Lögberg - 28.01.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.01.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SAEGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publlshed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Faróð að rofa til Þótt illvíg og ómannúðleg afturhaldsöfl enn ráði víða ríkjum, er þó smátt og smátt farið að rofa til og ofurlítil skynsemisglæta farin að komast að þar sem blindni og hatur áður héldu ráð; og víst er að minsta kosti um það, að staða kvenna í þjóðfélaginu er nú jafnt og þétt að öðlast þá viður- kenningu, er henni frá öndverðu bar, þó þrælslunduð ýfir- stétt, sköpuð í miðaldamyrkri, léti sér sæma að synja mæðrum mannkynsins um jafnrétti við karla unz þar kom, að vaxandi réttarmeðvitund krafðist úrslitalausnar í málinu. Á árinu, sem leið, var pólitískt jafnrétti kvenna viður- kent að fullu í Mexico, og í síðastliðnum maímánuði voru gerðar stjórnarskrárbreytingar á E1 Salvador og Haiti, er veittu konum kosningarétt og kjörgengi; um sömu mundir afgreiddi gríska þingið stjórnlagabreytingu, er heimilar konum almennan kosningarétt, en áður fengu þær einungis neytt atkvæðisréttar í bæja- og héraðsstjórnakosningum. Árið 1945, er grundvallarsáttmáli sameinuðu þjóðanna var staðfestur, hlutu konur í tuttugu og tveimur þjóðlöndum almennan kosningarétt, en í sextíu löndum jafnrétti varð- andi atvinnu, félagsmál og aðgang að æðri mentastofnunum; félagssamtök kvenna um víða veröld hafa látið málið mikið til sín taka með margs konar fræðslustarfsemi, er borið hefir mikinn og góðan árangur; verkalýðsfélög og stjórnmála- samtök frjálslyndra flokka, hafa og veitt jafnréttiskröfum kvenna hvarvetna einhuga fylgi og orðið vel ágengt. Kvenfélög í Indlandi, Suður-Ameríku og Egyptalandi, krefjast nú eigi aðeins jafnréttis við karla í pólitískum efnum, heldur einnig á vettvangi starfsmála og félagslegs öryggis; konur í Indlandi berjast af kappi miklu gegn fjöl- kvæni, barnagiftingum og öðrum úreltum venjum, sem draga úr heimilishelginni og veikja siðferðisþrótt þjóð- félagsins. Saga liðinna alda hefir sýnt og sannað, að undir póli- tískum og félagslegum þroska kvenna, er velferð mann- kynsins að miklu leyti komin. Hvernig væri mannúðarmálunum háttað ef eigi væri fyrir hjartalag konunnar og hennar líknandi hönd? ☆ ☆ ☆ Ákveðin tilraun til sparnaðar Höfuðborg Bandaríkjanna hefir, að því er fróðir menn segja, skipt allmjög um svip, síðan Republicanar með Eisenhower í fararbroddi settust þar að völdum; ýmsir eru brosandi útundir eyru, en aðrir súrir á svip; þetta er nú í sjálfu sér engin nýlunda, er um stjórnarskipti ræðir, nýir gæðingar fá feita bita, en gamlir andstæðingar reknir miskunnarlaust út á guð og gaddinn. Um þær mundir, er Truman forseti vék úr embætti, hafði stjórnin í þjónustu sinni hvorki meira né minna en 2,500,000 starfsmenn, flesta hálaunaða, og þá sennilega f ýmissum tilfellum lítt takmarkað kaffihlé í þokkabót, með því að ekki er ávalt í það horft hvað fólkið borgar fyrir brúsann. A hinu fyrsta stjórnarári sínu hefir Eisenhower, að tillögum ráðunauta sinna, fækkað starfsmönnum hins opin- bera um 176,000, og er þetta þó í rauninni enn eigi nema byrjunin; í Washington mæltist