Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ---- ------ . —— . .... PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Round. The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES WEDDINGS ; ON COUNTRY TRIPS FUNERALS , 67- ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. APRIL 1954 NÚMER 13 Um fiskimálin Á fimmtudaginn í fyrri viku yar fylkisþinginu slitið. Daginn aður flutti M. N. Hryhorczuk ykýrslu milliþinganefndarinnar 1 fiskimálunum; hafði hún inni að halda tilmæli og bendingar fil stjórnarnnar um breytingar a fyrirkomulagi fiskiútvegsins í U liðum, en síðasta þingdaginn iuttu íslenzku þingmennirnir, r- S. O. Thompson og Chris alldórsson skorinorðar ræður J!111 að stjórnin tæki þetta mál 11 afgreiðslu hið fyrsta. Enn- pmur tóku til máls G. P. en°uf, sem á sæti í milliþinga- n®fndinni, og Errick Willis. Urðu ekki frekari umræður um málið Vegna þess að tíminn var orðinn naumur. — Milliþinganefndin afði setið marga fundi um þing- lmann til að koma sér saman !*m innihald skýrslunnar; voru 'slenzku þingmennirnir ekki anaegðir með hana í öllum at- . um, en milliþinganefndin aifur í annað ár og geta þeir því aldið sínu góða starfi áfram í Pagu fiskimanna og fiskiútvegs- lns í heild. ^áum er kunnugt, hve mikið Verk nefndin hefir lagt á sig, án endurgjalds; nefndarmenn hafa a eins fengið ferðakostnað sinn §neiddan. Nefndin hefir haldið °Pinbera fundi (ekki 3 eins og Segir í Hkr.). Hún hélt fundi ?!eð fiskimönnum að Gimli, Werton, Oak View, Lundar, angruth, Camperville, Winni- peg°sis, The Pas, Dawson Bay ^ Moose Lake Settlement. egna fjarlægðar þessara staða at Lögberg vitanlega ekki flutt rasagnir af þessum fundum né ýrslur fiskimanna. (Dylgjur r’ Um að Lögberg hafi ekki rt skýrslur fiskimanna, vegna ess að I. J. sé ekki ant um hag imanna og hafi skrifað um a ið, aðeins frá sjónarmiði >>sPekulanta“, eru byggðar á vís- 1 andi ósannindum). |. ^ðgberg flutti frásagnir af ls imálafundunum, sem haldn- Q, Voru 1 Winnipeg 10. apríl, 5. ^ •> 10. nóv. og 12. jan.; enn- emur skýrslur eða útdrátt úr ýrslum, sem fluttar voru á f.esaum fundum af fulltrúum trj lfeta§anna> neytenda, Mani- a° a Pederation of Agriculture Co-operation, netakaup- 0 a°na> fiskimáladeildarinnar • Pað liggur í augum uppi, til rannsaka á nokkurt mál Öll 1^'tar’ verður að gera það frá t Ulri kliðum, ekki frá einni eða vieimur hliðum (eins og Hkr. hepern sa§f> miHiþinganefndin kliðu rannsakað málið frá öllum eins og skýrsla hennar jjeví_með sér, og rannsóknum ber þa nar er ekki lokið enn. Það len- í, en®lnn að óttast, að ís- Th^ U Þln§mennirnir, Dr. S. O. jjg^P3011 og Chris Halldórsson bri’ e^kl kag fiskimanna fyrir kiö°Sf-’ ^að voru kin bágbornu í h ^ flsklmanna, sem þeir höfðu n1á'j^a> ^egar þeir hreyfðu þessu Ur h ^ ^lngl 1 fyrra- eins °g ræð- Ye - 61rra bera ljósan vott um. ha„ f! n°kkuð gert til að bæta Um lsklmanna verður það þess- heimmi°nnum að þakka^ en ekki blað/1UlegUm °2 óbilgjörnum men krifUm: ættu Því fiski- þes n °§ MHr aðrir, sem vilja baj^ U mafi vek að fylkja sér að þeiro þessara manna og veita bpir attan þann stuðning, er ecir mega. Sk f Sfa milliþinganefndarinnar Nef: ncfin mælti með þessu: 1. Að fylkisstjórnin fari fram á að Manitobaháskóli og Mani- toba Federation of Agriculture and Co-operation sæki um fjárhagslegan stuðning frá sam- bandsstjórninni til þess að hefja fræðslustarfsemi meðal fiski- manna um samvinnu samtök þeirra á meðal. 2. Að ráðnir verði hagfræð- ingur og reikninga endurskoðari til að rannsaka verzlunar- og hagfræðilegar hliðar fiskiút- vegsins. 