Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. APRÍL 1954 7 Farmi bjargaS úr kaupfari sem fórst fyrir 2200 árum Marseille er næst stærsta borg 1 ^rakklandi og hefir verið mikil verslunarborg síðan á 6. öld f. • Uti fyrir höfninni er eyaklasi °g eru þar mestar eyar Maire, arron og Riou. Austast er klett- Ur nokkur, sem nefnist Grand ongloué og er hann alla vega sorfinn af vindum og brimi. Hyl- Jupt er alls staðar við klettinn. í Marseille átti helma kafari, sem hét Christianini. Hann hafðí engið sér hinn nýja kafbúning, sem nefndur er „Aqualung“ (eða vatnslunga). Er það sérstakur ofuðbúnaður og súrefnisgeym- lr. sem menn binda á sig og hafa SVo stóra fit á fótum. Með þess- Um ótbúnaði Ifefa þeir á sundi °g geta komizt talsvert djúpt og verið lengi í kafi. Christianini gerði sér það að atvnnú, að kafa e tr ýmsu á hafnarbotni innan ®yana. Einu sinni var hann of jOngi í kafi og var aðeins með Msmarki þegar honum var Jargað. Var hann þegar fluttur 1 sjúkrahús og hafður þar í stall- Unga í tvo sólarhringa. Lífi hans Var bjargað, en hann varð að vera tvo mánuði í spítala. Lækn- lr nokkur sem Dumas heitir kom Par daglega til hans og fór ristianini þá að segja honum ra köfunarferðum sínum. Hann ®agði meðal annars frá því, að ngrynni væri af kröbbum við 1 un§i°ué klettinn. Þar væri um feta dýpi og krabbarnir . eiciu S1g rétt fyrir ofan leirker- m. Leirkerin? Læknirinn, sem e lr mikinn áhuga fyrir forn- eifa rannsóknum, kipptist við. ann fór ag spyrja kafarann ^Pjörunum úr. Og þá komst ann að því, að þarna mundi vera flak af ævagömlu skipi og armur þess mundi að mestu eyti hafa verið leirker. ®n hvaða skip gat þetta verið? að var ekki fyr en eftir argra mánaða rannsóknir og i°rgun á farmi skipsins, að enn þóttust geta svarað þess- ri spurningu með n o k k u r r i Ssn- Saga skipsins, eins og °rnfræðingar hafa tekið hana aman, eftir allskonar líkum og ^ngulegum heimildur, sýnir vel e iangt menn eru komnir í Peirri vísindagrein. Sagan er auk þess allmerkileg og skal því ,ugo hér, áður en lengra er hald- a ,er hverfum þá aftur í aldir, u° arunum 250-240 f. Kr. Þá var Ppi voldugur kaupmaður í bóH1 6r ^esflus hét. Hefir hann s sv° merkilegur maður, að h gnaritarinn Titus Livy getur söns hvað eftir annað. Á frá- irgn.Livy ma sjá, að Sestius hef- dpuj 'iramt verið „fimmtu her- s°nd armaður-<< Slíka menn ý du Rómverjar þá til hinna j£.su iarMa við Miðjaðarhaf og þeU ^a faka sér þar bólfestu til ,jr !,að undirbúa innrás og yfir- i uun Rómverja. Þessi Sest- 0s ,°h ser bólfestu á eynni Del- he/ ^riiíklandshafi. Var þetta hef?.e^’ Því að talið var að þar Ver 1 APollo fæðst. Var þarna Hie! Un mikil og siglingar og al- §e .. velsæld. Segir Livy að °g f1US Laii reisi; þarna vandað stað^^rt kús handa sér á bezta Rr*V°^að hklega árið 240 f. e a þar um bil, að Sestius sendir stórt skip frá Delos til Marseille. Var það að miklu leyti hlaðið grískum vínum, sem voru á leirkerum og mun hvert ker hafa vegið um 50 kg. Vín- farmur þessi var á botni skips- ins, og átti það svo að bæta við sig farmi á höfnum á leiðinni. Skipið var svo stórt, að engar líkur eru til þess að því hafi ver- ið róið, og gefur það nokkuð aðra hugmynd um skipasmíðar á þeirri öld, heldur en menn höfðu gert sér í hugarlund eftir fornum skipamyndum. Fyrsti áfangi leiðarinnar var