Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1954 Úr borg og bygð Miðaldra, eða eldri hjón, ósk- ast til að annast um fæði fyrir roskinn Islending gegn af- notum af tveggja herbergja íbúð í hans eigin húsi. Upplýsingar veittar á skrif- stofu Lögbergs, sími 743411. ☆ Elliheimilið STAFHOLT þarfnast FORSTÖÐUKONU Helzt þarf hún að vera útlærð hjúkrunarkona; tala íslenzku, og búa á heimilinu. Kaupgjald er $250.00 á mánuði, ásamt fæði og húsnæði. — (Modern private, furnished apt.). Frekari upplýsingar fást hjá ANDREW DANIELSON P. O. Bor 516, Blaine ☆ The Annual Meeting of The Jon Sigurdson Chapter I. O. D. E. will be held at the home of Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St., on Friday Evening Feb. 5th at 8 o’clock. ☆ Það borgar sig fyrir þau ung- menni, sem hafa í hyggju að gariga á Business College hér í borginni, að líta inn á skrifstofu Lögbergs og spyrjast fyrir um Scholarships og þau hlunnindi, sem með slíkum hætti er unt að verða aðnjótandi; það munar um minna en þær ívilnanir, sem þar era á boðstólum. ☆ Mrs. Sigríður Sigurgeirson, sem dvalið hefir á þessum slóð- um í nokkrar vikur fór heim- leiðis til Walters, Minnesota, á fimmtudaginn í fyrri viku. ☆ Mr. og Mrs. Mundi Sigurdson, Kingsway Ave., dvelja um þessar mundir á frídögum á Hawaiian eyjunum. ☆ Women’s Association of the First Lutheran Church will meet in the Lower Auditorium of the church on February the 9th at 2.30 p.m. ☆ Einar og Marcel Helgason, sem dvalið hafa í Riverton vetrarmánuðina eru nýfarnir heimleiðis til Prince Rupert, B. C. ☆ Mrs. G. H. Tómasson frá Hecla, dvelur um þessar mundir hjá dóttur alnni og tengdasyni, Mr. og Mrs. S. H. Helgason, Hector Ave . BARON SOLEMACHER’S LARGÉ FRUITED EVERBEARING RUNNERLESS DWARF BUSH STRAWBERRY Frora the Baron Solemacher plant breed- mg works in Western Germany coraes this valuable Large Fruitcd Strawberry (grown from seed), a strain entirely new to Canadian gardeners, and for which we have been appointed exclusive licensee for sale in Canada of Originator’s Seed. Not in any way to be confused with ordin- ary Baron Solemacher types but a vastly superior large and round fruited variety with fruit averaging one inch; rich, juicy, luscious, with unique spicy wild flavor and aroma. Bears early and heavily all season till hard frost. Starts bearing first year from seed. Plants are hardy, compact, bushy, runnerless, perennial; easily grown. Order now. Supply limited. Originator’s Seed in two varieties, Red or Yellow. Pkt. $1.00, 3 Pkts. $2.50, postpaid. rprr B,G 164 PAGE SEED AND NURSERY BOOK FOR 1954 Miðsvetrarmót Fróns Þrítugasta og fimmta Miðs- vetrarmót Fróns verður haldið í sambandi við næsta þjóðræknis- þing á mánudagskveldið 22. febr. n.k. Að þessu sinni hefir verið ákveðið að halda mótið í Fyrstu lútersku kirkjunni og er verið að undirbúa skemmtiskrána, sem vonast er til að fólki falli vel í geð. — Skemmtiskráin verður tuglýst í næstu blöðum. En þess má geta að ræðumaður verður séra Theodór Sigurðsson, sem fiestum hér í borg er að góðu kunnur sem frábær tölumaður. Theodór má óhætt telja einn þann málsnjallasta mann, sem nú er uppi meðal Vestur- íslendinga. Aðgangur að Miðsvetrarmót- inu verður 75 c. og geta menn keypt aðgöngumiða í Bókabúð Davíðs Björnssonar eða hjá nefndarmönnum. FRÓN S-nefndin W Á ársfundi íslenka lúterska safnaðarins í Selkirk voru þessir kjörnir í framkvæmdanefnd safnaðarins: G. Eyman, forseti S. A. Goodman, féhirðir J. E. Eiríksson, ritari; enn- fremur voru þessir endurkosnir: B. Kelly, J. Vopni, E. Thorvald- son og Kjartan Goodman, en Ken