Lögberg - 15.04.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.04.1954, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. APRIL 1954 5 VIII I AU VI l\ESNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON VORIÐ ER KOMIÐ ÞORLEIFUR BJARNASON: llmurinn af daganna starfi Þegar ég vaknaði í morgun, leit út um gluggan og sá hve himininn var óvenju heiður og blár og sólin sveipaði alt um- hverfið björtum geislum, hugs- fð. ég: loksins er hið raunveru- xega og langþráða vor komið. Okkur hefir fundizt langt að bíða þess í þetta skipti. Út í goða veðrið verð ég að fara áður en eg byrja að skrifa þennan aálk! — Ég fæ mér dálítinn gongutúr; vorblærinn hlýr og bfgandi leikur um jörðina, sem enn er bleik þótt vetrarhamur- inn sé horfinn, en senn mun bún grænka og laufin springa út a frjánum. Mér koma í hug vísur frannesar Hafsteins: Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur; haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa a hagan grænan, hjarnið kalt■ himneskt er að lifa. f^essi inndæli morgun hefir Þrýst sér inn í sálir fólksins, sem ^aður mætir á götunni; það brosir ósjálfrátt; það er í sól- skinsskapi. ÞREYTA & þessum tíma árs kvarta niargir um þreytu; hinn langi Vetur á sennilega oft sök á því, eg of mikil innivera og kyrsetur; Pað er því um að gera að vera úti ains oft og lengi og hægt er að ^onaa því við, anda að sér hinu erska vorlofti og reyna að kom- ast 1 sem nánast samband við Pattúruna, og mun þá líkami og sál öðlast hlutdeild í endurnýj- unar-orku hennar. — Þreytan §etur líka orsakast af því, að hin °aglega fæða undanfarna mán- hefir ekki verið nægilega Íörefnarík, því ekki hefir verið Uni naikið úrval að ræða af nýj- ,‘rn garðávöxtum og aldinum. Idrei verður það of oft endur- ekið, hve nauðsynlegt það er c *Urn, að gefa mataræðinu §aum; þúsundir lækna viður- , enna nú, að undir fæðunni sé Ueilsan að miklu leyti komin. inn frægi læknir, William sler, hefir sagt, að þegar ekki Seu taldir næmir sjúkdómar eða nieiðsli, þá stafi öll önnur veiki a rangri eða óhollri fæðu og s aðlegum drykkjum í níutíu 1 fellum af hundraði. VITIMIN C. v ^alið er að C-fjörefnið komi í fyrir Þá óskiljanlegu þreytu, 4r ^argir kenna til sérstaklega |. v°rin, en þetta fjörefni er að nna j nýjum aldinum og garð- UmXtUm’ sérstakleSa 1 aPPelsin‘ ; lemons (cítrónum) „grape- ^njt, tómötum, káli, kartöflum _ ' Aldinsafi og ávaxtalögur ^u því hin beztu hressingarlyf. nrt 6-r a^ talca Það fram’ ai^ 1 ^Pelsínu- og cítrónuhýði er saf1^3 fíörefnum en í sjálfum a anurn. — Blandið saman Pelsínu- og cítrónusafa í stórt sltaf1^ utan af cítrónu- Ne^ t*.num °§ bætið í drykkinn. nokkð ^eSSa drykkJar daglega í þre frar vlkur °S nthugið, hvort Cjr^ utdfinningin hverfur ekki. aðHretrUlt"’ tómata-, gulrófu- og af p avaxtalegir, sem eru ríkir cjr , vltamin, fást í dósum og má a þá til tilbreytingar. u . leiðindi finni Sflr nalda Því fram, að fólk þess a°ÍV111 Þreytu’ ekki vegna helri’ Það sé líkamlega þreytt, j>e]r Ve§na þess, að því leiðist. Jos^urrar sk°ðunar er prófessor Seph>W L. Rathbone við Columbia háskólann, en hún hefir gert ýtarlegar rannsóknir varðandi orsakir þreytu og taugaspennings. Hún heldur því fram, að fólk sem þjáist sífelt af þreytu, skorti aðallega þrennt: nægilega líkamlega hreyfingu, félagslyndi og félagsskap við jafnaldra sína og nægilegan svefn. Það mætti nú segja, að hver og einn gæti veitt sér alla þá líkamlegu hreyfingu, sem hon- um er nauðsynleg, en þó er það svo, að margir verða svo yfir- bugaðir af þreytutilfinningunni, að þeir vilja helzt leggjast fyrir og hreyfa sig sem