Lögberg - 19.11.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs /?
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 19. NÓVEMBER, 1953
NÚMER 47
Fiskimálafundurinn
Fiskimálanefndin, sem skipuð
var af fylkisstjórninni til að
rannsaka fiskimálin í Manitoba,
hélt einn af sínum mörgu fund-
um í þinghúsinu á þriðjudaginn
í fyrri viku. Enginn fulltrúi frá
Winnipegvatns-fiskimönnum sat
þennan fund. Tvær konur frá
neytenda-samtökunum, — The
Canadian Association of Con-
sumers, Winnipeg Branch, voru
á fundi um morguninn, Mrs. J.
G. White, forseti, og Mrs.
Sinclair Levack, varaforseti. Var
íyrsta skýrslan flutt af Mrs.
White, og var hún um fiskimálin
frá sjónarmiði neytenda; verður
útdráttur úr þeirri skýrslu birt-
ur á kvennasíðu Lögbergs í
næstu viku. Mrs. White sat alla
fundina þennan dag, en þeim
lauk ekki fyr en um miðnætti.
Fylgdist hún vel með öllum
málum og lagði drjúgt til um-
ræðnanna.
Til staðar var um morguninn
allstór sendinefnd frá búnaðar-
samtökunum, Manitoba Federa-
tion of Agriculture and Co-
Operation. Meðal annara í
nefndinni voru Stefán Stefáns-
son og Óli Josephson frá Gimli.
J. D. Wilton, forseti félagsins,
flutti skýrsluna. Kvað hann 45
þúsund bændafjölskyldur vera
bundnar þessum samtökum til
að efla hag sinn af eigin ramm-
leik og með samvinnu. í sam-
ræmi við hlutverk félagsins, að
veita samvinnufræðslu, og stefnu
þess, að sterkari samvinnu-
félögin kæmu til liðs við þau
samvinnuíéiog eða stéttir, er
minna mættu sín, hefði M.F.A.C.
reynt að veita fiskimönnum í
Manitoba lið á undanförnum
árum, eftir því sem félaginu
væri mögulegt; vildi nú félagið
leggja fram álit sitt, sem skap-
ast hefði af þeirri reynslu, jafn-
framt skýrslu um samvinnu-
samtök meðal fiskimanna annars
staðar í Canada.
Sagði hann að fiskimenn í
Manitoba ættu við sams konar
vandamál að etja og fiskimenn
annars staðar:
(a) Að afla sér þekkingar á
sínum eigin atvinnuvegi.
(b) Að útbreiða skilning meðal
allra fiskimanna á samvinnu-
aðferðum og vekja hjá þeim
traust á eigin hæfileika til að
greiða úr vandamálum sínum
með samtökum.
(c) Skuldafjötrar fiskimanna
við einkafélög, er varna þeim
frá að skipta við samvinnufélög.
(d) Vandkvæði markaðsskil-
yrðanna og áhættan við fiski-
sölu til Bandaríkjana.
(e) Ekki nægileg áherzla lögð
á að framleiða vandaða vöru,
þannig að Manitoba-fiskur sé
þekktur fyrir vörugæði.
Þá sagði Mr. Wilton í skýrslu
sinni, að fráleitt væri, vegna af-
komu fiskimanna, að fiskiútveg-
urinn héldi áfram að vera al-
gerlega í höndum einkafiskifé-
laga; ekki þótti heldur ráðlegt,
að stjórnin tæki að sér fiskisöl-
una á líkan hátt og hún selur
hveiti í gegnum Canadian
Wheat Board. — Samkvæmt
skýrslunni var eini vegurinn til
að greiða úr vandamálum fiski-
manna sá, að fiskimenn tækju
saman höndum og mynduðu
samvinnufélög, er hefðu fiski-
söluna með höndum.
