Lögberg - 28.01.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.01.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1954 3 Undir stjörnum og sól Hin nýja ljóðabók séra Sigurðar Einarssonar Engri þjóð er það frekar mikil vægt en íslendingum, að bók- menntirnar séu þannig formað- ar, að þær fari ekki fyrir ofan garð og neðan hjá greindri al- þýðu, séu ekki aðeins við hæfi nokkurra fagurkera og form- snobba. Ef verk íslenzkra rit- höfunda verða ekki yfirleitt þannig, að þorri skýrra manna kunni að meta þau eða þau verði að minnsta kosti túlkuð, mun raunin verða sú, að einungis sára fáir munu kaupa og lesi. Svo mundi hún þá hverfa smátt og smátt, hin fræga bókhneigð íslenzkrar alþýðu og skilyrðin til bókaútgáfu spillast svo mjög, að íslenzkar bækur yrðu fágæti, sem nokkrir efnamenn keyptu til þess að njóta sérstöðu sinnar og safna sér fáséðum gripum. Þessu mundi elíki aðeins fylgja stöðnun á sviði íslenzkra bók- mennta, heldur einni hrörnun íslenzkrar tungu og menningar. Þessi hætta er þegar yfirofandi. níu hundruð nítíu og níu af hverju þúsundi íslenzkra lesenda standa skilningssljósir og hrist- andi höfuð sín yfir ljóðum þeirra af yngstu skáldunum, sem leita fyrir sér um form á vegum rím- leysu og meira og minna óskilj- anlegrar tjáninga. Og í þessum stóra hópi eru ekki aðeins hundr- uð heldur þúsundir manna á ýmsum aldri, sem raunverulega eru' bókhneigðir og unna íslenzk- um bókmenntum. Ýmis þessara ungu skálda hafa sitthvað til brunns að bera, en þau hafa varpað frá sér allri á- byrgð á vexti og viðgangi al- mennrar bókmenningar með þjóðinni, talið sér trú um, að sú stefna, sem íslenzk skáld hafa fylgt á leiðum formsins allt fram á þennan dag, sé ekki í samræmi við hinn nýja tíma og hin nýju viðhorf, þó að allt frá upphafi helgikvæða og rímna og til ljóða þeirra Davíðs Stefáns- sonar og Snorra Hjartarsonar hafi það sýnt sig, að íslenzk skáld hafi megnað að liðka til ís- lenzka formhefð og samhæfa hana nýrri hrynjandi lífsins og mjög róttækum breytingum á sviði menningarlegrar og þjóð- félagslegrar þróunar. Tilraunir og formföndur á sviði bók- menntanna hafa sitt gildi og geta verið með þeim hætti, að þær veki áhuga nokkurra sér fróðra og sérhæfðra manna — og föndrið getur verið skemmti- lega skrýtið, þegar bezt lætur, °g verður jafnvel öllu dásam- legra í augum sumra. En það verða hin ungu skáld að horfast í augu við, að ef þau — með okkar fámennu þjóð — gerast eingöngu tilraunaföndrar og annaðhvort vilja ekki eða gefast UPP við að skapa persðnulegan stíl innan takmarka þess, sem þorri skynbærra manna getur skilið og notið, studdur kynnum sínum af þjóðlegri formhefð okkar Islendinga, þá hafa þau gert sitt til, að bókhneigð al- ■nennings líði undir lok og ís- lenzk tunga og menning verði í tiltölulega náinni framtíð aðeins forngripir. Þetta m æ 11 u að nainnsta kosti þau hin ungu skáldin yfirvega, sem telja sig hvort tveggja í senn þjóðernis- |ega sinnuð og hlynnt baráttu íslenzkrar alþýðu fyrir aukinni sðstöðu til menningar. Séra Sigurður Einarsson sýndi það með fyrstu ljóðabók sinni, Hamri og sigð, að hann skortir ®kki hagmælsku, vitsmuni eða áhuga fyrir viðfangsefrium sam- tíðar sinnar, en þjóð hans í þeirri bók eru lítt mótuð af persónu- ^egri reynslu og svo sem eitthvað tómlegt og hirðuleysislegt við ið ^tta og lipra form. Eftir tuttugu og tveggja ára þögn gaf igurður út kvæðabókina Yndi unaðsstunda. Þar eru yrkisefnin persðnulegri, ihygli höfunrarins ^neiri, innlifun hans í viðfangs- efnin dýpri og innilegri og auð- sæilega lögð rækt við hin listr- ænu vinnubrögð. Þó er sem þar séu einhverjar hömlur á samhæf ingu vitsmuna og tilfinninga til löfrænnar sköpunar úr brota- silfri