Lögberg - 19.11.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.11.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. NÓVEMBER, 1953 Varnaraðstaða V.-Evrópu styrkist við leyfi til herstöðva ó Spóni En samningurinn við íasistann Franco hlýlur misjaína dóma Þann 26. september s.l. undir- rituðu James Dunn sendiherra Bandaríkjanna í Madrid og Martin Artajo utanríkisráðherra Spánar þrjá samninga, sem fjalla um hernaðarbækistöðvar á Spáni og efnahagslega aðstoð við Spánverja. Kurteisi, en kuldi Um leið og samningsgerð var tilkynnt, þótti bandaríska utan- ríkisráðuneytinu rétt að taka það fram líkast því sem í afsök- unartón væri, að hér væri ekki um neitt hernaðar- né vináttu- bandalag að ræða. Sammngur og samningagerð voru kurteis- leg — en köld. Það gleymist ekki, að við völd á Spáni er einræðisstjórn. Hrifning á samstarfi við hana fyrirfinnst ekki, en raunhæfar ástæður liggja að baki samnings gerðinni. SíSasti Móhikhaninn Franco einræðisherra er hinsta afsprengi fasismans og virðist hann enn öruggur í sessi. Þótt hann sé brennimerktur fasisti og þótt hann hafi sigrað í spönsku borgarastyrjöldinni með tilstyrk þýzkra vopna og vista, var hann þó ekki leiðitamur við Hitler. Þvert á móti var utanríkis- stefna Spánverja á styrjaldar- árunum þegjandi en stöðug mót spyrna við Þjóðverja, varð eng- in breyting á því, jafnvel ekki á mestu uppgangsárum nazista, þegar svo virtist sem þeir myndu sigra heiminn. Bera „fasistar" Francos að þessu leyti hreinni skjöld en Rússar, sem alltaf voru að nudda sér utan í Hitler í fyrri hluta stríðsins. Neifun Francos Frá Spáni fengu Bretar járn- grýti og önnur hráefni til her- gagnaiðnaðar. Og þegar Hitler kom á fund Francos, minnti hann á forna vináttu og beiddist leyfis til að mega hernema Gíbraltar, með yfirferð um Spán.’fékk hann neitun. Margir eru þeirrar skoðunar, að neitun Francos hafi ráðið úr- slitum í síðustu heimsstyrjöld. Með Gíbraltar á sínu valdi virð- ist sem Þjóðverjar hefðu getað ráðið lögum og lofum á öllu Mið- jarðarhafi, barátta í Norður- Afríku og sóknin til olíulind- anna við Persaflóa hefði þá orðið sigurför þeirra. Fjallvirki Vesiur-Evrópu Hvað sem öllu einræði og fasisma Francos líður, þá bentu hernaðarfræðingar á þá raun- hæfu staðreynd fyrir nokkrum árum, er farið var að hyggja að endurvopnun Vestur-Evrópu, að það myndi styrkja mikið varnir álfunnar, ef einhvers konar samstarf fengist við Spánverja um hervarnir. Austan Saxelfar í Þýzkalandi stendur milljónaher rússneskur undir alvæpni, þaðan vestur yfir Niðurlönd og Frakkland er aðeins ein samfelld marflöt láglendisslétta, þar sem einu hindranirnar eru nokkur stór- fljót. Hætta virðist á því, að Rússum tækist með ofurefli her liðs að æða fyrirstöðulítið um þetta sléttlendi. Náttúrlegar hindranir eru engar að ráði fyrr en við Pyr- eneafjöll, sem ganga þráðbeint eins og 3000 m. hár virkisgarður fram eftir landamærum Frakk- lands og Spánar, milli Miðjarð arhafs og Atlantshafs. Spánn er þannig hið sóknþunga tilbúna fjallvirki Evrópuskagans. Samningaumleitanir í tvö ár Andúðin á einræðisstjórn Francos veldur því, að Spánn verður ekki tekinn upp í At lantshafsbandalagið. En ekki kemur þetta í veg fyrir að nokk- uð samstarf sé haft við Spán- verja um hervarnir. Eru nú rúm tvö ár síðan Bandaríkjamenn vöktu máls á því við Spánverja, er Carney flotaforingi kom í fræga