Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. APRIL 1954 X ÁliLGAHÍL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ELÍZABET POLSON ÁTTATÍU OG FIMM ÁRA Á laugardaginn í þessari viku, apríl, á merkiskonan, frú Elízabet Polson 85 ára afmæli; í Wefni þess heimsótti ritstjóri vennasíðu Lögbergs hana, en ý11 er til heimjlis hjá dóttur sinni Línu og tengdasyni Paul ^oodman bæjarfulltrúa, að 652 oulding Street hér í borg, og nýtur þar mikillar ástúðar. — »Eg vil ekki, að þú segir mikið niig, né hrósir mér, því það ® ekki skilið“, sagði frú hzabet, „það sem mest er um vert var, að guð blessaði mig með því að gefa mér góðan jnann, mörg góð börn og ástúð- eg tengdabörn, sem hafa reynzt mer framúrskarandi vel“. — Frú Elízabet er fædd 3. apríl 69 að Krithóli í Lýtingsstaða- rePP. Skagafirði. Fluttist hún með móður sinni, Elízabetu onsdóttur, sem þá var ekkja, og Jorum hálfsystkinum til Can- aúa með stóra hópnum svokall- aða’ sumarið 1876, þá aðeins 7 ®ra- Hún hefir því lifað allt andnám Islendinga hér um s óðir svo að segja frá upphafi, °g kann frá mörgu að segja, því a* minni hefir hún frábært og greinargóð mjög, enda á hún ú þeirrar ættar að telja; faðir ennar, Gísli Konráð Eiríksson, lar dóttursonur Gísla hins fróða Sagnritara Konráðssonar; voru Pyir faðir hennar og Indriði 'narsson leikritahöfundur systrasynir, en Brynleifur To- ^asson, höfundur bókanna, v®r er maSurinn. og frú Elíza- et eru bræðrabörn. Móðuramma frú Elízabetar V«r fJuriður dóttir Worms Beck a Geitaskarði í Húnaþingi. Sem mmi upp á hinn meðfædda a uga frú Elízabetar fyrir sagna r°ðleik má geta þess, að hún Seymir í minni frásagnir móður S1nnar, Elízabetar Jónsdóttur, Um hina dramatísku sorgarvið- >Ur®/ 1 því héraði á öndverðri ' ðlci — Natansmálið— en sú S'ðarnefnda hafði heyrt um þá a vörum móðursýstur sinnar, lzabetar Wormsdóttur; kann ru Elízabet að segja frá atvik- Um í því sambandi, sem ekki haf bet a verið bókuð. — Frú Elíza- nnan glöggt skáldið Bólu- Jalmar; kom hann að Krithóli 0rið 1875, en hann lézt þá um 0marið. Var honum mjög farin förlast sýn. Elízabet, sem þá ar sex ára, man, að það kom í ^ennar hlut að leiða hann um ,^'nn, hvert sem hann vildi j?r®; Ekki sagði hún, að sér r0n*.ist mynd sú, er birtist í Eim- kv s ni vera llk Hjálmari; hún find‘St muna ui;lii' bans vel’ °g . lsi- sér frændum hans hér o Pa til hans, þeim Þorsteini j. ^nldimar, sonum Pálma ^arussonar; hinum fyrrnefnda vaxtarlagi, en þeim síðar- nernda að andlitsfalli. Elí atburða minnist frú hafZat)et U leiðinni vestur um v .sk/fun móðir hennar hafa sHka kJarkmikil kona’ að takast Trxex a hendur út í óvissuna elzt ^ Pnrn a unga aldri, hið u a !6 ára. Man hún þegar PPskipað var farangri útflytj- ge.fnna 1 Lieth á Skotlandi. ag . móðir hennar þar til allir þe lr böfðu lokið verkinu, en arað bennar farangri kom, far 1 Un barn við hvert stykki un n§ursins um leið og því var þó^hV?3^ °g X^ndi engU’ sem sj£r n 1 ýnisa aðra, er nutu for- Jóna^ karlmanna- Sigtryggur reyndiV,..yar fararstlóri og Eom t fl°lskyidunni hið bezta. þar J kun til Gimli