Lögberg - 06.05.1954, Side 1

Lögberg - 06.05.1954, Side 1
ANYTIME PROMPT COURTEOUS DEPENDABLE — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ADOLPH'S TAXI Round. The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES WEDDINGS ON CQUNTRY TRIPS FUNERALS '«anDinHBBaEBaaMHBBKa^Bi 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. MAÍ 1954 NÚMER 18 Friðrik Krisijánsson FriSrik Kristjánsson 1885—1954 Hann stóð sem hetja í straumi lífs og stefndi í sólarátt. Þeir týna nú óðum tölunni hinir eldri Islendingar í Vestur- heimi og með þeim hverfur smátt og smátt tímabil, sem er einstakt í sögu íslenzku þjóðar- innar. Það tímabil, þegar all- stór partur hennar flutti búferl- um til VesWrheims, og kom í fyrsta sinni til sóknar og varnar á meðal fjölmennra þjóða á er- lendum vettvangi. Tímabil það höfum við nefnt frumbýlings- tímabil, en í rauninni var það, og er enn, að því leyti sem það hugtak getur átt við nútíðar- kringumstæður, víðtækara, inni- haldsríkara og eftirtektarverð- ara heldur en frumbýlingshug- takið ber með sér. Það nær vana- legast yfir menn, sem eru að byrja búskap, nema lönd, ryðja skóg, yrkja akra, byggja hús — koma fótum fyrir sig. En frum- býlisathafnir Islendinga í Ame- ríku náðu lengra, og urðu efnis- ríkari en þetta. Á sama tíma og þeir voru frumbýlingar þá voru þeir útverðir íslenzkrar menn- ingar á meðal þjóða, sem naum- ast höfðu hugmynd um, að Is- land eða íslendingar væru til, fyrr en þær eða þegnar þeirra sáu þá og kynntust þeim. Þessi tvö verkefni útvarðanna íslenzku hér í álfu — að varð- veita íslenzka menningu og að bjarga sjálfum sér í efnalegu tilliti, voru eins óaðskiljanleg í bfi þeirra eins og ættarheiður- inn var ættarhöfðingjunum á Is- landi til forna, og það voru þeir monn, þessir alíslenzku útverðir, som ekki aðeins lögðu grundvöll- inn að heldur sköpuðu álit það °g orðstír þann hinn ágæta, er aUir íslendingar njóta nú í Vesturheimi. Einn slíkra útvarða var Frið- rik Kristjánsson. Hann var íaeddur á Flögu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu á íslandi, 23. júní 1885. Foreldrar hans voru Kristján Jónasson frá Engimýri °g Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Mýrarlóni. Mér er lítt kunnugt um æsku °g uppvaxtarár Friðirks, en tel Vlst, að hann hafi vaxið upp í skjóli foreldra sinna, eins og títt var með unglinga á íslandi á þeirri tíð, og vanist öllum al- gongum búnaðarverkum, undir eins og að hann var þeirra megn- ugur. Skóli hans voru daglegu störfin, auk hinnar haldgóðu ís- enzku heimilismentunar; um- verfið, sem hann óx upp í, til- komumikið og fagurt — dalir, hæðir og fjöll. Hafgnýr og hret- veður, sólskin og sumargróður; og mér fannst að ég heyrði end- uróm alls þessa í sálu Friðriks Kristjánssonar. Til Vesturheims kom Friðirk árið 1906, þá 21 árs að aldri, og staðnæmdist í Winnipeg, og þar átti hann heima til æviloka. Á þeirri tíð var Winnipeg í örum vexti og tækifærin, sem þar buðust gátu ekki farið fram hjá eins hagsýnum og framsýn- um manni, eins og hann var. Hann gaf sig strax að bygginga- störfum. Fyrst í þjónustu Sveins Brynjólfssonar, nafn- kunns ágætismanns og eins af bezt þekktu frömuðum íslenzkra byggingamanna í Winnipeg á þeirri tíð og sem meðal annars byggði eitt glæsilegasta fjöl- hýsi borgarinnar á sinn eiginn reikning, og það var einmitt við þá byggingu, sem að Friðrik vann sitt fyrsta byggingastarf hér vestra. En hann var þannig skapi farinn, að hann gat ekki unað lengi við að eiga framtíð sína undir þjónustu-örlæti ann- ara — sá ekki