Kurbis var kosinn í stað Harold Henrickson, er lét af starfi. Aðrir í nefndinni eru Dr. Eyjólfur Johnson, W. Keen og A. Gurbis. Miss Christie Johnson og Miss Margaret Anderson voru kjörn- ar endurskoðendur. í djáknanefnd eru Mrs. B. Kelly, Mrs. A. Streich, Mrs. R. Trapp, Mrs. P. Kurbis, Mrs. S. Haraka, Mrs. J. E. Erickson, Mrs. B. Goodbrandson, Mrs. M. Oliver, Mrs. Jóhanna Goodman og Miss Dóra Benson. Samkvæmt ávarpi forseta. G. Eymans, hefir umliðið ár safn- aðarins verið farsælt. — Miklar endurbætur hafa verið gerðar á samkomuhúsinu. ☆ Hinn 24. janúar síðastliðinn lézt í Keewatin, Ont., Björn Magnússon 78 ára að aldri; hann var fæddur á Islandi en fluttist vestur um haf 1887. Mr. Magnús- son var fjölhæfur maður, er stundaði húsabyggingar og dýra- veiðar til skiptis; hann var vel bókfróður og skrifaði oft í Lög- berg bæði um dýraveiðar og skógrækt á Islandi, sem hann hafði sérstakan áhuga á. Mr. Magnússon lætur eftir sig konu sína, Ingibjörgu Hördal, son að nafni Magnús og dóttur, sem Margrét heitir; einnig lifir hann bróðir, Charles, og ein systir, Mrs. L. Johnson. Útförin var gerð í Kenora. Rev. Hugo Anderson jarðsöng. ☆ Guðjón S. Friðriksson lézt að Betel 22. janúar s.l. Hann var fæddur í Dýrafirði í ísafjarðar- sýslu árið 1867; hann kvæntist Regínu S. Indriðadóttur um aldamótin. Þau eignuðust eina dóttur, er lézt á unga aldri. Þau hjónin fluttust vestur um haf 1911 og settust að í Selkirk; þar misti Guðjón konu sína 1913. Hann innritaðist í 108. herdeild canadiska hersins 1915. — Arið 1938 kvæntist hann Nikolínu Jónsdóttur Hólm, og bjuggu þau í Selkirk þar til þau fluttust til Betel 1951. Guðjón heitinn var skynsamur maður og bókelskur. SAVE Best for Less Davenport and Chair. $82.50 Chesterfield and Chair, $149.50 Hostess Chair $16.50 T.V. Chairs $24.50 Chesterfield and Chair. recovered, from $89.50 up. HI-GRADE IIPHOLSTERING AND DRAPERY SERVICE 625 Sargent Ave. Phone 3-0365 ---------—— Hann var jarðsunginn í Selkirk af séra Sigurði Ólafssyni 26. janúar s.l. ☆ Á mánudaginn lézt á Victoria sjúkrahúsinu hér í borg Thor- steinn Sigmundsson útgerðar- maður að Hnausa, Man., 62ja ára að aldri, mætur maður og vin- fastur; hann lætur eftir sig þrjár dætur, Mrs. S. Thorvardson, Mrs. F. Burton og Mrs. C. Feeney. Útförin verður gerð í dag frá Breiðuvíkurkirkju við Hnausa undir forustu séra Sigurðar Ólafssonar í Selkirk. Kvæðabók . . . Framhald af bls. 4 við, eða beri af „öðrum íslenzk- um þýðingum þessara kvæða, þó að sums staðar nái hann sér eins vel eða betur niður um ná- kvæmni og orðalag. Eftir Einar Benediktsson eru, eins og kunn- ugt er, svipmiklar þýðingar bæði á „Kirkjureitnum“ (eins og hann nefnir þýðingu sína) eftir Gray og kvæðaflokki Kháyyáms, sem Einar nefnir „Ferhendur Tjald- arans“ í þýðingunni; af hinu síð- arnefnda k v æ ð i eru einnig prýðisgóð þýðing eftir séra Eyj- ólf Melan og mjög listræn þýð- ing eftir Magnús Ásgeirsson; Magnús hefir einnig þýtt hið stórfellda kvæði Wildes með sinni kunnu snild í þýðingum, en mörgum árum eldri er þýðing Páls af því kvæði. Og hvað sem öðru liður, þá er Páli Bjarnason sómi að því, hvernig honum hef- ir tekist glíman við þessi erlendu öndvegisskáld, en ekki er það á allra færi að ganga af þeim hólmi með jafn miklum hvað þá stærri sigri. Á það hefir verið réttilega bent af öðrum, að Páli bregðist sjaldan bogalistin í kvæðum sínum, frumkveðnum eða þýdd- urri, um réttar áherzlur, og er það mikill kostur. Hinsvegar verð ég að játa það, að ég hefi sums staðar, bæði í frumortu kvæðunum og þýðingunum, hnot ið um einstök orð og orðatil- tæki, sem mér