Lögberg - 06.05.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.05.1954, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. MAÍ 1954 7 ERSA PÉTURSSON: Áfengismál og ofdrykkja Ritstjóraskipti við „Skírni", elzta tímarit á Norðurlöndum Halldór Halldórsson dósent tekur við ritstjórn af Einari Ól. Sveinssyni Mál það, er hér fer á eftir, er eingöngu bundið við skoðanir og rannsóknir annarra manna, lækna, vísindamanna o. fl. en lýsir ekki einvörðungu neinu persÓQulegu viðhorfi, þó að ég á hinn bóginn aðhyllist skoðanir þessar og staðreyndir. Ég bið afsökunar á því að þessar skoðanir og staðreyndir kunna að særa tilfinningar sumra manna, en er þess full- viss, að heilbrigð skynsemi þeirra, dómgreind og rökrétt hugsun, hlýtur að vera þeim sammála í öllum höfuðatriðum. Fyrri hluti greinarinnar er út- dráttur úr fyrirlestri, er ég flutti á fundi í læknafélaginu þann 28. febrúar s.l. 1. Knud O. Möller heitir lyfja- fræðingur sá, sem samið hefir lyfjafræði þá, sem lækna- stúdentum hér við háskólann er kennd. Hann segir, að alkohol verki sem eitur á allar lífverur, frá lægstu einfrumungum til æðri dýra og mannsins. Á hin æðri dýr og manninn verkar það aðallega á taugakerfið og þar aðallega á hin æðri störf þess, skilningarvitin sljóvgast öll að einhverju leyti, dómgreindin þverr, og rökrétt hugsun verður óskýr. Áfengið lamar og deyfir allt taugakerfið, vitanlega er þar ekki um taugasjúkdóm að ræða, heldur eituráhrif. Áhrifanna gætir í ákveðinni röð og fylgir hvrt stigið af öðru. Fyrst hverfa flestar hömlur, síðan hæfileik- inn til nákvæmrar andlegrar og líkamlegrar vinnu, síðan verða vöðvahreyfingarnar óná- kvæmar, málfar, göngulag og skilningur sljóvgast, síðan kem- ur svæfing sú, sem í daglegu tali er nefnd brennivíns„dauði“, og loks getur svo farið, að mað- urinn deyi raunverulega af áfengiseitrun, þó að það sé fremur fátítt. (Vitanlega heldur enginn mað- ur því fram, hvorki ég eða aðrir, að maður, sem bragðar vín í hófi, sé eiturlyfjaneytandi, fremur en maður, sem þarf að fá sér eina og eina svefntöflu með löngu millibili er eiturlyfja- neytandi). Karl Bowmann segir í árlegu yfirliti um helztu framfarir í geðlækningum, sem birtist í janúar-hefti Journal of Ameri- can Psychiatry — (tímarit ame- ríska geðlæknafélagsins, skamm stafað JAPA) árið 1950, að flest- ir vísindalegri rithöfundar séu sammála um það, að ekki sé hægt að finna neina grundvall- arpersónuleika eða skapgerðar- eiginleika og því síður geðveilur eða geðveiki sem einkenni of- drykkjumenn (alkoholista) öðr- um fremur. Á hinn bóginn verða allir ofdrykkjumenn geðveilir ®ða jafnvel geðveikir á meðan ahrifa eitursins gætir í líkömum þeirra. Dr. Robert V. Seliger (Japa, júlí 1950) segir einnig, að fullt samkomulag sé um það, að aldrei hafi verið sýnt fram á neitt ákveðið sálfræðilegt eða persónuleikamót ofdrykkju- manna. Sem sagt flestir geta orðið ofdrykkjumenn við viss skilyrði, og er vitanlega frum- skilyrðið það, að þeir eigi kost á að afla sér nægilega mikils áfengis. Þó virðist ýmislegt benda til þess að eitthvað sé til, sem forðað geti mönnum frá of- úrykkju og segir Seliger einnig að sjaldan heyrist talað um að- ventista, mormóna, gyðinga eða Christian Science alkoholista, svo að nefnd séu fáein nöfn truarbragðahópa þeirra, sem já- kvæð áhrif hafa í því að