Lögberg - 06.05.1954, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.05.1954, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. MAÍ 1954 Fréttir fré ríkisútvarpi ísiands Úr borg og bygð Mr. Halldór M. Swan, sem rekið hefir fyrirtækið The Swan Manufacturing Company við góðum árangri síðan 1916, hefir nú selt verksmiðjuna, en sá, sem keypti, er Mr. W. H. Olson líftryggingamaður; verk- smiðja þessi framleiðir súg- ræmur fyrir hurðir og glugga, er notið hafa mikillar útbreiðslu. Halldór er ættaður frá Bustar- felli í Vopnafirði, vinsæll maður og drengur hinn bezti; hinn nýi eigandi verksmiðjunnur nýtur einnig almennra vinsælda. ☆ Dr. og Mrs. Haraldur Sigmar frá Blaine, Wash., og Mr. og Mrs. Stefán B. Johnson frá Seattle komu til bæjarins fyrri part vikunnar. Fer þetta ferðafólk til New York á föstudagskveldið, en þaðan flugleiðis til Noregs. Mun það ferðast víða um álfuna. Mætir Dr. Haraldur á presta- stefnu íslands fyrir hönd lút- erska kirkjufélagsins og verður viðstaddur biskupsvígsluna. — Gerir hann ráð fyrir að koma heim um miðjan júlímánuð. ☆ A meeting of the Jon Sigur- son Chapter I.O.D.E. will be held at the home of Mrs. Rúna Jónasson 169 Hazeldell Ave., E. Kildonan on Friday Eve., May 7th at 8 o’clock. ☆ Dancing Display The annual Children’s gym and dancing display of the Unitarian Church will be held on Thursday and Friday, the 6th and 7th of May, at 8.00 p.m. in the church auditorium at Sargent and Banning. Miss Joan Goodman, an outstanding acro- bat will be a guest artist. Admission: — Adults 50c, children 25c. ☆ — Hjartans þakkir — Vegna þess, að mér er ekki unt að þakka persónulega öllum hinum mörgu vinum í Winnipeg og annars staðar, er sendu mér samúðarskeyti í tilefni af láti míns elskaða eiginmanns, Leifs Summers, og létu prýða kistu hans með fögrum blómsveigum, vil ég biðja Lögberg að flytja þeim mínar innilegustu hjartans þakkir og bið þeim blessunar guðs. Með vinsemd og virðingu Mrs. L. E. Summers 7706 French St., Vancouver 14, B.C. You’ll save a lot of worry, With the way prices are today; If you pick your cakes and dainties, From Aldo’s great display. ALDO'S BAKERY 613 Sargenl Ave. Phone 74-4843 Cotton Bag Sale BLEACHED SUGAR .29 BLEACHED FLOUR .29 UNBLEACHED FLOUR .23 UNBLEACHED SUGAR.........23 Orders Iess than 24, 2c per bag extra. Uniied Bag Co. Lld. 145 Portage Ave. E. Winnlpeg ev nn ri.nn.it c n rv. Write for prices on new and used Jut Bags. Dept. 1M Selkirk Enterprise getur þess, að Gimlungar hafi nýlega minst hins vinsæla kennara, Miss Sigurbjargar Stefánsson á virðu- legan hátt. Hefir Miss Stefáns- son verið kennari í miðskóla bæjarins um þrjátíu ára skeið, og aflað sér virðingar, þakk- lætis og vináttu nemenda sinna og foreldra þeirra fyrir frábæra kennarahæfileika og samvizku- semi í kennslustarfinu. Síðan nýja miðskólabyggingin var reist, hefir hún jafnframt starfi sínu sem kennari í sögu, bók- menntum og frönsku, lagt mikla stund á að efla bókasafn skól- ans, láta binda góðar bækur og skrásetja safnið; hefir hún varið tómstundum sínum við þetta starf. Fannst því vinum hennar, að ekkert myndi gleðja hana meira, en að þeir söfnuðust sam- an eftir hádegi og að kveldi ein- hvern daginn að kaffidrykkju í bókasafnsherbergi skólans, og að gestirnir legðu nokkra skild- inga í sjóð, svo sem venja er til, í slíkum samkvæmum, og gæti hún síðan varið því fé til bóka- kaupa fyrir safnið, og nafn hennar yrði skráð á þær bækur. Ennfremur skráðu allir gestir nöfn sín í gestabók, er henni var gefin til minningar um atburð- inn. — Gimli Women’s Institute stóðu fyrir þessum mannfagnaði, en 12 önnur kvenfélög tóku og þátt í honum, ennfremur nem- endur. ☆ Þann 