Þá skýrði Mr. Wilton frá
markmiðum samvinnufélaganna
10. nóvember 1953
og rakti að nokkru sögu sam-
vinnuhreyfingarinnar, fyrst á
meðal bænda í Vestur-Canada
og svo meðal fiskimanna í sjáv-
arfylkjum Austur-Canada. Lagði
hann mikla áherzlu á, að fyrsta
sporið í þá átt að stofna til sam-
vinnu meðal fiskimanna hér
yrði að vera það, að veita fiski-
mönnum fræðslu um atvinnu-
grein sína; hefði sambands-
stjórnin veitt háskólum í Mari-
time-fylkjunum og British
Columbia styrk til námskeiða í
samvinnuaðferðum fyrir fiski-
menn, og að Hon. Mr. Sinclair
fiskimálaráðherra sambands-
stjórnarinnar hefði látið þess
getið í þinginu 13. maí síðast-
liðinn, að sambandsstjórnin væri
reiðubúin að veita sams konar
styrk til námskeiða fyrir fiski-
menn í Sléttufylkjunum, ef að
þeir færu fram á það.
Þá var vikið að Manitoba Fish
Pool 1928—’29 og að fiskimenn
hér efuðust um ágæti samvinnu-
stefnunnar vegna afdrifa þeirr-
ar stofnunar. Orsökin til þess
að sú stofnun misheppnaðist
hefði verið sú, að ekki hefði
verið lögð nægileg áherzla á að
upplýsa og uppfræða fiski-
menn, áður en hafist var handa
með það fyrirtæki. Hins vegar
hefði fræðslustarfsemi meðal
íiskimanna átt sér stað í nokkur
ár í Maritime-fylkjunum áður en
ráðist var í að stofna samvinnu-
félag fiskimanna þar, og hefði
sú tilraun gefist vel.
Þá minntist Mr. Wilton á
stofnun Fisherman’s Association
1949 undir forustu T. Kárdal, en
starf þess félags hefði að mestu
fallið niður eftir að Mr. Kárdal
lézt 1951, en hann hefði verið sá
eini fiskimaður, er aflað hefði
sér þekkingar um söluaðferðir á
fiski.
Að lokum voru lögð til í
skýrslunni eftirgreind ráð til að
bæta þennan atvinnuveg:
1. Uppfræðsla fiskimanna
varðandi allar hliðar fiskiút-
vegsins.
2. Að fylkisstjórnin skipi Fish
Representatives, sem inni af
höndum álíka -störf og Agri-
cutural Representatives stjórn-
arinnar.
3. Að sérfræðingur í hagfræði
sé ráðinn til að rannsaka fiski-
viðskipti og markaðsskilyrði
Manitoba fisks.
4. Að fylkis- og sambands-
stjórnar fiskilögin séu endur-
skoðuð og bætt eftir þörfum.
5. Að núverandi rannsóknar-
nefnd fiskimálanna í Manitoba
taki til yfirvegunar þær tillögur,
er gerðar voru af Royal Com-
mission, sem rannsakaði fiski-
málin í Maritime-fylkjunum
1927—’'28.
----☆-----
Vegna takmarkaðs rúms í
blaðinu, er ekki viðlit að skýra
ýtarlega frá máli sendinefndar-
innar frá M. F. A. C., en hafi
fiskimenn hug á því að lesa
skýrsluna alla, geta þeir fengið
hana hjá Manitoba Federation
of Agriculture, 610 Royal Bank
Bldg., Winnipeg.
Eftir hádegið flutti fiskifræð-
ingur sambandsstjórnarinnar,
Dr. Kennedy, mjög eftirtektar-
verða skýrslu. Margt í henni
stingur í stúf við þær hug-
myndir, er ríkt hafa meðal fiski-
manna fram að þessu um fiski-
veiðarnar. Vakti hún mikið um-
tal og birtist fyrri hluti hennar
á öðrum stað hér í blaðinu.
—FRAMH.
DWIGHT D. EISEHHOWER
Heimsækir Otfrawa
Forseti Bandaríkjanna Dwight
D. Eisenhower kom í heimsókn
til Ottawa seinnipart fyrri
viku og ílutti ræðu í sameinuðu
þingi; í för með honum var frú
hans og nokkur hópur hátt-
settra embættismanna amer-
ískra; hann hafði með sér líf-
vörð sinn, en canadisku lög-
reglunni, Royal Mounted Police,
var jafnframt falið að standa
vörð um persónulegt öryggi
hans meðan hann dveldi í
Canada.