reynslunnar. Ári síðar kemur svo þriðja bókin, Undir stjörnum og sól. Þar hefir Sigurður Einarsson náð því, sem á skorti i kvæðun- um í Yndi unaðsstunda, og hin nýja bók hans er enn eitt dæmi þess, að hið gamla íslenzka ljóð- stafaform hæfir ekki síður nú en áður til persónulegrar tjáningar, ef skáldið á sér þann innri eld, þá orku og þrautsegju, sem til þess þarf að móta málm reynslu sinnar á listrænan hátt — þann- ig, að aðrir fái tileinkað sér hana. Ég mun ekki freista þess að flokka kvæðin í þessari bók eftir því, hve haglegra þau eru gerð og því síður benda á eitt i eða tvö, sem séu hinum fremri. Slíkt er vafa samt og varasamt, þar sem formið er ekki aðeins fagurt hismi á haglega smíðaðri grind, heldur fellur að lífandi líkama. Hinsvegar mun ég reyna að gefa nokkra hugmynd um það aðalviðhorf, vitsmunalegt og tilfinningabundið í senn, sem mótar þessi kvæði og gæðir form þeirra lit og lífi. Þá er ég las bókina Yndi un- aðsstunda, virtist mér kvæðið Lífstregans gáta, sem þar er að- eins eitt erindi, en höfundurinn hefir nú bætt við fjórum vísum og prentað í þessu nýja safni, vera mjög sérkennaridi fyrir þá lífsreynslu og þann hugblæ, er mótar þá bók. Og við lestur hinn ar nýju bókar verður það enn skýrara, að einmitt þetta kvæði og jafnvel þó að ekki væri annað tilfært en seinasta vísuorðið í fyrsta er indinu, gefur allgreini- lega í skyn það lífsviðhorf, sem er mjög mikilvægt í ljóðum Sig- urður Einarssonar. Þetta vísu orð hljóðar þannig: „Dauðinn og lífið faðmast í vorum æðum.“ Sívökul vitund um fallvalt leik alls, sem lifir, veldur óró, umbrotum og ósjálfráðum kvíða hjá þeim, sem hana ber í brjósti — og hefir í för með sér trega- bundinn sársauka og skort á jafnvægi. Hjá vitrum manni og tilfinningaríkum hlýtur hún að leiða til sífelldrar umhugsun- ar um rök lífs og dauða, en einn- ig til djúprar innlífunar í eðlis- grun mannsins um upptök alls og endi s t u d d a n trúarlegri reynslu allra alda og þjóða, og hjá Sigurði Einarssyni birtist niðurstaðan í lokaorðum þess kvæðis sem ég hefir áður getið: „En fyrr verður sólin sandkorn í auðum geimi og síðasta brosið dáið á stjarnanna hvörmum, en andi vor dýrðardögum síns upphafs gleyrrii, né dauðinn hrífi eitt líf úr skaparans örmum.“ Þá er slíkum áfanga er náð, lægir öldur órór og kvíða, og í stað sársauka og skorts á jafn- vægi kemur ljúfsár tregi og djúp ró til íhygli og til yfirsýnar í ljósi þekkingar og reynslu. Þá skilur skáldið það fyrst af sjálfs sín raun, að eins og vitundin um dauðann gefur lífsins veig.sæt- beiskan, barkandi keim, sem veit ir sælli nautn en sætleikinn einn saman — eins verður hvert augnablik gleðinnar tærara og unaðslegra í bjarmanum frá eld- um þeirra þrautastunda, sem maðurinn hefir lifað. Þá fyrst er það líka, að skáldið læri, hve sælt er að vera orðið þess megn- ugt: „Að þakka lífinu glaður af heilum huga þá hamingju, sem öðrum er látin í té“ Því að: „ . . . Minningin varir og vakir í hjartans leynum sem veikur bjarmi af næturljósi í glugga og lýsir oss, eftir að lönd allra vona eru sokkin og litverp vor ástriða og þrá.“ Og þá breytast svo mjög öll v'iðhorf og sjónarmið, að skáldið fær jafnt metið upp hafningu hins einförula rýnanda, Stjörn- Odda, sem gleði starfsins einn sólskinsdag við heyannir. Þrek í þrautum, trúmennska og seigla stækka og glæðast, verða „forn- ar dyggðir,11 sem aldrei reynast úreltar, og svo er það þá engin tilviljun að sitthvað er svipað í lýsingum og jafnvel sjálfum grunn tóninum í hinum tveimur afbrigðasnjöllu smákvæðum, þar sem annað fjallar um látna al- þýðukonu, en hitt um fóstur- | jörðina. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Sigurður Einarsson er flestum sínum samtímamönn- um orðhagari og orðsnjallari, og oft hefir hann brugðið upp hag- legum og fögrum myndum. Og I fyrstu grein postullegu trú- arjátningarinnar er komizt svo að orði, að Guð sé almáttugur skapari himins og jarðar. Him- inn og jörð þýðir hina mótuðu, lögbundnu og formbundnu til- veru, hvort sem er þessa heims eða annars. Orðið sköpun leiðir hugann að tvennu, upphafi heim- sins og mótun hans. Enginn er þess umkominn, að lýsa upp- hafi tilverunnar, en hitt er ann- að mál, að í líkingum og helgi- sögnum ýmsra trúarbragða hafa af skarpasta vísdómi verið gerð- ar tilraunir til þess að skýra eðli upphafsins. Kristnir menn hafa að erfðum tekið sköpunarhugs- un Gyðinga, að tilveran eigi að- eins einn Guð, og frá hans hendi sé heimurinn „harla góður“, þ.e.a.s. hæfur til þess, sem fyrir Guði er tilgangur hans og mark- mið. Sköpunarsaga Gamla testa- mentisins er í bókmenntalegu tilliti náskyld babýlonskum sögn um, en höfundur fyrstu Móse- bókar hefir verið því andans inn sæi gæddur, er gaf sögunni nýtt innihald, svo að í stað þess að verða fyrst og fremst lýsing, verður hún boðskapur um eðli tilverunnar. En hún leysir ekki þann vanda að gera grein fyrir því, hvernig algert tilveruleysi getur átt sér stað á undan sköp- uninni, né heldur, hvernig hinn guðlegi máttur sjálfur verður til. „Hver skapaði Guð?“ spyrja börnin. „Hvað var áður en árið var til?“ spurði drengur, sem farinn var að brjóta heilann um eðli tímans. — Ef vér reyn- um að setja sköpuninni ei'nhvern ákveðinn stað eða stundu, er auðvitað alltaf hægt að hugsa sér daginn fyrir eða augnablikið áður en sköpunin hefst. Guð- fræðin rekur sig hér á sama vandann og bæði stjörnufræðin, stærðfræðin og rökfræðin, að mannleg skynsemi er þess ekki umkomin að hugsa sér hið ó- takmarkaða og óendaulega, af því að bæði skynsvið mannsins og hugmyndaheimur er takmark aður. Ennfremur er vert að veita því athygli, að það, sem vér nefnum tíma, er bundið því formi og hreyfingu, sem vér þekkjum ö jörðinni. Tíminn er mældur við snúning jarðar og afstöðu hennar til sólar og ann- arra himinhnatta. Maður, sem staddur væri úti í geimnum, á óhreyfanlegum „stað“, og í al- geru myrkri og þögn, mundi ekki hafa hugmynd um tíma í venju- legri merkingu. Það er fyrst, þeg ar hann kemst inn í heim, sem hefir form, að tíminn verður til í vitund hans. Hvað vera kann á ekki tekst honum að þessu leyti síður en áður í þessari ljóðabók. Hér skulu aðeins til dæmis um þetta hentir á lofti tveir vísu- hlutar: „Þá sveipaði hann jörðina silfurknipplinga hrími og saumaði kristalsskarir við lækinn og ána.“ „Þá kveikti hann fölrauð blys á björkum og eini og breiddi mjallhvít altarisklæðin á fjöllin.“ Með þessari ljóðabók sinni hef ir Sigurður Einarsson unnið sér sæti á bekk með góðskáldum íslands. Orðsnjall og myndhag- ur meistari hefir þar mótað sýn- ir og lífsreynslu viturs og við- kvæms draúma- og baráttu- manns í málm tungunnar, manns sem eftir langa og erfiða leit og innra og ytra stríð hefir ekki aðeins gert sér grein fyrir þegn- rétti sínum í veröldum tveim, svo að skýrskotað sé til hans eigin orða,' heldur líka fyrir þeim skyldum, sem þeim þegn- rétt fylgja. Guðm. Gíslason Hagalín. — TIMINN, 29. nóv. undan tíma, formi og efni, er því utan við þann virkileik, sem unnt er að lýsa út frá mannleg- um skilningarvitum (Um dulsk- ynjun ræði ég ekki í þessu sam- bandi). Þegar výr þess vegna segjum, að Guð hafi skapað him- in og jörð, er þar ekki gerð nein tilraun til þess að útskýra sam- bandið milli efnis, forms og tíma, heldur er verið að lýsa yfir þeirri trú, að bæði efni, form og tími sé frá Gflði runnið og lúti hans lögmálum. Tilveran í heild er ekki óskapnaður, til- viljunum háður, heldur