Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.02.1954, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Round The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES WEDDINGS ON COUNTRY TRIPS FUNERALS 67. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1954 NÚMER 5 Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 24. JANÚAR Veður hefir enn. verið um- hleypingasamt eins og löngum í vetur. Um miðja vikuna var frost um allt land, á miðvikudags- morgun allt að því 14 stiga frost norðanlands, en síðan hefir verið hvöss austan eða suðaustan átt og talsverð rigning. Gæftir hafa verið stopular. ☆ Verkfalli sjómanna á vélbáta- flotanum er lokið og vertíð hafin víðast hvar. Samninganefndirn- ar í sjómannadeilunni, sem stað- ið hafði frá áramótum, undirrit- uðu samkomulag síðdegis á mánudaginn, og var það síðan samþykkt í félögunum. Sam- kvæmt þessum nýja samningi hækkar verð á slægðum þorski ^Reð haus um 17 aura á kíló- gramm til sjómanna og verður ein króna 22 aurar kílógrainmið. Verð á öðrum fisktegundum hækkar í sama hlutfalli. Samn- inganefndirnar urðu enn fremur sammála um það, að óska eftir, að þær breytingar verði gerðar ^ tryggingarlöggjöfinni, að dán- nrbætur, sem greiddar eru í eitt skipti fyrir öll vegna bátasjó- manna, verði hækkaðar um helming eða því sem næst. ☆ Fiskaflinn í októbermánuði s.l. nam rúmlega 21.000 lestum, og íyrstu 10 mánuði ársins 1953 nam heildarfiskaflinn nær því 317.000 lestum, en það er 21.000 lestum meira en aflinn varð á sama tíma 1952. Af þessum afla hafa verið írystar 82.000 lestir, 87.000 lestir saltaðar og 76.000 lestir hertar. Söltuð síld var rösklega 31.000 lestir, fryst rúmlega 11.000 lestir og bræðslusíld rúmlega 21.000 lestir. ☆ Hinn 4. desember s.l. afhenti utanríkisráðherra sendiherra Bandaríkjanna erindi varðandi hreytingar á varnarsamningi Riilli íslands og Bandaríkjanna á grundvelli Norður-At^ntshafs- samningsins og framkvæmd hans. í ráði var, að samninga- Refnd frá Bandaríkjunum kæmi til viðræðu nú um helgina, en af ymsum ástæðum mun nefndin ekki geta komið hingað til lands lyrr en upp úr næstu mánaða- oaótum. ☆ 1 samningi Islands og Banda- rikjanna um efnahagssamvinnu, sem gerður var árið 1948, var á- kveðið að 5% af jafnvirði gjafa- framlags skyldi lagt í sérstakan sJÓð, er Bandaríkjastjórn hefði fil eigin ráðstöfunar hér á landi. Hinn 11. þ. m. voru undirritaðir samningar milli ríkisstjórnarinn- ar og fulltrúa Bandaríkjastjórn- ar um 793.000 króna framlag úr þessum sjóði til rannsókna og iræðslustarfsemi í landbúnaði og sjávarútvegi hér á landi. Búnað- arfélagi íslands og Fiskifélagi íslands hefir verið falið að ann- sst um framkvæmdir samkvæmt gerðum áætlunum. Hluti Fiski- lelagsins af fjármagni þessu verður notaður til þess að prófa °S gera samanburð á nokkrum aðferðum, sem helzt koma til greina við framleiðslu fóður- efna úr slógi, en hér á landi falla til svo þúsundum tonna skiptir at sl°gi á hverri vertíð. Fram- leiddur verður svonefndur slóg- jarni, og einnig slógmjöl. Um hlut landbúnaðarins er það að segja, að fjórir búfræðimenntað- ir menn skulu ferðast