Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.04.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. APRÍL 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið 6t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENITE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáiskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.01» um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Vel og drengilega mælt Okkur hættir oft til að gleyma ágætum mönnum, sem hafa árum saman helgað'starfskrafta sína opinberri inann- félagsþjónustu, eftir að þeir hafa dregið sig í hlé af vett- vangi opinberra mála; slíkt er ómaklegt og lítt til sæmdar- -^auka fallið. Einn þeirra manna, sem okkur ber að minnast með virðingu og þakklæti vegna margháttaðra nytjastarfa í þágu Winnipegborgar og Manitobafylkis í heild, er Paul Bardal forstjóri, heillyndur maður og velviljaður, sem al- drei hefir talið eftir sér nein þau spor, er verða mættu sam- ferðasveitinni til gagn og sæmdar. Það var því vel til fallið og þakkarvert, er einn af þingmönnum Winnipeg Centre kjördæmisins, Mr. Jack St. John, mintist í þingræðu starfsferils Mr. Bardals bæði í bæjarstjórn og eins á fylkisþingi; eftir að Mr. Jack St. John hafði farið nokkrum viðeigandi orðum um annan fyrir- rennara sinn á þingi, Mr. Rhodes Smith, mælti hann á þessa leið varðandi opinbera starfsemi Mr. Bardals: „Fyrrum bæjarfulltrúi í Winnipeg, Mr. Paul Bardal, er prúður maður og yfirlætislaus, en þessi skapgerðarein- kenni hans ættu síður en svo að verða til þess, að hin mikil- vægu störf hans sem formanns líknar- og atvinnuleysis- nefndar Winnipegborgar í baráttunni við kreppuna miklu frá 1930 félli í gleymsku. Mr. Bardal var tvisvar sinnum kosinn á fylkisþing, en var ekki í framboði við síðustu fylkiskosningar; ásamt þúsundum kjósenda minna, er mér það ljóst, hversu mikil eftirsjá er að Mr. Bardal af þingi“. Sérhvert það rúm, sem Mr. Bardal skipar, er vel skipað. — Winnipegborg á góðan hauk í horni á fylkis- þingi þar, sem Jack St. John er, og vonandi verður þess eigi langt að bíða að hann taki sæti í ráðuneytinu. ☆ ☆ ☆ Mikilhæfir þingfulltrúar Svo sem vitað er eiga tveir Islendingar sæti á fylkis- þinginu í Manitoba, þeir Dr. S. O. Thompson, þingmaður Gimli kjördæmis og Chris Halldórsson, er fer með umboð fyrir St. George kjördæmið; báðir eru þeir mikilhæfir menn og kunnir að samvizkusemi í störfum; að eiga slíka menn á þingi, eykur að sjálfsögðu eigi all-lítið á veg ís- lenzka mannfélagsins hér um slóðir eins og raunar fylkisins í heild. Barátta þessara mætu manna fyrir bættum hagsmun- um fiskimanna er kunnari en frá þurfi að segja, svo sem hið nýútkomna álit milliþinganefndarinnar, sem þeir áttu sæti í, ber svo glögg merki um; er nú þess að vænta, að stjórnin bregðist vel við og hrindi í framkvæmd afdráttar- laust þeim tillögum nefndarinnar, sem mestu máli skipta og til raunverulegra úrbóta horfa. Blaðið Winnipeg Free Press hefir látið þannig um mælt, að þegar Dr. Thompson taki til máls hlusti allur þingheimur og mun slíkt eigi sagt út í hött, því ræður hans mótast af rökvísi og alvöruþunga; þá flutti og Chris Halldórsson næsta íhyglisverða ræðu á nýafstöðnu þingi, er fjallaði um mannúðarmálin og þann smásmugulega líf- eyri, sem blessuðu gamla fólkinu er ætlað að draga fram lífið á, segi og skrifa þessum fjörutíu dollurum á mánuði. Mr. Halldórsson fór fram á það í ræðu sinni, að stjórnin veitti elliheimilum fjárstyrk nokkurn, þannig, að þau gætu aukið svo húsakost sinn, að aldrað fólk, sem í ýmissum tilfellum ætti í rauninni hvergi höfði sínu að að halla, þyrfti ekki að standa von úr viti á biðlista vegna þrengsla á þessum þörfu stofnunum; ekki fékk