fyrir- byggja að slíkt ástand skapist. Heilalínurit sýna ekki neitt óeðlilegt hjá ofdrykkjumönnum né heldur svonefnt Rohrschach- Próf, blekklessu-próf, sem marg- SALKELD'S Emden, Toulouse Goslings iftarted or day olds, avail- May f"August 1 ipped anywhere in Canada Salkeld's Turkey Hatchery 1975 Logan Ave., Winnipeg ir kannast við og sálfræðingar nota. Drykkjumenn koma frá hvers kyns fjölskyldum. Börn of- drykkjumanna geta verið bind- indissöm, hófsöm eða sum eða jafnvel öll þeirra ofdrykkju- menn, verður ekki annað séð, en að hending ein ráði mestu um það. Sama máli gegnir um börn ofstækisfullra bindindismanna og hófsemdardrykkjumanna. — Hins vegar er ofdrykkja lítils- háttar algengari í fjölskyldum ofdrykkjumanna en hjá öðrum. Áfengisnautn og ofdrykkja eru því eins og aðrar eiturlyfja- nautnir fyrst og fremst þjóðfé- laglegs eðlis og í öðru lagi trúar- bragða og læknisfræðilegs eðlis. Ofdrykkjumenn eru ekki sjúklingar fyrri en áfengið hefir leitt þá í alls konar slys, sult og seyru, sjúkdóma og örbirgð. Upprunalega eru þeir aðeins of- drykkjumenn, sennilega hjá flestum, hartnær tíu fyrstu árin. Þó að ofdrykkja sé ekki sjúk- dómur hefir það samt í för með sér sjúklegt ástand og hefir það orðið því valdandi að læknar á síðustu árum hafa leitast við að ráðast að meinsemdinni með læknisfræðilegum aðferðum. Ein aðferðin byggist á því, að uppsölulyf er sett saman við áfengi það, sem hælisvistarmenn eru síðan látnir drekka. Fá þeir þá óbeit á áfengi, og hefir þessi aðferð gefizt sæmilega, þannig að uppundir helmingur of- drykkjumanna verða bindindis- samir, sbr. skýrslu Lemerl og Voegtlin. Flestir aðrir höfundar hafa ekki náð svo góðum ár- angri með þessari aðferð. Hælis- eða gæzluvist með sál- fræðilegum aðferðum hefir víða verið reynd. Prost. o. fl. segir í júníhefti JAPA 1952, að af 100 alkolistum, sem lagðir voru inn á ofdrykkjumannadeild New York Hospital urðu aðeins 25% bindindissamir, en til viðbótar urðu 30% skárri. Hann telur þennan árangur meira en í meðallagi góðan, en leggur á- herzlu á nauðsyn þess að fylgzt sé vel með þeim að spítálavist lokinni. Telur hann félagsskap fyrrverandi ofdrykkjumanna, A.A., ómetanlegan í þessu efni. Dáleiðsla hefir sums staðar verið notuð með nokkrum ár- angri. Bætiefnasprautur, hor- mónalyf o. fl. lyf hafa verið notuð hin síðari árin, hefir það ekki reynzt eins vel eins og búizt var við í upphafi, og er auk þess dálítið hættulegt í meðförum. Heilaskurður var reyndur á 179 mönnum 1952 í Bandaríkjunum. 93% þeirra ofdrykkjumanna héldu áfram uppteknum hætti. Árangur lækningatilrauna við ofdrykkju er sem sagt sá, að í örfáum tilfellum tekst að bjarga allt að 51% ofdrykkjumanna þegar bezt lætur. Yfirleitt er það frá 10—30%, sem tekst að hjálpa með þessu móti. Árangur trúar- bragðafélaga, félags ofdrykkju- manna og stúkna er, er að því er virðist, heldur skárri, en það munar ekki miklu. Allar lækningatilraunir mið- ast eingöngu við ofdrykkju- menn, óhófsdrykkjumenn leita sér sjaldan lækninga og fá hana ekki heldur. Þeir telja sig hóf- drykkjumenn, og stofna jafnvel félög til þess að kenna öðrum að drekka, þótt þeir drekki sig fulla þetta frá einu sinni til þrisvar, fjórum sinnum á mánuði. Það eru einmitt þessir menn, sem valda öllum þeim mikla fjölda slysa, glæpa og sjálfsmorða, sem framin eru í ölæði. Þar eru sjaldnast ofdrykkjumennirnir að verki, til þess er getuleysi þeirra of mikið. Fredrik Lemere rannsakaði örlög 500 ofdrykkjumanna í Seattle. Af þeim drukku 28% sig í hel, 7% fengu aftur lítils háttar vald á drykkjuhneigð sinni. 