Lögberg - 19.11.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.11.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. NÓVEMBER, 1953 5 WWWWVVVWWWWW'WWVWVWWV ÁHIJGAMÁL LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON UNGUR ÍSLENZKUR PÍANÓSNILLINGUR Hin unga kona, sem hér um ræðir, er ekki einungis íslend- ingum kunn fyrir frábæra hljómlistarhæfileika sína, held- ur og öllum þeim er hljómlist unna í þessar borg; hún telzt vafalaust með ágætustu píanó- leikurum Winnipeg borgar. Frá því hún hóf hljómlistarferil sinn sjö ára að aldri hjá Miss Snjólaugu Sigurdson og síðar hjá Miss Evu Claire hlaut hún svo að segja árlega ýms náms- verðlaun fyrir framúrskarandi hæfilekia og ástundun, og þegar hún lauk prófi fyrir Licentiaíe in Music við Manitobaháskóla 1951 hlaut hún gull-medalíu há- skólans. Það ár fór hún til Parísar og innrifaðist til framhaldsnáms í hinn heimsfræga hljómlistar- skóla Ecole Normale de Musique de Paris. Þar naut hún tilsagnar prófessors Alice Gaultier í píanóleik, en hún er heims- kunnur píanisti; má geta þess, að franska tónskáldið, Gabriel Fauré, valdi fyrst Mme Gaultier til að leika tónverk sín og kynna þau. Ennfremur lagði Thora stund á Chamber Music og lék með Henri Benoit Capet strengja kvartettinum. Capet er víð- frægur viola-leikari og var þar bæði viðurkenning og lærdóms- ríkt að leika á píanó með honum í kvartett hans. Thora gekk brátt í félag ungs hljómlistarfólks frá Canada, en það félag stuðlar að því að með- limir þess komi fram opinber- lega og lék Thora í Canada House í París. Þetta félag er deild af stærra félagi, Young Musicians of Paris, og gerðist Thora einnig meðlimur þess, því þeir fá þau hlunnindi að sækja alla hljómleika í París fyrir mjög lágt aðgönguverð, og not- aði Thora sér þau hlunnindi óspart. Lærdómsríkt þótti henni að sækja samkomurnar, sem voru nokkurs konar skólar í hljómlist. Þar var til staðar kennari, sem útskýrði ákveðið tónverk með aðstoð hljómlistar- fólks. Hann sundurliðaði tón- verkið og lét syngja eða leika hvern lið út af fyrir sig, og eftir að hann hafði gagnrýnt tón- verkið frá upphafi til enda, var það sungið og leikið í heild. Af þessu höfðu hlustendur, sem vitanlega höfðu með sér nóturn- ar, mikið gagn. Hinn heimsfrægi píanisti, Alfred Cortot, sem stofnaði Ecole Normale de Musique, veitti hljómlistar- unnendum fræðslul á þennan hátt í júnímánuði og sótti Thora þessi kennslukveld hans, og var mjög hrifin af túlkun hans á tónverkunum. Þegar prófessor Alice Gaultier hélt sitt árlega nemenda recital síðastliðið ár valdi hún Thoru til að leika stærsta hljómverkið á skránni. Eftir tveggja ára nám gekk hún undir próf hjá Le Directeur-General skólans, J. Morgan, og þegar hann hafði hlustað á píanóleik hennar gaf hann henni skriflegt vottorð og sagði meðal annars: „Hljóm- listargáfur hennar og tækni eru með ágætum (of excellence)“. Slík ummæli fá ekki margir frá skóla sem þessum. Nú er Thora komin heim aftur. Á Frakklandi giftist hún ungum listamanni, Ronald du Bois; hann skipar nú góða stöðu við Vocational Technical School hér í borg. Þau eiga indælan lítinn son, sem heitir Paul. Þegar ég sá hina ungu listakonu í gær var hún að æfa sig fyrir hljómlistarsamkomu sína, sem verður í Sambandskirkjunni á Thora Asgeirson du Bois föstudaginn 