Lögberg - 15.04.1954, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.04.1954, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. APRIL 1954 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið at hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Raddir æskunnar Þótt nú sé nokkuð umliðið frá þeim tíma, er síðasta þjóðræknisþingi sleit, bergmála vafalaust enn í eyrum margra, sem þingið sóttu, tærar raddir vestur-íslenzkrar æsku, er settu sérstætt svipmót á samkomur þess; á Fróns- mótinu skemtu þær Lilja Eylands og Lorna Stefánsson frá Gimli, er heilluðu hugi hlustenda sinna með fögrum raddblæ og næmri tóntúlkun; meðferð þeirra á íslenzkri tungu var ákjósanleg; þá var það engu síður heillandi, að hlusta á raddir æskunnar úr Norður-Nýja-fslandi á loka- samkomu þingsins af vörum Sæmundsson-, Wopnford- og Pálsson-stúlknanna; hjarta þeirra, sem viðstaddir voru og eigi urðu snortnir djúpri hrifningu, hafi nokkur verið þar, sem þannig var ástatt með, hlýtur að hafa verið úr „skrítn- um steini“, eins og Þorsteinn Erlingsson einhverju sinni orðaði það. / Áminstar raddir tóku að minsta kosti af öll tvímæli um það, hverju ást foreldranna á íslenzkri tungu fær áorkað og hversu æskan er móttækileg fyrir fegurð ljóðs og lags á íslenzku sé henni fenginn í hendur lykillinn, er að slíku völundarhúsi gengur. Hvað er nú orðið um Laugardagsskólana, er á sínum tíma intu af hendi ómetanlegt og þakkarvert þjóðræknis- starf? Er ekki ástæða til að hefjast handa á ný um endur- vakningu þeirra og skera upp herör jafnt í borg sem bygð varðandi kenslu í íslenzku hvar, sem því verður viðkomið? Og því má víða koma við, skorti hvorki einlægni né drenglund. Fyrsta, eina og æðsta boðorð allra þjóðræknissinnaðra manna ætti að vera það, að veita æskunni aðgang að heilsu- brunnum íslenzkrar menningar með raunhæfri þekkingu á verðmætum vorrar tignu tungu. ☆ ☆ ☆ Upprisa og endurfæðing Páskahátíðin, upprisuhátíðin mikla, sem kristnir menn telja meðal stórhátíða sinna, fer nú í hönd; atburðurinn, sem hún er helguð og tengd við, er kunnugri en frá þurfi að segja, fyrirheitið um alsælu og ævarandi líf. Páskana ber upp á þá árstíð, er máttarvöld vetrar taka að lúta í lægra haldi og gróðurmögnin fá yfirhönd; hvar- vetna blasir við upprisa og endurfæðing; öfl, sem sýndust sofa, eru vakin til söngs og starfs. Til nýlífs fæðist sérhvert blóm og blað, nú blæðir út frá vorsins hjartastað ein vaxtarelfur öllum máttarmeiri. Og moldin kniplar grænan gróðrarserk. Nú gerist lífsins æðsta kraftaverk, í frjógvan haga breytist blásin eyri. Að vaxa inn í vor og sumar, er takmark alls lífs. ☆ ☆ ☆ Rónyrkja Svo skammsýnir eru mennirnir tíðum og gráðugir, að þeir horfa ekki í það fyrir stundarhagnað, að arðræna þannig móðurmoldina, að hún sé í flagi, er komandi kyn- slóðir taka við. Sé þetta ekki glæpsamlegt, hvað er það þá? Sennilega hafa flest lönd meira og minna af rányrkju að segja, en það bætir hvorki úr skák né réttlætir orðtakið, að sætt sé sameiginlegt skipbrot. 1 þessu landi, eins og víða annars staðar, hefir rán- yrkjan skotið hugsandi mönnum skelk í bringu. í Austur-Canada gekk skógarhögg lengi svo úr hófi, að miljópir ekra stóðu naktar og rúnar með öllu sínu upphaf- lega nytjaskrúði, og þótt alvarlegar ákvarðanir hafi verið gerðar til úrbóta og endurgræðslu, sýpur samtíð og framtíð bragðbiturt seyði af syndum feðranna í þessa átt. Ahrifamenn á vettvangi stjórnmála, athafna og iðju, hafa ár eftir ár brýnt fyrir þjóðinni nauðsynina á því, að gæta þannig náttúrufríðinda landsins, að næstu kynslóð- irnar stæðu ekki uppi öldungis ráðþrota; óneitanlega hefir almenningsálitið vegna slíkrq og annara eggjana, nokkuð