Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1954 ww /ÍHlJG/iHAL IWENNA .JORG JONSSON FYRIRLÍTIÐ EKKI HEIMILISSTÖRFIN Húsmóðirin var á hnjánum við að þvo eldhúsgólfið, þá kom sjö ára dóttir hennar þar að og spurði: „Þykir þér gaman að þvo eldhúsgólfið, mamma? — „Víst þykir mér það,“ svaraði mamma hennar, „það er gaman að sjá gólfið verða aftur hreint og gljáandi; auk þess er þetta mitt verk.“ — „Aldrei skal ég þvo gólf,“ sagði telpan, „vinnu- konur eiga að gera það; það er líka sóðalegt verk. Vonda drottn- ingin lét Mjallhvít þvo gólfin, en ég er viss um, að hún þurfti aldrei að gera það eftir að hún giftist prinsinum; ég skal ekki gera það heldur þegar ég er orðin stór!“ Það má nú segja að þetta sé eins og hvert annað barnahjal, en þó er það svo, að litla telpan lét í ljósi aðstöðu til heimilis- verka, sem nú virðist orðin allt of almenn. Ekki þarf annað en að fletta tímaritum nútímans; þar finnast fjöldi greina og smá- sagna, er lýsa hinum nauðsyn- legu heimilisverkum sem væru þau drep-leiðinleg, andlega kyrkjandi, þreytandi óendan- legt strit. Þetta er vitanlega hin niesta firra, því með öllum upp- finningum og tækjum nútím- ☆ ans, sem tekin hafa verið í þjón- ustu heimilisins, eru störfin orð- in létt og skemmtileg og hverj- um meðalkvenmanni engin vorkun að afkasta þeim á stutt- um tíma. Eitt er það starf húsmóðurinn- ar, sem vélarnar geta ekki létt af henni, en það er uppeldi barna hennar — mikilvægasta starf konunnar. Jafnvel þessa skyldu, móðurskylduna, sem heilbrigð- um konum ætti að vera eðlileg og ljúft að leysa af hendi, vilja nú; margar ungar mæður um- flýja með öllu móti. Þær vilja fremur öllu öðru taka að sér utanheimilisstöður; ef ömmurn- ar eða aðrar konur fást ekki til að líta eftir börnunum, þá finnst þeim að vöggustofur og upp- eldisheimili ættu að vera við hendina til þess að taka við börnunum, meðan þær starfa utanheimilisins. Hvers vegna hafa margar ung- ar konur meiri ánægju af að standa á bak við búðarborð eða hamra á ritvél allan daginn heldur en að sinna heimilis- og uppeldisstörfum? Þetta er ráð- gáta, sem ekki er auðvelt að leysa. Alþýðuskáldið í janúarmánuði árið 1920 dó MAGNÚS TEITSSON ☆ ☆ LIFRAPYLSA Mörgum þykir góð lifrapylsa, sérstaklega þeim, sem vöndust þessum góða og heilnæma mat a yngri árum. Þá var sláturgerð á haustin meiriháttar verkefni; notað var allt matarkyns innan úr kind, kálfi eða stórgrip, og soðið í einu; búnir voru til marg- ir keppir af blóðmör, lifrapylsu og svo ýmislegt fleira. Var þetta síðan súrsað eða geymt á annan hátt og entist lengi. Allt fólkið hlakkaði til að fá nýtt slátur. Þótt mörgum þyki lifrapylsa góð, er undarlegt hve fáar konur reyna að búa hana til; stafar það ef til vill af því, að þær minnast alls umstangsins við sláturgerðina í gamla daga. — Það er ofur einfalt að búa til lítið í einu af lifrapylsu, og getur þannig hver sem þess óskar gætt sér á nýrri lifrapylsu vikulega. Ein af okkar beztu íslenzku mat- reiðslukonum í borginni lét mér í té þessa lifrapylsu uppskrift; hefi ég margreynt hana og er hún góð. I stað þess að sjóða lifrapylsuna í pokum, er hún hökuð í Casserole; þannig er miklu fljótlegra og þrifalegra að húa hana til: 1 pund lifur V2 pund mör 1 bolli haframél % bolli heilhveiti IV2 bolli mjólk 2 teskeiðar salt 1 kúfuð teskeið púðursykur. Vegna þess hve lítið er búið til í einu, getur hver sem vill hreytt ofurlítið til um uppskrift- ina án þess að mikið sé í húfi — gert tilraunir þar til hún fær lifrapylsu algerlega eftir eigin smekk. En þessi uppskrift er þó góð. Sumar konur vilja helzt kinda lifur, aðrar vilja kálfslifur. Ég nota oftast „baby beef“ lifur og þykir hún góð. Lifrin er söxuð 1 hetvélinni eins smátt og hægt er; mjólkinni hrært út í hana; saltinu og sykrinum bætt út í, °g síðan haframélinu og heil- hveitinu hrært saman við. Ég nota heldur minna af mör en álft pund, en það fer eftir smekk hvers eins. Hann er skor- jnn fremur smátt. 