Lögberg - 06.05.1954, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.05.1954, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 6. MAÍ 1954 3 Fjögur sunnlenzk rit um þjóðleg fræði Eftir prófessor RICHARD BECK I. Fyrir nokkuru síðan (undir árslok 1952) kom út á vegum Stokkseyringafélagsins í Reykja vík mikið rit og vandað að sama skapi, Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, eftir Guðna Jónsson magister, en nýlega hlaut hann að verðugu fyrir þetta gagnmerka rit sitt doktors- nafnbót í heimspeki frá Háskóla Islands. Dr. Guðni Jónsson er löngu maður þjóðkunnur fyrir marg- háttuð ritstörf sín, svo sem ágæt- ar útgáfur íslendingasagna og annarra fornrita vorra, og einnig fyrir rit sitt Bergsætt (1932), er ber vitni víðtækum og traustum lærdómi hans á því sviði. Til þessa ættfræðisrits hans á hið nýja merkisrit hans um býli og búendur í Stokkseyrarhreppi einriig byrjun sína að rekja, eins og hann tekur fram í formála sínum að því. Lætur höfundur þess einnig getið þar, að hér sé um að ræða fyrsta bindi af þrem bókum um sögu Stokkseyrar, sem hann hefir tekizt á hendur að semja, að tilmælum Stokks- eyringafélagsins í Reykjavík. Segir hann ennfremur í því sam- bandi: „Birtist nú hér fyrsta bókin, sem nefnist Bólstaðir og búend- ur í Stokkseyrarhreppi. Fjallar hún um sögu einstakra bújarða og annarra bólstaða í hreppnum og greinir frá ábúendum á hverri jörð, öllum sem kunnugt er um, frá upphafi til þessa dags. Gerð er grein fyrri ætt þeirra, kvon- fangi og börnum, eftir því sem kostur er á, og tilgreindur um þá ýmislegur annar fróðleikur, smásögur og sagnir, mannlýsing- ar og því um líkt með tilvísun til heimilda. Ritið er því hand- bók um Stokkseyringa handa þeim sjálfum og öðrum, sem slíkan fróðleik girnast. Þar geta kynbornir Stokkseyringar rakið ættir sínar mann fram af manni og í mörgum greinum lengra og víðar en hingað til hefir verið kostur. En aðrir koma þar einnig mikið við sögu, einkum fjöldi annarra Árnesinga og Rangæ- inga“. Eins og þessi gagnorða lýsing á efni ritsins gefur í skyn, er þar færður í einn stað geysimikill sögulegur og ættfræðilegur fróð- leikur um Stokkseyrarhrepp að fornu og nýju, en bókin er að meginmáli nærri 400 bls. í stóru broti. Heimildaskráin ein tekur yfir nálega þrjár blaðsíður, og ber því vitni, hve víða höfund- urinn hefir dregið að sér föngin, en nafnaskráin, sem er hátt upp í 70 bls. að lengd, sýnir það, hve fjölmargir koma hér við sögu. Framan við ritið er ágæt mynd af höfundinum; auk þess eru í bókinni heilsíðumynd af Stokks- eyri og önnur slík mynd af brimgarðinum fyrir Stokkseyri, tilkomumikil mynd; einnig marg ar bæjamyndir, og loks yfirlits- hort af Stokkseyrarhreppi, er eykur drjúgum notagildi ritsins. Eins og vænta mátti frá hendi hins margfróða og þaulæfSa höf- undar, er prýðilega á hinu mikla efni haldið, niðurskipun þess hin skilmerkilegasta og bókin hin nu jæsilegasta, enda eru fléttaðar mn í býla- og mannlýsingarnar sagnir og vísur, sem bæði eru til tilbreytingar og varpa oft glöggu °g skemmtilegu ljósi á frásagn- arefnið, ekki sízt á sumar per- sónulýsingarnar. Rit þetta er, í einu orði sagt, hin mesta fróðleiksnáma, stór- merkur fengur íslenzkri byggða- sögu og mannfræði. Geta þeir íslendingar vestan hafs, sem settir sínar eiga að rekja í Stokks eyrarhrepp eða á þær slóðir, áreiðanlega sótt í umrætt rit mikla fræðslu um ættir sínar, að ogleymdum þeim, sem áhuga hafa á ættfræði almennt, því að tú þeirra á slík bók vitanlega serstakt erindi. ^ Stokkseyringafélagið í eykjavík miklar þakkir skilið yrir að hafa færzt í fang út- gafu bókarinnar, sem er bæði höfundi og útgefendum til var- anlegrar sæmdar. II. Með hinni fróðlegu og vel- sömdu bók sinni, Aldarfar og örnefni í Önundarfirði (1951), sýndi Óskar Einarsson læknir það ótvírætt, að hann er bæði gæddur góðum fræðimannshæfi- leikum og jafn sýnt um það að færa fróðleik sinn í skipulegan búning og aðgengilegan les- endum. Nýkomin er út önnur bók eftir hann, að þessu sinni hreinrækt- að