minnst. Þá er ekki um annað að gera, en að hrinda þessari tilhneigingu frá sér og þröngva sjálfum sér til að fara í ofurlitla gönguferð, eða gera ýms húsverk, sem kref j- ast áreynslu og hreyfingar, og er þá stundum undravert, hve fljótt þreytan hverfur, og áhugi a umhverfinu og tilverunni vaknar á ný. Maður er manns gaman, stendur þar; það eru fáir, sem ekki finna til leiðinda, ef þeir ekki eiga kost á samfélagi við annað fólk, helzt jafnaldra sína, í lengri eða skemmri tíma. Hús- mæður, sem eru bundnar hjá börnunum heima, eru daginn út og daginn inn án þess að eiga samneyti við annað fullorðið fólk; þær verða oft leiðigjarnar, og finna þá til óeðlilegrar þreytu. Þegar manneskjan á ekki að staðaldri kost á félags- skap með jafnöldrum sínum, og getur ekki skrafað við þá um á- hugamál sín, hlegið með þeim, fagnað með þeim og syrgt með þeim, finnur hún til einstæðings- skapar og hugarvíls, sem síðan snýst upp í leiðindi og þreytu. Það er ekki að ástæðulausu, að margar konur talast við tímun- um saman í símann við vinkon- ur sínar; þannig fá þær útrás, sem þeim er nauðsynleg. — Og svefninn er mikil líknar- gjöf; allar áhyggjur hverfa um stundarsakir, og að nægilegum svefni loknum, rís manneskjan á fætur endurnýjuð á líkama og sál. Þessi tilhögun forsjónarinn- ar er dásamleg, en hverjum er i sjálfsvald sett, hvort hann hlítir henni; jafnan hefnir það sín þó á einhvern hátt, ef lög náttúrunnar eru brotin, og ein log hennar eru þessi: að hver manneskja verði að njóta á- kveðins svefnstíma og hvíldar til þess að vera fullkomlega heilbrigð. — NJÓTUM VORSINS Hvernig á þá að njóta vorsins í fylzta mæli? Vera úti eins oft og lengi og maður á kost á; ganga úti daglega, langt eða skammt; soga djúpt niður í lungu hið ferska loft; njóta yls, litbrigða, sólskins og fegurðar vorsins; taka eftir, hve sam- ferðafólkið verður líflegra og gleðlegra; komast í sem nánast samband við hin vaknandi og gróandi öfl vorsins; neyta þeirr- ar hollustu fæðu, sem völ er á, fæðu, sem græðir og styrkir; yfirbuga leiðindi og þreytu með líkamlegri þjálfun, vinalegum og skemmtilegum félagsskap, og nægilegum svefni og hvíld. Og síðast en ekki sízt, að efla traust sitt til guðs og manna og finna til þess af dýpstu tilfinningu og sannfæringu hve „himneskt er að lifa“. Því hefir verið haldið fram, að hér á landi væri orðið erfitt að ná því takmarki, að verða það ljóðskáld, sem vekti aðdáun al- mennings og stæðist listrænar kröfur um ljóðagerð. Ég hygg þó, að séra Sigurði Einarssyni hafi tekizt þetta með tveim seinustu ljóðabókum sínum, en sérstak- lega þó með hinni seinustu — „Undir stjörnum og sól“. í meira en tuttugu ár hefir séra Sigurður staðið í fremstu röð þeirra manna, sem mest hefir kveðið að í andlegu lífi okkar. Hann hefir verið meistari hins talaða og ritaða orðs, og segja má, að fátt hafi hann látið sér cviðkomandi. Skyggnum augum hefir hann séð refskák þeirra reginafla, sem ráðið hafa örlög- um milljónanna í stríðandi heimi. Af næmleik hefir hann skynjað seið þeirra gerninga, sem grófu um sig manni og menningu til falls, og hann hef. ir sjaldan látið undir höfuð leggjast að benda á hættuna, vitandi það, að — sál vor á meiri aðild í heimsins harmi en heyrn vor og sýn af mannlegu böli reynir — eins og hann sjálfur kemst að orði í einu kvæði sínu í hinni nýju ljóðabók. En Sig- urði hefir ekki brugðizt trúin á lífið, þótt hann hafi skynjað bet- ur en aðrir váleg veður í lofti og ofurþunga óttans í mannlegum hjörtum. Hann hefir barizt hart fyrir réttindum þeirra, sem minnst hafa mátt sín. Af þrótt- rnikilli mælsku og orðkyngi