um landið í tvö ár og vinna að almennri fræðslu um landbúnað, en megin hlutverk þeirra verður að ann- ast sýnisreiti, sem gerðir verða í hverjum hreppi, og samanburður gerður þar á mismunandi notk- un tilbúins áburðar og síðan á uppskerunni. Ráðunautar þessir hafa þegar verið valdir og leggja af stað í ferðalagið í byrjun næsta mánaðar. Samhliða starfi þessara manna er ætlast til, að sett verði á fót sérstök leiðbein- ingastarfsemi, er aðstoði ráðu- nauta og útvegi þeim upplýs- ingar og sýningarefni, svo sem skuggamyndir, og enn fremur verða gefin út smárit einu sinni í mánuði um nýjungar í landbún- aði. Gísli Kristjánsson ritstjóri veitir upplýsingastarfsemi þess- ari forstöðu. ☆ Reykjavíkurbær keypti fyrir nokkru hús fyrir bæjarbókasafn, Þingholtsstræti 29A, og var safnið opnað til notkunar fyrir bæjarbúa á fimmtudaginn var. Bæjarbókasafnið hóf starfsemi sina 1923 og á nú um 50.000 bindi. Húsið, sem keypt var fyrir safn- ið, var íbúðarhús, og voru þar gerðar nauðsynlegar breytingar. í lestrarsal geta setið milli 20 og 30 menn. Yfirbókavörður er Snorri Hjartarson. ☆ Stjórn Loftleiða h.f. hefir að undanförnu unnið að undirbún- ingi víðtækari starfsemi félags- ins. Til tals hafði komið að festa kaup á nýrri flugvél og aflað hafði verið heimildar til ríkis- ábyrgðar fyrir allt að því 10 miljónum króna. Hæpið þótti þó að ráðast í kaup á nýrri flugvél að svo stöddu, og leitaði félags- stjórnin því hófanna hjá norska flugfélaginu Braathens-SAFE um leigu á samskonar flugvél og Heklu, en sú flugvél hefir verið á flugleiðinni til Austurlanda. — Stjórn Loftleiða gekk nýlega frá leigusamningi að áskildu sam- þykki viðkomandi stjórnarvalda, og Braathens-SAFE sótti fyrir nokkru um leyfi til norsku stjórn arinnar um að leigja Loftleiðum Skymaster-flugvél sína. ☆ Bæjarstjórnarkosningar og kosningar hreppsnefnda í þeim hreppum, þar sem þrír fjórðu íbúanna eru búsettir í kauptún- um, fara fram á sunnudaginn kemur, og hefir kosningaundir- búningurinn sett sinn svip á blöðin að undanförnu. í Reykja- vík hafa flokkarnir hver um sig haldið kosningafundi og útvarps- umræður verða um bæjarmálin nú í vikunni. Það hefir borið til tiðinda í kosningabaráttunni í Reykjavík meðal annars, að dag- blað þar bar þær sakir á efsta mann á lista Þjóðvarnarflokks Islands, Bárð Daníelsson verk- fræðing, að hann hefði misnotað aðstöðu sína í opinberustarfi. Hann ákvað þá að taka framboð sitt aftur og óska eftir opinberri rannsókn á ásökun blaðsins. •— Yfirkjörstjórnin í Reykjavík tók beiðni hans til meðferðar en taldi sig ekki hafa heimild til þess að nema á brott nafn hans af framboðslista flokksins. — í Kópavogshreppi hefir kosningu verið frestað til 14. febrúar næstkomandi. Orsökin var sú, að yfirkjörstjórn hafði merkt lista Sjálfstæðismanna þar með C, en þeir óskuðu eftir að listinn yrði merktur bókstafnum D, og úr- skurðaði sýslumaður að svo skuli verða. Er úrskurðurinn byggður á lagabreytingu, sem gerð var í sambandi við síðustu alþingiskosningar, og hnígur í þá átt, að hver flokkur skuli halda sínum listabókstaf. ☆ Samkvæmt upplýsingum Á- fengisverzlunar ríkisins