Lögberg - 28.01.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. JANÚAR 1954
5
yffffyytyyfttyfftfttyyytfti
ÁlitGAHÍL
IWLNNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
FISKUR ER HOLLUR
Ótrúlegt er hve íáir kunna að
meta gæði fisksins og stafar það
ef til vill af tvennu: Fyrst og
fremst gerir fólk sér ekki grein
fyrir, að í fiski felast sömu
næringarefni og í kjöti, en
fiskurinn er nokkru auðmeltari
en kjöt og er þess vegna í mörg-
um tilfellum miklu hoilari. Þetta
finna margir ósjálfrátt, því oft
heyrir maður fólk segja: ég er
orðinn þreyttur á kjöti, það er
svo þungt í maga, þegar það er
borðað í hverja máltíð; mig
langar í fisk! í öðru lagi kunna
ekki allir að fara með fisk né
matreiða hann. Það er ekki eins
vandfarið með nokkra fæðu
eins og fisk, því fáar matarteg-
undir skemmast eins auðveld-
lega. En kunni húsmóð'irin hins
vegar að velja fisk og matreiða
hann, þá eru fáar matarteg-
undri gómsætari.
Fyrst er að kunna að velja
fiskinn. Góður fiskur fæst aðeins
í verzlunum, sem kunna að
höndla hann. Fiskurinn skemm-
ist í höndum margra verzlunar-
manna, því þeir hirða ekki um
þá sjálfsögðu reglu að hafa ís á
þíðum fiski. Velja skyldi þykkan
og feitan fisk, en ekki þunnan
og langan fisk sömu tegundar;
fremur stinnan en ekki linan,
tálkn og augu skær, líflegan á
lit en ekki gulleitan, og fisk sem
ekki lyktar mikið.
Nú er komið til kasta húsmóð-
urinnar. Hún verður einnig að
fara varlega með fiskinn, passa
að kremja hann ekki eða kreista.
Ef hún kaupir heilan fisk ó-
slægðan, og sumar húsfreyjur
vilja hann helzt, hreistrar hún
hann fyrst og byrjar frá sporð-
inum og heldur áfram upp að
hausnum, sker opnin fiskinn og
tekur úr innvolsið, þvær blóðið
innan úr honum, skefur í burt
öll óhreinindin, nuddar hann
innan með salti, vindur hreina
dulu upp úr köldu saltvatni og
þurkar fi'skinn vandlega innan
og utan, vefur hann hann í vax-
pappír og geymir hann á köldum
stað þar til hann er matreiddur.
Rífa verður roðið af sumum
fiski, en ekki ætti að gera það
við feitan fisk vegna fitunnar,
sem er undir roðinu.
OG GÓÐUR MATUR
Varast skyldi að láta nýjan,
ósaltaðan fisk liggja í bleyti, því
þá leysist upp og þvæst í burt
safi og ýms önnur efni úr fisk-
inum og hann tapar bragði og
næringargildi.
Ef frosinn fiskur er keyptur,
ætti að þíða hann hægt og lítil-
lega í köldu plássi. Ef það þarf
að þíða hann fljótt er bezt að
setja hann í kalt vatn örlitla
stund. Bezt er að matreiða hann
meðan hann er enn frosinn svo
engin efni tapist, en matreiða
hann ofurlítið lengur en þíðan
fisk.
Fisk ætti að baka eða rista
(broil) við háan hita, 450° til
500° F. og 8 til 10 mínútur fyrir
eins þumlungs þykkt. Hinn
snöggi hiti varnar því að safinn
renni úr fiskinum.
