Lögberg - 18.02.1954, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1954
„Vertu sæll! Við söknum þín!
Hinn 13. október 1953 mun
jafnan verða sveipaður döprum
haustblæ og saknaðar í huga
mínum, því að þann dag létust,
sitt hvorumegin hins breiða hafs,
tveir hugstæðir og mikilsmetnir
vinir mínir, þeir dr. Sigurgeir
Sigurðsson, biskup íslands, í
Reykjavík, og séra Egill H. Fafn-
is, sóknarprestur að Mountain,
N. Dakota, og fyrrv. forseti Hms
evangelisk lúterska Kirkpufélags
íslendinga í Vesturheimi. Svo
langa og trygga vináttu átti ég
báðum þeim ágætismönnum að
þakka ,að mikil vanræksla væri
það af minni hálfu að kveðja
þá ekki með nokkrum orðum nú,
er þeir eru, og um aldur fram,
horfnir úr hópi samferðasveitar-
innar, sem þeir prýddu með
þeim hætti, að hlýtt og bjart
verður ávalt um þá 1 hugum
allra, sem kynntust þeim veru-
lega, og þá sérstaklega í hugum
vina þeirra og samverkmanna.
Minningu Sigurgeirs biskups
Séra Egill H. Fafnis
hefi ég leitast við að gera nokk-
ur skil á öðrum stað, en með
þessum kveðjuorðum vil ég
votta séra Agli virðingu mína og
þökk fyrir langa og góða sam-
fylgd austan hafs og vestan. Hér
Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta
og fimta miðsvetrarmót Fróns í
Winnipeg, 22. febrúar 1954.
Sargent Florists
739 Sargent Avenue WINNIPEG. Maniioba
Phone 74-4885
Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta
og fimta miðsvetrarmót Fróns í
Winnipeg, 22. febrúar 1954.
Dr. T. GREENBERG
Phone 3-6196
814 SARGENT AVE. WINNIPEG. MAN.
verður samt eigi, nema að litlu
leyti rakinn æviferill hans, þó
atburðaríkur væri og merkilegur
um margt, því að það hefir þeg-
ar verið gert í prýðilegum ræð-
um og minningargreinum um
hann beggja megin hafsins;
þetta laufblað, sem ég, í óeigin-
legri merkingu, legg á legstað
hans, er aðeins ofurlítil greiðsla
upp í vináttuskuldina við hann
um meir en þriggja áratuga
skeið.
Séra Egill Fafnis var maður
sönghneigður mjög og gæddur
mikilli og fagurri söngrödd, enda
söng hann oft einsöng við guðs-
þjónustur, aðrar kirkjulegar at-
hafnir og á almennum samkom-
um, og fórst það þannig úr handi
að landar hans (að öðrum ó-
gleymdum) kunnu þá viðleitni
hans vel að meta, og bera, meðal
annars, þakkarhug til hans fyrir
það framlag hans til félags- og
menningarlífs þeirra.
Eitt af þeim lögum, sem ég
heyrði hann æði oft syngja á
samkomum, og verður mér sér-
staklega minnisstætt, var við
eftirfarandi erindi í þýðingu eft-
ir Guðmund skáld Magnússon:
Gekk að heiman glaður drengur,
gekk hann móðurhúsum frá.
Honum brann í ungum æðum
æskumannsins ferðaþrá.
Gekk hann horskur gegnum
skóginn,
gatan stefndi á háreist fjöll.
Trén hans bernsku-vinir voru,
virtust hvísla til hans öll:
Vertu sæll! við söknum þín!
Ætla ég einnig, að þetta hafi
verið eitt af eftirlætislögum og
ljóðum séra Egils, og fór það að
vonum, því að þar er færð í
fagran og hjartnæman orðabún-
ing útþrá og útferðarsaga hans
og annarra æskumanna, sem
hverfa brott úr átthögum og af
ættjarðarströndum að leita gæf-
unnar. Þetta lag og ljóð, er var
honum svo kært, verður mér
einnig sérstaklega ríkt í hug, er
ég minnist hans, vegna þess, að
okkur fyrstu kynni voru tengd
við söng og hljómlist.
Fundum okkar bar fyrst sam-
an á Akureyri fyrir meir en 30
árum síðan er okkur brann báð-
um náms- og athafnaþrá í blóði,
og eru mér frá þeim tíma eink-
um minnisstæðar gleðistundir,
er við, ásamt öðrum, áttum sam-
an á heimili hins söngelska
frænda hans, Sigurgeirs orgel-
leikara, og var þar óspart tekið
lagið í góðum og glöðum hóp.
Um svipað leyti lágu leiðir
okkar Egils beggja vestur um
haf, og ekki leið heldur á löngu,
að fundum okkar bar saman
hérna megin hafsins, enda átt-
um við sameiginleg áhugamál
þar sem voru bindindis- og þjóð-
ræknismálin. Minnist ég ýmsra
samfunda okkar frá þeirri tíð,
ekki sízt á fyrsta Islendingadegi
mínum vestan hafs, norður við
Silver Bay í Manitoba.
Varð nú „vík milli vina“ um
skeið, bæði á námsárunum hér
vestra og framan af starfsárum
okkar, en síðustu 25 árin lágu
leiðir okkar á ný ósjaldan sam-
an, einkum síðasta áratuginn,
eftir að hann fluttist til Moun-
tain, og varð með okkur náin
samvinna að félags- og þjóð-
ræknismálum, sem mér er ljúft
að minnast og þakka, því að hún
var um allt hin ánægjulegasta.
