Lögberg - 18.03.1954, Síða 7

Lögberg - 18.03.1954, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. MARZ 1954 Á níu alda afmæli innlends biskupsstóls verði messað í nýrri Skólholtskirkju — Nú er Alþingi að koma sam- sn að nýju. Verður nokkuð gert þar Varðandi Skálholt? — Það er áreiðanlega margra manna von. Skálholt hefir lengi beðið þess, að því væri sómi sýndur. Það getur ekki beðið lengur. Og ég held, að þjóðin uni því ekki öllu lengur, að ekkert sé aðhafzt, segir próf. Sigurbjörn Einarsson. — Hann hefir verið formaður Skálholtsfélagsins frá stofnun þess og átti ég samtal yið hann í fyrradag um það, hvað gert verði nú fyrir Skál- holt. — Nokkuð hefir þegar verið aðhafzt, er ekki svo? — Að vísu. Skálholtsfélag hef- lr starfað í nokkur ár. Það hefir leitazt við að vekja áhuga á þessu rtlenningarmáli, endurreisn Skál- holts, og hefir orðið nokkuð égengt. Það hefir vakið athygli flþjóðar á níu alda afmæli inn- tends biskupsstóls, sem nú er skammt undan, þar eð Isleifur Gissuararson var vígður biskups vígslu vorið 1056. Er óhjákvæmi- iegt að minnast þessa stórvið- burðar í íslenzkri kirkju- og þjóðarsögu á myndarlegan hátt. á s.l. haust\ minntust Norðmenn ® alda afmælis erkistólsins í Niðarósi með glæsilegri viðhöfn °g þeir hafa árum saman fórnað miklu til þess að endureisa og Prýða þjóðarhelgidóm sinn, dóm- kirkjuna í Niðarósi. Sumarid 1956 ~~ Flestum mun nú orðið ljóst, að við komumst ekki hjá því að halda þetta afmæli hátíðlegt sumarið 1956. — Já. En hitt er jafnljóst, að Saga Skálholts næstliðna hálfa pðra öld og núverandi ástand þess er ekki til þess fallið að Vekja athygli útlendinga á því lle koma þjóðinni í hátíðaskap. h*ess vegna er sá einn kostur fyrir hendi að umbæta hvort tveggja, eftir því sem auðið má Verða. Og það þolir enga bið, að , afizt verði handa um þetta. Al- Plngi það, sem nú situr, verður °ð taka jákvæða afstöðu til þessa nials, svo framarlega sem nokk- uð á að verða hægt að gera af °Pinberri hálfu Skálholti til sóma fyrir sumarið 1956. Hvað gera þarj ~~ Hvað er það, nánar til tek:ð, að yðar áliti, sem Alþingi þarf að gera? ~~ Allt kostar, fé. Opinberar Jarveitingar til endurreisnar- lnnar eru nauðsynlegar. Alþingi efir veitt svolítinn styrk til 0rnleifarannsókna í Skálholti og 1 þess að hlaða upp kirkjugarð- 1Un! sem lengi hefir legið við ]0rðu að kalla. Almennt er kunnugt, að kirkj- LOW First Cost LOW Operating COST kohler Electric Plants R°mes, Stores. Trailers, ö°ats. Docks. Outbuildings, etc. independent source of light stanHK0Wer — sole supply or 15 k4y Protection. Sizes up to fear fully automatic. No have n °r'ýe.r failure when you lu«tódSgS; Ask for /V\ua\f MjVVFQRD^ A\edlanp, flMITEP, Su< Wpg. Ph. 37 187 an í Skálholti er að falli komin og hún hefir áratugum saman verið dæmd lítt eða ekki messu- fær. Ríkið á kirkjuna og endur- byggingarskyldan hvílir á því. Hæfilegt guðshús á þessum stað hlýtur gð kosta talsvert fé. Ég efast ekki um, að almenningur muni leggja þessari framkvæmd lið með frjálsum gjöfum, en frumkvæði opinberra aðila hafa úrslitaáhrif á áhuga manna og fórnfýsi. Mun ekki skuturinn eftir liggja, ef vel er róið í fyrir- rúmi, eins og þar stendur. En