Lögberg - 25.02.1954, Page 7

Lögberg - 25.02.1954, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1954 7 Ársskýrsla forseta 1954 Framhald. aj hls. 4 kona hans að Lundar, sent Skál- holtsstað $1500.00 að gjöf, og Mrs. Guðný Thomasson, Beaver, PO, sendi $300.00 til endur- reisnar hinu forna biskupssetri, til minningar um mann sinn, Einar, sem nú er látinn. Þá gaf Þjóðræknisfélagið Barnaspítala- sjóði Hringsins 10,000.00 kr. til minningar um Herra Svein Björnsson, fyrsta lýðveldisfor- seta ísiands. Dr. Richard Beck kefir staðið fyrir merkjasölu í tilefni af 100 ára afmæli Stephans G. Stephanssonar, með P.óðum árangri. Áðóðinn af leiksýningunni .>Happið“, sem leikfélag Gimli- kæjar, undir forustu frú Krist- ínar Thorsteinsson, sýndi hér í óaenum í haust, var, að viðbætt- um smáupphæðum frá einstök- um mönnum, sendur til héraðs- spítalans á Blönduósi. Nam þetta alls $160.00. Hefir Dr. Kolka kvittað fyrir þessa upphæð með þakklæti. Eitt meiriháttar samsæti hélt íélagið á árinu. Fór það fram 30. aPríl s.l, í tilefni af heiðri þeim, er dr. Thorlakson varð aðnjót- sndi, er háskóli þessa fylkis veitti honum heiðursgráðuna Doctor of Laws (LL.D.). Stýrði forseti samsæti þessu. Einnig voru þau séra Einar Sturlaugs- son og frú Guðmunda Elíasdóttir kvödd með kaffidrykkju, séra Einar að heimili Grettis ræðis- manns Jóhannssonar, og frú ffuðmunda á heimili Guðmanns Levy. Eitt af þeim málum, sem rædd hafa verið á þingum og nefndar- fundum og til framkvæmda kom a árinu, var útvegun fundar- herbergis og skrifstofu fyrir sfjórnarnefndina. Losnaði lítið kjallaraherbergi í byggingu fé- fsgsins á Home Street og var Það, að afstaðinni mikilli við- kerð, tekið til afnota fyrir nefnd- iua. Stóðu þeir Guðmann Levy, Grettir Jóhannsson og Ragnar Stefánsson fyrir þessum aðgerð- um fyrir nefndarinnar hönd. Eyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í þessari nýju skrifstofu L ágúst s.l. Enda þótt húspláss þetta sé næsta lítið var þó, auk r‘auðsynlegustu húsgagna, svo Eem borði og stólum, komið þar fyrir skápum til geymslu fyrir ýmsa muni félagsins, bækur og skjöl. Hefir skjalavörður, Ragn- ar Stefánsson varið miklum tíma fil að hreinsa og fága þessa muni og raða þeim niður á mjög smekklegan hátt. Á þingi í fyrra var ákveðið að ^reyta nokkrum liðum í auka- fögum félagsins, og að yfirfara Þau að öðru leyti. Var milli- þmganefnd, skipuð þeim Walter Líndal dómara, dr. Tryggva J. Oleson og séra Agli H. Fáfnis, fengið málið til meðferðar. Gef- Ur Líndal dómari væntanlega skýrslu um störf nefndarinnar á þessu þingi. fslenzkuskóli félagsins hefir þyí miður ekki verið starfræktur eu sem komið er í vetur. Til þess i§gja þær ástæður að ekki hefir fekizt að fá nauðsynlegar lestrar- kennslubækur fyrir skólann. róf- Finnboga Guðmundssyni Var falið að útvega þessi kennslu æEi í íslandsferð sinni s.l. sumar, 0g lagði hann fram P°ntun á þeim bókum, sem hann aldi nauðsynlegar. En þessar mkur eru enn ókomnar. Blind- ®r Eóklaus maður, segir mál- ækið, og bóklaus skóli er ekki efur staddur. öll viðleitni til ennzlu án