á milli grísku eyjanna og höfðu skipverjar þar landsýn á bæði borð. En er eyjunum sleppti tók við hættulegasti kafli leiðarinn- ar, yfir opið haf, þar sem hvergi sást til landa í allt að því þrjár vikur, ef byr var ekki hagstæð- ur. Fyrsta landsýn var suður- oddi Italíu og svo var haldið vestur um Messinasund og síðan var haldið með ströndum fram. Fyrsta viðkomu höfn var þar sem Neapel-borg stendur nú og þar hefir skipið tekið mikið af svartlakkeruðum borðbúnaði, sem Grikkir framleiddu þá í stórum stíl í ítalíu. Þessum farmi hefir verið hlaðið ofan á vínkerin. En þar var einnig tekið nokkuð af háum og mjóum rómverskum leirkerjum fyllt- um af Latiu-víni. Sennilega hef- ir sú vínsending verið frá Lucius ••Titus, sem þá hafði geisimikla vínrækt á Sabinahæðum. » Skipið var nú fullhlaðið og jafnvel ískyggilega mikið hlaðið til þess að sigla hina löngu leið til Marseille. Þó hefir það kom- izt þangað, en rekizt á Con- gloué-klettinn og sokkið með öllum farmi. Það hefir sigið niður á réttum kili meðfram lóðréttum klettaveggnum. Senni lega hefir það rekizt í klettinn á leiðinni niður og brotnað eitt- hvað og snúizt við, því að stefnið snýr til hafs, en skuturinn upp að klettinum. Liggur það þar á snarhallandi kletti, svo að 112 feta dýpi er þar sem skuturinn er, en 140 fet við stefnið. Og þarna hefir skipið svo legið í 22 aldir og liðast sundur, en farm- urinn var þar í hrúgu. í ÁGÚSTMÁNUÐI 1952 var ver- ið að gera út leiðangur til þess að rannsaka gamalt skip, sem fundizt hafði á sjávarbotni hjá eynni Maire. Hafði leiðangur þessi til umráða 'rannsóknarskip, sem heitir „Calypso". Hafði það verið að rannsóknum í Rauða- hafi veturinn áður. En nú var snúið við blaðinu og haldið til Congloué til þess að rannsaka þessar fornminjar, sem Christi- anini hafði fundið. Hefir síðan verið unnið stöðugt að björgun þessa gamla farms, og er það ekkert smáræði, sem þar hefir fundizt. Kafarar hafa verið sendir niður að skipsflakinu til þess að safna saman diskum og leirkerum og koma þeim fyrir í stórum netjapokum, sem síðan eru dregnir upp í skipið. Hefir fjöldi kafara unnið að þessu. En auk þess var gerð öflug dæla og sett niður á sjávarbotn og með henni er dælt upp leir og botn- gróðri, sem safnast hafði að skipinu á þessum langa tíma, sem það hefir legið, og fylgja þá CHICKS FOR PROFIT Approved 100 50 25 519.00 $10.00 $5.25 31.00 16.00 8.25 20.00 10.50 33.00 17.00 5.50 8.75 R.O.P. Sired 100 50 25 18.50 36.00 20.00 33.00 20.00 33.00 20.00 33.00 R.O.P. Bred 100 50 25 $20.00 39.00 21.50 36.00 21.50 36.00 R.O.P. Bred Chicks Are the kind that really lay And give you a better profit For the money that you pay. April Delivery 5.00 3.00 2.00 18.00 9.50 5.25 May Delivery 6.00 3.50 2.00 20.00 10.50 5.50 farmers# CHICK HATCHERY lOSn »» . Phone 59-3386 00 Mam Street Winnipeg. Man. með ýmsir smámunir, sem köf- urunum getur hæglega sézt yfir. Búast menn jafnvel við að geta á þennan hátt fundið pen- inga, en af þeim má sjá, hvenær þeir hafa verið slegnir og tekur það auðvitað af allan vafa um aldur skipsins, ef þess gerðist þörf. Það er svo sem enginn hægð- arleikur að fást við björgun farmsins. Á 140 feta dýpi geta kafarar ekki unnið nema 17 mínútur í senn, og ef þeir kafa oft á dag, eiga þeir á hættu að verða ruglaðir, eða dofna upp af kulda. Og ef þeir