heim- sókn til Francos. Viðræður hafa farið fram við og við en dregizt á langinn, einkum vegna þess að Franco hefir viljað fá nokkuð fyrir sinn snúð. Ein krafan, sem hann setti snemma á oddinn var, að allur Spánarher yrði búinn fullkomn- um nýtízku vopnum. Þessu hafa Bandaríkjamcn hafnað. Þeir munu raunar senda Spánverjum nokkuð af vopnum, en ekki meir en nauðsynlegt er til að halda landvörnum í sæmilegu lagi. Samkvæmt samningnum um herbækistöðvar munu Banda- THECalvett Canadíska vasabókin Nr. 14 upplýsingaflokki \ Þetla er ein þeirra greina. sem sérstaklegra eru ætlaðar nýjum || Cnnadamönnnm. SÍMAÞJÓNUSTAN Ari8 1876 varð bærinn Brantford f Ontario sögufrægur fyrir þa8, a8 þa8an fór fram hi8 fyrsta firSsímatal í heimi; þetta samtal fór g fram yfir átta míina koparvír, og var notul til þess ný vél, er upp- M finningama8urinn Alexander Gordon Bell gaf nafniS „telephone", en h 'hann var nýlega kominn þangaS frá Skotlandi. Tveimur árum seinna tók til starfa hin fyrsta talsimastöS í Canada f bænum Hamilton. s 1 höfu8atri8um er símakerfi okkar nú f dag byggt á þeim vfsinda- g grundvelli, er Bell á áminstum tfma lag8i. Sf8an hafa vitaskuld |j rriargar breytingar átt sér sta8 f þrðunarsögu símai8na8arins f Canada g og sérfræBingar svipast mc segja daglega eftir nýjum endurbótum.H Canada var í fararbroddi þeirra þj68a, er komu á fót hjá sér sjálf- B virkum innanlandssíma og sæsfma; þetta samband getur á einnl og S sömu stund afgreitt 18 sérstök firSsfmtöl, en innanlands me8 hljóB- bylgjuauka 600 samtöl f einni svipan milli Montreal, Toronto og Ottawa. ná má samböndum f margra mílna fjarlægB me8an haidiB er á heyrnartóiinu. Canada nýtur einnar hinnar allra fullkomnustu símaþjónustu, M sem til er f ví8ri veröld, tala hinna ýbsu sfmkerfa, sem ýmist eru þjóSnýtt e8a f eigu einstaklinga. Bell sfmafélagi8 er lang umfangs- mesta stofnun slíkrar tegundar, sem einstaklingar reka, önnur sfma- kerfi starfrækir sambandsstjórnin eSa stjórnir hinna einstöku fylkja. I afskektum sveitum eru sfmasambönd rekin á samvinnugrundvelli. jj Þetta er eitt þeirra landa, þar sem svo al segja hvert einasta og eitt heimili vetur veitt sér síma gegn tiltölulega mjög vægu mánaBar- g gjaldi. Þær 14 miljónir, sem land þetta byggja, rá8a um þessar mundir yfir 314 miljón sfrna og sérhver þeirra getur ná8 til 96% aí öllum 1 sfmum f veröldinni. Allar upplýsingar varðandi framhald þessara greina eru kær- komnar og verður þeim komið á íramfæri við Calvert House fyrir milJigöngu ritstjóra þessa blaðs. Skrifað um járnbrautir í næsta mánuði Calvert DISTILLERS LIMITED AMHERSTBURG, ONTARIO DAG STRÖMBACK: FERÐ TIL ÍSLÁNDS ríkjamenn fá bæði flug- og flota- bækistöðvar á Pyreneaskaga. Ekki er tekið fram í sjálfum samningnum, hvar þær verði, en vitað er að flugbækistöðvarnar verða við hina gömlu flugvelli við Sevilla, Madrid, Zaragossa og Barcelona. Þessir vellir eru nú mjög illa búnir tækjum og taka Bandaríkjamenn að sér að gera við þá, stækka og þúa öll- um nauðsynlegum tækjum. — Þessir flugvellir verða jafn- framt notaðir af spönskum flug- vélum. Auk þess munu Banda- ríkjamenn gera marga smærri flugvelli hingað og þangað um landið. . Flugvellir úr skotfæri Fram til þessa hafa sprengju- ílugvélar Bandaríkjamanna að- allega haft bækistöðvar í Þýzka- landi og Bretlandi, en til beggja þessara landa er svo stutt frá rússnesku yfirráðasvæði, að flug vellirnir þar eru ekki taldir ör- uggir fyrir hraðfleygum rúss- neskum orustuflugsveitum. Vegalengdin til Spánar er meiri, svo að flugvélar, sem þar hefðu bækistöð, eru miklu óhultari fyrir skyndiárásum. 