kennslutækja verður kok eitt, 0g v»nandi þessu ■ aela 0g bráðnauðsynlega stofn- nTg,etl aftur tekið til starfa. bréfaskffræla má Það telja 3ð m^askifti eru nú að komast á bar ^ V?stur"fstenzkra barna og iól á fs^ancb- Nokkru fyrir —__ arst mér allstór bréfabúnki oft verri en ekki. greiðist bráðlega úr m vanda, svo að þessi vin ^aupið Lögberg írá Hannesi Magnússyni skóla- stjóra barnaskólans á Akureyri. Börn á ýmsum aldri í skóla þess- um höfðu skrifað bréfin, og var ætlast til að þeim yrði útbýtt til jafnaldra þeirra hér. Kunnugt er mér um að 25 svarbréf hafa verið send héðan til barnanna á Akureyri. Annar bréfabunki barst um síðustu jól frá nem- endum gagnfræðaskólans á Akranesi til jafnaldra þeirra á Gimli. Ef til vill verður þetta upphaf á viðkynningu og kunn- ingsskap æskunnar, þrátt fyrir hindranir tungumáls og fjar- iægðar. Að svo megi verða, munu margir óska. Á þingi í fyrra, og reyndar á mörgum fyrri þingum, hefir verið um það rætt, að nauðsyn- legt væri að Islendingar hér í borginni kæmi sér upp sam- komuhúsi í samræmi við þarfir sinar. Hafa milliþinganefndir setið í málinu ár eftir ár, en engu fengið áorkað. Tók ég að mér sem forseti Þjóðræknisfélagsins að kveða til fundar ýmsa helztu forystumenn félaga hér í bæn- um til að ræða um þetta mál. En eftir einkasamtöl við suma þessara manna komst ég að sömu niðurstöðu og milliþinganefnd- irnar: það er ekkert hægt að gera, þegar viljann vantar, eða getuna, eða hvorutveggja. Verð- ur nú tækifæri til að fytja upp á þessu á ný, ef menn óska þess. Þjóðræknisfélagið hefir ekki haft nein útgáfufyrirtæki með höndum á árinu, nema Tímarit sitt, sem er í góðum höndum ritstjórans, Gísla Jónssonar. Á því hefir engin breyting orðið, önnur en sú, að það er nú selt fyrir $2.00; í þeirri upphæð, sem að hálfu gengur til deilda, felst meðlimagjald félagsmanna, sam- kvæmt ákvörðun þingsins frá 1952. En eins og menn mun reka minni til, beitti félagið sér á sínum tíma fyrir útgáfu á Sögu Vestur-íslendinga. Verki þessu á nú að heita lokið, með útkomu 5. bindis, sem nýlega er komið í bókabúð Davíðs Björnssonar hér. Þrjú fyrstu bindi þessa verks ritaði skáldið Þorsteinn Þ. Þor- steinsson, og voru þau gefin út í Winnipeg; tvö hin síðari annað- ist dr. Tryggvi J., Oleson pró- fessor, og eru þau prentuð í Reykjavík. Félag vort gafst upp við útgáfufyrirtæki þetta vegna fjárþurðar um það bil að ritun annars bindis var lokið. Sérstök Sögunefnd, skipuð fjórtán mönn- um, tók þá verkið að sér, og var G. F. Jónasson, forstjóri, formað- ur hennar. Þjóðræknisfélagið og Sögunefndin gerðu með sér skriflegan samning, og segir þar í fjórðu grein: „Að nefndin (Sögunefndin) leggi fram allt það fé, sem nauðsynlegt sé til útgáfunnar rentulaust. Ef fyrir- tækið gefi ekki nægilegt í aðra hönd til þess að mæta kostnaði, þegar verkinu sé lokið, þá leggi nefndin það einnig fram úr eigin vasa sem á vanti; en verði tekju- afgangur að verkinu loknu, renni hann í sjóð Þjóðræknisfélags- ins“. Gegn þessu var nefndinni afhent fullritað handrit annars bindis, það sem þá var óselt af