þó þessi fallega uppástunga byr í segl að sinni, en vonlaust mun ekki um, að hún verði tekin til alvarlegrar íhugunar á næsta þingi og einhverjar útbóta ákvarðanir teknar. Mr. Halldórsson skýrði frá því með óhrekjandi rökum, hve óhugsandi það væri, að gamalmenni, sem nálega alveg væru farin að heilsu, gætu sómasamlega séð sér farboða á þeim litla styrk af hálfu þess opinbera, er þeim væri skammtaður úr hnefa; benti hann jafnframt á það, hve allar lífsnauðsynjar hefðu stigið í verði og væru nú dýrari en jafnvel nokkru sinni fyr í sögu þjóðarinnar; af þessari ástæðu kvaðst hann telja sér skylt, að greiða atkvæði með tillögu Mr. Grays, C. C. F., Winnipeg North, er í þá átt gekk, að fylkisstjórnin hækkaði. lítillega ellistyrkinn við það fólk, er verst væri á vegi statt; ekki fann þessi tillaga heldur náð í augum háttvirts þingmeirihluta og var feld; vafalaust verður hliðstæð tillaga borin upp á næsta þingi og kvaðst Mr. Halldórsson ekki úrkula vonar um, að henni kynni þá að reiða vitund betur af. Auk afskipta sinna af fiskimálunum, lét Dr. Thompson menta- og heilbrigðismálin til sín taka og reyndist þar sem annars staðar góður liðsmaður. Að því er þinghæfni viðkemur eru þeir Dr. Thompson og Mr. Halldórsson langt fyrir ofan meðallag og ráðherra- embættum að öllu leyti vaxnir. Efnismikil og prýðileg skáldsaga Eftir prófessor RICHARD BECK Með fyrstu skáldsögu sinni, | " Braaðurnir í Grashaga (1935), innar hnígur, með vaxandi sýndi Guðmundur Daníelsson þunga, markvisst að áhrifarík- það þegar ötvírætt, að með hon- ; um og vel rökstuddum lokum um bjó óvenjulega rík skáld- sögunnar. gáfa, sem gaf fyrirheit um bók- menntaleg afrek af hans hálfu, er hann hefði þroskað og tamið hina miklu skapandi hæfileika einnig prýðisvel gerðar, lifandi, sína og náð föstum tökum á list- gæddar holdi og blóði, og það, rænni tækni í sagnagerð. sem mest er um vert, sálarlíf Á margan hátt hafa þau fyrir- þeirra túlkað af djúpu innsæi heit ræzt með fyrri ritum hans og listrænni nærfærni. Og í í bundnu máli og óbundnu, því sambandi við raunsannar og að hann hefir óneitanlega ort snjallar lýsingar Guðmundar í snjöll ljóð og fögur, samið þessari skáldsögu hans, má snilldarlegar smásögur og prýði- minna á það grundvallaratriði, legar ferðabækur. Leikrit hans sem Kristmann Guðmundsson Mannlýsingarnar, hvort held- ur er um aðalpersónurnar eða aukapersónurnar að ræða, eru ! 6ltans, er hann sagði: „En, eins ir, sem úrslitum ráða, andleg barátta, stundum sjúkleg, en alltaf mannræn". Og af þessu leiðir annars veg- ar hitt, að mönnum getur auð- veldlega sést yfir það, sem mestu máli skiptir í slíkri skáldsögu, og þá jafnframt yfir snilld henn- ar. Að þessu atriði dró Krist- mann athyglina í fyrrnfefndum ritdómi sínum um Musieri eru einnig að ýmsu leyti at- hyglisverð og margt vel um eldri skáldsögur hans, tilþrif í efnismeðferð, svipmiklar mann- lýsingar og náttúrulýsingar, lit- auðugur og magni þrunginn stíll, þó að hinu sé ekki að neita, að nokkuð hefir á það skort, að skáldsögur þessar væru eins heil steyptar og æskilegt væri. En í því efni hefir Guðmundur verið að sækja í sig veðrið, því að óhætt mun mega segja, að af lengri skáldsögum hans, fram til hinnar nýjustu, hafi hann náð lengst í listrænni fullkomnun í skáldsögu sinni næst á undan, í fjallskugganum (1950), sem er í heild sinni áhrifamikil lýsing örlagaríkra atburða og sambæri- leg að þróttmiklu málfari. Og þessi skáldsaga hans benti jafnframt fram á við, því að þær miklu vonir um framtíðarafrek höfundarins, sem hún vakti hjá glöggskyggnum lesendum, hafa nú orðið að glæsilegum veru- leika með síðustu skáldsögu hans, Musleri óllans, er út kom á vegum Bókaútgáfu Menning- arsjóðs