eru of lengi í kafi, er lífi þeirra hætta búin, enda fórst einn þeirra á þann hátt. En það er af nógu að taka þar sem farmurinn er. Þar eru þúsundir muna, en aðallega þó vínker. Eitt ker náðist upp þann- ig að það var enn fullt af vínj, því að tappinn hafði ekki hagg- ast í því. Leiðangursmönnum lék mikil forvitni á því að vita, hvernig svona gamalt vín væri á bragðið. Þeir tóku því tappan úr kerinu og supu á leginum. En drykkurinn var þá orðinn ban- vænn og voru þeir. fljótir að spýta honum út úr sér aftur. Forstjóri leiðangursins, Jaques- Yves Cousteau, sá mikið eftir þessu óðagoti, því að þeir hafa ekki fundið fleiri ker með vini. Hann nagar sig í handarbökin fyrir það að hafa ekki farið með kerið óhreyft til efnarannsókn- arstofu og látið rannsaka inni- haldið. En það var um seinan að gera þa$ eftir að kerið hafði verið opnað, því að um leið og loft komst að drykknum, breytt- ist hann mjög. Svo hefir farið um fleira, t. d. spýtur úr skip- inu. Þótt þær sýnist heillegar, þegar þær koma upp úr sjónum, flagna þær og molna niður, ef loft nær að leika um þær nokkra stund. Mest hefir fundizt af leirker- um og eru þau af ýmsum gerð- um. Allar þessar gerðir höfðu áður fundizt, en vísindamenn höfðu haldið að þær væri frá ýmsum tímabilum. Þessi fund- ur afsannaði það. Hann sýndi það, að allar þessar gerðir höfðu verið framleiddar samtímis, og er það enn til marks um það, hve varlega menn verða^ að fara í að meta aldur hinna ýmsu forn- gripa eftir útliti þeirra og gerð. Mikið er og þarna af hinum svörtu diskum og skálum, og það er merkilegast við þá gripi, að þeir bera það með sér, að þeir eru ekki handgerðir heldur mót- aðir í trémótum. Hér hefir því verið um fjöldaframleiðslu að ræða, verksmiðjuiðnað, og kom vísindamönnum það alveg á ó- vart að slíkur iðnaður hefði verið til rúmum 2 öldum f. Kr. Ekki eru þetta neinir dýrgripir frá listrænu sjónarmiði, en þó eru sumir gripirnir með hand- málaðri skreytingu. Merkilegast er, hve vel þeir hafa haldið sér. Er talið víst að þeim hafi verið raðað í kassa, en kassarnir eru nú fyrir löngu grotnaðir í sund- ur. En diskarnir og skálarnar eru þarna í hlöðum eins og frá þeim hefir verið gengið í köss- unum, hver niðri í öðrum. Eins og að líkum lætur þótti fornfræðingunum það mikið mein að geta ekki skoðað fund- arstaðinn með eigin augum, því að fæstir þeirra kunnu að kafa. Og kafararnir voru ekki forn- fræðingar og lýsingar þeirra á því hvefnig umhorfs var niðri á sjávarbotni, voru ekki fullnægj- andi. Að vísu var hægt að taka myndir þar niðri, en gagnsemi þeirra var mjög takmörkuð. Þá var það, að mönnum kom til hugar, hvort ekki mundi vera hægt að sjónvarpa frá fundar- staðnum. Nú voru útvegaðar nýjar vél- ar og útbúnaður til þess að taka sjónvarpsmyndir niðri á marar- botni. Þetta tókst ágætlega. Kafarar fóru með vélarnar nið- ur að skipsflakinu, og höfðu heyrnartæki svo hægt væri að leiðbeina þeim. Og svo sátu forn fræðingarnir í klefa á skipinu og horfðu þar á myndir frá mararbotni, er sýndu hvernig þar var umhorfs, hvernig kerin lágu þar í hrönnum og hvernig kafararnir unnu að því að bjarga þeim. Þetta gerðist í maímánuði s.l. Með þessu leið- réttist ýmis konar misskilning- ur, sem áður hafði verið. Kafar- arnir höfðu haldið því fram, að skipið hefði allt verið blýslegið að utan og eins