Afarmikið næringarefni tap-
ast þegar fiskurinn, til dæmis
hvítfiskur, er soðinn og soðinu
helt niður. Til að varna þessu,
sjóða sumar húsmæður fiskinn
þannig: Fiskurinn er þurkaður
vandlega með dulu undinni upp
úr köldu saltvatni, skorinn í
stykki, salti og lemonsafa eða
vinegar dropar á hvert stykki,
fiskurinn látinn á vættan par-
chment pappír og hann bundinn
í poka, sem settur er í sjóðandi
vatn. Til varnar því að pokinn
snerti botninn á suðupottinum
má setja hringi af niðursuðu-
glösum á botninn. Soðið er við
háan hita í fimm mínútur og
svo við minni hita .Gert er ráð
fyrir að hvert pund þurfi 8 til 10
mínútna suðu. Meðan fiskurinn
er að sjóða er búin til hvítsósa
úr sméri, hveiti, mjólk og ögn
af salti og pipar. Fisksoðinu
sem safnast hefir í parchment
pokann er bætt við hvítsósuna,
ennfremur harðsoðnum skornum
eggjum, ef þess er óskað. Par-
chment pappírinn má þvo og
þurka og nota á ný.
Þær húsmæður, sem vilja að
fjölskylda sín neyti fisks, þessar-
ar ágætu og hollu fæðu, meir en
hún hefir gert fram að þessu,
geta útvegað sér bæklinga sem
hafa að geyma upplýsingar um
meðferð og matreiðslu á fiski frá
Department of Fisheries, Ottawa
Canada.
☆ ☆ ☆ ☆
BÖRNIN ÞARFNAST NÆGILEGS SVEFNS
Börnin þurfa lengri svefn en
fullorðnir. Ef vekja þarf barn
til þess að fara í skólann, fær það
ekki nægan svefn og fer of seint
í háttinn.
Skólalæknir mikill, Carl
Schiötz, hefir sagt, að fáist ekki
nægur svefn, er öll önnur heilsu-
verndarstarfsemi einskis virði.
Ónógur svefn sljófgar eftirtekt-
ina, minnið og þolið, það veldur
smám saman drunga, sleni og
mikilli viðkvæmni.
Dr. Schiötz segir, að 8 ára
barn eigi aldrei að hátta seinna
en kl. 8 að kvöldi. Fótaferða-
tíma barnsins megi síðan lengja
um 1 kortér á ári næstu árin, en
aldrei eigi unglingar á skóla-
skyldualdri, þótt í æðri skólum
sé, að hátta seinna en kl. 10 á
kvöldin. Skólarnir mega ekki
leggja meiri vinnu á börn og
unglinga en það, að þeir hafi
Uægan tíma til leikja og útivist-
ar> °g geti þó með góðu móti
farið í háttinn á réttum tíma, —
°g foreldrum ber að sjá um að
þau geri það. Það þarf að skýra
fyrir foreldrum, hve mikilvægt
heilbrigðisatriði þetta er, og hve
nauðsynlegt er að börnin venjist
strax á á að ganga snemma til
hvílu. Það á ekki að leyfa börn-
um og unglingum að sækja
skemmtanir, fundi eða annað,
sem rænir þau svefni, nema um
hreina undantekningu sé að
ræða.
Svefnþörf barna er talin sem
hér segir:
Svefnþörf 7 ára barns sé um
liy2 lrlst. á sólarhring.
10 ára barna sé 10—11 klst. á
sólarhring.
13 ára barna sé um 10 klst. á
sólarhring.
15 ára barna séum 9—10 klst.
á sólarhring.
☆
BANDIÐ
Vinur ungra, nýgiftra hjóna
kom í heimsókn til þeirra, og
hitti þá svo á, að þau rifust eins
og vitlaus væru. Þegar mesti
ofsinn var úr þeim, fór hann að
reyna að telja um fyrir mann-
inum.
— Þú ættir að vita betur en
lenda í þessum illdeilum. Líttu
á hundinn og köttinn, sem liggja
þarna. Þeim kemur vel saman.
— Það getur vel verið, svaraði
húsbóndinn stuttlega. — En
bittu þau saman og sjáðu, hvað
skeður.
— Að gamlar kartöflur, sem
eru orðnar linar, verða fastar í
sér og auðvelt að afhýða þær,
ef þær eru látnar liggja í köldu
vatni yfir nótt.