3. Að milliþinganefndin sitji annað ár í þeim tilgangi að at- huga skýrslur og tillögur ofan- greindra sérfræðinga. 4. Að upplýsingastarfsemi varðandi Manitobafisk — gæði, tegundir og matreiðsluaðferðir — verði hafin. 5. Að stofnað verði Manitoba Fisheries Board, er ráðgist um velferð fiskiðnaðarins og eigi þessir sæti í nefndinni: Tveir fuljtrúar frá Prairie Fisheries Federation; einn frá fiskifélagi, er skiptir við verzlanir í Mani- toba; einn frá packers; þrír fiskimanna fulltrúar frá Winni- peg-, Manitoba- og Winnipeg- gosisvötnum, og þeir aðrir full- trúar, er taldir eru nauðsynlegir. Ennfremur skal fulltrúi frá stjórninni sitja fundi nefndar- innar og verði fundir haldnir að minsta kosti einu sinni á hverj- um þremur mánuðum. 6. Að skipaður verði ráðherra, sem hafi einungis umsjón yfir Mines og Natural Resources deildinni (hefir nú einnig verka- máladeildina). 7. Að skipaður verði forstjóri, er hafi einungis umsjón yfir fiskimálaskrifstofunni (hefir nú einnig umsjón dýraveiða). 8. Að ráða fleiri sérfræðinga í fiskifræðum til að rannsaka (a) áhrif mismunandi möskva- stærðar á fiskistofninn (b) aðrar aðferðir til að veiða fisk (c) hryggningarsvæðin (d) fæðu fisksins o. fl. 9. Að leita skoðannna beztu fiskifræðinganna um gildi fiski- klaks og ef þeir álíta að það beri árangur að reisa þá fleiri fiskiklök við vötnin. 10. Að reyna að fækka Cor- morant-fuglinum við Winnipeg- osis. 11. Að netamöskvi sé af þeirri stærð, að í hann veiðist fiskur, sem er markaðshæfur, svo fram- arlega sem sá möskvi skerðir ekki fiskistofninn. 12. Að fiskurinn sé tekinn úr netunum áður en hann skemm- ist. 13. Að stjórnin taki í notkun möskvamælingartæki, sem er nákvæmt, hentugt og ódýrt, og að það sé Selkirk Net gauge. Við þennan lið nefndarálitsins gerði Erick F. Willis athuga- semd, enda er þessi liður mikil- vægur. Munu margir minnast ágreiningsins um möskvamæl- ingarnar veturinn 1952, þegar fiskimenn á Winnipegvatni voru sviptir mörg þúsund dollara virði af netum og síðan lögsóttir. Það er því áríðandi, að ekki einungis fiskideild stjórnarinn- ar sætti sig við ákveðið mæl- ingartæki, heldur og fiskimenn- irnir, netaframleiðslufélögin og netasölufélögin, þannig að allir þessir aðilar noti samskonar tæki við mælingar netjamöskva. — Mr. Willis sagði, að hér væri mælt með ákveðnu mælinga- tæki, en hann hefði séð annað mælingatæki — Allen gauge — og honum litist svo á, þótt hann væri ófróður 1 þessum málum, að það væri betra mælingatæki en Selkirk Gauge. Sagði hann, að sér skildist að fiskimáladeild sambandsstjórnarinnar notaði Allen gauge, ennfremur neta- félög i Canada og á Bretlandi; einnig hefði National Research Council mælt að nokkru með Allen gauge. Fór Mr. Willis fram á, að áður en ákveðið væri hvaða mælingartæki yrði tekið í notkun, yrði leitað frekari upplýsinga hjá Research Coun- cil, fiskideild sambandsstjórnar- innar og hjá netafélögunum — og hann hefði mátt bæta við — að leitað væri álits fiskimanna, því að vissulega hafa þeir vit á þessu máli og eiga mest undir því, að vel sé ráðið fram úr því, enda hafa þeir farið fram á oftar en einu sinni, að nákvæmt mæl- ingartæki yrði tekið í notkun, og er áríðandi að þeir sætti sig við það tæki, sem valið verður. — 14. Að stjórnin hvetji neta- framleiðslufélögin til að útvega þráð í netin, svo að möskvinn haldi sinni upprunalegu stærð eftir að netin eru tekin í notkun. 15. Að fiskideildin framfylgi stranglega reglugerðunum varð- andi möskvastærð og gæði fisksins. 