Lögberg - 07.01.1954, Side 7

Lögberg - 07.01.1954, Side 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 7. JANÚAR 1954 Endurheimtum skilning á anda og krafti fornkvaeSanna! Á yfirstandandi efnishyggju- tíma er að vísu margt andlegt viðurkennt kenningarlega. En úrræðin eru venjulega svo efnis- kennd, að þau missa marks. Stóreflis skólabyggingar eiga að bæta úr menntunarskortinum, kirkjubyggingar að reisa við hrörnandi trúarlíf, og aðalátakið í handritamálinu á helzt að vera það að reisa stórhýsi fyrir hin gömlu skjöl, sem þó rúmast vel í einu vænu herbergi. — En þetta er að byrja á öfugum enda. Hús glæða ekki andlegan áhuga, en stöðugur áhugi reisir hús með hægu móti. Rétta aðferðin er því sú, að byrja á því að glæða áhugann á fornmenntun- um sjálfum og svo þeim þjóðar- verðmætum, sem þar við eru tengd. Og síðan mun sá áhugi reynast virkasta meðal til að ná handritunum gömlu og tryggja geymslu þeirra og úrvinnslu. Andstæðingum vorum í hand- ritamálinu hefir að einhverju leyti tekizt að fá menn til að hlusta á þá röksemdafærslu sína að íslendingar nú á dögum séu orðnir að nýrri þjóð, sem hafi eðlilega enn færri áhugamenn fyrir norrænum fornbókmennt- um, en hinar margfalt fjölmenn- ari frændþjóðir þeirra. Enda hefðu danskir málfræðingar og skáld reynzt drýgstir til að vekja athygli bæði Islendinga sjálfra og annarra á hinum gömlu fræðum. Og ekki verði heldur séð að hinni íslenzku há- skóladeild í norrænum fræðum hafi tekizt neitt sérlega vel að glæða almennan áhuga fyrir fornmenntunum meðal þjóðar- innar. Sennilega er þetta þó allt of- sagt, að þvi er snertir það sem í óbundnu máli er ritað, ef dæma má eftir því, hversu geysimikið hefir verið gefið hér út og keypt af fornritum á síðustu árum. Aftur á móti sýnist svo sem ís- lenzk alþýða hafi nú gleymt að skilja og meta hinn forna kveð- skap. Hann hafi reynzt henni of þungur. Blær þessa skáld- skapar geymdist þó að nokkru leyti fram á síðustu daga í hinu allmjög úrkynjaða en alþýðlega formi rímnanna. En ef eitthvert hinna stærri skálda náði inn- blæstri frá sjálfum fornskáldun- um og tókst að yrkja undir hin- um þungu og sterku háttum þeirra, þá fór það mest fyrir ofan garð hjá flestum. Almennt þykir mönnum mest gaman að þeim kveðskap, sem er léttur, Ijós og lipur, og menn firrtast fljótt ef þá rekur í vörðurnar vegna þess að málið þyki stirt eða efnið torskilið. Enda hefir þróunin verið sú síðustu hundr- að árin, að skáldin reyndu að laga kveðskap sinn sem mest eftir blátt áfram töluðu alþýðu- máli. Og þegar svo komu fram stórbrotnari skáld, sem litu nið- ur á þessa stefnu og kölluðu hana lágkúrulega og hversdags- lega — eins og t. d. Einar Ben. og Stefán G. — þá voru menn vísir að verða fokreiðir við þá, kasta frá sér kvæðum þeirra og spyrja hvað slíkur tilgerðar- háttur ætti að þýða, ef hann þá væri ekki aðeins til þess að breiða yfir að mennirnir kynnu sjálfir alls ekki að yrkja. Síðar komust menn að raun um, að það mundi vera vissara að at- huga allan þyngri kveðskap nánar, áður en honum væri veitt svo snarleg afgreiðsla. Nokkur nýrri skáld hafa griplð til fornyrða til að krydda með kvæði sín og þá einnig að reyna að yrkja sem líkast sjálf- um fornskáldunum og nota þá bæði hætti þeirra, orðaval og Eddukenningar. En eins og áður er sagt hefir þetta yfirleitt ekki fallið í góða jörð, svo kröftugir og hrífandi sem margir þessir gömlu hættir eru. En eins og þessi íþrótt er ekki öðrum skáld- um fær, en þeim sem eru bein- línis lærðir í hinu forna skálda- máli, þá er og skiljanlegt að nokkurn kunnugleika þurfi líka til að geta notið til fulls slíks kveðskapar. En það eru einmitt þessi skilyrði, sem svo tilfinnan- lega