Lögberg - 18.02.1954, Side 7

Lögberg - 18.02.1954, Side 7
7 v LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1954 Oliveira Salazar Sérsiæður einvaldur, sem hefir ráðið ríkjum í Poriúgal í 25 ár Á þessu ári voru liðin 25 ár síðan Antonio de Oliveira Sala- zar varð fjármálaráðherra Portú- gals. Með miklum rétti má segja að frá þeim tíma hafi hann verið einræðisherra í Portúgal. Sem slíkur hefir hann hins vegar ver- ið einstakur í sinni röð. Fátt í sambandi við hann minnir á aðra einræðisherra nútímans. Hann talar aldrei til lýðsins af svölum úti, efnir aldrei til skúðgangna sjálfum sér eða flokki sínum til dýrðar, mætir nær aldrei við há- tíðlegar athafnir og heldur aldr- ei veizlur. Hann gerir ekki hið minnsta til að afla sér lýðhylli. Þó nýtur hann vafalaust meiri vinsælda en nokkur einstakur maður hefir notið í Portúgal um tangan tíma. Stjórn Salazar m i n n i r að mörgu leyti á stjórn hinna gömlu einvaldskonunga fyrr á tímum — þeirra, sem létu hag og heill þjóðar sinnar ganga fyr- ir öðru og tryggðu þegnum sín- um framfarir og rétt. Flestir þeirra munu þó hafa borizt meira á en Salazar hefir gert. Áður en Salazar hófst til valda í Portúgal, ríkti þar fullkominn glundroði. Síðan hafa Portúgal- ar hins vegar búið við trausta stjórn, sem þó hefir aldrei þurft að beita harðræði. Enginn efi er talinn á því, að Salazar hafi jafn- an haft yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar að baki sér. Oliveira Salazar er 64 ára gam- all. Hann er fæddur í sveita- þorpi. Faðir hans var þjónn á búgarði þar í nágrenninu, en móðir hans, sem var óvenjulega gáfuð kona, vann við smábú þeirra hjóna. Salazar var einka- sonur þeirra, en dæturnar voru fjórar. Fjölskyldan var því stór, en efni lítiL Fljótt bar á því, að Salazar var góðum námsgáfum gæddur og hlaut hann því ókeyp- is vist á kaþólskum menntaskóla. Þar dvaldi hann frá 12-20 ára aldurs. í skólanum var haldið uppi miklum aga og reglusemi. Salazar telur, að hann hafi orðið fyrir miklum og góðum áhrifum af þessu stranga uppeldi. Tuttugu ára að aldri hóf Sala- zar nám vió háskólann í Coim- bra, sem stundum er nefndur Oxford Portúgals. Hann lagði þar stund á lög. 1 frítímum sín- um vann hann fyrir sér með kennslu. Að náminu loknu fékk hann strax prófessorsstöðu við skólann og má á því marka, hve mikils álits hann hefir notið þá þegar. Háskólakennari var hann í 18 ár samfleytt og raunar er hann skráður háskólakennari enn í dag. í árbók Coimbrasá- skóla er hann enn skráður sem kennari „með fjarvistarleyfi“ og er það gert samkv. hans eigin ósk. ARISTOCRAT STAINLESS STEEL COOKWARE For the Modern WATERLESS WAY! "^lUe 2uee*i tUe KUcUe+t rr Hafið Þ É R kynt yður heilsuatriðin varðandi maireiðslu? Vitið þér að slíkt sparar peninga, tíma og eykur gildi fæðunnar? Vegna frekari upplýsinga skrifið, símið eða lítið inn ARISTOCRAT COOKWARE DISTRIBUTORS Phone 92-4665 302-348 MAIN ST. WINNIPEG Salazar féllst á ósk þeirra Car- mona og Gomes að taka við fjár- málaembættinu, en hann sat ekki í því nema í fimm daga að því sinni. Hann hafði þá komizt að raun um, að yfirmenn hans vildu ekki fallazt á tillögur hans. 1 annað sinn fór hann heim til Coimbra og hóf kennslustörf að nýju. Öngþveitið í fjármálunum hélt áfram að vaxa og Portúgal varð að má erlend lán með fullt- ingi Þjóðabandalagsins gegn skil yrðum, sem skertu stórlega sjálfstæð landsins. Carmona og Gomes sáu ekki annað vænna en kalla á Salazar í annað sinn. í þetta sinn urðu þeir hins vegar að sætta sig við að láta hann fá óskorað vald á sviði fjármál- anna. Salazar gekk strax til verks með mikilli festu og embættni. Hann endurskipulagði alla opin- bera þjónustu í landinu og lækk- aði ríkisútgjöldin stórlega á þann hátt. Jafnframt hækkaði hann skatta. Hann lét ekki staðar num- ið fyrr en ríkisreksturinn var orðinn hallalaus. Síðan hefir aldrei verið halla rekstur á rík- isbúskapnum í Portúgal. Skuld- ir ríkisins, erlendar og innlend- ar, voru greiddar. Þegar því var lokið, var vaxandi tekjuafgangi ríkisins varið til margvíslegra verklegra framkvæmda. Byggð voru raforkuver og áveitur gerð- Innfletjendur: Þetta er fyrsta spor til öfl- unnar borgarlegrar réttinda Áður en þér getið lagt fram beiðni fyrir þegnréttindi í Canada, verðið þér að leggja fram hjá yfirvöldunum eiðsvarna yfirlýsingu svohljóðandi: „Yfirlýstur ásetningur minn um að verða canadiskur þegn“. Þessa yfir- lýsingu getur hver nýr borgari átján ára eða meira gert. Hana er hægt að leggja fram hvenær sem er eftir komu yðar til landsins. Að bíða