og dvaldi þar <m Veturinn. Gekk Elízabet kvaðWla ti] Jennie Taylor; ensku Un kafa reynt að læra Nýja ,Ineð PVl að lesa kafla úr lenzku estamentinu, fyrst á ís- befði n°g SVo a ensku’ en ekki Pað gengið greitt. Frú Elízabet Polson Um vorið 1877 flutti móðir hennar norður í Árnesbyggð með barnahópinn, nam land og nefndi Mel. Aldrei segist Elíza- bet gleyma „stjórnarstónni“, henni fylgdu 22 ílát, pottar, pönnur o. s. frv. Hin gljáandi blikkausa var fegurri og dýr- mætari í hennar augum, en hinn vandaðisti silfurbikar á síðari árum; fann hún mikla nautn í því að mega drekka úr ausunni. En nú bar vágest að garði; öll börnin lögðust í bóluveikinni, og yngsti bróðir hennar, Árni, lézt, 11 ára að aldri. Dvaldi fjölskyld- an að Mel í þrjú misseri og fór þaðan norður að íslendingafljóti og var þar í einn vetur. Þar var skóli haldinn í öðrum enda prentsmiðjuhúss Framfara að Lundi. Kendu þar fjórir kennar- ar um veturinn ókeypis: Séra Halldór Briem kenndi kristin- fræði og reikning; Torfhildur Hólm, íslenzku; Sigtryggur Jónasson ensku, og kona hans, Rannveig Briem, kenndi skrift. Innritaðist Elízabet i skólann og gekk henni nú betur lærdómur- inn en áður; minnist hún þess, að einn nemandinn var Gunn- steinn heitinn Eyjólfsson. Frú Rannveig var litlu stúlkunni góð; tók hana oft heim með sér að Möðruvöllum og veitti henni góðgerðir. Segist frú Elízabet jafnan minnast þessarar stilltú, skýru og góðu konu með virð- ingu og dáir hún hana meira en flestar aðrar konur, er hún hefir kynnzt á lífsleiðinni. Vorið 1879 fluttist fjölskyldan til Winnipeg; var þar um meiri atvinnu að ræða fyrir móðurina og unglingana; jafnvel Elízabet litla, sem nú var 10 ára, gat ýmislegt gert, svo sem að passa börn og túlka fyrir hina og aðra, því að hún lærði fljótt enskuna; börn á hennar aldri læra tungumál ótrúlega fljótt. Þegar hún var komin á ferm- ingaraldur, skrifaði faðir hennar henni, en hann hafði sezt að í Norður-Dakota; bauð hann dótt- ur sinni að koma suður og ganga á skóla og fermast, því að ekki var um það leyti íslenzkur prest- ur í Winnipeg. Þá hún það og dvaldi hjá föður sínum árlangt; sótti skóla, en séra Hans B. Thorgrímsson fermdi hana í Víkurkirkju að Mountain, fyrstu kirkjunni, er íslendingar reystu í Vesturheimi. Fór hún síðan til móður sinnar í Winnipeg og vegnaði allri fjöl- skyldunni vel. Elzt systkinanna var Anna, Mrs. Baker, kunn þrekkona, er rak í mörg ár greiðasölu í Langruth. Elzti bróðirinn, Jón Anderson, varð dugnaðarmaður; varð hann hinn fyrsti íslendingur til að setja á stofn kjötverzlun í Winnipeg; stóð verzlunarhús hans á aðal- strætinu, þar sem nú er Toronto Trust byggingin, en gripahús hans voru spölkorn fyrir aftan verzlunarhúsið; kvæntist hann hérlendri konu og rak síð- ar griparækt í stórum stíl að St. Andrews, Manitoba. Jóhann átti Arnfríði Jóhannsdóttur systur Eggerts Jóhannssonar ritstjóra Heimskringlu. Fluttust þau til Seattle og dó hann þar. Þann 3. júní 1888 giftist Elíza- bet; átti hún August Gunnars- son Pálsson (Polson) vinsælan verzlunarmann. Var faðir hans ættaður úr Skagafirði, en