Lögberg - 15.04.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.04.1954, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. APRÍL 1954 (Jr borg og bygð Sameinaðir söngflokkar Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, héldu söngsamkomu í kirkju Gimlisafnaðar á miðvikudags- kvöldið í fyrri viku við afar mikla aðsókn og hrifningu. — Söngflokknum stjórnaði frú Björg ísfeld; einsöngvarar voiu Alvin Blöndal og Albert Hall- dórsson, en Sigrid Bardal var við hljóðfærið; söngsamkoman vakti, að því er Lögberg hefir frétt, almennan fögnuð hjá Gimlibúum. ☆ í síðasta blaði verð skekkja, sem sjálfsagt er að leiðrétt sé; þar var sagt, að viðurkenning sú, sem Menntamálaráð íslands hefði veitt Dr. Tryggva J. Oleson til sagnfræðilegra rannsókna, ræmi þúsund krónum í stað þrjú þúsund króna, sem veitingin hljóðaði upp á. ☆ Grettir L. Johannson ræðis- maður og frú eru nýlega lögð af stað í nokkurra vikna ferðalag suður um Bandaríki. Cotton Bag Sale BLEACHED SUGAR .29 BLEACHED FLOUR 29 UNBLEACHED FLOUR 23 UNBLEACHED SUGAR ........23 Orders less than 24, 2c per bag extra. United Bag Co. Ltd. 145 Portage Ave. E. Wlnnipee $2.00 Deposit for C.O.D.’s Write for prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M Icelandic Canadian Club A meeting of the Icelandic Canadian Club will be held in Ihe First Lutheran Church, Victor Street, on Monday, April 19, commencing at 8: 15 P.M. The guest speaker will be Dr. W. J. Rose Professor at United College. Dr. Rose is Manitoba born an he attended Wesley College where he specialized in classics. He attended Oxford University as a Rhodes Schoiar. P’rom 1914 to 1927 he was in Central Europe where he mast- ered Polish and studied many of the other Slavic languages. In 1926 he obtained his Ph. D. degree from the University of Carcow. From 1927 to 1944 Dr. Rose was Professor of Polish in the University of London. Dr. Rose will speak on the impact of European cultural strain. Preceding the address there will be local selection by Regínald Frederickson, with Max Paplick at the piano. W. K. ☆ Hin árlega skemtisamkoma lestrarfélagsins á Gimli verður haldin í samkomuhúsi bæjarins á föstudagskvöldið hinn 23. þ. m., kl. 8.30. Venju samkvæmt verður happdrætti fyrst um hönd haft til arðs fyrir bókasafnið. Skemtiskrá verður fjölbreytt Sumarmálasamkoma verður haldin í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU- fimmtudagskveldið. 22. apríl, kl. 8.15 SKEMMTISKRÁ: ÁVARP SAMKOMUSTJÓRA Dr.V.J. Eylands FIÐLULEIKUR Pálmi Pálmason EINSÖNGUR Ingibjörg Bjamason RÆÐA ..................Hólmfríður Daníelsson EINSÖNGUR Kerr Wilson Samskot UPPLESTUR Guðrún Blöndal PÍANÓLEIKUR Sigrid Bardal ÞJÓÐSÖNGVARNIR Veitingar Allir velkomnir liillllilllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllilllíllllllllllllllllll||||l| ■ ÞAÐ ER ÖRYGGISKENDIN, SEM FÓLKI FELLUR í GEÐ Ein megin ástæðan fyrir lýðhylli EATON’S á áttatíu og fimm ára tímabili, sem félagið hefir rekið verzlun, er sú, að EATON viðskiptavinirnir verzla þar í fullkomnu öryggi. Þeir vita, að alt sem þeir kaupa þar, smátt eða stórt, mikilvægt eða einungis smáræði . . . . er trygt með hinni gullnu reglu hjá EATON’S. að vanda. Aðalræðumaður verð- ur séra Bragi Friðriksson frá Lundar; auk þess verða ein- söngvar sungnir og með upp- lestri skemt. Ágætar veitingar verða á takteinum og loks dans stiginn; þess er vænst, að sam- koman verði sem allra fjöl- sóttust. Gimlibúar hafa jafnan lagt rnikla og þakkarverða rækt v;ð lestrarfélag sitt. A Gjafir til Betel Mrs. Thos. E. Jolly, Madison C'onn., U. S. A. í minningu um Mrs. B. J. Brandson $10.00 Icelandic Ladies Aid, Leslie, Sask., í minningu um Rose Ólafsson $10.00 Mrs. G. Sigurdson, Betel, $2.00 Mr. Sveinn A. Sveinsson, Betel, $20.00 Vistmaður, Betel, $5.00 