1 stað heil- veitis má nota Graham-mél. Þá ma líka gera tilraunir með rúg- mel hafa fleiri en tvær teg- undir méls. Þetta er nú látið í Casserole með þéttu loki á, og hann settur í pönnu með heitu vatni í bök- unarofninn. Er lifrapylsan bök- uð þannig við hægan hita í 'IV2 tíma. 3 Stokkseyri aldraður maður, Magnús Teitsson að nafni. Hann var ættaður af Eyrum og mun hafa átt þar heima alla sína ævi. Aðalatvinna hans framan af ævi voru sjóróðrar á vetrum og kaupavinna á sumrum. Stundum var hann líka háseti á þilskipum við Faxaflóa, er sá útvegur tók að færast í aukana. Magnús heit- inn var vel verki farinn og hinn hagasti, að hvaða verki sem hann gekk. Kunnastur er hann samt íyrir hinar smellnu vísur, er hann hafði jafnan á hraðbergi, því að hann var prýðilega hag- mæltur og oft ótrúlega fljótur að koma saman vísu. Eitt sinn kom Magnús, ásamt fleirum inn í „Ingólfsbúð“ í miklum harðindum veturinn 1917—18, ásamt Hannesi á Sæ- bóli. Komu þá plötur úr bakarí- inu inn í búðina með vínar- brauðum á, sem voru ekki nema þunn hismi. Hannes spyr, hví vínarbrauðin séu svona, Magnús svarar: Gerið skemmdi gaddurinn, glerharðindi vóru. Ilörmung var það, Hannes minn, ■hvernig brauðin fóru. Stundum sagði Magnús líka fréttir í vísum, svo sem lát ná- granna sinna. Vísur þessar urðu þá jafnframt nokkurs konar eftirmæli eftir hinn látna, og þá ekki alltaf sem virðulegust. Hér eru nokkur sýnishorn: Elín á Mýrum, austarlega í Flóa, var efnuð merkiskona á sinni tíð. Eitt sinn, er Magnús var spurður frétta, sagði hann lát hennar á þessa leið: Ella á Mýrum er nú dauð, önd og fjöri rúin. Heimurinn gleypir hennar auð, hún var efnum búin. ☆ ☆ ☆ ÚR BRÉFl FRÁ NORÐUR NÝJA ÍSLANDI starf. Er Mrs. Rockett ein Nú er komið vetrarveður fyrir alvöru. Síðustu þrjár vikur hafa verið mjög kaldar og mikill snjór er kominn. Vegir eru því slæmir, nema aðalvegir þar sem notaðir hafa verið snjóplógar. Frosthörkur hafa verið óvana- lega stöðugari En veturinn getur ekki orðið mjög langur, því það var bezta veðrátta fram að ný- ári, og mjög lítill snjór, svo að ekki er yfir neinu að kvarta. ☆ Nú er nýi presturinn okkar, séra Robert Jack, tekinn við starfi fyrir nokkru. Þau hjónin og börnin eru hvers manns hug- ljúfi. Messur hafa verið sóttar með afbrigðum vel, og þó að vegir séu lítt færir, hafa kirkjur verið nærri fullskipaðar. Fólk er mjög hrifið af íslenzku kunn- áttu séra Roberts Jack, og eldra fólkið hlakkar mjög til þegar haldnar eru messur á íslenzku. Það hlýtur að vera töluvert erfitt að venjast siðum og lifn- aðarháttum í nýju landi, en við óskum og vonum, að séra Robert Jack og fjölskyldu hans megi líða sem bezt í þessu stóra prestakalli. SöfnuSirnir tóku á móti þeim hjónum með virðu- legu samsæti og voru þau sæmd mörgum gjöfum. Stærsta gjöfin var nýr bíll, sem mun koma í góðar þarfir. ☆ Kvenfélagið „Djörfung“ Riverton, Man., hélt ársfund sinn 7. janúar 1954. Má geta þess, að þetta er framhald af fyrsta félagsskap