Lögberg - 04.03.1954, Síða 8

Lögberg - 04.03.1954, Síða 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1954 Úr borg og bygð Hr. Stefán Eiríksson frá Cypress River, kom hingað úr íslandsför á föstudaginn var eft- ir fjögurra mánaða dvöl á Fróni. Stefán er ættaður úr Blöndu- hlíð í Skagafirði og þar dvaldi hann mestan tíma heimsóknar- innar; þar býr aldurhnigin móð- ir hans og hennar vegna var heimsóknin einkum gerð. Svo lét Stefán ummælt, að jörð hefði nálega staðið auð í vetur um allan Skagafjörð þó umhleypingasamt væri með köflum; hann taldi hag almenn- ings góðan og framfarir á háu stigi; nú er Stefán farinn vestur til Cypress River þar, sem hann tekur við sínum fyrri hótel- störfum. ☆ Mrs. H. A. Steel frá Van- couver er stödd hér í borginni. Kom hún í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar, Próf. og Mrs. Gordon Donaldson, 273 Windmere Ave., Fort Garry. — Þau Mr. og Mrs. Steel bjuggu hér í Winnipeg um 50 ára skeið áður en þau fluttust til Van- couver. ☆ Mr. Hannes Hannesson, 716 Lipton Street, er nýlega kominn heim eftir þriggja vikna dvöl hjá systkinum sínum vestur á Kyrrahafsströnd. ☆ Að kveldi þess 26. þ. m. gaf Dr. V. J. Eylands saman í hjóna- band Miss Sigríði Danielson og Samuel Emerson deildarstjóra hjá T. EATON Co. Foreldrar brúðarinnar eru Kristján Daniel- son og kona hans Kristjana að 1007 Ashburn Street, en brúð- guminn er sonur Mrs. S. Emer- son í Belfast á Norður-lrlandi og manns bennar, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Brúðar- mey var Miss Maureen Tyler, en brúðgumann aðstoðaði David Tyler, og eru þau börn systur brúðgumans. Giftingarathöfnin fór fram á heimili brúðarinnar að viðstöddum allmörgum af náustu skyldmennum, en síðar sátu 120 manns veglega veizlu í veizlusal, sem nefnist “Peggy’s Pantry”. Wilhelm Kristjanson mælti fyrir minni brúðarinnar. A laugardaginn lögðu brúð- hjónin af stað, flugleiðis, til Norður-írlands í heimsókn til móður brúðgumans, sem heima á í Belfast. Munu þau dvelja þar, og einnig ferðast eitthvað um Bretlandseyjar, um mánaðar- tíma. Framtíðarheimili þeirra verður í Winnipeg. Cotton Bag Sale BLEACHED SUGAR .29 BLEACHED FLOUR .29 UNBLEACHED FLOUR .23 UNBLEACHED SUGAR .23 Orders less than 24, 2c per bag extra. Uniled Bag Co. Ltd. 145 Portage Ave. E. Winnlpeg $2.00 Deposit for C.OJJ.'s Write for prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M You’ll save a lot of worry, With the way prices are today; If you pick your cakes and dainties, From Aldo’s great display. ALDO'S BAKERY 613 Sargent Ave. Phone 74-4843 Mr. J. Ragnar Johnson frá Wapha, Man., dvaldi í borginni nokkra daga í fyrri viku. ☆ Mr. og Mrs. Sigurður Einars- son frá Árborg dvelja í borginni þessa dagana. ☆ Það borgar sig fyrir þau ung- menni, sem hafa í hyggju að ganga á Business College hér í borginni, að líta inn á skrifstofu Lögbergs og spyrjast fyrir um Scholarships og þau hlunnindi, sem með slíkum hætti er unt að verða aðnjótandi; það munar um minna en þær ívilnanir, sem þar eru á boðstólum. ☆ ÍITH ANNUAL VIKING BALL MARCH 19TH Arthur A. Anderson, manager, Swedish American Line, was elected president of The Viking Club at the executive meetirig, held Sat. in Scand. Clubrooms, 470 Main St. Re-elected with acclamation were: Jon K. Lax- dal, vice-president, H. A. Bro- dahl, secretary