í Reykjavík síðastliðið haust. Hefir þessi nýjasta skáldsaga Guðmundar einnig hlotið að verðugu mikið lof hinna dóm- bærustu manna heima á ætt- jörðinni, er telja hana réttilega heilsteypt skáldverk, efnismikið, tímabært, prýðilega úr garði gert um sálræna túlkun, list- rænan frásagnarhátt og málblæ. Skáldsaga þessi gerist á árun- um 1910 til 1929, sögusviðið eru átthagar höfundar, uppsveitir Rangárvallasýslu, eða eins og hann orðaði það á eftirtektar- verðan hátt í merkilegu viðtali við Alþýðublaðið (26. sept. 1953): „Sá blettur landsins, sem ég er kunnugastur, þar sem rætur mínar standa í jörðu, þar sem mér hefur flest dottið í hug, þar sem ég hef séð og heyrt fleira markvert en annars staðar í heiminum, þar sem ég hef geng- ið berfættur um jörðina eða á þvengjuðum leðurskóm, stund- um gatslitnum, í öllum veðrum, í dagsbirtu, ljósaskiptum og myrkri, þar sem ég hef svo lengi horft á hlutina, að mér fannst ég að lokum sjá hvernig þeir væru að innan, — það er þarna, sem nýja sagan gerist“. Margir koma hér við sögu, konur og karlar, en aðalpersón- ur sögunnar eru þau Eyrún Bjarnadóttir og Greipur Finn- bogason, og er sagan um annað fram harmsaga þeirra, átakan- leg og ósjaldan ömurleg, því að hún er sögð með vægðarlausu raunsæi, en jafnframt með sam- úðarríkum skilningi; og að síð- ustu verður þessi örlagaþunga saga þeirra Eyrúnar og Greips sigursaga þeirra, því að í sögu- lok standa þau hrósandi sigri yfir þeim máttarvöldum, ástríð- unni og óttanum, sem haldið hafa þeim föstum í járngreipum sínum. Dýru verði hafa þau, að vonum, keypt þá sigurvinningu, en hún er þá einnig samtímis á traustu bjargi byggð og spáir góðu um framtíðarheill þeirra. í fyrrnefndu blaðaviðtali um söguna fórust höfundi, meðal annars, þannig orð: „Mitt mark- mið var að segja sögu og segja hana vel“. Það hefir honum tekizt með ágætum. Þessi skáldsaga hans er gerð af mikilli tækni, samfelld að efni, og straumur frásagnar- rithöfundur lagði réttilega á- herzlu á í eftirfarandi ummæl- um í ágætum ritdómi sínum um söguna (Morgunblaðið 9. des. 1953): „Hann hefur lært þá örð- ugu list að þróa persónur sínar, veita þeim sjálfstætt líf, byggt á rökum efnisheildarinnar, láta örlagaveður athafna, erfða og kennda, leika um þær og skapa þeim kosti“. Þetta er vel mælt og viturlega, enda talað út frá langri reynslu í skáldsagnagerð. Sannleikurinn er einnig sá, eins og Helgi Sæmundsson benti á í snjöllum ritdómi sínum í Alþýðublaðinu (1. des. 1953), að Guðmundur hefir í þessari nýj- ustu skáldsögu sinni bæði færst í fang mikið vandaverk og um leið víkkað landnám sitt í ríki skáldskaparins, því að augljós- lega er það miklu vandasamara verk að túlka hið innra líf manna, heldur en ytri atburði æviferils þeirra; eða eins og Helgi segir um þessa skáldsögu Guðmundar: „Hann hafnar hér þeim ytri stórfengleik, sem ein- kennir beztu skáldsögur hans hingað til. Musleri óllans er í ætt við snjöllustu smásögur Guðmundar, en viðameiri og ris- hærri. Guðmundur leggur aðal- áherzluna á könnun sálarlífsins í þessari sögu, vettvangur henn- ar er mannssálin og viðburðirn- og önnur góð skáldverk, er hún ekki auðskilin við skjótan lestur; hún leynir á sér. Guðmundur hefur skarpa skynjun á hinu frumstæða og upprunalega í manneðlinu, og í sumum per- sónum sínum grefur hann djúpt“. Og þetta er meir en þess virði að endurtakast, því að það getur glöggvað væntanlegum lesanda skilning á sögunni sam- hliða réttmætara mati á henni. Margar atburðalýsingar eru einnig áhrifamiklar mjög, sam- tölin ósjaldan meistaralega gerð, stíllinn löngum hnitmiðaður og fellur ágætlega að efninu, fág- aður, en þó þrunginn dulrænu magni. Hefir Guðmundi aldrei betur tekizt í löngu