Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 7
7 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1954 ÁNAMAÐKURINN Allir kannast við hann, þvi að þótt hann sé jarðbúi, þá úir og grúir af honum ofan jarðar eftir hverja regnskúr vor og sumar. En þótt svo sé, þá hefir lifn- aðarháttum hans og eðli ekki verið veitt grandgæfilegri eftir- tekt en svo, að alþýðamanna hef- ir til skamms tíma haldið þá vera loftbúa, sem féllu til jarðar í hverri skúr, einkum vorskúr- um og hlýjum úðarigningum á sumrum. I þessu sambandi minnist ég upphafsins á „Grasferð“ Jónas- ar Hallgrímssonar. Þar er þetta: „Systir góð! Sérðu það, sem ég sé?“ »Ég veit ekki, hvað þú átt við, drengur! hvað á ég að sjá?“ Ég horfði þegjandi ofan í jörð- ma. „Hér hefir rignt ormum í skúrinni.“ „Alltaf ertu skýrleiks barn,“ sagði systir mín hlæjandi, „og kemur alltaf upp með eitthvað nýtt; við skulum tala um orm- ana þína seinna ..." F«yrir nokkrum árum hitti ég roskinn mann; sagði hann mér með mesta spekingssvip, að einu sinni hefði hann verið úti í helli- skúr á vordegi og þá hefðu börð- ln á hattinum sínum orðið krök af ánamöðkum. Og svo trúði hann þessu fastlega sjálfur, að euginn leið var að koma viti fyr- rr hann. Hann var hróðugur af þessari uppgötvun sinni og þótt- rst með þessu hafa fengið óyggj- andi sönnum fyrir þeirri skoðun, ánamöðkum rigndi. ^etta er eitt glöggt dæmi þess, hversu rangar skoðanir manna á nattúrunni hafa smám saman orðið rótgrónar. °g enn spyrja fáfróðir ungl- ittgar í hjartans einfeldni, hvort anamöðkunum rigni, þegar skúr- ir ganga. Og einu sinni var tal- að um „ofanrigning“; en verið getur, að það nafn hafi fremur verið haft um grasmaðka, sem °ft duttu niður úr torfþekjum °fan í matarílát og hvað annað, sem fyrir varð. En hið sanna er, að ánamaðk- unum rignir ekki, eða hefir nokkur séð þeim rigna? Nei, þeir eru sannefndir jarðbúar. Þar eiga þeir heima og hvergi annars staðar, þó að þeir bregði sér svona við og við upp á yfir- hoðið, einkum um eðlunartím- ann. Þeir eru í eðli sínu ljós- faelnir og líður aldrei verulega Veh nema þeir finni að moldin hggi þétt að þeim öllum meg- inn. Því er það, að þeir grafa sig niður í jarðveginn. Og þeir eru afbrigða góðir grafarar. Sé jarð- Vegurinn rakur, þá grafa þeir Ser lóðrétt göng eða dálítið hall- andi niður í jörðina og í þeim eimi eyða þeir æfi sinni sígraf- andi. Margir eru hálfsmeykir við anamaðkana, halda jafnvel að Þeir seu eiturkvikindi og þora ekki að snerta þá. Það er þá eng- ln furða, þó menn hugsi, að líf Þessara maðka sé allt nnð en merkilegt og náttúra geti ósköp Vel án þeirra verið. En síðan farið var að rannsaka allt líf þeirra og starf, þá er það orðið alkunna, að ánamaðkur- mn er einn hinn bezti vinur og Þsrfasti þjónn bænda og garð- yrhjumanna. Náttúrufræðingurinn Darwin, Sem ooargir þekkja að nafni, rannsakaði nákvæmlega allt líf Þeirra og starf; komst hann þá raunum, að drit þeirra næmi 15 a því með sínum mörgu til- smálestum á ári, eða með öðrum orðum: 15 smálestum af áburði, Vl að þetta drit er ekki annað en mold, sem maðkurinn hefir §ieypt og dregið til sín lífræn Þr; það, sem eftir verður ,6 ,s} UPP í auðkennilegar, '3 rufumyndaðar hrúgur, við op- or-*3 