20. nóv., og munu margir fagna því að hlusta á píanóleik hennar á ný og finna hve hún hefir þroskast í list sinni á síðastliðnum tveím árum. Ekki svo að skilja, að almenn- ingur hafi ekki átt þess kost að sjá frú Thoru og hlusta á píanó- leik hannar síðan hún kom heim. Eins og ávalt áður hefir hún óspart miðlað íslenzku félags- lífi af list sinni; minnast margir með hrifningu undirleiks henn- ar með söngkonunni góðkunnu, frú Guðmundu Elíasdóttur, er hún leysti af hendi með snild eftir fáar æfingar. En nú heldur Thora Asgeirson du Bois sjálf- stæða hljómleika á vegum Ice- landic Canadian Club, þá fyrstu síðan hún kom úr Parísarför sinni, og ættu allir íslendingar hér um slóðir sem hljómlist unna, að sækja þá samkomu, því hér er um verulegan hljómlist- arviðburð að ræða á meðal okkar. Ekki einungis okkar á meðal heldur og í Winnipeg- borg. Það er óskiljanlegt hve lítið þessi samkoma hefir verið auglýst í dagblöðunum okkar. Hin unga listakona á marga að- dáendur meðal hljómlistarfólks hér í borginni, og er það slæmt ef hljómleikar hennar fara fram hjá þeim, án þess þeir viti um þá. Við megum ekki við því að fela fyrir öðrum okkar bezta listafólk, en í þeim hóp er Thora Asgeirson du Bois. Söngkonan kvödd Seinnipart síðastliðins laugar- dags efndi stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins til kveðjuboðs í heiðursskyni við söngkonuna frú Guðmúndu Elíasdóttur, er þá hafði lokið sigurför sinni um ýmissar fjölmennustu bygðir ís- lendinga í Manitobafylki. — Kveðjuboðið var haldið á hinu fagra og vingjarnlega heimili þeirra Guðmanns Levy og frú Margrétar Levy að 185 Lindsay götu, en þessi mætu hjón eru víðkunn að alúð og risunu. Forseti Þjóðræknisfélagsins, Dr. Valdimar J. Eylands, ávarp- aði frú Guðmundu með afar- snjallri ræðu, þakkaði henni komuna, og lét þess getið, að um hana mætti réttilega segja, að hún hefði komið séð og sigrað; í lok máls síns afhenti Dr. Valdimar frú Guðmundu sjóð nokkurn til minja um heimsóknina, en frúin þakkaði af hrærðum huga alla þá góð- vild, er hún hefði orðið aðnjót- andi hvar, sem leið hennar lá; einnig tóku til máls prófessor Finnbogi Guðmundsson og Ein- ar P. Jónsson. Frú Guðmunda lagði af stað áleiðis til New York á mánu- dagsmorguninn. Jakob Sigvaldason landnámsmaður og bóndi í Víðisbygð í Maniloba Jakob Sigvaldason var fædd- ur í Winnipegborg 25. nóv. 1884. Foreldrar hans voru Sigvaldi Jóhannesson, frá Gröf á Vatns- nesi í Húnavatnssýslu, og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir Jóhannesson. Þegar Jakob var um ársgam- all fluttu foreldar hans til Gimli, námu land og bjuggu að Grund og þar ólst Jakob upp með þeim, utan tveggja ára bils, er foreldrar hans dvöldu á ný í Winnipeg. Jakob varð snemma mann- vænlegur og duglegur til verka. Um 15 ára að aldri fór hann í þreskingarvinnu — innti af hendi fullorðins manns vinnu og hlaut fullorðins manns kaup; vann jafnan hvaða helzt vinnu sem fáanleg var. Stuttu eftir aldamót var opn- uð upp til heimilisréttar hin víðlenda bygð í Norð-vestur- hluta Nýja-íslands, er síðar hlaut nafnið Víðisbygð. Þar nam Jakob sér land árið 1903; var hann og bræður hans Jóhannes og Björn fyrstu landnemarnir þar. Og þar bjó hann ávalt síðan. Þann 27. marz 1907 kvæntist hann Unni Snorra- dóttur Johnson, ágætri konu og