neina framtíðar- velferð eða framtíðaröryggi í því, — svo að hann ákvað, þó ungur væri, að sigla sinn eiginn sjó, standa á eiginn fótum, hugsa, ákveða og framkvæma sjálfur, og það gerði hann með Sæmd skáldalaunum Frú Jakobína Johnson Menntamálaráð Islands hefir sæmt skáldkonuna góðkunnu, frú Jakobínu Johnson í Seattle 5,400 króna heiðurslaunum fyrir ljóðagerð hennar og önnur bók- mentaleg afrek; er hinum mörgu vinum hennar þetta mikið á- nægjuefni, því fyrir löngu var hún drápunnar verð. prýði til daganna enda. Bygg- ingastarfið var aðallífsstarf Friðriks og til þess bar tvennt: Fyrst tækifærin til efnalegs sjálfstæðis, sem allslausir Is- lendingar, er frá íslandi komu, gátu ekki og máttu ekki láta fram hjá sér fara, þegar að þau buðiist; og í öðru lagi hneigð til heilbrigðrar fésýslu, sem Frið- rik var í blóð borin og fór svo vel með, að vegur hans og tiltrú fór vaxandi dag frá degi, ekki aðeins á meðal samverkamanna hans, heldur allra, sem hann hafði nokkur viðskipti við. Sem dæmi upp á álit það, er hann hafði áunnið sér, þegar snemma á starfstíð sinni, má hér endurtaka ummæli eins af stór- verzlunarmönnum Winnipeg- borgar, er hann átti verzlunar- samband við: „Friðrik er einn af beztu viðskiptavinum mínum. Hann er sanngjarn í kröfum sínum, ábyggilegur og orðheld- inn“. — Hvernig er hægt að kynna sig eða kynna manndóm Islendinga betur en þetta? Friðrik Kristjánsson var bygg- ingameistari í orðsins fyllsta og bezta skilningi, þó að hann al- drei tæki sveinsbréf. — Það var meistarabragur á byggingum hans, hvort heldur að hann byggði þær fyrir sjálfan sig eða aðra; þær voru allar traustar og ósviknar og hann skildi eitthvað af sjálfum sér eftir í hverri einni af þeim. En meistara- bragurinn náði lengra en til bygginganna, þann náði líka til mannanna, sem að unnu fyrir hann, á þann hátt, að benda þeim á tækifæri, sem að hann auðvitað gat hagnýtt sér sjálfur, en lét menn sína njóta sér til hagsbóta og studdi þá til efna- legrar fótfestu, og er slíkt frekar sjaldgæft á meðal iðjuhölda, ef ekki einstætt, og ólíkt væri um að litast í heiminum frá því sem nú er, ef allir hugsuðu og breyttu þannig. Hann var fyrir- myndarmaður til orðs og æðis, sem ekki vildi vamm sitt vita í neinu. Friðrik var meira en meðal- maður á hæð, gjörfulegur og íturmannlega vaxinn. Yfirbragð-s ið bjart, augun snör og lýstu miklu lífsfjöri, andlitssvipurinn þróttmikill og hreinn. I hreyf- ingum var hann snar og léttur á fæti. Andlega var hann einnig vel gefinn, gáfurnar góðar og farsælar, hugsanir hans skýrar og vel grundaðar, minnið ágætt og smekkur hans næmur. Hann var heilsteyptur maður. Friðrik var bókhneigður mað- ur og las mikið. Ég held, að það hafi verið fáar bækur, sem komu út á íslenzku og hann gat náð í, sem að hann ekki las, og las vel. Braut efni þeirra til mergjar og var fundvís á það, sem fallega og vel var sagt, hafði gaman af að ræða um efni þeirra við kunningja sína og gat þá verið spaugsamur og fyndinn. Hann fylgdist vel með í opinberum málum, bæði á meðal landa sinna og annara, en hafði sig lítt í frammi á þeim vettvangi, en þegar að hann gerði það, var málum þeim, sem hann tók að sér, vel borgið í höndum hans. En hann hélt sig aðallega á sínum eigin athafnasviðum og óx þar að íþrótt og frægð, og undi svo glaður við sitt, eins og Jónas Hallgrímsson sagði, að forfeður hans á íslandi hefðu gert til forna. Ég gæti bætt hér við, að Frið- rik hafi verið vel efnum búinn, eins og vanlega er gjört í ævi- minningum, þegar þess er kost- ur, enda ríkur