and A. J. Bjorn- son, treasurer. S. R. Rodvick is the immediate past president. Elected to the executive at the annual meeting in the Empire Hotel on February 19th were, in addition: Mrs. Kay Palmer, representing the Ice- landic group; Mrs. M. Norlen, Mrs. E. Erickson and Mrs. B. Bertelsen, for the Finnish; Reidar Chelswick, O. S. Clef- stad and S. R. Rodvick for the Norwegians; S. W. Goerwell and Albin Haglund, Swedish group, and H. Jacob Hansen and Wm. Jacobsen for the Danes. Ap- pointed auditors were: H. V. Pearson and Magnus Talgoy. Preparations are being made for the llth annual Viking Banquet and Ball, to be held at the Marlborough Hotel on Fri- day, March 19th. Elected to the programme committee were: S. R. Rodvick, convener, Jon K. Laxdal, Mrs. M. Norlen, Mrs. Kay Palmer, A. Haglund and H. A. Brodahl. ☆ A meeting of the Jon Sigurd- son Chapter, I.O.D.E., will be held at the home of Mrs. I. Hannesson, 878 Banning St., on Friday Ev. March 5, at 8 o’clock. ☆ Næsti fundur Stúkunar Heklu, I. O.G.T. verður haldinn á venju- legum stað og tíma þriðjudaginn 9. marz n.k. ☆ Mr. Ásgeir Gíslason frá Leslie, Sask., var meðal þeirra mörgu, er sátu nýafstaðið þjóðræknis- þing; hann hélt heimleiðis á fimtudaginn var. ☆ Dr. S. E. Björnsson og frú frá Miniota, Man., dvöldu í borg- inni meðan á þjóðræknisþinginu um stóð, auk þess sem þau brugðu sér norður til Gimli í heimsókn til dóttur þeirra og tengdason- ar, Mr. og Mrs. Benediktson. ☆ The Womens Association of the First Lutheran Church will meet Tuesday March 9th at 2.30 in the lower auditorium of the church. GUÐMUNDUR DANÍELSSON rilhöfundur: Myrkur yfir Strandarkirkju Grein þessi er forustugrein úr síðasta tölublaði „Suður- lands", og rekur höfundur- inn söguna um aðbúnað Strandarkirkju og þá yfir- vofandi hættu, að byggð hennar, Selvogurinn, leggist í eyði af því að nauðsynleg þægindi nútímans vantar þar. Strandarkirkja er rík- asta guðshús á Islandi og gæti bægt hættunni brott, ef fjármunum hennar fæst varið í því skyni. Kirkjan stendur á sandinum með hnappagullið há. Það er hún jómfrú María. sem þetta húsið á. ÉG VEIT EKKI hvort þetta hefir uppahflega verið kveðið um Strandarkirkju, en svo gæti verið. Að minnsta kosti er ekk- ert guðshús á Islandi — ekkert einasta hús landsins — líklegra til að vera í eigu Guðsmóður en þetta litla kirkjuhús í Selvogi, lengur, heldur eyðibyggð ein, líkt og nú er á Jökulfjörðum vestra og víðar, þar sem fólkið er allt flúið burt til betra lands, þangað sem hlýtt er og bjart. í nýlega birtri áætlun raf- orkumálanefndar ríkisins er ekki gert ráð fyrir að Selvogur- inn og þá heldur ekki Strandar- kirkja verði aðnjótandi þeirrar raforku, sem á næstu árum er ráðgert að dreifa út um byggðir landsins. Þeir, handhafar valds- ins, feður ljóssins, hafa dæmt sóknarbörn Strandarkirkju til að búa áfram í myrkrinu, þegar við hin tendrum ljósin. Hús Guðsmóður þeirra, sem vona og þrá og þreyja, sem bera kvíð- boga, það skal hér eftir sem hingað til láta sér nægja hið andlega ljós, þar má einnig kveikja á kerti. Rafljósin aftur á móti, þau eru ekki framleidd handa Strandarkirkju né sókn- arbörnum hennar, ekki handa helgustu byggð landsins, þar sem víkin, sem skerst inn í land- ið, heitir Engilsvík og sálarlaus upphafið og niðurlægt í senn, tignað og lítilsvirt, hlaðið auð-. efnishyggja aldarinnar hefir al- EATON'S... New Furs from the Old! /zr\ . I -x * . f" ■ ■ • 1:3 ■ v ;h Is there a fur coat you might have stored away! If so—now is the time to have it remodelled into a beautiful new jacket, cape or stole. Look into this exciting possibility now—and be ready for Spring. STOLES, Each SMALL CAPES. Each ......... $49.00 $59.00 CAPE JACKET, Each ......... JACKET. Each $69.00 $89.00 Three to four weeks delivery.