hefði blýi verið slegið neðan á þilfarið. Þessu vildu vísindamennirnir ekki trúa. Þeir héldu því fram, að auðvitað hefði þilfarið verið þakið blýi að ofan — þangað til þeir sáu myndirnár og gengu úr skugga um, að kafararnir höfðu rétt fyrir sér. Það er áætlað að um 20 smálestir af blýi hafi farið í það að þekja skipsbyrðinginn. Hvernig komust menn að því hvaða skip þetta var og hver átti það? Engin skjöl fundust í skipinu og engin merki á því sjálfu. En á ýmsum munum fundust stafirnir „SES“ með rómversku letri og táknmynd af akkeri. Þetta voru þær upplýs- ingar sem leiðbeindu vísinda- mönnum að hafa upp á eiganda skipsins. Þeir sögðu sem svo: „SES hlýtur að vera skamm- stöfun á nafni eiganda farms- ins, því að á þessum árum var það algengur siður í Róm að skammstafa nöfn.“ En munirnir, sem fundizt höfðu, bentu til þess að þeir væri frá 2. eða 3. öld f. Kr. Þá var að leita að einhverj- um athafnamiklum útgerða- manni í Róm á þeim árum, er gæti átt þessa skammstöfun. Og nú var farið í söfnin í Róm að leita, og þar höfðu þeir upp á Marcus Sestius, sem var mikill kaupmaður og skipaeigandi á 3. öld f. Kr. En þetta þótti vísindamönn- um ekki nóg. Hjá Livy höfðu þeir fengið upplýsingar um það, eins og fyrr er sagt, að Sestius kaupmaður hefði fluzt til eyar- innar Delos hjá Grikklandi og byggt sér þar vandað hús. Og nú vildi svo vel til, að síðan 1873 hefir verið unnið að því að grafa upp hinar fornu rústir á Delos. Þar er engin byggð lengur. Á eynni eru nú aðeins 33 menn og þeir vinna flestir að fornleifa- rannsóknum. Það var því um að gera að fá að vita, hvort þeir hefði ekki rekzt á neinar upplýs- ngar um Sestus. Og svo sgldi „Calypso“ í sum- ar austur til Grikklands og kom heilu og höldnu til Delos. Þar fengu vísindamennirnir að skoða safn þeirra gripa, sem fnudizt hafa ,en enginn þeirra var með SES-merkinu. Þá var að vita hvort ekki mætti takast að hafa upp á rústunum af húsi Sestius. Var nú haldið til þess staðar á eynni, þar sem Rómverjar hinir fornu höfðu haft bækistöð sína. Svo komu þeir að húsarústum, er sýndu að þar hafði staðið vandað hús, því að öll gólf voru flísalögð (mosaik). Meðal flísa- myndanna fundu þeir mynd af vínkeri, svipuðu kerum þeim er þeir höfðu fundið í skipsflakinu. En svo fundu þeir þarna einnig aðra mynd, ekki alveg ólíka akk- erismyndunum, en þó líkari þrí- tenntum forki og milli tann- anna stóðu stafirnir S.S. Hinn þrítenti forkur gat vel merkt stafinn E, og þá höfðu þeir þarna SES, eða sama merkið og var á fornminjunum, sem þeir voru að bja rga. Sumir heldu þá að enginn vafi gæti leikið á því, að þarna hefði þeir fundið hús Sestius. En um það verður hver að halda það sem honum sýnist. Þetta er ekki óyggjandi sönnun fyrir því, að sami maður og skipið átti, hafi átt þetta hús. En óneitanlega er þetta einkennileg og skemmli- leg tilviljun. —☆— Á árinu sem leið höfðu kafar- ar „Calypso" farið 3500 ferðir niður á sjávarbotn til þess að bjarga gripum úr skipsfarmin- um. Það var búizt við því að þeir ættu þá eftir að fara jafnmargar ferðir niður að flakinu, áður en öllu hefði verið bjargað. Og því verður ekki lokið fyrr en eni- hverntíma á þessu nýbyrjaða ári. JOHN G. ROWE: Inniluktur í sokknu skipi Það var i birtingu þriðjudags- morguninn 20. ágúst 1907. Tog- arinn „Quail“ lá fyrir akkeri á