og sér- stæð, þótt hann saknaði skóg- anna. Sjálfur stundar Hermann nautgriparækt og ræktar ýmsar korntegundir svo sem hveiti, bygg og hafra, en enga sauð- kindina hefur hann. Hermann fór héðan aftur til Englands, en þegar hann kemur heim í október mun hann flytja fyrirlestra um enskan landbún- að fyrir stéttarbræður sína. Guð farsæli og blessi þennan frábæra ástvin íslenzkrar listar og veiti honum sannan unað í öllu hans andríka starfi. R. Marteinsson Kristín Sigfúsdóttir, skóldkona, lótin AKUREYRI, 28. sept.: — 1 morgun lézt að 'heimili sínu hér í bæ hin þjóðkunna skáldkona, frú Kristín SÍgfúsdóttir, 77 ára að aldri, eftir þunga sjúkdóms- legu. Kristín var fædd 13. júlí 1876 að Helgastöðum í Eyjafirði, dóttir Sigfúsar Hanssonar bónda þar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Kristín Sigfúsdóttir og maður hennar Pálmi Jóhannesson, bjuggu lengi í Kálfagerði í Eyjafirði en nú um allmörg ár hafa þau verið búísett hér á Akureyri. Kristín er einn hinna sönnu fulltrúa íslenzkrar menningar. Að lokinni dagsins önn settist hún við að skrifa sögur sínar ©g leikrit, sem alþjóð eru löngu kunn. Gerizt því ekki þörf að rekja þau hér. Rit Kristínar voru eins og hún sjálf, hógvær, hugljúf og full mannkærleika. Kristín var kona sannmenntuð, þótt ekki gengi hún í Lærða- skóla. Ritverk hennar bera skörpum gáfum hennar glöggt vitni, enda var hún skjót að nema og las allt er hún komst yfir. En fyrst og fremst sótti hún menntun sína til íslenzkrar alþýðu. Þar las hún þær perlur, er hún síðar festi á bókfell. Heimili þeirra hjóna, Kristín- ar og Pálma, var sem allt annað er þeim tilheyrði, vinalegt og hlýtt. Þar var gott að vera, þar leið öllum vel. Margir munu því í dag renna saknaðarhuga til þessa heimilis, sem nú sér á bak elskaðri eiginkonu, móður og ömmu. G. Gamalíelsson bókaútgefandi lóf-inn Guðmundur Gamalíelsson, bókaútgefandi og bóksali, and- aðist að Landakotssjúkrahúsi í gær 82 ára að aldri. Þrátt fyrir hinn háa aldur hefur hann stundað bóksölu og bókaútgáfu fram á þennan dag. Hann var sjaldgæfur maður á marga lund, m. a. sakir þess, hve litlum breytingum hann tók, er árin færðust yfir hann. Alltaf var hann hinn sami hjartahlýi hug- sjónamaður, sem fyrr á árum, er mat meira þjóðleg verðmæti og hvers konar nýbreytni í bóka útgáfu og tækni tímanna en sinn eigin hag. Hann var í fremstu röð áhugamanna um iðnaðarmál og mátu menn þeim mun meira hugsjónir hans og framfarahug, sem þeir þekktu hann betur. Framleiðsla sykurrófna Árið 1940 var sykurrófnaiðn- aður stofnaður í Manitobafylki og hefir fært út kvíar jafnt og þétt; uppskerunni í haust er nú um það að verða lokið, og er mælt, að hún nemi tveimur miljónum dollara að verðgildi. Humanity First! For Aldermen VOTE C.C.F.'twO> For School Trustees Victor B. Walter Anderson Seaberg Gordon Frank Fines Vandurme Election Day, Wed., Oct. 28. Vote by Number in the Polls Open 10 a.m. to 9 p.m. Order of Your Choice —Mbl., 25. sept. Hljómar fró HalSgrími Péfurssyni í útvarpi í Ásf-ralíu

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.