hef- ii hann varið málstað hins um- komulausa, en einnig dáð ham- ingju starfsins í sveit og við sió. Það var snemma vitað, að séra Sigurður væri skáld, sem réði yfir mikilli orðgnótt og frjórri hugsun. Árið 1930 gaf hann út fvrstu ljóðabók sína — „Hamar og sigð“. — Ljóðin í þeirri bók báru vitni um orðsnjallan höf- und, sem lá svo mikið á hjarta, að hann gaf sér ekki tíma til þess að sverfa ljóð sín til full- kominnar listar. Hann varð að flýta sér að segja almenningi sannleikann um rétt hans og skyldur í átökum nýrra tíma. — Og árin liðu. Séra Sigurður flutti fjölda útvarpserinda, skrifaði ó- teljandi blaða- og tímaritsgrein- ir, gaf út bækur og hélt sér jafn- an þar sem orustan var hörðust í þjóðfélags- og menningarmálum. En það var eins og hann hefði ýtt frá sér þörfinni að tjá sig í ljóði eða gæfi sér enn ekki tíma til þeirrar iðju, sem ljóðagerð verður vandlátu skáldi. Loks tók að birtast eitt og eitt kvæði eftir hann í tímaritum. Yrkisefnin voru fjölbreyttari en áður og meiri dýpt og fágun í ljóði hans en fyrr. Haustið 1952 kom svo út önnur ljóðabók séra Sigurðar — „Yndi unaðsstunda“ — tuttugu og tveim árum eftir að „Hamar og sigð“ kom út. Ljóðavinir flest- ir fögnuðu „Yndi unaðsstunda“. — Bókin fékk hina beztu dóma vandlátra fagurkera í ljóðagerð. Skáldið hafði vaxið til afreka í glímunni við hugsun og fágað form. En skemmra reyndist stórra högga milli hjá höfundin- um en nokkurn hafði grunað. Þegar fréttist í sumar, að ný ijóðabók eftir séra Sigurð mundi koma út í haust, var ekki trútt um, að kvíða gætti hjá einstaka aðdáenda skáldsins um það, að nú hefði það gerzt of ákaft í ljóðagerð og ekki gætt nógsam- lega þeirrar vandvirkni, sem af Jpví varð að krefjast. En kvíðinn leyndist ástæðulaus. Sigurður hafði aldrei kveðið betur. Bókin kom út í byrjun nóvember í haust og nefndist — „Undir stjörnum og sól“. — í bókinni eru 26 kvæði, auk sögulegs ljóðabálks um Þórdísi toddu. Flest eru kvæðin ort á árunum 1952—1953 eftir því sem skáldið sjálft segir í stuttum eftirmála við bókina. Það er skemmst frá að segja um þessa bók, að við lestur hennar munu flestir ljóðvinir, sem á annað borð eru við fulla andlega heilsu, óska þess, að þeir væru höfundar þessara Ijóða. Yrkisefni séra Sigurðar í hinni nýju bók eru fjölbreytt og víð- tæk. Þar eru meitlaðar mann- lýsingar í minningarljóðum. í allmörgum kvæðum heyrist nið- ur lækja og linda í dulrænum stefjum, sem bera angan vors og ilm úr jörðu. Þar eru hvatning- arljóð til æskumanna og á þá heitið til drengskapar og mann- dóms. Vitaskuld eru kvæðin í bók- inni ekki öll jöfn að skáldskap og hugsun, en ég hygg að varla sé hægt að segja með nokkurri sanngirni að þar finnist lélegt kvæði. Hins vegar eru þar nokk- ur afburða góð kvæði og all- mörg, sem nálgast það. Boðskapur margra beztu ljóða skáldsins í þessari bók er trúin á lífið og lotningin fyrir fegurð þess og undraverðum dásemd- um. Séra Sigurði Einarssyni mun þó kunnugra mannlegt böl og harmur lífsins en mörgum þeim, sem skrumskælast af upp- gerðar bölmóði og kreista upp ur sér feiknlegum kvalastunum undan misþyrmingum lífsins, sem þeir helzt hafa kynnzt á kaffihúsum. Ljóðabókin — „Undir stjörn- um og sól“ — er óður til lífsins. Og söngur vors lífs er um ilminn sf daganna starfi — eru lokaorð skáldsins í einu fegursta kvæði hans í bókinni. Höfundurinn yrkir um lokið dagsverk — um hey — um sumarnóttina, •— er moldin og döggin mælast við töfraorðum. — En fögnuður skáldsins og trú þess á lífið grundvalast á mikilli lífsreynslu og djúpri íhugun á iökum lífs og dauða. 