Ræða forseta fjallaði að miklu
leyti um varnarsamband milli
Canada og Bandaríkjanna, ekki
sízt ef á þjóðir þessar yrði ráð-
ist með atóm- eða vetnissprengj-
um úr lofti; nokkuð vék for-
seti einnig að samskiptum milli
þessara nágranna á vettvangi
verzlunarmálanna og tjáði sig
hlyntan náinni samvinnu í þeim !
efnum til aukinna hagsmuna
hvorri þjóðinni um sig. Forseti
sat fund með canadiska ráðu-
neytinu og bar þar að sjálfsögðu
margt á góma, þótt af því hafi
lítið verið gert heyrin kunnugt
enn, sem komið er.
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
í vikunni, sem leið fóru tveir >
íslenzkir togarar til Grimsby |
með ísfisk samkvæmt samning-
unum við Dawson og gekk lönd- !
un og sala greiðlega. Togarinn .
Fylkir landaði aðfaranótt mið-1
vikudags og var fiskurinn nú
skoðaður jafnharðan og hann
kom upp úr skipinu samkvæmt
kröfu Dawsons og reyndist all-
ur fyrsta flokks, en jpegar fyrsti
togarinn ' landaði, fengust heil-
Úr borg og bygð
Mr. Grettir Eggertson rafur-
magnsverkfræðingur kom heim
úr íslands og Lundúnaför á
fimtudaginn var, en til Islands
var för hans einkum heitið til
að vera við opnun eða vígslu
Sogs- og Laxárvirkjanna, en
hann hafði um langt skeið, eins
og vitað er, verið ráðunnautur
íslenzku raforkunefndarinnar,
gert fyrir hana teikningar varð-
andi orkustöðvarnar og unnið
sleitulaust að útvegun ýmis
konar efnis og vélakosts. Mr.
Eggertson dvaldist um þriggja
vikna tíma á íslandi og naut
mikillar ánægju af heimsókn-
inni; alls var hann rúmar sex
vikur að heiman; frú hans kom
til fundar við hann í New York.
☆
Miss Guðrún Jónasson frá
Jaðri í Víðisbyggð var stödd í
borginni á mánudaginn.
☆
Frú Mínerva Sædal kom heim
í fyrri viku eftir sjö vikna heim-
sókn í Vancouver og Victoria
hjá syni sínum Boða Sædal sjó-
liðsforingja og vinum þar um
slóðir. Lét hún hið bezta af
férðinni og bað Lögberg að
‘flytja öllum vinum sínum á
ströndinni innilegar kveðjur og
þakklæti fyrir hlýjar og höfð-
inglegar viðtökur, og minntist
hún sérstaklega Mrs. Einars
Haralds og sona hennar, Mr. og
Mrs. S. Torfason, Mr. og Mrs.
Guðm. Eiríksson, æskusystur
sinnar Mrs. Reykjalín, sinnar
góðu vinkonu Jónínu Tucker og
margra fleiri, sem hér gefst ekki
rúm til að nafngreina: „Islend-
ingar þar eru altaf reiðubúnir
að greiða götu gesta; ég held, að
þangað sé komið úrval af fólki."
Úr borg og bygð
Síðastliðinn föstudag lézt á
elliheimilinu á Gimli Jón Sig-
urðsson ættaður úr Austur-
Skaftafellssýslu, 98 ára að aldri;
hann átti lengi heima að 640
Agnes Street í Winnipeg; um
nokkurt skeið var Jón búsettur
á Vopnafirði; útför hans var
gerð hjá Bardals á þriðjudaginn.
Séra Philip M. Pétursson jarð-
söng.
☆
G. L. Johannson ræðismaður
og frú komu heim á þriðjudag-
inrx eftir nokkurra daga dvöl
suður í Minneapolis, Minn.