móðir hans, Jóhanna Ingjaldsdóttir úr Kelduhverfi. Bjuggu þau hjónin fyrst í Winnipeg, en fluttust til Gimli um aldamótin og dvöldu þar í 18 ár og fluttu svo til Win- nipeg; þar andaðist August Páls- son 1944, 79 ára að aldri. Börn þeirra voru þessi: Jóhanna, Mrs. Frank Ward, Winnipeg; Elisabeth, Mrs. Björn Bjarnarson, Langruth, Man.; Archibald Jón, féll í fyrri heims- styrjöldinni; Florence N., Mrs. B. M. Paulson, Winnipeg; Mar- garet, Mrs. Valdimar Bjarnar- son, Langruth, Man.; Augusta Sigríður Björg, Mrs. John M. Jackson, M.D., Essendale, B.C.; Robert Wyatt, kvæntur Ólöfu Egilsson, Langruth, Man.; Lína Byron, Mrs. Paul Goodman, Winnipeg; Fjóla Alexandra, Mrs. Arthur T. Goodman, Win- nipeg; Jóhann Konrad, kvæntur Flóru McCarthy, Monrovia, Liberia, W. Africa; Florence Archibell Jóhanna, Mrs. Cyril Cartwright, Winnipeg. Komu Polson-hjónin þessum stóra barnahóp vel til mennta. Barnabörnin eru orðin 18, enn- fremur mörg barnabarnabörn. Ættleggur frú Elízabetar er því orðinn stór, allt gervilegt og gott fólk. Mætti ætla að það hefði verið ærið ævistarf hverri konu, að annast um þetta stóra heimili og ala upp öll börnin, en frú Elíza- bet hefir jafnframt tekið mikinn og góðan þátt í félagslífinu; hefir verið góður stuðningsmað- ur kirkju sinnar, og gestrisin með afbrigðum. Hún les mikið og fylgist vel með almennings- málum. — „Ég er búin að lesa hvern staf í íslenzku blöðunum“, sagði hún, þegar ég hitti hana i fyrri viku, og fór hún síðan að ræða um ýmislegt, sem hún hafði lesið í þeim. — Oft hefi ég séð hana standa upp á almenn- um fundum og ræða stillilega en af fullri einurð um þau mál, er fyrir fundinum lágu. Ást hennar á íslenzkunni og virðing fyrir uppruna sínum. er engin upp- gerð. Minnist ég þess, hve oft hún fylgdi ungri dótturdóttur sinni í Laugardagsskólann og hafði mikinn áhuga á starfi skólans. Þökk sé henni fyrir það. — En hún er jafnvíg á bæði málin og fylgist ekki síður með almenningsmálum þessa lands. Frú Elízabet er fríð kona, vin- gjarnleg og hress í viðmóti; kemur ávalt til dyranna eins og hún er klædd. Þótt aldurinn sé orðinn hár, ber hún hann vel, bæði líkamlega og andlega; hugsunin er skýr og minnið óbilandi. Vildi ég óska, að ein- hver sagnfræðingur vildi skrá eitthvað af þem mikla fróðleik um landnámið, sem hún geymir í huga sér. — Frú Elízabet Pol- son á marga vini, sem dreyfðir eru vítt um byggðir Islendinga í þessari álfu; frá þeim öllum streyma til hennar blessunar- óskir í tilefni af afmælinu, og fylgja þær henni fram á braut- arenda. MARIO SCELBA Hveitið . . . Framhald af bls. 4 oft margar mílur í burtu, og flytja svo í kaupstaðina á haust- in, en þar eiga þeir hús. Með þessu móti er skepnum að fækka vegna þess, að þeir vilja ekki binda sig árið í kring yfir nokkr- um skepnum. Þess má geta til samanburðar, að kindur eru varla til hér, en nautakjötið kostar frá 60 cent upp í einn dollar, og 30 cent enska pundið, og fiskurinn kostar 40 cent og upp í 90 cent enska pundið, og það er vatnafiskur, sem ekki er góður til matar, miðað við ís- lenzkan sjávarfisk. Róbert