meðal íslenzkra kvenna hér, og var í fyrstu stúlknafélag, en síðar breytt í kvenfélag með ofangreindu nafni. Á þessum fundi sagði forseti, Mrs. JónínaRockett, af sér em- bætti eftir 18 ára samfleytt starf, sökum lasleika. — Var Mrs. Rockett gerð að heiðursforseta og þakkað vel unnið og langt af stofnendum félagsins og hefir altaf verið meðlimur þess. Stjórnarnefnd félagsins fyrir árið 1954 er þannig skipuð: Mrs. Jónína Rockett, heiðursforseti Mrs. Margrét Thorsteinson, forseti Mrs. Guðrún Sigurdson, vara-forseti Mrs. Kristín S. Benedictson, skrifari Mrs. Lína Thorsteinson, vara-skrifari Mrs. Björg Vigfússon, féhirðir Mrs. Fjóla Eyjólfson, vara-féhirðir Yfirskounarkonur: Mrs. G. Sigurdson Mrs. K. S. Benedictson. ☆ ■"> VEIZTU — að salt reynist mjög vel til að hreinsa með steikgrpönnuna, meðan hún er enn heit og einnig neðan af strokjárninu, — að það er auðveldara að strauja eftir á, ef þér látið ofur- lítið af salti í línsterkjuna (stívelsið), — að volgt saltvatn er ágætt til að baða úr þreytta og sára fætur — einnig þreytt og svíð- andi augu. Ennfremur til að þvo úr ullarflíkur og svampa, — að gott er að skola úr nýj- 1 um sokkum úr köldu saltvatni, — að diskaþurrkur og borð- klúta er ágætt að sjóða í salt- vatni. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Sumarið 1916 dó gömul kona á bænum Skipum austan Stokks- eyrar. Daginn sem hún var jörð- uð, voru Stokkseyringar að skipa upp salti; var það tekið úr bátum og látið upp í stóra vagna, er gengu á járnbrautarteinum eftir bryggjunni. Sex menn drógu hvern vagn. Einn vagninn drógu, ásamt fleirum, þeir Magnús Teitsson og hringjarinn við Stokkseyrarkirkju, er Gamalíel liét. Hann var valmenni, en lang- ur og hlykkjóttur í vexti. Allt í einu kemur forsöngvarinn hlaup- andi ofan bryggjusporðinn, og kallar: „Gamalíel! Komdu að hringja við jarðarförina!“ — Gamalíel hljóp þá frá vagninum og Magnús kveður samstundis á eftir honum: Einum færra í okkar hóp, ekki er lengi að muna, Gamalíel hokinn hljóp að hringja á kerlinguna. Þetta voru einu eftirmælin, sem þessi blessuð gamla kona fékk, að því er bezt er vitað. Að Gerðum á Stokkseyri bjuggu fyrrum efnuð hjón, er Páll og Þorbjörg hétu. Þau voru vönduð í viðskiptum, en æði forn í skapi, vörðu sitt og létu lítt troða sér um tær, til dæmis leyfðu þau ekki börnum ná- granna sinna að leika sér nálægt bæ sínum. Það varð til þess, að börn voru hálfhrædd við þessi hjón og báru kala til þeirra. Strákar gerðu þeim stundum glettur. Meðal þeirra var Karl, sonur Magnúsar, sem nú er dá- inn fyrir fáum árum, kominn á efri ár. Karl heitinn var vitur maður og góður og dugandi sjó- maður, en nokkuð ófyrirleitinn og fyrirtektarsamur í æsku. Frá því sagði hann á efri árum, að þegar hann var strákur, hefði hann, og annar strákur til, laum- ast -heim að Gerðum á einu dimmu vetrarkvöldi á vökunni. Þeir gengu að baðstofugluggan- um og horfðu inn, en vöruðust að láta sjá sig. Borð stóð út við gluggann, og við það sat hús- ráðandi og var að lesa húslestur við olíulampa, er hékk innarlega í baðstofunni, en heimafólk sat þegjandi á rúmum sínum og hlýddi á lesturinn. Gat var á gluggapóstinum, til þess að hleypa hreinu lofti inn. Strák- arnir voru nýbúnir að eignast vatnsbyssu, og nú stungu þeir stútnum á henni inn um póst- gatið og sendu vatnsgusu mikla inn í baðstofuna. Þeir ætluðu að hitta húsráðanda við hús- lesturinn, en til allrar ógæfu hittu þeir lampaglasið, sem auð- vitað sprakk og