gon§unum- Þá er moldin ln emkar fíngerð og blönduð °g mjúk. Þvi að það er fleira en moldin n> sem ánamaðkur hefir sér til matar. Hann etur dýraleifar og jafnvel dauða maðka af sínu kyni. En mest er þó vert um það starf hans til jarðbóta, að hann nær með endanum mjóa tökum á iðgrænum jurtablöðum og dregur þau niður í göngin sín og veitist það létt, og þar rotna þau og blandast moldinni. Nú vita það margir, að fölnað hey er fyr- irtaks áburður í garða. Af þessu er auðsætt, hversu ánamaðkur- inn er þarfur og hjálplegur bónda og garðyrkjumanni í þessu efni. Það má með sönnu segja, að ánamaðkurinn er lifandi plógur; hann umhverfir jarðveginum, er allt af að flytja moldina, sem neðar liggur upp á yfirborðið. Smásteinar á yfirborðinu sökkva jafn-langt niður og hann grefur undan þeim; þykir hon- um einkar notalegt að búa undir þunnum steinflísum, sem eru varmar af sólarylnum; eru þeir þar oft margir saman, á sama hátt og undir torfusneplum ofan jarðar. Göngin sín þétta þeir og slétta að innan með dritinu, svo að þau liggja þétt að þeim. Þá líður þeim bezt. Oft liggja þeir undir mykjuskánum og grafa sig jafnvel inn í mykjuna og lifa þá köngalífi. Ánamaðkurinn er næturdýr i eðli sínu. Venjulega stingur hann afturendanum upp úr göng unum og er þá að þreifa fyrir sér eftir fæðu í kringum opið á göngunum. Svo hefir talist til, að moldar- lagið, sem þeir mynda á hverj- um 10 árum ,sé um 1.5-4.5 senti- metrar á þykkt eftir jarðlaginu. Garðyrkjumaður stráði rauðum sandi á dálítinn blett í akri sín- um og að 7 árum liðnum var það sandlag komið 5 sentimetra nið- ur í svarta akurmoldina. Ánamaðkurinn er venjulega að sínu jarðabótaverki í efri moldarlögunum; en í hörðum frostum eða megnum hita og þurrki getur hann grafið sig allt að 2-3 metrum í jörð niður. Jurtablöð rotna fyrr en annars, af því að maðkurinn dregur þau niður í holur sínar og blandast þau þá moldinni. Ánamaðka- mold er því einkar hagkváem handa jurtum. Hún er glúpari en önnur mold og göngin hans greiða fyrir því, að vatn og regn streymi niður til að auka vöxt þeirra og greiða fyrir öndun þeirra; sömuleiðis á loftið hæg- an aðgang að lífrænum efnum í moldinni; veldur það nauðsyn- legri efnabreytingu; verður þá gnægð súrefnis í moldinni handa jurtunum, en lítið af þeim efn- um, sem jurtirnar geta ekki gert sér að mat. Þar sem ánamaðkurinn kemst ekki að, verður grassvörðurinn torfkenndur, því að grasræturn- ar fléttast saman; þar er lítið um súrefni, en meira af efnum, sem jurtirnar geta ekki hagnýtt sér; þau eru þá óuppleysanleg. Sé lítið af súrefni í jarðveginum, hamlar það öndum rótarang- anna og eins því, að þeir geti sog ið vatji í sig. Þá geta ungar skóg- arplöntur t. d. ekki náð eðlileg- um þroska; lyngið verður þá yfir sterkara og rýmir skóginum frá sér. Svo fer jafnan, ef jarðveg- urinn þornar um of. Þá flýr ána- maðkurinn þaðan. Af þessu, sem nú hefir verið sagt, má sjá, að ánamaðkurinn er ómissandi til jarðabóta. Og þar sem hvert mannsbarn veit, hverju hann fær til vegar komið, á hann fjölda vina, hvar helzt sem land er ræktað á byggðu bóli. Auk þessa þykir ánamaðkur vera hin bezta silungabeita, og er hann þá leitaður uppi undir mykjuskánum og torfusneplum. Drengir, sem