hafa fundist með óíslenzkum svip eða ekki eins smekkleg og æskilegt væri, en vitanlega kemur hið persónu- lega sjónarmið þar til greina. Jafnframt fæ ég ekki annað en dáðst að valdi Páls Bjarnasonar á íslenzku máli, ekki sízt þegar þess er gætt, að hann er borinn og barnfæddur vestan hafs, og mun að miklu eða öllu leyti hafa a f 1 a ð sér íslenzkuþekkingar sinnar af sjálfsdáðum. Það ber að meta að verðleikum, og þá einnig þá menningarviðleitni af hans hálfu, sem þessi bók hans ber fagurt vitni. ÁRIÐ UNGA Ennþá má tala um árið unga, því enn er það komið stutt áleiðis. Atburðir þess eru flestir ókomnir; enginn veit hvað það hefir meðferðis; margt getur borið við fyrir næstu áramót. Þetta ár er farið að vefja utan af þeim gjöfum, sem eiga að falla mönnum í skaut. Margar af gjöf- um þeim reynast til böls eða blessunar eftir því á hvern hátt þær eru þegnar. „Margur telur sér til sorgar sinna gagn, er ætti að fagna.“ Lífsreynsla liðinna ára getur verið góður leiðarvísir um kom- andi tíð, ef við á annað borð höfum lært af reynslunni. Víst er leiðin vandrötuð; hræv- areldar og sjónhverfingar eru tíðir viðburðir, sem glepja mönn- um sýn. Margt ber fyrir augu, sem í fljótu bragði virðist gott og girnilegt, en þegar að er gætt reynist brothætt og glóandi gler. Það hefir alls ekkert gildi til vegs eða velgengi, en er aðeins fögur sjónhverfing. Það er varn- ingur án verðmætis í fögrum umúðum, sem blekkir margan. Nú kann einhverjum að verða á að spyrja: Hvað bíður mín á vegferð þessa árs? Spurning þessi virðist í fljótu bragði hafa litla þýðingu. Þó hef- ir það verið talin „góð forsjón, að minnast þess liðna, hugsa um það núverandi, og sjá fyrir því ókomna“. Þetta má frekar ræða með því að segja, að menn geta fengið sár af orsökum, sem ekki verður ráðið við. En það er nokkur raunabót í því að bera sár á brjósti, en ekki á baki. Að bera sár á brjósti sannar það, að þar hefir ekki verið um undanhald eða um flótta að ræða, eða um ótrúmennsku. Þau sár eru virð- ingarverð. Þá er hin stefnan, sem miðar að því takmarki einu, að eiga góða daga án tillits til hags- muna annara. Víst er um það, að „það virðist blessunarlega þægi- legt að láta sál og líkama njóta yndislega móksins, sem er sam- fara fullum maga, og fáum áhugamálum“. V Anmarkarnir við þessa stefnu eru þeir, að andlegu lífi vill fara aftur. Eins og lykillinn ryðgar, sem liggur óhreyfður, þannig ganga sálarkraftar til þurðar við áreynsluleysið. Veru- lega lífsgleði er ekki um að ræða. Menn fá á sig sár, því þeg- ar sálin gerir upp reikninginn To be sure you have a cake For your Valentine You should go to Aldo’s Who’s cakes are really jine. ALDO'S BAKERY 613 Sargenl Ave. Phone 74-4843 Dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup Fæddur 3. ágúst 1890 — Dáinn 13. október 1953 MINNINGARORÐ Dýrðin er yfir, dagurinn útrunninn. Sólin hnigin í hafsins skaut. Síðasta kveðjan skín og roðar skýin Trúin og vonin voru þar að verki. Kærleiksaflið, sem aldrei deyr, læknaði sárin, Mannúðin mæta 'rðið varð ljós“ á lífsins braut. blessandi reisti boginn reyr. Héðan er horfinn, hann sem ól í brjósti ljósið drottins sem eilíft er. Frá æsku morgni andans eyrað heyrði Minningin lifir lýsir hátt til hæða. Kirkju Guðs fyrir brjósti bar, Klukkurnar hringja, sorg frá turni senda. Frelsarans kallið „Fylg þú mér“. Hinn trúi þjónn burt tekinn var. Gangan var horfin, Guðs á vegi var hann leiddur af elsku Lausnarans. ..Golgata hæðin“, heilagt benja blóðið, ísland klökknar, kveður kæra vininn, Sigurgeir biskup Sjgurðsson. Altaris ljósið blessun Guðs útbreiddi, blasti við