Jack —TIMINN, 26. febr. ílalskir kommúnistar óttast hann mest af öllum and- stæðingum sínum I seinustu viku tókst einum af leiðtogum kristilega flokksins í Italíu, Mario Scelba, að mynda nýja ríkisstjórn, sem er sú fjórða í röðinni eftir þingkosn- ingarnar, sem fóru fram í júní- mánuði síðastliðnum. I þessari viku mun hin nýja stjórn leita eftir tarustsyfirlýsingu þingsins og er búist við að hún verði veitt. Þingmeirihluti hinnar nýju stjórnar verður hins vegar mjög tæpur eða innan við 20 at- kvæði. Almennt er því spáð, að hún verði skammlíf. Þær þrjár .stjórnir, sem farið hafa með völd í Italíu eftir þing- kosningarnar á síðastl. sumri hafa allar verið myndaðar af kristilega flokknum einum og hafa því allar verið minnihluta- stjórnir. Líf sitt hafa þeir átt undir konungssinnum. Hin nýja stjórn er hins vegar meirihluta- stjórn, því að ásamt kristilega flokknum standa að henni hæg- fara jafnaðarmannaflokkurinn og frjálslyndi flokkurinn og eiga þeir báðir fulltrúa í henni. Saragat, formaður hægfara jafn- aðarmannaflokksins, er nú vara- forsætisráðherra, en auk þess eru fjármálaráðherrann og verkamálaráðherrann úr flokki hans. Flokkur Saragats hefir greitt atkvæði gegn þeim minni- hlutastjórnum, sem kristilegi flokkurinn myndaði eftir kosn- ingarnar, en fyrir kosningarnar átti hann sæti í stjórninni. Eftir kosningarnar tók hann fyrst þá stefnu að fara ekki í stjórn, nema hinn róttæki jafnaðar- mannaflokkur Nennis tæki einn- ig þátt í henni. Frá þessu hefir hann nú horfið, enda séð, að hann myndi ekki græða á áfram haldandi grundroða. Þrátt fyrir þetta er þó ekki enn fullráðjð, hvað Saragat ætlast fyrir, en hann getur haft líf hinnar nýju stjornar í hendi sér. Sikileyingur. sem er andvígur einræðissiefnum Kommúnistar hafa tekið þess- ari nýju stjórn verr en nokkurri annarri, sem mynduð hefir verið á Italíu síðan stríðinu lauk. Þeir hafa skipulagt gegn henni mót- mælaverkföll um landið allt. Ástæðan er sú, að þeir óttast hinn nýja forsætisráðherra, Mario Scelba, meira en nokkurn annan andstæðing sinn. Mario Scelba er 52 ára gamall, Sikileyingur að ætt og uppruna. Hann er lögfræðingur að menntun. Afskipti sín af stjórn- málum hóf hann fyrst, þegar hann var átján ára gamall, en þá stofnaði Luigi Sturso kristi- legan flokk, sem talinn er eins konar undanfari kristilega flokksins, sem nú er stærsti flokkur ítalíu. Flokkur Sturso náði ekki verulegu fylgi, en meðal þeirra, sem strax í upp- hafi skipuðu sér undir merki hans, var Mario Scelba. Scelba skrifaði m. a. mikið í blöð flokks ins og önnur kristileg blöð á þessum árum. Fljótlega kom til átaka milli þessa flokks og fas- ista Mussolini og leiddi það m. a. af sér, að Sturso flýði til Ame- ríku, en blöð flokksins voru bönnuð. Scelba hætti þá afskipt- um af stjórnmálum og sinnti eingöngu löfræðistörfum eftir það meðan. Mussolini fór með völd. Allt frá þessum tíma er hann mjög andvígur öllum ein- ræðisstefnum og hefir t. d. að undanförnu verið sá af foringj- um kristilega flokksins, er einna andvígastur hefir verið samstarfi við konungssinna og