á hún að baki sér hugsandi og mótandi kraft, með ákveðinn vilja og til- gang. Væri ekki svo, ættu engin vísindi rétt á sér, því það sem vér nefnum vísindi, er fyrst og fremst þetta, að sanna staðreynd ir tilverunnar og finna lögmálin, sem þau lúta. Náttúrulögmálin eru starfsaðferðir skaparans. Það eru því mikil sannindi mólgin í þeirri hugsun fornspekinganna, að öll sönn þekking á heiminum sé guðsþekking. Þó verður hér að hafa í huga, að sökum þess, að til er í heiminum vald, sem stríðir gegn Guðs vilja og spillir sköpunarverki hans, er ekki skil- yrðislaust hægt að álykta frá náttúrunni til skaparans. Skemmdur hlutur ber ekki meistara sínum fullkomið vitni. „Fallinn heimur“, svo að ég noti hið gamla guðfræðilega orðalag, opinberar ekki fullkomlega eðli guðs, þótt hann sé af honum skapaður. Þessi er meðal annars ástæð- an fyrir því, að vér höfum þörf fyrir sérstaka opinberun Guðs, óháða sköpunarverkinu, eins og það birtist oss jarðarinnar börn- um. Þá opinberun finnur krist- inn maður í Syninum. „Enginn hefir nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti Föðurins, hann hefir veitt oss þekkingu á honum.“ Jakob Jónsson — TIMINN, 22. nóv. Þegar rafvirkinn kom heim að borða, sá hann að Einsi litli var með fingurtraf. — Hvað er að þér, sagði pabbi, hefirðu meitt þig? — Nei, ég náði í stóra randa- flugu, en hún var þá ekki ein- angruð. ☆ Kennarinn ætlaði að leggja litla nemandanum sínum heil- ræði, og sagði að það væri heim- skulegt að óska sér þess, sem maður hefði ekki. — Hvers annars getur maður óskað? spurði drengurinn. Þáttur kirkjunnar áusiness and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Simcoe St. Winnipeg, Man. J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLUG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgtS, bifreitSaábyrgtS o. s. frv. Phone 92-7538 1 Dr. A. V. JOHNSON i Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur I augna, eyrna, nef og hálssjökdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 92-3851 Heimasími 40-3794 DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Sol.icitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Sireet. Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managlng Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Re*.: 72-3917 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hofið Höfn í hugo Heimili sólsetur«barnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C. SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Minnist BETEL Selur Hkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá beztl. StofnaB 1894 SlMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternlty Pavilion General Hospital, NelTs Flower Shop Wedding Bouquets. Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 Lesið Lö SELKIRK METAl PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfy.nding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, símiC til KELLY SVEINSSON (25 Wall St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. Símar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance ln all its branches Real Kstate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 48-1480 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih St. Winnipeg PHONE 92-4824 í erfðaskrám yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederatlon Llfe Building WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Krlstjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Wlnnlpeg, Man. Phone 92-3581 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's Eiectric Ltd. 636 Sargeni Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFTAT Phone 3-48! 0

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.