Lögberg - 19.11.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.11.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 19. NÓVEMBER, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 605 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram rhe ’ Lögberg" is printed and published by The Columbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Sambandsþingi stefnt til funda Síðastliðinn fimtudag var þjóðþingið canadiska hið tuttugasta og annað í röð, sett 1 Gttawa með venjulegri viðhöfn; samkvæmt brezkum þingvenjum ók landstjórinn, Rt. Hon. Vincent Massey í hestavagni til þinghússins, og tók þar á rnóti honum forsætisráðherrann, Rt. Hon. Louis St. Lourent, ásamt ráðuneyti sínu; söfnuðust þingmenn þá saman í efri deild og þar flutti landstjóri ávarp stjórnar- innar til þingsins þar, sem drepið var að nokkru á þau meginmál, er stjórnm sérstaklega ætlaðist til að þingið tæki til meðferðar og væntanlegra úrslita; þess er naumast að vænta, að á þessu þingi rísi upp stórvægileg ágreiningsmál, þótt frá sjónarmiðum flokkanna megi vænta skiptra skoð- ana um eitt og annað; hér er um að ræða nýkosið þing, og stjórn, sem þjóðin veitti mikla og ákveðna traustsyfirlýs- ingu; ábyrgð stjórnarinnar og þess þingmeirihluta, sem hún styðst við, ætti að sanna í virkri reynd svo styrka for- ustuhæfileika, að eigi verði um vilst. Er fjárlögin verða lögð fram í þingi, sem vonandi dregst ekki um of á langinn, fær þjóðin aðgang að öllum þeim skjölum og skilríkjum, sem þar að lúta, sem og því, hvers vænta megi varðandi þá skatta, er þjóðfélagsþegnunum verður lagt á herðar að greiða; öllu því, sem sanngjarnt og óhjákvæmilegt er, tekur þjóðin vitaskuld með jafnaðargeði, þó hún á hinn bóginn taki því ekki með þegjandi þögn verði hún þess vör, að um óhóf eða sóun á almenningsfé sé að ræða; þess má vænta, að nálega helmingi þjóðteknanna á næsta fjárhagsári, eða tveim biljónum dollara, verði varið til hervarna eða fullnægingar þeim skuldbindingum, sem þjóðin hefir tekið á sig til öryggis persónufrelsinu í heim- inum; undan slíku kemur þjóðinni ekki til hugar að kvarta. f stjórnarboðskapnum er gert ráð fyrir því, og mun því alment fagnað verða, að öllum þegnum þjóðfélagsins, þeim, sem þannig eru á sig komnir, að þeir geti eigi séð sér far- borða vegna heilsubilunar, verði veittur stuðningur af hálfu þess opinbera, er eigi verði minni en sá, er blint fólk nú verður aðnjótandi; hér ræðir um mannúðarmál, sem of lengi hefir verið á döfinni án þess að hafist væri handa. Þá kemur og til umræðu og athugunar gagnger breyting á hegningarlöggjöf landsins og ítarleg endurskoðun banka- laganna, sem gerð skal tíunda hvert ár með hliðsjón af breyttum aðstæðum og þróun þjóðarinnar; einnig er fyrir- huguð róttæk breyting á lögum um húsaskipun og húsnæðis- vandamál þjóðarinnar með það fyrir augum, að gera fólki hægara fyrir um að eignast sín eigin heimili. Jafnframt framanskráðu tekur þingið að sjálfsögðu til meðferðar það mikla vandamál, sem bændum stafar frá óseldum kornbirgðum og geymslu korns á bændabýlum unz fram úr ræðst um bætt markaðsskilyrði; bóndinn þarf á peningum að halda og til þess að komast yfir þá verður hann að losna við birgðir sínar af hveiti og öðrum korn- tegundum. Viðskiptamálin á breiðum grundvelli og verzlun þjóð- arinnar út á við, koma væntanlega til vandlegrar yfirveg- unar á þingi og verður þá vonandi áherzla á það lögð, að