Mr. og Mrs. D. Peterson, Betel $5.00 G. E. Eyford, Betel $5.00 Mr. og Mrs. Bergur Johnson í minningu um Guðjón S. Fred- rikson $3.00 Mr. og Mrs. G. F. Jónasson, Wipnipeg $30.00 H. W. Muir og J. Clubb, Muirs Drug Store, Winnipeg, 5 pund af kaffi. S. M. BACHMAN, Treasurer 40 Bessborough Apts. Winnipeg. ☆ Mr. Peter Anderson fyrrum kornkaupmaður og frú eru ný- lega komin heim sunnan frá Miami, Florida, þar sem þau höfðu dvalið síðan í byrjun janúarmánaðar. M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banmng Street Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Messur um páskana: I'östudaginn langa íslenzk messa kl. 3 Að kveldi, kl. 8 Sameiginleg guðþjónusta und- ir stjórn Prestafélags Selkirk- bæjar. Páskadag, kl. 11 árd. Ensk messa og Altarisganga. Páskadagskvöld, kl. 7 íslenzk hátíðarmessa. Sunnud. 25. apríi. Ensk messa kl. 11 árd. Séra H. S. Sigmar prédikar. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ — Messur um páskana — Föstudagurinn langi: Víðir, kl. 2. Árborg, kl. 8, báðar á ensku. Páskadagur Hnausum, kl. 2, á ensku. Riverton, kl. 8, á ensku. Sunnudaginn 25. apríl Riverton, kl. 2 Árborg, kl. 8, báðar þessar guðþjónustur fara fram á íslenzku. Robert Jack Var Stalín sálsjúkur? Var Stalín sálsjúkur? Þessi spurning kemur fyrir í grein “GOODS SATISFACTORY OR MONEY REFUNDED” EATON'S of CANADA jSjll|lll|WlllllllllllllllllimilllimilllHlllllllllllllillllll!llllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllll!IHIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllll!llllil!HIIIIII!!llllllllllliil í Bulletin de l’Association d’Etudes et d’Iinformation Poli- tique Internationale. Greinin er skrifuð af tveim mönnum, sem stóðu mjög nærri valdhöfunum í Kreml þangað til 1939. Upplýs- ingarnar virðast áreiðanlegar, en auðvitað munu mörg ár líða, þangað til menn vita, hvað skeði virkilega í Kreml í valda- tíð Stalíns, sérstaklega síðustú árin. Þegar árið 1935 kvartaði Stalín um það við lækna sína, að hann væri þjóður af svefnleysi. Það var ástæðan til þess, að hann vann oftast langt fram á nætur, til mikillar örvæntingar fyrir embættismennina, því að þeir þorðu aldrei að yfirgefa skrifstofur sínar, svo lengi sem Stalín var þar. Dr. D .D. Pletnev var á þeim tíma læknir Stalíns. Hann ferðaðist oft með honum til Kákasus, og þekkti kenjar sjúklings síns, ótta hans og óþol- inmæði, og stöðugt versnandi heilsu. Það var líka dr. Pletnev, sem komst að því, að Stalín þjáðist andlega, og hafði það mikil áhrif á framkomu hans. Einkum kom það greinilega fram í málaferlunum 1935—’36, þegar Stalín tímum saman sat og hiustaði í síma á yfirheyrslurn- ar og á pyntingar hinna ákærðu. Þetta var byrjunin. Síðar jukust grunsemdir Stalíns og urðu næstum ósjálfráðar. Einn dag sagði Stalín, að hann hefði upp- götvað samsæri milli dr. Pletnev og Jagoda, sem þá var yfirmaður leynilögreglunnar og einn af voldugustu mönnum Sovétríkj- anna. Þeir höfðu ráðgert að fyrirfara honum, sagði Stalín. Dr. Pletnev setti sig þá í sam- band við dr. Levine, sem var læknir Jagoda og Gorki. Þeir ræddust við um sjúkleika Stalíns og komust að þeirri niðurstöðu, að með vissu milli- bili yrði hann andlega sjúkur. Þegar hann fengi tilfellin, ásak- aði hann allt og alla um samsæri gegn sér. Það, sem hann sæi' og áiiti, væri rétt, en allt annað væri vitleysa. Læknarnir ræddu við Jagoda og sögðu honum, að hægt væri að lækna Stalín, ef hann gengi undir aðgerð, og væri í algjörri ró. Jakoda ráeddi við fleiri sér- fræðinga, sem voru á sama máli og læknarnir tveir. Hann ræddi einnig við áhrifamenn í flokkn- um, og það varð samkomulag um, að Stalín dgægi sig í hlé um skeið til þess að ná heilsunni aftur. En Stalín lét leynilög- reglumenn sína gæta að Jagoda, og þeir komust að áformunum. Jagoda missti stöðuna og