Lögberg - 28.01.1954, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG* FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1954
„O, ekki held ég það“, sagði Magga. „Ég býst við að hún kærði'
sig ekki mikið um að hann gengi í gjafafötum, hún móðir hans.
Hún hefur saumað buxurnar sjálf, en peysan er útlend. Finnst þér
hann ekki sæmilega myndarlegur núna, hann sonur þinn?“
„Jú, víst er hann það, anginn litli“, svaraði hann hlýlega og
strauk eftir kollinum á drengnum. „Ertu dálítið upp með þér, vinur
minn, af því að Magga segir, að þú sért myndarlegur?“
„Hann verður allur í móðurættina“, sagði Magga hreykin.
En Jói lét dæluna ganga við Þóru, meðan hann var að borða,
um lömbin, hvað þau væru væn hennar lömb. Hann gat aldrei
fellt sig við sameign á búpeningnum, eignaði Sigurði það, sem
komið var út af þeim skepnum, er hann hafði komið með utan frá
Hvoli. Hinar átti Þóra, og þær voru allar talsvert bústnari. Það
var af því, að þær voru aldar upp á heyjunum í dalnum, en ekki
þaragumsinu úti á ströndinni. Það sagði Siggi á Nautaflötum.
„En folaldið hans Sigurðar, það er mikið fallegra en þitt folald“,
endið Jói ræðuna.
„Jæja, er það svona stórt“, sagði Þóra. Svo bætti hún við og
brosti:
„Skyldi Björn hafa nokkurt vit á því, að það væri fallegt?"
Þá tók Sigurður drenginn á handlegg sér og fór með hann út.
Jói fór á eftir. Eftir dágóða stund kom hann inn með drenginn í
fanginu. „Nú er Björn litli orðinn ríkur“, sagði hann brosleitur.
„Hann á bæði kind og hross. Sigurður gaf honum folaldið sitt.
Hann var ósköp kátur og vildi skoða það, en það gat nú ekki
gengið".
Þegar búið var að kveikja, tók Þóra drenginn og bar hann
fram að fremsta rúminu, þar sem Sigurður lá hálf sofandi. „Það má
víst ekki minna vera, en að hann þakki þér fyrir hrossið, sem þú
gafst honum“, sagði hún og lét drenginn kyssa hann.
„Hann má til að eignast hross, fyrst hann er svona stór og
myndarlegur drengur“.
Hún laut niður að honum og kyssti hann líka.
„Það lítur út fyrir að hann verði hraustur og heilsugóður,
blessað barnið“, sagði hún óvenju hlýlega.
„Ertu nú sátt við mig?“ spurði hann lágt. Hún svaraði honum
með öðrum kossi. Hann andvarpaði feginsamlega. Þá var þá þessi
hviðan búin. Reynandi að koma ekki svona fram við hana aftur.
STÓRA GRÖFIN
Lísibet húsfreyja sagði svo fyrir, að taka skyldi svo stóra gröf
í garðinum, að þau hjónin gætu verið hjá litlu stúlkunni.
„Við höfum hana á milli okkar“, sagði hún við mann sinn. Og
hann svaraði eins og hann var vanur:
„Þú ræður því, góða mín, það þarf þá ekki að ganga í það
aftur“.
Svo var tekin stór gröf, hlaðin innan með grjóti, svo moldin
hryndi ekki ofan á kistuna litlu, sem var látin síga niður í þetta
gímald, alþakin blómum, og sýndist svo átakanlega einmana. Svo
var stór tréfleki lagður yfir gröfina, eins og skilrúm milli lifandi
og dauðra. Svona útbúnaður hafði ekki sézt fyrr þar í dalnum, og
það var ekki laust við, að sumum fyndist það bera vott um að
ríkidæmið héldi þó velli í lengstu lög.
Anna hélt vasaklútnum fyrir andlitinu og grét beisklega,
þegar þungi tréhlerinn byrgði barnið hennar algerlega, og hún
átti aldrei að fá að sjá það framar.