máli að beina hinni auðugu stílgáfu sinni í listrænan farveg; ágætt dæmi þess er það, hversu vel hann stillir í hóf markvissum náttúrulýsingum sínum og sam- ræmir þær frásögninni. Þá hefir Guðmundi tekizt það í þessari skáldsögu sinni, sem er einkenni hinna sönnu og miklu skálda, en það er að sjá og sýna öðrum hið stóra í hinu smáa. Viturlega hefir hann valið sér sögusvið, er honum var þaul- kunnugt, en túlkað innra líf og örlög þess fólks, sem lifir lífi sínu á því þröngva sviði, með þeim hætti, að sagan verður sannmannleg, speglar baráttu samtíðarmanna hvarvetna við þau máttarvöld, sem hér eru að verki, og öðlast þá um leið al- mennt gildi. Á þetta bendir nafngift sögunnar ein sér, en um það atriði fór höfundur þessum orðum, er hann var spurður i fyrrnefndu viðtali, hvort heiti hennar, Musleri óllans, væri táknrænt nafn: „Ójá, meðfram. Allir eiga sér einhvern guð og tilbiðja hann leynt eða ljóst, nauðugir eða viljugir, í því musteri, sem þeir reisa honum. Musteri óttans get- ur verið ein mannleg sál, einn hellisskúti á afskekktum stað, eða allur heimurinn. Ég gat ekki fundið þessari sögu neitt nafn, sem betur hæfði andrúmslofti hennar, enda þó ástin og einkum móðurástin sé sterkasta drif- fjöður atburðanna í henni“. Eðlilega hafa þeir glögg- skyggnu rithöfundar heima á ættjörðinni, er ritað hafa um söguna, þá einnig lagt áherzlu á algildi hennar, svo sem þeir Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur (í Vísi 5. des. 1953) og séra Sigurður Einarsson skáld, er báðir fóru um hana miklum lofsyrðum; féllu þeim mjög orð á sama veg um fyrrgreint megin atriði, og eru þessi ummmæli séra Sigurðar (Tíminn 6. des. 1953): „Sviðið tekur á sig dýpt vorr- ar hrjáðu samtíðar, og er þó Suðurlandið eins og vér þekkj- um það öll. Og þunginn í örlög- um þessa fólks, svo einfalt og ljóst sem það er, dregur í sig súg og sveljanda af örlögum heillar kynslóðar, kvöl hennar, angist, afþrotum, hjátrú, ástríðu og grimmd. Það mætir manni allt í hnotskurn þessa takmarkaða umhverfis, í samskiptum þessa fámenna hóps“. Guðmundur Daníelsson hefir unnið mikinn sigur með þessari skáldsögu sinni og vaxið af henni að sama skapi. Má þvi óhætt óska honum af heilum huga til hamingju með þá bók- menntalegu sigurvinningu, og þess með, að sem flestar jafn glæsilegar megi á eftir fara, enda verður mikils af honum vænst í framtíðinni. Bókaútgáfu Menningarsjóðs ber einnig að þakka það, að hún gaf út þessa efnismiklu og um allt prýðilegu skáldsögu. Hún er bæði höfundi og útgefanda til hins mesta sóma. Hveitið er dýrara í Canada en á íslandi — Fréílabréf frá Nýja-íslandi — Norður Nýja-Island, 16. febrúar 1954. Veðrið hér í Norður Nýja-ls- landi var mjög kalt í janúar- mánuði. Frostið fór upp í 47 stig. Snjór var töluverður og eins og geta má nærri var lítið hægt að gera úti í slíku veðurfari. — Fuglar þyrptust heim að húsum og bæjum í leit að brauðmolum eða korni og messuföll urðu í sveitasóknunum Víði, Geysi og Hnausum. Hér er ýmislegt, sem vekur athygli þeirra manna, sem eru nýkomnir frá heimalandinu. Verðið á öllu er t. d. hærra hér en á íslandi. — Manni finnst það einkennilegt að hveitipok- inn kosti meira í Canada en á íslandi og sérstaklega núna, þegar korngeymslurnar standa fullar af óseldu korni. Ríkis- stjórn þessa lands, finnst okkur, geri lítið fyrir fólkið, en þar af leiðandi eru mjög lágir skattar. í veikindatilfellum er maður illa staddur, ef maður borgar ekki í „Bláa krossinn“, — stofn- un, sem greiðir hluta af sjúkra- húskostnaði, en ekkert fyrir læknisaðgerðir. Uppskurður hér getur kostað frá nokkrum doll- urum upp í 300 dollara eftir þörf sjúklingsins. Ljósmæður eru í flestum til- fellum úr sögunni og