—Fur Section, Fashion Floor (Fourth) Dial 3-2-3 æfum á aðra hönd, á hinn bóg- inn niðurnítt, svo að langtímum saman hefir því legið við sömu örlögum og eyðibýli uppi á heiði. Og ef Guðsmóðir skyldi nú eiga þetta hús, þá hefir hún af gæzku sinni, eins og hennar var von og vísa, gefið öðrum hlutdeild í því með sér, fyrst og fremst þeim, sem bera kvíða í brjósti, og þeim sem vona og þrá. Hundruðum og þúsundum saman hafa þeir, sem kvíða eru slegnir, og þeir sem ovna og þrá, snúið eirðarlausum huga sínum til kirkjunnar á sandinum og heitið á hana sér til hjálpar, og nálega á hverjum degi má sjá það opinberlega staðfest í dagblöðunum, að kirkjan hefir ekki brugðizt sín- um „söfnuði“. En þó að hún sé nú ríkari en allar kirkjur landsins til sam- ans, þá fer því fjarri að hún berist á. Hún er svo fjarri því að tjalda auðæfum sínum í ytri búnaði, að tvisvar sinnum varð þar messufall á síðastliðn- um vetri vegna þess hvað kalt var í kirkjunni. í þessari kirkju kvað nefnilega vera gamall ofn, sem erfiðlega gengur að kynda, hann er ekki góður nema þegar hlýtt er í veðri. Þess er þó skylt að geta, að margt hefir verið gert fyrir kirkjuna á síðari ár- um. Það er til dæmis búið að gera við læsinguna á henni, sem eitt sinn var slík, að einungis tveir handlægnustu menn Sel- vogshrepps höfðu lag á að ljúka henni upp og læsa henni aftur, þegar „túristar“ komu í bifreið- sínum eða þegar átti að messa fyrir heimasöfnuðinn á helgum. Kirkjugarðurinn er heldur ekki lengur hrynjandi sandbingur, heldur hefir hann fengið varanlega viðgerð. Og er komin málning á húsið og síðast en ekki sízt: það er búið — fyrir fé kirkjunnar — að hefta sand- fokið, sem var í þann veginn að leggja sóknina í auðn. Það er haft eftir Jóni biskupi Helgasyni, að hann hafi sagt við tóknarbörn Strandarkirkju, Sel- vogsbændurna: Þið eigið að biðja, en mitt er svo að fram- kvæma. Fólkið bað um skírnarfont, — og það fékk hann. Sú hætta er þess vegna úr sögunni, að ungbörn Selvogs- búa verði að fara á mis við skírnarsakramentið og þar með eilífa sáluhjálp. En það er ann- að, sem komið gæti fyrir: að innan skamms fæðist ekki leng- uf nein börn í þessari sókn, að þar verði yfirleitt engin sókn Til sölu No. 2 Argentlne Rape frs 10 cents pundið. J. MOYNHAM, Culross, Manitoba drei náð fótfestu, heldur verður að horfa upp á það, að þar gerist kraftaverk enn í dag. Engin nú- tíma lífsþægindi þangað! En ekki þarf raunar að ætla, að sú byggð verði lengi í byggð, sem neitað er um ljósið, hún fer í eyði, fólkið lætur ekki raforku- málanefnd ríkisins varpa sér út í yztu myrkur til langframa, það flytur þangað, sem því er líft. Skilur eigur sínar eftir, eins og álfafólk þjóðsagnanna, og bjargar sjálfu sér, og þar verður ekki framar sungin messa. Það er myrkur yfir Strandarkirkju. Selvogsbúar! — Sóknarbörn