á mælikvarða okkar Islendinga, en fyrir það fengi ég litla þökk hjá Friðrik, ef að hann mætti mæla, því að yfirlætislausari mann var naum- ast hægt að finna, og hjá honum voru peningarnir aldrei aðal- hnoss lífsins, heldur drengskap- ur og dáð. Árið 1914 kvæntist Friðrik Hólmfríði Jósephsdóttur frá Geitaskarði í Hörðudal í Dala- sýslu, einni þeirri indælustu og háttprúðustu konu, sem hægt er að hugsa sér. Reistu þau þá bú í Winnipeg og bjuggu lengi í glæsilegu húsi við Ethelbert stræti, er Friðrik reisti, en fluttu nýlega í annað prýðilegt hús er þau reistu við Garfield stræti, þar sem gestrisni, góðvild og greiðvikni ríktu. Þeim Friðrik og Hólmfríði varð sex barna auðið. Eitt þeirra stúlku, sem Unnur hét, mistu þau þriggja ára gamla. Hin fimm eru á lífi, prýðilega myndarleg, vel gefin og vel mentuð. Þau eru hér talin eftir aldursröð: Pálmey, útskrifuð af verzlun- arskóla, gift Norman A. Blackie. Ása, útskrifuð í læknisfræði, gift John MacDonell, sem líka er læknir. Aðalsteinn, útskrifaður í lög- fræði, kvæntur Carol Pálmason. Guðbjörg, vísindalegur sér- fræðingur, ógift. Unnur, lýkur miðskólanámi í ár, ógift heima hjá móður sinni. Auk þessa mannvænlega barnahóps og ekkjunnar syrgja fimm barnabörn afa sinn: — Norman Kristján Blackie, Karen Ann Blackie, Jósefína Lillian MacDonell, Friðrik John Krist- jánsson og Carol Díana Krist- jánsson. Friðrik Kristjánsson lézt að heimili sínu, 122% Garfield Street í Winnipeg, 23. febrúar síðastliðinn. Hann var jarðsung- inn 25. febrúar og hófst sú at- höfn með húskveðju á himilinu, er Dr. Rúnólfur Marteinsson flutti, svo fór fram almenn kveðjuathöfn í Fyrsfu lútersku kirkjunni á Victor stræti, sem var afar fjölmenn; sóknarprest- urinn, Dr. Valdimar J. Eylands, ásamt Dr. Rúnólfi Marteinssyni fluttu síðustu kveðjurnar. Jarð- sett var í Brookside grafreitnum undir umsjón útfararstofu Bar- dals. Líkmenn voru: H. J. Pálma- son, H. Sigurðsson, Th. Hansson, A. Sigurðsson, Stefán Stefáns- son og Th. Árnason. Nú er þessi mæti og dreng- lundaði Islendingur horfinn — dáinn. Deyr fé deyja frændr, deyr sjálfr et sama; en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getr. J. J. Bíldfell Skipaður dómari Ásmundur Benson Ríkisstjórinn í North Dakota hefir nýverið skipað Ásmund Benson lögfræðing í Bottineau dómara í 2. lögsagnarumdæmi ríkisins með búsetu í Rugby. Hinn nýi dómari er mikill gáfu- maður, kunnur að drengskap og mannkostum. Kosinn félagi í Royal Sociefy of Canada Prófessor Skúli Johnson. The Royal Society of Canada er aðalfélagsskapur fræðimanna í Canada. Var félagið stofnað í landstjóratíð Lornes mark- greifa, en Victoria drotning gerðist þá heiðursverandari íé- lagsins. Eru fimm deildir í fé- laginu; takmarkar það meðlima- fjölda sinn. Umsóknir í félagið eru ekki teknar til greina; fé- lagsmenn velja sjálfir menn í félagið og veita aðeins afburða- fræðimönnum inngöngu. Þykir það því mikill heiður og mikil viðurkenning að verða fyrir valinu. Prófessor Skúli Johnson, formaður latínu- og grískudeild- ar Manitobaháskóla hefir nú verið sæmdur þessum heiðri. Var hann kosinn í tungumáladeild félagsins, en félagatala þeirrar deildar er takmörkuð við hundr- að manns. Er hann þriðji Is- lendingurinn, sem hlotið hefir þessa viðurkenningu; Dr. Thor- bergur Thorvaldson og Dr. Thor- valdur Johnson eru félagar í náttúruvísindadeildunum. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands 23. APRÍL Forseti Islands, herra Asgeir Ásgeirsson, og forsetafrúin, frú Dóra Þórhallsdóttir, eru nú í opinberri heimsókn í Finnlandi, sem lýkur í kvöld. Síðastliðinn miðvikudag voru forsetahjónin viðstödd útför Mörthu, krón- prinsessu Noregs, sem gerð var frá dómkirkjunni í Osló, en héldu sama kvöldið til Stokk- hólms í tveggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Fór sú heimsókn fram með mikilli við- höfn og voru móttökur mjög hlýjar og hjartanlegar. Sænsku konungshjónin og fjöldi tignar- manna og háttsettra embættis- manna tóku á móti forsetahjón- unum á aðaljárnbrautarstöðinni í Stokkhólmi, sem var fagurlega skreytt blómum og þjóðfánum Svíþjóðar og Islands. Stóðu her- menn heiðursvörð á brautarpall- inum, en frá járnbrautarstöðinni var ekið í opnum hestvögnum með fjórum hestum fyrir til konungshallarinnar, þar sem forsetahjónin bjuggu sem gestir sænsku konungshjónanna. Mikill hátíðasvipur var á Stokkhólms- borg og borgin mikið skreytt og bar þar víða á íslenzka fánan- um auk sænska fánans. Forseta- hjónin sátu hádegisverðarboð sænsku konungshjónanna og síðdegis á sumardaginn fyrsta tók forseti Islands á móti sendi- herrum erlendra ríkja í Svíþjóð, um 50 að tölu. Síðar um daginn tók forseti á móti Islendingum búsettum í Svíþjóð og ýmsum sænskum gestum á heimili Dr. Helga P. Briem sendiherra og komu þar um 180 manns. Um kvöldið sátu forsetahjónin við- hafnarveizlu sænsku konungs- hjónanna. Síðari dag heimsókn- Framhald á bls. 8 Winnipegger Gets Gov't. Post OTTAWA (CP) — Rt. Hon. C. D. Howe, production minister, Monday appointed Thor Eyjólfur Stephenson of Winnipeg to head the department’s $400,000,000 a year aircraft production pro- gram. The 35-year-old aeronautical engineer, former deputy director of the aircraft branch, takes over from T. N. Beaupre of Montreal who leaves shortly to take up an executive post with a Montreal chemical corporation. The defence production de- partment has been undergoing cutting and squeezing to fit it into a peacetime economy geared to a “long haul” defence program. The aircraft branch is still as busy as ever, concentrat- ing on production of jet fighters, trainers, navy planes and new reconnaissance air wagons íor the RCAF. Mr. Stephenson, a graduate of the University of Toronto and the California Institute of Tech- nology, will be pushing ahead with production and modifica- tion of the all-Canadian CF-100 jet fighter. The powerful, twin-engine all- weather jet may eventually be turned into a delta-winged body, shaped for higher supersonic speeds. Mr. Stephenson is the son of the late Frederick Stephenson, who was the manager of the Columbia Press in Winnipeg (which publishes a local Ice- landic paper) and of Mrs. Anna Stephenson, who lives at 12 Edgewater apartments. Thor Stephenson was born in Thor Eyjólfur Stephenson Winnipeg Nov. 7, 1919, and at- tended public school here. He attended Sunday school at the First Lutheran church in Win- nipeg, and was also a member of the church’s Boy Scout troop. Later he went to the Pickering college at Newmarket, Ont. and obtained his bachelor of science degree from the University of Toronto, and his master’s degree from the Institute of Technology at California. After returning from California he went to work for the Research council at Ottawa. He is one of Mrs. Stephenson's five children. Only one, Mrs. James Gilchrist, lives in Winni- peg. Another sister of Mr. Steph- enson is Mrs. John David Eaton, of Toronto. Edwin resides at Morden, Man., and Harold in Montreal. —WINNIPEG FREE PRESS May 3rd

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.