venjulega taka læknar 80—120 dollara fyrir að taka á móti barni á sjúkrahúsi. Með öllu kostar það hér um bil kr. 3.500,00 að koma barni í heiminn. Það er þess vegna ekki að undra, að fjöl- skyldur í Canada eru yfirleitt fámennar. Að vísu borgar ríkið dálitla meðgjöf með hverju barni, 5 dollara til að byrja með, sem hækkar upp í 8 dollara, þeg- ar barnið er orðið átta ára. Þessi styrkur er borgaður mánaðar- lega frá hverri fylkisstjórn. Ef til vill er íslenzkasta sveit í Vesturheimi Geysisbyggð í Árborg-Riverton prestakalli. — Allir þar tala mjög góða ís- lenzku, jafnvel börnin, og ís- lenzkan hefir verið varðveitt þar betur en annars staðar utan Islands. Árborg, sem stendur á bökk- um íslendingafljótsins, er orð- inn blandaður bær, með íslend- ingum, Pólverjum og Hvít- Rússum, og að undanförnu hafa nokkrir Þjóðverjar flutzt í bæ- inn frá Þýzkalandi. Hins vegar er Riverton miklu íslenzkari bær. Flest allir ráðandi menn þar eru af íslenzku bergi brotn- ir, og rétt fyrir utan bæinn, sem hefir 1000 íbúa, býr Guttormur Guttormsson skáld, á góðri jörð. Kirkjulífið meðal Vestur-ls- lendinga stendur hvívetna í miklum blóma og alls staðar eru kirkjur stór og falleg hús og fólkið í heild fórnar miklu fyrir málefni kirkjunnar. Kvenfélög eru sterk og vinna inn mikla peninga fyrir starfsemi kirkj- unnar á einn eða annan hátt, t. d. taka þau að sér að sjá um alls konar veizlur, gefa að mestu leyti matinn og þjónustu og auðvitað tímann, sem er oft dýr- mætur liður fyrir húsmæðurnar. Um félagslífið er það að segja, að á veturnar eru Curling og Is- Hockey aðalskemmtanir. Curl- ing er gamall skozkur leikur, og bæði karlar og konur taka þátt í honum. Hver leikmaður, en þeir eru fjórir í hvorum flokki, hefir tvo kringlótta steina, hvorn 42 ensk pund að þyngd, sem hann á að skoppa yfir ís- lengju, 20 metra að lengd, á vissan stað. Flokkurinn, sem getur komið steinunum á stað- inn, eða næst honum, vinnur. Til þess að vera góður í Curling- leik verður maður að vera mjög nákvæmur og þekkja ísinn, sem leikið er á. Vestur-íslendingar eru 'flestir góðir á skautum og það eru margir ungir menn af íslenzkum ættum í Manitoba, sem skara fram úr í Is-Hockey. Sumir eru atvinnumenn, eins og lyfjafræð- ingurinn í Árborg, sem ferðaðist í Evrópu með frægu canadísku félagi fyrir nokkrum árum. I Norður Nýja-Islandi er nú i undirbúningi að stofna knatt- spyrnufélag. Það er vaxandi á- hugi fyrir knattspyrnu í Mani- tobafylki, og það er aðallega Skotum að þakka. Alexander- völlurinn verður fullgerður 1 sumar í Winnipeg og verður hann bezti knattspyrnuvöllur i Norður-Ameríku. Ég álít, að hér séu góð efni í knattspyrnumenn og með æfingu ættu þeir að geta komist í B-deildina og keppa við Winnipeg-félögin. Þjóðræknisþing Vestur-Islend- inga byrjar í Winnipeg eftir viku og stendur yfir í þrjá daga- Þingið verður sett af forseta félagsins, dr. theol. Valdimar J- Eylands, og daginn áður messar séra Bragi Friðriksson í Fyrstu lútersku kirkju, þá er búist við að flestir fulltrúar verði mættir> sem koma til Winnipeg til a^ sitja þingið. Séra Bragi, sem var vígður í Dómkirkjunni til starfs hér vestan hafs, er í Lundar- prestakalli. Hann og kona hans, frú Katrín Eyjólfsdóttir, eru mjög vinsæl meðal sóknarbarn3 sinna. Ungi presturinn þykir glæsimenni, bæði utan kirkju og innan, og prédikar vel á báðum málum. Atvinnan hefir verið me skornum skammti í vetur fiskurinn í báðum vötnununi' Winnipeg- og Manitobavatni- hefir brugðist. LandbúnaðurinU stendur á fastari grundvelli, eI] samt er enn töluvert mikið a korni óselt. Margir bændur hai^ það fyrir sið ,að rækta korni sitt á sumrin á ökrum, sem erl1 Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.