6. flotinn eignasl heimahöfn Alastair Buchan fréttaritari Observers telur þó hagkvæmn- ina af flotabækistöðvum enn meiri. Minnist hann á það hve þýðingarmikil návist sjötta flot- ans bandaríska er á Miðjarðar- hafi’. Þessi flotastyrkur sem í eru allmörg flugvélamóðurskip hefir verið eins og heimilislaus að.undanförnu. Skipin hafa jafn vel orðið að sigla til viðgerðar þvert yfir Atlantshaf til Norfolk. Það þykir ljóst að flotabæki- stöðvarnar verði í borgunum Cadis og Cartagena á suður- strönd Spánar. En þar verður fyrst að framkvæma mikið verk, dýpka haínirnar, smíða bryggj- ur og alls konar mannvirki. Spánn ekki lengur hlutlaus Spánn hefir verið hlutlaus í báðum þeim heimsstyrjöldum, sem yfir hafa gengið á þessari öld. Með samningum þessum hverfur hann frá hlutleysis- stefnunni. Þessu veldur fyrst og fremst að Franco þykir sjálfum vænlegra að styrkja varnir gegn Rússum líkt og Júgóslavar og einnig að honum er heitið efna- hagslegri aðstoð um leið og hann leyfir bækistöðvarnar. Efnahags- og hernaðaraðstoð Bandaríkjaþing hefir þegar veitt fé til efnahagsaðstoðar við Spánverja. Veita þeir 85 miljón dollara fyrir nýjum vélum til iðnaðar og landbúnaðar Spán- verja og 141 miljón dollara til hernaðaraðstoðar. Leysir þetta að minnsta kosti um stundar- sakir úr verstu fjárhagsörðug- leikum Franco-stjórnarinnar. — Spánn hefir oft verið kallaður land ónýtra járnbrauta. í ára- tugi hefir þjóðin búið við gjald- eyrishungur. Hana hefir með öllu skort erlent fjármagn til að kaupa til landsins vélar og verk færi. Þótt 15 ár séu senn frá lokum borgarastyrjaldarinnar hafa engin tök verið á að græða sum sárin og þessu hefir fylgt vonleysi, athafnaleysi og skin- horuð fátækt. Tvískinnungur í stjórnmálum Brezki verkamannaflokkurinn samþykkti á flokksfundi í Mar- gate harða gagnrýni á þessa samningsgerð. Sama hafa jafn- aðarmenn víða um lönd og ýms- ir fjandmenn Francos aðrir gert. En einkennilegt er það að sömu aðiljarnir, sem harðast gagn- rýna samninginn við Franco, eru fúsastir allra til að sam- þykkja setu kínverskra komm- únista og alls konar undanláts- semi og vinfengi við einræðis- ríki kommúnista. Sannlega er einræðisstjórn á Spáni og þar finnast pólitískar fangabúðir með pólitískri kúgun. Allt virð- ist hið spanska stjórnarfar þó hátíð hjá því sem tíðkast austan járntjaldsins, í samanburði við ógnarstjórn og þrælabúðir kommúnista virðast Spánverjar lifa við frjálsræði. Þegar Bandaríkjamenn gera þessa samninga við Spánverja sýnir það ekki stjórnmálastuðn- ing við Franco. Það er aðeins viðurkenning á þeirri herfræði- legu staðreynd að varnir Vestttr Evrópu styrkjast við samning- inn. Hann lézt að Wadena, Saskat- chewan, Canada, 14. marz 1916. „Einn meðal hinna fyrstu og fremstu landnámsmanna hér vestra, svo og gervilegustu til sálar og líkama,“ segir Heims- kringla. Aðallýsing og ævisaga Eggerts stóð fyrir mörgum árum í blað- inu „Heimi“, fallega og hlýlega rituð; tek ég úr þeirri grein hið helzta, er hér á við. Eggert Magnússon, er kallaði sig Vatnsdal, var fæddur 9. marz 1831 í Skáleyjum í Breiða- firði; bar hann skírnarnafn Eggerts gamla í Hergilsey, d. 1819; en