fyrsta bindi, og afsal á öllum kröfum til þess fjár, sem félagið hafði fram* að þeim tíma lagt til þessarar söguritunar. Með bréfi til forseta Þjóð- læknisfélagsins, dags. 13. janúar 1954, gerir formaður Sögunefnd- ar grein fyrir störfum nefndar- innar, og fylgir þeirri greinar- gerð ávísun að upphæð $745.12, sem er tekjuafgangur, sam- kvæmt fyrrgreindum samningi. Hefir ávísun þessi verið afhent féhirði vorum. Auk þessarar greiðslu hefir Sögunefndin af- hent Þjóðræknisfélaginu 255 bundin eintök af þriðja bindi bókarinnar „Saga íslendinga í Vesturheimi“, 138 óbundin ein- tök af sama bindi, og 9 bundin eintök af öðru bindi sömu bókar, eða alls 397 bækur. Er þessum bókum komið fyrir á skrifstofu stjórnarnefndarinnar í byggingu félagsins á Home Street. Ber nú þinginu að ráðstafa þessari bóka- eign sinni, og um leið þakka Sögunefndinni dugnað hennar og framkvæmdir allar í þessu máli. Einnig á útgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins og forstjóri þess, hr. Jón Emil Guðjónsson, þakkir skilið fyrir að gefa út tvö síðari bindin ,og fyrir að annast sölu ritverks þessa á íslandi. Enda þótt það komi Þjóð- ræknisfélaginu ekki beint við, tel ég rétt að vekja athygli á ný- útkominni bók eftir frú Thor- stínu Jackson Walters, sem fjall- ar um íslenzku byggðina í Dakota. Er hér um fróðlega og vel ritaða bók að ræða, sem á skilið að hún sé keypt og lesin. Þá hefir Wilhelm Kristjánsson nýlokið við að rita Sögu íslend- inga í Manitoba, á ensku. Mun það verk unnið á vegum Mani- toba Historical Society. Er hér um allstóra og mjög fróðlega bók að ræða, sem að vísu er enn óprentuð, en verður á sínum tíma góður fengur þeim, er unna sögulegum fræðum. Þá vil ég geta þess, sem síðast er fram komið á meðal vor, en það er sýning hreyfimyndarinn- ar „Sunny Iceland“, sem Mr. Hal Linker kom með hingað til fcorgarinnar, 13. febrúar, á veg- um World Adventure Tours og Mr. A. K. Gee’s, forstjóra þess. Var myndin og skýringar fyrir- lesarans með þeim ágætum, sem bezt verður á kosið; má óhætt segja, að myndin varð fólki voru og fjölmörgum öðrum til un- unar og fróðleiks, og landi voru og þjóð til sóma. Tel ég, að vel fari á, að þingið votti öllum þeim, sem hér áttu hlut að máli, kærar þakkir. 1 þessu sambandi vil ég geta þess, að kunnugir menn telja að til sé jafnvel enn betri íslandsmynd en sú, er hér var sýnd, og að hún sé í eigu Kjartans O. Bjarnasonar, mynda tökumanns í Reykjavík. Um það hefir verið rætt 1 stjórnarnefnd félagsins, hvort tök muni vera á því að fá Kjartan til að koma með þessa mynd sína hingað vestur, og til þess að hann, um leið og hann sýnir þessa mynd hér vestra, taki hreyfimynd af Vestur-íslendingum til sýningar á íslandi. Ég hefi nú leitast við að gera grein fyrir því helzta, sem gerzt hefir í félagsmálum vorum á umliðnu ári. Auk hinna venju- legu mála, sem koma fyrir þing, svo sem skýrslur deilda og milli- þinganefnda, vil ég leyfa mér að benda væntanlegri dagskrár- nefnd á, að ég tel æskilegt að þetta þing: 1) votti ástvinum látinna starfsmanna félagsins samúð á tilhlýðilegan