Fyrstu dagana eftir jarðarförina gekk hún ofan að gröfinni á
hverjum morgni, strax og hún var komin á fætur, og stóð þar
dálitla stund. En þegar fór að kólna í tíðinni, lét hún sér nægja
að standa við stofugluggann og horfa ofan í garðinn. Einn morgun-
inn spurði hún fóstra sinn, hvort hann héldi ekki, að henni Lísibetu
litlu væri kalt einni þarna niðri í stóru gröfinni.
„Ja, nei, nei, barnið mitt!“ svaraði hann.
„Þetta er ekki annað en duftið, sem sameinast moldinni,
andinn er farinn til guðs, sam gaf hann. Þú ættir að lesa betur í
biblíunni“.
Hún reyndi að lyfta huganum til himins með biblíu- og
sálmalestri, en hann vildi ekki yfirgefa litla, kalda líkamann í
kistunni. „Ég get víst aldrei gleymt henni“, andvarpaði hún
raunaleg á svipinn. „Ætli nokkur móðir geti gleymt dána barninu
sínu?“
Lísibet talaði um það við hana, að það væri hollara fyrir hana
að ganga úti, þegar veðrið væri gott, en að sitja inni og lesa í
biblíunni, þótt það væri góð bók. Kannske vildi hún fara út að
Hvammi að gamni sínu. En hún komst aldrei lengra en út fyrir
túngarðinn. Þar sneri hún við og var setzt niður hjá leiðinu eftir
stuttan tíma.
„Það fer eins og ég hef sagt, að hún lognast út af á eftir
barninu, áður en langt líður“, sagði Sigga gamla einn morguninn
við Finn úti á hlaðinu. Finnur gamli athugaði bæjarbustina
vandlega, áður en hann svaraði.
„Ónei, Sigríður sæl. Það verður einhver á undan henni í garð-
inn, sem hraustari sýnist vera. Veikt blóm getur lifað lengi í
hlýjum jarðvegi. Hún á eftir að sjá barnabörnin sín, býst ég við,
konan þessi“.
Sigga gamla hnussaði og gretti sig.
„Alltaf kemurðu með einhverja skynsemina, karl, þykistu nú
sjá þetta þarna uppi í mæninum, eða hvað?“ spurði hún önug.
„Það yrði ekki óskemmtilegt fyrir hann að búa við hana allan
þann tíma, ef hún verður alltaf lík því, sem hún er núna“, bætti
hún við.
Finnur gamli glotti bara svo ákaflega einfeldnislega og rölti
niður fyrir bæinn, en Sigga tautaði eitthvað, um að hann væri
alltaf sami sérvitringurinn, sem enginn maður gæti skilið.
Eftir hálfan mánuð var farið að létta ögn yfir heimilinu. Siggi
var farinn að rétta frá sér fæturna í myrkrinu, af gömlum vana,
til að láta stúlkurnar detta um þær. Þá átti hann það víst, að þær
flugu á hann í staðinn, en hann gerði það ekki, nema þegar hús-
bændurnir voru hvergi nálægir. Þetta alvörulíf var að verða
kæfandi. Þá veiktist hreppstjórinn allt í einu af lungnabólgu. Það
var strax náð í meðul, en þau virtust lítið gagn gera. Á þriðja
sólarhringnum versnaði honum svo, að sjálfsagt var að leita
læknis að nýju. Jón stóð ferðbúinn á hlaðinu, þegar Borghildur
kom út og sagði honum, að mamma hans vildi finna hann áður en
hann færi. Hann hljóp inn með svipuna í hendinni. Móðir hans
stóð við rúm sjúklingsins, döpur og kvíðafull á svip. „Hvað var
það, góða?“ spurði hann.
„Gleymdu ekki að kveðja hann. pabba þinn“, sagði hún.
Hann færði sig nær rúminu.
„Ég hélt, að hann svæfi eða mókti“. Hann tók af sér vettling-
inn og lagði höndina á brennheitt enni sjúklingsins og sagði í
hlýjum gælurómi, eins og hann væri að tala við barn:
„Ég kom til að kveðja þig, elsku pabbi! Ég er að fara
ofan á Ós“.
