Lögberg - 25.02.1954, Side 2

Lögberg - 25.02.1954, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1954 Tilhugalíf Gröndals Nokkur atriöi úr endurminningum hans MEÐAN ÞEIR voru saman í Kaupmannahöfn Jón Sigurðsson og Benedikt Gröndal, var það siður Jóns að gefa honum alma- nak á hverju ári, innbundið og gylt og með eyðublöðum milli mánaða, svo að hægt væri að skrifa þar ýmislegt sér til minnis. Þessi almanök notaði Gröndal sem dagbækur, og eru þær nú all- ar geymdar hér í Landbókasafn- mu. Má í þeim finna ýmsar góð- ar setningar, en hér verður að- eins tekið það, sem hann minnist á ástamál sín. En til þess að skilja það betur, verður fyrst að taka ofurlítinn kafla úr sjálfs- ævisögu hans (Dægradvöl): Árið 1867 var alþingissumar, og var Jón Sigurðsson á þingi; kona hans Ingibjörg var með honum eins og vant var. Þetta sumar voru þau í Höfn Jón Hjaltglín og Guðrún. Jón Sig- urðsson bjó á horninu á Stokk- húsgötu og Austurvegg, og var langt til hans; húseigandinn var Wilhelm Schram, tóbaksverzlun- armaður ríkur og í æft við Schramana, sem voru fyrir norð- an — hvort það hefir staðið í sambandi við það, að Jón leigði þar, veit ég ekki. Þar hafði Jón allmikil húsakynni, en illa fyrir- komið, að mér þótti, því fyrst var langur gangur, og lágu þar dyr út á; var fyrst komið inn í stáss- stofuna og þaðan inn í herbergi Jóns eða daglegu stofuna, þar sem Jón sat og kona hans. Nú var Jón á þingi, en frú Thorgrímsen, ekkja Sigurðar landfógeta, var þar í húsinu og bjó þar, hin virðulegasta og bezta kona; hún hafði verið þar lengi, en flutti þaðan seinna, ég veit ekki hvers vegna. Einhvern tíma fyrst í ágúst kom ég þang- að — ég man ekki hvað ég var að vilja — og þá sá ég tvo kven- menn standa við gluggann innst í garðinum; önnur var Magda- lena Lichtenberg, sem þá var orðin ekkja, en hina þekkti ég ekki; hún var há vel vaxin, og leizt mér strax á hana, þó ég ekki sæi hana nema álengdar. Það getur verið að ég hafi örvast af því að mig var farið að langa til að fá mér konu, og svo var mér farið að leiðast Hafnarlífið, en ég hafði enga útsjón til að losast við það. Ég man nú ekki hvernig þetta fór, nema hvað Guðrún Hjaltalín kom mér til Magda- lenu, sem þá var flutt út í Isted- götu, og þar bjó Ingigerður hjá henni sem frændstúlka, en enga þjónustustúlku höfðu þær.“ Áður en lengra er haldið er rétt að gera nánari grein fyrir því fólki, sem hér er nefnt. Fyrst er þá Jón A. Hjaltalín skólastjóri og Guðrún kona hans. Frú Thor- grímsen hét Sigríður (Jóns- dóttir Vídalín) og var bróður- dóttir Geirs biskups. Hafði Ingi- björg, kona Jóns Sigurðssonar, verið stofustúlka hjá henni langa hríð hér heima. En þegar þau Jón og Ingibjörg giftust, fluttist frú Thorgrímsen með þeim til Kaupmannahafnar; var hún ekkja og hafði þeim Sigurði landfógeta ekki orðið barna auðið. Magdalena Lichtenberg var dóttir Jóhannesar glerskera Zoega, systir Geirs kaupmanns; giftist hún síðar Helga Helgesen skólastjóra og fluttist þá til Reykjavíkur. Ingigerður var bróðurdóttir hennar, dóttir Tóm- asar Zoega og systir Geirs rektors. Þegar hér er nú komið sögu, skulum vér líta í dagbók Grön- dals, og þar stendur þá þetta: 12. okt. Hjá Magdalenu með Jóni og Guðrúnu. Rifrildi. Inga og ég. Ég vil gjarna hafa Ingu og hún vill hafa mig. 17. okt. Fóru Jón og Guðrún Hjaltalín- Fylgdum þeim' á járnbraut: ég, Siggi víkings, Sigríður Skafta, Magdalena og Inga og M. St. — Síðan fórum við Magnús Stephen- sen heim með Magdalenu og Ingu og átum. Inga gekk ein með mér. 19. okt. Hjá Ingu kl. 6 og lofaðist henní. Við kysstumst náttúr lega alltaf allt kvöldið. 