ættfræðirit, Siaðarbræður og Skarðssysiur (Reykjavík, Isa- foldarprentsmiðja, 1953), en ætt- fræðin er nú einu sinni sú grund- vallar fræðigrein, og svo víðtæk, að þangað má í rauninni rekja rætur þjóðarsögunnar. A þetta bendir kona Óskars læknis, frú Jóhanna Magnús- dóttir (Torfasonar sýslumanns) réttilega í prýðilegum formála sínum, þar sem hún greinir einnig frá tildrögum þessarar gagnfróðlegu bókar bónda síns: „Ættfræðin er móðir sagn- fræðinnar og undirstaða hennar. Langfeðgatalið er ein grein hennar, niðjatalið önnur. Við erum öll mótuð af frændum okkar, sem á undan okkur hafa gengið og erum eins og hlekkur í keðju eða möskvi í neti. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meir en hann sjálfur. segir Einar Benediktsson og á þetta einnig við um ættfræðina. Þeir sem kunna skil á ætt sinni og uppruna vita betur hvar þeir eiga heima, eiga dýpri rætur í ættlandi sínu og þjóð- erni, stíga fastar á foldu, en þeir, sem lítið eða ekkert vita í þeim efnum. Þau eru ekki mörg ungmenn- in, sem veita ættfræðinni nokkra athygli, enda eðlilegt, það er einkenni æskunnar að horfa „götuna fram eftir veg“, því að hennar er framtíðin. En þegar árin færast yfir fólk og það sér kynslóðir koma og fara, en ætt- arsvipurinn og ættareinkennin halda áfram að lifa, vaknar á- hugi flestra á þeim fræðum. En því miður oftast of seint, þá eru þeir venjulega horfnir, sem bezt hefðu getað frætt okkur, ef við hefðum gefið oss tóm til þess að spyrja og hlusta meðan tími var til. Það fágæta atvik, að langafi minn og tveir bræður hans, sem allir voru prestar, giftust þrem- ur systrum, vakti athygli manns- ins míns og þess vegna er niðja- tal þetta til orðið. Hann gaf mér það í afmælisgjöf vorið 1949 og nær það að þeim tíma. Mér fannst hins vegar ekki rétt að búa ein að þessum fróðleik og því bauð ég það fram til prent- unar vegna hinna mörgu afkom- enda áðurnefndra bræðra og systra og systkina þeirra“. Vel sé óskari lækni fyrir þá ágætu afmælisgjöf konu sinni til handa frú Jóhönnu fyrir að hafa átt hlut að því, að bókin er komin fyrir almennings- sjónir, og ísafoldarprentsmiðju fyrir snyrtilegan og vandaðan frágang hennar. Bókin hefst á ítarlegri og mjög greinagóðri inngangsrit- gerð um framættir þeirra Stað- arbræðra og Skarðssystra, en Staðarbræður, er svo nefndust, voru sex synir þeirra séra Torfa prófasts Jónssonar að Breiða- bólsstað í Fljótshlíð og konu hans Ragnhildar Guðmundsdótt- ur, prests að Hreppshólum og síðar að Kálfatjörn; Skarðssyst- ur, fimm að tölu, voru dætur þeirra hjóna Ingvars Magnús- sonar og Ingibjargar Eiríksdótt- ur að Skarði á Landi. Kvæntust þrír þeirra bræðra þrem Skarðs- systra, eins og vikið er að í for- mála frú Jóhönnu, og er bókin að meginmáli niðjatala þeirra. Ýmsir af niðjum Torfa pró- fasts fóru vestur um haf, svo að hann á orðið eigi allfátt afkom- enda hér í álfu. Má af þeim nefna hinn ágæta söngmann og góðkunna söngstjóra Pétur Magnús (Pétur Gísla Torfason) í Winnipeg. En eins og niðjatalið í bókinni ber með sér, er það orðinn mjög 1 sjóður Halldóru Snorradóttur“ eftir Magnús Víglundsson og „Minningarsjóður um Þórarinn Stefán Eiríksson á Torfastöðum“ eftir Guðríði Þórarinsdóttur, og lýsa þær greinar báðar fagurri ræktarsemi hlutaðeigenda. Margt er og vel um hið ó- bundna mál í ritinu, en það er sem hér segir: „Vísur og ljóð“ eftir Sumarliða Grímsson, með æviágripi hans eftir Guðríði Þórarinsdóttur, og hefir hann margmennur ættbálkur, og gagn merkur að sama skapi, sem kom- j verig """aöur ‘ ’pr?