Lögberg - 26.11.1953, Side 1

Lögberg - 26.11.1953, Side 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Gresise Tune-Ups Accessories Repairs 24-Hour Service 66. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 26. NÓVEMBER, 1953 NÚMER 48 Til Guðmundu Eliasdóttur söngkonu (í þakkar skyni íyrir söngsamkomu hennar að Mouniain, N. Dak., 17. nóv. 1953) Þú barst okkur íslands söngvasál í svifháum tónum þínum; þar hljómaði ástkært móðurmál í mætti og þýðleik sínum. Með hljómanna töfrum, tignarhreim, þú tendraðir ljós í hjörtum, og gott var að svífa um sólargeim á söngvanna vængjum björtum. Við bergmál af heitri hjartans þökk þú heldur á austurslóðir, en mild er sú rödd og munarklökk, er minninga kveikif glóðir. —RICHARD BECK Ánægjuleg og sérstæð samkoma #/Happiðí4 kemur Winnipeg Islendingar eru heppnir að fá Happið; en svo nefnist gamanleikur í einum þætti, eftir Pál J. Árdal, sem leikflokkur Þjóðræknisdeildar- innar á Gimli, ætlar að sýna í Sambandskirkjunni hér í bæn- um næstkomandi föstudags- kvöld, kl. 8:15. Leikur þessi var sýndur að Gimli nýlega á sam- komu deildarinnar þar, öllum viðstöddum til mikillar ánægju. Nokkrir Winnipeg Islendingar, sem viðstaddir voru þá sýningu, mæltust til þess að flokkurinn kæmi með leikinn til borgarinn- ar og sýndi hann hér. Leiklistin hefir legið í eins konar dauða- dái hjá okkur lengi, og er þess að vænta, að fólk sæki nú vel þessa sýningu sjálfu sér til á- nægju, leiklistinni til uppörvun- ar og góðum málstað til stuðn- ings. Málstaðurinn, sem styrkja á með ágóðanum af þessari leik- sýningu, er utan við öll dægur- mál okkar á þessum slóðum. Er þar um að ræða spítala og elli- heimilisbyggingu þá, er dr. Páll Kolka, héraðslæknir á Blöndu- ósi, veitir forstöðu. Dr. Kolka var hér á ferð fyrir nokkrum árum, og reyndist hann okkur hinn hugljúfasti og ágætasti gestur. Kunnugt er hversu miklu hann hefir fórnað í fé og fyrirhöfn í þágu þessa nytsama fyrirtækis. En þrátt fyrir fram- lög hans, og almenn samtök héraðsbúa mun þessi mannúðar- stofnun eiga örðugt uppdráttar. Nú er þess ekki að vænta að mikil fjárupphæð safnist á sam- komu, sem setur aðeins 50 centa inngangseyri. En vilji menn styrkja fyrirtækið með tillagi umfram inngangseyri, gefst einnig tækifæri til þess í sam- bandi við samkomu þessa, og mun Guðmann Levy veita mót- töku því, er menn kunna að leggja fram til þessa máls. Munið daginn, staðinn og stundina. Hér verður um hina beztu skemmtun að ræða. En bezta skemmtunin verður þó það að geta sent sjúkum og ald- urhnignum þjóðbræðrum okkar austan hafs vinarkveðju, og um leið rétt þeim örlitla jólagjöf. —V. J. E. Séra Robert Jack og fjölskylda Hingað kom flugleiðis frá Islandi á mánudagskvöldið séra Róbert Jack ásamt frú og þrem- ur sonum, en hann hefir svo sem vitað er, verið ráðinn til prest- þjónustu hjá söfnuðum íslenzka lúterska kirkjufélagsins í Norð- ur Nýja-lslandi og verður bú- settur í Árborg. Séra Róbert nýtur sérstöðu innan vébanda íslenzku kirkj- unnar að því leyti sem hann er skozkur í húð og hár; hann kom víst til Islands með knattspyrnu- flokki, er hann var um ferm- ingaraldur og ílengdist í land- inu; runddi hann sér þegar braut til mennta, lauk stúdents- prófi við Menntaskóla Reykja- víkur og embættisprófi í guð- fræði við Háskóla íslands. Séra Róbert var prestur í Grímsey áður en hann lagði upp í vestur- förina. — Lögberg býður fjöl- skylduna hjartanlega velkomna til starfs á vettvangi íslenzkra mannfélagsmála. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, efndi Þjóðræknisdeild- in „Esjan“ í Árborg til sam- komu þar í bæ, föstudagskvöldið 20. nóvember. Það hefir verið venja deildar- inar „Esju“, að halda eina sam- komu á ári, þar sem skemmti- skráin er að mestu í höndum barnanna. Þau koma þar fram og keppa í framsögn íslenzkra ljóða, en önnur syngja íslenzka söngva. Þessar samkomur hafa að von- um orðið vinsælar mjög, því að hvað er yndislegra en það, að hlýða á blessuð börnin mæla ljóð af munni fram eða syngja okkar hjartkæru ættjarðar- söngva á vorri kjarnyrtu og hreimfögru tungu — íslenzk- unni. Þegar við hugleiðum það, sem hér er drepið á, hlýtur að vakna sú spurnings, hvers vegna aðrar deildir hafa ekki reynt að koma á hjá sér einni samkomu á ári með svipuðu fyrirkomulagi og þeirri sem hér hefir verið gerð að umtalspfni. Hér verður eigi frekar rætt um þetta að sinni, en að því var vikið lítillega, ef það gæti orðið til þess, að hinar íslenzku deildir tækju það til athugunar, hver í sínu lagi, hvað hægt væri að gera í þessu efni. Gunnar Sæmundsson, forseti „Esjunnar“, setti samkomuna og stjórnaði henni. Ávarpaði hann gesti nokkrum orðum og bauð þá velkomna. Gat hann þess m. a., að prófnefnd til að dæma í framsögukeppni barnanna, hefði verið fengin frá Winnipeg. Kynnti hann síðan prófnefndar- menn fyrir samkomugestum, en Lýkur meistaraprófi I októbermánuði síðastliðnum lauk meistaraprófi við Mani- tobaháskóla Roy Herbert Ruth, ágætur maður, sem lagt hefir mikla rækt við íslenzka tungu og íslenzka menningu yfir höfuð; hann er fæddur í íslendinga- bygðinni við Cypress River, sonur Guðjóns Magnússonar Ruth, sem ættaður var úr Hrúta- firði, en lézt 1942, og eftirlifandi konu hans, Guðrúnar Sigurðar- dóttur, sem nú býr með sonum sínum í Winnipeg. Hinn nýi magister lauk B. A. prófi 1934 og gaf sig að því loknu við kenslustörfum nokkuð á sjöunda ár; gekk hann því næst í þjón- ustu sambandsstjórnar sem eft- irlitsmaður við verkamáladeild- ina og gegndi þeim starfa sam- fleytt í ellefu ár; hugur hans stefndi jafnan til æðri menta eins og raun ber vitni um og má þess nú vænta, að næsta áfang- anum verði náð með doktors- gráðu í heimspeki. þeir voru: Prófessor Finnbogi Guðmundsson, Stefán Björnsson læknir ög Thor Viking. Að þessu loknu hófst dagskráin með því að ung stúlka söng tvö íslenzk lög, undleik annaðist móðir hennar. Þessu næst hófst ljóðakeppni barnanna. Þátttak- endur í henni voru 12 og var þeim skipt niður í þrjá aldurs- flokka. Verðlaun voru veitt í öllum flokkum, en þar að auki fengu allir þátttakendur nokkra þóknun, og voru vel að henni komnir. Ennfremur. skemmtu þarna með einsöng lítill drengur og stúlka. Tímóteus Böðvarsson jók á fjölbreytni samkomunnar með rímnakveðskap. Eftir að verðlaunum hafði verið úthlutað og börnunum þökkuð ágæt frammistaða, flutti Finnbogi prófessor ávarp og sýndi Tröllamyndir úr Dimmu- borgum í Mývatnssveit. Var myndunum vel tekið af sam- komugestum. — Að samkom- unni lokinni voru bornar fram rausnarlegar veitingar. Samkoman var vel sótt, fór prýðilega fram og var þeim, er að henni stóðu til mikils sóma. T. V. Fellur makleg sæmd í skaut Ásmundur Benson Víðkunnur lögfræðingur, höfð- ingi mikill og ágætur Islending- ur, Ásmundur Benson í Bot- tineau, North Dakota, hefir hlotið þá maklegu sæmd, að ivera valinn meðlimur af hálfu lögfræðingafélags Bandaríkj- anna, The American Bar As- sociation, í þá mikilvægu nefnd téðs félagsskapar, sem kölluð er Associate and Advisory Com- mitte on Professional Ethics and Grievances fyrir næsta starfsár. Tilkynning lútandi að valinu, barst Mr. Benson beina boðleið frá forseta lögfræðingafélagsins, Mr. Jameson; mun Mr. Benson vera