Faðir hans leit á hann óskýrum augum. „Ætlarðu nú að fara
að drekka?“ spurði hann með erfiðismunum.
„Nei, ég ætla að finna lækninn. Kannske hann geti látið eitt-
hvað, sem þér batnar af“, flýtti Jón sér að segja.
„Þú ættir ekki að venja komur þínar í það hús; það verður
þér til ógæfu, eins og honum föður þínum. Það var í því húsi, sem
hann drakk frá sér heilsuna og vitið“, sagði sjúklingurinn 1 sama
ruglingslega málrómnum. „Þú líkist honum alltaf meir og meir,
sama gasprið og ábyrgðarleysið“, bætti hann við, svo lágt, að það
rétt heyrðist.
„Þetta er óráð“, sagði Lísibet með óstyrjtri röddu. „Hann er
ekki með réttu ráði. Kveddu hann, góði minn, og vertu svo fljótur,
sem þú getur“.
„Já, vertu fljótur“, stundi sjúklingurinn. „Þú mátt ekki láta
hana sitja eina við gluggann og bíða, þegar við erum bæði farin“.
Eftir tæpa tvo tíma reið Jón í hlaðið á löðursveittum hestin-
um. Borghildur stóð í dyrunum. Jón tók glasaböggul úr vasa sínum
og rétti henni. „Farðu með þetta til mömmu, Borga mín. Ég ætla
að spretta af hestinum, svo hann geti velt sér. Ég hef riðið eins
og fantur“.
Hún hreyfði sig ekki.
„Þeirra þarf ekki við; hann er dáinn fyrir hálftíma", sagði hún.
„Hvað segirðu?“ spurði hann. „Er hann pabbi dáinn?“
Hún játaði. Hann horfði á hestinn eins og utan við sig, sá
hann beygja knén og bylta sér á hliðina ,og( velta sér rösklega.
„Ég gat ekki verið fljótari“, sagði hann. „Læknirinn var ekki
heima. Ég varð að bíða þó nokkuð lengi“.
Borghildur hristi höfuðið.
„Hverjum heldurðu að detti í hug að kenna þér um þetta?
Verður ekki hver að hlýða, þegar kallið kemur?“
Jón bar hnakkinn og beizlið inn í skemmu. Fyrst svona var,
lá ekkert á að fara inn; það var heldur ekki laust við, að hann
hikaði við að horfast í augu við dauðann í annað sinn. Samt gekk
hann hægt inn í hljóðlausan bæinn. Baðstofan var mannlaus,
nema Sigga gamla lá magnlaus uppi í rúmi undir yfirsæng. Móðir
hans hafði ekki lokið við að greiða manni sínum, þegar hann
kom inn. Henni fannst hún ekki geta gert það nógu myndarlega.
Jón stanzaði við hlið hennar og horfði á sviplaust andlitið.
„Heldurðu, að hann sé dáinn, mamma? Mér finnst ég ekki geta
trúað því. Það er svo stutt síðan hann talaði við mig,“ sagði
hann lágt.
„Já, hann er dáinn, án þess að fá rænuna. Ég hef þó þráð það
svo mikið að geta talað við hann. En Drottni þóknaðist ekki að
gefa mér tækifæri til að létta af samvizkunni, enda átti ég það
ekki skilið. Ég hef ekki verið eins hreinskilin og ég átti að vera;
hann var svo saklaus og vandaður".
Hún titraði af grátekka. Jón tók hana í faðm sér og reyndi
að tala einhver huggunarorð við hana. Hann mundi ekki eftir því
að hafa séð hana gráta fyrr.
„Farðu og talaðu við Önnu, góði minn“, sagði hún. „Lofaðu
mér að vera einni hjá honum. Ég ætla að tala við hann, þótt hann
heyri ekki til mín lengur, elsku maðurinn minn“. Jón yfirgaf hana,
fyrst hún óskaði þess. Anna var víst frammi í litla herberginu
inn af stofunni. Þar höfðu þau sofið síðan húsbóndinn veiktist.