Strandarkirkju! — Séra Helgi! Jón biskup Helgason sagði forðum: Þið eigið að biðja, en mitt er svo að framkvæma. Nú er nýr maður að setjast á biskupsstól á Islandi. Væri hann ekki líklegur til að endurtaka orð fyrirrennara síns og standa við þau sem hann? En nú verður ekki beðið um skírnarfont, held- ur þá fjárhæð af eignum Strand- arkirkju, sem til þess nægir að leiða Sogsrafmagnið niður í Sel- vog. Og þér valdamenn, verald- legir og andlegir, leyfið kirkj- unni að bjarga sókn sinni frá gjörauðn, til þess er hún kölluð og til þess hefir hún mátt. Vér heimtum ljós yfir Strandar- kirkju. Guðmundur Daníelsson —Alþbl., 2. febr. Afmælishátíð Betel Afmælishátíð Elliheimilisins Betel, sem haldin var í Fyrstu lútersku kirkju á vegum Kven- félags safnaðarins, á þriðjudag- inn 2. marz, var mjög fjölsótt og um alt ánægjuleg. Formaður Betelnefndar, séra Sigurður Ólafsson í Selkirk, flutti erindi um starfrækslu heimilisins á s.l. ári og þarfir þess. Séra Bragi Friðriksson frá Lundar flutti snjalt og fróðlegt erindi um starfsemi kvenna á Islandi að líknar- og mannúðarmálum, og kom víða við. Nokkrir úr yngra söngflokki kirkjunnar skemmtu með söng, undir stjórn Mrs. E. Isfeld. — Samskotin, sem ganga til heim- ilisins námu $220.00. Að skemmtiskrá afstaðinni fóru fram veitingar í sam- kvæmissal kirkjunnar. Elliheimilið STAFHOLT þarfnast FORSTÖÐUKONU Helzt þarf hún að vera útlærð hjúkrunarkona; tala íslenzku, og búa á heimilinu. Kaupgjald er $250.00 á mánuði, ásamt fæði og húsnæði. — (Modern private, furnished apt.). Frekari upplýsingar fást hjá ANDREW DANIELSON P. O. Bor 516. Blaine FJARSYNI MAÐUR er nefndur Anton Myr- braten og á heima í Drolsum í Modum, Noregi. Allt frá barn- æsku hefir hann verið öðruvísi en fólk er flest. Þegar hann var krakki, fór hann einförum um skógana með ópi og öskrum, svo að menn héldu að hann væri geggjaður. En svo var ekki, hann var aðeins öðruvísi en jafnaldr- arnir. Og þegar hann var á 13. árinu, fór hann að „sjá“ 1 gegn um holt og hæðir. Fólk trúði þessu ekki fyrst í stað og rengdi hánn, en það komst þó brátt að raun um, að hann sagði þetta satt. Hann gat séð týnda hluti og fann margt, sem týnzt háfði. Einu sinni kom ungur maður akandi í bíl í sveit Antons. Bíla- eftirlitið kom og krafðist þess af honum að hann sýndi ökuskír- teini sitt. — Pilturinn ætlaði að grípa til þess, en það var þá horfið. Honum var þá strang- lega skipað að koma í skrifstofu lénsherrans daginn eftir, og þar yrði mál hans tekið fyrir. — Pilturinn var örvílnaður, hann vissi vel að hann hafði verið með ökuskírteinið í bílnum, en nú fannst það hvergi. Hann fór því til Antons og spurði hvort hann gæti hjálpað sér. Anton var ekki lengi að því. Hann sagði að pilturinn hefði stað- næmzt hjá steini nokkrum við veginn og farið út úr bílnum. Þar hefði ökuskírteinið runnið upp úr vasa hans, án þess að hann tæki eftir því. Pilturinn kannaðist við að þetta væri rétt, hann hefði staðnæmzt einmitt á þessum stað. Svo fór hann þang- að, og þar lá ökuskírteinið. Annar ungur maður týndi peningaveski sínu með miklu af peningum. 