fyrsti íslendingurinn í Bandaríkjunum, sem orðið hefir áminstrar sæmdar aðnjótandi, en eins og gefur að skilja, er nefnd þessarar tegundar ein- ungis skipuð úrvala liði. Fiskimálafundurinn 10. nóvember Á öðrum stað í blaðinu birtist síðari hluti af skýrslu fiskifræð- ings sambandsstjórnarinnar, Dr. Kennedy’s. Frekari frásögn um fundinn birtist í næsta blaði. TIL STEPHANS G. — W. KIRKCONNELL — 1 grænni hlíð, með hörpustrengi slaka, Þú heygður varst við óðalsreitinn þinn, Og fjöllin háu hvíldarlaust nú vaka Og halda vörð um dána vininn sinn. Við íss og glóðar fjöll þú fæddist „heima“, í flestu svipuð þessum, til að sjá. Þó skortir hér, að engan eld þau geyma. Hinn eini logi var þíns hjarta þrá. Með ásýnd hrjúfa, líkt og bergin bláu, er bera yzt við himin, köld og dauð, Þú stóðst; en dýpra en vor augu sáu Þinn andans mikli gígur vall og sauð. Við síðu einliðans þú vanst og varðist. Á vald og herramenn þú skammir last. Mót hnefarétti oft þú alenn barðist, Og öll hin blóðgu stríð þú hatað gazt. En eldar þeir, sem innra sífelt glóðu, Hjá öðrum kveikt þó gátu skilnings-ljós, Og þannig mörgum lyft, er lægra stóðu, Til lífs, á ferð um vafans dimma ós. Á löngum nóttum oft, þá aðrir sváfu, Þinn andi, vermdur hugsjón, tíðum brann Og bræddi saman áhrínsorð, er gáfu Þann óð, sem vex án þrots og lifir mann. Frá því er runnin öld á alda-sæinn, Er ísland heyrði fyrst þín bernsku-hljóð; Og margar ennþá fara fyr í æginn En fyrnast skulu nein þín dýru ljóð. Nei, meðan sögu-tungan tæra lifir Og til sín laðar athygð npkkurs manns, Mun kjarni þinnar sálar svífa yfir Og syngja líf í minnug vitin hans. —P. B. Fréttir fró ríkisútvorpi íslands 15. NÓVEMBER Tíðin hefir verið umhleyp- ingasöm að undanförnu. Yfir- leitt hefir verið vestlæg átt sunnanlands og snjóað töluvert á suðvesturlandi en oftast verið þar frostlítið. Norðanlands og austan hefir hins vegar oftast verið austan átt og nokkru meira frost. 1 dag er austan og suð- austan átt um allt land og hláka. Fjallvegir eru sumir orðnir ó- færir, þeir sem hæst liggja, en farið er enn á langferðabílum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þæfingur var á Hellisheiði, en snjó var rutt af veginum. Snjó- bíll hefir verið notaður frá Vík og austur fyrir Mýrdalssand. Nokkra daga fóru bílar ekki milli Reyðarfjarðar og Héraðs yfir Fagradal. Merk kona lótin Hinn 2. þ. m., lézt að heimili sínu í Miltonbygðinni í North Dakota, frú Júlíana Sigríður kona Hermanns Bjarnarsonar frá Viðfirði, 82ja ára að aldri, fædd á Norðfirði 25. marz 1871. Foreldrar hennar voru Jón Sig- fússon og Guðrún Thorbergs- dóttir; hún fluttist til Canada 1888 og giftist í Churchbrigde 11. febrúar 1893 eftirlifandi manni sínum Hermanni Bjarn- arsyni og fluttust þau ári síðar til Miltonbygðar þar, sem heim- ili þeirra stóð jafnan síðan; þeim hjónum varð 9 barna uaðið, 5 dætra og 4 sona, og eru 8 þeirra á lífi: Ethel, Mrs. Óli Einarsson; Laufey, Mrs. Alfred Gustafson; Elvera, Mrs. Lynn Benson, allar búsettar í grend við Milton, og Ina í föðurhúsum. Synirnir eru: Oscar, Cecil og Helgi búendur í áminstu héraði og Ármann, er dvelst með föður sínum; ein systir hinnar látnu er á lífi og er sú Hilda Krezek að Cornell, Wisconsin. Barna- börnin eru 32, en 26 barnabarna- börn. Ein dóttir hinnar látnu, Laura, Mrs. James Brown, lézt 1923. Þessi merka kona, sem var ástrík eiginkona og móðir, tók virkan þátt í velferðarmálum Fjallasafnaðar og var ein af stofnendum kvenfélags safnað- arins. Útförin var gerð frá Fjalla- kirkju. Séra H. S. Sigmar jarð- söng. Verðlaun fyrir leikrit í tilefni af