Þar sat hún með Jakob litla í fanginu. Hann var sofnaður. Jón
kyssti konu sína, tók drenginn og lagði hann út af í rúmið.
„Veiztu það, að sorgin, er komin aftur í heimsókn til okkar?“
hvíslaði þún. Já, hann vissi það, að hún var komin og hafði drepið
á dyrnar. Hann hafði þó svo oft sungið um það, að hann ætlaði
sjálfur til dyranna og segja henni, að hann væri í önnum og gæti
ekki sinnt henni. En nú var hún komin í öllu sínu veldi, alla leið
inn í bæinn, án þess henni væri boðið það, og það urðu allir að
sinna henni, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt, hann engu
síður en aðrir.
Það var eins og heimilið hefði dáið að hálfu leyti með hús-
bóndanum. Fólkið gekk hljóðlaust um bæinn og talaði tæplega
fullum rómi. Finnur gamli sagði, að það væri dagsanna, að ef
tvær líkkistur væru fluttar af sama heimili með stuttu millibili,
bættist sú þriðja við áður en árið væri liðið, eins myndi verða
núna. Svo bætti hann því við, að það mætti gjarnan verða xistan
sín. Lísibet var ákaflega syrgjandi. Hún hafði unnað manni sínum
mjög mikið og hjónaband þeirra verið sönn fyrirmynd.
Daginn fyrir jarðarförina var stóra gröfin opnuð. Jón leiddi
konu sína ofan að henni, svo hún gæti séð hvað litla kistan væri
hrein og falleg, alveg eins og hún var fyrir ijiánuði, þegar þau sáu
hana síðast. Aðeins kransarnir voru farnir að gulna. „Ég bý til
nýja kransa“, sagði hún ótrúlega stillt. „Og svo verður pabbi hjá
henni“.
Hún vakti um nóttina til að laga kransana. Borghildur hjálp-
aði henni. Það kom múgur og margmenni til jarðarfararinnar.
Þóra í Hvammi kom inn með spariföt manns síns á hand-
leggnum og þvottavatn í fati. Hann rak upp stór augu. „Hvað
ætlarðu með fötin mín?“ spurði hann.
„Þú fylgir líklega hreppstjóranum til grafarinnar í dag, eins
og aðrir bændur sveitarinnar. Mér hefur líka skilizt, að þér fyndist
hann vera eini maðurinn hér í dalnum, sem nokkuð væri í varið“,
svaraði hún nokkuð fasmikil.
Sigurður ranglaði um gólfið, hálf vandræðalegur á svip.
„Ég hafði ekki ætlað mér að þiggja góðgjörðir af Nautaflata-
fólki“, sagði hann loks.
„Svona, reyndu að stinga þessum nágrannakryt í vasann“,
sagði Þóra. „Hann er óvanalegur hérna í dalnum og sómir sér hálf
illa. Þú þarft varla að vera hræddur um mig fyrir Jóni í dag.
Það verða of margir í kringum okkur, til þess að hætta sé á
ferðum“.
Sigurður anzaði engu, en fór að þvo sér, hálf kindarlegur á
svipinn. Nokkru seinna riðu þau suður grundirnar. Þóra ríghélt
við Mósa, svo þau gætu riðið samhliða. Þetta minnti bæði á, að
þau hefðu einu sinni áður riðið þessar sömu götur til kirkjunnar í
slagviðri og kulda. Þóru fannst vera ógnar langt síðan, þó voru
það ekki nema rúm tvö ár; löng, erfið og hlýjulaus, eins og gift-
ingardagurinn hafði spáð. Sigurði fannst aftur á móti alltaf bjart
yfir þeim degi, þótt seinna syrti í lofti.
„Þetta hefði nú getað farið betur fyrir okkur“, sagði hann
upphátt.