með það þarf ekki. Vegna þess að yfirlýsing þessi verður að vera lögð fram að minsta kosti tólf mánuðum áður en beiðni um þegnréttindi getur komið til athugunar, er lagt til, að þetta fyrsta mikilvæga spor sé stigið sem fyrst eftir komu yðar til Canada. Eyðublöð er hægt að fá hjá skrifara dómsmálastofunnar í dómþinghá þeirri, sem þér eigið heima í, er mun á sama tíma veita yður alla þá aðstoð, sem með þarf til lúkningar beiðninni. Ef menn fýsir það heldur, er hægt að fá eyðublöð þessi frá Registrar of Canadian Citizenship, Ottawa. Þegar yfirlýsingin er útfylt má skilja hana eftir hjá skrifara réttarins, eða senda hana beint til Registrar skrifstofunnar í Ottawa. Fyrir frekari upplýsingar má skrifar til Registrar of Canadian Citizsenship, Ottawa, Ontario. Birt til upplýsinga nýjum canadiskum borgurum af DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION OTTAWA, CANADA H°N. WALTER HARRIS, Q.C.. LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C. Minister ' Deputy Minister ar, reistir spítalar og skólar og vegir lagðir. Gömul minnismerki sem víða voru að falli komin, voru endurreist. Verzlunarflot- inri var tvöfaldaður. Á skömm- um tíma tókst Salazar að ná því marki, að Portúgal bjó ekki að- eins við trausta fjármálastjórn, heldur einnig mikilvirka umbóta stjórn. Síðan 1932 hefir Salazar verið bæði forsætis- og fjármálaráð- herra. í raun og veru hefir hann verið einræðisherra landsins, þótt þjóðin kjósi bæði þing og forseta. Aðeins einn flokkur er starfandi í landinu — flokkur Salazar. Stjórnarskráin hindrar þó ekki, að fleiri flokkar rísi upp enda hefir verið reynt að koma þeim á fót. Slíkt hefir þó jafn- an mistekizt og stafar það bæði af vinsældum Salazar og hindr- unum stjórnarvaldanna. Frelsi almennings er þó meira í Portú- gal en títt er í einveldislandi. Dómstólarnir eru með öllu ó- háðir og ritfrelsi. er ekki tak- markað, nema varðandi stjórn- mál. Salazar réttlætir þessa stjórn- arhætti með því, að stjórnarfar- ið verði að miða við þroska og skaplynd vðkomandi þjóða. Eng- ilsaxar megi ekki ætla, að allar aðrar þjóðir séu hæfar til að búa við sama stjórnarfar og þeir. Engilsaxneskt þingræði gat ekki þrifizt, nema þar sem allir séu fúsir til að lúta leikreglum þess. Hjá þjóðum, sem ekki geri það leiði það aðeins til upplausnar og glundroða. Þjóðir, sem séu vanar því að láta stjórna sér, þurfi sinn tíma til að læra það að fara sjálfir með stjórnina. Þetta bil verði að brúa. Til þess að tryggja þessa þróun, sé traust og einbeitt stjórn nauðsynleg. Eins og áður segir, gerir Sala- zar lítið til þess að auglýsa sjálf- an sig og stjórn sína. Ég mun aldrei leggja fram svo glæsileg- ar nýsköpunaráætlanir, segir hann, að öll orka fari í það að dást að þeim, en engin verði eft- ir til að koma þeim í fram- kvæmd. Hann segir, að sér sé nóg að verkin tali. Og um það verður ekki deilt, að lífskjör al- mennings hafa mjög batnað und- ir stjórn hans og framfarir ver- ið miklar og almennar í landinu. Salazar er starfsmaður mikill. Hann vinnur venjulega frá kl. 9.30 að morgni til kl. 9 að kveldi. Hann hefir aldrei kvænzt, en al- ið upp tvær fósturdættur. Um flestar heigar fer hann til fæð- ingarþorps síns. Þar hefir hann byggt sér lítið hús skammt það- an, sem foreldrar hans bjuggu, og segist hvergi vera hamingju- samari en þar. Laun hans eru 180 sterlingspund á mánuði og hann forðast að hafa nokkrar auka tekjur. Hann lifir mjög ó- brotnu lífi. Hann neytir mjög sjaldan áfengra drykkja, reykir aldrei og bannar reykingar í ná- vist sinni. Hann er trúmaður mikill. Blómarækt er bezta tóm- stundaiðja hans, og blóm eru líka einu gjafirnar, sem honum eru sendar, er hann endursend- ir ekki aftur. Skrifstofa hans er venjulega full af blómum. Blóm eru beztu vinir mínir, segir hann, og því get ég ekki án þeirra verið. — TÍMINN, 30 nóv. Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og fimta miðsvetrarmót Fróns í Winnipeg, 22. febrúar 1954. CRESCENT AFURÐIR ERU GERILSNEYDDAR MJÓLKIN, RJÓMINN OG SMJÖRIÐ CRESCENT CREAMERY CO. LTD. Sími 37 101 542 SHERBURN ST. WINNIPEG Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og fimta miðsvetrarmót Fróns í Winnipeg, 22. febrúar 1954. ★ WESTERN PAINT CO. LIMITED Phone 93-7395 521 HARGRAVE ST. WINNIPEG Stjóm og starfsfólk Safeway búðanna býður gesti, sem koma á hið þrítugasta og fimta miðs- vetrarmót Fróns í Winnipeg, velkomna og væntir að þeir njóti mikillar ánægju af heimsókninni. SAFEWAY CANADIAN SAFEWAY LIMITED

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.