foreldrar hans og ná- frændur voru helztu Breiðfirð- ingar framan af öldinni; var Eyjólfur dbrm. í Svefneyjum föðurbróðir hans, en séra Guð- mundur Einarsson prófastur á Breiðabólsstað móðurbróðir hans. Eggert var bráðþroska og snemma harðger og kappgjarn, karlmenni og í flestu fremri jafnöldrum sínum hvað áræði og atorku snerti, en til bóka var hann lítt settur fyr en hann fann tíma til að gera það sjálfur; þótti honum mjög kippa í kyn til þeirra nafna síns gamla í Hergilsey og Eyjólfs í Svefn- eyjum. Um tvítugsskeið var hann verkstjóri hjá Brynjólfi kaup- manni Bogasyni (Benedictsen) og komst við það til mikils þroska og átti þar sjðan mikinn hauk í horni. Þrrtugur að aldri fór hann fyrst utan lands og lauk far- mannaprófi í Flensborg, var síðan skipherra um hríð og átti sjálfur sitt skip; sótti hann það til Noregs og hóf verzlun við Norðmenn á fornan hátt og fórst jafnan vel. — Gerði hann það fyrstur manna á vorum tímum. Sjógarpur var hann með af- brigðum og bjargaði oft fé manna og lífi með snarræði sínu; en Hafliða nokkurn frænda sinn í Svefneyjum taldi Eggert leiknari sér í bátasiglingum. Árið 1863 kvongaðist Eggert heitmey sinni Soffíu Friðriks- dóttur prófasts frá Stað (1840). Hún var fríð sýnum og reynd- ist honum hin ágætasta kona; varð sambúð þeirra fyrirmynd í flestu, en börn þeirra hin gerfilegustu. Bætti Soffía mjög harðlyndi bónda síns, en það var hans versti skaplöstur, en fór þó oftast vel. Þau ólu upp fimm fósturbörn og reyndust þeim í hvívetna sem beztu foreldrar. — Soffía andaðist 1907 og var harmdauði öllum sem hana þekktu. Á síðastliðnu sumri heim- sóili ísland í boði Háskóla íslands góður og iryggur íslandsvinur, Dag Siröm- back, prófessor í Uppsölum í Svíþjóð. Fluiii hann hér tvo merka fyrirlesira um þjóðfræða- og mállýzku- rannsóknir, en í þeim grein- um er hann sérfræðingur og Af lífsferli Eggerts er það að segja, að 1866 hætti hann sigl- ingum — líklega mest sakir konu og barna — og keypti jörð á Hjarðarnesi á Barðaströnd og bjó þar sæmdarbúi í 20 ár; þótti hann þar brátt atkvæðamaður: sem bóndi, hreppstjóri og odd- viti. En þó hafði ekki víkings- eðlið yfirgefið hann, því árið 1886 flutti hann með fjölskyldu sína til Ameríku. Þau völdu sér byggð í Pembina-héraði í Norð- ur Dakota. Komu þau þar brátt upp allreisulegu búi og farnaðist vel í hvívetna, voru þá flest börn komin til vits og ára. Börn Eggert eru: Ólafur óðals- bóndi og herppstjóri á Króks- fjarðarnesi, skörungur mikill, en þeirra Soffíu: Halldóra, kona Björns kaupmanns í Hensel, N.D.; Elías í Mozart, Sask.; Friðrik kaupmaður í Wadena,, sama fylki; Þórður kaupmaður á sama stað. Þau hjón fluttust vestur tli Saskatchewan, en ekki festi hann þar yndi, sízt eftir lát konu sinnar, og hvarf til dóttur sinnar til að deyja þar, en þau hjón höfðu dvalið lengst í hinum nýja heimi. Hann and- aðist 14. marz 1916. Svo lýsti ritstjóri „Heimis“ Eggerti 83 ára gömlum: Eggert er ekki hár en þrekvaxinn og þótti hið mesta karlmenni í æsku, ör í hreyfingum, ríkur í lund, upplitsfríður og djarf- mannlegur, brúneygður og hvasseygður, lítið eitt lotinn í herðum. Nú í elli sinni ber hann höfðingjasvip. Hann er manna hreinskilnastur og kýs heldur að vera en að sýnast; og líkari mun hann vera hinum fornu Vest- firðingum en flestir menn aðrir sem nú gerast. Aldrei hataði hann menn, heldur löðurmennsku þeirra