veiðihugur er í, eru ólatir til þess og veiðist oft vel. TIl þess að kynnast ánamaðki rækilega er bezt að hafa hann inni hjá sér í glerkrukku, fullri af mold; er þá hægt að athuga allar hans aðfarir í gegnum hlið- arnar á krukkunni. En þá verð- ur líka að sjá þeim fyrir viður- væri með því að leggja græn jurtablöð ofan á moldina. Þá er líka hægt að sjá um leið, hvern- ig þeir draga blöðin ofan í mold- ina. Sagt er að mörgu barni þyki gaman að sjá lifnaðarháttu þeirra. Helzt koma þeir upp úr moldinni á kvöldin og að nætur- lagi; þá er loftrakinn mestur og færra, sem styggir hann, en á daginn. Ánamaðkurinn er sívalur og mjór og alllangur, þegar hann teygir úr sér: loðinn er hann ekki, húðin er slétt og slímug; fyrir það veitir honum hægra að smjuga niður í moldina; hann er líka allur eins og til þess skapaður. Ú 11 i m i hefir hann enga, augu né eyru, en munn hefir hann. Ef þú strýkur hendinni eftir honum endilöngum, þá finnurðu, að eitthvað spyrnir lítilsháttar á móti; hann er saman settur af allt að 150 liðum eða hringum, og á hverjum lið eru fernir burstar og krókur á hverjum bursta og vita þeir allir aftur. Burstarnir sjást varla með ber- um augum; en samt vinna þeir það sem þeim er ætlað. Ef þú lætur ánamaðk skríða eftir borði þá gæti þér til hugar komið, að burstarnir væru fætur hans, Látir þú hann skríða eftir pappír, eru burstarnir að klóra í papp- írinn. Þegar hann smýgur gegn- um jarðveginn, þá grípa burst- arnir hverja smáörðu á leiðinni, sem fyrir verður; þetta gerir honum hægra fyrir að þoka sér áfram. Hann mjakar sér áfram með því að hlykkja sig, dragast sundur eða saman. Þegar þú ert nú búinn um stund að sjá þenn- an gang hans, þá veiztu, að hann getur sveigt sig og teygt ekki svo lítið og á því nokkuð san- merkt við teygjubandið. Þó að ánamaðkurinn sé heyrn- arlaus, eins og steinn, þá er til- finning hans því næmari á allan titring og snertingu, og þó að hann sé steinblindur, þá finnur hann óðara. ef skæru ljósi breg- ur á hann; sé lampaljós borið að honum á næturþeli, þá reynir hann óðara að fela sig. Eggjum sínum klekur hann út neðanjarðar í eins konar hylki úr leir og leðju; en mikill fjöldi af ungum deyr í fæðingunni af fæðuskorti, svo að þeir eru oft fáir ungarnir, sem skríða út úr þessu eggjahylki fullburða; en þeir taka þegar í stað til iðju sinnar og grafa, og eru hvergi hræddir; en mörg er þó hættan, sem vofir yfir þeim. Langvinnar og stórfelldar rign ingar á vori og sumri eru þeim mjög hættulegar. Þá skolast þeir út úr göngunum sínum þúsund- um saman og liggja dauðir á götum og í skolpræsum. Þeim líður að sönnu bezt í rakri jörð, en fyllist jarðvegurinn af vatni, þá geta þeir ekki lifað í honum, því að þá brestur þá loft til að anda að sér, þeir kafna. En þó eru þurrkarnir þeim enn skaðvænlegri á þurrkatím- um grafa þeir sig því mjög djúpt í jörðu niður; annars myndu þeir deyja og skrælna. Þeir verða að halda húðinni sírakri, því að í gegnum hana anda þeir, kafna að öðrum kosti. Sé hann hafður í krukku inni, þá má ekki gleyma að vökva moldina. Mörg er sú skepnan í dýra- ríkinu, sem verður ánamaðkin- um að grandi. Vaðfuglum, eins og spóanum og vepjunni þykir hann bragðgóður biti