16. Að einhver ráð verði fund- in til þess að netasölufélögin beri ábyrgð á því, ef þau selja net, sem ekki eru að möskva- stærð eins og fiskilög Manitoba ákveða. 17. Að tveggja ára lagfæring- artímabil sé ákveðið, og verði fiskimönnum leyft á því tíma- bili að nota þau net, sem þeir nú eiga, þótt þau mælist ekki vera algerlega lögleg möskva- stærð samkvæmt nýju mælinga- kröfunum. — Hinir þrír síðustu liðir sýna hve áríðandi er að nákvæmt mælingatæki verði valið og allir aðilar verði ásáttir um það, og noti sama tækið. — 18. Að ráðstafnanir verði gerðar til að greiða fyrir fiski- flutningi á landi og að vegur- inn, sem nú er verið að leggja frá Riverton til Matheson Island verði látinn sitja fyrir. 19. Að fiskiflutningsbátar af nýjustu gerð með hæfilegum kæligeymslum eru nauðsynlegir á Winnipegvatni. 20. Að eftirlit sé haft með hreinlæti í meðferð fisks á fiski- bátum og stöðvum, og að nægi- legur ís sé á fiskinum. 21. Að stjórnin hafi strangara eftirlit með fiskiflutningatækj- um til að tryggja gæði fisksins. 22. Að flokkun fisks sam- kvæmt gæðum sé aukin og fiski- menn fái vottorð um þyngd og flokkun fisks síns. 23. Að fiskifélögin beri sinn skerf af þeirri ábyrgð að fram- leiða og flytja úr landi góðan fisk. 24. Að slæmum fiski ætti ekki að blanda saman við fyrsta flokks fisk. 25. Að stjórnin reyni á allan hátt að fá fiskistöðvastjóra til að flýta höndlun fisksins og koma honum burt án tafar, helzt daglega, og engum fiskistöðva- stjóra sé veitt leyfi, nema að hann fylgi öllum hreinlætis- reglum við höndlun fisksins. 26. Að fiskideildin sé varkár, þegar hún veiti fiskileyfi og tak leyfin af þeim fiskimönnum, sem fylgja ekk reglugerðunum og senda skemmdan fisk. 27. Að fækka fiskileyfum þar sem það er talið nauðsynlegt. 28. Að stjórnin leyfi fiskiveiði með önglum á vetrum, ef fiski- deildin telur það ráðlegt. 29. að haft sé strangt eftirlit með fiskikaupmönnum, sem reka kaupmennsku sína aðeins um stundarsakir. 30. Að stjórnin geri ráðstaf- anir í þá átt að reist verði verk- stæði til að vinna fiskimjöl úr ruslfiski og fiskiúrgangi. 31. Að stjórnin borgi fyrir þá keilu, sem kemur í net fiski- manna á vertíðunum til að tryggja það að hún verði flutt í land. 32. Að fiskideildin geri ráð- stafanir til að drepa suckers og keilu á hrygningarsvæðum þess- ara tegunda. 33. Að numið verði úr lögum þetta ákvæði fiskilaganna: (Any dispute as to measurement shall be submitted to the Department of Mines and Natural Resources, Winnipeg, and the Director of Game and Fisheries, or such other person as the minister may designate, shall be the sole and final judge of such measure- ments). 34. Að önglaveiðin hefjist 1. júní á pickeral hrygningar- svæðunum og nágrenni þeirra. 35. Strangt eftirlit með öngla- fiskimönnum, þannig, að þeir veiði ekki meira en sinn skerf. 36. Að fara fram á það við fiskideild sambandsstjórnar að hún hafi fiskiskoðunarstöðvar nær veiðistöðvunum. 37. Að fjarlægum norðurvötn- um, þar sem ekki borgar sig að fiska, sé lokað. 38. Að fiskimenn fái afslátt á gasoline, sem þeir nota við veið- arnar. 39. Að starfsfólk fiskimála- deildarinnar sé borgað jafnhátt kaup og starfsfólki annara deilda stjórnarinnar. 