Lögberg - 17.12.1953, Qupperneq 4
4
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 17. DESEMBER 1953
Lögberg
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
GeflS út hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utan&akrlft ritstjúrans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN
PHONE 74-3411
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The 'Liögberg” is printed and published by The Columbia Preee Ltd.
695 Sargeht Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
A.uthorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Með öðrum blæ
Jólahald nútímans hefir fengið á sig nokkuð annan blæ,
en viðgekst á dögum íslenzkrar baðstofumenningar í byrjun
þessarar aldar; þá var helgi jólanna aðalatriðið; á Islandi
var á þeirri tíð jólaguðspjall lesið í heimahúsum, jólasaálm-
ar sungnir og að loknum miðaftni var þá svo að orði kveðið,
að nú væri að verða heilagt; og þá breiddist yfir heimilið
dulrænn friður, sem orð fá eigi auðveldlega lýst, friður
hjartans og innri sælu; gólf öll voru hvítþvegin og heimilis-
fólk tjaldaði sínu bezta; allir fengu eitthvað nýtt að gjöf,
því enginn mátti fara í jólaköttinn.
Nú er víða svo komið, að endaskipti eru orðin á jóla-
helgi og jólahaldi þar sem hið síðarnefnda hefir náð yfir-
hönd; jólin eru orðin að verzlunarvöru þar sem einn keppist
við annan um að auglýsa varning í blöðum og útvarpi
og með götuauglýsingum; hlustendur og áhorfendur eru
alvarlega mintir á það, hve kjörkaupadögunum fram að jól-
unum fækki jafnt og þétt, og hve það sé mikilvægt, að láta
ekki hin gullnu augnablik ónotuð fram hjá sér fara; vita-
skuld eru margir nytsamir munir á boðstólum, sem gott
væri að eiga, en fæstir geta veitt sér alt, sem hugurinn
girnist, sumt má bíða betri tíma og jafnvel bíða langt fram
yfir jól.
Um jólaboðskapinn sjálfan, frið á jörð og velþóknan
yfir mönnunum, er furðu hljótt þar til að jóladeginum
kemur; það er engu líkara en alt verði að víkja fyrir hinu
ytra jólahaldi, íburðinum, óhófinu og tildrinu; ekkert af
þessu minnir á heilög jól, því heilög jól geta aðeins átt bú-
stað í hreinu og auðmjúku hjartalagi.
Ávalt og á öllum stöðum er fólk að finna, sem hlakkar
og hugsar til jólanna í anda meistarans, sem grundvöllinn
að þeim lagði; þetta fólk lifir óbrotnu lífi og deilir kjörum
við samferðasveit sína og unir glatt við sitt. —
í vikublaðinu Gilbert Plains Maple Leaf, er greinar-
korn, sem helgað er jólunum og verðskuldar fylztu athygli
og þess vegna er það hér birt í þýðingu:
„Jólahald er nú mjög frábrugðið því, sem áður var;
mörgum yðar stendur það enn vafalaust í fersku minni hve
mikil eindrægni ríkti fyr meir varðandi undirbúning jól-
anna; öllum var það ljóst að hér væri um hinn innihalds-
ríkasta fjölskyldufagnað að ræða; kalkúnahátíð með viðeig-
andi fylgiréttum var framreidd og væri þess nokkur kostur
sátu allir til borðs saman á jólunum; þetta þótti sjálfsagt og
jók mjög á heimilishamingjuna; faðir okkar bar fram á,til-
settum tíma jólagjafnirnar, sumar keyptar að, en meginið
unnið heima; svo vandlega voru þær geymdar, að enginn
komst á minstu snoðir um hvað hver fengi í sinn hlut fyr
en afhending fór fram; húsið var þvegið hátt og lágt og
þannig lýst ef kostur var, að hvergi bæri á skugga; mönn-
um skildist að hér væri ekki um algenga hátíð að ræða;
þetta voru jólin, fæðingarhátíð Krists, sonar Guðs.
Vér höldum ekki nú á tímum heilög jól eins og þau
voru haldin í gamla daga; þau eru haldin með veizlum og
öðrum ytri mannfagnaði.