22. apríl s.l. lézt að heimili sínu í Foam Lake, Sask., Grímur Hallson, einn af frum- byggjum þeirrar bygðar. Hann var fæddur að Hjaltabakka í Húnavatnssýslu á íslandi þann 11. des. 1870. Hann var jarð- sunginn 24. apríl af Rev. Finley frá United kirkjunni í Foam Lake. Hinn látni lætur eftir sig ekkju sína önnu Guðmunds- dóttur Hallson, einn son Þór- arinn Ottó Hallson til heimilis í Winnipeg, tvær systur Margréti Sveinsson, Saskatoon, og Helgu Hallson, Winnipeg, og bróðir Paul Hallson, Winnipeg. ☆ Mr. G. L. Johannson ræðis- maður og frú komu heim í lok fyrri viku úr þriggja vikna ferðalagi suður um Bandaríki; höfðu þau hjón mikla ánægju af ferðalaginu og heimsóttu meðal annara borga höfuðborg Bandaríkjanna. ☆ Mr. G. F. Jónasson forstjóri og frú komu heim um miðja fyrri viku eftir nálega tveggja mánaða ferðalag víðsvegar um Bandaríkin og heimsókn til Vancouver; hittu þau fjölda Is- lendinga í Californíu og eins á Kyrrahafsströndinni. ' ☆ Síðastliðið mánudagskvöld lézt á sjúkrahúsi hér í borginni Hjörtur Brandsson, 78 ára að aldri, Vestfirðingur að ætt, hinn mesti skýrleiksmaður og skáld- mæltur vel. títför hans verður gerð frá Bardals kl. 4 e. h. á föstudaginn kemur. Dr. Valdi- mar J. Eylands jarðsyngur. The Women’s Association of the First Lutheran Church will meet Tuesday May llth in the lower auditorium of the church. This meeting will begin with a dessert luncheon at 1.30. ☆ Séra B. Theodore Sigurðsson og frú frá Mountain voru, ásamt syni sínum, Hannesi, í borginni í byrjun vikunnar. ☆ Hinn 17. apríl s.l. lézt í Van- couver, B.C., María Anderson kenslukona ættuð úr Borgar- firði hinum eystra; hún var systir Árna heitins Andersonar lögmanns, sem lengi gaf sig að málafærstlu hér í borg. ☆ Mr. J. J. Bíldfell, fyrrum rit- stjóri Lögbergs, kom til borgar- innar um helgina austan frá Montreal, þar sem hann hefir átt all-langa dvöl ásamt frú sinni; mun hann dveljast hér um hríð. Minningarorð Miss Elín Thorlacius var fædd í Fagranesi í Skagafirði, á ís- landi, árið 1862. Foreldrar hennar voru þau hjónin, séra Magnús Thorlacius og frú Guð- rún Jónasdóttir. Þrjú systkini Elínar voru: Guðrún, er varð Vestur-íslendinga; Anna, sem manns, hins mikla kirkjumála- og menntamálaleiðtoga meðal Vesturíslendinga; Anna, sem sigldi til Noregs þegar hún var 17 ára, og nokkrum árum síðar giftist Próf. Didrik Grönvold; séra Hallgrímur Thorlacius, er varð prestur að Glaumbæ í Skagafirði. Á íslandi naut Elín góðrar heimakennslu og einnig stund- aði hún nám á kvennaskóla. Árið 1889 fluttist hún vestur um haf, settist að í íslendinga- byggðinni í Norður Dakota og átti þar heimili hjá mági sínum og systur, séra Friðrik og Guð- rúnu Bergmann, að Garðar. Árið 1902 flutti hún norður til Winnipeg. Þá voru þau Berg- hanns-hjónin flutt þangað og hafði hún heimili hjá þeim að 259 Spence St til ársins 1927. Þá flutti hún til systurdóttur sinnar, Magneu, dóttur séra Friðriks og Guðrúnar Berg- manns, og manns hennar Gor- don Paulson, sem lengi hafa búið að 351 Home St hér í borg. Hjá þeim Paulsons-hjónum átti Miss Thorlacius heimili 27 síð- ustu ár ævi sinnar. Heilsan var sæmileg fyrst um sinn, en árið 1948 mjaðmarbrotnaði hún og fékk aldrei fulla heilsu eftir það. Hún fékk hvíldina á þriðjudag- inn, 13. apríl. Nánustu syrgjendur hér eru Paulsons-hjónin og systir Mrs. Paulson, Mrs. Elísabt Anderson ásamt börnum hennar og barna- börnum. Kveðjumálin voru flutt af séra Rúnólfi Marteinssyni í út- fararstofu Bardals og Brookside grafreit fimtudaginn, 15. apríl. Miss Thorlacius var prýðilega vel gefin kona, fjörug, vinsæl og starfsöm frá barnsaldri, eins lengi og kraftarnir entust. I söfnuðum séra Friðriks Berg- manns vann hún af alhug að málefnum kirkjunnar, í sunnu- dagaskólum, í félagsskap ung- menna og öðru kirkjustarfi. Hún var einstaklega félagslynd og skemtandi í viðræðu. Hún var heppin með heimili: fyrst á æskuheimilinu með foreldrum sínum, þar næst á heimili séra Friðriks og Guðrúnar Berg- manns, og síðast hjá Paulsons- hjónunum. Hún unni af hjarta öllum þessum heimilum og naut þar hins mikla og sanna ástvina kærleika. Hún elskaði Guð og hið góða og sýndi ávexti þess hugarfars í breytni sinni. R. M. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Framhald af bls. 1 arinnar heimsóttu forsetahjónin sænska Þjóðminjasafnið og sátu hádegisverðarboð hjá Bertil prins, hertoga af Hallandi. Síðar um daginn var móttaka fyrir forsetahjónin í ráðhúsi Stokk- hólmsborgar og voru þar um 400 gestir, meðal annarra sænska konungsfjölskyldan. Móttakan fór fram í gyllta salnum í ráð- húsinu og meðal annars fluttu karlakór og hljómsveit íslenzk lög. Um kvöldið höfðu forseta- hjónin viðhafnarveizlu fyrir sænsku konungshjónin á Grand Hotel og sátu veizluna um 50 manns. í gærmorgun héldu forseta- hjónin til Finnlands í tveggja daga opinbera heimsókn og ferð- uðust með einkaflugvél, sem finnska stjórnin sendi eftir þeim. Voru finnskar orustuflugvélar í fylgd með einkaflugvél forseta- hjónanna. Flugvélin lenti á Skógsjóflugvelli skammt fyrir .utan Helsingfors laust fyrir há- degi og var flugstöðin fagurlega skreytt og blöktu þar þjóðfánar Islands og Finnlands og var veð- ur hið fegursta, sólskin og blíða. Paasikivi, forseti Finnlands, og frú hans tóku á móti forseta- hjónunum á flugvellinum og auk þess voru þar forsætisráðherra, ríkisstjórn og ýmsir æðstu menn Finna og heiðursvörður úr setu- liði Helingforsborgar. Forseti borgarstjórnarinnar í Helsing- fors, Lauri Ahos aðalritstjóri, bauð forsetahjónin velkomin fyrir hönd borgarstjórnarinnar og forseti íslands þakkaði. 1 gær sátu forsetahjónin hádegisverðar boð Paasikivi Finnlandsforseta, en síðan lagði forseti blómsveig á gröf finnskra hermanna og um miðjan dag fóru forsetahjón beggja landanna í ökuferð um höfuðborgina og komu meðal annars við í þinghúsinu og þjóð- minjasafni Finnlands. Síðdegis í gær tók forseti á móti sendi- mönnum erlendra ríkja í Hels- ingfors og í gærkvöldi sátu forsetahjónin viðhafnarveizlu finnsku forsetahjónanna. — í morgun voru forsetahjón beggja landanna viðstödd hátíðaguðs- þjónustu í Storkyrkan í Hels- ingfors og síðan sátu Paasikivi forseti og frú hans hádegisverð- arboð forsetahjónanna, en í dag er móttaka fyrir forsetahjónin og fylgdarlið þeirra í ráðhúsi Helsingforsborgar. í kvöld sitja forsetahjónin og Dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra veizlu finnsku forsetahjónanna og að því loknu stendur finnska ríkisstjórnin fyrir hátíðahljóm- leikum í hátíðasal Háskóla Finn- lands og er þangað boðið forseta- hjónum beggja landanna og mörgum öðrum tignargestum. Heimsókn forsetahjónanna til P’innlands lýkur í kvöld og halda þau frá Abo sjóleiðis annað kvöld. ☆ Fyrstu daga síðastliðinnar viku var austan og norðaustan- átt um allt land og snjókoma og dálítið frost á Norður og Austur- landi, en á síðasta vétrardag gerði suðlæga átt og þíðviðri um land allt og víðast úrkomulaust. Hefir verið bjart veður sunnan- lands síðustu dagana og fyrstu daga sumarsins hlýrra í veðri en dagana áður. Er víða kominn vorsvipur og jörð sem óðast að gróa, tún víða græn yfir að líta sunnanlands, blóm að springa út í görðum og tré að brjóta brum- knappa sína. Eru vorannir al- mennt að hefjast víða um sveit- ir landsins. Tíðarfar til sjávars- ins var fremur stirt sunnan- lands fyrrihluta mánaðarins og gæftir stirðar og víða var afli rýr. Er leið