Lögberg - 07.01.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR 1954
5
t ^ y iy ^ V 1^1 v^fi f ff ff
Áti UCAHÁL
LVENNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
SENATOR FRÁ VICTORIA
Mrs. Nancy Hodges
Þessarar mikilhæfu konu var
lítillega getið í þessum dálkum,
þegar Byron Johnson skipaði
hana í forsetasæti fylkisþings-
ins í British Columbia fyrir
nokkrum árum. Var hún fyrsta
konan, sem um getur í sögunni,
er hlaut slíkt embætti á lög-
gjafaþingi í brezka þjóðveldinu.
Fyrir nokkru síðan var hún
skipuð í efri málstofu sambands-
þingsins, og er hún fimmta kon-
an, sem þar á sæti.
Mrs. Hodges er fædd á Eng-
landi, en fluttist með manni
^num Harry p. Hodges til
Kamloops, B.C., fyrir 37 árum
siðan. Mr. Hodges var blaða-
maður; hann varð berklaveikur
og ráðlögðu læknar honum að
flytja í þurt loftslag. Eftir að
Þau hjónin komu til Kamloops
eilsaðist honum svo vel að
hann var kominn um sjötugt
þegar hann dó. Eftir nokkra
dvol í þeim bæ fluttust þau
hjónin til Victoria, B.C Þar
tóku þau bæði að sér frétta-
ritarastörf við dagblaðið Times,
og var Mrs. Hodges svo önnum
kafin við blaðamensku sína og
hússtjórnarstörf, að hún hafði
h'tinn áhuga fyrir pólitík.
Arið 1937 var hún orðin
þekktasta konan í borginni
vegna ritstarfa sinna,
Liberal-flokkurinn fr;
hún yrði í kjöri af hál
ins 1 kosningunum þai
tapaði kosningu þá,
sigrandi af hólmi í k
1941 °g var er*óur
1945> 1949 og 1952.
Mrs. Hodges lét mil
kveða á þingj; hún
malum vinstri mönnu
flokksins. Hún mæi
með réttindum kvenni
félagsumbótum. ölli
höllum stóðu fæti í
unni, var hún veh
reyndi að rétta hag þ
er hún mikil málaÞ
skörp og mælsk á ræt
þó spaugáöm í orði, ai
inn sendi eftir henni,
þurfti áhuga hjá k
fyrir einhverju máli, s
skrá var.
Allir undruðust hve miklu
hún gat afkastað. Hún tók þátt
1 öllum flokksfundum; hélt
áfram að skrifa sinn daglega
dálk fyrir blaðið; gerði hússtörf
sín sjálf; sá um garðinn sinn;
starfaði í ýmsum kvenfélögum
og varð áhrifamikil á alþjóðar
pólitíska sviðinu, þegar hún var
kosin formaður National Fed-
eration of Liberal Women.
Þó gætti áhrifa hennar mest,
þegar Mr. Hart lét af forustu
Liberal-flokksins og sagði af sér
forsætisráðherraembætti Liberal
Conservative sambræðslustjórn-
arinnar fyrir sex árum síðan.
Afturhaldssamasti hluti flokks-
ins vildi þá að Attorney-General
Gordon Wismer tæki við for-
ustunni, en Mrs. Hodges og
nokkrir aðrir fylktu sér um
Byron Johnson. Hann hafði þá
lítið gefið sig að stjórnmálum
og var lítt þekktur. Það virtust
því litlar líkur til þess, að hann
yrði kosinn gegn hinum skipu-
lögðu samtökum hægri handar
manna flokksins, en svo fór, sem
kunnugt er, að hann var kosinn
á flokksþinginu, og var það
þakkað að mestu fylgi og harð-
snúinni baráttu Nancy Hodges.
Launaði hann henni ómakið
með því að skipa hana þingfor-
seta, eins og fyrr er sagt, en ekki
einungis þess vegna; hún var
frábærlega hæf fyrir þá stöðu;
er sagt, að enginn þingforseti í
Victoria, fyrr eða síðar, hafi
verið virthr eins mikið og hún
af öllum flokkum.
