Lögberg - 25.02.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.02.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1954 5 Um sumar þeirra er það satt og rétt. Lánið lék við Önnu af Austurríki að því leyti, að hún elskaði Mazarin kardinála og vel- gengni Katrínar var ekki hvað sízt að þakka Potemkin, sem hún rVENNA elskaði, þó að hún væri engu að AHIJeAHAL Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Drottningar hafa staðið sig betur en kóngarnir? Samanburður á konum og körlum í þjóðhöfðingjastöðum Krýning Elísabetar II. Eng- landsdrottningar og allur við- búnaðurinn og hátíðahöldin í því sambandi er öllum heiminum enn í tersku minni — það er heldur ekki á hverjum degi, sem annað eins skeður. í einu víð- lensnu dönsku blaði birtist fyrir nokkru grein, hugleiðingar um drottningar og frammistöðu þeirra, sem þjóðhöfðingja, borið saman við alla kóngana, sem i'aðið hafa ríkjum, sumir með Prýði, aðrir með skömm. Komizt er að þeirri niðurstöðu, að drottningarnar hafi staðið sig úetur heldur en kóngarnir — fróðlegt væri að vita, hvort sögu- fróðir íslendingar gætu fallizt á þetta sjónarmið. f greininni segir: »1 síðastliðin 400 ár (núverandi konungsætt ekki meðtalin) hefir England átt 16 konunga en að- ems fjórar drottningar. Meðal þessara konunga og drottninga er að finna bæði ljúflinga, grimmdarseggi, gáfnaforka og heimskingja og við nánari at- hugun kemur í ljós, að meðal þessara ensku þjóðhöfðingja eru þrír mjög merkilegir konungar: Hinrik VIII., Vilhjálmur III. og Játvarður VII. og tvær einstæð- ar drottningar: Elísabet og Viktoría. Enginn getur neitað Því, að Elísabet er merkasti þjóðhöfðinginn, sem England hefir átt og að ríkisstjórnarár Viktoríu voru gulltímabil í sögu Stóra-Bretlands. Þannig hafa tvaer af fjórum — 50% — af hrottningum Englands verið framúrskarandi. Hins vegar er ekki hægt að segja slíkt nema l|m minna en 20% af konungum Hretlands. Ef til vill tnunu sumir svara því til, að hér sé um hreina til- viljun að ræða, svo að það gæti verið þess vert að athuga hvern- ig aðrar drottningar, sem ráðið hafa ríkjum í Evrópu hafa leyst hlutverk sitt af hendi. f Austurríki hefir aðeins einu sinni kona setis á veldisstóli, Þ- e. a. s. er María Theresía réði þar ríkjum. Og svo einkennilega vildi til, að þessi kona var lang- samlega mikilhæfari en fyrir- rennarar hennar og eftirkom- tndur. f Austur-Evrópu finnum við níu keisara og aðeins fjórar keisaradrottningar, sem ráðið hafa ríkjum. Meðal keisaranna er aðeins eitt stórmenni, Pétur diikli og meðal drottninganna einn skörungur, Katrín II., en hinar voru hvorki betri né verri en karlmennirnir, „kollegar“ þeirra. Snúum við okkur til vesturs finnum við eina glæsilega drottn- |ngu, fsabellu hina spænsku, sem *agði grundvöllinn að keisara- veldi Spánverja með því að stöðva innrás Máranna frá Afríku auk þess sem hún sendi Kólumbus út af örkinni þvert yfir Atlantshafið til að uppgötva Ameríku. önnur spænsk drottn- ing, María Christina, ekkja Al- fonsar XII. og móðir Alfonsar III. mun og lifa lengi í sögunni, ef til vill ekki svo mikið vegna uggáfna og skörungsskapar eins og vegna þess, hve óvenju- ega