Lögberg - 15.04.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.04.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. APRÍL 1954 7 Franeo færíst í aukana °kn hans á hendur Brelum og Frökkum mælisí vel fyrir hjá Aröbum í brezkum og frönskum blöð- §ætir nú mikillar gremju i, ^arð spænska einvaldans, rancos hershöfðingja. Slíkt er ^ldur ekki að ástæðulausu, því a Franco hefir hafið stjórn- málalega sókn á hendur Bretum Frökkum, sem báðum kemur eldur iHa. Einkum getur þó pssi sókn haft óheppileg áhrif yrir Frakka, þar sem hún getur storum spillt aðstöðu þeirra í ^ýlendunum í Norður-Afríku, en Un er þó nógu örðug fyrir. Það mun hins vegar liggja á ak við þessar aðfarir Francos, a hann er að hefna sín á Bret- og Frökkum fyrir það, að Peir hafa reynt að hann einangra því myndi ekki litið á hann sem trúarlegan leiðtoga Múhammeðs trúarmanna þar. Meðan óbreytt ástand héldist, yrði kalífinn í spönsku Marokko því talinn æðsti trúarlegur leiðtogi lands- ins. Frakkar mótmæltu strax þess- ari yfirlýsingu Francos, er þeir töldu tilraun til að æsa upp Araba í hinum franska hluta Marokko. í samræmi við það hafa þeir aukið ýmsar varúðar- ráðstafanir. Það sést jafnframt í frönskum blöðum, að Frakkar óttast, að Franco eigi eftir að gera þeim meiri óþægindi. Orð- rómur hermir, að Franco hafi í undirbúningi að auka verulega sjálfstjórn Araba í spönsku Marokko. I Arabalöndum mælist um- rædd framkoma Francos hins vegar mjög vel fyrir og sjást nú mörg merki um batnandi sam- búð Spánverja og Araba. Deilan um Gíbrallar Franco hefir ekki látið sér það Uu °g halda Spáni utan ýmsra a Pjóðlegra samtaka meðan stjórn hans nýtur við, t. d. Norð- Ur'Atlantshafsbandalagsins og , ameinuðu þjóðanna. Franco eldur því að vísu fram, að Pánn geti komizt vel af, án r ranco nenr exxi jatio ser pao að vera í þessum samtökum. eitt nægja að gera Frökkum ó- þægindi með framangreindum hætti. Hann hefir heldur ekki gleymt þeirri þjóð, sem talið er að honum sé mun verr við en Frakka, en það eru Bretar. Hvað eftir annað hefir hann gert kröfu til þess í ræðum sínum, að Bret- ar létu Spánverja fá aftur Gíbraltar, er þeir tóku af Spán- verjum fyrir réttum 250 árum síðan (1704) og hafa gert að ein- hverju öflugasta vígi sínu. Þess- ar kröfur Francos hafa fallið í góðan jarðveg hjá Spánverjum, er telja það blett á þjóðarstolti sínu, að Gíbraltar skuli vera undir erlendri stjórn. Þeir telja einnig, að Bretum eigi nú að vera auðveldara að láta Gíbralt- ar af hendi en áður, þar sem hernaðarlegt gildi þess staðar sé nú orðið miklu minna en áður var. Bretar eru hins vegar ekki á því að verða við þessum kröf- um. Til þess að árétta yfirráð sín í Gíbraltar, ákváðu þeir að láta Elizabetu drottningu koma þar við á heimleið sinni frá Ástralíu og Asíu. Ákveðið er, að drottningin komi þangað 10. maí næstkomandi. Franco taldi þessa ráðagerð heppilega til að taka Gíbraltarmálið á dagskrá enn á ný. Hann lét sendiherra sinn í London fara þess á leit við brezku stjórnina, að hætt yrði við heimsókn drottningarinnar til Gíbraltar, þar sem hún væri særandi fyrir spönsku þjóðina. Þessu var vitanlega neitað, en Franco mun nú ráðgera að gera 10. maí að eins konar sorgardegi. Að sjálfsögðu mun Franco ekki gera ráð fyrir, að þessar að- gerðir greiði fyrir því, að Bretar láti Gíbraltar af hendi. En þær mælast vel fyrir hjá Aröbum, og þó ekki sízt Egyptum, er reyna nú að koma Bretum frá Súez. ins vegar kann hann því að sjálfsögðu illa, að reynt sé að einangra hann og vill því láta 0rtia krók á móti bragði. öðrum þræði er svo hér um ^ðleitni að ræða til þess að láta era á stjórn hans út á við og ta Spánverjum nýrra vina. 1 Pessu tilfelli stefnir Franco að PVl að afla sér fylgis Araba og bendir allt til, að honum ætli a verða vel ágengt í þeim efnum. ^kipting Marokkos Um nokkurra áratuga skeið etlr Marokko verið skipt i sP*nskt og franskt yfirráða- jy»8i, þótt einn og sami soldán . 