Þegar Liberal-flokkurinn beið
ósigur í kosningunum 1952
tókst henni að halda þingsæti
sínu, en tapaði kosningu í
Social Credit syndaflóðinu síð-
astliðinn júnímánuð. Sennilega
hefir henni ekki verið mjög á
móti skapi, að fá nokkura hvíld
og njóta friðar á heimili sínu
og ánægju af garði sínum.
Hún er nú 65 ára að aldri. En
frídagar hennar voru ekki
langir. Eins og áður er sagt,
skipaði St. Laurent forsætis-
ráðherra hana í Senators em-
bætti, og munu flestir fagna
því, hvaða flokki sem þeir til-
heyra, því hún nýtur virðingar
almennings í British Columbia
vegna hæfileika sinna og dreng-
skapar.
STÓR HÚSAKYNNI OG HORFIN ATVINNUSTÉTT
Þegar farið er um hin eldri,
og þau sem áður voru talin hin
betri hverfi borgarinnar, blasa
við sjónum stór og reisuleg hús.
Flest þessara húsa voru ætluð
einni fjölskyldu, þegar þau voru
byggð, en nú eru flest þeirra
orðin tví- og þríbýli, eða þau
eru notuð sem leigubústaðir,
með einn eða tvo leigjendur í
hverju herbergi. Mjög fáir nú
á dögum treysta sér til að búa
einir með fjölskyldu sinni í slík-
um húsum, vegna þess að nú
fæst ekki stórt vinnulið fyrir
lítið kaup, eins og áður átti sér
stað, til þess að ræsta þessi hí-
býli og þjóna fjölskyldunni á
þann hátt, er þá var krafist.
Vinnulconur, eins og þær þá
þekktust, eru nú svo að segja úr
sögunni.
Aðalástæðan til þess að vipnu-
konustéttin er nú horfin af
sjónarsViðinu mun vera sú, að
á síðustu áratugum hafa opnast
fjöldi annara atvinnugreina fyr-
ir kvenfólk, ekki sízt í við-
skiptalífinu, og strax og þær áttu
kost á annari vinnu flúðu þær
þessi stóru ríkmannlegu hús.
Orsök þessa hraða flótta er aug-
ljós, þegar farið er inn í þessi
hús og þau skoðuð frá neðstu
til efstu hæðar.
1 forstofunni, viðhafnarsaln-
um, bókaherberginu og borð-
stofunni er hátt til lofts og vítt
til veggja, og svefnherbergin og
setustofurnar eru einnig rúm-
góðar. Þótt veggfóður og viðar-
verk sé farið að láta á sjá, er
hægt að finna, að hér hefir verið
ánægjulegt og notalegt að búa.
Alt þetta stingur í stúf við það,
sem fyrir sjónir ber, þegar kom-
ið er í afturhluta hússins. Eld-
húsið er lítið og drungalegt,
gluggar smáir og fáir, og skápar
ofarlega á veggjum, engin þæg-
indi. Inn af eldhúsinu er ofur-
lítill þvottaklefi, þar sem stúlka
stóð við að þvo borðsáhöldin,
fægja silfrið, þvo potta og pönn-
ur. Þessar kompur voru lagðar
niður, þegar vinnukonur fengust
ekki lengur fyrir $5.00 á mánuði.
Úr eldhúsinu er gengið upp
mjóan stiga upp á efstu hæð —
hanabjálkaloft; undir súð eru
smáherbergi og í þeim sváfu
vinnukonurnar. Eins og venju-
legt er með slík herbergi, munu
þau hafa verið köld á vetrum
og ofheit á sumrum, en þarna
fundu þessar stúlkur athvarf að
loknum löngum starfsdögum
þeirra. Er ekki ólíklegt að þeim
hafi stundum orðið á, að gera
samanburð á þeirri aðbúð, er
þær urðu að sæta og lifnaðar-
háttum húsbænda þeirra. Þær
gengu úr vistunum strax og þær
áttu kost á því og um leið varð
að finna upp algerlega nýtt hí-
býlasnið, þannig, að húsmæður
ættu hægara með að komast af
án vinnukvenna.