nam sala áfengra drykkja á s.l. ári rösk- lega 76,4 miljónum króna, og er það nær því 12,4 miljónum króna meira en árið 1952. Áfengis- neyzla nam 1,469 lítrum á hvern ibúa miðað við 100% spíritus, og var það nokkru meira en árið áður. Mest varð áfengisneyzian hér á landi árið 1946 og komst þá upp í tvo lítra á hvern íbúa. Söluaukningin á árinu varð hlut- fallslega miklu meiri en aukning áfengisneyzlunnar, þar sem meira var nú selt af dýrari vín- tegundum en áður. ☆ 1 gær var tekin í notkun stærsta frystivél, sem smíðuð hefir verið hérlendis. Smíði hennar og uppsetningu annaðist vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík, en eigandi er Hraðfrystihúsið Heimaskagi á Akranesi. Afköst vélarinnar er 150.000 hitaeining- ar á klukkustund. Önnur slík vél er þegar fullsmíðuð hjá Héðni og fer hún til ísfélags Vestmanna- eyja- ☆ Kvennaskólinn á Blönduósi var settur 15. þ. m., en hann starfaði ekki s.l. ár vegna þess að gerðar voru stórfelldar um- bætur og breytingar á skólahús- inu. Þeim er að vísu ekki lokið ennþá að fullu, og því komast ekki fyrir í skólanum að sinni nema 24 nemendur. Gerð hefir verið viðbygging við skólahúsið og er í henni rúmgóður borðsalur og íbúð forstöðukonu. Forstöðu- kona skólans er frú Hulda Stefánsdóttir. ☆ Sendiherra Þjóðverja á ís- landi, dr. Oppler, afhenti s.l. laugardag Háskóla Islands að gjöf frá þýzku stjórninni í Bonn allmargar bækur í germönskum fræðum, handbækur og vísinda- rit, sem gefin hafa verið út í Þýzkalandi á síðari árum. Rektor háskólans, prófessor Alexander Jóhannesson, þakkaði gjöfina. ☆ Felix Ólafsson kristniboði og kona hans hafa dvalizt undan- farna mánuði í Addis Abbeba, höfuðborg Abyssiníu, og numið mál landsmanna. Þau eru nú á íörum til suðurhluta landsins, þar sem þau ætla að koma á fót trúboðsstöð í Konso. Samband íslenzkra kristniboðsfélaga kost- ar för þeirra og framkvæmdir að öllu leyti. Það er von sam- bandsins, að geta einnig sent lækni og hjúkrunarkonu til Konsó áður en langt um líður. ☆ Frú Unnur ólafsdóttir í Reykjavík hefir gefið tiÞstyrxt- ar blindu fólki ágóða af þremur sýningum á kirkjulegum list- munum, er hún hefir haldið í Reykjavík á undanförnum árum, og nemur sú upphæð rúmlega 43.000 krónum. ☆ Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélagi Islands hafa enn verið framin spjöll í skip- brotsmannaskýli félagsins á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. — Hafa matarbirgðir horfið þaðan, olíutunna verið tæmd og ýmis- legt skemmt. ☆ Undanfarin ár hafa verið tals- verð brögð að því, að saltfiskur gulni við framleiðslu og í geymslu og hefir tjón af þessum sökum numið miljónum króna. Forstöðumaður rannsóknarstofu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, Páll Ólafsson, hefir að undanförnu fengist við rann- sóknir á því, hvað valda muni gulunni og hefir komizt að raun um, að gerlar í saltinu valda henni. Auðvelt mun að prófa, hvort saltið sé smitað gulugerl- um eða ekki. ☆ Tónlistarfélagið í Reykjavík efnir til kammertónleika fyrir félagsmenn sína á morgun og þriðjudaginn og verða þar flutt verk eftir Paul Hindemith, Haydn