óheillavænleg tollvernd skjóti ekki upp trjónu, því að frjáls viðskipti eru í eðli sínu fjöregg hvaða þjóðar, sem er. ☆ ☆ ☆ ☆ Ásmundur Lopfson Vestur í Saskatchewan býr maður af íslenzkum stofni, sem les, talar og skrifar íslenzku, en hefir þó á vettvangi athafnalífsins síðan hann var unglingur beitt fyrir sig enskri tungu og er sá Ásmundur Loptson, þingmaður Saltcoats-kjördæmisins í Saskatchewan, stórbóndi, fésýslu- maður og skarpskygn stjórnmálamaður; hann hefir aldrei vilt á sér heimildir, heldur jafnan komið til dyranna eins og hann var klæddur sem íslendingur og maður. Síðastliðinn laugardag birti blaðið Winnipeg Free Press grein þá, sem hér fer á eftir í skyndiþýðingu: — Það hefir verið gert heyrin kunnugt í Regina, að Ás- mundur Loptson hafi verið kjörinn framsögumaður og þing- leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fylkisþinginu í Saskat- chewan. "Liberalflokkurinn hefir verið eins og höfuðlaus her síðan Walter Tucker lét af flokksforustunni í fylkis- þinginu og var þá nýkosinn á sambandsþing fyrir Rostern- kjördæmið. Liberalar í Saskatchewan urðu fyrir miklum hnekki, er Edward McCormick lézt í marzmánuði síðastliðnum, og eins, er Richard Motherwell féll frá í september af völdum lömunarveikinnar; þessir menn voru hvor um sig ágætum forustuhæfileikum gæddir og söfnuðust til feðra sinna í blóma lífs. Það hefir valdið miklum heilabrotum meðal Liberala í Saskatchewan með hverjum hætti skyldi hrundið af stóli C. C. F. stjórninni í Saskatchewan eða flokki hennar komið fyrir kattarnef. Ekki er það nokkrum minsta vafa bundið, að samtök Liberala í fylkinu þurfi á nokkurri hjartastyrk- ingu að halda, -og til þess að hrinda í framkvæmd nauðsyn- legri endurskipun í þessum efnum, hefir góðu heilli verið valinn Ásmundur Loptson; hann er íslendingur í húð og hár og fluttist til Saskatchewan með foreldrum sínum, er hann var tveggja ára að aldri, og gerðist þessi atburður tuttugu árum og nokkru betur áður en Saskatchewan öðlaðist fylkisréttindi. Ásmundur Loptson var fyrst kosinn á fylkisþing í Saskatchewan 1929 og endurkosinn 1934, en fjórum árum síðar beið hann ósigur fyrir einum kunnasta pólitískum Fjölmenn og virðuleg útför Sigurgeirs Sigurðssonar biskups Nær 100 hempuklæddir presiar viðsiaddir Hin fjölmenna og virðulega útför dr. Sigurgeirs Sigurðsson- ar biskups yfir Islandi, sem gerð var í gær bar þess greinilega vott, hve almennra vinsælda og virðingar hinn látni-kirkju- höfðingi naut með þjóð sinni. Mannfjöldi safnaðist þegar sam- an við biskupssetrið Gimli, er húskveðjan hófst kl. 1.30. Og nær eitt hundraS hempuklæddir klerkar voru þar saman komnir víðs vegar frá af landinu. Úr heilum prófastsdæmum sóttu allir prestar útförina. í Reykjavík og víðsvegar um land blöktu fánar í hálfa stöng. Mun ekki ofmælt að þjóðin hafi í heild syrgt hinn látna biskup, sem vann störf sín í þágu ís- lenzkrar kirkju og kristnihalds fram til hinztu stundar. Mikill fjöldi samúðarkveðja hefur bor- izt biskupsfrúnni frá fólki úr öllum landshlutum og víðsvegar erlendis frá, m. a. frá kirkju- deildum Islendinga í Vestur- heimi. Húskveðjan að Gimli Húskveðjan að Gimli hófst kl. 1.30, eins og áður segir. Félagar úr Karlakór Reykjavíkur sungu þar sálma. Var fyrst sunginn sálmurinn Ég lifi og veit, hve löng er mín bið. Þá flutti séra Sveinn Víkingur, biskupsritari, húskveðju, en að lokum var sunginn sálmurinn Kallið er komið. ’ Frá heimilinu báru bekkjar- bræður hins látna biskups kistu hans. Var hún síðan borin um Lækjargötu og Skólabrú að Dómkirkjunni. Voru það frí- múrarar, sem báru þá leið. Guð- fræðinemar Háskólans gengu fyrir líkfylgdinni undir stúdenta fánanum. Þá gengu prestar fylktu liði. Næstir á eftir kistunni gengu biskupsfrúin, börn biskups og annað nánasta skyldulið og ættingjar. , Þá forseti Islands og forseta- frú. Lúðrasveit lék sorgargöngu- lög meðan líkfylgdin hélt frá Gimli til kirkjunnar. í Dómkirkjunni Þegar líkfylgdin kom að Dóm- kirkjunni var hún orðin troð- full af fólki, að því undanskildu að sætum hafði verið haldið eft- ir fyrir presta og skyldulíð bisk- ups. Voru þar m. a. öll ríkis- stjórnin, sendiherrar erlendra ríkja, þingforsetar og flestir al- þingismenn. I kirkju báru prestar. Athöfnin í kirkjunni hófst með því að dómkirkjukórinn undir stjórn dr. Páls ísólfssonar söng sálminn Ég kveiki á kert- um mínum. Þá las séra Óskar Þorláksson, dómkirkjuprestur, ritningarorð og sunginn var sálmurinn Mitt við andlát aug- um fyrir mínum. Þá var leikin á strokhljóðfæri Maríubæn eftir dr. Pál Isólfsson. Björn Ólafsson, Þorvaldur Stein grímsson, Jón Sen, Einar Vig- fússon, Ingvar Jónasson og Jósef Felzman léku. Síðan flutti séra Jón Auðuns, dómprófastur, líkræðu. Minntist hann sérstaklega hins eldlega áhuga og dugnaðar Sigurgeirs biskups í öllu hans starfi. Sem ungur prestur vestur á ísafirði hefði hann þegar orðið ástsæll fyrir sakir ljúfmennsku sinnar, skyldurækni og kennimanns- hæfileika. I biskupsstarfi hans hefðu sömu eiginleikar skapað honum traust og virðingu allar þjóðarinnar. — íslenzka þjóðin kveddi hann nú hinztu kveðju með þökkum fyrir dáðríkt og mikið starf í þágu hennar og kristinnar kirkju. Þá var sunginn sáímurinn Lofið guð, ó lýðir, göfgið hann. Kveðja frá Preslafélagi íslands Þá flutti Ásmundur Guð mundsson, prófessor, kveðju frá Prestafélagi Islands. Minntist hann þess m. a., að það hefði verið listamannseðli hins látna biskups, sem varð þess fyrst og fremst valdandi að hann hafði gifturíka forystu um eflingu söngs- og hljómlistarlífs í kirkj- um landsins. Hann hefði og bar- izt mjög fyrir bættum hag ís- lenzkrar prestastéttar. Heimili biskupshjónanna hefði verið öllum opið. „Hann vildi gefa öðrum það með sér,“ sagði prófessor Ásmundur. Og þetta heimili biskupsins yfir Islandi hefði verið fagurt og hlýtt eins og fólkið, sem mótaði svip þess. Hinn látni biskup hefði aldrei kunnað að hlífa sér heldur gengið með þrótti og bjartsýni að hverju starfi. „Vér kveðjum þig og þökkum þér — og vér þökkum guði fyrir nema þig“, sagði Ásmundur Guð- mundsson, prófessor, að lokum. Síðan var sunginn sálmurinn Virztu, góði guð, að náða. Þá lék Þórarinn Guðmundsson kveðju- lag frímúrara á fiðlu. Að lokum var þjóðsöngurinn sunginn. Úr kirkju báru ráðherrar og skrifstofustjórar kirkjumála- og atvinnumálaráðuneytisins. í gamla kirkjugarðinum Skátar og sveit lögreglumanna glímukappa C. C. F.-sinna, J. L. Pheljis. Ásmundur bauð sig ekki fram í kosningunum 1944, en 1948 lagði hann Phelps að velli með miklu afli atkvæða og var endurkosinn 1952. Allan þenna langa og gagnmerka þingferil hefir Mr. Loptson setið á þingi fyrir Saltcoats-kjördæmið. Það út af fyrir sig, að Mr. Loptson kom Mr. Phelps á kné, er C. C. F.