þessi niðurskurður mis- jafnlega fyrir, þó þjóðin yfir höfuð fagni því, að dregið verði eitthvað úr óhóflegri bruðlun í sambandi við ríkis- reksturinn. Eisenhower forseti hefir hvað ofan í annað lýst yfir því, að vegna hinna risavöxnu, en jafnframt óhjákvæmilegu útgjalda til hervarnanna, yrði sparnaðurinn að koma fram á öðrum sviðum, og því þá ekki að skapa fagurt fordæmi með því að hreinsa til á stjórnarsetrinu sjálfu með því að fækka þar „feitum gæsum“, eins og amerískt blað nýlega orðaði það. Hvernig Eisenhower tekst til um sparnaðarráðstafanir sínar þegar fram í sækir, getur orðið álitamál, því hann styðst einungis við veikan meirihluta á þingi. I öndverðum nóvembermánuði næstkomandi fara fram almennar kosningar til neðri málstofu þjóðþingsins, en í Senatið skal kjósa einn þriðja; um úrslit slíkra kosninga verður vitanlega á þessu stigi málsins engu spáð; en hitt dylst engum, að á þinginu, sem nú stendur yfir verður mörgum brögðum beitt með hliðsjón af háttvirtum kjós- endum og væntanlegu fylgi þeirra. Fram að þessu hafa Demokratar ekki verið neitt sér- staklega kröfuharðir, en eftir því sem lengra líður á þing má vel ætla að þeir færist í auka og heimti æ meira og meira til að fylla hít kjördæma sinna; vitaskuld þurfa Republicanar einnig að afla sér og sínum álitlegra bitlinga áður en að kjörborðinu kemur í haust ,og reynir þá fyrst á þolrif forseta varðandi sparnaðinn, er hann auðsjáanlega í fullri alvöru ber svo mjög fyrir brjósti. I lýðveldislöndum er breitt djúp staðfest milli þess, að bera alla ábyrgð á stjórnarfarinu eða hins, að vera í stjórnar- andstöðu og leika sér einkum að því, að finna að og heimta. Fram að síðustu kosningum höfðu DemQkratar farið með völd í Bandaríkjunum í samfleytt tuttugu ár og voru víst farnir að halda að þeir ættu alla þjóðina; en þó vitan- lega væri margt vel um stjórnarforustu þeirra, verður sú staðreynd eigi umflúin, að taumlaus fjárbruðlun ætti sér stað; slíkt ástand þurfti lagfæringar við og er þess því að vænta, að þjóðin veiti Eisenhower alt hugsanlegt fylgi í því augnamiði, að hann fái hrundið sparnaðarráðstöfunum sínum í framkvæmd. Fógætt hugrekki Alhyglisverð saga um það hversu glæpamannafélagið Ku Klux Klan varð að láia í minni þckann fyrir hugrekki og ein- beilni negrans Roberis Russa Moion Það var kvöld nokkurt árið 1892 að ég fór að hlýða á sam- söng kórfélaga frá Hampton- skóla — einum af stærstu negra- skólum í Bandaríkjunum. — Ég hafði reyndar ávallt verið heill- aður af hinum mjúklátu röddum negranna og h i n u m trega- blöndnu, dramatízku söngvum þeirra. En að þessu sinni snertu þeir mig sérstaklega djúpt. — Ef til vill var það söngstjórinn, sem hreyf mig, hávaxinn, ungur negrastúdent sem bauð af sér svo góðan þokka. Eftir samsöng- inn flutti hann ræðu og hvatti áheyrendur til þess að leggja negraskóla Hamptonborgar lið. Hann hóf ræðu sína með því, að segja nokkuð frá fortíð ættar sinnar. Hann mælti á þessa leið: „Faðir langafa míns var höfð- ingi Mandingo-ættkvíslarinnar í norðvestur A f r í k u . Ættkvísl þessi var herská, víðkunn og bauð af sér mikinn ótta vegna hugrekkis og óhlífisemi. — Dag nokkurn sendi höfðinginn son sinn niður til strandar með hóp