Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. APRÍL 1954 Efíir ÓLAF GUNNARSSON frá Vík í Lóni heir^ al/^S ^að er sem sjai ot an Dr. Olof Lagercrantz þekktasti bókmenntafræðingur Svía í hópi yngri manna skrifaði m. a. þegar Par Lagerkvist fékk Nóbelsverðlaunin: „Hann minn- ist alls yfir mikla fjarlægð. Allt sem litlu máli skiptir, allir smá- munir og ytri viðburðarás er horfn. Eftir eru einfaldir en miklir hlutir. Morgunninn með dögg á fótum. Rökkrið með sína eyðingartilfinningu. Gömul móð ir sem skrifar syni sínum bréf. Drengur, sem gengur með föður sínum fram með járnbrautarlín- unni. Musteri á grískum kletti. Og hvarvetna sterkur gustur, eitthvað, sem minnir á umrót.“ Þegar á æskuárum varð Lager kvist miklil aðdáandi Strind- bergs og telja sænskir bók- menntafræðingar að Lagerkvist sé veglegasti arftaki Strindbergs hvað glæsilega meðferð sænskr- ar tungu snertir. Vitað er að tungan er Lagerkvist mjög hjart fólgin. Segir frú Gun Nilsson í grein, sem hún birti í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 1952 að Lagerkvist sé ástríðufullur formleitandi. Vil ég benda þeim, sem hafa hug á því að kynnast Lagerkvist nánar á þessa grein. Því hún mun vera eitt hið veiga- mesta, sem um höfundinn hefur verið skrifað á íslenzku, auk greinar eftir Dr. Ólof Lager- crants, sem birtist í Akranesinu s. 1. sumar. Lagerkvist hefur eins og mörg um öðrum andans mönnum ver- ið hugleikið að reyna að finna einhvern ákveðinn tilgang með lífinu, en hann hefur ekki fund- ið þennan tilgang. Hin árangurs- lausa leit hans kemur greinilega fram, þegar hann lætur fólkið flykkjast upp til guðs til þess að spyrja hann hvers vegna hann hafi skapað það. En guð getur ekki veitt neitt fullnægjandi svar. Eigi að síður lætur Lager- kvist hann svara svo óendanlega fallega að jafnvel mestu trú- menn munu fyrirgefa höfund- inum að láta fólkið fara í þetta óvenjulega ferðalag. Hann læt- ur guð segja, að hann hafi skap- að börnin eitt sinn þegar hann var hamingjusamur og að hann hafi alltaf skapað í kærleika. Lengi vel trúði Lagerkvist því að fólk væri í raun og veru gott en það spilltist vegna raunveru- leikans í mannlífinu, sem sé járn blóð og illmenska. Hver undir- rót þessara illu afla sé kemur þó naumast nógu greinilega fram hjá höfundinum. Váleg tíðinda urðu þess vald- andi að Lagerkvist skipti um skoðun. Árið 1933 brauzt Hitler til valda í Þýzkalandi og allur hinn menntaði og humanistiski heimur hlustaði með angist á voðafregnir þær, sem bárust úr ríki hins geðsjúka mahns. Par Lagerkvist var m e ð a 1 hinna fyrstu sem hófu merki andstæðinganna. I smásögunni „Böðullinn," sem b r á 11 var breytt í áhrifamikið leikrit slöng vaði hann glóandi bannfæringu beint framan í harðstjórnarvald samtíðarnnar eins og Olof Lager crantz komst að orði í áður- nefndri grein um Lagerkvist. Maðurinn, sem fram að þessu hafði verið lítt þekktur nema í röðum virkilegra bókmennta- manna var nú eins konar for- söngvari allra Svía sem þorðu og vildu rísa gegn þeim ósköp- um sem voru að gerast sunnar í álfunni. Þ e g a r herir Hitlers höfðu lagt undir sig bæði Dan- mörku og Nóreg herti Lager- kvist hina andlegu gagnsókn sína m. a. kemur reiði hans og harmur yfir því, sem gerzt hafði greinilega fram í kvæðinu „Det sörjande Norden,“ sem m.a. hef- ur verið birt í bókinni „Nordens stamma.