þróttmikilli; bjuggu þau stóru og farsælu búi og ólu upp hóp mannvænlegra barna, sem hér eru talin: Kristján Ingvar, kvæntur Phyllis Foster,. bóndi í Víðis- byggð. Arnfríður, gift Harold Foster, búsett í Framnesbygð. Geirþrúður, gift Harry Floyd, búsett í Víðisbygð. Jakob, kvæntur Ósk Jónas- son, búsett í Árborg. Erlendur, ókvæntur, býr með móður sinni í Víðisbygð. Barna- börn Sigvaldason’s hjónanna eru 18 að tölu. Tveir bræður Jakobs eru á lífi: Ólafur í North Battleford, Sask., og Sigurður, bóndi í Víðisbygð. Systir hins látna er Anna, Mrs. Halldór Austmann, Árborg, Man. Með Jakobi Sigvaldasyni er styrkur maður og þróttmikill burtu fluttur af þessu tilveru- sviði, einn af frumlandnáms- mönnum hinnar glæsilegu og yngstu bygðar Nýja-íslands; og alla tíð frá því að hann nam þar land hafði hann svo að segja átt þar heimili, og stöðugt búið þar og starfað í 46 ár. Umsvifa- mikill og áræðinn var hann í búskap og framkvæmdum. Starfsþrek hans óvenjulega mikið, er entist honum til dag- anna enda — svo að hann þoldi vel alt er hann á sig lagði. — Samfara líkamsþreki átti hann þá skapfestu, er gerði hann hinn þolgóða mann í allri ævibar- áttu hans. Hygg ég að upplag lians og skaphöfn öll væri ó- venjulega norræn. Þegar að hann gaf sér tíma til — eða milli verka — las hann öllum stundum er hann mátti. Sér- staklega voru íslendingasögurn- ar honum hugnæmar og óþrot- legt aðdáunarefni; enda dáðist hann alla ævi að manndómi og hreysti, hvort heldur hann var skráður í sögum og sögnum for- feðra vorra,. eða birtist á vett- vangi hins hversdagslega lífs. 1 hvívetna var hann hinn ábyggi- legasti og gat sér tiltrú sam- ferðamanna sinna fyrir skilvísi og heiðarlega framkomu — sam- fara drenglyndi, er sönnum ís- lendingi ber jafnan að sýna. Unnur kona hans var honum hin mikla og hagkvæma hjálp á langri og farsælli samfylgd þeirra. Eins og eiginmaður henn- var hún gædd þeirri festu og þróttlund, er mætti harðri lífs- baráítu með ráðnum huga til at- hafna — samfara sigurvegarans hugarfari. Börn þeirra urðu þeim snemma einkar hjálpleg — og voru árla ævidags síns að verki foreldrum sínum til að- „Árla skal rísa sá er á yrkjendur fáa, og ganga snemma á út." Jakob Sigvaldason stoðar — og atbeina — þótt flest færu síðar að heiman til að heyja sína eigin ævibaráttu. Jakob var ástríkur eiginmað- ur og f&ðir og fórnaði fúslega kröftum sínum í þágu ástvina og fyrir hag heimilis síns. Alla ævi var hann barngóður maður. Sérstaka ánægju hafði hann af barnabörnum sínum og fann hjartfólgna ánægju og gleði í að vera umkringdur af þeim, og vænti mikils af hinni nýju og komandi kynslóð. Dauða hans bar að, er hann var að verki sínu; festist hann í vélarbelti og hlaut af því svo mikil meiðsli, að hann var lát- inn 4 klst. síðar. Útför hans fór fram frá Víðis-Hall þann 13. október. Að sögn viðstadds vin- ar hins látna manns voru um 500 mann viðstaddir útförina. Með Jakobi er afkastamikill og óvenjulega duglegur starfs- maður kvaddur með söknuði og trega af öllum ástvinum hans, og með virðingu og þökk af hálfu samherjaliðs og sveitunga. —- Hann vann meðan dagur entist. „Maðurinn fer út til iðju sinnar fram á kvöld“, mátti heimfæra um hann. Hann var sigur- vegari í harðri lífsbaráttu — og hjálpaði með eigin framtaki að bera fram til sigurs hina glæsi- legustu