-sinnar stóðu á hátindi valdamenskunnar, var pólitískur stórsigur og afleiðingaríkur. Mr. Loptson beitir engum töfralyfjum í stjórnmálasókn sinni; hann gengur karlmannlega til verks og tekur'með glöðu geði í hendi hvers, sem er; og þó hann sé ekki neinn sérstakur mælskumaður, þá kemur hann þannig fyrir á ræðupalli, óhlífinn og rökvís, að hann fær manna bezta áheyrn; meðan á síðustu sambandsstjórnarkosningum stóð, skoraði Mr. Loptson jafnt valdamestu ráðherrunum sem kommúnistum á liólm, þótt eigi treystu þeir sér til hólmgöngunnar. Mr. Loptson átti sæti á þingi, er þeir Gardiner, Patter- son og Tucker höfðu með höndum flokksforustuna, og hann býr vafalaust yfir víðtækari pólitískri þekkingu en flestir samtíðarmanna hans í Saskatchewan. Það er síður en svo að Mr. Loptson sækist persónulega eftir forustu flokks síns í Saskatchewan, en hann lætur sér manna annast um að endurlífga flokk sinn og koma honum til síns fyrra vegs; og nú vinnur hann af miklu kappi að undirbúningi flokksþings Liberala, sem haldið verður næsta haust og það hlutverk meðal annars hefir með hönd- um, að velja sér nýjan forustumann. Endurþróun Liberalflokksins verður að sækja lífsmagn sitt til þeirra, sem jörðina erja. Mr. Loptson hefir gefið sig við landbúnaði síðan hann komst á legg og hann veit manna bezt hvar skórinn kreppir að, er um afkomu bænda ræðir, og þess vegna er hann manna líklegastur til að endurvekja traust á Liberalflokknum meðal bænda og búaliðs. — stóðu heiðursvörð við Dóm- kirkjuna. En þaðan hélt lík- fylgdin til gamla kirkjugarðsins. Síðasta spölinn að gröfinni báru nemendur í guðfræðideild Há- skólans. Séra Jón Auðuns, dómpró- fastur, jarðsöng, og Karlakór Reykjavíkur söng Allt eins og blómstrið eina. Öll fór jarðarförin fram lát- laust og virðulega. Nokkur rign- ing var meðan hún stóð yfir. — Gjallarhornum hafði verið kom- ið fyrir á Dómkirkjunni, og hlýddi mannfjöldinn, sem ekki var rúm fyrir í kirkjunni, á at- höfnina úti fyrir. Athöfninni var útvarpað og samkvæmt ósk ríkisstjórnarinn- ar fór útförin fram á kostnað ríkisins. —Mbl. 22. okt. Deild fyrir lamaða og fatlaða í viðbyggingu Landsspítalans Síyrktarfélag lamaðra og fatlaðra leggur íram hálfa miljón króna Síðan tók Friðfinnur Ólafsson við fundarstjórn og Snorri Snorrason, læknir, ritari félags- ins, var fundarritari. Friðfinnur minntist í upphafi Nikulásar Einarssonar, skatt- stjóra, en hann var gjaldkeri í fyrstu stjórn félagsins og einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun þessa félags, en Nikulás féll frá á þessu sumri. Fjárhagurinn — Styrktarstokkarnir Formaður félagsins las upp reikninga félagsins og skýrði frá starfsemi þess. Félagið á nú í októberbyrjun 1953 rúmlega kr. 433.000,00 í sjóði. Af þessu hefir rúmlega helmingurinn safnast sem ágóði af eldspýtnasölu Tóbakseinkasölunnar, en aðrar tekjur félagsins eru árgjöld, ævifélagagjöld, gjafir, minning- argjafir, styrkir úr ríkissjóði og fleira. Formaðurinn gat þess, að fj ármálaráðuneytið hefði heim- ilað félaginu að láta merkja eld- spýtustokka og selja þá 10 aur- um dýrari hvern stokk og rynni aukaálagið til félagsins. Ákvað ráðuneytið að heimila þessa fjár öflun fyrst um sinn og þangað til annað yrði ákveðið. Formað- ur sagði, að síðastliðna þrjá mánuði hefðu tekjur af eld- spýtnasölunni numið rúmlega kr. 100.000,00 og væri því ekki fjarri lagi að ætla, að næsta ár gæti þessi fjáröflun gefið félag- inu sem svarar kr. 400.000,00 á ári. Tekjur af eldspýtnasölunni samkvæmt reikningum félagsins, tæplega kr. 