einnig dr. Pletnev. Stalín þóttist alveg viss um, að þeir hefðu ætlað að ryðja sér úr vegi, og 1938 í hin- um miklu réttarhöldum yfir Bucharin og Jagoda og fleirum, voru læknarnir einnig dregnir íyrir rétt, ákærðir um að hafa myrt fjölda háttsettra manna, meðal þeirra Gorki. Þetta var fyrsta læknaofsókn Stalíns. önnur var 1953, sem öllum er enn í fersku minni. Rétt eftir dauða Stalíns var öllum læknun- um sleppt af hinum nýju vald- höfum, sem með einu penna- striki hreinsuðu þá af öllum ákærum. —TÍMINN, 19. febr. Þessi saga er frá Austurlönd- um. — Það voru sjö bræður, sem komu í heimsókn til föður síns til þess að heiðra hann á einhvern hátt. — Hvað getum við gert fyrir þig, kæri faðir, spurðu þeir, — til þess að sýna þér virðingu okkar fyrir þér? — Ekkert, kæru synir! Ég þarfnast' einskis, sagði faðirinn. En synirnir sjö voru að þvinga hann um, hvað hann vanhagaði, þangað til hann bað þá að færa sér bikar af vatni úr brunninum. Og synirnir sjö fóru að brunn- inum með bikarinn og fylltu hann af fersku vatni. En þegar l>eir ætluðu að færa hann föður sinum, komust þeir í mikinn vanda: — Hver átti að færa föð- urnum bikarinn? Þeir kíttu um það góða stund, þangað til einn þeirra sagði: — Ég á í öllu falli ekki skilið að færa föður okkar bikarinn, því ég er ekki þess verður að binda skógþveng hans. Þessi orð höfðu svo mikil áhrif á hina bræðurna, að þeim kom saman um, að enginn þeirra væri þess verður að færa föðurnum vatnsbikarinn. Og þeir fóru til föður síns og sögðu við hann: — Faðir! Við eigum ekki þann heiður skilið að færa þér vatns- bikarinn. — Þú verður að ná í hann sjálfur!! Ritstj. Hkr. og fiskimálin Mér er ljúft að svara spurn- ingu ritstj. Hkr. í síðasta blaði, fyrst hann virðist ekki skiija það, sem öllum ætti að vera ljóst, sem nokkuð hafa fylgst með fiskimálarannsóknunum hér í fylkinu. Málið er svo fjöl- þætt og víðtækt, að það var hreinasta afrek, að milliþinga- nefndin skyldi geta samið og iagt skýrslu fyrir þingið áður en því sleit. Allir skýrslur og upp- lýsingar, sem nefndin aflaði sér á hinum mörgu fundum sínum og annars staðar frá, voru vél- ritaðar og varð það meira en 1600 blaðsíður. Úr öllu þessu efni urðu nefndarmennirnir að vinna og koma sér síðan saman um niðurstöður sínar. Og rann- sóknum þeirra er enn ekki lokið; milliþinganefndin situr annað ar. Að ætlast til að nefndin legði þegar fram frumvörp til laga um alla 40 liði skýrslu sinnar nær vitanlega ekki nokkurri átt, enda margar tillögur nefndar- innar þannig vaxnar, að stjórn- m getur framfylgt þeim án þess að leita þingsamþykkis. Það er dálítið broslegt, hve ritstj. Hkr. er snögglega orðinn hrifinn af sambandsstjórninni og ber fullkomið traust til hennar, að hún ein geti leyst vandamál fiskiútvegsins í Manitoba. Og a'tlaðist hann virkilega til þess, að milliþinganefndin rannsak- aði öll vötn í Manitoba og Hud- son’s-flóann — „bæði hita og skilyrði á vatnsbotni fyrir líf það, er þar kemur til greina að halda við“? Heldur hann að slík rannsókn verði gerð í hasti og að hún sé í verkahring venju- legra þingmanna? Þingmanna- nefndin tók vitaskuld þessa hlið málsins til greina og lagði til í 8. lið skýrslu sinnar, að fylkis- stjórnin réði fleiri fiskifræð- inga — biologists — í þjónustu sína, sem störfuðu í samráði við fiskirannsóknarstofnun sam- bandsstjórnarinnar hér í borg — Central Fisheries Research Station. Ritstj. Hkr. heldur því fram, að sambandsstjórnin hafi, fyrir nokkrum árum, bjargað við fiskiveiðinni hér í fylkinu með því að láta reisa klök við vötnin. Það vill nú svo til, að fiskifræðingur sambandsstjórn- arinnar, Dr. W. A. Kennedy, sem unnið hefir að rannsóknum á Winnipegvatni í mörg ár, flutti skýrslu á einum nefndarfundin- um, og var skoðun hans sú, að klök gerðu ekkert gagn. Þessari