nægir það eitt? — En nægir það eitt, að veg- leg kirkja rísi í Skálholti? — Nei, það nægir ekki. Það þarf að sitja staðinn. Og hann verður ekki setinn svo sem minningum hans hæfir þótt land hans verði ræktað og prýtt, eins og sjálfsagt er, og hann verði sæmilega húsaður. Til þess að staðurinn fái þann svip, sem minningum hans hæfir og hann geti orðið andlegt höfuðsetur að nýju, þurfa fyrst og fremst að sitja þar og starfa einhverjir þeirra manna, sem kirkjan á beztum á að skipa á hverjum tíma. — Það hefir stundum verið stungið upp á því, að biskup landsins flytjist í Skálholt, er ekki svo? — Jú, sú uppástunga hefir oft komið fram. En flestir, sem mál- um eru kunnugastir, munu telja það óframkvæmanlegt. Fleiri eru á þeirri skoðun, að vígslu- biskup Skálholtsbiskupsdæmis eigi að setjast að í Skálholti. Tillögur um jramtíð Skálholtsstaðar — Er það ekki eitt af stefnu- málum Skálholtsfélagsins? — Jú, Skálholtsfélagið hefir gert þetta að tillögu sinni. Og sú tillaga er ekki gripin úr lausu lofti. — Á Alþingi 1945—’46 fluttu þingmennirnir Sigurður Ólafs- son, Jörundur Brynjólfsson, Sig- .urður Guðnason, Sveinbjörn Högnason og, Jón Sigurðsson „frumvarp til laga um endur- reisn hinna fornu biskupsstóla að Skálholti og Hólum í Hjalta- dal“ og var þar gert ráð fyrir því, að vígslubiskuparnir settust að á biskupssetrunum fornu. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. En nokkrum árum síðar skipaði þáverandi kirkjumála- ráðherra, Eysteinn Jónsson, fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um framtíð Skál- holts. í nefndinni voru Sigurgeir Sigurðtííon, biskup, Steingrímur S^nþórsson, núv. kirkjumála- rMherra, dr. Björn Þórðarson, fyrrv. forsætisráðherra, Þor- steinn Sigurðsson, form. Búnað- arfélags íslands, og ég. Tillögur nejndarinnar — Hvað lagði þessi nefnd til? — Hún varð sammála um að leggja til, að Skálholt skyldi lög- fest sem aðsetur vígslubiskups- ins í Skálholtsbiskupsdæmi forna, hann heita Skálholts- biskup, og starfssvið hans jafn- íramt aukið frá því, sem nú er. Ennfremur, að veitt skyldi þegar á fjárlögum fé til kirkjubygg- ingar í Skálholti og yrði miðað við það, að hin nýja Skálholts- kirkja skyldi verða messufær eigi síðan en vorið 1956, og í þriðja lagi, að sóknarprestur Torfastaðaprestakalls skyldi setj- ast að í Skálholti, þegar henta þætti. Þetta síðasta atriði er nú orðið að lögum. En að öðru leyti hefir frumvarp nefndarinnar ekki verið lagt fyrir Alþingi. — Þar virðist þó vera bent á sanngjarna og eðlilega ráðstöfun. — Benda má á það, að þetta vakti fyrir þeim mönnum, sem á sínum tíma beittu sér fyrir löggjöfinni um vígslubiskupa. Dr. Jón Þorkelsson flutti árið 1909 frumvarp um, að hinir fornu biskupsstólar skyldu endur reistir og landið hafa tvo bisk- upa. Þingnegndin, sem fjallaði um málið, breytti frumvarpi hans í það horf, að tveir skyldu vera varabiskupar, einn fyrir hvort hinna fornu biskupsdæma, an þess að kveðið væri á um að- setur þeirra og án þess að þeim væri sem slíkum ætlað neitt teij- andi starf. Þórhallur biskup Bjarnason segir í Nýju kirkju- blaði um þetta, að hér með sé að vísu drjúgt skref stigið í átt að endurreisn stólanna fornu og sé það vel