29% urðu ofdrykkjumenn alla ævi. 22% hættu að drekka í sjálfum banasjúkdómnum og 11% hættu fyrr, flestir þeirra af sjálfsdáðum. Andleg vakning (spiritual reconversion) hafði hjálpað flestum eða 3%. Læknis- hjálp hafði aðstoðað 1%. Meðal- aldur þessara manna var 52 ár, og er það allmiklu hærra en flestir aðrir höfundar telja, segja þeir margir meðalaldur of- drykkjumanna vera 40—50 ár. Margir alkoholistar hættu að drekka jafnvel árum saman, en byrja þá aftur af endurnýjuðum krafti. Raunhæfasta og árangursrík- asta leiðin til þess að fyrirbyggja eiturlyfjanautn er að uppræta eiturlyfin sjálf, enda alls staðar stefnt að því með önnur eitur- lyf en áfengið. Engar stéttir fá eins góða uppfræðslu um skað- semi eiturlyfja, eins og lækna- og hjúkrunarkvennastéttir. — Samt sýna skýrslur frá Banda- ríkjunum það, að eiturlyfja- nautn er tíu sinnum algengari þar hjá þessum stéttum heldur en hjá öðrum stéttum. Stafar það einfaldlega af því, að bann það, sem gildir gagnvart öðru fólki, nær ekki, því miður, til þessara stétta. Hér á landi hafa stúkurnar, ungmennafélígin og nokkrir einstaklingar unnið ómetanlegt starf í þágu bindindismálefna með þeim árangri, að íslending- ar eru nú ein minnsta drykkju- þjóð í heimi. Hvergi í siðmennt- uðum löndum eru áfengishöml- ur eins öflugar og sterkar og hér á landi. Hér eru ekki leyfðir barar, áfengisauglýsingar né áfengisveitingastaðir. Islendingar drekka líka aðeins IV2 pott af 100% áfengi, og þó smyglað væri inn álíka miklu, sem að flestir munu þó álíta of- mælt, þá yrði það ekki nema 3 pottar á mann samtals á ári. 1 Bandaríkjunum er drukkið 7,5 pottar af 100% áfengi á mann á ári af löglegu áfengi, en auk þess fullyrða áfengisframleið- endur sjálfir, að jafnmikið sé bruggað þar af landa, þrátt fyrir allt frelsið. Þar eru líka fjórar milljónir ofdrykkjumanna og myndi það samsvara því, að hér á landi væru þeir fjögur þúsund. Ef tölur áfengisvarnarnefndar Akraness eru lagðar til grund- vallar, eru þeir 900 talsins hér. Ef menn bera brigður á þær, má slá af nærri helming, af því að við erum svo frjálslyndir, reyn- ist þá tala ofdrykkjumanna á ís- landi vera um það bil 500, þ. e. a. s. átta sinnum færri en í Vínlandi hinu góða, þar sem á- fengisfrelsið er alls ráðandi. Sömu hlutfallstölur gilda sjálf- sagt fyrir hinn miklu meiri fjölda óhófsdrykkjumanna. Frakkar drekka 37 potta af 100% á ári, enda er ofdrykkju- mannatalan þar hæst allra landa og nemur 2,2% íbúatölunnar (skv. U. S. News & World Re- port) þar er öllum landeigendum og raunar fleirum, leyft að brugga, svo að ekki skortir frelsið þar. Það er nú samt svo í Banda- ríkjunum, að þriðjungur allra hreppannna þar (counties) hefir algjört vínbann, og fer þeim fjölgandi, þó að hins vegar sé ekki nema eitt ríki þar, Missis- sippi, sem er svo lánsamt. Þeim finnst héraðabönnin borga sig þar, ekki vegna þess að vitan- legt er, að hægur vandi er að smygla víni yfir hreppamörkin, heldur er reynslan sú, að langt- um minna er drukkið af víni, þar sem bönn eru, þrátt fyrir allan áróður andbanninga um hið gagnstæða. Svo hafa þeir líka