20. okt. Var hjá Ingu kl. 5—10. Magdalena kom of snemma. 22. okt. Hjá Ingu. Magdalena var heima. 23. okt. Magndalena fór í leik- húsið. 9. Vrövlið út af okkur Ingu byrjaði, svo að ég skrifa ekkert meira þennan mánuð. Og nú verður að fara í ævi- söguna til þess að fá frekari upp- lýsingar: „Þann 9. nóvember kom póstskipið með Jón og Ingi- björgu, og þá breyttist veður í lofti. Óðar en Ingibjörg fékk að heyra þessa trúlofun, þá byrjaði um mig sá dómadags rógur og bakmælgi, að ég var hvorki hæfur né kirkjugræfur, og hefði ekkert við konu að gera, og þar fram eftir götunum, og Jón lét leiðast á sömu skoðun, en Magda lena snerist alveg á móti mér. Þann 20. nóvember var Jóns- veizla, og orti ég kvæði til Jóns, eins og vant var, en það var ekki með eins miklum gleðibrag og vant var, af því að ég var í þess- um raunum; ég orti og kvæði íyrir frú Imbu, til að blíðka hana, en það dugði ekki. Þannig liðu nokkrar vikur: íslendingar, eða allur sá flokkur, sem var vanur að heimsækja Jón, og það voru flestir hinir yngri stúdent- ar, þeir fylgdu þessum látum, fyrirlitu okkur og enginn óskaði okkur til lukku né minntist á þetta, nema Stefán Thorsteins- son og Sivert Hansen. Jón Sig- urðsson sjálfur minntist ekkert á þetta við mig, en gekk alveg fram hjá því, og við stóðum þannig ein uppi, og hefðum verið enn ólukkulegri, hefði ekki ýmis legt dansk fólk tekið þátt í lukku okkar. Frú Thorgrímsen var ckkur alltaf hlý og góð, og hélt með okkur, en hún hefir ekki haft neitt að segja. Kuldi kom milli mín og Jóns út af þessu, en samt fundumst við og ég skrif- aði ýmislegt fyrir hann“. Út af þessu skrifar hann ekkert í dagbókina fyr en 29. nóv.: „Hjá Ingu um kvöldið, og hinri 30. stendur þetta: Nú munu fjandmenn okkar Ingu vera orðnir uppgefnir, þegar þeir sáu að það dugði ekki.“ Og í ævi- sögunni segir: „Magdalena varð aftur góð eins og áður“. Upp frá þessu er dagbókin svo að segja öll um Ingu. Tuttugu sinnum hittast þau í desember og á jólunum gefa þau hvort öðru gjafir. Á nýársdag 1868 stendur: — Inga kom til mín kl. 7 og kl. 9 fórum við inn í bæ og sóttum Magdalenu í Strand- stræti og leiddumst öll á hálk- unni, en duttum ekki. — Það er eins og hann sé dálítið upp með SAVE Best for Less Davenport and Chalr, $82.50 Chesterfield and Chair, $149.50 Hostess Chair $16.50 T.V. Chairs .$24.50 Chesterfield and Chair. recovered, from $89.50 up. HI-GRADE UPH0LSTERIN6 AND DRAPERY SERVICE 625 Sargent Ave. Phone 3-0365 sér af þessu og finnist það spá góðu um hið nýbyrjaða ár. Nú skulu aðeins teknar setn- ingar á stangli úr dagbókinni: 6. jan. Hjá Ingu kl. 10 V2—1 f. m. Hvar er nú elskan mín í kvöld? 12. jan. Hjá Ingu og kysstumst gríðarlega. 10. febr. Hún kom um kvöldið kl. 6I/2, og ég fylgdi henni heim. Guð blessi hana og mig. 23. febr. Snöggvast hjá Ingu. Imba gerði atreið að Ingu. 24., 25., 26. febr. Veit ekkert um Ingu. 26. febr. Hjá Ingu kl. 4. Hún var hálf undarleg. 29. febr. Hjá Ingu kl. 4—51/2. Magdalena var alminileg núna. 3. apríl. Inga sagði mér frá lyginni um mig og Augustu. 19. apríl. Hjá Ingu kl. 5—9Y>. Magdalena kom bálill og rauk út aftur. 