0nungur) hafi farið með völd ' aUri Marokko að nafni til. ranska yfirráðasvæðið er miklu a mrra og fjölbyggðara og þar efir soldáninn haft aðsetur sitt. eraldleg völd hans hafa í seinni 1 aðeins náð til hins franska uta Marokkos, en hann hefir ,lns vegar einnig verið viður- enndur sem hinn trúarlegi leið- /í®1 Múhammeðstrúarmanna í mum spánska hluta Marokkos. Fins og kunnugt er, urðu átök JJ'Hi Frakka og soldánsins í arokko á síðastliðnu sumri og yktaði þeim með því, að Frakk- ar neyddu hann til að segja af Ser °g skipuðu annan mann í embaetti hans. Þetta vakti mikla §remju meðal Araba í Marokko, Berbar, sem eru öllu fjöl- ennari en Arabar í frönsku arokko, létu sér þetta vel líka. am’n^ur Francos og Araba yrst eftir að Frakkar steyptu ^0 dáninum £r stóli, hafði Franco þ mtt Um sig varðandi þessi mál. j.a er nú hins vegar komið í le°a’ að farið hafa fram leyni- Slr samningar milli hans og rat>a- Þetta varð uppskátt í tomustu viku, þegar flestir leið- f/ar Araba í spönsku Marokko Q ru á fund Francos til Madrid § var þar tekið með kostum og kvnjum- Eftir fund þennan til- Venntl Franco, að hvorki Spán- j^ lar né Arabar í spönsku gætu viðurkennt nýja h aniíln> er Frakkar hefðu 1 til valda í Marokko, og Misheppnaðar óeirðir stúdenta Það hefir glatt Breta nokkuð í þessu sambandi, að Franco varð fyrir nokkru áfalli í sam- bandi við Gíbraltarmál sitt. Þegar Bretar neituðu beiðni hans um að hætta við heimsókn drottningarinnar til Gíbraltar, lét Franco gefa stúdentum í Madrid frí, svo þeir gætu farið iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiffliiiiiimiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii LÆGSTA FLUGFAR TIL Aðei: fSLANDS ‘310 fram og lil baka *il Reykjavíkur Grípið tækifærið og færið yður í nyt fljótar, ódýrar og ábyggilegar flugferðir til íslands í sumar! Reglu- bundið áætlunarflug frá New York .. . Máltíðir inni- faldar og annað til hress- ingar. SAMBÖND VIÐ FLESTAR STÓRBORGIR Finnið umboðsmann ferðaskrifstofunnar 'CELANDIC AIRLINES 15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585 mótmælagöngu til brezka sendi- fast á sjálfstæði Spánar út á við herrabústaðarins. Þar gerðust stúdentar hins vegar uppvöðsiu- samari en góðu hófi gegndi, svo að lögreglan varð að skerast í leikinn með þeim afleiðingum, að nokkrir stúdentar létu lífið. Þetta vakti reiði stúdenta í garð lögreglunnar næsta dag. Mót- mælagöngur stúdenta hafa ekki áður í valdatíð Francos beinzt gegn stjórnarvöldunum og þyk- ir þetta því nokkurt áfall fyrir hann. Að sjálfsögðu gerðu ensku blöðin sér líka sem mestan mat úr þessu. Hvað slerkur er Franco? Þrátt fyrir þetta er talið fjarri því, að Franco sé nokkuð valtur í sessi. Herinn fylgir honum eindregið og kirkjan veitir hon- um meiri og minni stuðning, en þetta eru tveir valdamestu aðil- arnir á Spáni. Andstaðan gegn honum er talsverð, en andstæð- ingar hans eru hins vegar sund- urþykkir, svo að ekki er um nein skipuleg samtök að ræða. Þótt Spánverjar búi almennt við léleg kjör, hefir ástandið þó farið batnandi í stjórnartíð hans. Hann hefir ávallt haldið og hefir það styrkt fylgi hans hjá þjóðinni. Hann lét t. d. hvorki ítali né Þjóðverja draga Spán inn í heimsstyrjöldina. Her- stöðvasamningurinn, er