hátt; 2) votti þakkir þeim séra Einari Sturlaugssyni, Guðmundu Elías- dóttur, Hal Linker, A. K. Gee og Sögunefndinni; 3) lýsi á- nægju sinni yfir því, að deildin Ströndin í Vancouver hefir geng- ið í félag vort; 4) ráðstafi bóka- eign sinni; 5) leggi á ráð um það hvernig örva megi íslenzku- nám barna; 6) ræði ítarlega um fræðslu- og útb*eiðslumál fé- lagsins yfirleitt; 7) athugi sam- vinnumál við ísland, með sér stöku tilliti til fréttasambanda, talvírs, útvarps, gagnkvæmra hópferða, bóka- og blaðavið- skipta, útvegun kvikmynda o. s. frv. Vil ég svo þakka meðnefndar- fólki mínu í stjórnarnefdinni agæta samvinnu á árinu, og öll- um þeim mönnum og konum víðsvegar, sem hafa arfleifð vora í heiðri og vinna sjálfu sér, kjör- löndum vorum og fósturjörð til sóma. Sérstaklega vil ég, í fé- lagsins nafni, þakka íslenzku vikublöðunum og útgefendum þeirra hið ómissandi og ágæta vökumannsstarf þeirra í öllum málum er snerta þjóð vora og menningu. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, sem tengir oss. Tengdir böndum sameiginlegs uppruna og áhugamála hefjum vér nú störf vor á þessu 35. árs- þingi Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi. Hungur eða allsnægtir Framhald af hls. 3 að í einu landi getur verið hungursneyð þó að „óseljanleg- ar“ matvörur hrúgist fyrir í öðru. Hér eru 2 vandsmál sem FAO glímur við: að auka og bæta matvæla framleiðslu þeirra landa, sem hallast standa. Það er stórkostlegt starf, sem unnið er á þessu sviði. Síðastliðið ár voru yfir 300 sérfræðingar á ferðinni á vegum FAO og störfuðu í 54 löndum að hinni svokölluðu tæknilegu aðstoð, og 319 sér- fræðingar frá 41 landi hafa far- ið til annara landa á vegum FAO til þess, að afla fróðleiks, er að gagni megi verða í heimalönd- um þeirra. Sem dæmi um árang- ur vil ég nefna.að FAO hefir alls varið um 40 þús. dallurum til þess að kenna notkun og auka útbreiðslu kynbættra tegunda af Mais. Talið er að aukin upp- skera, sem á rót sína að rekja til þeirra aðgerða, hafi numið 24 milj. dollara árið 1952, hér í álfu. Þegar vér vitum að smáþjóð eins og Danir, sem framleiða mikil og góð matvæli eru alveg á nálum með það hvort og hvern- ig þeim tekst að selja fram- leiðslu sína, og þegar vér heyr- um, að í Bandaríkjunum og Canada hrúgast upp matvæli, sem greidd eru úr ríkissjóði, til að forðast verðfall og vandræði, svo að nemur billjónum dollara — og svo líður fólk skort annars- staðar, þá er auðvelt að skilja, að mesta vandamál FAO, er að finna leiðir til þess að koma matvælaverzluninni 1 a n d a á milli í betra horf. Koma henni í það horf að ekki þurfi að grípa til þess að draga saman fram- leiðsluna í þeim löndum sem geta framleitt og framleiða mik- ið, um fram eigin þarfir, sam- hliða því að hungurvofan sækir að öðrum þjóðum. Þessi við- skiptamál eru annar sá vandi sem nú er mestur fyrir höndum. En hvað varðar oss Islendinga um þetta? Hvað kemur það við rabbi um daginn og veginn? Lítum framhjá því að vér eruð aðilar að FAO samtökunum, er- um það oss sjálfum til gagns og sóma, og einnig öðrum til nokk- urs gagns. Lítum