20. apríl. Hjá Ingu. Magdalena var strax orðin góð. 31. maí. Magdalena fór kl. 10 út á Svanemöllen. Ég var allan daginn hjá elskunni og gekk með henni á járnbrautinni út í Söndermarken og inn á Vesturbrú.. Upp frá þessu er þess oft getið, að þau hafi farið skemmtigöngu, eða þá á einhvern skemmtistað og í leikhús. Hann getur þess, að hann hafi fengið 100 rdl. og borgað skuldir. Svo kaupir hann hatt handa Ingu fyrir 2 rkl. 2 sk. og hún fer kvöldið eftir í leikhús til að sjá „Don Juan“. Á afmæli Magdalenu 3. okt. 1869 gefur hann henni silfurskál og kramsköku, en Inga bakka og bolla. Þremur dögum seinna er afmæli hans og þá gefur Inga honum spegil og hálsbindi, en Magdalena 3 skyrtur. Það er dálítið undarlegt, að almanakið fyrir 1869 er óbundlð og því líklega ekki frá Jóni Sig- urðssyni. Og hinn 27. des. þ. á. stendur í dagbókinni: — Kom til Jóns, fékk almanak og kaffi. — Að hann skuli telja þetta til tíð- mda, virðist benda til þess, að þá hafi kunningsskapurinn verið farinn að lagast aftur. Ástin er dularfullt ,afl. Þessi fertugi maður, sem aldrei hafði verið við kvenmann kenndur, en lifað sannkölluðu ævintýralífi og svo að segja farið einförum í líf- inu, vegna þess að hann gat ekki" farið hinnr troðnu brautir fjöld- ans né skift geði við nokkurn mann til lengdar, verður nú allt í einu svo heillaður, að hann sér ekki sólina fyrir ungri stúlku. Hann leggur niður sína fyrri lifnaðarháttu og getur naumast um neitt annað hugsað en „elskuna sína“. Um þetta ber dagbókin ljósast vitni. Þar kemst varla neitt annað að en hugur hans til unnustunnar. „Hjá. Ingu“. — „Inga kom til mín“. — „Var hjá Ingu“, og stundum er svo undir þetta skrifað „do •— do“ dag eftir dag. Þessi gjörbreyting á háttalagi Gröndals hefir að sjálfsögðu orð- ið til þess, að draga úr andúð þeirra, sem ekki leizt á giftingar áform hans í upphafi. Á öllu má sjá að Gröndal hefir treyst Ingigerði fyllilega í stríði þeirra fyrstu trúlofunarárin. En einu sinni virðist hann þó hafa orðið afbrýðissamur, þótt þess sé aðeins getið með stuttum og snöggum setningum í dagbók- inni. Sigurður Einarsson Sæ- mundsen kom til Hafnar haustið 1869 og dvaldist þar þann vetur. „Hann var svo fínn, að hann var kallaður Sigurður gentlemaður, bezti drengur“, segir í ævisög- unni. Sigurður varð heimagarig- ur hjá Magdalenu og spiluðu þau þar stundum fjögur. Eftir nýárið stendur svo í dagbókinni: 19. jan. Við Inga komum heim til Sigurðar og hann fór heim með okkur. 29. jan. Fædd Inga. Um kvöldið var gildi hjá Magdalenu. 7. febr. Sótti mynd af mér handa Ingu í kapsel, sem Sigurður gaf henni þann 29. 23. febr. Sigurður hjá Magda- lenu, spil. 24. febr. Sigurður kom heim með Magdalenu kl. 7l/á- Spil. 12. marz. Sigurður kom til Magdalenu; spiluðum. 31. marz. Sigurður hjá Magda- lenu. Ég reiddist. 9. apríl. Át rjúpur hjá Magda- lenu. Sigurður kom ekki. 13. apríl. Rjúpur hjá Magdalenu. Sigurður. Spil. 4. júní. Sigurður kvaddi kl. 10. Hinn 26. marz 1870 keyptu þau hringana, og upp frá því er sjaldnar talað um heimsóknir til hennar og fer hann nú að skrifa ýmislegt annað í dagbókina. I þessum mánuði varð Inga lasin og þá stendur á einum stað: Inga lá enn. „Smiðir“ við hliðina á mér. Um haustið kaupir hann skrif- borð og skáp og Inga hjálpar honum til að koma því heim upp ur áramótunum. Síðan stendur: „Ekkert öðru nýrra“ þvert yfir febrúaropnuna, en 15. marz 1871 stendur þetta undirstrikað: •— Byrjað að safna. 4. apríl. Fór með skjölin okkar Ingu til klukkarans Holms í Pileallé og borgaði 2 rkl. 5. apríl. Fékk Vilhjálm Finsen og Oddgeir Stephensen fyrir svaramenn. 8. apríl. — Við Inga fórum til Töttrup ^ og fengum bólu- attest. 18. apríl. Inga fluttið töjið sitt til Dannebroggötu. 