hann hefir nýlega gert við Bandaríkin, skerðir heldur ekki sjálfstæði Spánar, en rýfur einangrun landsins. Samkvæmt honum þurfa Bandaríkin leyfi spönsku stjórnarinnar til að nota bæki- stöðvar sínar þar í styrjöld, og er það trygging þess, að þær verði ekki notaðar í hernaði, nema Spánverjar telji eigið ör- yggi í hættu. Þá styrkir það Franco, að hann nýtur nú vaxandi vinsælda meðal Araba. I Suður-Ameríku fara vinsældir Spánar líka vax- andi. Af þessu öllu virðist mega draga þá ályktun, að litlar líkur séu til byltingar á Spáni meðan Francos nýtur við. Hins vegar ríkir full óvissa um það, hvað taki við eftir daga hans. Sjálfur virðist Franco helzt stefna að því að endurreisa konungdóm- inn, en hitt er önnur saga, hvort það muni takast eða hvernig það muni gefast, ef úr því verður og Francos nýtur ekki lengur við. —TIMINN, 18. febr. Bréf fró Ameríku Ég exkjúsa mig ekki att ol fyrir að addressa þig só. Ég hef fundið út, að þú kant ensku og þá ert þú Miss til mín, og ég þekki þig olredí í gegnum mína ömmu, og fíla það nöff ríson fyr- ir þetta bréf. Júsí, ég hef bræt ædíu í hausnum, sem er nýtt mál, bött hef ekki dísædað nafn á það. — meibí það skal heita vesturheimska, meibí kanverska; og mig vantar að spredá það út — hér og á ykkar landi. Við töl- um það hér olletæm, og allir emigrantar starta strax á að mixa málið, só, ríl íslenzka er ekki heyrð hjá kommon pípul í Ameríku, böt það hefur aldrei verið sett á pappírinn, og mig vantar það krystalæsað á prenti, eins og kanar hafa trítað sínu máli. Henry Mencken er fjarski feimus litterarí Kani og skrifaði páerfúla bók, sem heitir The American Language. H e n r y meinteinar í bókinni að Kana- enska er ekki ríl enska, böt alveg spesíal mál lillebitt læk inglis og spellað eins. Ná, mig vantar soleiðis mál fyrir okkur með okkar spellingu líkatú. Mín Georges Duhamel, meðlimur í frönsku akademíunni, gagnrýnir menningaryiðhorf samtíðar sinnar miiinniiiiiiiiiiiiiiiiiii FR A N S KI rithöfundurinn Georges Duhamel, sem óhætt má segja að njóti meira álits og virðingar meðal Frakka, heldur en flestir aðrir núlifandi höf- undar þeirra, hefir nýlega kvatt sér hljóðs og haldið fyrirlestur á vegum frönsku Akademíunnar, þar sem hann einu sinni enn beitir hörðum skeytum gegn menningu og menningarviðhorf- um nútímans. Duhamel er nú á sjötugasta aldursári en langt virðist samt frá því, að hann sé að leggja pennann til hliðar. Orð í tíma töluð Hann er um þessar mundir í þann veginn að ljúka við nýja bók, sem hann kallar „Problemes de l’heure“ (Vandamál líðandi stundar), sem beðið er með ó- þreyju. Því skrif Georges Du- hamel þykja ávallt orð, sem í tíma eru töluð. Hann hefir skrifað bæði ljóð og skáldsögur, auk fjölda margra blaðagreina og ritgerða. Svip- hreinn og traustur stíll, skýr hugsun og óvenjulega næmt inn- sæi í mannlegt líf og mannleg 'randamál eru einkennandi fyrir allt, sem hann skrifar. Hann trú- ir á manninn — á framtíð manns ins og gildi einstaklingsins. En þrátt fyrir skilning þann og samúð með mönnum og þjóð- um, sem kemur fram hjá Du- hamel í ræðu hans sem riti, hefir hann þó, fremur flestum nútíma böfundum gengið óhikað fram í því, að gagnrýna harðlega sam- tíð sína, menningu hennar og lífsviðhorf. Hann er í senn ein- lægur og sannur Frakki, sem ann íranskri menningu og er stoltur af henni, sem „ljósbera hinnar vestrænu menningar“, en sér engu að síður sjúkleika og hrörn unareinkenni hennar í dag. Hann er óþreytandi í viðleitni sinni til að hvetja þjóð sína til vakningar og minna hana á hið göfuga hlutverk, sem hún hel.r