og Schubert. — Þjóðleik- húsið sýnir nú sjónleikinn Pilt og stúlku og barnaleikritið Ferðina til tunglsins, ávallt fyrir fullu húsi. — Leikfélag Reykjavíkur sýnir Mýs og menn eftir Stein- beck. ☆ íslenzkar getraunir greiddu í vinninga á s.l. ári 139.000 krónur. Vikuleg þátttaka í getraununum hérlendis er sem svarar 5 aurum á hvern landsmann. ☆ Skagfirðingafélaginu í Reykja- vík höfðu um miðja s.l. viku borizt 52.000 krónur í reiðufé handa fjölskyldunni á Heiði í Gönguskörðum, sem misti aleigu sína milli Jóla og nýjárs. Rauða kross deildin í Reykjavík hafði þá safnað um tæpum 10.000 krónum. ☆ Frú Georgía Björnsson átti sjötugsafmæli á mánudaginn var og var þá mjög gestkvæmt á heimili hennar. Nokkrir vina hennar tilkynntu að þeir hefðu ákveðið að færa henni að gjöf eirsteypu af mynd, er Einar Jónsson myndhöggvari hefir gert af henni, og verður myndin ríkiseign eftir hennar dag. Frú Georgía er fyrsta forsetafrú ís- lands. Afmæli forsætisráðherrans Rt. Hon. Louis St. Laurent Síðastliðinn mánudag átti for- sætisráðherrann í Canada, Rt. Hon. Louis St. Laurent 72ja ára afmæli, og var hann þá um dag- inn hyltur mjög af öllum þing- flokkum; í dag leggur hann af stað ásamt fríðu föruneyti í ferð umhverfis hnöttinn, en heimboð höfðu honum borizt víðsvegar að á árinu, sem leið; hann mun maðal annars eiga nokkura viðdvöl í Indlandi og Pakistan. Rannsóknarnefnd Fylkisstjórnin í Manitoba hef- ir lýst yfir því, að hún hafi ákveðið að skipa rannsóknar- nefnd, er óháð sé öllum pólitísk- um flokkum til að íhuga vænt- anlegar umbætur á áfengissöl- unni innan vébanda fylkisins; mun þess sízt vanþörf að áfeng- islöggjöfinni, sem orðin er úrelt, verði eitthvað breytt til batnaðar. Áki Jakobsson fyrrv. ráðherra segir sig úr kommúnisfaflokknum Það er nú kunnugt orðið, að Áki Jakobsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra komm- únista hefir sagt sig úr komm- únistaflokknum. Er hann sá fyrsti af aðal-leiðtogum komm- únista hér á landi, sem yfirgefur hinn fjarstýrða flokk. Áki Jakobsson var kjörinn Fylkisþing sett þingmaður fyrir kommúnista á Siglufirði haustið 1942 er Siglufjörður var gerður að sjálf- stæðu kjördæmi. En hann var fyrst kjörinn á þing í sumar- kosningunum það ár og þá sem landkjörinn þingmaður. Einnig þá bauð hann sig fram á Siglu- firði, þar sem hann hafði þá verið bæjarstjóri í nokkur ár. Hann var atvinnumálaráð- herra í nýsköpunarstjórninni árin 1944—1947. Sat hann á þingi fram til s.l. vors, en þá gaf hann ekki lengur kost á sér til fram- boðs fyrir kommúnista. — Úrsögn Áka Jakobssonar úr kommúnistaflokknum er tví- mælalaust mesta áfallið, sem kommúnistar hafa orðið fyrir hér á landi. Hún sýnir greini- lega, hvert stefnir fyrir komm- únistaflokknum á íslandi. —Mbl., 10. des. Hon. D. L. Campbell forsætisráðherra Á þriðjudaginn kom fylkis- þingið í Manitoba saman til funda og var sett af hinum nýja fylkisstjóra, Hon. J. S. McDiarmid, er flutti boðskap stjórnarinnar til þingsins; yngsti þingmaðurinn, Mr. Mulgat frá St. Rose, var kjörinn til að svara hásætisræðunni, en hann er að- eins 27 ára að aldri, en stuðn- ingsmaður