skortir á hjá fólki almennt, enda hafa pienn lengi haft þann leiða sið, þegar þeir lásu forn- sögurnar, að hlaupa yfir vísurn- ar. Sú afsökun er þó fyrir hendi, að margar fornvísur hafa ekki geymst réttar og eru fyrir það torskildari. Tvö ný fornskáld Það eru einkum tvö skáld, sem öðrum fremur hafa gert sér far um að yrkja á forna vísu. Þau eru Gísli Brynjúlfsson, háskóla- kennari (f. 1827, d. 1888) og Lárus Sigurjónsson cand. theol. (f. 1874, enn á lífi). Gísli var íslenzkur bókmennta fræðingur og skáld, lengst af búsettur í Kaupmannahöfn. Var þar styrkþegi Árnasafns nær 30 ár og síðan kennari við háskól- ann. Kvæðabók hans kom út 1891. — Á síðasta ári kom út Dagbók Gísla árið 1848, gefin út hjá „Máli og menningu“ af cand. mag. Eríki Hr. Finnboga- syni. — Um skáldsakp Gísla segir Eiríkur í innganginum m. a.: „ . . . . Af þessari miklu forn- aldarhrifningu, gerðist Gísli með aldrinum fornyrtastur og fornkveðnastur íslenzkra skálda á síðustu öld. Ekkert íslenzkt skáld hefir ort fleiri kvæði en hann undir fornum háttum og fáum eða engum tekizt betur. Andi og búningur slíkra ljóða hans er miklu nær fornaldar- skáldskapnum en títt er, og með heiti og kenningar fer hann af leikni sögualdarskáldsins . . . . Þó er langt frá að Gísli hafi hlotið þá viðurkenningu fyrir skáldskap, er svari til verðleika hans, nema ef til vill allra fyrst. Stafar það m. a. af því, að það orð komst snemma á, að ljóð hans væru fornyrt og torskilin, eins og mörg þeirra raunar eru, en slíkt forðast almenningur. Ljóðasafn Gísla er sérstætt og svipmikið. Og þó að ýmislegt fánýtt sé að finna í þeim kvæða- sæg, sem þar er prentaður, þarf enginn að sjá eftir þeim tíma, sem fer í að lesa bók hans niður í kjölinn". Ekki er og ólíklegt, að það hafi kastað nokkrum skugga á Gísla, að hann hin síðari ár sín lenti í andstöðu við Jón Sigurðs- son. Það sem haft er hér eftir cand. mag. E. H. F. um Gísla, á einnig allnákvæmlega við um Lárus Sigurjónsson. Síðan hann lauk prófi á Prestaskólanum 1906 hefir hánn dvalizt vestan hafs í 36 ár. Hann kvæntist 1920 ame- rfekri konu vel menntaðri, en CHOOSINB A FIELD A Business College Education provides the basic information and training with which to begin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. í Commettce Your Bnsiness 0 Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG ’á Gætið mikilvægra skjala Fæðingarvottorð, vegabréf, borgarabréf og önnur vermæt skjöl, ættu að vera geymd annars staðar en í heimahúsum, því þar er hætta af eldsvoða og þjófnaði of mikil. Geymið slík skjöl í yðar eigin öryggishólfi hjá The Royal Bank of Canada, en það kostar innan við 2 cent á dag. Spyrjist fyrir hjá næsta útibúi. Viðskipti yðar eru kærkomin! THE ROYAL BANK OF CANADA Hverl útibú nýtur trygginga allra eigna bankans. sem nema yfir $2,675,000,000. við landa sína hafði eftir það íremur lítið samband. Hann fluttist hingað heim árið . 1943 einn síns liðs, með því að konan hafði þá sérstöku starfi að gegna vestra. — Ljóðasafnið „Stefjamál“ gaf Lárus út hér árið 1946. Var það lítið haft í frammi í bókaflóðinu og náði lítilli útbreiðslu, en því kennt um hvað það væri fornkveðið og fornyrt. Það sem Lárus á enn óprentað mun þó að samlögðu öllu forn- kveðnara og stórbrotnara, bæði að háttum og meðferð allri. Enda er þar á meðal hinn mikli Al- þingisljóðaflokkur frá 1930, sem vera mun aðalverk Lárusar — ortur á forna vísu undir kröft- ugum og erfiðum háttum. Verð- ur af því séð, enda áður vitað, að Lárus er tilþrifamestur í stærri stíl og á ekki heima með smáskáldum. Það mun mála sannast, að þótt réttara og eðli- legra hafi verið að gefa hin fyrri og léttari kvæði í fyrra ljóðasafni, þá