Verzlunarsamkepnin hefir sett þann svip á jólin, að
þau eru að verða nálega óþekkjanleg sem helgasta hátíð
ársins.
Vér erum að verða of tilslökunarsamir við oss sjálfa,
þegar hátíð hátíðanna, sjálf jólahátíðin á í hlut“.
Lögberg árnar íslendingum hvar, sem þeir eru í sveit
settir góðra og gleðilegra jóla.
☆ ☆ ☆
Vaknandi þjóðernismeðvitund
Gullstrandar nýlendan í Vestur-Afríku, er lýtur yfir-
ráðum .Breta, er líkleg til að öðlast fullkomið sjálfsforræði
áður en langt um líður og eiga íbúarnir að þakka það einum,
vitrum og fágætum manni, Kvame Nikrumah, er tekið hefir
sér fyrir hendur að leiða blökkumannafylkingar sínar út
úr eyðimörkinni; honum hefir verið líkt við Gandhi, hann
hefir hvað ofan í annað setið í fangelsi og hann vill hafa sitt
fram án blóðsúthellinga; hann heldur því fram, að blökku-
menn séu réttbornir til landsins og eigi að erfa það; vill
hann koma á fót traustu fylkjasambandi í Vestur-Afríku,
er standi á eigin merg, og hann telur það ekki ná nokkurri
átt, að örlítið brot hvítra manna ráði yfir örlögum og af-
komu fjölda miljóna, sem samkvæmt aðstöðu sinni og eðlis-
lögum eigi að njóta réttar til óhindraðrar sjálfsákvörðunar;
framan af krafðist þessi sérstæði maður algers aðskilnaðar
við Breta, en nú hallast hann fremur á þá sveif, að hollara
sé að halda órofnu sambandi við krúnuna fyrst um sinn.
Andstreymi ársins
Yfirstandandi ár er komið að
því að líða undir lok. Hefir það
sjálfsagt fært mörgum gleði, en
sumum sorg og söknuð.
Við söknum hinna skrautlegu
og aðdáanlegu blóma, sem
glöddu hug og hjarta í hvert
sinn sem á þau var litið. Þau
bliknuðu fyrir ofurmagni hinn-
ar kælandi náttúru; þau sendu
okkur síðustu kveðju sína áður
en þau létust. Legstaðir þeirra
er hin kalda og svipdimma
mold; nú hefir móðurnáttúran
skreytt dánarbeð hinna fögru
barna sinna hvítri voð.
Minning þessara dýrðlegu
gleðigjafa vekur sáran söknuð
og hrygð út af því, að þau fengu
ekki að lifa lengur. Hvers vegna
fengu þau ekki alt af að lifa?
Þeirri spurningu fær víst eng-
inn maður svarað.
Einn ávinningur við það, að
verða að sjá á bak hinni miklu
prýði jarðarinnar er það, að nú
skilst manni hve mikils er
mist; þeim mun hjartanlegri
verður gleðin við endurkomu
blómanna á komandi vori.
Nálega alt andstreymi ber
með sér nokkra raunabót þeim,
sem vilja veita því athygli.
Andstreymi getur að sönnu
orðið svo stórfelt, að það verði
mönnum um megn að rísa gegn
því og sigra það. Menn leggja
þá árar í bát og láta hugfallast.
En hver ér kominn til að segja,
hve marga hafi rekið i strand
af því að baða í rósum?
Menn læra að meta sumarið
og fegurð þess með liðsinni
vetrarins.
Óvíða mun vetur harðari en
á íslandi; óvíða mun fögnuður
meiri yfir komu sumarsins:
„Því svartar sem skyggir vor
skammdegis neyð,
þess skærar brosir við júnísól
heið.
Nú skín hún á frónið vort
fátækt og kalt,
og fegurðar gullblæju sveipar
hún alt“.
Oft kemur misskilnlngur því
til leiðar, að menn verða frá-
•hverfir hver öðrum.
Fljótt á litið virðist ekki örð-
ugleiki af manna hálfu hafa
mikinn ávinning í för með sér.