Humberfljótinu. Aðeins þrír menn voru um borð í skipinu — skipstjórinn, W. Lewis, stýri- maðurinn, Harry Willey, og einn háseti, J. Nicoline. Hann var á verði á þilfari. en báðir yfirmennirnir voru sofandi i rúmum sínum niðri í káetunni. Skyndilega vaknaði stýnmað- urinn úr fastasvefni við felmt- ursóp frá varðmanninum. Um leið og hann reis upp í rúminu og kastaði af sér sængurfötun- um, til að gá að hvað um væri að vera, kom ógurlegt högg á skipsbyrðinginn og skipið tók skyndilega hliðarveltu, svo að það lagðist næstum því á hliðina. Stýrimaðurinn kastaðist fram úr rúminu, en meiddist samt ekki. Hann reif sig á fætur í hendingskasti og stökk fram í aðalkáetuna. Þá sá hann hvar framstefnið á gufuskipi stóð gegnum súðina beint á móts við rúm skipstjórans, en hann sjálf- ur sást hvergi. Án þess að gefa sér tóm til að virða þetta frekar fyrir sér, stökk hann fram að hurðinni. En áður en hann komst þangað skall ískaldur sjórinn, sem ruddist inn gegnum opna súð- ina, á hann af svo miklu afli, að hann missti fótanna og skall flatur í iðuna. Þegar honum loksins tókst að brölta á fætur, var káetan orðin hálffull af sjó og hinar áköfu tilraunir hans til að opna hurðina urðu ár- angurslausar; þunginn af sjón- um ínnifyrir hélt henni ríg- fastri og þrátt fyrir ofsaleg átök hans bifaðist hún ekki. A þeim fáu augnablikum, sem hann var að þessu, hækkaði sjórinn svo ört, að hann náði honum í bringu. Hávaðinn af innstreymi sjáv- arins var svo mikill, að ekkert annað heyrðist. Dauðans angist kom nú yfir Willey og hann svipaðist ráðþrota um eftir ein- hverri annarri leið til að um- flýja bráðan bana. Stefnið á hinu skipinu hafði nú horfið úr raufinni og sjór- inn beljaði inn með feikna-afli. Þar var engin björgunarvon. Við þetta skelfilega útlit bætt- ist svo það, að hann fann hvern- ig skipið var að færast í kaf, sökkva til botns með honum inniluktum eins og rottu í gildru. Meðan hann litaðist ráðþrota um, skolaði hringiðan honum enn af fótunum og hann synti að borðinu og klifraði upp á það, en kastaðist nærri því af því, þegar skipið byltist til í sjónum á leiðinni til botns. Honum tókst þó að standa upp og ná í umbúnaðinn af ofanljóssglugg- anum yfir höfði sér og halda sér þannig á fótunum. Til allrar ó- hamingju — eða öllu heldur hamingju, eins og fór — var glugginn lokaður og festur, svo honum tókst ekki að komast út þá leið. Sjórinn hækkaði óðum i kringum hann. Hann tók honum í handarkrika og hélt áfram að hækka, eftir því, sem skipið sökk dýpra og dýpra. Hann teygði höfuðið upp í glugga- kistuna, og hann sló í gluggann í örvæntingu og hrópaði og kall- aði á hjálp þangað til hann var orðinn hás. En það heyrðust engin merki þess að hjálp væri nærri. Willey rann næstum því út af hallandi borðinu, þegar sjónum skolaði til í klefanum, en tak hans á gluggaumgerðinni bjarg- aði honum frá því. Samt reið aldan svo hátt, að hann saup nokkurn sjó og hóstaði og fannst hann vera að kafna. Hann dró sig í örvæntingu enn hærra upp í gluggakistuna, stóð á blátán- um og reigði höfuðið aftur á bak og þrýsti andlitinu næstum því upp að mæninum. Smátt og smátt hægðist hreyfing sjávar- ins inni í klefanum og að síð- ustu varð hann alveg kyrr. . Von Willeys lifnaði, er hann varð þess var, að sjórinn var hættur að hækka. Ennþá var nokkurt loftrúm i gluggakist- unni, en