“ Með bókinni Dvergurinn, sem kom út 1944 var sigur Lager- kvists einnig meðal almennings alger. Ef til vill hefur bókin hlotið sérstakar vinsældir vegna þess að ófriðurinn var þá í al- gleymingi og dvergurinn, sem var tákn alls þess sem Lager- kvist hatar mest, smásálaskap- inn, tortryggnina og mannhatrið átti a. m. k. í hugum fólksins all- skylt við hinn mikla einvald Þýzkalands, þótt margt fleira komi til greina í þessu mikla verki. Par Lagerkvist hefur aldrei fjallað um smámuni í bókum sínum. Hann hefur gruflað í mestu vandamálum mannlegs lífs, en að vonum hefur hann ekki alltaf fundið það ,sem hann hefur leitað að. Hann er hinn mikli einbúi í bókmenntunum, hann er engum öðrum líkur. Hann lætur sig hylli fólksins Nóbelsverðlaunahöfundurinn Par Lagerkvist ^ar Lagerkvist fæddist árið r891 í smábænum Vaxjö í Sví- pjóð. Faðir hans var verkstjóri a járnbrautarstöð bæjarins og jó fjölskyldan í stöðvarhúsinu en þar voru líka skrifstofur og veitingasalur þar sem fólk kom °S fór svo að segja allan sólar- nringinn. Foreldarnir voru ákaflega trú- r®kin. Þegar þau voru háttuð á völdin lásu þau sitt í hvorri iblíunni, en aðrar bækur en . lían munu hafa verið heldur sJaldséðar á heimilinu. Þau höll- n ust að þeirri trúarstefnu, sem ölluð er „indre mission“ á Norð nrlandamálum en mun vera ahað heimatrúboð á íslenzku. Heimatrúboðsmenn líta alvar- egum augum á marga hluti t. d. ^lja þeir syndsamlegt að spila a spil, fara í kvigmyndahús, ansleikir eru algerlega for- °ðnir og flestar bókmenntir, fein ekki fjalla um trúmál lítt Pokkaðar. Sú alvarlega lífsskoðun, sem elst i slíkri trú hafði að öðrum Præði mikil áhrif á Par litla, lr>s vegar var gleðin og glaum- nrinn í veitingasalnum og létt- yndið hjá afa og ömmu, sem voru bændur í nágrenni Vaxjö. essi andstæðu öfl toguðust á Urn bug hans og hefur sú tog- s roita haft svo mikil áhrif á ann, að hennar gætir í svo að Segja hverri einustu bók sem ann hefur skrifað. Að vísu rauzt hann undan heimatrú- oðsvaldi foreldranna, en jafn- ramt lítur helzt út fyrir, að ann sé að friðþægja fyrir þá uPPreisn með skrifum sínum. Þótt áhugi fyrir menningar- ^alum væri lítill á bernsku- ejmilinu fékk Par að fara í f °ia og Ijúka stúdentsprófi, að PVi loknu var hann ákveðinn í , að gerast rithöfuhdur, þótt SU. ,leið væri hvorki líkleg til Jótrrar frægðar né sjálfstæð- Um hríð fékk hann að búa la bróður sínum, sem var kenn- arj ,og telur Lagerkvist, að að- °Ó sú sem bróðirinn veitti hon- aa hafi á margvíslegan hátt aH mikla þýðingu fyrir hann. ennaralaun bróðurins forðuðu °num frá því að líða skort á e>® tíma sem rithöfundarstörf- ^ báfu lftið eða ekkert í aðra ond 0g auk þess kynntist hann eoal skólabræðra bróður síns roskaðri mönnum en mennta- K°lapiltarnir voru, sem Lager- vist hafði kynnzt í skóla. t lns °g ég gat um áðan hafði hhf foreldranna mikil á- höf ^ ^ar Hagerkvist sem rit- ig° Untl' A.ð vísu sagði hann skil- við barnatrú sína meðan hann var { , alrt • menntaskola og hefur rei tekið hana aftur. Hann lenellar almáttugum guði en ^ess 1 sla® óberzlu á að Orn , guð kærleikans. En hon- s ^nr okki eins og mörgum, ekk.at ýmsum ástæðum telja sig kir/. §eta aðsyllzt kenningar ^ í^unar eins og þær eru al- ek^ínl; boðaðar. Hann gerðist 0 , , andstæðingur trúarinnar }1yjj.elrra sem trúa. Þvert á móti ga lf,bann hina barnalegu og vefnr/nlslausu lru °S telur jafn að h ■ æslíilegt sé að fólk keppi ^OÓU e®last IHsskoðun, sem Ör . at trúarvissu og trúar- ■ by^a vera sú skoðun aila^lst.a Pví að Lagerkvist telji ófupu^°J^ann of veikgeðja og áfön .om.inn til þess að standast bjar„f-íSlns’ an Þess öryggis sem í bh^ elnlæS trú veitir. eten <, lnni -Gast hos varkligh- Ujjj\’ ttJestur hjá veruleikan- han ’Sum Út kom árlð 1925 tysir mei t ernskuumhverfi sínu svo að v-nrale®a’ ebki er um það barða1 að bann hefur háð hann Salraena baráttu áður en öygHð'SSgðÍ sbiHÖ við fornar róttaab^ k®imiiisins °g gerðst aldrej Ur a vissan hátt, þótt kveði Verðl hann dreginn í á- Um ^ijb bvorki í bókmennt- bók q6 stiórnmálum. 