og blessunarlega hæfileika un hafði til að beita óbeinum ahrifum sínum til að stilla til íriðar í hinum hatrömmu stjórn- ^naladeilum Spánar innbyrðis og U ® við, svo að ríkisstjórnar- unabil hennar var einna líkast 1 grænni vin í ömurlegri eyði- m°rk blóðugra borgarastyrjalda. Erakklandi horfði málinu miðlegar við, þar eð konur 0 u Þar ekki rétt til ríkiserfða. Samt sem áður var það Katrín af Medici, með allri sinni grimmd og ofstæki, sem varð til þess að bjarga frönsku krúnunni, þegar Húgenottar og hin volduga Guise ætt réðust gegn henni samtímis, en hinir veiklunduðu og úrkynj- uðu synir hennar, Frans II., Karl IX. og Hinrik III. horfðu á að- gerðarlausir. Frænka hennar, María af Medici reyndist vesæll stjórnandi, en máttur og veldi Frakklands óx á ný undir stjórn annarrar drottningar, Önnu af Austurríki. Hún stjórnaði land- inu áður en sonur hennar, Lúð- vík XIV., kom til ríkis, gegnum stormandi uppreisnir franska að- alsins og hennar eigin hirðar. Mað aðstoð Mazarins kardinála, sem hún elskaði og dáði, lagði hún grundvöllinn að hinum glæsilega stjórnartíma sonar síns. Það er athyglisvert, að lánið virðist hafa verið drottningunum hliðhollara heldur en konungun- um. Hvers vegna? Kvenhatarinn svarar: Vegna þess að drottn- ingarnar hafa látið ráðgjafa sína eða elskhuga stjórna fyrir sig. síður miklu betur gefin en hann. En stjórn Elísabetar, Margrét- ar Danadrottningar, Viktoríu eða Maríu Theresíu lá hvorki í hönd- um eiginmanna þeirra eða elsk- huga. Elísabet fól hvorki Essex eða Leicester að stjórna Eng- landi, þó hún elskaði þá báða, heldur valdi hún Cecil sem ráð- gjafa sinn. María Theresía tók sér Kaunitz prins, sem hún var langt frá því að elska, fyrir ráð- gjafa og reyndist trú eiginkona allt sitt líf, og ást Viktoríu Eng- landsdrottningar til Alberts eig- inmanns síns er frægari en frá þurfi að segja. Velgengni ríkis- stjórnar hennar ber fyrst og fremst að rekja til þess að hún hún kunni að velja sér holla og dugandi ráðgjafa. Það er hæfi- leiki, sem hún átti sameiginlega með hinum „lánsömu“ drottning- um og einmitt hér er að finna skýringuna á „láni“ þeirra. Ávallt og alls staðar í heimin- um hafa drengir yndi af að leika hermenn með byssur, sverð og spjót, en smástúlkurnar una sér glaðastar í mömmuleik með brúðurnar sínar. Eðli karlmanns- ins hefir alltaf hneygst í áttina til að berjast, drepa, sigra — kon- unar til þess að gefa, hlúa að, vernda. Gæti ekki verið, að ein- mitt hér sé að finna orsökina iyrir „láni“ drottninganna?“ —MBL ☆ ☆ Handan við fjöll og við fjöru Niðurlag Geslrisni og úiúrdúrar Þá vorum við boðin, ásamt Sigbirni tengdabróður mínum, á hið mjög svo myndarlega heimili Mr. og Mrs. Sigurðar Johnson. Þau hjónin voru alveg eins vin- samleg heim að sækja og þau voru í fyrra. Þar mættum við líka bróður Sigurðar og konu hans, Mr. og Mrs. Jón Júlíus Johnson. Við undum okkur þar vel alt kveldið við að tala saman og spila bridge og nutum þar ágætustu og prýðilega fram- reiddu veitinga. í þessari ferð og þarna, sáum við blaðagrein frá Regina, er skýrði býsna ítarlega frá því, að Wynyard-bærinn í Saskat- chewan, — um þrjátíu mílur fyrir