svertingja, sem teknir höfðu ver- ið til fanga í ófriði við fjand samlega ættvísl og átti nú að selja þá amerískum þrælakaup- manni. Skipstjórinn á þrælaskip- inu tók höfðingjasyninum hið bezta og lokkaði hann til að drekka whisky unz hann soín- aði. Þegar hann reis úr rotinu, var skipið komið út á rúmsjó. Síðan var hann seldur í þræl- dóm í ríkinu Virginíu. — En svo vel tókst til, að hinn nýi hús- bóndi haná lét hann sæta góðri meðferð og sýndi honum þá mannúð, að leyfa honum að kvænast þeirri stúlku, sem hann kaus sér.“ „Ég harma það ekki, að þessi forfaðir minn fluttist til Am- eríku. Án þess hefði ég ekki átt kost þeirrar menntunar, sem ég hefi öðlast í Hamptonskóla og ekki verið fær um að vinna fyr- ir málstað kynþáttar míns.“ Þetta var fyrsta sinn, að fund- um okkar Roberts Russa Moton bar saman. Upp frá þessu tókst menningarsamstarf milli Hamp- tonskóla og svertingjaskólans í Tuskegee, þar sem ég átti sæti í stjórninni. — Með starfi söng- kórs síns og öðrum ráðum tókst Moton að safna nokkrum millj- ónum dollara til hins gamla svertingjaskóla í Hampton. Hon- um var málstaður hins svarta kynþáttar heilagur. Og hann átti 30 árum síðar, eftir að sýna það með þeim hætti, sem vakti at- hygli um gjörvöll Bandaríkin. Þegar forseti Tuskegeeskól- ans, hinn frægi forvígismaður svertingjanna, Booker Washing- ton, féll frá, varð stjórn skólans einhuga um að kveðja Robert Russa Moton til þess að taka við stöðunni. Árið 1922 ákvað stjórn Banda- ríkjanna að láta reisa hermanna- spítala í Tuskegee handa svert- ingjum, sem höfðu særst og fatl- ast í fyrra stríðinu. — Tuskegee er einkar fallegur lítill bær; sem íbúunum þykir mjög vænt um. Og þeir hafa ávallt sýnt negra skólanum þar mikla velvild og áhuga og fjölmennir sótt skemmt anir skólans og dásamlega sam- söngva svertingjakórsins. Bærinn og skólinn gófu sam- eiginlega lóð undir hina fyrir- h u g a ð a hermannaspítala. Og þegar húsið var komið undir þak, beindi stjórn Bandaríkj- anna fyrirspurn til Motons þess efnis, hvort honum sýndist ráð- legt, að læknastöður við spítal- ann yrðu veittar svertingjum einum. Moton svaraði á þá leið, að eins þá væri málum háttað, með því að sjúklingarnir yrðu svertingjar og með því að lækn- ar af svertingjakyni hefðu ekki leyfi til þess að starfa við hin stóru sjúkrahús landsins, teldi hann það bæði rétt og sann- gjarnt, að veita þeim þetta tæki- færi. — Og ríkisstjórnin fór að ráðum hans og skipaði svertingja í allar læknastöðurnar. En þegar þessi ákvörðun varð kunn í Alabamaríki kvað við ramakvein. — Læknastöðunum mundu fylgja foringjanafnbót í hernum. En foringjar í hernum höfðu ávallt verið hafðir í mikl- um hávegum í Suður-ríkjunum. Borgararnir í Tuskegee og víðar höfðu hugsað sér til hreyfings að bjóða þeim heim til sín. Það reis upp alda sterkra og háværra mótmæla, en Ku Klux Klan blés að glæðunum. Ríkisstjóri Ala- bama, þingmennirnir og aðrir háttsettir borgarar sendu mót- mæli itl hvíta hússins í Wash- ington og fóru eindregið þess á leit að forsetinn breytti þessari ákvörðun. En forsetinn neitaði. Þá komst æsing manna í Ala- bama á hættulegt stig. Og nú fór Ku Klur Klan á stúf- ana og ritaði Robert Russa Mot- on bréf, þar sem þess var