HELGA WESTFORD
1881—1953
Föstudaginn 24. desember 1953
andaðist Helga Westford, eigin-
kona Sveins Westford, á heimili
þeirra hjóna í Bellingham,
Wash. Hafði hún undanfarna
mánuði verið næsta þungt
haldin, og þó einkum síðustu
vikurnar. En sjúkdóm sinn bar
hún með kristilegri stillingu.
Enda naut hún ástúðlegrar um-
önnunar af hendi eiginmanns,
barna, er til hennar náðu, og
annara skyldmenna og vina.
Helga Benediktsdóttir (Ben-
son) fæddist á Seyðisfirði á ís-
landi 2. desember 1881. Með for-
eldrum sínum fluttist hún frá
íslandi árið 1883. Settist fjöl-
skyldan fyrst að í Akrabygð,
N.D. En þaðan fluttist Helga um
aldamótin og giftist þá, 11.
apríl 1901, eftirlifandi manni
sínum Sveini Westford frá Vest-
fjörðum í Barðastrandasýslu,
sem var landnámsmaður í
Upham-bygðinni í Norður Da-
kota. í þeirri sveit bjuggu þau
hjón svo þar til árið 1936 og tóku
mikinn og gifturíkan þátt í fé-
lagsstarfi þeirrar sveitar, bæði
meðal íslendinga og annara ná-
búa. Voru þau hjón og börn
þeirra, þegar þau komust á legg,
í fremstu röð þeirra, sem veittu
forustu í félags- og starfsmálum
sinnar sveitar, fyrir sakir hæfi-
leika, dugnaðar og ljúfmensku.
Á árunum, er þau bjuggu þar,
eignuðust þau hjónin stóra og
stórmyndarlega fjölskyldu. Þrjú
af börnum þeirra, ein stúlka og
tveir drengir, dóu í æsku. En
með föður sínum lifa hana nú
og syrgja fjórar dætur og sjö
synir. Eru þau nú öll gift nema
einn sonur. Þetta er alt hið
mannvænlegasta og ágætasta
fólk. Hefir það svo sem oft á
sér stað, dreifst víða um megin-
land Bandaríkjanna. Þegar þau
hjónin voru að byrja að reskjast,,
og sum börn þeirra gift, fluttu
þau búferlum til Blaine, Wash.,
árið 1936. Bjuggu þau þar í 10
ár góðu búi og tóku góðan og
mikilsverðan þátt í ýmsum fé-
lagsmálum þar; einkum í starfi
íslenzka lúterska safnaðarins. Þá
fluttu þau til Bellingham, Wash.,
þar sem sumt af nánum ættingj-
um var fyrir. Áttu þau þar gott
heimili fyrir sig og nutu líka
nærveru sumra sinna góðu
barna, þar til Helga andaðist á
aðfangadag jóla. Maður hennar
flutti snemma á þessu ári til
sona sinna í Californíu, þar sem
hann hygst að dvelja fyrst í
stað.
Nöfn og heimilisfang barna
þeirra er eins og hér segir:
Kristín, Mrs. Turnipreed, New-
ton, 111.; Jakobína Pauline, Mrs.
John Hillman, Mountain, N.D.;
Elín, Mrs. Lunde, Upham, N.D.;
Lillian Carns, Seattle, Wash.;
Victor, Seattle, Wash.; Oscar,
Seattle, Wash.; Friðrik, Cali-
fornia; Grímur, ókvæntur, Cali-
fornia; Einar, Newport, Pa.; Jón,
Bellingham, Wash.; Swain,
Blaine, Wash. Barnabörn þeirra
eru 26 talsins. — Helga lætur
líka eftir sig 5 systur, þrjá bræð-
ur og fjölda marga nána ætt-
ingja.
Útför hinnar látnu merkis-
konu fór fram frá útfararstofu
John Westford, bróðursonar
Sveins, í Bellingham, mánudag-
inn 28. desember 1953, og var
hin virðulegasta í alla staði.
Flest af börnum þeirra áttu
þess kost að vera þar viðstödd.