nýfaista. Af andstæðingum sín- um itl vinstri er hann þó talinn tilheyra hægra armi kristilega flokksins, en þeir, sem vel þekkja til, álíta það ekki rétt. Málefnalega fylgir hann vinstri arminum, en staða hans á und- anförnum árum hafi komið því orði á hann, að hann sé hægri maður. Stjórnarmyndun Scelba bendir til þess, að hann sé and- vígur hægri stjórn, en vilji treysta vald miðflokkanna áfram. Röskur innanríkisráðherra Strax í stríðslokin, þegar kristlegi flokkurinn v var stofn- aður, gerðist Scelba einn af for- ustumönnum hans. Hann var póstmálaráðherra í stjórn Parri, sem var mynduð 1945, og líka stjórnmálaráðherra í fyrstu stjórn de Gasperi. Fljótlega eftir það, gerði de Gasperi hann að innanríkisráðherra og gegndi hann þeirri stöðu óslitið þangað til eftir kosningarar í sumar. í fyrstu efuðust margir um, að þetta val de Gasperis væri rétt. Scelba er ekki sérstaklega mikill fyrir mann að sjá og er fremur hægur og rólegur í fram- göngu. Hann þótti því ekki lík- legur til þeirra umsvifa og at- hafna, sem þetta starf myndi út- heimta, en undir það heyrði lög- reglustjórnin og þar með að halda uppi lögum og reglu í landinu. Víða ríkti þá mikil óöld í ítalíu. Kommúnistar höfðu komið sér upp all öflugum skæruliðasveitum seinustu mán- uði styrjaldarinnar og beittu þeim enn óspart, einkum þó í Norður-ítalíu. Víða létu og ein- stakir stigamannaflokkar til sín taka, en þeir höfðu orðið til í upplausn stríðslokanna. Svartur markaður og önnur slík lögbrot döfnuðu í ríkum mæli. Það er nú almennt viðurkennt, að Scelba hafa heppnast starf sitt furðulega vel. Honum tókst að koma upp bezta lögregluliði, sem ítalir hafa nokkru sinni átt. 1 því eru um 200 þús. manns. Kunnugir telja, að það sé vel æft og skipulagt og stjórn þess fari vel úr hendi. Margir telja, að það sé stórum traustara og ör- uggara til stórræða en herinn. Óumdeilanlegt er líka, að því hefir tekizt að friða landið Upp- vöðslusemi kommúnista hefir að mestu leyti verið brotin á bak aftur og þeir halda nú starfsemi sinni innan löglegra marka. Þó hafa verið að finnast fram á þennan dag ólöglegar vopna- birgðir, er þeir hafa komið fyrir á leyndum stöðum. Glæfrastarf- semi önnur hefir líka að mestu leyti verið brotin á bak aftur, svo að nú mun ástandið sízt lak- ara í þeim efnum í Italíu en í mörgum löndum öðrum. Einna frægasta viðureignin, sem lög- reglan háði við slíkan glæpalýð, var viðureign hennar við sikil- eyska stigamanna-foringjann Giuliano, en hún vakti athygli víða um heim. Scelba tók sjálfur að sér að lokum að stjórna að- förinni að honum. Þessi framganga Scelba hefir að sjálfsögðu orðið til þess, að hann hefir unnið sér hatur kommúnista og fylgiflokks þeirra, Nenni-sósíalistanna. En konungssinnum og nýfasistum hefir ekki heldur líkað neitt betur við hann, því að hann hef- ir ekki síður látð hndra ólögleg vinnubrögð þeirra. Þess vegna má telja það víst ,að öfgaflokk- arnir til hægri og vinstri rtiuni gera sitt ýtrasta til þess að steypa stjórn Scelba af stóli. Stefnuskrá sú, sem stjórn Scelba hefir sett sér, er yfirleitt