Þó er þar ávinningur ekki svo
lítill. Framkoma manna og um-
Heimsækið
á ,Ódýra tímabilinu'
(Haust, Vetur, Vor)
Langar yður til að heim-
sækja frændur og vini í
Evrópu . . . . til að sjá með
eigin augum stáðina, sem
þér hafið heyrt svo mikið
látið af? Ef svo er, þá gerið
ráðstafanir til að fara frá
september til apríl þegar
„Ódýra tímabilið" gerir
yður kleift að heimsækja
mörg önnur lönd.
Hafið samband við ferða-
skrifstofu yðar. Látið hana
annast ferðaáætlunina fyrir
yður, ferðir um nágrenni
borganna, er þér heim-
sækið, hótelpláss og það
sem með þarf til þess að
ferð yðar gangi að óskum!
European
Travel
COMMISSION
(Evrópiska
ferðamnanasambandið)
Frekari upplýsingar gefa:
Icelandic Counsulate
General
50 Broad Street
New York 22, N.Y.
pic(Ci«t(tc(ctcicic<eieie<cw!e«teic«tcic(eieiei«(eicictctct(tetetcieic<cteicictetctcic«iK«wtctc(c«
Greetings ...
for the Festive Season!
i
May Happiness and Prosperity
Be Yours in the Coming Year!
(All Classes of INSURANCE)
McMILLAN AGENCIES
P.O. Box 761 — Phone 165
TOVELL BLK. SELKIRK. MAN.
s
J
etctc«tctctc(c(ctete(etctctctc(etc'ctctctcte(cte(ctctctctctetctcte(cictctetctctetctcietc(«tctctctctc^
«
I
1
■
Sfjórn og starfsfólk . . .
The Canadian Fish Producers Limited
óskar öllum viðskiftavinum sínum og
og íslendingum fjær og nær, gleðilegra
jóla og góðs gæfuríks nýars.
TALSÍMI 74-7451
Canadian Fish Producers
L I M I T E D
1
1
1
1
311 Chombers St. WINNIPEG
J. H. PAGE, forstjóri
L______-
gengni lýsir betur innræti
þeirra, en orð eða yfirlýsingar
fá gert. A þennan hátt segja
mennirnir til sín. I þessu er
fólgin hin nytsamlegasta þekk-
ing og uppfræðsla. Listin til að
lifa er eitt hið vandasamasta
nám, sem hægt er að leggja
fyrir sig. Það er hægt að kom-
ast vel niður í ýmsum öðrum
námsgreinum, en að kunna að
læra að umgangast menn og
málefni, verður nálega aldrei
numið til fulls á þeim tíma, sem
er til þess ætlaður. Æfiár
mannsins eru alt of fá og fljót-
^tetítctctctctctctctctctetctctetctctctctctetcictcteictcictctctctctctetctetcietctctcictctctctctctctctctci
Innilegustu óskir . .
um gleðileg jóI, til allra
okkar íslenzku viðskiftavina
og allra íslendinga, og góðs
gæfuríks nýórs.
The Selkirk Navigation Co. Ltd.
1
I
Phone 52-7014
SELKIRK. MAN.
WINNIPEG
íl»»»»»»»i)»»»»»»»»»»»»a»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:
tctctctetctctctctetetctetctetctctetctctetctctetctctctetctctetetetetetctetctctctctetctctatctctcictctcv
«
Megi hótið Ijósanna vekja
hvarvetna frið og fögnuð!
Með þökk fyrir greið og
góð viðskipti.
SELKIRK GARAGE
Vlð brúarendann
VERZLA MEÐ: STUDEBAKER—AUSTIN—BIFREIÐAR
SELKIRK
C. S. Sigurðsson, ráðsmaður
MANITOBA
Við óskum íslendingum fjær og nær
gleðilegra jóla og að árið komandi
verði þeim og öllum gæfu og gleði-
ríkt ár.
McLENAGHEN & NEWMAN
BARRISTERS, etc.
1
I
M
1
1
I
SELKIRK
MANITOBA
%at»atMtMtatMt»atat»a)M9a)aiM»)a)a)»at»a)ata«a)a)a)>>a)a)a)a)a)a)a)a)a)»ata)ata)»»M
Compliments of
JUBILEE
COAL
Phone 42-5621
CORYDON ond OSBORNE
W I N N I P E G
<M. B. 9'uauu}, Manaxf&i