25. apríl. Gröndal flutti frá Hartvigsen og til Danne- brg. 26. 28. apríl. Giftingardagur Grön- dals og Ingigerðar. Hall pró- fastur gaf okkur saman í Friðriksbergkirkju kl. 11. Þá skein í heiði þrotlausan dag sól af blásölum í sefa okkrum, og Vilhjálmur inn vegsæli, Gröndals og Gerðar á gleði jók. Við fengum margar gjafir og eftir át kl. 9 fórum við heim og háttuðum. ----•☆■--- Gröndal var rúmlega fertugur þegar hann trúlofaðist Ingigerði, en hún var 20 árum yngri. Má því vera að sumum hafi þótt aldursmunur allmikill og Grön- tíal ekki svo fastur í rásinni, sem vera skyldi. Hann hafði lifað hálfgerðu ævintýralífi fram að þessu og hafði ekki atvinnu nema á hlaupum. Þetta var ást við fyrstu sýn, segir Gröndal sjálfur, og hún hefir gripið hann sterkum tök- um. 1 314 ár eru þau trúlofuð og hann getur varla um annað hugs- að en hana. Ef til vill hefir það skerpt ástina að tilraunir voru gerðar til þess að stía þeim sundur. Og hann er þegar ákveð- inn í því að taka sér fram. Þegar þau að lokum reisa bú, hefir hann sæmilegar tekjur, en Magdalena reyndist þeim þá sá drengur að gefa þeim flest er þau þurftu af innanstokksmun- um. Þeim líður vel þau árin, sem þau áttu heima í Kaupmanna- höfn, og á öllu má sjá ,að Ingi- gerður hefir verið hans góði engill. Hjúskáparlíf þeirra varð farsælt, en stutt því hún andað- ist aðeins 34 ára að aldri. Hve mjög hann saknaði hennar má sjá á þessum orðum í ævisög- unni: „Eftir að ég hafði misst kon- una mína, þá hvarf mér sá engill, sem hafði staðið mér við hlið og varið mig þeim freistingum, sem áður höfðu hvað eftir annað feílt mig — nú var ég orðinn einn og aðstoðarlaus, enginn hirti um mig, nema að amast við mér. Það var nú horfið, sem hafði haldið mér við heimilið, en nú átti ég eiginlega ekkert heimili. Mitt gamla villilíf vaknaði aftur, og ég gat ekkert við mig ráðið“. Á. —Lesb. Mbl. Modern Sagas Eftir THORSTÍNU WALTERS Undanfarna daga hef ég verið að lesa þessa bók — er að sjálf- sögðu ekkert nema gott eitt um hana að segja, og þó að sumt af því sem hún segir þar, hafi sést áður á prenti, rýrir það ekki gildi bókarinnar,* sem er skemmtileg aflestrar og rituð á fallegu máli. Kostnaðarins vegna hefir Mrs. Walters orðið að fara fljótt yfir sögu. Það er mjög lítið minnst á athafnalífið, allar hinar hröðu og stórstígu framfarir í landbúnaði, byggingum og brautakerfinu um landið, að ógleymdu rafmagninu, sem leitt var inn á svo að segja hvert einasta heimili síðasta ára- tuginn, og veitti fólkinu ótelj- andi þægindi og vinnulétti. Að öðru leyti á þetta ekki að vera ritdómur, en ég hef eftir þennan formála ofurlitla athugasemd eða leiðréttingu að gera. Tvær blaðsíður í bókinni eru helgaðar list listanna — söng- listinni. Hefir Mrs. Walters, sem auðskilið er, efstan á lista söngva svaninn séra Hans B. Thorgrím- sen, sem alla heillaði með sinni fögru söngrödd, þar að auki var hann góður söngstjóri, enda hef ég fyrir satt, að á þeim árum hafi sönggyðjunni verið sungið lof og dýrð. Svo líða árin og við burtför séra Thorgrímsen úr bygðinni, segir Mrs. Walters, að dofnað hafi yfir öllu á þessu sviði, þar til kvenfélög byggð- anna tóku höndum saman og réðu Brynjólf Thorláksson til þess að kenna og æfa söng. — Starfaði Mr. Thorláksson hér um all-langt tímabil og stofnaði fjöl- menna kóra — bæði karla og kvenna. Næst er svo það, að Deildin „Báran“ á Mountain biður Ragnar H. Ragnars að koma hingað suður til söngkennslu. Stofnaði Mr. Ragnar fjölmenna barnakóra, karlakóra