fæst ekki fullur skilningur á eðli höfundarins fyrr en menn hafa kynnt sér það, sem enn er óprentað, og þá einkum Alþingisljóðin. Þau voru endursend Lárusi ólesin af hátíðarnefndinni 1930. Og þótt merkilegt sé, hefir reynzt erfitt að fá helztu hvatamenn að hand- ritaheimflutningnum til að kynna sér þetta merkilega verk, sem þó efláust síðar verður talið meðal bókmenntaafreka í sinni röð. Menntamálaráðsmenn hafa þó lýst áhuga á að kynna sér verkið. Og einn mæfur vinur Lárusar í kaupmannastétt fékk hann til að lesa Alþingisljóðin inn á segulband á síðastliðnu vori. Sýndist þá svo að ekki yrði seinna vænna, því þá varð Lárus að fara vestur um haf og taldi þá sjálfur að verða mundi fyrir fullt og allt. Hefðu það orðið hörð örlög fyrir hann og auk þess hneisa fyrir þjóðina að láta sitt elzta og mesta núlifandi ættjarðarskáld verða að enda ævi sína í útlegð. En vinir þeirra hjóna stilltu svo til, að nú eru þau þó komin hingað aftur. ----■☆■--- Þegar efldur er atróður til endurheimtar dýrra minja ís- lenzkrar menningar af framandi slóðum, þá má það þykja merki- legt og raunar óskiljanlegt sinnu leysi ef samtíðarskáld, sem verja sínum dýrustu kröftum til að blása lífsanda í dofnandi glæður vorra fornu fræða, eru fyrirlitin og látin gleymast fyrir það að þau „yrki á oss óskiljan- legri tungu!“ En þessi urðu nú örlög hins „gleymda skálds“ — hins há- menntaða fornfræðings Gísla Brynjúlfssonar. Og þessi hafa einnig orðið örlög hliðstæðings hans á skáldbrautinni, Lárusar Sigurjónssonar, sem nú er kom- inn á 80. árið og því fyrir löngu gæti verið horfinn veg allrar veraldar. Enn hefir hann ekki getað komið á framfæri eða fengið þegna 1000 ára afmælis- gjöfina, sem hann færði Alþingi 1930. Margur gaf þó minna en þríþættan ljóðleik ortan á goða- máli undir gullaldarháttum. — Minna skal þó á með viður- kenningu að þingið hefir á fjár- lögum hin síðari árin úthlutað Lárusi lífeyri, sem honum nægði á meðan hann gat annað nokk- urri kennslu og vinnu við próf á vorum í skólum. En það getur hann nú ekki lengur. Og svo er eitt ótrúlegt ákvæði í lögum, sem mælir svo, að svipta skuli menn ellilaunum að sama skapi sem þei'r njóti opinberra viður- kenningarlauna eða styrks. Hafi það ekki verið ætlun ríkisvalds- ins að svipta menn með vinstri hendinni viðurkenningu, sem það veitti með hinni hægri, verð- ur það að nema þessa hugsunar- villu burt úr tryggingarlög- unum. Því er með réttu haldið fram, að hin dýpri tilætlun með lífs baráttunni fyrir endurheimt gömlu handritanna sé í rauninni sú, að endurvekja með þjóðinni áhuga fyrir fornmenntum sín- um og endurheimta lifandi skilning á þeim. Engir menn varðveita þennan skilning betur en einmitt þau skáld, sem bezt tekst að yrkja í hinum forna anda og stíl, og að sjálfsögðu engir hæfari til að miðla þess- um skilningi — að fræðimönn- unum ekki undanteknum, sem oft eyða tíma í ófrjóar skýring- artilraunír á gömlum afbökuð- um texta og ljóðum. Hin ný- kveðnu „fornljóð“ ættu þess utan að hafa þann kost að vera laus við villur og afbakanir. En slíkt er þó aldrei tryggt ef beðið er með að gefa þau út þangað til eftir daga höfundarins. Einn- ig getur skakkur skilningur sprottið af því ef hið nýkveðna er eigi aðeins stæling hins forna, en skáldið hefir leyft sér ýmis konar áður óvenjulegt frjáls- ræði um orðaval, orðaraðir, kenningar o. fl. Sú byrjun, sem þegar er gerð til að endurheimta Gísla Brynj- úlfsson úr gleymskunnar djúpi, er mjög virðingarverð. En gefa þarf út a. m. k. gott úrval úr kvæðum hans, einkum forn- kvæðin með skýringum. Sama er að segja um það sem óprentað er af skáldskap Lárus- ar Sigurjónssonar. Þar er margt, sem getur valdið óþægilegum