róttæk. Hún lofar ýmsum rót- tækum aðgerðum til að vinna bug á atvinnuleysinu og bæta kjör almennings. Vegna þess ár- angurs, er Scelba hefir náð sem innanríkisráðherra, er hann af mörgum talinn manna líklegast- ur til að ná árangri í framan- greindum efnum einnig. And- stæðingarnir munu hins vegar unna honum þess síður en nokkrum Æianni öðrum. Þess vegna munu þeir vafalaust reyna að fella hann sem fyrst, enda sést það vel á verkfalls- öldunni, sem kommúnistar eru að reyna að reisa gegn honum. Framtíð stjórnar hans veltur mikið á því, hvernig samstarfið tekst milli hans og Saragats, en fram að þessu hefir verið grunnt á því góða milli þeirra. En þótt þessi stjórn Scelba falli, er langt frá því, að hann sé þar með úr sögunni.. Senni- legt er, að þá reyni de Gasperi stjórnarmyndun, en mistakist tilraun hans, er ekki talið að um annað verði að ræða en nýjar þingkosningar. Úrslit þeirra eru að sjálfsögðu óráðin. Kommún- istar gera sér vonir um það og vafalaust með réttu, að vaxandi glundroði verði vatn á myllu þeirra. En glundroðinn getur líka aukið fylgi manna eins og Scelba. Það er meira en líklegt, að vaxi glundroðinn í stjórn- málalífi ítalíu, kjósi hin lýð- ræðislegu öfl að fylkja sér um mann eins og Scelba og reyna þannig að forðast einræði kom- múnista eða hægri sinna. —TIMINN, 13. febr. Coiion Bag Sale BLEACHED SUGAR .29 BLEACHED FLOUR .29 UNBLEACHED FLOUR .23 UNBLEACHED SUGAR .23 Orders less than 24, 2c per bag extra. United Bag Co. Ltd. 145 Portage Ave. E. Wlnnlpeg $2.00 Deposit for C.O.D.’s Write for prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M u EATON'S Bulldog" Batteries Dependable battery with loads of power, designed to give sure starts in any weather. 24-month adjustment guarantee. Sizes to fit most any car, including 12-volt type for English car system. Hígh Type—17-plate Bulldog $13.65 Battery $16.35 Group 2—17-plate Bulldog 16.20 Battery 15.85 Long Type—17-plate Bulldog 13.85 Battery 16.40 20.75 Group 1—15-plate Bulldog Battery ............... Group 1—17-plate Bulldog Battery .................. Gow Type—17-plate Bulldog Battery ................. English Type, 17-Volt Auto Accessories Section, Main Floor, Donald Annex, Dial 3-2-5 ST. P ATON C? LIMITED MllllllllllllinilllllllllllllllllHIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllllllllllllllllllllllllUIUIIIIIIIIIWIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllllllllinilllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIUIIIIIl LÆGSTA TIL ÍSLANDS ASeins $ 310 fram og lil baka iil Reykjavíkur FLUGFAR Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York . . . Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifsiofunnar ICELANDIC AIRLINES 15 West 47th Street, New York PLazo 7-8585 IIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIinilllllllllUIIIIIHIIIIIIIinillllllHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllUHtlllllinillllllllllllllllllllllHIIIIHIIUIIHIIHIIHIIIIIIIHIIUtlllHHIIWIIIIIIUHIIIIIIIIIIIIIIinHlltllHntllltllllimi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.