og bland- aðan kór, er líklega flestum í fersku minni dugnaður hans og áhugi, sýndi það sig bezt á loka- samkomunum, sem voru mjög vel sóttar, að hér var maður, sem kunni tökin á töfrasprotanum. Á bls. 190 segir Mrs. Walters, að við burtför Ragnars til íslands 1948 hafi „Báran“ stuðlað að því, að kennd yrði íslenzka þeim börnum og unglingum, sem eftir hlutarins eðli voru dálítið stirð að tala mál feðranna og afanna. Þessi íslenzkukennsla var þá sér- staklega miðuð við það, að kenna þeim ljóð, sem þau síðar meir gætu sungið, og beint framhald af þessari tilraun var svo það, að „Báran“ bað Mrs. Hólmfríði Danielson frá Winnipeg að koma suður til kennslu í söng og músik; dvaldi hún hér í 6 vikur og æfði saman ,68 börn og ungl- inga á Garðar, Moutain og Hallson. Þetta var sumarið 1949, tða árið eftir að Mr. Ragnar íór til íslands. Sumarið 1951 gekst „Báran“ enn fyrir því að fá Mrs. Daniel- son hingað suður. í þetta skipti nutu 74 börn og unglingar kennslu hennar; var það einróma álit manna, að góðum árangri hefði verið náð, enda er Mrs. Danielson fjölhæfum gáfum gædd, — því til sönnunar eru hinar snjöllu ritgerðir hennar í blöðum og tímaritum, meðal annars í The Icelandic Canadian meðan hún var ritstjóri þess tímarits. — Á þessi tvö kennslu- tímabil er ekkert minnst á í bók Mrs. Walters og var það þó beint áframhald af því, sem á undan var farið á sviði hljómlistarinn- ar, og sem sýndi enn á ný lofs- verðan vilja og áhuga að halda í horfinu. Nöfn allra þeirra manna og kvenna, sem aðstoðuðu Mrs. Danielson við þessa kennslu og sem góðfúslega gáfu af tíma sín- um, er að finna í ágætri grein í haustheftinu af The Icelandic Canadian 1951, sem tekin var úr Cavalier Chronicle. Það er líklega engin tilviljun, að á öllum þessum áratugum hafa verið uppj menn og konur, sem með hæfileikum, fórnfúsum vilja og vinnu hafa gefið söng- menntinni byr undir vængi; •— gildir þetta jafnt um allar ís- lenzkar byggðir, — hér og í Canada. íslendingum er í blóð borið að geta sungið og hafa iökað það trúlega, nægir í því efni, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, að minnast hinna hrífandi fögru kór- og einsöngva í sam- bandi við kirkjuþingin, sem haldin eru á hverju ári. Fyrir rúmum tveim vikum var stofnaður karlakór í Cavalier með 20 meðlimum. Eru það ungir menn, 3 eða 4 enn í háskóla. Fyrsti söngstjórinn er séra S. T. Guttormsson, er þar réttur mað- ur á réttum stað, því auk þess að vera vel að sér í hljómlistinni, þá er hann sjálfur gæddur ágætri söngrödd (baryton). Ekki er ég í efa um það, að þessir karlar eigi eftir að láta heyra til sín, þegar þeim vex ásmegin og meðlimum fjölgar. Vikublaðið Cavalier Chronicle gat þess í gamni, að ef einhverjir í þessum kór (svona síðar meir) yrðu annar Caruso eða Mel- chior, þá væri betur farið en heima setið. Hver veit? A. M. A. £»»«»>»» 4» « i» f tnt : SPACE CONTRIBUTED DREWRYS MAN ITOBA D I V I S I O N WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D DASH to FIASH and SftVE CASH YOUR NEIGHBORHOOD CLEANER (Fully Insured) Only 3 Days Left for These Exfraordinary Specials SUITS COATS (Light) DRESSES (Plain) $1.09 Regular $1.35 SHIRTS VmAPPED 5 for *00 PANTS, SLACKS SKIRTS, TUNICS SWEATERS 59c Regular 75c FREE Pick-Up and Delivery Service Phone 3-3735 3-6898 C| AQII cleaners "Same Day Service rLHvll LIMITED Available ai Our Planl." 611 SARGENT AVE. (At Maryland) in ai 10 a.m. Oui by 5 p.m.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.