og bein- laus er hann að minnsta kosti. Vepjan hefir það lag á honum, að hún stappar eða slær á jörð- ina og kemur þá lítils háttar titr ingur á grasvörðinn. Þær vita af eðlisávísun sinni, að maðkur- inn er hræddur við allan titring og skynjar, að einhver óvin- veittur sé að grafa eftir honum, þegar vepjan slær, og kemur þá upp úr göngunum til að forða sér en þá lendir hann beint í ginið á vepjunni. Þegar skúr kemur, þá er krían fljót að bregða sér upp á túnin við sjóinn, og eins ef döggfall er mikið og úðarigning; hlakkar hún þá yfir vænni ormaveiði. Arrisulum fugli verður orm- ur að bráð, er gamall orðskvíð- ur. Ánamaðkurinn hefst við í dyrunum á göngum sínum með morgunsárinu, þetta vita þrest- irnir og grípa þá og hafa þá að morgunmat; kemur þá stundum fyrir, að fuglinn nær honum ekki öllum, af því að hann gleps- ar í hann rétt í því er hann er að hverfa niður í göngin; klíp- ur fuglinn þá af honum halann; en það gerir ánamaðkinum ekk- ert til; hann á ósköp hægt með að láta vaxa á sig nýjan hala; það er margreynt, að þótt ána- maðki sé skift í 14 parta, þá verð- ur heill maðkur úf hverjum parti; svo er mikill endursköp- unarkrafturinn í honum. Oft kemur það fyrir, að garðyrkju- maðurinn stingur þennan þarfa þjón sinn sundur með rekunni; en hann lifir sem áður og verður heill maðkur úr hverjum parti, áður en langt um líður. I heitari löndum sækir heill óvinaher að þessum þörfu og meinlausu skepnum: moldvörp- ur, broddgeltir, snjáldurmýs, froskar og pöddur. Mætti því bú- ast við, að þessi auðmjúki bændavinur hyrfi að lokum úr ökrum og görðum og öllu rækt- uðu landi. En það er öðru nær, Mergð.in er svo mikil, að talist hefir til, að í hverri IV2 ekru af hagkvæmu ræktuðu landi séu eigi færri en 200,000 ánamaðka. Þegar litið er yfir víðan gras- gróinn völl, segir Darwin, þá er það ekki minnsta prýðin hans, hversu sléttur hann er. Það er að mestu leyti ánamöðkunum að þakka, þeir hafa heflað misfell- urnar. Það vekur manni undrun að hugsa til þess, að allt þetta víða svæði skuli hafa gengið og gangi enn í gegnum ánamaðka. Plógurinn er einhver hin elzta og mætasta uppf undning manna; en löngu fyrr en nokkur plógur væri til, þá voru ána- maðkarnir búnir að plægja mik- inn hluta af gróðurlandinu og eru að plægja það enn. Það er vafamál, hvort þær eru margar skepnurnar, sem meira hafi lát- ið að sér kveða til nytsemdar í sögu heimsins en einmitt ána- maðkurinn, þó að hann standi á svona lágu stigi í dýraríkinu. Hér eru margar tegundir ormakyns í sjó og vötnum; en engin þeirra kemst til nokkurs jafnaðar við ánamaðkinn að al- mennri nytsemi. Fjörumaðkur- inn er að sönnu algengur í sjáv- arleirum og fjörusandi; en um nytsemi hans er ókunnugt að öðru en því, að hann er stund- um grafinn upp úr sandinum og hafður til beitu og strandfuglar hafa hann að mat. En húsin hans þekkja margir. Það eru langar, sívalar pípur, sem hanga oft á kræklingi og öðu og hörpudisk- um; stöku sinnum sést hann sirða á þangi og þara. Flæðar- músin er með gullnum burstum, en fremur er hún sjaldgæf. Maðkamóðirin (skerinn) er illa séð, því að hún verður fjörufé að meini. Sagt er að hún gúlpi út úr sér kokinu og á því séu sterk- ar horntennur. Kvik er hún