1 kvæðinu — Lífstregans gáta — ræðir skáldið þau rök af orðsnilld og dýpt í hugsun. Það hefir fundið í eigin brjósti þá skelfingu, er dauðinn skapar í hjörtum mann- anna. En mannsbarnið horjir á heimana blindandi augum með hrikasögu alls lífs í skjálfandi tugum. — En sigur lífsins verður skáld- inu hinn ótæmandi fögnuður í kvæðislok. Ég hef aðeins getið nokkurra kvæða í hinni nýju ljóðabók séra Sigurðar Einarssonar. Mörg þeirra, er unað veita við lestur, eru ónefnd. Sigurður Einarsson er nú meðal beztu ljóðskálda okkar. Og enginn, sem vill fylgj- ast með því, er bezt er kveðið, getur látið hjá líða að lesa ljóð hans. —Alþbl., 19. febr. Fréttir Kungsholm fullkomnasta skip, sem smíðað var á s.l. óri Það er lullugu ár á undan samtíð sinni Glæsilegasta skipið, sem full- gert var og tekið í notkun á síðasta ári, var sænska far- þegaskipið Kungsholm, sem fór jómfrúför sína vestur um haf í nóvember Hefir verið um það sagt, að það sé í rauninni 20 ár á undan samtíð sinni. Hefir það líka vak- ið athygli, hvar sem það hefir komið, og sérfróðir menn lokið lofsorði á byggingu þess og allt fyrirkomulag. Hér fara á eftir nokkrir fróð- leiksmolar um skipið, teknir úr sænskum blöðum: Kungsholm er 183 m. á lengd og 23,5 á breidd. Hæð frá kili til sigluhúns er 60 m. (Landa- kotskirkjuturninn er um 30 m.). Kostnaður við skipið varð um 200 milljónir króna. Stálið, sem notað var í smíðina, vóg samtals 8000 smálestir, eða ámóta eins og 8000 bílar. Eins og gefur að skilja er ara- grúi allskonar raftauga í skip- inu, og er samanlögð lengd þeirra um 550 km. Notuð voru 125,000 kg. af málningu á skipið, og mundi það málningarmagn nægja til þess að mála 800 tvíbýlishús, eins og þau tíðkast í Svíþjóð, bæði utan og innan. Ef einn málari hefði átt að ljúka verkinu, hefði hann verið 35 ár að því. Áður en smíði skipsins hófst, voru gerðir 8000 frumuppdrætt- ir, en Síðan 180,000 ,,kopíur“. Ef allur þessi uppdráttafjöldi væri lagður í einn hrauk, mundi hann verða samtals 25 metrar á hæð. En það var svo sem ekki allur pappír, sem notaður var í sam- bandi við smíði skipsins, því að bréfaskriftir Sænsku Ameríku- línunnar varðandi skipið fylltu alls 60.000 síður. I skipinu eru 273 káetur fyrir farþega, auk 192ja fyrir skip- verja. Loks verður að geta sex káetna, sem eru sérstaklega bún- ar — fyrir hunda. í hverri káetu er hvítur talsími, og eru tvær miðastöðvar í ' skipinu. Úti á rúmsjó er hægt að hringja úr káetunum til lands, en þegar legið er í Gautaborg eða New York, er kerfi skipsins tengt við símanet þeirra borga. I skipinu eru 80 baðker, 270 steypiböð, 640 handlaugar og 370 salerni. Lampastæðin eru sam- tals 12.000. Skipið er búið samtals 16 björgunarbátum, og eru sex vél- knúnir, en tíu eru með skrúfum, sem menn geta knúið með hand- afli, og seglum. Átta þeirra bera 100 manns hver, en hinir færri. Skrúfur skipsins eru tvær, fimm metrar í þvermál, og veg- ur hvor 10 smál. í hverri farþegakáetu eru 4—5 speglar, og er einn þeirra 180 sentimetrar, og honum komið þannig fyrir, að menn geta virt sig fyrir sér frá tveim hliðum. Hitastigið í baðherbergjunum er alltaf 2—3 stigum hærra en annars staðar í skipinu. Rekkjum öllum er komið þannig fyrir, að þær snúa eins og skipið, og allar káetur njóta dagsbirtu, því að þær eru fyrir oían sjó og við byrðinginn. Raf- magnsljós er í öllum klæðaskáp- um, og kviknar það ósjálfrátt, þegar hurðinni er lokið upp. Kjörviður er notaður í allar innréttingar skipsins — teak, mahogni og askur. Loftræstingakerfi skipsins fær ekki loft ofan af þiljum, heldur eru ræstingatækin í fremri reyk- háfnum, þ. e. 34 m. fyrir ofan sjávarflöt — þar