1 vandræðum sínum leitaði hann til Antons og bað hann að hjálpa sér. Anton horfði um stund út í bláinn og svo lýsti hann því hvar piltur- inn hefði verið daginn áður, rakti skref fyrir skref hvar hann hefði farið og að lokum gat hann bent á hvar peningaveskið væri. Margir efast um þessa fjar- skygni hans og sárnar honum það. Einu sinni var hann við skógarhögg ásamt nokkurum öðrum mönnum. Einn þeirra dró dár að hæfileikum Antons að sjá í gegn um holt og hæðir og stríddi honum á því, svo að Anton var orðið illa við hann. Einu sinni týndi maður þessi úr- inu sínu úti í skógi. Það var mikill lausasnjór yfir allt og hann vissi ekki glöggt, hvar úrið mundi hafa týnzt. Samt fór hann, að leita, og leitaði og leitaði í snjónum, en fann ekki. Þegar hann kom heim sagði hann, að Anton skyldi nú sýna list sína og vísa sér á úrið. En það vildi hann með engu móti. Litlu hvarf hann, en kom eftir litla stund og var þá með úrið. Ekki vildi hann segja, hvar hann hefði fundið það. En upp frá því höfðu félagar hans meira álit á honum. Einu sinni hvarf fimmtug kona þarna í sveitinni. Hennar var leitað, en hún fannst ekki. Daginn eftir voru hermenn fengnir til að leita og þeir sneru sér til Antons. Héldu þá allir, að konan mundi hafa farizt. En Anton var ekki á því. Hann sagði að hún væri lifandi. Hann M ESSU BOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 7. marz: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson tV Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 7. marz. Víðir, kl. 2 e. h. Árborg, kl. 8 e. h., á ensku. Robert Jack kvaðst sjá hana glöggt. Hún sæti á svolitlum hjalla undir stórri grjóturð, en staðinn kvaðst hann ekki þekkja, því að hann hefði aldrei komið þar. En svo glögg- lega lýsti hann staðnum, að kunnugir menn könnuðust við hann. Var svo farið þangað. Og þar sat þá konan, eins og Anton hafði sagt. Anton á 17 systkini, en ekkert þeirra hefir fengið þessa sömu gáfu. Hann er nýlega farinn að búa, en hann hefir lítinn frið til að stunda búskapinn fyrir fólki, sem er að kvabba á hann. Yfir hann rignir bréfum, og það er máske verst, því að bréf duga ekki til þess að hann sjái. Hann verður að komast í samband við menn. En aldrei getur hann þó séð fram í tímann, hann sér að- eins það, sem gerzt hefir, eða er að gerast. En skyggnin þreytir hann mjög og á eftir segist hann ekkert geta gert. Aldrei setur hann þó neitt upp fyrir það að hjálpa mönnum, en slær þó ekki hendinni við gjöfum. En eitt er hann ófáanlegur til að gera, og það er að hjálpa lög- reglunni. Hans hefir oft verið leitað, þegar einhver afbrot hafa verið framin og hann beðinn að reyna að „sjá“ afbrotamennina. En það aftekur hann með öllu. ---☆----- Hér á landi fara sögur af ýms- um, sem þessari gáfu voru gæddir, að geta séð í gegn um holt og hæðir. Og þessi sjón er ekkert bundin við hina venju- legu sjón, menn „sjá“ hvort sem þeir hafa augun opin eða lokuð, og svo er með Anton. Einna frægastur fjarsýnismaður hér á landi, var ísfeld snikkari, og stúlka var einu sinni í Mývatns- sveit, sem mikið orð fór af. Af- brigði þessarar skyggni er að sjá í svefni, og þar er „Drauma- Jói“ kunnastur. —Lesb. Mbl- YOUR NEIGHBORHOOD CLEANER (Fully Insured) OUIDTO llllcj onlnlo WRAPPED 5for*l'00 SPRING AND SUMMER COATS $-j 10 Regular $1.25 FREE Pick-Up and Delivery Service Phone 3-3735 3-6898 Cl ACII CLEANERS "Same Day Service TLAOn LIMITED Available al Our Planl." 611 SARGENT AVE. (At Maryland) in ai 10 a-m. Oui by 5 p.ro.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.