☆
A sunnudaginn var lézt að
heimili sínu 384 Inglewood
Street, St. James, Óli Sigurður
Lyngholt 63 ára að aldri, hinn
mesti dugnaðarmaður; auk konu
sinnar, Hansínu, lætur hann eft-
ir sig átta börn, tvo sonu og sex
dætur; útförin verður gerð frá
•Vardals kl. 1.30 e. h.
Dr. V. J. Eylands jarðsyngur.
☆
Á þriðjudagskveldið var næsta
gestkvæmt á hinu veglega
heimili þeirra Mr. og Mrs. K. W.
Johannson, 841 Goulding Street,
því þá kom þangað þeim að
óvörum fylking manna og
kvenna, víst ekki undir sjötíu
að tölu, í þeim tilgangi að sam-
fagna þeim í tilefni af silfur-
brúðkaupi þeirra þá um daginn.
Dr. Valdimar J. Eylands hafði
orð fyrir gestum, en kvaddi því
næst til samkomustjórnar Árna
G. Eggertson, Q.C., er mælti
nokkur orð til silfurbrúðhjón-
anna og afhenti þeim verðmæt-
ar minningargjafir fyrir hönd
vina og vandamanna; til máls
tóku einnig Victor Jónasson og
J. W. Johannson. Silfurbrúð-
guminn þakkaði gjafirnar og
heimsóknina fyrir hönd sína og
konu sinnar.
Silfurbrúðhjónin njóta al-
mennra vinsælda sakir traustrar
skapgerðar og hollrar þátttöku í
velferðarmálum samferðasveit-
ar sinnar.
8. NÓVEMBER
brigðisyfirvöldin ekki til þess
að skoða fiskinn fyrr en um
morguninn. Á uppboðinu fór nú
eins og í fyrra skiptið, að aðeins
einn fiskikaupmaður keypti. —
Farmurinn var um það bil 210
lestir og verðið rúmlega 8400
sterlingspund. Síðar í vikunni
seldi togarinn Ingólfur Arnar-
son og seldi farm sinn fyrir tæp
8700 sterlingspund. Fiskikaup-
menn í Grimsby halda fund á
morgun til þess að ræða um það,
hvort þeir haldi áfram að neita
sér um að kaupa íslenzka fisk-
inn. — Ætlunin er að senda
Dawson þrjá togarafarma viku-
lega.
Forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, er í dag í opinberri
heimsókn í Kjósarsýslu ásamt
forsetafrúnni Dóru Þórhalls-
dóttur. Forsetahjónin hlýddu
messu að Lágafelli og prédikaði
séra Hálfdán Helgason pró-
fastur. Frá kirkju var haldið að
Hlégarði í Mosfellssveit og átti
opinber móttökuathöfn að hefj-
ast þar kl. 15.
Kveðjuorð
Rí. Hon. Vincenl Massey
Landstjórinn í Canada, Rt.
Hon. Vincent Massey, ók í hesta-
vagni samkvæmt brezkum þing-
venjum til þinghússins í Ottawa,
þar sem hann flutti stjórnar-
boðskapinn í sameinuðu þingi.
Góðir landar og vinir!
Þar sem ég nú er í þann veg-
inn að hverfa heim aftur til ls-'
lands eftir nær 4ra mánaða dvöl
í Canada og Bandaríkjunum,
langar mig til að kveðja ykkur
alla vini mína og kunningja hér
í álfu, sem ég hefi flesia eignast
á þessum tíma. En ég næ ekki
til ykkar í einni heild öðruvísi
fremur en með góðfúsri aðstoð
íslenzku blaðanna ykkar hér.
Því sný ég mér til þeirra treyst-
andi því að þið allra-flestir séuð
lesendur þeirra. — Engin nöfn
ykkar get ég nefnt hér. Þið eruð
of mörg til þess. En hvar sem
ég hefi farið hér, hefi ég mætt
ágætum móttökum: gestrisni,
góðvild og hjartahlýju. Eru við-
komustaðirnir þó orðnir all-
margir, m .a. Winnipeg, Gimli,
Riverton, Swan River, Svanár-
dalur, Benito, Glenboro, Baldur,
Grand Forks, St. Charles, St.