að miðjum mánuði fóru gæftir batnandi og afla- brögð sömuleiðis og unanfarna daga hefir víða aflazt mjög vel í verstöðvum sunnanlands og sumir bátar fengið mokafla. ☆ Öll verkalýðs- og sjómanna- félög landsins, að Sjómannafé- lagi Vestmannaeyja undan- skildu, hafa sagt upp síldveiði- samningum og ganga þeir úr gildi 1. júní. Um þessar mundir fer fram atkvæðagreiðsla í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur um uppsögn farmannasamninganna. Einnig stendur nú yfir atkvæða- greiðsla hjá öllum félögum, sem stóðu að síðustu samningum um kaup og kjör á togurunum og er ætlunin að segja samningun- um upp 1. maí, ef samþykkt verður. Islenzku verkalýðssam- tökin hafa aflýst samúðarráð- stöfunum í sambandi við verk- fall færeyskra fiskimanna þar sem gerðardómur í Danmörku hefir úrskurðað verkfallið ólög- legt. ☆ Nordmanslaget, félag Norð- manna í Reykjavík, efndi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík síðastliðinn miðviku- dag til minningar um Mörthu, lcrónprinsessu Noregs. Fór guðs- þjónustan fram á norsku og voru viðstaddir flestir eða allir Norð- menn búsettir í Reykjavík, handhafar valds forseta Islands, dómsmálaráðherra, biskup Is- lands og margir aðrir embættis- menn, svo og fulltrúar erlendra ríkja. Séra Bjarni Jónsson vígslu biskup flutti minningarræðuna. ☆ Síðastliðinn mánudag kvað sakadómarinn í Reykjavík upp dóm í máli skipstjóranna á tog- urunum Hafliða, Skúla Magnús- syni og Sólborgu, en togarar þessir voru teknir að ólöglegum veiðum innan fiskveiðitakmark- anna aðfaranótt föstudagsins langa. Var hver þessara skip- stjóra dæmdur í 74 þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstjórarnir á- frýjuðu allir dóminum. ☆ Ákveðið hefir verið, að hrepps nefndarkosningar fari fram á nýjan leik í Kópavogshréppi sunnudaginn 16. maí, en eins og getið var í fréttum, var kosning- in þar úrskurðuð ógild. Utan- kjörstaðakosning hefst á morg- un. Kosið er eftir sömu kjörskrá og síðast og eru 1142 á kjörskrá. Framboðslistar haldast óbreyttir. ☆ Finnsk iðnsýning verður hald- in í Reykjavík daganna 15.—30. maí og taka milli 30 og 40 fyrir- tæki þátt í henni Verða sýndar margvíslegar framleiðsluvörur Finna svo sem trjávörur, málm- iðnaðarvörur, leðurvörur og vefnaðarvara. Sýningin verður opnuð við hátíðlega athöfn í Reykjavík 15. maí. Búizt er við allmörgum finnskum gestum til sýningarinnar, meðal annaira viðskiptamálaráðherra Finn- lands, sendiherra Finna á ís- landi, sem aðsetur hefir í Osló, Erik Juuranto ræðismanni Is- lands í Helsingfors, hljómsveit- arstjóranum Jussi Jalas og ó- perusöngvaranum Antti Kosk- inen. Samtímis iðnsýningunni verður, efnt til kynningar á finnskri sögu, menningu og list og haldnir hljómleikar og flutt finnskt efni í dagskrá útvarpsins. ☆ Nú hefir verið ákveðið að halda norræna leikhúsráðstefnu á Islandi sumarið 1956 og hefir verið talað um að leigja skip fyrir þátttakendur frá Norður- löndunum, sem búizt er við að verði allt að 200 að tölu. Myndu þeir, auk þess að sitja ráðstefn- una, ferðast um landið. I sam- bandi við ráðstefnuna verður efnt til sérstakra leiksýninga í Reykjavik. ☆ Slysavarnafélag Islands hefir nýlega keypt sjúkraflugvél, sem félagið og Björn Pálsson flug- maður áttu í sameiningu. Þá hefir félagið keypt nýja sjúkra- flugvél ásamt Birni Pálssyni og er eignarhlutur þess í vélinni 60 af hundraði. Tvö ár eru liðin síðan sjúkraflug hófst hér á landi og hefir það komið að ó- metanlegu gagni. Hafa verið fluttir 129 sjúklingar frá 76 stöð- um á landinu á þessum tveimur árum og auk þess verið leitað að týndu fólki og bátum úr vél- inni. National Barley Contest ENTRY FORM To the Barley Improvement Institute: Post Office