ðiíega“ skáíd- mn er ai Þéim Staðarbræðrum mæltur; >fJurtin fölnaða<l eftir og Skarðssystrum, og er lær- ; Brand ögmundsson; „Tómasar dómsríkt um margt að kynnast þeim mikla og mannvænlega hópi í þessari einkar skilmerki- legu ættarskrá Óskars læknis; Þó að þar verði vitanlega ekki komist hjá beinum upptalning- um, er þar eigi ósjaldan að finna glöggar mannlýsingar samhliða staðgóðum ævisögulegum fróð- leik. Þá er það mikil prýði á slíkri bók, hve margar og góðar mannamyndir hún hefir að geyma, og eykur það að sama skapi á mannfræðilegt gildi hennar, en nafnaskráin á nota- gildi hennar. Bókarprýði er einnig að myndunum af sýnis- hornum handavinnu og skart- gripa þeirra Skarðssystra, þær voru annálaðar fyrir mynd- arskap sinn og snilldar hand- bragð í glitvefnaði og útsaumi. III. Árið 1949 hóf Félag Biskups- tungnamanna í Reykjavík út- gáfu ritsafns, er nefnist Inn til fjalla, og fór safnið ágætlega úr hlaði, því að fyrsta bindi þess var bæði fjölbreytt og fróðlegt að efni, og sambærilega vandað að öllum frágangi; skrifaði'ég á sínum tíma umsögn um það í Lögbergi. Annað bindi þessa athyglis- verða ritsafns kom út síðastliðið haust, og stendur hinu fyrra í engu að baki, nema síður sé, fjölbreytnin mikil í efnisvali og meðferð þess og málfar prýði- legt. Hefst bindið á snjallri ræðu, „Islendingar viljum við allir vera“, eftir Þorstein Þórarinsson, eins tímabær nú og hún var þegar hún var flutt fyrir rúmum 20 árum (í Haukadal 21. des. 1931). Er ræðan einnig sæmandi forspil hinna ágætlega rituðu minninga og mannlýsinga, sem fylgja í kjölfar hennar, en þær eru: „Nokkrar endurminningar“ eftir Steinunni H. Bjarnason, „Gamla Tunguheimilið“ eftir Guðríði Þórarinsdóttur, „Hjónin á Brekku“ eftir Skúla Helgason frá Svínavatni, „Guðmundur í Helludal“ eftir séra Magnús Helgason, „Ranka á Drumb- oddsstöðum“ og „Sigríður í Brattholti“ eftir Guðríði Þórar- insdóttur og „Á Reykjum“ eftir Margréti Þormóðsdóttur. Er í ritgerðum þessum brugð- ið upp glöggum myndum og skilningsríkum af aldarfari og atvinnuháttum, og um annað fram af sérstæðu fólki og oft harla svipmiklu, sem gróði er að kynnast og minnast, svo sem merkiskonunni Sigríði í Bratt- holti, er barðist hetjulega gegn því, að Gullfoss yrði seldur til virkjunar og glataði með því fegurð sinni. Af öðrum greinum í ritinu má sérstaklega nefna ritgerð Sig- urðar Skúlasonar magisters „Nokkur örnefni í Skálholts landi“; „Um kappsláttinn 1918“ eftir Jóhann Kr. Ólafsson, er greinir frá fyrstu samkeppni starfsíþrótt á íslandi; og nokkur orð um skrúðgarða í Biskups- tungum“ eftir Guðríði Þórarins- dóttur; en að þeim greinum öll- um er góður fengur. „Manntal í Biskupstungum 1850“, sem hér er prentað eftir frumriti í Þjóðskjalasafninu, er einnig hið fróðlegasta. Þá er hér endurprentuð hin snilldarlega grein séra Magnúsar Helgasonar „Yrðlingarnir á Kjóastöðum“ og auk þess eru af samfelldu ó- bundnu máli í ritinu eftirtektar- verð frásögn „Mannareið að Haukadal“ eftir Sigurð Skúla son; fróðleg afmælisgrein „Barnaskólinn í Reykholti 25 ára“, og greinarnar „Minningar ríma“ eftir Pál Guðmundsson á Hjálmsstöðum, hinn kunna hag- yrðing; erfiljóð eftir séra Pál Sigurðsson um Guðmund Guð- mundsson á Brekku; „Til Er- lends Gíslasonar á Torfastöðum“ eftir Þorstein Þórarinsson, og loks nokkrar stökur. Aftan við þáttinn um Sigríði í Brattholti er endurprentað hið hreimmikla og stórbrotna kvæði Hannesar Hafsteins um Gullfoss, og fór ágætlega á því. Auðsjáanlega hefir því í rit- safni þessu verið haldið til haga miklum byggðarsögulegum og menningarsögulegum fróðleik, og þökk sé þeim öllum, sem þar en hafa lagt hönd á plóg; en engum er, hins vegar, óréttur gerður, þó minnst sé sérstaklega á hinn mikla og prýðilega skerf, sem Guðríður Þórarinsdóttir frá Drumboddsstöðum leggur til ritsins. Það er prýtt mörgum góðum myndum, manna og bæja, og því fylgir nafnaskrá yfir bæði bindi ritsafnsins, og hefir dr. Þorsteinn Þorsteinsson fyrrv. hagstofustjóri samið hana. Business and Professional Cards IV. , Á undanförnum árum hafa komið út á vegum Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar í Reykjavík þrjú allstór bindi Eyfellskra sagna eftir Þórð Tómasson frá Vallnatúni undir Eyjafjöllum; hafa sagnasöfn jessi vakið athygli fróðleiks- hneigðra manna og fengið góða dóma; eiga þau hvort tveggja vel skilið, að dæma af tveim fyrstu bindunum, sem greinar- íöfundi hafa í hendur borizt, og er ekki að efa, að þriðja bindið sverji sig í ætt um prýðisgóða meðferð efnis og