gegnt í fortíðinni meðal menn- ingarþjóða og sem hún á að gegna áfram. Sívakandi athugandi En það er ekki aðeins Frakk- land og frönsk menning, sem Georges Duhamel ber fyrir brjóstinu, heldur allur heimur- inn — heimsmenningin. Hann hefir ferðazt víða vegu og gagn- þekkir mikinn hluta Evrópu, Afríku og Ameríku. Og á öllum ferðum sínum er hann hinn sí- vakandi áhugasami athugandi, sem vill nema allt og skilja. — skyggnast inn í sjálfa sál sam- tíðar sinnar. Gagnrýni Duhamels Þessar þrotlausu athuganir Duhamels hafa áflað honum víð- tækrar þekkingar og reynslu, sem öll verk hans bera glöggt vitni um. Þau hafa að geyma skarpa og í senn rólega og yfir- vegaða gagnrýni. En gagnrýni og ádeila Duhamels er laus við beiskju þá og uppreisnaranda, sem einkennir skrif margra hinna yngri nýtímahöfunda. Hún er þvert á móti mörkuð af góðvilja og samúð — viðleitni til að bæta úr og byggja upp fremur en rífa niður. Skyldur einstaklingsins gagnvart þjóðfé- laginu og gagnvart menningar- legri og siðfræðilegri arfleifð i’yrri kynslóða eru atriði, sem hann telur, að nútímamaðurinn vanræki, og hann vill vekja hann til meðvitundar um þessa vanrækslu og til umhugsunar um hin varanlegu verðmæti. Gallar vélamenningarinnar Hann hefir skorið upp herör gegn hinum Sýkjandi áhrifum af vélamenningu 20. aldarinnar. — Þegar árið 1928 skrifaði hann eftir all-langa dvöl í Ameríku hina frægu bók sína „Scénes de la vie future“ (Svipmyndir fram- tiðarinnar), þar sem hann for- dæmir ófrjóvleika og andríkis- skort hinnar vélrænu menningar nútímans. Bók þessi hefir af ýmsum verið skoðuð sem árás gegn amerísku þjóðskipulagi, en það hefir komið æ greinlegar fram í síðari ritum Duhamels, að hann hefir þar aðeins notað Ameríku sem nokkurs konar átyllu til að koma á framfæri skoðunum, sem orðið hafa grund völlur og uppistaða meginhlut- ans af síðari verkum hans á vett- vagi alþjóðlegra bókmennta. Bók hans, er kom út s.l. ár „Manuel du Protestaire“ (Hand- bók mótmælandans), er skrifuð í sama anda og hin fyrrnefnda, sem birtist fyrir 25 árum. Einar fjórar ákærur Duhamels Georges Duhamel setur fram ádeilu sína á hendur menningu nútímans í fjórum meginliðum: 1) Ég finn menningu vorri það til lasts — segir hann — að fram- vinda hennar er svo hröð, að lög- gjafinn er alltaf heilli öld á eftir uppfinningamanninum með þeim afleiðingum, að hið nýja er orðið afgamalt og úrelt, áður en reynslu tímans hafi gefizt tóm til að meta það og dæma. 2) Ég deili á menningu vora fyrir það, að hafa ekki enn komið á fót „Alþjóðlegu menningar- ráði“, sem gegni því hlutverki, að sjá um að allar þjóðir heims njóti í sem ríkustum og jöfnust- um mæli, hverrar þeirrar upp- finningar, sem horfir til heilla og blessunar mannkynsins. 3) Með starf og afrek Pasteurs að baki og annarra vísinda- manna, sem lengt hafa ævi mannsins, deili ég á menningu vora fyrir að hafa ekki enn fundið leiðir til að tryggja íbúum jarðarinnar nægilega fæðu og af- stýra þannig hungurdauða hundruða og þúsunda árlega og heimsstyrjöldum á 25 ára fresti. 4) Ég deili á menningu vora fyrir það, hve hvatvíslega hún hefir gengið fram í að kasta fyrir borð menningarlegum arfleifð- um fortíðarinnar. Hin gamla bók menning hefir smám saman orð- ið að þoka fyrir yfirborðsmenn- ingu kvikmynda, útvarps og sjónvarps. Beynslan hefir sýnt Aðspurður, hvort hann haldi að koma muni til atóm-styrjald- ar, tekur Georg^s Duhamel upp mynd frá Hirosíma, vegur hana í lófa sér og svarar: — Ég væri gramur sjálfum mér, ef ég gerði mig sekan um svartsýni, þar sem ég er nýorð- inn afi í áttunda sinn. En — því