Hin sendu sín saknaðar- og ást-
úðarskeyti. J. Samúelson, Bell-
ingham, og Elías Breiðfjörð
sungu einsöngva við útförina. —
Séra Haraldur Sigmar frá Blaine
flutti kveðjumálin. Jarðsett var
í hinum fagra grafreit, Bay
View, skammt frá Bellingham.
Eins og þegar hefir verið vikið
að, var Helga sál. mesta myndar-
og ágætiskona. Hún var vel gef-
in, dugleg og í öllu hin prýði-
legasta manneskja, eins og hún
átti kyn til. 1 myndarskap öll-
Helga Wesíford
um, háttprýði, gestrisni, góð-
gjörðasemi og dugnaði var hún
í öllu manni sínum samhent.
Heimili þeirra var höfuðból,
hvar sem það stóð. Og þátttaka
þeirra í kristilegu félagslífi til
fyrirmyndar. Þó mikið væri
ávalt starfið á stórum búgarði,
eins og vænta mátti, var þar
ávalt um trúrækni, félagslyndi,
félagslegan og andlegan þrótt að
ræða. Börnum sínum komu þau
á einhvern hátt til menta, og til
ræktarsemi við göfugar og göfg-
andi hugsjónir. Börnin voru upp
alin í guðsótta og góðum siðum,
svo að til fyrirmyndar mátti
telja.
Við biðjum Guð að blessa ást-
vinunum og öðrum minningu
hinnar góðu látnu konu, *og að
blessa ástmennahóp hennar all-
an, sem eftir er nú skilinn syrgj-
andi á tímans ströndum.
H. Sigmar
„Flugan" fór
mannlaus ó loff
Skrýiin saga um „gamansama"
flugvél, sem skemmti sér á
eigin spýiur
Nýlega kom það fyrir í
Michigan-ríki í Bandaríkj-
unum, að lítil tveggja sæta
einkafluga hóf sig á loft af
sjálfsdáðum og sveimaði um
í rúman klukkutíma meðan
eigandi hennar fylgdist af
angist og skelfingu með
þessu furðulega og óvænta
flugi.
Atburður þessi gerðist á flug-
velli í Irow Mountain i Mich-
igan. Eigandi flugvélarinnar,
Walter Warner, setti skrúfu
vélarinnar af stað, en stóð fyrir
utan hana og sneri henni í gang
með handafli, eins og stundum
er gert á litlum og einföldum
vélum. Flugvélin „beið ekki
boðanna“, heldur rann af stað
þegar í stað, jók hraðann, en
Warner stóð agndofa og horfði
á, er flugvélin hóf sig léttilega
á loft.
Þessi mannlausa flugvél hækk
aði nú flugið ört og komst von
bráðar upp í 2000 metra hæð.
Það stoðaði lítið, að Warner kall
aði á lögregluna. Handhafar og
verðir laganna stóðu, eins og
hann, og gláptu á eftir flugvél-
inni, sem hnitaði hringi uppi
yfir þeim.
Svo var það ráð tekið, að or-
ustuflugvél var send upp frá
flugvelli þar í grennd, og var
flugmanninum skipað að skjóta
litlu flugvélina niður. Ekki tókst
honum að kom^st í skotfæri við
hana áður en benzín hennar
þraut, en þá lenti hún „þriggja
punkta lendingu", eins og það er
nefnt á flugmannamáli í trjám
40 km. frá vellinum, sem hún hóf
sig á loft frá, og þá hafði hún
verið á lofti í 65 mínútur.
Walter Warner, eigandi henn-
ar, sem hafði reynt að fylgjast
með fluginu í bifreiðinni, gat nú
andað rólega. Flugvélin var lítið
sem ekkert skemmd, — en sagt
var, að hann hafi síðan beðið
annan að „snúa í gang“ og verið
sjálfur við stýrið á meðan.