kraf- ist að hann afturkallaði tillögu sína til ríkisstjórnarinnar varð- andi skipun negralækna við hið nýja sjúkrahús. Að öðrum kosti var því hótað, að menn frá félag- inu mundu gera honum heim- sókn og sjá svo til, að hann skipti um skoðun. Þetta ill- ræmda glæpafélag, sem dulbúið knúði fram vilja sinn með of- beldi og morðum hafði aldrei átt marga áhangendur í Tuskegee. Og þégar fréttist um þessa hótun urðu borgararnir gripnir á- hyggjum og kvíða. Næsta dag var gert ráð fyrir því, að Ku Klux Klan mundi þegar framkvæma hótun sína og hugaræsing manna í Tuskegee komst í algleyming. Tuttugu manna sendinefnd fór á fund Motons. Voru þar saman komnir allir embættismenn og helstu borgarar bæjarins. Dómarinn tók til máls og sagði: „Við berum í brjósti einlægan velvildarhug til skólans og til þín persónulega. Síðan Booker Washington stofnaði Tuskegee- skóla hefir enginn maður hér í bænum verið tekinn af lífi án dóms og laga (lynched). Til þess að afstýra hermdarverkum Ku Klux Klan verðum við eindregið að fara fram á það, að þú aftur- kallir bréf þitt til ríkisstjórnar- innar.“ Svar Motons, mælt fram af fyllstu rósemi, var á þessa leið: „Ég mundi breyta ranglega bæði gagnvart sjálfum mér og ykkur, ef ég breytti svo miklu sem stafkrók í bréfi mínu. Það er einlæg sannfæring mín, að læknar af svertingjakyni eigi að fá þetta tækifæri.” Hann reis upp úr sæti sínu og það var sem augu hans horfðu langt inn í framtíðina: — „Ég hefi hugsað þetta mál til þrautar. Ég er 55 ára gamall. Og ég hefi átt meiru gengi að fagna í lífi mínu en vonir stóðu til og ég á vini um öll Bandaríkin. Allir sjáum við h v í 1 í k u r svívirðingarblettur leynisamtök og framferði Ku Klux Klan er á okkar frjálsa þjóðfélagi. Ef þetta glæpafélag gerir nú alvöru úr hótun sinni mun rísa um gjörvöll Bandarík- in alda reiði og hneykslunar. Mál Ku Klux Klan verður tekið upp á Bandaríkjaþingi og ráð- stafanir gerðar til þess að brjóta félagsskapinn á bak aftur. Allt líf mitt og starf er byggt á þeirri sannfæringu minni, að hinn hvíti kynstofn eigi til að bera mannúð, umburðarlyndi og réttsýni. Án þessarar sannfær- ingar hefði líf mitt verið til- gangslaust. Og ef þessi trú bregst mér, óska ég ekki að lifa lengur." — Hann sók sér stutta málhvíld og mælti síðan: „Góðir samborgarar! Ég verð hér á mín- um pósti og tek afleiðingunum.“ Það varð djúp þögn. Allir stóðu hugfangnir og horfðu á þennan mann, sem var tilbúinn að láta lífið fyrir sannfæringu sína. Síðan tók dómarinn til máls: „Þú ert hugrakkur maður og rétturinn er efalaust þín megin. — Ef einhver óskar að svifta þig lífi, verður sá hinn sami fyrst að drepa mig. Ég mun taka mér stöðu milli þín og morðvarg- anna.“ Án frekari orða skipaði allur hópurinn sér um Robert Moton. Þegar þetta spurðist með skjót um hætti, urðu það hinir dul- búnu Ku Klux Klan glæpamenn, sem höfðu hraðan á að draga í land. Ekki varð úr hótun þeirra annað en það að 70 bifreiðir með um sex eða átta grímuklæddum mönnum ók framhjá skólanum. Úti fyrir stóðu um 300 negra- stúdentar og horfðu á eins og um skrúðgöngu væri að ræða. — Fór hér sem jafnan verður að ’harðstjórar hrökkva til baka er þeir mæta geiglausri mótstöðu. Robert Russa Moton andaðist árið 1940 og hans er enn um heim allan minnst sem negrans, er reis gegn Ku Klux Klan og bar sigur af hólmi. Jólagjafir til elliheimilisins Höfn Miss Bertha Jones, Los An- geles, Cal., $100.00; Dr. and Mrs. Guttormsson, Watrous, Sask., $100.00; Mr. Valdi Johnson, Wyn- yard, Sask., $100.00. 