Nýju húsin eru miklu minni
en hin eldri, venjulega ein hæð
ofanjarðar og svo kjallari þar
sem eru bæði svefnherbergi og
setustofa. Eru þessi hús búin
nýjustu raftækjum og þægind-
um af öllum tegundum, en þurfi
húsmæður aðstoðar við, fá þær
konur til að ræsta húsið og
hjálpa við gestaboð og gjalda
þeim dagkaup eða klukkustunda
kaup og virðist þetta fyrirkomu-
lag falla báðum aðilum allvel i
geð.
íslenzkum skákmanni boðið á
skákmót í Tékkóslóvakíu
Friðrik ólafsson ieflir á Hasíings ur skákmaður á stórt skákmót,
skákmótinu í Englandi um
áramótin
Fyrir nokkru síðan barst
Friðrik Ólafssyni, skák-
meistara íslands og Norður-
landa, boð um að tefla á
hinu þekkta Hastingsmóti í
Englandi, sem fram fer um
hver áramót. í fyrrádag á-
kvað Skáksamband íslands
að fara þess á leit við Frið-
rik, að hann tæki þátt í
mótinu, og mun hann verða
við þeirri ósk, eftir því, sem
hann tjáði blaðinu í gær.
Hastingsmótið er frægasta
skákmótið, sem haldið er í Eng-
landi, og er ætíð víðkunnum
skákmeisturum boðin þátttaka í
því. Má þess geta, að flestir
heimsmeistararnir í skák hafa
teflt á því. Að þessu sinni munu
margir kunnir skákmenn auk
Friðriks tefla í aðalflokknum og
hafa í því sambandi heyrzt
nefndir Tartakower frá Frakk-
landi, O’Kelly frá Belgíu, Eng-
lendingurinn Alexander. og
aðrir beztu skákmenn Englands,
Yanofsky frá Canada og Wade
frá Nýja-Sjálandi. Alls verða 10
menn í flokknum. Ekki skal hér
neitt spáð um möguleika Frið-
riks, en ekki þarf að efa, að hann
verður sér og þjóð sinni til
sóma.
Annar íslendingurinn
Þetta verður í annað sinn,
sem íslendingur tekur þátt i
Hastingsmótinu. Um áramótin
1946—1947 tefldi Guðmundur S.
Guðmundsson á mótinu við á-
gætan orðstír. Kom hann mjög
á óvart, tefldi af þrautseigju og
kunnáttu, og varð þriðji, á eftir
þeim Alexander og Tartakower,
sem áður eru nefndir. Tapaði
Guðmundur aðeins einni skák,
iyrir Alexander.
Skákmót í Tékkóslóvakíu
Þá má geta þess, að Skák-
sambandi íslands hefir borizt
ósk um, að sendur verði íslenzk-
sem haldið mun í júlí næsta
sumar. Er hér um að ræða mót,
þar sem 4—5 efstu mennirnir fá
rétt til þess, að tefla í Sjaltsjö-
baden í Svíþjóð, en á því móti
er endanlega gengið frá því,
hvaða skákmenn fá að taka þátt
í því móti, sem ákveður væntan-
legan einvígisrétthafa við heims-
meistarann. Slíkt mót var háð í
Sviss í Sumar sem leið, og sigr-
aði Smyslov frá Rússlandi, sem
kunnugt er. Mun hann á næsta
ári tefla einvígi við heimsmeist-
arann, landa sinn Botvinnik.
Ekki hefir verið ákveðið hvaða
íslendingur muni tefla í Tékkó-
slóvakíu, en væntanlega verður
það sá, sem sigrar í landsliðs-
keppninni næsta vor, þ. e. Is-
landsmeistarinn. Árið 1949 tefldi
Baldur Möller á slíku móti í
Tékkóslóvakíu, en honum tókst
ekki upp sem skyldi.
—TIMINN, 2. des.
Hildur Jóhannesson
ÆVIAGRIP
Hildur Jóhannesson
Það var sumarið 1890 að ég
fyrst kynntist Hildi Jóhannes-
son. Hún var þá á leið til Ame-
ríku, ásamt foreldrum sínum,
bróður og systur. Foreldrar
mínir, og við börnin þeirra, vor-
um og farþegar á sama skipi, og
einnig á leið til Vesturheims.