andans augum hans. hönöunum lyfti heilög von. Við Jesú krossinn fann útsæðið andans æfistarfið var úthlutað við skin og skúrir, sáðmaðurinn sáði, með gleðitárum gjörði það. Heilög Guðs þrenning — lífsins alheims andi græði sárin sem Guð einn sér. Ekkjan og börnin mist hafa svo mikið, þeim dýrðin skín sem eilíf er. Ingibjörg Guðmundsson við sjálfa sig, verður það aug- ljóst, að þessi nautnastefna kem- ur í bága við tilgang lífsins í þessum heim. Af þessu fá menn á sig sár illrætt, sem er örðugt að lækna. „Oft ég má með sárri gremju gráta, mitt glópskulíf og þetta ráðlag alt“. Stefna þessi miðar að undan- haldi; enginn er ávinningur, því engu er sáð. „Sú er sælan mesta, sem að fæst með dáð“. Sumir róa að því öllum árum að nurla saman nokkrum efnum, með aðsjálni og harðdrægni; um þetta snýst öll hugsun. „Njálgur" (illyrmi) nagar að rótum sálar- lífsins, svo um andlegan gróður getur ekki verið að ræða; sálinni fer að fara aftur í staðinn fyrir að vaxa. Stefna þessi á alls engin blessunarrík fyrirheit. Og þegar augu manna ljúkast upp fyrir gagnsleysi þessa hugarfars, sem hlýtur að gerast fyrr eða síðar, fyllist hugurinn óánægju og eftirsjá út af lélegu dagsverki. Gagnstæða stefnan er gæfu- stefnan. Þar er hugsunarháttur- inn sá, að láta gott af sér leiða á allan hátt og í öllum efnum. Hugsunarháttur þessi á glæsileg fyrirheit. Vegsemd og heiður og friður hlotnast sérhverjum, er gjörir hið góða. (Róm. br. 2,10). Svo mikill er ágóðinn af þess- um hugsunarhætti, að hvort heldur að árin verða fá eða mörg, blíð eða stríð, verður ágóðinn al- drei tekinn af mönnum. Hvað bíður mín á vegferð þessa árs og um öll komandi? Um það verður ekkert sagt. Þó má að nokkru leyti ráða rúnir þær af því, sem nú hefir verið sagt. „Ó, guð vor, oss þín náðin nú á nýju ári skrýði, með nýju líji, Ijósi trú, svo lœgist böl og kvíði. Ljá nýjan staf á nýrri ferð og í gömlu stríði sverð og sigursæld í stríði“. —S. S. C. MESSUBOÐ Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúlerska kirkjan í Selkirk Sunnud. 7. febr. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ — Árborg Lutheran Church — SERVICES Feb. v7, Arborg 2 o’clock á íslenzku. 8 o’clock at Riverton in English and on Sunday Feb. 14th Riverton, 2 o’clock Árborg, 8 o’clock both in English. Roberl Jack, pastor Canadiska útvarpið skýrði frá því í fréttum sínum, að síðast- liðinn mánudag hefði verið kom- ið hlýtt vorveður á íslandi með 48 stiga hita ofan við frostmark. Collon Bag Sale .29 .29 .23 .23 BLEACHED SUGAR BLEACHED FLOUR UNBLEACHED FLOUR UNBLEACHED SUGAR Orders less than 24, 2c per bag extra. United Bag Co. Ltd. 145 Portage Ave. E. Winnipeg $2.00 Deposit for C.O.D.’s Write for prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M LOWE# DONALD, LIMITED Við ráðleggjum tízkuklæðskerum að heimsækja okkur eða skrifa varðandi hin óviðjafnanlegu brezku ullarfataefni, sem við höfum fyrirliggjandi 1 miklu úrvali í alfatnaði, sporttreyjur og yfirfrakka. LOWE DONALD CANADA LTD. 615 Haslings Slreel 104 Adelaide Slreel W. Vancouver, B.C. Toronlo, Onlario Marine 2019 Empire 6 — 7986 Beztu ullarfataefni í heimi CHOOSING A FIELD A Business College Education provides the basic information and training with which to begin a business career. Business College students are acquiring increasing alertness and skill in satisfy- ing the needs of our growing country for balanced young business people. Commence Your Businesw Training Immediately! For Scholarships Consult TIIFv COLUMBIA PRESS LURITED PHONE 74-3411 695 Sargent Ave., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.