og ódrengskap og tvöfelldni. Tæki hann stefnu varði hann hana á meðan nokkur taug var eftir, og lét seint sinn hlut. Vér dáðumst að honum, elsk- uðum hann og reyndum hann ávalt sem bezta dreng. Hann var lánsmaður að mörgu leyti, og þó einkum að því að eiga hina elskulegustu konu, sem menn gátu hugsað sér. Arin, sem ég kynntist Eggerti, frá 1852 til 1860, átti ég enga frænd- ur, er mér féllu betur að skapi en Eggert, og var hann í mínum augum flestum jafnöldrum sín- um og okkar fremri að dreng- skap og hreinskilni, en bar langt af flestum hvað kjark og karl- mennsku snerti.“ mikils metinn í heimalandi sínu og víðar. Hér á landi dvaldist hann nokkra mán- uði árið 1926 og var fyrsti sendikennari Svía við Há- skóla íslands. Náði hann slikum tökum á íslenzku. að hann talar hana prýðisvel, enda notar hann hvert tæki- færi til að halda henni við, þegar hann hitlir íslend- inga. Því miður gat Ström- back prófessor ekki komið til íslands aftur fyrr en eftir 27 ár. En einmitl á þessum tíma hafa orðið slíkar breyt- ingar á landi og þjóð, að einsdæmi er í sögu hennar. Okkur íslendingum má þess vegna þykja fróðlegt að heyra álit erlendra mennia- manna, sem kunnir eru að vináttu í okkar garð, um þessar breylingar. — Nú hefur Strömback prófessor rilað í Svenska Dagbladet 29. ágúst s.l. óvenju glögga og hreinskilna grein um áhrif þau, sem hann varð fyrir á íslandi í ferð sinni, og gerir þar samanburð á því, sem er og var fyrir 1930. Er ég viss um, að íslending- um er hollt að heyra álit þessa merka fræðimanns. Af þeim sökum fékk ég góð- fúslegt leyfi höfundar til að þýða þessa grein á íslenzku. Væri vel. ef Islendingar tækju til greina margl af því, sem greinarhöfundur ræðir um. Gef ég honum svo orðið. Jón Aðalsteinn Jónsson ÞEGAR komið er aftur til Is- lands eftir 27 ár, verður fyrir nýtt land, sem í senn kemur á óvart og hrífur. Um Reykjavík er það að segja, að bærinn hefur tekið algerum stakkaskiptum. Hann hefur þan- izt út til austurs og vesturs með stórum íbúðarhúsum, „villum“ og trjágörðum, er standa á fögr- um stöðum á hæðum þeim, er umlykja bæinn. í skugga þess- ara fallegu hverfa er svo gamli bærinn kringum höfnina og Tjörnina og lætur lítið yfir sér. Alþingishúsið hefur minnkað, einnig Dómkirkjan; og Lands- bókasafnið, sem var einu sinni svo tignarleg og vegleg bygging á hæð sinni við Ingólfslíkneskið, hefur nú fengið granna, er skyggir á það; þar sem er þið stórfenglega og stílhreina Þjóð- leikhús. Einnig hefur nýr bæjar- hluti vaxið upp suður á bóginn, og ber þar mest á glæsilegu há- skólahúsi. Ennfremur er stór flugvöllur þar í næsta nágrenni. Yfir bænum þruma stórar milli- landaflugvélar á leið til flug- vallarins eða frá eða til Kefla- víkurflugvallar, sem er 40 km. vestar og kvað vera stærsti flug- völlur Vestur-Evrópu. Um göt- urnar þjóta nýjar amerískar bif- reiðar og nýtízku strætisvagnar eru notaðir innan bæjar, en lang ferðavagnar á leiðum um land allt. Keppa áætlunarvagnarnir við flugfélög, sem halda uppi samgöngum með fullkomnum flugvélum við flesta meiri hátt- ar staði á hinni löngu og vog- skornu strönd íslands. Vinalega sveitaþorpið hefur Matth. Jochumsson Framhald á bls. 7 Vegna Gilda - Hæfni - Fullnægingar ^ C C- M C.C.M. JOYRIDERS Mbl., 9. okt. MINNINGARORÐ: Eggert Magnússon Vatnsdal Soffía Friðriksdóttir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.