hve leíigi mundi það endast? En hvað var það, sem gerzt hafði úti fyrri? Farþegaskipið „Dynamo“, sem var áð leggja af stað frá Hull til Antwerpen, hafði siglt á „Quail“ og sökkt því. Lewis skipstjóri hafði strax beðið bana í rúmi sínu, því hann hafði orðið fyrir stefni skipsins, er það skar sig inn úr súð togarans. Til varð- mannsins spurðist aldrei fram- ar; það síðasta, sem til haíis heyrðist var hræðsluópið, sem vakti stýrimanninn. Hann hefir að líkindum skolazt fyrir borð og drukknað, um leið og skipið kastaðist á hliðina. Farþega skipið stöðvaði undir eins vélarnar og setti út mann- aða báta, sem leituðu árangurs- laust að skipbrotsmönnunum á staðnum, þar sem skipið hafði sokkið. Þeir sneru brátt aftur til „Dynamo“, þegar sýnt þótti að leitin bæri engan árangur. Harry Willey, sem var inni- luktur í sokknu flakinu, stand- andi á tánum uppi á borðinu og á kafi í sjónum upp að höku, eins og áður segir, tók skyndi- lega eftir því, sér til undrunar og óumræðilegrar gleði, að sjór- inn í klafanum var farinn að lækka. Hann ætlaði fyrst ekki að trúa þessu og hélt að skynfæri sín væru að draga sig á tálar. En þegar sjórinn færðist niður á axlir honum og hann gat aftur staðið í hælana, ætlaði hann næstum að sleppa sér af fegin- leik. Og enn hélt yfirborð sjáv- arins áfram að færast niður eft- ir honum. Þegar sjórinn tók hon- um ekki meira en í mitti, áttaði hann sig á af hverju þetta staf- aði. Það var útfall; sjórinn var að fjara í skipinu og hann skildi, að eftir nokkurn tíma yrði svo fjarað, að hann kæmist upp úr þessari lifandi gröf. Togarinn hafði sokkið á grunnu; hann lá þarna á botninum og nú var svo mikið fjarað, að sjórinn rann út um gatið, sem hann hafði áður beljað inn um. Þetta var skýr- ingin á þessu, sem næstum því mátti kalla kraftaverk. Þessi vitneskja vakti von um skjóta björgun úr hinum yfir- staðna háska og hleypti nýjum krafti í líkama og sál. Willey beið eins þolinmóður og hann gat, þangað til sjórinn tók hon- um aðeins í ökla, þar sem hann stóð á borðinu. Þá stökk hann niður á gólf og óð fram að hurð- inni og fór að reyna að opna hana. Hann gat fyrst aðeins bif- að henni nokkra þumlunga frá stafnum, en sjórirm streymdi út, og eftir dálitla stund opnaðist hún upp á gátt og hann hroklað- ist út með straumnum. Hann var svo þreyttur og illa á sig kominn eftir þessa skelfilegu baráttu sína fyrir lífinu, að hann gat rétt aðeins skreiðst upp stigann og upp á þilfar, þar sem hann heig niður örmagna. Farþegaskipið „Dynamo" lá enn nærri flakinu og ætlaði að senda báta sína út í það, þegar meira fjaraði, til að athuga flak- ið. Það má geta nærri, hve steinilostnir menn um borð í skipinu urðu við að sjá lifandi mann koma upp úr flakinu, sem verið hafði á kafi þar til fyrir skömmu. Bátur var strax send- ur um borð í flakið, sem nú var komið talsvert upp úr sjó og farið að þorna í geislum morg- unsólarinnar. Bátverjar klifruðu um borð í flakið og tóku hinn dauðupp- gefna mann, báru hann í bátinn og fluttu hann um borð í „Dynamo“, þar sem hann fékk hina beztu aðhlynningu og gat skýrt frá hinni undursamlegu björgun sinni. Lík Lewis skipstjóra náðist seinna, þar sem það lá í möl- brotnu rúminu, en að því er ég bezt veit, fannst lík vesalings vaktmannsins aldrei.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.