ljósið drapst samstundis og fólkið sat eftir í myrkrinu, og var húslestrinum þar með lokið. í einni ávipan var Páll gamli kominn út og elti nú sökudólgana, en þeir flýðu í dauðans ofboði upp í heygarð, steyptu sér ofan í eina geilina og létu þar fyrirberast unz leitinni var hætt. Hálfgaman hafði Magnús af þessu, og öðrum til- tektum sonar síns, ekki sízt ef hann var dálítið hýr, sem oft kom fyrir. Þorbjörg í Gerðum lifði mann sinn. Þegar hún dó, sagði Magnús lát hennar á þessa leið: Tobba í Gerðum tók sér ferð á hendur upp í háan himnarann að hitta Pál, sinn eiginmann. Sigurður Sigmundsson og Gyða, kona hans, voru Skaftfell- ingar að ætt. Þegar þau voru í tilhugalífinu fyrir 70—80 árum, fór Gyða eitt sumar austur í átt- haga sína að finna ættingja og vini. Til þeirrar farar fékk hún lánaða ágæta, jarpa reiðhryssu, er Magnús átti. Hryssan meiddist svo mikið í ferðinni, að það varð að slátra henni um haustið. Magnúsi þótti vænt um Jörp sína og vildi ekki slátra henni sjálfur, en lét Ólaf nokkurn í Móakoti gera það og fá af henni kjötið. Þá kvað Magnús: Mig vill stanga mœðan skörp, mér finnst langur skaðinn, Ólafur svangur étur Jörp, ég má ganga í staðinn. Þau Sigurður og Gyða bjuggu á jörðinni Grímsfjósum í nokkur ár. Sigurði þótti vænt um býlið og kallaði það í gamni Landið og sjálfan sig Landshöfðingja. Þau Gyða eignuðust fjóra sonu og þrjár dætur. Eitt sumar, þegar börnin voru orðin stálpuð, tók Sigurður sér hádegisblund á heitum sólskinsdegi, en dreng- írnir voru að leika sér á bökkum Löngudælar. Var þá einum þeirra, Jóni, fleygt í dælina, viljandi eða óviljandi, en hann náðist aftur lifandi. Um það kvað Magnús: Landshöfðinginn lá og svaf, lítið vissi um hrekki. Drengurinn fór á dauðans kaf, en Drottinn vildi hann ekki. Yngsti sonur Sigurðar og Gyðu heitir Kristinn. Hann kom oft á heimili Magnúsar, þegar hann var barn og unglingur. Karítas, kona Magnúsar, tók drengnum vel og var honum góð, en Magnúsi var ekki um komur hans gefið, kallaði hann Landshöfðingjagotið og kvað um hann vísur, svo sem þessa, er hann orti um Kristinn þegar hann var milli fermingar og tvítugs og fór að róa til fiskjar, eins og aðrir ungir menn í ver- stöðvum íslands: Baróninn sér brá á flot, burði hefur nóga. Landshöfðingja látið got líka fór að róa. Baróninn í vísu Magnúsar var Einar í Garðshúsum á Stokks- eyri, kominn á efri ár, er Krist- inn var ungur. Einar var dug- andi formaður og barngóður og tpk jafnan drengi nágranna sinna á skip sitt, er þeir höfðu aldur og þroska til, þar á meðal Kristinn. Einar var glaðlyndur, viðræðugóður og dálítið upp með sér. Þess vegna fékk hann viðurnefnið Baróninn hjá Magnúsi. Haustið 1915 flutti járnsmiður einn frá Reykjavík til Stokks- eyrar, settist þar að og átti þar heima í tíu ár. Magnúsi þótti gaman að sjá hann vinna og var hjá honum öllum stundum þessi fimm ár, sem þeir áttu eftir að vera nágrannar. Lét hann þá vís- urnar óspart fjúka, því að hann orti um allt og alla og fann alls staðar yrkisefni. — Járnsmiður þessi hafði Kristinn Sigurðsson oft í vinnu og fann þá brátt, að hann var í litlu áliti hjá Magn- úsi og sveitungum sínum yfir höfuð, en járnsmiðnum reyndist hann hinn bezti, bæði sem hjálp- armaður og vinur. Eitt kvöld voru þeir að reka járn af kappi miklu og hoppaði þá Kristinn upp í lampann. Magnús kvað: Lampinn hefur lítið þol, líklega það sérðu, hafðu engin handaskol, haltu kjafti og berðu. Einu sinni var Kristinn líka að bora