farið. En það nái of skammt. „En bresti vilja og dáð til þess að endurreisa stól- ana verður þetta hégómatildur, sem menn gefast upp á“, segir biskup. Biskupsstóll að Hálum 850 ára — Ætli það sé áhugi á þessu meðal Norðlendinga, að því er Hóla snertir? — Mikill. Enda er satt bezt að segja, að hlutur Sunnlendinga varðandi sitt gamla höfuðsetur er öllu lakari en Norðlendinga gagnvart Hólum. En það er á- ieiðanlega mjög almenn skoðun landsmanna, að hin fornu bisk- upssetur eigi að komast til önd- vegis að nýju með því að höfuð- klerkar sitji þá og hafi nokkra tilsjón á hendi með kirkjumál- um, hvor í sínu umdæmi. Það má og minnast þess, að árið 1956 eru íétt 850 ár síðan biskupsstóll var settur á Hólum. Hólar eiga því merkisafmæli það ár líka. En hvað Skálholt snertir sérstaklega er vert að hafa í huga, að Gissur biskup ísleifsson gaf Skálholts- kirkju óðal sitt með því ákvæði, að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan landið er byggt og kristni má haldast. Er ekki sanngjarnt, að stjórnarvöld landsins veiti kirkjunni og Skál- holtsstað þá afmælisgjöf að leið- rétta það, sem vangert hefir ver- ið við hinn göfga gefanda? En hann er að vissu leyti líka stofn- andi Hólastóls og myndu stól- arnir báðir að sjálfsögðu fylgjast að í þessu. — Skyldi mál þetta eiga fylgi að fagna á Alþingi? — Ég veit um ýmsa þingmenn, sem fylgja því eindregið. Kirkju legir fundir hafa lýst yfir áhuga sínum á þessu. Biskupsembættið er orðið svo umsvifamikið, að vígslubiskupar hefðu ærið starfs- svið við hans hlið og í umboði hans. Það er því ekki aðeins metnaður fyrif hönd hinna sögu- frægu og helgu staða, sem knýr á um þetta, heldur eðlileg þörf kirkjunnar fyrir aukið svigrúm og virkara skiplag í þjóðfélagi nútímans. Sv. Þ. Mbl., 7. febr. ÚR GÖMLUM SKRÆÐUM Sjaldan er ein bdran stök 90 ára gömul auglýsing um lögregluþjónsstöðu son Árið 1865 varð síra Jón Jóns- Austfjörð, þá prestur að Klyppstað í Suður-Múlasýslu, fyrir einstökum óhöppum hverju ofan í annað. Eitt var það meðal annars að í fárviðri, sem geisaði seinni hluta septembermánaðar missti prestur mikið af heyi úr sætum, sem fauk án þess að hann næði nokkru af því aftur, sem teljandi væri. Um svipað leyti brann hjá honum búr og eldhús til kaldra kola og án þess að nokkru yrði bjargað af þeim föngum eða verðmætum, sem þar inni voru geymd. Meðal annars brann þar allt skæða- skinn, 16 tunnur af skyri, 10 vættir af rengi og margt fleira fémætt. í júlímánuði þá um sumarið missti síra Jón, ásamt Stefáni bónda í Stakkgarðshlíð, báts- farm af korni í sjóinn. Hafði kornið verið sett upp á sandinn við fjarðarbotninn, en á meðan verið var að sækja hesta til þess að flytja kornið heim, reif Fjarðará sig úr farvegi sínum og þreif með sér ölduna, sem skips- farmurinn stóð á. Þóttu óhöpp þessi, sem komu hvert ofan á annað, með stuttu millibili, með einsdæmum miklum. Auglýsing um lögregluþjóns- stöðu Þann 22. nóv. 1865 birti bæjar- fógetinn í Reykjavík eftirfar- andi auglýsingu, sem þótt stutt sé, gefur nokkra aldarfarslýs- ingu og sýnir í ýmsu starfsvið lögregluþjóns í höfuðborg Is- lands fyrir 90 árum. Auglýsing- in er svona: „Þeir sem vilja sækja um að verða lögregluþjónn