—VÍSIR
Fordæmi Frjólsra-Þjóðverja
í húsnæðismálum
Rabbað við Hannes Jónsson,
félagsfræðing um Þýzkalandsför
Eitthvert mesta vandamál okk
ar íslendinga eru húsnæðis-
vandræðin, er ekki hvað sízt að-
kallandi lausn á þeim málum
hér í Reykjavík. Fyrir forgöngu
Framsóknarflokksins og Stein-
gríms Steinþórssonar félagsmála
ráðherra var Hannes Jónsson,
félágsfræðingur sendur til Vest-
ur-Þýzkalands á síðastliðnu
sumri til þess að kynna sér,
hvernig Þjóðverjar hafa tekið á
þessum málum eftir styrjöldina,
en eins og kunnugt er, hafa þeir
reist land sitt úr rjúkandi rúst-
um og hafa tekið á húsnæðis-
málunum af meiri festu og dugn
aði en aðrar þjóðir. — Vettvang-
urinn kom því að máli við Han-
nes til að afla frétta frá þessari
för hans og heyra, hvaða ráð
hann teldi af fenginni reynslu
tiltækilegust að ráða bót á hús-
næðisvandamálum okkar Islend-
inga.
Kom, sá og sannfærðisí
— Hver er ferðasagan í stór-
um dráttum?
— Ég fór til Þýzkalands í ágúst
og kom heim aftur í lok október.
Héðan fór ég til Rotterdam og
þaðan til Bonn, sem var aðalað-
setursstaður minn 1 Þýzkalandi.
Þar hafði ég einkum samband
við húsnæðismálaráðuneytið og
þá einkum Dr. Langrack skrif-
stofustjóra þar. Hjá honum setti
ég mig inn í húsbyggingaráætl-
anir Þjóðverja og hvernig þær
eru framkvæmdar. Síðan fór ég
til Nurnberg, Wutsburg, Stutt-
gart, Göppingen og fleiri borga
og fylgdist þar með því, hvernig
byggingaráætlanirnar er fram-
kvæmdar.
Þaðan fór ég svo til Essen og
Duráeldorf, sem eru iðnaðarborg
ir miklar og kynntist því þar,
hvernig húsbyggingar málum
kolanámumanna er fyrirkomið.
Að lokum fór ég til Hamborg-
ar og kynptj mér þessi mál þar,
en þar hefir verið byggt eins
mikið í því eina fylki eins og
byggt hefir verið í öllu Bretlandi
eftir stríðið á sama tíma.
— Og hvað viltu svo segja
okkur um byggingarmál?
— Ég sannfærðist um það í
þessari för, að vandalaust er að
vinna bug á húsnæðisleysinu, ef
málin aðeins eru tekin réttum
tökum.
Með lögum skal land byggja
— Hvað getur þú sagt okkur
um öflun fjármagns til íbúða-
bygginga i Þýzkalandi?
— Það, sem mér virtist eink-
um athyglisvert í sambandi við
byggingarmál Þjóðverja, er, að
þeir ákveða það með lögum, að
ákveðinn fjöldi húsa og íbúza
skuli reistur, og þeir fylgja þess-
um lögum.
Með samþykki húsnæðislag-
anna 1950 var hinu opinbera gert
að skyldu að stuðla að byggingu
húsnæðis og veita íbúðarbyggj-
endum margvíslega fyrirgreiðslu
Þessi fyrirgreiðsla hins opinbera
er margvísleg. Hvað fjármagn
til íbúðarbygginga snertir, felst
hún einkum eftirfarandi:
A. Peningaframlög, lán eða á-
byrgðir til íbúðarhúsa, sem
byggð eru af félagslegri nauð-
syn.
B. Skattaívilnanir til þeirra, sem
kaupa skuldabréf í íbuðar-
byggingum.
C. Skattaívilnanir til þeirra sem
í sjálfshjálparskyni byggja í-
búðir fyrir fjölskyldu sína.
D. Lögverndun skyldusparnað-
arbyggingarsjóða.
E. Innheimta neyzluskatts á kol-
um, sem varið er til íbúðar-
bygginga fyrir kolanámu-
menn.
Um einstök atriði er þetta
helzt að segja. 1 sambandi við
opinbera aðstoð er það algeng-
ast, að ríkið láni byggingarfél-
ögum, sem byggja af félagslegri
nauðsyn, um og yfir 40% af
byggingarkostnaði, í sumura til-
íellum hefir þessi aðstoð numið
um 60%.