„Hvað?“ spurði hún hissa. Skyldi hann vera að hugsa um
það sama?
„Ja, þetta með samlyndið11, sagði hann.
„Nú, finnst þér það ekki alltaf ákjósanlegt?“ spurði hún
stuttlega.
„Ég bjóst við því betra“, svaraði hann.
„Það er víst engin von á, að það tækist betur. Ég var búin að
segja þér, að það færi aldrei vel, þegar fólk þekktist eklcert“.
„Það læt ég vera, þótt við þekktumst lítið“, sagði hann og
setti upp óviðfelldinn guðræknissvip. „En það er annað. Það þurfa
öll hjón að vera hreinskilin hvort við annað“.
Hvað skyldi nú koma? hugsaði Þóra. Áleit hann, að hún væri
svo bljúg, af því að hún var á leiðinni til jarðarfarar, að hún færi
að skrifta fyrir, hvað gerðist í stofunni forðum. Það yrði víst
ekkert af því í þetta sinn. Hún tautaði eitthvað um að þessi kerl-
ingarreið væri óþolandi og gaf Mósa lausan tauminn, og reið í
spretti það sem eftir var fram að hrossaréttinni. Sigurður lét Rauð
skokka á eftir.
Við réttina var hópur af dalbúum.
Sigurði fundust þeir ólíkt hlýlegri en þegar hann kom fyrst
til kirkju að Nautaflötum. Þeir heilsuðu honum jafn kumpánlega
og konu hans. Allir töluðu um, hvað hér væru orðin snögg um-
skipti og hvað sveitin hefði misst mikið, þar sem Jakob var. Þessi
prúði og skynsami maður.
„Hann fór allt of snemma", kallaði Sigurður gamli á Hóli.
„Hvað skyldi Jón geta hugsað um hreppstjórnina; þessi „tralli“,
sem aldrei hefur hugsað um annað en að dansa og drekka“.
„Það getur þá líklega einhver eldri tekið það starf að sér“,
lagði Sigurður í Hvammi til málanna.
„Nei, það má enginn annar taka hana að sér“, sagði Sigurður
gamli. „Hún hefur aldrei gengið úr ættinni. Hreppstjórinn hefur
alltaf átt heima á Nautaflötum og alltaf heitið Jón eða Jakob svo
lengi sem nokkur man. Strákurinn er svo sem vel gefinn, þó hann
ungur sé“.
í flestu eru dalbúar dálítið sérkennilegir, hugsaði Sigurður í
Hvammi; en hann sagði ekkert um það upphátt. En að hugsa sér
Jón hreppstjóra, fannst honum hlægilegt. Líklega yrði sérvizkan
að ráða þar eins og annars staðar. Þóra lagaði hálstauið á manni
sínum, áður en þau fóru heim. Honum hlýnaði yfir því, að ekki
væri henni þá sama um, hvernig hann liti út. Vagn á Múla gekk
fram hjá þeim og glotti kindarlega um leið og hann kastaði kveðju
á Sigurð: „Sæli nú, Siggi!“ en rétti Þóru höndina. Sigurður tók
þurrlega undir þessa lítilmótlegu kveðju. Svo var gengið til bæjar.
Jarðarförin fór fram á venjulegan hátt. Elztu bændurnir úr
dalnum báru kistuna í kirkjuna og úr henni aftur. Finnur gamli
var einn líkmannanna. Hann var fram úr hófi hjárænulegur og
hafði ekki talað orð við nokkurn mann allan daginn. En þegar
búið var að moka ofan í gröfina, sagði hann hálf-hátt, eins og við
sjálfan sig: „Við höfum vaxið með honum og elzt með honum.
Hann var þó yngstur okkar; því þurfti hann að verða fyrstur? Ég
er fimm árum eldri. Þess vegna átti ég að fara á undan“.