Louis og svæðið milli þeirra
borga. Auk þess stórborgirnar
þrjár, Minneapolis, Chicago og
New York, þar sem ég hefi
einnig átt ágætustu mönnum að
mæta, er veitt hafa mér ómetan-
legan greiða og hjálp, hver á
sinn hátt. — Ég þakka ykkur
öllum hjartanlega, konum og
körlum, eldri og yngri allt frá
vestur-íslenzku ferðafélögunum
mínum og fararstjóra vestur
og til þeirra, er ég síðast kynnt-
ist. Ég árna ykkur heilla og bið
ykkur blessunar Guðs, hvar og
hvernig sem leiðirnar kunna að
liggja í óþekktri framtíð.
Ykkar einlægur
Jón Þ. Björnsson
Sauðárkróki
(frá Veðramóti)
Sambandsþing
kvaf-t til funda
Síðastliðinn fimtudag var
samband þingið canadiska, hið
tuttugasta og annað í röð, sett
með venjulegri viðhöfn að við-
stöddu miklu fjölmenni; land-
stjórinn, Rt. Hon. Vincent
Massey, flutti stjórnarboðskap-
inn í þingsal efri deildar, en
þangað höfðu þingmenn beggja
deilda safnast svo sem venja
var til; mörg mál og mikilvæg
verða lögð fyrir þing, en tiltölu-
lega fá þeirra þess eðlis, að valda
rnuni rniklum ágreiningi, þó
ætla megi að nokkur glímu-
skjálfti komi á þingmenn, er
fjárlagafrumvarpið verður lagt
fram; frá megin innihaldi stjórn-
arboðskaparins er frekar sagt á
fjórðu blaðsíðu.
Skemmf'ileg
kveldstund
1 fyrra um þetta leyti buðu
W. J. Lindal dómari og frú heim
til sín ungu fólki af íslenzkum
stofni, sem var að hefja nám
við háskólann og aðrar mennta-
stofnanir hér í borg. Árangur-
inn af því heimboði var stofnun
Leifs Eiríkssonar félagsins. Þótti
þetta svo giftudrjúgt spor í
þjóðræknislega átt, að ákveðið
var að halda samskonar sam-
fund með ungu fólki þetta ár
með það sérstaklega í huga, að
ungt fólk, sem nýkomið er til
bæjarins úr byggðum íslend-
inga, fengi tækifæri til að
kynnast hvort öðru, kynnast
ungu íslenzku fólki hér í bæn-
um og forustufólki hinna ís-
lenzku félaga í borginni. 1 þetta
skipti tóku þrjú félög saman
höndum um að efna til heim-
boðsins: Leifs Eiríkssonar fé-
lagið, Icelandic Canadian Club
og Þjóðræknisfélagið. Léðu Dr.
og Mrs. P. H. T. Thorlakson sitt
vingjarnlega heimili fyrir þenn-
an fund á þriðjudagskveklið,
sem um 70—80 manns sóttu.
Eftir að Dr. Thorlakson hafði
boðið gesti velkomna tók Lindal
dómari við samkomustjórn og
kynnti alla, sem þarna voru
staddir; hann skýrði og tilgang
heimboðsins og fagnaði gestun-
um fyrir hönd Icelandic
Canadian Club. Einnig tóku til
máls Mrs. E. P. Jónsson af hálfu
Þjóðræknisfélagsins og Erlingur
Eggertson forseti Leifs Eiríks-
sonar félagsins. Finnbogi Guð-
mundsson prófessor mælti og
hlýlega til unga fólksins, og bauð
því að heimsækja sig við há-
skólann, þegar það ætti þess
kost, og myndi hann sýna því
íslenzka bókasafnið, lestrarstof-
una og kynna því starf íslenzku
deildarinnar; því næst sýndi
hann fallegar litmyndir frá ís-
landi. Að því loknu létu hús-
ráðendur bera fram ljúffengar
veitingar og létu gestir í ljósi
þakklæti sitt fyrir gestrisni
þeirra og hlýjar viðtökur.