krýningarárinu, hlutast Jón Sigurðssonar félagið, I.O.D.E., um samkepni í frum- sömdum leik og veitir $50 verð- laun fyrir þann leik, er beztur þykir; leikurinn skal saminn á ensku í þremur þáttum og eigi standa lengur en í tvær klukku- stundir. Efni leiksins skal grund vallað á íslenzku frumherjalífi í Norður-Ameríku; öllum er heimil þátttaka í samkepninni að undanteknum meðlimum Jóns Sigurðssonar félagsins. Handriti skal fylgja í lokuðu umslagi nafn og heimilisfang höfundar; þriggja manna dóm- nefnd skipuð af Jóns Sigurðs- sonar félaginu fellir úrskurð um leikritin. Jóns Sigurðssonar fé- lagið áskilur sér rétt til frum- sýningar á verðlauna leikritinu. Handrit varðandi áminsta leikritagerðarsamkepni, sendist fyrir 1. desember 1953 til MRS. E. A. ÍSFELD 575 Montrose St., River Hights Winnipeg, Manitoba j Síldveiði hefir verið allgóð ! á Grundarfirði að undaníörnu og voru komin þangað í vikulok- in um 40 skip til veiðanna. Afli var þó mjög lítill í gær. A fimmtudaginn nam heildarafl- inn í firðinum rösklega 21.000 málum og talsvert hefir borizt á land síðan. Mest hefir verið lagt upp í Stykkishólmi, en einnig í Reykjavík, Hafnarfirði og Ólafs- vík. Leitað hefir verið síldar í Kolgrafarfirði en ekki fundist. Talið var um skeið, að síld myndi komin í Hvalfjörð því að þar mældust torfur á stóru -svæði, en við nánari athugun kom í ljós að þar myndi aðeins um mjög smáa síld að ræða. Haldið verður áfram síldarleit i Faxaflóa og Hvalfirði öðru hverju. Þá hefir síldar orðið vart á Akureyrarpoili og veiðst þar nokkur hundruð mál. ☆ Kirkjumálaráðherra hefir sett séra Bjarna Jónsson vígslu- biskup til þess fyrst um sinn að gegna embætti biskups íslands. Biskupskjör hefst um miðjan næsta mánuð og eiga atkvæði að vera komin til kjörstjórnar fyrir 12. janúar n.k. ☆ Nokkrir togarar hafa selt í Þýzkalandi og Grimsby. Fiski- kaupmenn í Grimsby höfðu um það skriflega atkvæðagreiðslu, hvort þeir skyldu halda áfram uppteknum hætti að kaupa ekki íslenzka fiskinn, og var sam- þykkt með talsverðum meiri- hluta að kaupa ekki íslenzka fiskinn. Áður hafði verið sam- þykkt á félagsfundi að kaupa ís- lenzkan fisk, en svo margir sátu hjá við þá atkvæðagreiðslu að formaður félagsins ákvað að hafa skriflega atkvæðagreiðslu um málið, og urðu úrslit þessi, að fiskikaupmenn kaupa ekki fisk úr íslenzkum togurum. Verður því minna magn af fiski sent héðan til Englands en ann- ars hefði orðið. ☆ Miðstjórn Framsóknarflokks- ins gerði nýlega samþykkt um varnarmálin og ákvað m. a. að beita sér fyrir þessu: Að stjórn varnarmála verði endurskipu- lögð og þau falin sérstakri stjórnardeild. Að framkvæmd- um varnarliðsins sé þannig hagað að ekki þurfi að flytja inn erlent verkafólk vegna þeirra, en jafnhliða sé þó höfð full hlið- sjón af vinnuaflsþörf íslenzkra atvinnuvega á hverjum tíma. Áherzla sé lögð á að haga fram- kvæmdunum þannig, að þær geti komið þjóðinni að gagni til annars en landvarna. — Islenzka ríkið annist gerð og viðhald mannvirkja fyrir varnarliðið. — Varnarsvæðin verði skipulögð Framhald á bls. 4 Hver verður næsti biskup íslands? Með því að nú nálgast biskups kjör á Islandi, er vitaskuld mikið um það rætt, hver verða muni eftirmaður Dr. Sigurgeirs Sig- urðssonar biskups; nýkomin Is- landsblöð geta eftirfarandi kennimanna, er líklegt þykir að kosið verði um: Ásmundur Guð- mundsson prófessor; Dr. Magnús Jónsson, fyrrum prófessor, séra Jakob Jónsson, Sigurbjörn Ein- arsson prófessor, séra Pétur Sigurgeirsson, séra Benjamín Kristjánsson og séra Einar Guðnason í Reykholti.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.