1 þessari leende§t“eim bóklnni ”Det eviSa viÖfeð • ^DrosiÖ eilífa) kemur skýrt ^11 ,°g fjarsýn höfundarins litlu skipta, en hann sendir því boðskap í bókum sínum. Fyrsta ræðan, sem hann hélt opinber- lega var ræðan, sem hann hélt þegar hann var gerður meðlimur sænsku akademiunnar. En oln- bogabörnum mannfélagsins gleymir hann aldrei. Maðurinn á að vera stríðandi andi, sem berst fyrst fyrir því að komast burt úr þessum spillta heimi, en á þann hátt að gera heiminn betri. Og þótt Lagerkvist trúi ekki á guð á sama hátt og biblíutrúarmenn, þá er það honum heilagt mál að leggja áherzlu á að til sé kær- leiksrík vera ,sem hjálpi mönn- um eftir beztu getu á leið þeira inn í betri heiim — SUÐURLAND Björg Jörundsdóttir Grímsson Mánudaginn 4. janúar s.l. and- aðist Björg Jörundsdóttir, kona Valdimars Grímssonar í Van- couver, eftir stutta en þunga legu þar í borginni. Björg sál. fæddist í Búrfelli í Hálsasveit í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu á íslandi. — Foreldrar hennar voru sæmdar- hjónin Jörundur Sigmundsson og Auður Grímsdóttir. Var hún því í móðurætt komin af hinni velþektu Grímssonaætt, sem hr. Guðmundur Grímsson, hæsta- réttardómari í Blsmarck, N.D., er kominn af. Voru þau Guð- mundur dómari og hún syst- kynabörn. Björg fluttist til Ameríku með móður sinni og stjúpföður Þórði Gunnarssyni árið 1882. Settust þau að 1 Garðarbygð í Norður-Dakota, þar sem eitthvað af nánum ætt- ingjum þeirrá var þegar búsett. Árið 1898 giftist Björg í On- tario, Canada, Stearne Tighe, canadiskum manni. Dvöldu þau þá fyrst í stað á ýmsum stöðum 'í Manitobafylki, þar sem. hann stundaði atvinnu sína hjá járn- brautarfélagi einu. I þjónustu þess félags fluttust þau síðar til Saskatchewan og dvöldu þar á ýmsum stöðum og síðast í Saskatoon, Sask. Þar stóð heim- ili þeirra, þegar eiginmaður hennar dó, þó að hann væri á ferðalagi þegar andlát hans bar árið 1938. Þeim Tighe-hjónunum varð ekki barna auðið. En þau tóku til fósturs systurson hennar, Skarp- héðinn Tighe. Gengu þau hjónin honum í foreldrastað og ólu, hann upp í mikilli ástúð. Hann lézt einnig á undan fósturmóður sinni. Eftir lát eiginmanns síns bjó Björg sál. áfram á heimili sínu í Saskatoon, þar til að hún giftist seinni manni sínum, Valdimar Grímssyni frá Mozart, Sask., 16. nóvember 1942. Fljótlega þar á eftir fluttu þau hjónin til Van- couver, B.C., og bjuggu þar síð- an, þar til andlát hennar bar að, eins og þegar er sagt. Lifir Valdimar Grímsson konu sína og syrgir hana, ásamt öðrum ástvinum og ættingjum. Björg sál. á tvö hálfsystkini á lífi, þau Kristínu konu Gunnars J. Guðmundssonar og Þórð Gunnarsson, sem eru bæði bú- sett í Vancouver, B.C. En tvær alsystur Bjargar eru látnar, þær Guðrún Helga Friðriksson, um langt skeið búsett í Winni- pegosis, og Guðrún Thordarson, sem bjó síðast um langt skeið í Mozart ,Sask. Eins og vikið var að, var Björg sál. vel ættuð, enda var hún vel gefin kona og myndarleg í alla staði. Hún var mikilsmetin og vinsæl af þeim, sem þektu hana. Hún var dugleg, sístarfandi og í raun og veru regluleg hetja. Fé- lagslynd var hún og uppskar á- valt mikla ánægju af því félags- lega starfi, sem hún gaf sig að. Ótalin munu þau spor vera, sem hún fór til liðsemdar og hug- hreystingar bæði vinum, vanda- mönnum og öðrum, sem eitt- hvað áttu bágt og voru þurfandi hjálpar og hughreystingar. Og þau verk, sem hún vann slíkum til hjálpar voru mörg og í góð- hug unnin. Ástrík var hún sín- um nánustu ávalt. Nú hefir hún verið kölluð Björg Jörundsdóttir Grímsson héðan til landssælunnar fyrir handan, og hana syrgja hér eiginmaður, aðrir ástvinir og ættingjar. Blessuð sé minning hinnar látnu. H. Sigmar Business and Professionai Cards Neskaupsfaður . . Framhald af bls. 2 reistur myndarlegur barnaskóli, vegir lagðir um bæinn, byrjað á vatnsveitu, rafstóð byggð 1928, síldarbræðslu komið upp, einnig komið upp