í hreyfingum í þaranum og talin baneitruð fyrr á tímum, eins og flestir ormar og maðkar. Blóðsugur eru flatvaxnir orm- ar í sjó og vatni: tjörnum, gryf- um flæðilöndum og mýrum er- lendis. En því er þeirra getið hér að þær voru almennt hafðar til lækninga í stað blóðhorna, sem nú eru stundum notuð. Þær hafa sogflögu á aftasta liðnum, sem þær festa sig með, en blóðið sjúga þær úr manni með munn- inum. Eitthvað munu íslenzkir læknar hafa notað þær til lækn- inga. Sagt er, að á árunum 1827- 1836 hafi 34 milljónir verið flutt- ar til Frakklands á ári og af þeim hafi árlega Verið notaðar 8-9 milljónir á sjúkrahúsunum i París. „Til eru líka blóðsugur, sem eigi verða hafðar til lækn- inga, en geta orðið skaðvænar mönnum og dýrum, ef þær eru gleyptar í vatnsdrykk og kann eitthvað slíkt að finnast hér.“ Til orma teljast líka allmörg „afhrök dýralífsins;“ eiga þeir hvergi heima, en lifa á sníkjum og taka sér óboðnir gistingu í iðrum annara dýra: það eru iðra- ormarnir. Þeir eru eins og út- skúfaðir öllum frá. Margir þeirra gera ekkert mein, nema mergðin sé því meiri. „í mönnum hafa fundist um 30 tegundir; annars finnast þeir í öllum dýraflokk- um og jafnvel í sjálfri orma- deildinni. Alkunnastur er blöðuormur- inn, sem tekur sér gistingu í kindarheila, svo að kindin hall- ar venjulega undir flatt. Sulla- veiki var altíð hér á landi, áður Einkennilegt nafn Medicine Hat hefir vakið al- heims athygli. Það er máske víð- þektasta bæjarnafn í Alberta sökum þess, að svo margir hafa verið að reyna að gjöra sér grein fyrir uppruna þess, og einu sinni leiddi sú óvissa til þess, að fólk var komið á fremsta hlunn með að breyta nafninu. Skáldið Rudyard Kipling heyrði um þessa fyrirætlun og skrifaði eftirfarandi bréf: „1 mínum huga endurvekur naínið Medicine Hat sögurnar um leyndardóma og rómantík hinna fornu Crec- og Blackfoot- Indíánaflokka, sem einu sinni sinni áttu heima á hinum víð- áttumiklu sléttum. Og ég leyfi mér að hugsa um undraaflið, sem falið er undir bænum, .gas- uppsprettuna. Trúið mér, að í nafni því er auður falinn. Það á ekki sinn líka í víðri veröld. Það hvetur menn til spurninga, og eins og ég sjálfur vissi fyrir tutt- ugu árum, dró til sín æskumenn allra þjóða. Umfram allt þá er það hið löghelgaða nafn, sem borgin hefir áunnið sér í gegn um moldryksdaga sléttunnar og svitaböð frumbyggjanna. Að breyta nafninu væri hætta fyrir borgina, viðbjóðslegt og særandi fyrir frumbyggjana, ekki aðeins þá, sem þar í borginni búa, held- ur um heim allan og í tilbót væri það hin ömurlegasta van- traustsyfirlýsing borgaranna á sjálfum sér.“ Fjöldi blaða víðsvegar um heim birtu þetta bréf Kiplings og þá fóru menn að átta sig á, að nafnið á bænum þeirra væri máske engin fjarstæða eftir allt. Eins og svo margir aðrir staðir í Vestur-Canada, þá á Medicine Hat rót sína að rekja til Indíána. Um það hvernig að nafnið var til eru þjóðsögur, en enginn er kominn til að staðhæfa, hver þeirra er sönn. Blackfoot-Indíánaflokkurinn nefndi staðinn Saamis, sem þýð- ir höfuðbúningur „Medicine" manns. (En Medicine Man á meðal Indíána var læknir, kúnsta og galdramaður í senn) og margir Indíánar og frum- byggjar í Medicine Hat hérað- inu héldu því fram, að Medicine Hat hafi hlotið nafn sitt eftir orustu, sem Cree- og Blackfoot- Indíánaflokkarnir háðu. Sagan segir, að Cree-flokkurinn hafi setið í tjöldum sínum eitt sinn en það var fundið, að egg orms- ins bærist í menn úr hundum.