skoðun eru þó ekki allir sam- þykkir; 9. liður álits milliþinga- nefndarinnar fer því fram á, að leitað sé skoðanna hinna beztu fiskifræðinga um þetta mál, og ef fengnar upplýsingar réttlæta það, þá verði fleiri klök reist við vötnin. Ritstj. Hkr. hrósar sér af þvl í einni grein sinni, að honum hafi verið hótað lögsókn fyrir rokkrum árum vegna þess, að hann hafi barizt fyrir málstað fiskimanna. Ef skrif hans þá eru lík skrifum hans nú um fiski- málin, er líklegra, að honum hafi verið hótað lögsókn vegna þess, að hann vék af vegi sann- Jeikans. Öll skrif hans hafa stefnt í þá átt að þvæla málið og reyna að gera þá menn tor* tryggilega í augum almennings- sem í raun og veru eru að reyna að leysa þetta vandamál. Þetta er ómaklegt og iila gert og verð- ■ ur sízt til þess að bæta hag fiski- manna eða annara aðilja fiski- útvegsins, enda mun það ekki tilgangurinn, en sem betur fer> munu fáir taka mark á þvl> sem ritstj. Hkr. hefir að segja um þessi mál. I- Sunrise Lufrheran Camp News While we are still in the early spring season, we like to dream and plan for summer. Such, at least, is the case with those who are in charge of summer camps- Meetings are held for the pur" pose of laying plans for the sum- mer season. The summer sched- ule is drawn up, staff members are engaged and improvements are planned. The Board of Trustees of Sun- rise Lutheran Camp are plan- ning a fuller schedule than ever before and are continuing with an ambitious plan of improve- ments begun last year when all the buildings were pairited, trees were planted, and an outdoor chapel was erected. This year, it is hoped, will see the start of an improvement project including waterworks for washrooms, showers and toi- let installations which will call for an outlay of some $6,000. Thi& will place the camp among the best in Manitoba. A costly project, it is true, but as in for* mer years, the Lutheran Wo- men’s League, with all its mem- bers ,stands united behind it; s° do many friends which the camP has gained through the years- Let all who have faith in thiS work for our youth show theif interest by supporting this pro- ject. Donations, large or small. are thankfully accepted at any time by the camp treasurer, Mrs- Anna Magnusson, Box 296, Sel' kirk. THE COMMITTEE Mr. J. W. Johannson leikhús- stjóri að Pine Falls og frú, erU nýkomin heim úr ferðalagi suður um Bandaríki. DASH to FLASH and SAVE CASH YOUR NEIGHBORHOOD CLEANER (Fully Insured) OUIDTO CELLO oHlnlo WRAPPED 5 for $1°° SPRING AND SUMMER COATS $-| 10 Regular $1.25 FREE Pick-Up and Delivery Service Phone 3-3735 3-6898 C| ACU CLEANERS "Same Day Service LMOIl LIMITED Available at Our Plant." 611 SARGENT AVE. (At Maryland) in at 10 a.m. Out by 5 p.m- CHICKS FOR PROFIT Approved 100 50 25 R.O.P. Slred 100 50 25 R.O.P. Bred 100 50 25- White Leghorns Unsexed White Leghorn Pullets W >18.50 $ 9.75 $ 5.15 36.00 18.50 9.50 20.00 $10.50 $ 5.S« 39.00 20.00 10A- Barred Rocks Unsexed Barred Rock Pullets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75 21.50 11.25 5.7« 36.00 18.50 9.5« New Hampshires Unsxd. New Hampshire PuUets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.55 21.50 1125 5.70 36.00 18.50 9.50 Light Sussex Unsexed Light Sussex PuUets $19.00 $10.00 $5.25 31.00 16.00 8.25 20.00 10.80 5.50 33.00 17.00 8.75 R.O.P. Bred Chicks Are the klnd that reaUy lay And give you a hetter proíit For the money that you pay. Black Australorps Unsxd Black Australorp PuUets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75 COCKERELS White Leghorns Heavy Breeds AprU DeUvery 5.00 3.00 2.00 18.00 9.50 5.25 May DeUvery 6.00 3.50 20.00 10.50 5.5» FARMERS' CHICK HATCHERY Phone 59-3386 Winnipeg, Man. 1050 Main Street

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.