vítin fyrir augum sér hinum megin við hreppatakmörkin. Um samband áfengis hér á landi við glæpi, má benda á það, að árin 1916—’17 var annað árið einn maður dæmdur fyrir saka- mál, hitt árið enginn. Það eru hin einu ár í sögu landsins, sem segja má með sanni, að bann hafi verið í fullu gildi hér. Nú eru sakamál að meðaltali 112 á ári hverju. II. 1 Noregi var hafinn áróður fyrir streku öli fyrir nokkrum árum síðan. Það átti að afla rík- issjóði þar gjaldeyristekna með útflutningi ágæts norsks bjórs. Reynslan er sú, að Norðmenn drekka að heita má allt sitt sterka öl upp til agna sjálfir og flytja sáralítið út. Ölið átti að minnka neyzlu sterkra drykkja. 1 staðinn fyrir það jókst hún þar til á seinustu árum að þróast hefir sá mesti ólöglegi faraldur heimabruggunar, sem sögur fara af í nokkru landi í skjóli hins sterka öls. Ölið átti líka að fyrir- byggja heimabruggið. Ö1 er mikið böl fyrir marga. Það situr sennilega einna sízt á okkur læknum og lögfræðing- um að berjast gegn rýmkun á- fengislaganna. Með því vinnum við sjálfir okkur í óhag. Með vaxandi áfengisflóði verða fleiri sem sökkva til botns. Það má t. d. gera ráð fyrir, að núverandi áfengisfrumvarp hafi í för með sér að ofdrykkjumönnum fjölgi um a. m. k. helming ef það nær fram að ganga, verða þá afleið- ingarnar þær, að slysum, sjúk- dómum og sakamálum fjölgar og „business“ okkar lækna og lóg- fræðinga eykst. íslendingar hafa oft verið öðr- um þjóðum til fyrirmyndar. Við vorum til fyrirmyndar í útrým- ingu taugaveikissýkilsins, holds- veikinnar, sullaveikinnar og nú síðast berklavörnum. Við erum til fyrirmyndar í áfengismálum. Við skulum verða enn meira til fyrirmyndar í þeim efnum með því að stefna markvisst að full- komnu banni, sem er hin eina rétta raunhæfa og fullnægjandi aðgerð gegn áfengisbölinu. — Lækningatilraunir bjarga að- eins helming ofdrykkjumanna, þegar bezt lætur. óhófsdrykkju- menn sigla sinn sjó þrátt fyrir þær allar. —TÍMINN, 16. marz Hún var fædd að Draflastöð- um í Þingeyjarsýslu, á Islandi, 24. febrúar 1878. Foreldrar hennar voru þau hjónin Hrólfur Matthíasson og Ingunn Jónat- ansdóttir, og hjá þeim ólst hún upp. En úr föðurgarði fór hún um sextán ára aldur. Nokkur næstu árin var hún við störf á ýmsum stöðum, meðal annars bæði á Akureyri og í Reykjavík. Er hún var 23 ára fékk hún starf á ísafirði. Eftir nokkra veru þar, kyntist hún Kristjáni Hólm Þórðarsyni. Hann var ágætur smiður, mesti myndarmaður, bæði í sjón og raun, og bezti drengur. Honum giftist hún, er hún var 25 ára, og urðu sam- farir þeirra hinar allra beztu. Heimili þeirra var all-mörg ár á jísafirði. Þau eignuðust 4 börn, tvo syni og tvær dætur. Árið 1912 fluttu þau vestur um haf og settust að í Winnipeg. Þá var nýtt líf fyrir hendi. Það byrjaði hann, meðal annars, með því að sleppa Þórðarsons heit- inu, hélt aðeins skírnarnafninu: Kristján Hólm. Ekkert gat verið betra, því Hólm var í bezta lagi valið til þess að vera ættarnafn. Áður en hann fór af Islandi hafði hann numið nokkuð í ensku hjá enskum manni, sem hét Nesbitt, og í Winnipeg stundaði hann einnig nám í ensku. Hann var maður stór, sterkur og vel gefinn. En því miður, átti hann ekki langt líf hér, því eftir þrjú ár, 1915, varð hann umferðakvefveikinni og lungnabólgu að bráð, og andað- ist það ár. Jóhanna stóð eftir með fjögur ung