sem loftið er alveg hreint, og loks má geta þess, að þetta á ekki aðeins við fvrsta farrými heldur og ,,túrista“-farrými. —VÍSIR, 24. febr. Framhald af bls. 1 för, 53 togarar og önnur fiski- skip 265 að tölu. Frá árinu áður fækkaði skipum um eitt, en brúttólestatalan hækkaði um 1719 lestir. Frá hausti 1952 til hausts 1953 voru 14 skip tekin af skipaskrá, allt vélskip, sem fórust eða eyðilögðust. á annan hátt. ☆ Nefnd sú, er Alþingi kaus til þess að úthluta fé til skálda, rit- höfunda og listamanna á árinu 1954, lauk nýlega störfum. Upp- hæðin var rösklega 600 þúsund krónur og var henni úthlutað 101 manni. í nefndinni áttu sæti Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður, formaður, Þorkell Jó- hannesson prófessor, ritari, og Helgi Sæmundsson ritstjóri. Stúdentaráð Háskóla Islands gerði nýlega einróma ályktun í handritamálinu. Fagnaði ráðið einingu íslendinga í málinu og lýsti fullu samþykki sínu við ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis vegna tilboðs Dana í bandritamálinu. Lagði Stúdenta ráð áherzlu á að íslenzka þjóðin standi einhuga að baki kröfunni um endurheimt handritanna. ☆ Svanhildur ólafsdóttir, fyrr- verandi stjórnarráðsfulltrúi, hef- ir stofnað sjóð er ber nafmð Verzlunarsjóður dr. phil. Ólafs Ðaníelssonar og Sigurðar Guð- mundssonar arkitekts. Stofnfé sjóðsins er fasteign í Reykjavík að brunamati rösklega 360 þús- und krónur, en skuldir á eign- inni tæpar 160 þúsundir króna. Aðalverðlaun úr sjóðnum nema 20 þúsundum króna fyrst um sinn og skal úthlutað þriðja hvert ár. ☆ Eisenhower Bandaríkjaforseti hefir útnefnt Edward B. Lawson sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, sendiherra með ambassa- dorstign í ísrael. Edward B. Lawson hefir verið sendiherra Bandaríkjanna á íslandi síðan 22. júlí 1949. Sendiherrann mun liklega fara af landi burt í lok þessa mánaðar. Landsflokkaglíman, sú átt- unda í röðinni, fór fram í Reykja vík í fyrrakvöld. Var keppt í þremur þyngdarflokkum og tVeimur aldursflokkum. — í þyngsta flokki sigraði Ármann L á r u s s o n, Ungmennafélagi Reykjavíkur. LOOK AFTER YOUR FIGURE New Spirelette creations styled by Spirella. Glamorously new ready-to-wear girdles and bras with a Spirella Guarantee. For information, without obligation, call: MRS. JANA STILLER Phone 72-7756 MAKE MORE IN '54 with Bred for Produclion CHICKS Strong, sturdy stock that you can dc- pend on to produce and pay—including the new HAMPBARS and the sensa- tional Pioneer-product BRETGOLDS. This year buy Pioneer. PRICES PER HUNDRED R. O. P. Sired Barred Rocks, Light Sussex, White Rocks, Hamps., Rhode I. Reds, Bretgolds (RIRxBR), App. Hampbars . . . unsexed $20.00, pullets $33.00, R.O.P. Sired Leghoms . . . uns. $18.50, pull. $36.00, App. Austra Whites . . . uns. $18.50, pull. $35.00, App. Bret- golds, Sussex .. .uns. $19.00, pull. $31.00. Heavy Cockerels . . . March $15.00. April $18.00. 100% Live arr. Gtd. Pull. 96% Acc. BRETT-YOUNG’S Pioneer Hotchery 416 Corydon Ave. Winnipeg, Man. Producers of High Quality Chicks • Since 1910. f Regions in the National Barley Contest For purposes of the Contest, Manitoba shall be divided into two regions (Southern and Northern). The boundary shall be determined by the Manitoba Barley Improvement Committee. The samples for judging shall be the official unload sample taken by the Inspection Branch of the Board of Grain Commissioners for Canada. For further information write to: BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg, Manitoba. This space donated b y

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.