s júkrahúsi. Á þess- um árum reistu Góðtemplar samkomuhús og Kvenfélagið Nanna lét gera lystigarðinn. — Togaraútgerð fyrir atbeina bæj- arins var reynd á þessum árum, en sá atvinnurekstur stóð ekki lengi, 2-3 ár. Hin síðari ár hafa framkvæmd ir af bæjarins hálfu verið litlar aðrar en bæjarútgerð, sem áður hefir verið drepið á. Efnahagur alménnings hefir lengstum verið hér all góður. Sparisjóður Norðfjarðar, er stofnaður var fyrir atbeina nokk urra manna 1920 hefur staðið af sér öll fjárhagshret og safnað á- litlegum varasjóði. Segja má að bæjarbragur að því er snertir sambúð manna og dagleg viðskipti hafi verið góð- ur, en sú háttvísi, er þar hefir verið ráðandi ,sé arfur frá þeim t í m a er kaupstaðurinn var hreppur. Má segja að þessi arfur hafi verið vel varðveittur hing- að til. Deilur innanbæjar hafa yfirleitt ekki farið þannig fram, að mannskemmandi væru. Þessi tímamót í sögu Neskaup- staðar gefa tilefni til margskon- ar hugleiðinga og margur mun spyrja: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg.“ Ég, sem þetta rita, svara þess- ari spurningu játandi, þegar ég lít yfir þetta 25 ára tímabil sem heiíd. Árna ég Neskaupstað allra heilla á þessum afmælisdegi. — MBL. 2. jan. Til sölu No. 2 Argeniine Rape fræ 10 cents pundið. J. MOYNHAM, Culross, Manitoba You’ll save a lot of worry, With the way prices are today; If you pick your cakes and dainties, From Aldo’s great display. ALDO'S BAKERY 613 Sargent Ave. Phone 74-4843 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Wlnnipeg PHONE 92-6441 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation S32 Simcoe St. Winnipeg, Man. J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. út- vega peningal&n og elds&byrgB, bifreiCa&byrgð o. s. frv. Phone 92-7538 SEWING MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Portage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 SARGENT TAXI \ PHONE 20-4845 For i^uick, Reliable Service Dr. ROBERT BLACK Sérfræ8ingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-3794 DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.01 p.m. Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Thorvaldson, Eggertson, Basiin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Hafið Höfn . < huga Heimili sólsctur barnanna, Icelandic Old Folks’ llnme Soc-, 3498 Osler St., Vancouver, B.C. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations with- out obligation, write, phone or call 302-348 Main Sireet, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware” Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. SERVICE AUTOMOTIVE Exclusive Hillman Distribuiors Sargent & Home Ph. 74-2576 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur ötbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SlMI 74-7474 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouqueta, Cut Flowers, Funeral Designs. Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-0753 Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Lesið Lögberg Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone 92-3561 SELKIRK METAL PROBUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hita frá aC rjúka út meC reyknum.—BkrifiC, simlC til KELLT SVEINSSON »25 Wall St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-5227 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all its branchea Real Kstate - Mortgages - Rentals 21# POWER BUILDING Telephone 93-7181 Ret. 48-3480 LET US SERVE YOU EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Elgandi ARNI EGGERTSON Jr. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONR 92-4624 Van's Etectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFTAT Phone 3-48S-0

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.