Þá er einstaklingum, sem
byggja yfir sig og fjölskyldu sína
í sjálfhjálparskyni heimilt að
draga 10% af byggingarkostnaði
eigin íbúða frá skattskyldum
tekjum árið, sem byggt var.
Um kolaskattinn vil ég aðeins
geta þess, að það væri sambæri-
legt að leggja sérstakan skatt á
allan fullunninn innfluttan iðn-
aðarvarning til þess að byggja
yfir íslenzka iðnaðarmenn, eða
útflutningsgjald á allan útflutt-
an fisk til að byggja yfir sjó-
menn.
Húsnæðismálin eru leysi með
félagslegum samtökum
— Hverjir eru það svo, sem
einkum sjá um byggingarnar?
— Nauðsynlegt er að taka það
fram og undirstrika sérstaklega
að byggingarfélög, sem ýmist
eru í einka- eða sameign byggja
allar íbúðir í V.-Þýzkalandi, en
hið opinvera hvorki byggir né
sér um byggingu íbúðarhúsa.
— Hvað geturðu sagt okkur
um byggingarkostnaðinn?
— Það eru einkum þrjár leiðir
sem farnar hafa verið sameigin-
lega til þess að lækka byggingar-
kostnaðinn.
í fyrsta lagi með félagslegum
samtökum samvinnufélaga og
verkamannafélaga. 1 öðru lagi
eru svo hagnýtar rannsóknir og
tækni í þágu húsbygginga og
loks Marshall hjálpin. Þetta
þrennt sameiginlega eru megin-
orsakir þess, að tekizt hefir að
lækka byggingarkostnaðinn veru
lega.
Húsaleiguokur þekkist ekki
— Hvað viltu segja okkur um
leigu húsnæðis í Þýzkalandi?
— Þjóðverjar hafa farið þá
leið, að setja á stofn sérstakar
leigumiðstöðvar fyrir húsnæði.
Ef einhver vill kaupa eða selja
íbúð á leigu snýr hann sér beint
til þessarar leigumiðstöðvar,
sem síðan sér um leiguna á hús-
næðinu. Með þessu hafa Þjóð-
verjar komið í veg fyrir okur-
leigu.
LeiSir til úrlausnar
Hvað telur þú, að við gætum
helzt lært í þessum efnum af
Þjóðverjum?
— Ég vil taka það fram til
skýringar, að Þjóðverjar leggja
ekki á það áherzlu að byggja
stórar íbúðir, heldur minni, ó-
dýrari og hentugri íbúðir. Þetta
tel ég að við ættum að athuga.
Þá tel ég að ætti að taka upp
sérstaka fjögurra ára áætlun um
útrýmingu húsnæðisskorts á
öllu landinu. Efnt sé til sam-
keppni milli húsameistara og
byggingarfélaga til að lækka
byggingarkostnaðinn. Þá verði
stofnaður sérstakur byggingar-
sjóður íslands, sem hafi það að
meginmarkmiðí að útvega fé til
bygginga. Þessum sjóði ættu
ríki og bæjarfélög að leggja til
ákveðna upphæð óafturkræfa,
auk þess sem honum væri aflað
fjár með öðru móti ,t.d. lánum
h j á tryggingafélögum, s ö 1 u
skattfrjálsra skuldabréfa og
fleiru.
Við þökkum Hannesi fyrir
upplýsingar hans um þessi fé-
lagslegu vandamál, og væntum
þess að land og þjóð eigi eftir að
njóta mikils góðs af rannsókn-
um hans og störfum í þeim efn-
um.
— TÍMINN, 21. náv.
RÁÐ
— Ef harðnað hefir í skó-
áburðinn. — Áhrifin eru þau, að
hita hana lítið eitt og hella
nokkrum dropum af terpentínu á
burðinn. — Áhrifin eru þau, að
skóáburðurinn harnar ekki eftir
það.