í Reykjavík í stað lögregluþjóns Þ. sál. Bjarnasonar eiga að afhenda bænarskjöl sín innan 23. næst- komandi desembermánaðar rit- uð með eigin hendi. Laun lögregluþjóns þessa eru 150 rd. af ríkissjóði um árið, 16 rd. 64 sk. nú fyrst um sinn af dómsmálasjóðnum og þess utan nokkrar aukatekjur við stefnu- birtingar og sem réttarvitni m. m. Sá sem fær lögregluþjóns- stöðuna er skyldugur að búa á þeim stöðum hér í bænum, er lögreglustjórinn tiltekur“. Drukknaði í vök Skömmu fyrir jól 1865 fór unglingspiltur, 18 ára að aldri, heimanað frá sér, Grjóteyri í Kjós, og ætlaði norður yfir Meðalfellsvatn á bæina sem standa norðan vatnsins. Blíð- skaparveður var á og mun það hafa verið um aflíðandi hádegi eða um húslestrartímann, sem pilturinn lagði upp í för sína. Pilturinn hét Ásbjörn Stefáns- son. Hafði hann meðferðis hross leggi, sem hann ætlaði sér að nota í stað skauta svo sem þá var títt. Á Meðalfellsvatni var talinn traustur hestís þegar at- burður þessi gerðist. Víkur nú ,'ögunni heim að Meðalfelli. Þar voru börn úti að leik, en fullorðið fólk var inni og hlýddi á húslestur. Sáu börn- in þá hvar maður kemur brun- andi eftir ísnum sunnan yfir vatn og þótti þeim auðsýnt að sá-'hinn sami myndi renna sér á leggjum. Ekki hugðu þau að manninum frekar og héldu leik sínum áfram. Þegar húslestri var lokið rökn- uðu börnin við sér og sögðu fullorðna fólkinu að þau hefðu séð til mannaferða eftir vatninu, en ekki hefðu þau tekið eftir því hvert maðurinn fór. Sýndist þeim helzt maðurinn stefna að Meðalfellskoti og þangað mundi hann sennilega hafa farið. Var því þá ekki gefinn frekari gaumur. Nú er þar til að taka, að fólk- inu á Grjóteyri tók að lengja eftir1 Ásbirni, þegar komið var fram um ljósaskipti um kvöldið, því það hafði verið svo um talað að hann yrði fljótur 1 ferðum. Var þá sent á bæina norðan vatnsins til þess að spyrjast fyrir um Ásbjörn, en þangað hafði hann hvergi komið. En nú var frásögn barnanna sett í sam- band við Ásbjörn og ferðir hans og þótti ekki allt með felldu. Var hafin leit og gengið á vatnið. Fannst þá vök ein, skammt frá landi suður undan Meðalfells- koti og rétt við vökina fannst annar hrossleggur Ásbjarnar. Þótti þá auðsætt hvernig farið hafði og að pilturinn myndi hafa verið á hraðri ferð og ekki gætt sín fyrr en hann rann í vökina. Reyndist þetta og að sönnu, því skömmu síðar var lík Ásbjarnar slætt upp á 3—-4 álna dýpi. —VÍSIR Stutt æviminning Þann 17. janúar 1953 lézt á íslenzka gamalmennaheimilinu „Höfn“ í Vancouver, B.C., Mrs. Thorbjörg Helga Jóhannsson, 83ja ára. Hún var fædd í Stóru- Gröf í Skagafjarðarsýslu á Is- landi 9. des. 1872. Foreldrar hennar voru: Jón Jónsson og Guðrún Halldórsdóttir. Hún átti eina systur á íslandi og bróður, sem fluttist vestur um haf, og dó á Gimli, Man. fyrir nokkrum árum. Árið 1892 giftist hún Birni Jóhannssyni frá Litlu- Gröf í Skagafjarðarsýslu. Árið 1900 fluttust þau frá íslandi til Canada og settust fyrst að á Gimli, Man., en fluttust þaðan til Winnipeg og dvöldu þar nokkur ár, en fluttust svo aftur til Gimli, og þar dó maður henn- ar árið 1909. Þau eignuðust 4 börn, 3 dætur og einn son. Börn- in eru: Mrs. J. Tucker, Van- couver, B.C.; Mrs. J. Williams, Stevston, B.C.; Mrs. R. Carp- enter, Trail, B.C.; og sonur, Magnús, bóndi að Dafoe, Sask. Hana lifa ennfremur 9 barna- börn og 8 barnabarnabörn. Eftir lát manns síns dvaldist Thor- björg sál. um 2 ár á Gimli, en fluttist þá með börn sín til Sask- atchewanfylkis og tók þar heim- ilisréttarland nálægt Mervin pósthúsi. Þar bjó hún í 7 ár með börnum sínum og naut að nokkru vinnuaðstoðar bróður síns og einnig sonar, unglings að aldri. Eftir 7 ára búskap seldi hún land sitt og fluttist til Magnúsar sonar síns, sem þá hafði tekið heimilisréttarland nálægt Dafoe, Sask., og byrjað þar búskap. Hjá honum dvaldist hún unz hún fluttist til Van- couver, B.C., árið 1947 og gerðist vistkona á íslenzka gamal- mennaheimilinu „Höfn“, sem var opnað það ár. Með Thorbjörgu sál. er til moldar hnigin ein af hinum mörgu íslenzku landnámskon- um, sem sýndu hina mestu hetjudáð í hvívetna; hún reynd- ist traustur förunautur manni sínum, var trúföst og trygglynd, fróðleiksgjörn og fylgdist vel með því, sem gerðist meðal Is- lendinga. Hún var allheilsugóð, sterk og atorkusöm mest af ævinni, sem sýndi sig bezt, að það var ekki heiglum hent af konu að nema heimilisréttar- land á þeim árum og ala upp 4 börn á unga aldri. Hún kenndi allmikillar sjóndepru síðustu árin, og þá lásu dætur hennar og vinir íslenzk blöð og bækur fyrir hana. Hún var jörðuð frá „Chapel of Chimes, Harron Bros.“ útfararstofunni 21. jan. Í953. Séra Eiríkur Brynjólfsson jarðsöng. Nú héðan burt í friði ég fer ó, faðir, að vilja þínum. I hug er mér rótt og hjartað er af hörmunum læknað sínum, sem hézt þú mér Drottinn hægan blund ég hlýt nú í dauða mínum. Blessuð sé minning hennar. CHINA LONG CUCUMBER Óvið j af nanlegir vegna ferskra bragðgæða J>essi sérstseba niat- jurt getur or8iS 2ja feta há og 2—3 þuml- ungar í þvermál. •— Dökkgræn, mjallhvít og sterk. Þessi jurt þróast ávalt vei þrátt fyrir óblitt veöurfar; hún framleiðir ekki mikiö af fræi og þess vegna er vissara að panta snemma. Pakki 20c; únza 60c. póstfrí. ókeypis stór 164 bls. fræs- og ræktunarbók fyrir 1954 DOMINION SEED HOUSE GE0RGET0WN.0NT. a brand new Westinghouse Freezer by estimating how long a Westinghonse Lamp lasts Your guess is as good as anyone else’s. All you have to do is drop into the City Hydro Showrooms and make an estimate as to how long you think a STANDARD WESTING- HOUSE LAMP will burn. No obligation, nothing to buy! The normal estimated life of the lamp is 1000 hours, but it may burn much longer. The lamp was turned on at 12 NOON, THURSDAY, MARCH 4, so that the contest is already underway. The winner will be the persons whose esti- mate is nearest to the total number of hours and minutes that the lamp burns. What’s more, if your entry card is stamped showing you have made a purchase at the store during the contest, you will be elligible for an addi- tional premium prize . . . a new WESTING- HOUSE REFRIGERATOR, matching twin for the FREEZER. Full details of the contest are available at the City Hydro Showrooms. Come in and make an estimate . . . you may be the lucky person Cítt, Porlage Ave., easi of Kennedy Phone 96-8201

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.