240.000,00, en það er í raun og veru ágóði af um það bil 7 mánaða sölu. Formaður sagði, að í félaginu væru nú 323 menn, þar af 31 ævi félagi og námu tekjur af ævifé- lagsgjöldum og árgjöldum alls kr. 60.000,00. Þá skýrði hann frekar einstaka liði í reikning- um félagsins. Deildin í Landsspílalanum Formaður las síðan upp bréf, sem félagið hafði skrifað heil- brigðismálaráðherra, þar sem það bauðst til þess að leggja fram kr. 500.000,00 til fyrirhug- aðrar viðbyggingar við Lands- spítalann gegn því að auk ráð- gerðri þjálfunardeild fyrir lam- aða og fatlaða sjúklinga verði komið upp í sambandi við hana sérdeild með hæfilegum rúma- fjölda fyrir fólk með bæklunar- sjúkdóma. Þá las hann og upp svarbréf heilbrigðisráðuneytis- ins þar sem ráðuneytið þakkaði þetta rausnarlega boð og hét því að umræddum tveim deildum skuli svo fljótt sem aðstæður leyfa komið upp í viðbygging- unni við Landsspítalann og um tilhögun og búnað deildarinnar verði haft samráð við félagið. Deildin verður á um 300 fer- metra gólffleti í fyrstu hæð byggingarinnar, sem ætlað er til þjálfunardeildar en annars stað- ar í byggingunni er svo ætlað að sérdeild verði fyrir bæklunar sjúkdóma. Samstarf við önnur félög Formaður gat þess, að félagið hefði haft samband við norska og danska félagið, sem vinnur gegn lömunarveiki og ennirem- ur við hið ameríska félag. Hefir félagið sótt ýmis konar upplýs- ingar og ráðleggingar til þessara félaga. Þá sagði hann, að Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra hefði nú gerzt aðili í samtökum félaga í Evrópu ,sem vinna gegn lömunarveiki. Fyrir forgöngu Hauks Krist- jánssonar, læknis á Akranesi, hefði verið hafizt handa um söfnun skýrslna um lamað og fatlað fólk í landinu. Hefir fé- lagið fengið fjárveitingu frá Al- þingi til þess að standast kostn- að við þessa skýrslusöfnun og er hún þegar hafin. Að lokinni skýrslu formanns fór fram stjórnarkosning og var stjórnin endurkosin, það er rit- ari og formaður, en Björn Knútsson, endurskoðandi, var kosinn gjaldkeri í stað Nikulásar Einarssonar. Allt landið Síðan var samþykkt tillaga frá stjórn félagsins um lagabreyt- ingu þess efnis, að félagið, sem áður var talið hafa starfssvið eingöngu í Reykjavík, væri nú látið ná til alls landsins. Var þetta talið sjálfsagt með tilliti til þess, að félagsmenn, þar á meðal nokkrir ævifélagar, eru búsettir úti á landi og ennfrem- ur af þeirri ástæðu, að félagið hefir tekjur af eldspýtnasölu, sem vitanlega nær til alls lands- ins. Þá tók til máls prófessor Jó- hann Sæmundsson og skýrði frá ráðstefnu þeirri, sem hann sótti á vegum félagsins í Kaupmanna höfn á síðastliðnu vori. —Mbl., 13. okt. ijni iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Beina leið frá verksmiðju til yðar EKTA SWISS sjálfundið 25 steina ÚR Sjólfvirkt . karlmannsúr TRYGT AÐ FULLU í ryðfríum stálkassa .$49.50 í gullnum kassa ......$54.60 Einnig karla og kvenna sjálfvirk úr 17 steina .........$39.50 Chalet Watch Company, 9 Richmond St. E., Toronto 1 Nafn Heimilisfang ............... SendiS karlmanns 25 steina Chalet. Læt hér fylgja $...... Fult andvirCi. Kýs aS greiSa póstmanni $5 við móttöku og aS senda $5 á mánuöi unz greitt er a8 íullu. Ég felst á $5 aukagreiSslu ef um afborgunaraSferB ræ8ir. Á8ur en ég panta vildi ég fá nákvæmar upplýsingar um Chalet ábyrg8ina. — Sendiö ékeypis lesefni varSandi þetta

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.