breyzt til hins betra, þótt auðsýnt sé, að betur má ef duga skal; þó tortíming skóganna hafi einkum verið hér gerð að umtalsefni, hefir rányrkjan illu heilli víðar gert vart við sig, svo sem á búgörðum og í veiðivötnum. Náttúrufríðindi hverrar þjóðar um sig eru eign þjóðar- innar allrar og mega ekki undir neinum kringumstæðum verða taumlausri græðgi nokkurra einstaklinga að bráð. ☆ ☆ ☆ Liberalar velja sér foringja Á föstudaginn var hélt Liberalflokkurinn í Ontario árs- þing sitt í Toronto, er það verkefni einkum hafði með hönd- um, að velja sér fylkisforingja; lengi vel var þess vænst, að William Benedickson, sambandsþingmaður fyrir Rainy- River kjördæmið, tækist á hendur flokksforustuna, en hann baðst undan kosningu. Er til atkvæðagreiðslu kom, voru aðeins tveir í kjöri, þeir Farquhar Oliver, framsögumaður flokksins í fylkis- þinginu og Albert Wren, fylkisþingmaður fyrir Kenora- kjördæmið; leikslok urðu þau, að Mr. Oliver var kjörinn til flokksforustunnar með 420 atkvæðum gegn 126. Hann stendur rétt á fimmtugu og hefir um langt skeið stundað búskap í stórum stíl. Fjölþætt og snjöll ferðabók Eftir prófessor RICHARD BECK 1 hvert sinn, er ég les nýja og skemmtilega ferðasögu, minnist ég fleygra orða skáldsins: „Að sitja kyrr á sama stað og samt að vera’ að ferðast“. Þær mark- vissu ljóðlínur hafa orðið mér sérstaklega ofarlega í huga við lestur ferðabókar Sigurðar Magnússonar kennara í Reykja- vík, Vegur var yfir, er var ein af mörgum og merkum bókum cg athyglisverðum, sem Bóka- utgáfan Norðri gaf út síðast- liðið haust. Jafnframt sem þessi bók Sigurðar er fjölþætt að efni cg meðferð þess snjöll, eins og enn mun sagt verða, er hún hin vandaðasta að öllum frágangi, prýdd myndum, sem höfundur- inn hefir sjálfur tekið á ferðum sínum, er auka bæði á fræði- og skemmtigildi hennar, færir frá- sögnina nær lesandanum, því að áhrif hennar verða tvígild, þegar menn líta atburði og staði hug- skotssjónum og eigin augum samtímis. Þó að þetta sé fyrsta bók Sig- urðar Magnússonar, þá fer því íjarri, að hann sé nokkur ný- græðingur í ritmennskunni; sannleikurinn er sá, að hann er orðinn þjóðkunnur maður heima á ættjörðinni fyrir snjallar rit- gerðir sínar og ágæt útvarps- erindi; enda getur engum þeim, sem lesið hefir ferðalýsingar hans eða aðrar ritsmíðar, dulist það, að þar heldur á pennanum maður, sem er óvenjulega glögg- skyggn á menn og atburði, og er í ríkum mæli gæddur þeim hæfileika að geta fært það, sem fyrir sjónir hans ber, í lifandi og litaríkan búning máls og mynda. Þetta verður enn Ijósara en aður, þegar menn lesa hið nýja safn ferðalýsinga hans, sem allar eiga sammerkt um það, að vera prýðisvel samdar, fróðlegar og skemmtilegar. Sigurður nefnir bók sína Vegur var yfir, og gefur með því heiti hennar réttilega í skyn, að hann hefir löngum ferðast „efri leiðina“ á þessum atburðaríku og oft harla ævintýralegu lang- ferðum sínum, og þá sérstaklega með flugvélum Loftleiða. Hann hefir verið maður svo víðförull, að til forna myndi hann hafa nefndur verið Sigurður víðförli. í þeim þrettán ferðaþáttum, sem eru í bók hans, segir frá ferðum hans í þrem álfum heims, og raunar fjórum, því að vikið er þar einnig að för hans í hina fjórðu álfuna. Kennir hér þess vegna sannarlega margra grasa og þeirra góðra að sama skapi, svo að einkennilega mun þeim lesanda farið, er slæst í för með höfundi og ekki hrífst með af frásagnargleði hans, ljóslifandi lýsingum hans á fjölbreyttum viðfangsefnum, léttum stíl hans og góðlátlegri kímni. í fyrsta þættinum greinir frá Skotlands- og Englandsferð, og er þar á mjög skemmtilegan hátt lýst heimsókn brezku konungs- í------------------------------ fjölskyldunnar til Edinborgar, og ennfremur eru í þættinum einkar snjallar lýsingar á víð- frægu vaxmyndasafni Madame Tussaud í Lundúnum og á Hyde Park, hinum einstæða almenn- mgsgarði í hjarta heimsborgar- innar. Annar kafli, „Vestan hafs og austan“, er bæði prýðisvel skráð- ur og hefir auk þess sérstakt sögulegt gildi, því að þar er lýst fyrsta íslenzku áætlunarflugi til Ameríku, er markaði jafnframt þáttaskil í sögu íslenzkra flug- ferða og samgöngumála. í þætti þessum er einnig sagt frá hóp- íerðum Islendinga til Norður- landa, meðal annars sigurför söngflokksins „Geysis“ á Akur- eyri til Noregs sumarið 1952. í þriðja þætti, „Hebreahæð“, víkur sögunni til Stuttgart, og kveður þar mjög við annan tón, því að þar greinir frá ævintýra- legum viðskiptum við svarta- markaðsbrask suður þar. Tveir næstu kaflarnir, „Sam- eignarþorp í lsrael“ og „Shalom- draumur og veruleiki“, fjalla um Gyðingaland hið nýja; lýsir fyrri kaflinn á sérstaklega skilmerki- legan og skilningsríkan hátt mjög merkilegu þjóðfélagsfyrir- brigði, en í seinni kaflanum eru þung örlög Gyðingaþjóðarinnar túlkuð með samúðarríkum og listrænum hætti, er grípur hug lesandans föstum tökum. Hverfur höfundur nú aftur norður á bóginn, og er sjötti þáttur, „Yfir Dumbshafi — úti í Tröllabotni", ítarleg og mjög greinargóð og glögg lýsing á flutningaferð loftleiðina til Grænlands í ágúst 1951; en í sjö- unda kafla, „Numið staðar í Noregi“, er mjög skemmtilega iýst för til fjalla og selja í svip- miklu landi forfeðra vorra og frænda. Síðari hluti bókarinnar mun þó flestum íslenzkum lesendum enn nýstárlegri en fyrri hlutinn, þó prýðilegur sé og fróðlegur um margt, því að í seinni þáttunum lýsir höfundur ferðum sínum til Austurlanda; eru þeir þættir hver öðrum snjallari og bera ágætt vitni næmri athyglisgáfu hans og miklum frásagnarhæfi- leikum. „Hreppaflutningur í Hong Kong“ segir frá dvöl höfundar á sjúkrahúsi þar í morg, er tvísýnt var um líf hans af hitasótt; sem betur fór, biðu hans eigi þau ör- lög að ljúka ævidögum austur þar, fjarri ættjarðarströndum; og í greininni „Horft yfir Hong Kong“ lýsir hann útsýn af V ictoríutindi yfir þá miklu merkisborg, rekur sögu hennar í megindráttum, og lýsir lífinu í Lskimannabæ á þeim slóðum og ferð „upp í sveit“ í nágrenni borgarinnar. Næstu tveir ferðaþættirnir eru frá Thailandi, eða Síam, eins og það nefndist, þegar ég og aðrir jafnaldrar mínir vorum að læra landafræði á yngri árum. „Frá landi hvítra, helgra fíla“ er prýðisgóð frásögn um land og þjóðhætti, en kaflinn „Barist í Bangkok" er bráðlifandi og hressileg lýsing á þjóðaríþrótt þeirra Thailendinga, sérkenni- samblandi hnefaleiks og glímu, grimmilegum leik og ófögrum. 1 kaflanum „Siglt yfir sögu- slóðir“ er komið víða við o'g brugðið upp glöggum svip- myndum af ýmsum þeim ævin- týrum, sem höfundurinn rataði í þegar hann var í Austurför sinni. Lokakaflinn, „Fljótið“, lýsir s.'ðan bátsferð á Menam fljóti í Thailandi, og er sú frásögn frá- bærlega samin, bæði um glögg- skyggni og listræna efnismeð- ierð, og get ég tekið heilum huga Vísir hefir viðað að sér ver- tíðarfregnum frá Austur- og Norðausturlandi og aust- ari hluta Norðurlands, og eru þær eftirfarandi, miðað við miðjan mánuðinn: Djúpivogur Þaðan róa 3 bátar með línu. Afli hefir verið góður. Allt að 17 skpd. Einn bátur, „Víðir“ er á útilegu syðra. í Breiðdalsvík og Stöðvarfirði er engin útgerð að sinni. F áskrúðsfjörður Þaðan róa 2 bátar. Gæftir hafa verið stirðar, en sæmilegur afli, þegar gefur á sjó. Reyðarfjörður Þar er gerður út einn bátur og er hann á útilegu. Hefir hann aflað sæmilega. Eskifjörður Þaðan verða gerðir út 3 bátar. Tveir eru þegar byrjaðir. Annar er heima og hefir hann aflað vel. Hinn er syðra, en sá þriðji er ekki byrjaður ennþá. » Norðfjörður Þaðan eru allir bátar gerðir út, nema einn, sem sennilega kemst ckki af stað vegna manneklu. Allir eru þeir syðra og eru tveir af þeim leigðir. Seyðisfjörður Þaðan ganga 2 bátar. Annar er syðra. Hinn er á útilegu að heiman ennþá. Afli er frekar tregur. 