Province Date I /we hereby apply for permission to enter the National Barley Contest. If accepted, I/we will endeavour to produce one carload (at least 1667 bus.). I/we also agree to abide by all other rules and regulations of the Contest. I /we plan to sow seed on Nole: Eligible varities— Montcalm, OAC21, Olli. Entries Close July 15,1954. variety of land totalling Print Full Names in Block Letters Signatures Clip and mail this entry form to: National Barley Contest Committee, Provincial Chairman, c/o Extension Service, Dept. of Agriculture, Winnipeg, Man. If for any caus il is not praclicable to ship the carlot of barley the conteslani is under no obligation whaisoever to do so. M This space donated by M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 9. maí: — Minningardagur mæðra Ensk messa kl. 11 árd. For- eldrum og börnum sérstaklega boðið. Guðsþjónustan fer fram undir umsjón Sunnudagaskólans. Enginn Sunnudagaskóli þann dag. Islenzk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson From Seattle A Men and Boys Dinner to which the public is invited will be held in the parlor of the Cal- vary Lutheran Church, located at 7002-23rd Ave. N.W., Seattle, commencing at 1:30 o’clock p.m. on Thursday, May 13, 1954. Men and boys will help pre- pare the Rolled Roast Beef and Apple Pie dinner, and will also do all of the work of setting up the tables and serving the din- ner. The following are chairmen Committees: Committee to pre- pare tables: Ray Olason; Food: Bill Lawrence and Charley An- derson; Serving: Bob Neilson itnd Edward Carlstrom; Photo- graphic: Freeman Bjornson and Neil Eastvold; Dishwashing: H. E. Magnusson; Pie: Stony Her- man; Cleaning up: Don Thordar- son; Dinner Music: Ivan Krist- .janson; Tickets: Harold M. Eastvoid; Apron: Wayne Mel- roth; Recording: Dr. Edward Palmason; Ticket Committee: Herman Vopni. Harold M. Eastvold, Ballard Attorney, was selected by the council of the church to act as Master of Ceremonies. Hon. S. O. Thorlakson, Consul for Iceland at San Francisco, who spent 25 years in the Orient and at pres- c-nt serving Calvary Lutheran Church for one year while the regular Pastor, Rev. Eric Sig- mar, is in Europe for graduate study, will be the speaker at the program following the dinner. Five Medical Doctors With Four Other Men Will Sing An Octet composed of Dr. Tom Wallace, Dr. Phillip Frederick, Dr. Ed. Palmason, Dr. J. S. Arna- son, Dr. Fred H. Thorlakson, Attorney Harold M. Eastvold, Mr. Joe Goodman, Icelandic Consul Karl Frederick and directed by Mr. Tani Bjornson will sing as an octet and present two groups of songs. This pro- mises to be a feature of the evening. Master Dennis Bjornson, son of Tani Bjornson, will play piano solos. Mr. Bob Nielson, youth ad- visor for the Church, will give a toast to the boys followed by Neil Eastvold, senior in Ballard High School, who will give a toast to the men. Five Young Boys Will Perform Three of Dr. Ed. Palmason’s sons, E d w a r d, Dennis and Richard will sing with their father, Dr. Phillip Frederick’s son, Phillip, will demonstrate things he has made in his home work shop and Dr. Tom Wal- lace’s son, Michael, will sing. The program will be tape re- corded by Dr. Ed. Palmason and photographs of the banquet and men serving in white aprons will be taken to preserve the memory of the gathering. A large crowd of men and boys is expected to attend. It is desirable that as many tickets for one dollar be sold m order to advise the cook, Mr. Finna Thorfinson, the amount of rolled roast and all the trim- mings may be needed. The pub- iic is cordially invited.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.