heilabrotum ef beðið er þangað til höfundurinn er fallinn frá. Háskólinn á strax að leggja til a. m. k. tvo unga menn til að búa ljóð hans undir prentun. ----Tý---- Það hafði verið prófverkefni Eiríks Hr. Finnbogasonar á Há- skólanum, sem gaf grundvöllinn að hinni eftirtektarverðu rit- gerð hans um Gísla Brynjúlfs- son og útgáfu dagbókar hans. Hvernig sem fornkveðskapur Lárusar kann að falla í smekk manna, einkum á meðan hann er lítt kunnur, þá fullyrði ég að hann sé verður þess að Háskól- inn taki hann til athugunar á sama hátt og kveðskap Gísla. Það er ekki síðra verkefni fyrir unga fræðimenn að rannsaka ný skáldverk, þar sem upplýsinga má leita frá fyrstu hendi, heldur en að róta í fornum rústum. Ekkért styður þessutan betur skilning fræðimannsins á því sem dautt er og grafið, eins og það að kynnast að einhverju líku, sem enn er við líði. Að sama skapi og ein þjóð missir lifandi samband við anda fortíðar sinnar, hættir hún að vera til. H. J. —Lesb. Mbl., 29. nóv. Okkar a SMilli Sagt Eftir GUÐNÝJU GÖMLU „Látið ekki hjartað leiða heilan í gönur“. Þó við séum enn með jóladýrðina í huga og heitstrengingar um nytsamar athafnir á komandi ári, þá verður eigi að síður á vegi okkar fólk. sem reynir að færa sér persónulega í nyt þá góðvild, sem hátíðunum er samfara; það e. t. v. símar yður og fer fram á, að þér leggið fram fé til mannúðarþarfa og vill þér kaupið aðgöngumiða að samkomum, sem sagt er að haldast skuli í líknarskyni. Áður en þér grípið til pyngjunnar, væri vel að þér ráðfærðuð yður við þá stofnun í nágrenni yðar, sem nefnist Better Business Bureau. -------------------------------☆■---------- Ýmsir segja, að góð áform í tilefni af nýárinu séu í rauninni einskis virði, en sé vel að gáð, er þetta ekki rétt. Með því að setja yður það, að kaupa á árinu Canada Savings Bonds. í þessu efni greiðir IMPERIAL BANK OF CANADA götu yðar og bendir yður á vissasta veginn til sparnaðar. Festið það í minni, að hve- nær sem yður kemur til hugar að kaupa Canada Savings Bonds, þá skuluð þér leita til IMPERIAL BANK OF CANADA, bankans, sem grundvallaður er á þjónustusemi. Innköllunar-menn Lögbergs Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota $ Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minn., U.S.A. Einarson, Mr. M............Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Arnason, Mr. R. ...........Elfros, Saskatchewan Mozart, Saskatchewan Foam Lake, Sask. Wynyard, Sask. Gislason, T. J............. Morden, Manitoba Gislason, G. F.............Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. Grimson, Mr. H. B..........Mountain, North Dak. Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. Gardar, North Dak. Hallson, North Dak. Hensel, North Dak. Akra, North Dak. Cavalier, North Dak. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Bjarnason, Mrs. I..............Gimli, Manitoba Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel”, Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man Lundar, Manitoba Vancouver, B.C. Lindal, Mr. D. J..,....... Lyngdal, Mr. F. O. 5973 Sherbrook St. Vancouver, B.C. Middall, J. J..................Seattle, Wash., U.S.A. 6522 Dibble N.W. Seattle, Wash., U.S.A. Myrdal, S. J..................Point Roberts, Box 27 Wash., U.S.A. Oleson, G. J........'..........Glenboro, Manitoba Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man. Olafson, Mr. J. Leslie, Saskatchewan Simonarson, Mr. A. R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Blaine, Washington Bellingham, Wash. vj Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba Langruth, Man. Westbourne, Manitoba

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.