40. Að ráðstafanir séu gerðar til að varna saurgun á vötnum og ám. ☆ — Nokkrar spurningar koma fram í huga manns eftir að lesa skýrsluna: Er fiskimáladeildin rekin eins og einkafyrirtæki, þannig að rekstur hennar verði að bera sig fjárhagslega? Það virðist sem að starfsfólki þessar- ar deildar hafi verið greitt lægra kaup en starfsfólki annara deilda stjórnarinnar; eru engar reglur varðandi kaup í civil service? Ennfremur — fiski- menn verða að gjalda deildinni mikið fé fyrir mörg og dýr leyfi; væri fróðlegt að bera saman verð á fiskileyfum hér og i öðrum fylkjum landsins. Ef halli er á rekstri stjórnardeilda, fá þær þá ekki fjárframlag úr sjóði fylkisins? A suðurhluta Winnipegvatns er leyfilegt að nota 3 %" og 414" möskva til pickeral veiða á haustin. Samkvæmt skýrslu Kooymans fiskifræðings veiðist lítið sem ekkert af sauger í þessi net; samt sem áður eru flutt inn öll ósköpin af sauger á haustin. Fiskimenn hljóta því a5 nota sauger netin sín 3" möskva, enda segja þeir, að þeir geti ekki lifað á því, sem þeir veiða í þessa stærri möskva, og það sagði fiskifræðingurinn líka. Og því er fiskimönnum goldið miklu minna verð fyrir sauger á haustin en á vetrin? Er það gert í skjóli þess, að hann er þá ólöglega veiddur? Væri ekki rétt að lögleiða sauger net á haustin, fyrst þau eru almennt notuð og gera þannig atvinnu- veginn heiðarlegan? Það virðist lítið bæta úr þótt fiskieftirlitsmenn stingi sér nið- ur hér og þar og hrifsi net af fiskimönnum, enda eru fiski- menn ekki einir í sökinni; þeir sem kaupa smáfiskinn af þeim, eru líka sekir. Og hver ákveður hvaða fiskimaður skuli verða sviptur netum í það og það skiptið? Og hvað hefir fiski- máladeildin gert við öll þau net, sem tekin hafa verið af fiski- mönnum? Þetta netatap hefir kostað fiskiútveginn þúsundir dollara. Og nú, ef slaka á til með mælingar á netum, sem hú eru í notkun, í tvö ár, verður þeim lögteknu netum, sem eru sömu möskvastærðar, skilað aftur til fiskimanna? —I. J. Amerískur háskóli helgar íslandi skemmtiskrá Skemmtiskrá, sem sérstaklega var helguð íslandi, fór fram á allsherjar samkomu kennara og nemenda háskólans Midland College, í Fremont, Nebraska, mánudaginn þ. 22. marz. Flutti prófessor Herman Gimmestad, forseti enskudeild- ar skólans, erindi um Island, landið, þjóðina og menningu hennar, og sér í lagi um íslenzk- ar bókmenntir, en hann er lær- dómsmaður mikill og ber hinn hlýjasta hug til íslands. Á hann ekki langt að sækja það, því að faðir hans, er var norskur prest- ur í Bandaríkjunum, var mikill íslandsvinur. Inn í erindi sitt fléttaði pró-v fessor Gimmestad upplestur á völdum köflum úr Njáls sögu og Laxdæla sögu og af kvæðunum „Norðurljós" eftir Einar Bene- diktsson og „Ég sigli í haust“ eftir Davíð Stefánsson, sem dr. Richard Beck hafði talað á segulband að sérstakri beiðni prófessorsins, er jafnframt las leskaflana og kvæðin í enskri þýðingu. Eitt leppríkið enn 1 lok fyrri viku bárust þær fregnir frá Moskvu, að rússnesk stjórnarvöld hefðu veitt Austur- Þýzkalandi fullkomin ríkisrétt- indi og var þessi yfirlýsing gerð með hjartnæmum orðum og á hátíðlegan hátt; þó fylgdj sá böggull skammrifi, að öflugt, rússneskt setulið yrði framvegis í landinu um alveg óákveðinn ííma. Ríkisstjórnir Vesturveldanna voru á einu máli um það, að nýjung þessa bæri aðeins að skoða sem vanalega kommún- ista blekkingu og annað ekki; enda þarf engum blöðum um það að fletta, að Austur-Þýzka- land verði máttlaust leppríki, kúgað og mergsogið að vild rússneskrar hernaðarklíku. íslendingur verður úti Sá sviplegi atburður gerðist í fyrri viku, að íslenzkur bóndi, 27 ára að aldri, Andrés Guð- mundur Kelly, varð úti nokkrar mílur norðan við Selkirk; var hans saknað á miðvikudaginn í fyrri viku, en á sunnudaginn fanst lík hans á landareign ná- granna hans; veður var kalt og