járn í borvél. Kemur hann þá með stykki úr vélinni, sýnir smiðnum, ~og segir um leið og hann bendir á nagla í vélinni: „Þetta datt úr, af því að þessí nagli er of linur“. Smiðurinn sér að vélin er brotin og hefir orð á því. Um það kvað Magnús: Kristinn vildi gera göt, Guðs og manna vinur. Náttúran var nógu hvöt, en naglinn var of linur. Þetta, sem hér hefir verið rit- að, er aðeins örlítið sýnishorn af hinum fjölmörgu vísum Magnúsar. — Eitthvað af þeim mun hann hafa skrifað og það fundizt eftir hann látinn, en langflestar vísur hans eru dæg- urflugur, ortar við alls konar tækifæri í önnum dagsins. Þær hafa hvergi verið ritaðar eru því gleymdar og týndar. Eins og áður er sagt, var Magnús heit- inn síyrkjandi og fann alls staðar yrkisefni, en þó einkum í hinum fjölbreyttu viðburðum hversdagslífsins, til dæmis, þeg- ar hann reri hjá Snorra á Hær- ingsstöðum eitt vor og þeir höfðu veitt mikið af háfi, sem þeir voru að þurrka á trönum til eldsneytis. Einn dag, er þeir komu úr róðri og sáu til lands, sjá þeir hrafna sitja á trönunum og vera að gæða sér á háfnum, sem þeim þykir mjög góður. — Snorri fjasar mikið um það, að háfurinn hefði betur verið ó- fenginn, heldur en fara í and- skotans hrafninn. — Þá kvað Mangi Teits: Orðin hvetur ófeiminn, og þess getur harmþrunginn: „Hrafninn étur háfinn minn, hann var betur ófenginn“. Eða þegar Grímur, sonur Ólafs í Móakoti, var að stýra vélbáti við saltuppskipun í góðu veðri á sumardegi milli skips og lands. Grímur var búsýslumað- ur mikill, vildi helzt vinna hjá öðrum og láta verkið ganga hægt, svö að hann hefði marga tíma. Það vissi Magnús og sagði því: „Grætur vart þó gangi ei hart“. — Þennan dag sat Grímur á kvartili við stjórnina, og lét sér líða vel í góða veðrinu. Um fjöruna stóð báturinn á skeri á Stokkseyrarfjörum, en Grímur sat rólegur á kvartilinu og beið þess að félli undir bátinn aftur og hann flyti upp af skerinu, sem hann stóð á. — Þá kvað Mangi: Yfir bjartan bárupart berst með hjarta ólinu, grætur vart þó gangi ei hart, Grímur á kvartilinu. Magnúsi er svo lýst, að hann hafi verið tæplega meðalmaður að hæð, en þrekinn og svarað sér vel, og beinvaxinn var hann fram á elliár. Hann var kringlu- leitur, réttnefjaður, fullur að vöngum og nokkuð kinnbeina- hár. Hann var ekki ennismikill né höfuðstór. Það sem einkenndi hann sérstaklega frá öðrum, voru augun, þau voru fremur lítil, dökkmóleit, eldsnör og gáfuleg. Hann var dökkur á hár og skegg, alskeggjaður, og yfir- skeggið úfið. Hann tók í nefið, og vildi þá neftóbak hnoðast í hið úfna yfirskegg og loka nös- unum. Þess vegna hóf hann oft mál sitt með því að blása snöggt út um nefið. — Vín þótti honum mjög gott. Magnús unni mjög fögrum ljóðum og þreyttist aldrei á að tala um þau. Hann las mikið, var fróður og sagði vel frá. Séra Jón á Bægisá var uppáhaldsskáld hans, enda virðist Magnús hafa verið honum líkur að hugsun og skapgerð. Gaman þótti Magnúsi að hitta aðra hagyrðinga og fá þá til að gera vísu. Tækist honum það, svaraði hann samstundis með annari vísu, og þá oft þannig, að varla var annað unnt sóma síns vegna en að halda áfram. Úr þessu gat stundum orðið full- komið haðyrðingaeinvígi. í þess háttar viðskiptum bar Magnús jafnan fullan sigur af hólmi. P. J. —Lesb. Mbl., 6. des 1953 THE FIRST LUTIIERAN CHURCH 75th Anniversary Book Price $1.25 K. W. JOHANNSON 841 Goulding St. Winnipeg Manitoba Phone 72-1135

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.