vestan Leslie meðfram CPR brautinni, — væri búinn að fá rennandi vatn heim í húsin. Var einnig skýrt frá því, að bæjarstjórinn, Halldór K. Hall- dórsson, hefði gengið mjög svo iösklega fram í því að fyrirtækið kæmist í framkvæmd. Manni þótti vænt um að lesa þetta. Rennandi vatn í húsi, er mikil bót fyrir hvert heimili; annað er J>að, að Wynyard hefir frá upp- hafi vega átt í miklu stríði með neyzluvatn. Mér er sagt, að bær- inn hafi orðið — það er einstakl- ingarnir — að flytja það að og borga út í hönd fyrir vatnið. Gefur það að skilja, að ekki er hægt að hafa það öðruvísi, þegar svona stendur á. Líklega hefði ég samt ekki far- ið að erfiða í að skrifa um þetta atriði, nema af því að maður kannast svo vel við bæjarstjór- ann, sem sagt er að hafi komið svo myndarlega fram þarna og sýnt bæði orðheldni og dugnað. Maðurinn er Halldór Kristmund- ur Halldórsson, fæddur og upp- alinn í Vatnabygð að austan- verðu en samt vestan Foam Lake’s vatnsins. Halldór Krist- mundur, er sonur Tómasar heit- ins Halld.rssonar og konu hans, Guðbjargar Konráðsdóttur Hall- dórssonar, er bjuggu alla sína búskapartíð, nærfelt þrjátíu ar, í Leslie héraðinu. Þau Tómas og Guðbjörg voru aðsópsmikil hjón, eignuðust og ólu upp átta mynd- arleg börn. Tómas heitinn Hall- dórsson var myndarlegasti mað- ur, vandvirkur og sagður véla- maður með ágætum. Guðbjörg er mjög vel greind kona og dug' leg að sama skapi og félagslynd. Seinni maður Guðbjargar er Þorkell Sigurðsson einnig vel þektur bóndi á landnámsárum Vatnabygða. Á bezta starfsskeiði lífs síns átti hann einnig og ól upp stóra fjölskyldu af myndar- legum börnum. Nágrannar Guð bjargar héldu henni veizlu haust á afmælisdaginn hennar og gáfu henni gjafir. Það sýnir, hvernig þeim líkar við hana. ☆ Á preslssetrinu Á meðal annara þátta í kirkju- lega starfinu hér hjá séra Eiríki S. Brynjólfssyni, er íslenzkur söngflokkur — flokkur, sem vit- anlega syngur á enskri tungu líka. Messurnar annan hvern sunnudag eru altaf á ensku, hinn sunnudaginn á íslenzku. Oftar en ekki eru söngæfingarnar heima á prestssetrinu, samt getur Drugðið út af því fyrir ein og önnur atvik. Organisti söng- flokksins er Mr. Stefán Sölva- son, fyrrum múskik-kennari í Winnipeg, og hermaður í fyrri h eimssty r j öldinni. Einu sinni í vetur var okkur hjónunum boðið að koma yfir á prestssetrið og vera við söng- æfinguna. Jóhanna F. Sigbjörns- son er í söngflokknum. Það er altaf ánægjulegt að koma á prestssetrið, og það er fjarska gaman að koma í hóp af góðu og myndarlegu fólki. Svo við hjónin þágum boðið með þökkum. Auk þess að taka þátt í sálma- söngum og kaffidrykkjunni, þá urðum við þeirrar ánægju að- njótandi, að sjá og vera kynt ungum og fríðum læknishjónum, Karlsson að nafni, er fyrir til- tölulega stuttu síðan eru komin frá íslandi. Ég hafði ánægju af því, þó stundin væri stutt, sem ég talaði við þau. Það er líklega eitthvert volæði í mér, að í hvert skifti sem ég heyri talað um fólk nýkomið frá Islandi, þá langar mig til að sjá það og tala við það. Eftir það gangi alt vel. Það sýn- ist vera sama hversu mörg tutt- ugu ár að menn lifa, þau fyrstu tuttugu verða að mörgu