börn. Að koma þeim öllum til manns var sann- arlega ekki smáræði fyrir eina, fátæka konu. Margra ára erfitt stríð var að sjálfsögðu fram- undan. Það starf leysti hún af hendi með frábærum kjark, dugnaði, óbilandi kærleika og raungóðum hyggindum. Skömmu eftir lát mannsins síns, árið 1915, flutti hún til Win- nipeg Beach. Þar hafði hún ofurlítinn búskap og þar vann hún alt sem hún gat fengið og kraftarnir leyfðu. Hópurinn átti þar heima í sex ár. Hún eignað- ist þar hús og lóð og þegar hún fór þaðan, seldi hún húsið, og hópurinn flutti til Winnipeg. Nokkru seinna brann þetta hús, en hún náði haldi á lóðinni Nýlega hafa orðið ritstjóra- skipti við Skírni, tímarit Hins íslenzka bókmennta- félags. Lætur dr. Einar Ól. Sveinsson af ritstjóm tíma- ritsins eftir að hafa verið ritstjóri um 10 ára skeið, en við ritstjórn tekur Halldór Halldórsson dósent. Enn er 1953 ritið af Skírni ekki komið út, en Einar /Ói. Sveinsson mun sjá um það. Hins vegar mun Halldór Halldórsson sjá um ritið 1954. í tilefni af ritstjóraskiptunum við Skírni hefir Alþöðublaðið snúið sér til hins nýja ritstjóra, IHalldórs Halldórssonar dósents, og fengið hjá honum nokkrar upplýsingar varðandi Skírni. Kom fyrsi úi 1827 Saga Skírnis er talin hefjast árið 1827, er Hið íslenzka bók- menntafélag gefur hann út í átta blaðabroti. Ritið er þó í raun- inni eldra, því að árið 1817 géfur Hið íslenzka bókmenntafélag út Islenzk sagnablöð, tímarit í fjögurra blaða broti, og var það í rauninni upphaf Skírnis. Fluilum heim 1890 Skírnir var í fyrstu gefinn út í Kaupmannahöfn af deild Hins íslenzka bókmenntafélags þar. En árið 1890 verða miklar deil- og lét byggja þrjú sumarhús þar og leigði, en stundum notaði hún eitt þeirra til veru stuttan tíma. Börnin náðu skólamenntun, þroska og á sínum tíma sjálf- stæði. Eru þau öll á lífi við góða líðan: Marja, gift A. L. Herron í Winnipeg; Dómhildur, (Mrs. F. A. Dyer, búsett í Winnipeg; Hrólfur (Ralph), kvæntur Kath- leen Dickson, einnig í Winnipeg, og Stefán, kvæntur Gladys Murray í California. Síðustu 5 árin hafði Mrs. Hólm heimili hjá dóttur sinni, Marju, og tengdasyni, Mr. A. L. Herron. Hún naut }jar\ ástríkis og ágætrar umönnunar; en heilsan var biluð, Hún þjáðist af sjóndepru mörg ár, og að síðustu misti hún sjónina að mestu leyti. Síðustu mánuðina var hún allmikið veik, eina viku sárþjáð. Var hún þá færð í sjúkrahús. Þegar henni leið betur var hún flutt heim, og hún var svo innilega glöð þegar þangað kom. Þar fékk hún hægt andlát mánudaginn, 19. apríl. Hana syrgja börn hennar, tengdabörn, barnabörn og auk þeirra ein systir, Mrs. Jónína Olson, til heimilis í Winnipeg, ásamt mörgum vinum. Hún var jarðsungin af séra Rúnólfi Marteinssyni, að við- stöddu fjölmenni, miðvikudag- inn, 21. apríl, í útfararstofu Bardals, og að síðustu lögð til hinstu hvíldar í Chapel Memor- ial Gardens. Mrs. Hólm féll í skaut mikið af bæði sælu og erfiðleikum. Bæði æska hennar og hjónaband fluttu henni mikla sælu, og hið sama verður sagt um samband hennar við börnin á tímum far- sældar og erfiðleika. Það var alt saman elskuríkt og unaðslegt, og ég hygg einnig, að böndin, sem tengdu saman ekkjuna og börn- in í erfiðleikunum hafi verið sérstaklega sterk. Mrs. Hólm var í sannleika góð móðir, sem lét sér á allan hátt vera annt um það að búa börnin undir nyt- samt