varð Jack St. John, Liberalþingmaður fyrir Winni- peg Centre kjördæmið. Halldór Bjarnason látinn Hinn 29. janúar síðastliðinn lézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, þeirra Mr. og Mrs. J. A: Vopni, Davidson, Sask., Halldór Bjarnason fyrrum kaup- maður hér í borg, fæddur að Litla-Múla í Dalasýslu 29. nóv- ember 1862. Hann . fluttist til Vesturheims árið 1889 og dvaldi nokkur fyrstu árin í Glenboro; hann rak matvöruverzlun í þessari borg í 27 ár, en eftir lát Margrétar konu sinnar 1943 fluttist Halldór til Davidson, eins og þegar hefir verið sagt; auk fyrgreindrar dóttur sinnar, Mrs. Vopni, lætur Halldór eftir sig tvö önnur börn, Önnu hjúkrunarkonu í New York og Otto verkfræðing í Virginia- town, Ont. Halldór var góður drengur og hinn ábyggilegasti um alt. — Útförin var gerð frá Fyrstu lútersku kirkju síðastliðinn þriðjudag. Dr. Valdimar J. Ey- lands jarðsöng. Úr borg og bygð Gladys Kristrún, dóttir S. V. Sigurdson bæjarstjóra í River- ton og Mrs. Sigurdson, giftist Lieut. Vern Douglas Peterson frá Mayor, Sask. í lútersku kirkjunni í Riverton 30. janúar síðastl. Séra Robert Jack gifti. Miss Geraldine Bjarnason söng, en Mrs. Dóri Martin var við hljóðfærið. Brúðar meyjar voru Mrs. Irvin Ólafsson og Miss Gladys Danielson, en F.O. William Owston aðstoðaði brúð- gumann. Heimili ungu hjón- anna verður í Saskatoon. Ánægjuleg kvöldstund Á föstudagskvöldið hinn 29. janúar s.l., efndi Icelandic Canadian Club til virðulegs mannfagnaðar í salarkynnum Marlborough hótelsins hér í borginni; tala gesta mun hafa numið tveimur hundruðum. For- sæti skipaði W. J. Lindal dómari af góðri rögg. Samsætið hófst með borðbæn, er séra Philip M. Pétursson flutti. Aðalræðumaður var séra Robert Jack frá Árborg, er tal- aði bæði á ensku og íslenzku; einnig mælti nokkur orð Hon. Ivan Shoultz, dómsmálaráð- herra Manitobafylkis, en ávörp fluttu þeir Dr. Valdimar J. Ey- lands fyrir hönd Þjóðræknis- félagsins, en af hálfu Leifs Eiríkssonar félagsins skilaði kveðjum Erlingur Eggertson lögfræðinemi við Manitoba- háskólann. Miss Helga Baldwinson lék Piano Solo, en Miss Ingibjörg Bjarnason skemti með einsöng aðstoðuð af Miss Sigrid Bardal. Þetta var góð samkoma, er hafði sitt ákveðna félagslega gildi. Að skemtiskrá lokinni var stiginn dans við gleði og góðan fagnað. Fjórveldafundurinn í Berlín Að því er nýjustu fréttir frá Berlíp herma, er naumast ann- að fyrirsjáanlegt, en utanríkis- ráðherrafundur stórveldanna fjögra, sem enn stendur yfir í Berlín og frá var sagt í fyrri viku, muni þá og þegar gufa upp; veldur því þrákelkni Rússa og yfirgangssemi. Vesturveldin hafa krafist þess, að almennar kosningar um fyrir- hugaða sameiningu Þýzkalands verði haldnar hið bráðasta, því með öðru móti verði ekki kom- ist að skynsamlegum friðar- samningum; þetta mega Rússar ekki heyra nefnt á nafn og vilja helzt ekki um annað tala en rauðliða stjórnina í Kína. Ekki er seinna vænna að út- vega sér aðgöngumiða að hinni frægu litkvikmynd Hal Linkers Sunny Iceland, sem sýnd verður í Playhouse Theatre 13. febrúar, kl. 8.30.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.