Mun mega segja, að hámarki
sínu næði það samstarf okkar í
75 ára afmælishátíð íslenzka
landnámsins í N. Dakota síðast-
liðið sumar, en honum var það
mjög hugleikið, að sú hátíð yrði
haldin og öllum til sem mestrar
sæmdar, enda varð það hið góða
hlutskipti hans að stjórna því
virðulega og fjölsótta hátíðar-
haldi, og gerði hann það með
þeim myndarskap, sem honum
var laginn. Samhliða samvinn-
unni að áhugamálum okkar, var
ágæt vinátta með fjölskyldum
okkar. Finn ég því til þess, að ég
á bæði hugþekks starfsbróður
og góðvinar að sakna, þar sem
séra Egill var.
Af sjónarhóli 30 ára kynna
okkar er því margs góðs að minn
ast af hans hálfu, og er ég renni
sjónum yfir farinn feril hans,
hverfa mér aftur í hug ljóðlín-
urnar hans kæru:
Honum brann í ungum æðum
æskumannsins ferðaþrá.
Gekk hann horskur gegnum
gatan stefndi á háreist fjöll.“
Agli hollvini mínum er þar
rétt lýst. Hann sótti á brattann,
stefndi á heillandi fjöll mann-
dóms og aukins andlegs þroska.
Menntaþráin, sem honum logaði
ungurp í barmi, hóf hann yfir
erfiðlé’ikana og bar hann fram
til sigurs, svo að hann náði því
þráða marki að verða préstur
meðal landa sinna hérlendis; vin-
sæll og virtur í starfi, eins og
lýsti sér í hinum mörgu trúnað-
arstörfum, sem Kirkjufélag hans
fól honum. Þá var það eigi síður
mikil gæfa hans í lífinu, að hann
kvæntist hinni ágætustu konu,
er stóð honum dyggilega við hlið
Sameign framtíðarinnar . . .
Á Islandi hafa jafnan búið konur og menn, er metið hafa að
makleikum æðri mentun; þetta má vafalaust að miklu leyti þakka
fornbókmentunum, sem keðja kynslóðanna hefir varðveitt öld
fram af öld. 1 mörgum canadiskum bygðarlögum þar, sem fólk af
íslenzkum stofni býr, er bókmenning Islendinga að verða sameign
annara Canadamanna.
Á vettvangi alþjóðamála hafa fslendingar látið mikið til sín
taka, og í stofnun þeirri, sem International Federation of Agri-
cultural Producers, er að finna Stéttarsamband íslenzkra bænda.
Með því að miðla þannig menningu sinni og hugsjónum til
annara þjóða, aukast áhrif fslendinga að mun. Canada og tuttugu og
sex aðrar þjóðir teljast til IFAP, og með þátttöku fslands í slíku
sambandi, vinnur þjóðin á þeim grundvelli, sem leðir til alþjóða-
friðar.
CANADIAN CO-OPERATIVE WHEAT PRODUCERS LTD.
WINNIPEG CANADA
MANITOBA POOL ELEVATORS SASKATCHEWAN CO-OPERATIVE ALBERTA WHEAT POOL
Winnipeg, Maniloba PRODUCERS LIMITED Calgary, Alberta
Regina, Saskalchewan
í hinum umfangsmiklu störfum
hans ,og í þeim stormum, sem
löngum blása um menn í opin-
berum stöðum. Þau hjón eignuð-
ust þrjá sonu, er upp komust.
Og er ég hugsa til fjölskyldu
séra Egills, minnist ég með
djúpri þökk margra ánægju-
stunda og gestrisni á heimili
þeirra hjóna, og munu margir
aðrir hafa sömu sögu að segja.
Séra Egill var maður bók-
hneigður og unni ekki sízt fögr-
um skáldskap, enda sjálfur skáld
mæltur vel, og var ánægja að
ræða við hann um þau efni. Eins
og vænta mátti, voru honum ís-
Framhald á bls. 3
YFIR 1000 RED AND WHITE
MATVÖRUVERZLANIR
til afnota fyrir fólk í Sléttufylkjunum
Þér hafið Red and White matvörubúðir
í yðar næsta umhverfi, þar sem á boðstólum
eru fyrsta flokks matvörur við sanngjörnu
verði — og það, sem meira er um vert, að
sérhver kaupmaður á og starfrækir sj áffur
búðina.
Prófið Red and WTiite kaffL — Það er ó-
aðskiljanlegur skerfur góðra hluia, er menn
leggja sér til munns.
Þér þurfið ekki að bíða eftir vikuloka
kjörkaupum. Þér getið verzlað og sparað
hjá hvaða Red and White búð, sem er, nær,
sem vera vill.
RED and WHITE
FOOD STORES
.Eigandi og forsljóri er meðlimur yðar umhverfls"
Weicame!
Delegates to the
lcelandic National Convention
February 22-24
A Point
to Remember!
When in Winnipeg buy electric
appliances at your City Hydro Show-
rooms. For there, you can buy ap-
proved, quality merchandise. Every
article sold is backed by City Hydro's
Appliance Service Organization to
assure you satisfactory, trouble-free
use of your appliances.
\
It will pay you to remember this
endorsement when you need a new
electric range, refrigerator, automatic
washer and dryer, vacuum cleaner,
floor polisher or any of the many other
electrical appliances upon which you
depend for convenience and comfort
in your home.
Portage Ave., East on Kennedy
Phone 96-8201