æfistarf. Hún var frábær dugnaðarkona og að því skapi hyggin. En hún lokaði sig ekki innan barnahópsins síns; hún unni kirkju og kristindómi, og átti mikið af vinsemd gagnvart samferðafólkinu á lífsleiðinni. Blessuð sé minning hennar. R. Marteinsson ur milli Reykjavíkurdeildarinn- ar og Hafnardeildarinnar um það, hvort flytja ætti ritið til Islands eða ekki. Lauk deilunni með heimflutningi Skímis þetta sama ár og hefir hann síðan stöðugt verið gefinn út í Reykjavík. Sameinað tímariti HÍB Sama ár og Skírnir var fluttur heim var hafin útgáfa á tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags undir ritstjórn Gríms Thomsen. Kom það rit út í 25 ár, en var árið 1904 sameinað Skírni og hefir ritið upp frá því verið nefnt Skírnir, tímarit Hins ís- lenzka bókmenntafélags. Elzta tímarit á Norðurlöndum Allt frá því að Skírnir kom fyrst út árið 1827 og fram á þennan dag hefir aldrei fallið úr einn árgangur af ritinu. Hefir Skírnir því lifað í 126 ár, eða lengur en nokkurt annað tímarit á Norðurlöndum. A þessu langa tímabili hafa verið við ritið 30 ritstjórar. Merkir ritstjórar Meðal ritstjóranna eru margir af merkustu mönnum þjóðarinn- ar, svo sem Jón Sigurðsson for- seti, er var ritstjóri 1837 ásamt Magnúsi Hákonarsyni. Jónas Hallgrímsson var ritstjóri 1836 og Grímur Thomsen 1846. Fyrsti ritstjóri Skírnis var Finnur Magnússon, er sá um ritið fyrsta árið. Á árunum 1828—1829 og aftur frá 1931— 1835 var Þórður Jónasson rit- stjóri. En árið 1830 sáu þeir Baldur Einarsson og Konráð Gíslason um ritið. Of langt mál yrði að telja upp alla ritstjóra Skírnis, en frá því um síðustu aldamót hafa þessir séð um ritstjórn Skírnis: Þor- steinn Gíslason tekur við rit- stjórn árið 1903 af Jóni Ólafs- syni. Guðmundur Finnbogason er ritstjóri frá 1905—1907, 1917— 1920 og frá 1933—1943. Björn Bjarnason frá 1910—1912. Árni Pálsson frá 1921—1929 og 1931— 1932. Einar Arnórsson er rit- stjóri árið 130 og Einar Ólafur Sveinsson frá 1943—1954. Núverandi forseti Hins ís- lenzka bókmenntafélags er Matthías Þórðarson. —Alþbl., 2. apríl Fjögur rit . . . Framhald af bls. 3 Ber upphafsþátturinn og lengsti þáttur safnsins heitið ..Við Landeyjasand"; er þar, meðal annars, lýst sjóróðrum austur þar, koma þar margir sjó- garpar við sögu, og þátturinn í heild sinni hinn fróðlegasti. Eigi er þó ólíklegt, að ýmsum muni finnast enn merkilegri,' sem þjóðlífslýsing, „Tvenna man ég tíma“, en það er örlaga- saga Jóhönnu Magnúsdóttur frá Steinum undir Eyjafjöllum, sannkölluð baráttusaga. Margir aðrir þættir og frá- sagnir úr ýmsum áttum eru í safninu, svo sem frásögnin „Fagurt er á fjöllum“, sem er sýnilega önnur gerð, styttri og í ýmsu frábrugðin, af austfirzku sögunni af Fjalla-Guðrúnu, er birtist í Grímu (I., bls. 59—70), enda er heimildarmaður Þórðar fróðleiksmaður norðan af Langa nesi. Sonarleg og vel samin er „Föðurminning“ eftir Andrés Pálsson frá Fit. Einnig er í safninu ýmislegt ljóðakyns, formannavísur, þul- ur og fleira af þv ítagi, til bragð- bætis. Með þessum sagnasöfnum sín- um, sem á prent eru komin, hefir Þórður Tómasson bjargað frá gleymsku miklum þjóðleg- um fróðleik, og á hann og aðrir þeir, er að því björgunarstarfi vinna, skilið hugheilar þakkir allra unnenda slíkra fræða. MINNINGARORÐ: Mrs. Jóhanna Hólm

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.