sveit, er hann hafði lengst ævinnar helgað starfs- krafta sína. S. Ólafsson ☆ — ÞAKKARORÐ — Okkar innilegasta þakklæti viljum við tjá öllum þeim, sem heiðruðu útför eiginmanns míns Jakobs Sigvaldasonar, föður okkar, afa og tengdaíöður með nærveru sinni, blómagjöfum og öll hluttekningarskeyti, sem okkur voru send. Guð blessi ykkur öll! Mrs. Unnur Sigvaldason, börn hins lálna, tengdabörn og barnabörn. ☆ Minning JAKOB SIGVALDASON. bóndi að Víðir. Man. Dáinn 9. oklóber 1953 Ævi þinnar endir, afli véla knúinn,* sem að hreif þig héðan, hérvistin er búin. Störf til hinztu stuncter, starfið þitt var merki, sem þú ætíð unnir, unun fannst í verki. — Hér sem hetja sýndi, heimilinu að vinna það, sem þörfin krafði, því var gott að finna, afkomu sem átti óskir vona beztu, hugur þinn því hafði heilladrjúga festu. — Hann lézt af slysi. Ekkjan, börnin, eiga ætíð minnig þína "'þ ý Okkar a tMilli Sagt ^ " Eftir GUÐNÝJU GÖMLU * Hafið þér í hyggju að kaupa hús? Farið varlega í sakir og rasið ekki fyrir ráð fram. Hafið í huga að þér eruð að stíga mikilvægt spor. Stofunin The Better Business Bureau ráðleggur fólki að ráðgast við lögmann uhi slík kaup. Þetta er afar áríðandi. Svo skuluð þér athuga hvenær húsið er til taks, legu þess og nágrenni, einnig þarf að athuga umbótakostnað og skatta og fjarlægð frá skóla. .Sannfærið yður einnig um það, hvort verk- smiðjur séu í nálægð. Það er síður en svo, að í ódýrasta húsinu séu falin beztu kjörkaupin, fjöldi góðra húsa fást til kaups nær sem vera vill. Hafið það jafnan í huga, er þér kaupið hús, hvers þér þarfnist í innanstokksmunum. í Canada leggja húsmæður mikla áherzlu á það, að húsmunir séu sem allra handhægastir, og ég er þeim sammála um það, að óþarfa strit við heimilishald og elhússtörf eigi að útiloka. Góð eldavél eins og GURNEY hefir afar mikið gildi fyrir heimilshaldið; þetta er ein bezta eldavélin í Canada, og við notkun hennar verður eldamenskan leikur einn. -------☆-------- Við erum tæpast búnar að ná okkur eftir afmælisveizlu elzta drengsins; hann byrjaði að gæða sér á rjómaís og kökum, meðan ég var úti og svipaðist um í búðunum og kom þá auga á FACE- ELLE pappírsklútana, og þá réðst fram úr augnabliks vandræðum mínum; þetta kom sér vel fyrir drenginn. Þessi klútar fást í bláum, leirljósum og gulum lit. Það kemur sér vel að hafa FACE-ELLE ávalt við hendina. -☆- Menn tala oft um mismuninn á bankainnstæðu og Gurney innstæðu, að vísu er þar nokkur mismunur, en hvorttveggja hefir sitt sérstaka gildi. Hjá IMPERIAL BANKANUM CANADISKA hefi ég bæði fastan reikning og hlaupareikning, út úr hlaupareikningnum greiði ég venjulega gjöld, en legg inn í sparisjóðsreikn- inginn það, sem afgangs er. Það sem ég auk þess spara að frádrengnu heimilishaldi nota ég til greiðslu af andvirði Gurney eldavélarinnar, sem reynzt hefir mér hin mesta hjálparhella. Af öllu því, sem ég legg inn í IMPERIAL BANKANN, fæ ég lögákveðna vexti og fulla tryggingu. Þetta er bankinn, sem byggður er á þjónustu. -------☆-------- Margir vinir mínir, sem einnig eru nýir Canadamenn, ræða oft um það, hvað margt sé frábrugðið því, sem viðgekst í heima- landinu og er það að vonum; er þar venjulegast matur á borðum alt kvöldið. í Canada er það algengt að vistir séu framreiddar síðla kvölds og er þá engan veginn