er nú ver og miður! — Reynslan hefir svo oft sýnt okkur og sannað, að maður, sem fer að beiman frá sér með hlaðna skammbyssu getur sjaldan stillt sig um að hleypa af. —Mbl., 21. febr. amma segir, að það sé olkænds af spelling á íslenzku eins og mann plísar, en olveis bæ fon- isk nema í Heimskringlu, böt bleimar það á prentara og edit- orinn og meikar bara fönn að því everí tæm. Væ sjúr! Það verður voða mixupp á startinu. Bött mín amma segir, að það er voða mix- upp í allri íslenzkri spellingu, enivei, og mín ædía verí handí fyrir okkar Winnipeg-blöð, bí- kos nóbodí rekkognæsaði prent- villurnar. Túbad að goverment- ið ykkar dekkoreitaði ritstjór- ana hér fyrir þjóðrækni í ykkar máli, só, meibí þeir eru skerd, að gefa það upp, nema expekta hærri orðu. Bött er ekki lotsan- lots af stórum krossum í söpplæ á alþinginu? Okkar editorar sjúddbí happí, ad ridda blöðin af gamla málinu venn þessir óldtæmers eru gonners, enivei og unga fólkið gefur ekki dem fyrir það, og lots af ensku í þeim. Spíkarar hafa langar ræð- ur á kanamáli íven yfir monú- mentum pæoníranna. Nó, sör! Prittí súr er ríl íslenzka hér ol- gonntúhell er allir júsa pjúr Kanamál ef mín ædía er ekki axeftuð, og okkar þjóðerni nójús fyrir okkur öll. Ég vil ekki tæra þig út, við langt bréf djöstná, vantaði bara að hinta að ædíunni, bött er in- terestaður til að vita þína ópin- jón, og ef þið í gamla landinu viljið djoina okkur í einu komp- aníi, að konströkta úr vestur- heimsku (eða kanversku) þessa brú, sem mín amma mensjónaði til þín. Hún sendir þér hennar lovv, og ég segi Gúddbæ forná, Billi. P. S. Á dauða mínum átti ég von, en ekki hinu, að ég gæti ekið honum Billa mínum til að skrifa þér — ekki líflegar en hann tók undir það fyrst. En hann leynir á sér drengurinn. Ég -vona nú bara, að þér takist að halda hon- um við efnið. Það er hér ein pólsk í nágrenninu, sem ég er ekkert áfram um að fá inn í fjölskylduna. Þín Sally gamla — SPEGILLINN Það fór hrollkennd tilfinning í gegn um föðurinn, þegar hann heyrði dóttur sína segja, eftir að hafa talað óendanlega langan tíma í símann við vinstúlku sína: — „Bíddu augnablik, Agnes, rétt á meðan ég skipti um eyra!“ Eyfirzkir bændur yilja flytja inn naut- gripi af holdakyni og einangra í Grímsey Bœndafélag Eyfirðinga, sem stofnað var í vetur, gerir ályktun um þetta efni Fyrir skömmu var stofnað Bændafélag Eyfirðinga, og á fyrsta almenna fundi sín- um fyrir nokkrum dögum, tók það fyrir mál, sem er töluvert athyglisvert, sem sé innflutningur nautgripa af holdakyni til kjötfram- leiðslu. Ályktun félagsins er á þá leið, að félagið líti svo á, að vegna viðhorfa í framleiðslu héraðsins og landbúnaðarins í heild sé breyting nauðsynleg og sköpun skilyrða til fjölbreyttari fram- leiðslu. Til þess að vinna að því beri að flytja inn frá útlöndum nautgripi af holdakyni til kjöt- framleiðslu. Einangraðir í Grímsey Einnig bendir félagið á það, að heppilegt mundi vera að ein- angra hina innfluttu gripi í Grímsey meðan gengið sé úr skugga um, að þeir beri ekki með sér sjúkdóma, eða hafa stofninn þar meðan verið sé að ala upp innlendan stofn af þessu kyni. Jafnframt innflutningi á lif- andi nautgripum telur félagið sjálfsagt að beita nýjustu að- ferðum í tæknifrjógvun til að koma hér upp innlendum holda- kynstofni. Félagið mun koma þessari á- lyktun áleiðis og er ekki ólík- legt, að hún verði lögð fyrir búnaðarþing, sem nú situr. —TÍMINN, 26. febr. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið C0PENHA6EN Bezta munntóbak heimsins

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.