leyti ljósust. ☆ Heima hjá konsúlshjónunum Það lýsti upp vikuna á milli hátíðanna, að Mr. og Mrs. Hálfdán Thorláksson buðu til „Vex hver við vel kveðin orð" Eftir dr. RICHARD BECK Ávarp flutt á þjóðræknisþinginu 22. febrúar 1954 Gamall talsháttur íslenzkur segir: „Vex hver við vel kveðin orð“, og felast algild sannindi í því forna spakmæli. Það er ná- skylt talshættinum: „Vex hug- ur, þá vel gengur“, er samsvarar enska orðtækinu: “Nothing suc- ceeds like success”, nema hvað íslenzkan er þar enn þá mál- íegurri og markvissari. Minnir það á fleyg orð Bólu-Hjálmars: „Islenzkan er orða frjósöm móðir“. En því kemur mér í hug spak- mælið um það, að menn vaxi við góðmæli, að ég hefi meðferðis á þetta 35. þjóðræknisþing okkár, og hið 21. þeirra, sem ég hefi sótt samfleyft, virðulegar og blýjar kveðjur, er ég vil fylgja úr hlaði með nokkrum orðum. Fyrst tel ég mér mikinn sæmd- arauka að því að mega flytja ykkur enn einu sinni hugheilustu kveðjur og árnaðaróskir háskóla míns, University of North Dakota, og forseta hans, dr. John C. West, og stendur sér- staklega á um þær kveðjur að þessu sinni, því að, eins og dr. West tekur fram í bréfi sínu, lætur hann af forsetastörfum í sumar, og verður þetta því sein- asta kveðja hans til okkar úr forsetasessinum. Má okkur ís- lendingum vera það saknaðar- efni, því að hann hefir reynzt okkur óvenjulega góðviljaður, og sýnt það í verki með mörgum hætti, svo sem með vinsamleg- i:m og rausnarlegum móttökum kærkominna gesta frá Islandi, er gist hafa háskólann. Vitanlega átti dr. West einnig sinn mikla þátt í því, að háskólinn krýndi hinn ástsæla, nýlátna vin okkar, dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup, sínum hæsta heiðri með því að gera hann að heiðursdoktor, er sín söngflokknum að kvöldlagi, ásamt nokkrum vinum og að- standendum. Mr. Thorláksson er, sem kunn- ugt er, ræðismaður íslands á þessum slóðum og fer sem allra bezt á því. En hann er ýmislegt fleira. Mér er sagt, að hann sé háttsettur maður við Hudson’s Bay verzlunina hér í borg, sem er, vitaskuld, ein af þremur allra stærstu verzlunum hér. Auk alls þessa er Hálfdán Thorláksson eindreginn vinur kristinnar kirkju og þar með alls þess, sem gott er og vera má mönnum til góðs, eins og hann á kyn til í báðar ættir. Svo er Hálfdán á- gætur raddmaður og er því af eðlilegum ástæðum meðlimur söngflokksins, sem hér um ræðir. Kona Hálfdáns, frú Lillian Thorláksson, er mjög aðlaðandi kona, fríð sýnum, vingjarnleg í viðmóti og smekknæm, bæði á búning sinn og híbýlaprýði. — Hjónin eiga son, Gordon að nafni, efnilegan dreng, er hann í ungmennafélaginu hjá séra Eiríki. Heimili hjónanna er stórhýsi, þó fyrir eina fjölskyldu sé, reisu- legt mjög að utan og fagurlega útbúið að innan. Tveir arineldar í tveimur all-stórum stofum eru mér minnisstæðir, og það eru virkilegir eldar, því bæði frúin og einn af gestunum hjálpuðust að því að bæta eldivið á arininn, á meðan á dvölinni stóð. Mr. Thorláksson tók sjálfur á móti okkur með þeirri alúð og lipurmennsku, sem honum er í blóð borin. Húsfreyja var þá stundina upptekin við gestina, sem á undan voru komnir. En hún kom til okkar