— Hann er sannnefndur skaðræð- isgripur. „Iðraormar eru ekki meðfædd- ir dýrunum, sem þeir eru í, en þeir komast þangað á marga vegu, sem hafa verið mönnum ókunnir öldum saman; engum hefði getað dottið þeir vegir í hug, ef eigi hefði verið fylgt ferðum 'þessara orma og breyt- ingum þeirra fet fyrir fet.“ Nafnið „ánamaðkur“ eða „ánu- maðkur“ mun eiga að vera „ámumaðkur“, því að sagt er að hann hafi verið hafður til lækn- ingar við veiki þeirri, sem nefn- ist „áma“ eða „ámusótt“, eða „ámukoma"; nú hefr það orð breyzt í „heimakoma“ eða jafn- vel „heimakona“. „Áma„ er upphaflega tröll- konuheiti og ætti því „ámukoma að vera heimsókn hennar. nálægt stað þeim, er Medicine Hat stendur nú á, og að Black- foot-Indíánar hafi ráðist þar á hann. Eftir harða viðureign hafi Cree-Indíánar látið undan síga til Suður-Saskatchewanárinnar. Indíánakonurnar og Medicine- maðurinn* flúðu út í ána á hest- baki, en Cree-hermennirnir töfðu fyrir fjandmönnum sínum sem mest þeir máttu. Þegar út í miðja ána kom, rak á vindhviðu, sem feykti höfuðfatinu af „Medi- cine“ manninum og flaut það í butru á ánni. Þegar Cree-her- mennirnir sáu þetta Ipku þeir það sem vanþóknun guðanna og mistu móðinn. En sigurvegar- arnir, Blackfoot-hreystimenn-. irnir nefndu staðinn: „Plássið, þar sem Medicine maðurinn misti höfuðfatið". önnui1 sögusögn er til 1 þessu sambandi, sem, þótt sannleiks- gildi hennar sé ekki eins mikið og þeirrar fyrri, er þó mun áhrifameiri. Fyrir mörgum árum síðan, áður en hvítir menn voru þektir í landinu, þegar Visundabreið- urnar þöktu slétturnar og Indí- ánar réðu lofum og lögum, þá ákváðu Cree- og Sioux-Indíánar, sem höfðu verið vinir í aldarað- ir, að fara herferð á hendur Blackfoot-, Peigans- og Blood- flokkunum. Cree- og Siouxflokkarnir höfðust við eða áttu heima fyrir norðan Suður-Saskatchewanána, en hinir flokkai\íir, Peigan, Blood og Blackfoot býggðu land- ið allt frá þar sem Calgary stendur nú og suður með Banda- ríkjalínunni. Hvenær sem þessir Medicine- menn komust að þeirri niður- stöðu, að stríð væri hagkvæmt (en það gerðu þeir eftir að hafa ráðfært sig við hinn mikla anda, The Great Spirit) tilkynntu þeir foringjum flokkanna vilja hans, og frá þeirri opinberun var ekkert undanfæri. Einu sinni höfðu Cree- og Sioux-flokkarnir ákveðið að gjöra áhlaup á Blackfoot-, Peigan- og Blood-flokkana, sem fyrir sunnan þá bjuggu. Foringi þeirra var frægur og nafnkunn- ur foringi, sem hét Kin-o-so-ta, og sigursæll; hafði verið í hundr að orustum. Hann var frægastur og ágætastur allra foringja flokkanna og mest virtur fyrir afreksverk sín, hreysti og skap- gerð. J. J. B. FLASH Have you visited your neighborhood Dry Cleaner? PAY DAY SPECIAL COATS (Light) SUITS DRESSES (Plain) $1.09 PANTS, SLACKS SKIRTS, TUNICS SWEATERS 59c SHIRTS (Cello Wrapped) 4 for 89c FREE Pick-Up and Delivery Service Phone 3-3735 3-6898 FLASH CLE*t?ERS LIMITED 611 SARGENT AVE. (At Maryland) WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.