Sigurður gamli á Hóli heyrði undarlega vel þetta eintal gamla
mannsins. Hann skellti stóra hramminum á honum og sagði
hörkulega:
„Þetta bíður allt síns tíma, Finnur sæll! í dag mér, á morgun
þér. Við smátínumst á eftir. Þú þarft varla að kvíða, meðan hús-
móðurinnar nýtur við. Og þótt hennar njóti ekki við lengi, þá er
hann sonur hennar, hann Jón, og lætur ekki fjúka að þeim, sem
minnstir eru“.
„En það verður autt sætið hans Jakobs fyrst um sinn“, sagði
Finnur gamli dauflega.
HEIMSÓKNIR OG GJAFIR
Dagarnir mynduðu vikur og vikurnar mánuði. Heimilisfólkið
á Nautaflötum fór að venjast því, að húsbóndann vantaði. Hann
hafði oft verið burtu, en nú þurfti ekki að vonast eftir honum
framar. Fötin hans voru send fram að Seli. Engir aðrir en þeir
feðgarnir voru þess verðir að koma í þau. Reiðhesturinn hans var
skotinn þar fram frá daginn eftir jarðarförina. Hann átti ekkert
erindi heim að Nautaflötum framar. Lísibet var óþekkjanleg kona.
Hún var föl og döpur og sat oftast nær inni, en lét Borghildi hugsa
um húsmóðurstörfin, enda var hún orðin þeim vön. 1 byrjun jóla-
föstu hætti hún að klæða sig, sagðist vera þreytt og ætla að hvíla
sig nokkra daga, svo mundi hún hressast aftur. Þrem dögum eftir
kom Anna Pétursdóttir frá Brekku fram eftir með fataböggul
undir hendinni og sagði Borghildi og Önnu, að sig langaði til að
gera Lísibetu eitthvað til þægðar, meðan hún væri-í rúminu.
„Þú ert ævinlega velkomin, Anna mín, og ekki sízt núna“,
sagði nafna hennar. Og Lísibetu þótti fjarska vænt um komu
hennar, sem sýndi ljóslega, að hún var ekki vanþakklát stúlka.
Anna var líka framúrskarandi glaðlynd og lífgaði heimilið. Kon-
urnar í sókninni komu í heimsókn til Lísibetar og höfðu með sér
krakkana, sem hún hafði oft haft á heimili sínu og hlynnt að á
allan hátt. Þær fóru ríkari en þær komu, og börnin líka. Lísibet
hafði aldrei verið smátæk á gjafir sínar, sízt núna. Og konurnar
sýndu nágrannakonum sínum, hvað hún hafði glatt þær og börnin,
„blessuð manneskjan“; hún gerði það ekki endasleppt. Þá leið ekki
á löngu, þangað til sú hin sama lagði af stað fram eftir. Allar
þóttust þær fullvissar, um að hún stigi ekki á fæturna aftur, þessi
mikla velgjörðakona sveitarinnar.
Rétt fyrir jólin versnaði tíðin, og um hátíðarnar voru sífelld-
ar hríðir. Þá gat enginn komið í heimsókn. Eftir nýárið stillti til,
en þá var kominn mikill snjór og gott skíðafæri. Magga gamla í
Hvammi talaði um það við, Þóru, að einhverntíma þyrftu þær að
fara fram eftir og kveðja blessunina hana Lísibetu í síðasta sinn.
„Ég á ekki von á því, að Lísibet liggi á banasqenginni“, svaraði
Þóra. „Ég vona, að hún eigi eftir að lifa mörg ár í nágrenninu
við okkur“.
„Þetta segja allir, að hún muni ekki fara aftur á fætur“, sagði
Magga gamla dauflega. Og það dróst allan janúar að þær færu
fram eftir. Magga var ekki góð skíðakona, en treysti sér ekki til
að ganga í svona miklum snjó. En Þóra þóttist vita, að það kostaði
ólund, ef hún færi, eins og vant var. En samt hafði Sigurður aldrei
lagt nágrönnum sínum til, síðan hann fylgdi hreppstjóranum til
grafarinnar, nema hann var vantrúaður á það, að Jón gæti verið
hreppstjóri, svo nokkur mynd yrði á.