fram hjá því að vér höfum á undanförnum ár- um greitt mest allra þjóða til starfsemi FAO, ef miðað er við fólksfjölda, og Canadamenn ein- ir greiða nú meira, og að ísl. sér- fræðingar vinna merk störf að a u k i n n i matvælaframleiðslu í fjarlægum löndum. Lítum I kringum oss og athugum fáein atriði. Oss er holt að átta oss á því tvennu í senn, sem megin- atriðum, að það vantar matvæli í heiminum miklu meira en sem nemur því sem ekki notast vegna viðskiptaörðugleika, og að aðalframleiðsla vor er matvæli. Ennfremur að flest skilyrði eru fyrir hendi til þess að stórauka matvælaframleiðsluna og það alveg ótrúlega mikið. Þetta á að tryggja þjóð vorri góða og far- sæla framtíð, ef vér erum menn til að nota þau skilyrði sem vér DÚum við, og framundan eru í viðskiptum daugandi þjóða. Vér búum við ein bestu fiski- mið í heimi, höfum ágætan flota veiðiskipa og daugandi sjó- menn til sóknar. Það stendur ræktunina og þrefalda tölu býla á landi hér, nög er ræktunar- engum nær en oss sjálfum að taka forystuna um að leysa stór- mál sem fyrir hendi eru varð- andi rfamleiðsluna úr hafinu. T. d. að framleiða á heimsmæli- kvarða matarmjöl úr fiski í stað þess að framleiða áburðar- mjöl og skepnufóður og slepjað- an harðfisk. Um þetta er mikið rætt í sambandi við matvæla- ástandið í heiminum. Hver veit nema vér eigum eftir að lifa það, að Faxaverksmiðjan, eða ein- hver önnur tilsvarandi, vinna daglega tugi smálesta af slíkri vöru og selji til fjarlægustu landa. Lítum til landbúskaparins. Það er engin fjarstæða að tíu falda landið, nóg er þörfin að stækka býlin vel flest, og nóg er þörfin að veita fjölgandi fólki í landinu lífvænlega atvinnu. Stóraukinn búskapur er engu ólíklegri en stóriðnaður, hvorttveggja er í rauninni jafn sjálfsagt, og trygg- ingin fyrir því, að hægt verði að selja góð matvæli, er ef til vill töluvert meiri heldur en öryggi um sölu á nokkru öðru sviði. Það er þetta sem vér verðum að gera oss ljóst. Svo er það heima- mál vort að koma framleiðsiu- háttum vorum í það horf, að vér séum hlutgengir á matvæla- markaðinum erlendis, h i n u m mikla markaði, sem helzt lítur út fyrir að verði lítt mettanlegur. Hve löng og hve mikil braut er framundan sést best ef vér athugum að nú vinnur ekki nema tæplega 1/5 hluti þjóðar- innar að búnaðarframleiðslu og framleiðir þó árlega fyrir um 350 millj. króna, mest megnis mat. Það er engin fjarstæða að stíga stórum skrefum að því, að þrefalda framleiðsluna og fram- leiða árlega mat að verðmæti 1000 milj. króna. Hér heima er svo ástatt, að í haust skorti hér eina þá tegund mjólkurvara, sem þjóðinni er nauðsyn — skyrið — vér verðum sjálfir að leysa þá þraut að hafa gnægð af því á öllum tímum og nota það mikið meira en gert er. T. d. með því að frysta það til geymslu eða búa til skyr úr þurrmjólk, eða að búa til skyrduft — þurrkað skyr. Þetta ætti að vera tiltöiu- lega einfalt vísindamál. Nú er ekki um annað meira talað en kjötskort, sem er fram- undan, enda við að búast, þegar kindakjötsframleiðslan var snöggtum minni í haust heldur en haustið 