óvanalegt, að smurt brauð með áleggi af osti, tómötum og síðu-fleski sé á boðstólum og koma þá til sögunnar DEMPSTER’S brauðin frægu, ekki sízt ef kalt er í veðri. Þeir sem nota DEMPSTER’S brauð eru sannfærðir um þetta. , fagra í huga og hjarta, hún mun björt þar skína. Ættmenn, — vinir allir, — ætíð nafn þitt geyma. Byggðin kært þig kveður, knár þar áttir heima. — Burtu heims frá hretum, héðan burt ert liðinn, lífs að fögru landi, ljúf þar verður biðin eftir ástvin þínum, annars heims að finnast,, geta þar með gleði, góðrar samleið minnast! — B. J. Hornfjörð Kveðjuorð til Betelbúa Vistmenn og vinir að Betel: Ég finn ástæðu til að þakka samfundina í sumar, þótt skemmri væru, en ég hefði óskað. En það er eins og ekki sé hægt að komast fram hjá þeirri illu tízku, að þurfa ævin- lega að vera að flýta sér, — ef ekki maður sjálfur, þá sá eða sú, eða þeir, sem mann langar til að tala við, eða þarf að hafa einhver skipti við. Þetta er illa farið og virðist ástæðulítið, því að ekkert er vísara en það, að við náum öll háttunum hinztu á tilsettum tíma, þótt asinn sé ögn minni á okkur en raun sýnir. Það var ætlun mín, er ég kvaddi ykkur í sumar, að koma til ykkar aítur, áður en ég hyrfi úr þessu landi. En margt gengur verr en varir. Er ég kom til Winnipeg úr síðustu för minni um íslendingabyggðir hér vestra, seint í september síðast- liðnum, hafði ég svo mikið að gera (í borginni), að mér vannst ekki tími til að koma niður eftir til ykkar til að kveðja ykkur og rabba við ykkur, eins og ég hafði hugsað mér, og þykir mér það svo mikið miður, að það skyggir á ánægju mína aí vestur för minni, sem er þó að öðru leyti eins og ljúfur sóiskins- dagur. Þá kveðju- og heillaósk, sem ég hefði tjáð ykkur með hand- taki og mæltum orðum, ef ég hefði til ykkar komið, — færi ég ykkur nú í anda með þessum íáu og fátæklegu línum, sem ég bið vin minn að lesa ykkur. Við erum öll á heimleið. Að- eins þurfum við misjafnlega lengi að bíða: — sumir stundir, aðrir daga og enn aðrir ár. En engum er gleymt og enginn þarf að kvíða. Yfir öllum er vakað. Og gott er þeim til heimferðar að hugsa, sem lengi hafa strítt og trúverðuglega barizt. Veit ég að þið hafið skráð og skapað fagran kafla í sögu ætt- arlands ykkar og feðraþjóðar með dáðríku lífi og drengilegri baráttu meðan kraftar entust, og trúi ég og bið, að ykkar biði hlutskipti hins trúa þjóns, og við ykkur verði sagt, er ævidagur- inn er allur: „Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar Herra þíns.“ Þótt mörgum kunni að'finnast hann geti tekið undir með Matthíasi okkar og sagt eins og hann undir ævilokin: „Bráðum kveð ég fólk og frón (og) fer í mína kistu, rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu“, — þá vona ég þó, að öll höfum við eitthvað lært á ævinnar löngu eða skömmu og oft erfiðu ferð, — eitthvað, sem fær lyft okkur ögn upp eftir þroskastiganum og fært okkur ei-lítið fram á leið. Höfum það í huga; vinir mínir/ er okkur finnst þroska- gangan örug og hæg, að lífið hér er skammt, en þroskans leið er löng. Ég kveð ykkur svo öll með þökk fyrir samfundina í sumar og fel ykkur í skjól hans og vernd, sem hefur gefið oss líf og mál og lagt oss kærleikann í brjóst. Lifið í guðs friði. Ykkar einlægur: Einar Siurlaugsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.