1 kærri minningu um ástríka eiginkonu og móður, Margréti Bergsveinsdóttir Johnson. Mr. Bjarni Sveinsson, Van- couver, $100.00; Mr. Sveinn Sveinsson, Winnipeg, $50.; Ingi- bjorg Sveinsson, Long Island, N.Y., $50.; Mr. and Mrs. L. Sum- mers, Vancouver, $50.; Scandin- avian Business Men’s Club, Vancouver, $50.; Mr. Johann Kristjansson, Wynyard, Sask., $50.; Mr. and Mrs. S. Thorkels- son, Victoria, B.C., $35.; Victoria Icelandic Women’s Club, $25.; Icelandic Ladies’ Aid, Leslie, Sask., $15.; Icelandci Ladies’ Aid, Churchbridge, Sask., $10.; Ice- landic Ladies’ Aid, Wynyard, Sask., $10.; Mrs. Matta Fred- erickson, Vancouver, $25.; Mr. and Mrs. Mundi Egilson, Van- couver, $20.; Mr. G. Thorsteins- son, Los Angeles, Cal., $15.; Mr. Gisli Jonsson, Osland, B.C., 10. Osland, B.C., 10.; Mr. and Mrs. Mr. and Mrs. K. Einarsson, Framhald á bls. 8 380,000 trjóplönt'ur gróðursettar í Heiðmörk á fjórum órum Skógræktarslöðin í Fossvogi skilar að vori 200.000 plöntum til gróðursetningar Skógræktarfélag Reykjavíkur gerir þessa dagana atlögu að bæjarbúum með því að skora á þá að ganga í félagið og styrkja með því starfsemi þess og fegrun bæjarins og nágrennisins í heild. Verða bréf send í þessi skyni til nokkur þúsund Reykvíkinga, en fyrir eru í félaginu um 1400 manns. í viðtali sem Vísir átti við Einar Sæmundsen skógarvörð sagði hann að tilgangurinn með félagasöfnun þessari væri að leita hófanna um það hverjir vildu gerast félagar og þannig bindast samtökum um það að græða upp umhverfi Reykja- víkur og fegra. Því fleiri sem félagarnir eru, þeim mun auð- veldara er að haldu uppi starf- semi félagsins og þeim mun meira er hægt að afreka. Enda þótt Skógræktarfélag Reykjavíkur sé enn ungt að ár- um, aðeins sjö ára gamalt hefur það samt unnið afrek á þessum tíma með starfsemi sinni. Það hefur starfrækt stóra skógrækt- arstöð í Fossvogi með hinum á- gætasta árangri. Stöðin hefur stækkað og dafnað ár frá ári og að vori mun stöðin geta afgreitt um 200 þúsund plöntur til gróð- ursetningar. Og enn er ráðgert að auka plöntuuppeldið til muna ef fjárþröng hamlar ekki fram- kvæmdum. Með því að fá nógu marga meðlimi í félagið ætti þetta takmark að nást. Annað aðalverkefni Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur er gróðursetning í Heiðmörk. Nú þegar hafa 45 félög og starfs- mannahópar fengið þar úthlutuð svæði til gróðursetningar undir forystu Skógræktarfélagsins og hafa á 4 undanförnum vorum verið gróðursettar um 380 þús- und plöntur. Hér á íslandi þarf almennt meira átak til skógræktar en meðal annarra þjóða og verkefn- in hér meiri. — VISIR, 5 des. CH005ING A FIELD A Business College Education provides the basic information and training with which to begin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. Commence Your Business Training immediately! For Scholarships Consult % THE COLIMBI4 PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.