1952. Er nokk- ur fjarstæða að ætla sér að tvö- falda hana? Áreiðanlega ekki. Einu sinni ætluðum vér ís- lendingar að eignast skip — „þótt enginn kynni að sigla“. Þjóðin lærði að sigla og hún eignaðist skip. Nú er 40 ára afmæli Eim- skipafélags íslands — óskabarns þjóðarinnar. Það félag er dæmi þess hvað hægt er að gera og hvað gert er, þegar heill hugur og dugandi stjórn styrður hvað annað að skynsamlegu marki. Það er líka hægt að margfalda framleiðsluna, matarframleiðsl- una. hinu megin hafsins eru hungraðar þjóðir, sem litlar lík- ur eru til að fái nægju sína, á næstunni. íslenzk skip og ís- lenzkir menn geta nú fært þeim vörurnar. Vér verðum að treysta því að með skynsamlegu sam- starfi þjóða á milli verði við- skiptaörðugleikarnir jafnaðir svo, að mikill hluti mannkynsins búi ekki við varanlegan sult, það er oss nauðsyn og á að vera oss ljúf kvöð að taka þátt 1 samstarfi allra lýðræðisþjóða, til þess að leysa það vandamál, á því veltur framtíð vor. Og svo lokaorð um búskapinn, sem á að aukast og margfaldast og uppfylla þetta land, góðra grasa, þar sem drýpur smjör af hverju strái, sem vel er ræktað. Það þarf mikla fjármuni til að stórauka búskapinn, nækta land- ið, byggja yfir fénað, byggja viðskipta- og vinnslustöðvar, satt er það, en það þarf líka ann- að, sem er ennþá meira virði heldur en peningar, eða réttara sagt, sem verða að vera til alls- nægtir af, til þess að peningarnir séu einhvers virði og notist til framkvæmda, það er trú og þekk ing. Og því miður, í dag skortir oss þetta tvennt engu síður held- ur en peningana. Úr þessu verð- ur að bæta og úr þessu er hægt að bæta. Nú standa fyrir dyrum stór á- tök til að auka fræðslu og leið- beiningar í landbúnaði, það er eitt af málum dagsins. Hve mik- ils hér þarf með, sést best ef þess er minnst, að í sumum sveitum landsins nemur nýræktin hekt- ara á býli ár hvert.hin síðustu ár, þar fleygir búskapnum og trúnni á búskapinn fram, en svo eru sveitir, þar sem það er ný- lunda að sjá vélslægan blett í túni; þar berja menn ennþá þúfnakargann — í vonleysi. og í þessum sveitum sem sumar hverjar gætu verið beztu fram- leiðslusveitir landsins, skortir bændurna í raun og veru alla leiðbeiningastarfsemi, engir hér- aðsráðunautar eru þar að verki, sumstaðar ekkert ræktunarsam- band eða vélakostur til bjargar. Það er því sannarlega þörf mjög mismunandi aðgerða í sveitun- um. Það er málefni dagsins og vandamál. Þar sem mestu þarf að snúa til betri vegar, þarf valda leiðsögumenn, ekki aðeins til að halda fræðilegar ræður, sýna kvikmyndir, og vísa á fjar- lægar fyrirmyndir, það þarf verkfróða menn og starfsfróðar leiðbeiningar, menn sem geta lagt hönd á plóginn með bænd- unum, og eru ekki hræddir við að gera það. Menn, sem starfa í anda orðanna: Móðir vor jörð, er gjöful móðir, ef vér aðeins ræktum moldina í réttlæti og friði. ARNI G. EYLANDS * * t *;* i « WINNIPEG BREWERY L I M I T E D KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. SINDRI SIGURJÓNSSON LANGHOLTSVEGI 206 — REYKJAVIK

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.