1 Borgarfirði og Bakkafirði er ekki róið. Frá Vopnafirði verða tveir bátar gerðir út, en byrja ckki að róa fyrr en seinna. Þórshöfn • Þaðan er enginn bátur gerður Út. Ein trilla hefir tvívegis farið á sjó og aflað vel. Á Raufarhöfn er engin útgerð. Þeir, sem róðra stunda á vorin, eru flestir syðra á bátum eða í írystihúsum. Húsavík Þaðan eru gerðir út 4 litlir undir þessi ummæli Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar um þá afbragðslýsingu (Morgun- blaðið, 13. des. 1953): „Með skáldlegu innsæi og ljóðrænni mýkt rekur hann sögu fljótsins og mannanna, sem lifa á bökk- um þess öld fram af öld, unz for- tíð sameinast framtíð í draumi augnabliksins, og þetta er ekki saga Thailendinga og fljótsins Menam, heldur tímans mikla móða, er rennur hjá“. Á þeim hátindi ferðalýsinga hans sæmir svo vel að skilja við Sigurð Magnússon að sinni, þakka honum ágæta leiðsögn og skemmtun, og kveðja hann með þeirri ósk, að maður megi fá meira frá honum að heyra, því þetta ferðaþáttasafn hans er á- gætur fengur íslenzkum ferða- bókmenntum og landalýsingum- bátar og hafa aflað mjög vel- Ógæftir hafa hamlað róðrum- Stærri bátarnir þrír eru gerðir út syðra. Akureyri Allir bátar þaðan, sem tilbúnir eru til róðra, eru syðra. Á smá- báta var góður afli austur í álum, rneðan síldin var í Pollinum en síðan tregt, enda lítið strmdað. Siglufjörður Þaðan róa 2 litlir bátar og hafa aflað vel. V eðráttan Um hana má segja, að hún hefir verið einstök. Komið langt yfir miðþorra og aldrei fest snjo að heitið geti. Jörð var þíð og unnið að jarðabótum, eftir því sem bændum hefir komið bezt. Verstu fjallvegir hafa verið auðir. Eftir því sem menn segja í kauptúnunum fyrir austan og norðan munu útgjöld lækka að rr.un vegna lítils snjómoksturs, miðað við undanfarin ár. Aftur á móti hefir verið mjög vinda- ::amt og stormar tíðir. Hefir það hamlað mjög sjósókn, þar sem um hana er að ræða, t. d. í Húsa- vík. Þaðan róa bátar yfirleitt ut undir Grímsey eða austur undir Núpa (Rauðunúpa). •— Hvoru tveggja er löng og erfið leið 1 vondu veðri. Má þá nefna síð' asta róður (15./2.) eins bátsins þaðan. Hafði hann komizt undir Grímsey við illan leik og legið þar unz veðrinu slotaði og átti þá 11 bjóð ódregin. Eftir lVi sólarhring batnaði veðrið svo, að hann fór að hugsa til heimferðar og huga að línunni um leið; eu það fór nú þannig, að hann fanu ekkert af línunni, og er það mikill skaði fyrir smáútgerð að tapa svo miklu í einum róðri. Á þeim stöðum, sem ekki er útgerð, hafa menn farið suður a vertíð, sem kallað er, og þá fátt manna eftir heima. Yfirleitt mun atvinna vera sæmileg og víðast ágæt og hjálpa þar frystihúsin- —VÍSIR, 22. febr- Afli víða góður nyrðra og eystra, þegar á sjó gefur Hið nýja og glæsilega Hoiel Sieep Rock að Aiikokan í Oniario Nýlega hefir tekið til starfa í námubænum Atikokan í Ont ario-fylkinu nýtt og vandað hótel, sem gengur undir nafninu Hotel Steep Rock, sem talið er til fyrirmyndar meðal stórhýsa slíkrar tegundar í landinu; er það búið öllum þeim fullkomnustu þægindum, sem tækni nútímans kann skil á. — Annar meðeigandi þessa veglega gistihúss, er hinn framtakssami Islendingur, Mr. William Benedickson samban dsþingmaður Kenora-Rainy Riverkjördæmisins og aðstoðar- maður fjármálaráðherra á þingi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.