hryssingslegt áminstan mið- vikudag og maðurinn að sögn án verulegra skjólfata. Tveir bræður, Magnús og Andrés Kelly, eiga bújörð skamt norður af Selkirk, o^ mun hinn látni hafa verið sonur Andrésar, þó Lögbergi sé ekki að fullu kunnugt um fjöl- skylduna. Frú Theodóra Thoroddsen lótin Hinn 23. febrúar s.l., lézt í Reykjavík frú Theodóra Thor- oddsen rithöfundur 91 árs að aldri; hún var ekkja hins kunna stjórnmálaskörungs Skúla Thor- oddsen, sýslumanns, ritstjóra og alþingismanns; frú Theodóra var væn kona yfirlitum, háttvís og drengur góður svo sem mælt var forðum um Bergþóru á Bergþórshvoli; hún var mikil eiginkona, mikil móðir og mikil að tíguleik og andlegri göfgi. Frú Theodóra unni þjóðlegum fræðum og sjálf var hún hlýr rithöfundur svo sem þulur hennar meðal annars bera svo ljós merki um. Sigvaldi Nordal látinn Síðastliðinn mánudag lézt í Selkirk Sigvaldi Nordal ættaður úr Húnaþingi, 96 ára og 6 mán- uðum betur að aldri, kunnur dugnaðarmaður og óbrigðull vinur vina sinna; hann var föður bróðir Dr. Sigurðar Nordal sendiherra Islands í Kaup- mannahöfn. Sigvaldi var þríkvæntur og hann lætur eftir sig 5 börn auk þriðju konu sinnar frú Elínar Kjartansdóttur prests Einars- sonar að Holti. Útför Sigvalda var gerð í gær frá kirkju Selkirksafnaðar. Séra Sigurður Ólafsson jarðsöng. Vonandi verður þessa lífs- glaða öldungs frekar niinst áður en langt um líður. , ✓ Ur borg og bygð Síðastliðinn sunnudag lézt að heimili sínu, Ste. 10 Pasadena Court hér í borginni Mrs. Flóra McQueen, ekkja Dr. Johns D. McQueen, er lézt 1948. Hún var útskrifuð í hjúkrunarfræði af Winnipeg General Hospital og tók jafnan virkan þátt í þeim samtökum, er ganga undir nafn- inu Victorian Order of Nurses. Mrs. McQueen var fædd á Gimli og voru foreldrar hennar hin kunnu merkishjón Capt. John Stevens og frú Jóhanna Stevens, er mjög komu við sögu land- náms íslendinga við Winnipeg- vatn; hin látna lætur eftir sig eina dóttur, Mrs. R. W. Keyes í Toronto og tvö barnabörn; einn- ig lifa hana fimm bræður: John, Norman, Helgi og Clifford til heimilis á Gimli og William Stevens að Grand Marais, Man. Útförin var gerð í gær frá Thompson’s Funeral Chapel. — Rev. A. R. Huband jarðsöng. Líkmenn voru fyrnefndir fimm bræður hinnar látnu og Joseph Stevens. Jarðsett var í Elmwood grafreit. ☆ Mr. Barney Eggertsson, kaup- maður frá Vogar, var staddur 1 borginni í fyrri viku ásamt frú sinni og syni. ☆ A meeting of the Icelandic Canadian Club was held in the lower auditorium of the First Federated Church, Banning St., March 22nd. There was a short business meeting, at which honoary life mebership in the club was voted to Hon. Byron Johnson and Mrs. Laura Goodman Salverson. The rest of the evening took the form af a social, with Mrs. A. Vopnfjord, convener of the social committee, in charge. There was excellent entertain- ment, with a varity of games, cards, and dancing, and there were the traditional good re- freshments. —W. K. ☆ Hr. Þráinn Þorleifsson frá Reykjavík kom hingað til borg- ar á föstudaginn flugleiðis frá Jslandi og New York. Hann var á leið vestur til Tantallon, Sask. ☆ Mrs. Robertson frá Moose- horn, Man., var stödd í borginni á föstudaginn. ☆ Gefið af Kvenfélaginu Eining, Lundar, Man., í Blómveigasjóð Þórðar Backmans $5.00 í kærri minningu um Lúðvík A. Torfa- son, Lundar, Man., dáinn 19. janúar 1954. Með þakklæti, Kvenfélagið Björk ☆ Stúkan HEKLA I. O. G. T. heldur næsta fund sinn þriðju- daginn 6. apríl kl. 7.30 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.