fljótlega og var á meðal okkar alt kveldið með vinsemd og ánægjulegu við- móti, svo sem húsbóndinn. Við nutum stundarinnar vel í samtali við fólk, sem við höfum dálítið kynst hér. Veitingarnar voru fjölbreyttar og fjarska góðar, og, eins og nærri má geta, fram- reiddar af smekkvísi. —R. K. G. S. hann var hér vestan hafs í ó- gleymanlegu ferðalagi sínu á 25 ára afmæli Þjóðræknisfélagsins. Loks er mér skyldast að minnast þess, að skilningur dr. West á starfi þessa félags og gildi þess hefir gert mér fært að taka tíma frá skyldustörfum mínum á ríkisháskólanum til þess að sitja þjóðræknisþingið ár eftir ár, en auðvitað hefi ég jafnframt orðið að gera sérstakar ráðstafanir varðandi nemendur mína meðan ég sit á þinginu. Við stöndum því í mikilli þakkarskuld við dr. John C. West, enda sýndum við honum þá maklegu sæmd að kjósa hann heiðursfélaga Þjóðræknisfélags- ins fyrir nokkrum árum síðan, og kann hann þann vinsemdar- vott okkar vel að meta, eins og fram kemur meðal annars í hlý- yrtu bréfi hans. Þá þykir mér, sem fyrrv. for- seta Félagsins til eflingar nor- rænum fræðum (The Society for the Advancement of Scandina- vian Study), vænt um að geta flutt ykkur innilegar kveðjur og heillaóskir núverandi forseta þess merka félagsskapar, dr. Josephs Alexis í Lincoln, Nebraska, sem einnig er góð- vinur okkar íslendinga. Hann er sænskur prestssonur og lær- dóms- og tungumálagarpur mik- iil; hefir verið áratugum saman prófessor í nútímamálum, bæði germönskum og rómönskum, og lengi forseti þeirrar háskóla- deildar, við ríkisháskólann í Nebraska. Eins og hann tekur fram í bréfi sínu, hefir hann gert sér tvær ferðir hingað norð- ur til þess að kynnast Islending- um; sat í fyrra skiptið „Fróns“- íund og flutti þar ávarp, en dvaldi í seinna skiptið nokkrar vikur á Gamli til þess að kynn- ast lifandi íslenzku máli. Hóf hann síðan kennslu í íslenzku nútíðarmáli á ríkisháskóla sín- um, en er nú nýhættur kennslu- störfum, þar sem hann hefir náð aldurstakmarki háskólakennara. Var ríkisháskólinn í Nebraska þriðji háskóli í Bandaríkjunum, sem hóf kennslu í íslenzku nú- tíðarmáli, en áður hafði það verið kennt árum saman í Cornellháskóla og ríkisháskólan- um í N. Dakota, og svo bættist ríkisháskólinn í Washington (University of Washington) í hópinn. Hins vegar er norræna, eins og það er venjulega skil- greint, að einhverju leyti kennd í fjölmörgum háskólum í Banda- ríkjunum, en vitanlega er þar í rauninni um íslenzku að ræða. Hvað sem því líður, þá hefir dr. Alexis um langt skeið verið einn af helztu frömuðum Norður- landamála og bókmennta í Bandaríkjunum, og er enn, að því er ég bezt veit, á félagaskrá Þjóðræknisfélagsins; en góðhug- ur hans í garð okkar íslendinga lýsir sér glöggt í bréfi hans. Þá vil ég í þriðja lagi leyfa mér að flytja þingheimi kveðjur enn annars hollvinar okkar og heiðursfélaga Þjóðræknisfélags- ins, dr. C. Venn Pilchers, biskups í Sydney í Ástralíu. I nýkomnu bréfi frá honum (dags. 12. fe- brúar) fer hann fögrum orðum um það, hve mikil ánægja sér sé að iðkun íslenzkra fræða og að samvinnunni við íslenzka vini sína um þau fræði. Hefir hann xiýlokið við að þýða „Píslargrát“ Jóns Arasonar á ensku, og leyst það prýðilega af hendi, eins og hinar fyrri þýðingar sínar af Passíusálmunum, „Sólarljóðum“ og „Lilju“, að ógleymdum öðrum sálmaþýðingum, er út komu í fallegri bók í Ástralíu fyrir nokkru síðan. Hefir hann með þeim hætti víkkað landnám bók- mennta vorra, og eigum við Is- lendingar sannarlega hauk í horni, þar sem hann er. En þegar ég minnist óeigin- gjarns starfs Pilchers biskups í þágu íslenzkra bókmennta og menningar, koma mér í hug hin fögru og sönnu orð Stephans G. Stephanssonar úr merkiskvæði hans um Willard Fiske, hinn mikla velgjörðarmann bók- mennta vorra, stofnanda Fiske- bókasafnsins víðfræga í Cornell: „Hann mat ekki miljónir einar — hann miðaði auðlegð hjá þjóð við landeign í hugsjóna heimi og hluttak í íþrótta sjóð’ — og var um þann œttingjann annast, sem yzt hafði og fjarlægast þrengst, en haldið við sálarlífs sumri um sólhvörfin döprust og lengst“. Dæmi erlendra manna, eins og þeirra þriggja, sem hér hefir getið verið, er sýnt hafa í verki góðhug til íslands og okkar Is- lendinga og lagt rækt við bók- menntir okkar og tungu, getur verið, og á að vera okkur íslend- Framhald á bls. 8 Ef þér hafið í hyggju að kaupa hús, er áríðandi að fá ábyggi- legar upplýsingar slíku viðvíkjandi; farið að engu óðslega, en hafið hugfast, að þér með þessu eruð að stíga næsta mikilsvert spor. Stofnun sú, er nefnist The Better Business Bureau, ráðleggur væntanlegum kaupendum, að leita til lögmanns og láta hann rannsaka hvort eignarbréfið sé í réttu lagi; þetta verður að gerast; þá er um að gera að athuga legu hússins, umhverfið, sem að því liggur, hvort skattar séu greiddir og hvort gera þurfi nýjar umbætur eða hvort greitt hafi verið fyrir hinar eldri; einnig hve háttað sé til um aðgang að skólum. Vert er og að kynnast því, hvort líkur séu á að verksmiðjur rísi upp í nágrenninu; minnist þess einnig að ódýrustu húsin eru ekki ávalt beztu kjörkaupin. --------------------------------☆------------- Nágrannar mínir eru lítt kunnugir þeim siðvenjum, er tíðkuð- ust í ættlandi mínu og þá hefir stundum furðað á því, hve fljót ég hefði verið að átta mig á hinni og þessari nýbreytn- inni; eitt af því, sem vakti hjá þeim undrun var það, að ég væri farin að kaupa FACE-ELLE vasaklútana, og þeir trúðu því naumast, að ég hefði aldrei fyr séð þá; en sannleikurinn var sá, að ég komst brátt að raun um til hve margra hluta þeir væri nauð- synlegir, og nú hefi ég þá ávalt við hendina, ýmist í þrí- eða tveggjaþráða hylkjum. FACE-ELLE kemur sér þó einkum vel þar, sem börn eru í heimilinu, því þessir klútar losa húsmæður við sífeldan vasaklútaþvott. ------------☆------------- Nú langar mig til að segja yður leyndarmál, sem sé hvernig ég geymi peninga mína; að sjálfsögðu geymi ég þá í IMPERIAL BANKANUM CANADISKA, og er sparifé mitt, er gefur af sér 21/2% í vöxtu, jafnan vel geymt. Það er einnig önnur ástæða fyrir því, að ég skipti við IMPERIAL BANKANN, en hún er sú, að þar hefi ég sannfærst um þann áhuga, sem IMPERIAL BANKINN ber fyrir velferð Canadamanna — bankinn, sem bygður er á þjónustusemi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.