Hildur var þá tuttugu og tveggja
ára gömul, björt yfirlitum, með
mikið ljóst hár og blá augu, og
í mínum augum sérlega falleg
stúlka og álitleg. Að líkindum
hefir það verið aldursmunur-
inn — ég var nærri tíu árum
yngri en hún — sem réði því að
þá tókst ekki nein sérstök vin-
átta með okkur. En mörgum
árum seinna, þegar við vorum
báðar orðnar húsmæður í Garð-
arbygð, varð ég vör við svo mik-
inn hlýleik og vinarþel af henn-
ar hálfu í garð minn og minna,
sem mér fanst að hlyti að eiga
rót sína að rekja til viðkynning-
ar okkar á vesturfaraskipinu
forðum.
Hildur var fædd á Grana-
stöðum í Þingeyjarsýslu, 21.
september 1867. Foreldrar henn-
ar voru Guðjón Halldórsson,
bóndi á Granastöðum, og kona
hans, Sigurveig Ásmundsdóttir.
En Sigurveig var systir hins
þjóðkunna blaðamanns, Valdi-
mars Ásmundssonar. Börn þess-
ara hjóna voru sjö talsins. Öll
komu þau vestur um haf, flest
á undan foreldrum sínum.
Árið 1898 giftist Hildur Bene-
dikt Jóhannessyni, ættuðum úr
Þingeyjarsýslu. Hann var annar
af tveimur frumherjum, íslenzk-
um, sem fyrstir námu land í
Garðarbygð. Þegar hér var kom-
ið sögunni, var Mr. Jóhannesson
orðinn ekkjumaður með fimm
börn, meira og minna stálpuð.
Hann bjó stórbúi á sérlega vel
hýstri og víðlendri bújörð rétt
við Garðarbæ. A þeim árum
voru vinnuvélar til landbúnað-
ar enn fremur ófullkomnar, og
þess vegna útheimti stórbú sem
þetta afar mikið vinnufólks-
hald. Það var því ekkert smá-
Eyfirzkur bóndi fékk 30 tunnur byggs af
kornökrum sínum í haust
Þeir eru ekki margir, sem
stunda kornrækt að marki
hér á landi, aðrir en
Klemenz á Sámsstöðum. A
Norðurlandi mun vart um
annan að ræða en Gunnar
Kristjánsson bónda á Dag-
verðareyri við Akureyri.
Blaðið átti í gær tal við hann
um kornræktina í sumar.
Gekk hún allvel og fékk
Gunnar um 30 tunnur úr
hektara af fullþroskuðu
byggi.
— Ég hefi stundað kornrækt
tvö sumur áður, sagði Gunnar.
Gekk hún þá heldur illa, því að
þessi sumur voru ekki heppileg
kornræktarsumur hér norðan
lands. Varð uppskeran því held-
ur lítil, en brást þó ekki alger-
lega.
Upphaflega fékk ég sáðkorn
frá SámsStöðum, en í vor gat ég
ekki fengið sáðkorn þar og varð
því að notast við heimaræktað
bygg. Spíraði það allvel eða 85%
og spratt vel af því í sumar.
Ég sáði 13. maí í vor og var
kornið fullþroskað í ágústlok og
slegið 2.—4. sept. Þá var það
sett í drýli og síðar í stakka,
sem stóðu um þrjár vikur, unz
kornið var þreskt.
Ég hafði kornið í tveim ökr-
um, nýbrotnu mólendl. Var ann-
ar þeirra um 9 þús. ferm. og
varð uppskeran af honum 23
tunnur. Hinn akurinn var minni
og þar varð líka minni upp-
skera, um 6 tunnur af byggi og
dálítið af höfrum.
Gunnar hefir því fengið um
30 tunnur af byggi af ökrum
sínum, sem voru rúmur hektari
að stærð, og er það ágæt upp-
skera, enda var sumarið í sum-
ar mjög hagstætt kornrækt á
Norðurlandi. Gunnar mun nú
nota kornuppskeru sína aðallega
til fóðurs og svo til útsæðis á
komandi vori, því kornræktinni
ætlar hann að halda áfram.