snjallt málfar. I fyrsta bindinu eru einkum skráðir þættir ýmsra nafn- greindra manna og kvenna og atburðalýsingar frá síðustu öld undir Eyjafjöllum og víðar, og styðst höfundur þar aðallega við munnlegar frásagnir. Kemur aar fram á sjónarsviðið fjöldi aðsópsmikils fólks og sérkenni- legt um margt, og var stórum meir en verðugt að halda minn- ingu þess á lofti með bókfest- ingu sagnaþátta þessara. Mjög athyglisverður er einnig loka- íáttur bindindisins „Brot úr sögu eyfellskra aldaskipta“. Annað bindi Eyfellskra sagna hefst á greinagóðum þætti um Holtspresta 1742—1827, en því næst fylgir mjög ítarlegur þáttur um „Mið-Bælisátt undir Eyja- fjöllum“; rekur síðan hver sagna þátturinn og hver þjóðsagan aðra til bókarloka, og gætir þar eigi lítillar fjölbreytni í efnis- vali, þó að eigi verði það hér nánar rakið. En auk mikils þjóðfræðalegs fróðleiks, sem þessi söfn geyma innan spjalda sinna, eru þau eigi að síður sérstaklega eftir- tektarverð fyrir það, hve málið á þeim er hreint og kjarnmikið. Þá eru sagnaþættir þessir einnig merkilegir fyrir þá birtu, sem þeir bregða á líf fólksins á þeim slóðum, og sér í lagi fyrir lýs- ingarnar á harðri baráttu þess við hafið. öll hin sömu ein- kenni — skýr og skipuleg efnis- meðferð og hressilegt, ramm- íslenzkt málfar — svipmerkja nýjasta sagnasafn Þórðar Tóm- assonar, er nefnist Sagnagestur, og er nýútkomið (Isafoldar- prentsmiðja, Reykjavík, 1953). Eins og höfundur gerir grein fyrir í formálanum, seilist hann nú um sagnaefni til Landeyja og víðar, og hefir orðið ærið gott til fahga. Framhald á bls. 7 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNÍPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgtS, bifreitSaábyrgB o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MANITOBA Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. Thorvaldson. Eqgertson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managing Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MFDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. StofnaB 1894 SlMI 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouqueta. Cut Flowers. Funeral Designs. Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hretnir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eidi- viC, heldur hita frá aB rjúka út meC reyknum.—SkrifiC, simlB til KELLY SVEINSSON (25 Wall St. Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all lts branches Real Rstate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 40-3480 LET US SERVE YOU S. O. BJERRTNG Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 02-4824 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. SEWING^MACHINES Darn socks in a jiffy. Mend, weave in holes and sew beautifully. 474 Poríage Ave. Winnipeg, Man. 74-3570 Dr. ROBERT BLACK Sérfræöingur t augna. eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 Creal.ors of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Hafið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna. Icelandic Old Folks’ Home Soc-. 3498 Osler St., Vancouver. B.C. Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrationa with- out obligation. write, phone or call 302-348 Main Sireei, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware" AUTOMOTIVE SERVICE Exclusive Hillman Distributors Sargent & Home Ph. 74-2576 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederatlon Llfe Bulldlng WINNIPEG MANITOBA Lesið Lögberg Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker. Q.C. B. Stuart Parker. A. F. Kristjanwon 500 Canadian Bank of Commeree Chamberi Wlnniprg, Man. Phone 92-3581 G. F. Jonasson. Pres. Sc Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributora of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-6227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Elgandi ARNI EGGERTSON Jr. Van's EJectric Ltd. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMTRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-48!-0

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.