—TÍMINN, 2. des.
ræði sem Hildur færðist í fang,
er hún tók að sér húðmóður-
stöðu á þessu fjölmenna og um-
svifamikla heimili. En hún var
kjarkgóð og dugleg. Stjúpdætur
hennar voru allar ágætis stúlkur
og reyndust Stjúpu sinni mjög
hjálplegar. Enda hafði Jóhannes
sons heimilið orð á sér fyrir
myndarskap, raun og gestrisni.
Þau Benedikt og Hildur eign-
uðust þrjá syni, Conrad, Sigur-
jón (John) og Helga. Sonur
Benedikts af fyrra hjónabandi,
Sæmundur að nafni, var í föður-
húsum til fullorðins ára, en er
fyrir mörgum árum farinn úr
Garðarbygð.
Mr. Jóhannesson andaðist að
heimili sínu, eftir langa og
stranga banalegu, árið 1916. Að
honum látnum hélt Hildur á-
fram búskap með Conrad syni
sínum á landareign sinni og
sona sinna, sem þau hörðu erft
eftir eiginmann og föður. Og
þannig bjuggu þau mæðgin
meðan Hildur lifði, að því und-
anskyldu að síðustu veturna
dvöldu þau á heimilum Johns
og Helga til skiptis. Og enn býr
Conrad á gamla heimilinu þeirra
á sumrin.
Kngri synirnir John og Helgi
gengu báðir mentaveginn og
námu lögfræði. Sá fyrnefndi
starfar nú við stórt iðnaðar- og
verzlunarfyrirtæki í Moorhead,
Minn^sota, en sá síðarnefndi er
sem stendur fulltrúi málaflutn-
ingsmanns Norður Dakota ríkis,
og býr í Bismarck.
Mrs. Jóhannesson var góðum
gáfum gædd og vel lesin. Hún
hafði sjálfstæðar skoðanir á
vandamálum heimsins, bar vel-
ferð bygðar sinnar og lands
mjög fyrir brjósti, og var jafnan
fús til að ljá góðum málstað lið
sitt. Hún var meðlmiur safnað-
arins að Garðar og safnaðar-
kvenfélagsins og starfaði af alúð
og dugnaði að áhugamálum
þessara félaga. Aldrei lét hún
þreytu né annir aftra sér frá að
rækja það, sem hún áleit skyldu
sína gagnvart þeim.
Lánsmanneskja var Hildur
Jóhannesson um dagana. Hún
átti gott heimili, ágætan eigin-
mann og góð börn. En hún hafði
einnig eignast fjölda góðra vina
um ævina, og var sjálf tryggur
vinur. Hún var raungóð þeim,
sem hjálpar þurftu. 1 fleiri ár
hafði hún á heimili sínu aldur-
hniginn bróður sinn og hlynti
að honum og hjúkraði til dauða-
dags. Einnig hafði hún, svo
árum skipti, heilsubilaða vin-
konu sína til heimilis, og annað-
ist hana meðan kraftar leyfðu.
Það er svo sjaldgæft, að í
sögur er færandi, þegar heil
fjölskylda er svo ern um aldur
fram og eins langlíf og syst-
kynahópur Hildar var. Einn
bróðir dó áð vísu rétt áttræður.
Tvö systkinin náðu áttatíu og
fimm ára aldri, en hin fjögur
komust yfir nírætt, sum af þeim
hátt á tíræðisaldur. Ein systirin,
Mrs. Halldóra Björnsson í Win-
yard, Saskatchewan, er enn á
lífi, níutíu og tveggja ára gömul,
og að sögn heilsugóð og ung í
anda.
Mrs. Jóhannesson var meira
og minna lasin þrjú síðustu ævi-
ár sín. Hjartabilun var um að
kenna. Síðustu vikurnar var
hún þungt haldin. Erfitt var á
þeim tíma árs að fá hjálp í hús-
ið, svo stjúpdæturnar og nokkr-
ar nágrannakonur komu og voru
yfir henni til skiptis, eftir því,
sem þeirra eigin heimilisannir
leyfðu. Hún dó 10. október 1952,
þá áttatíu og fimm ára gömul.
Hún var lögð til hinztu hvíldar
í grafreit Garðar-safnaðar. Séra
Egill H. Fáfnis flutti kveðju-
málin.
Minning þessarar mikilsmetnu
konu mun lengi lifa í hjörtum
samferðafólks hennar í þessari
bygð.
K. H. O.