Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. MAI 1954 Úlgerð og aíkoma sjómanna í Lófólen: Norskir fiskimenn eiga flestir bótana sjólfir Sinn er siður í landi hverju. — Það heldur velli, sem hæfast er. — Hagkvæm lán iil báta- kaupa, þegar sjómenn eiga sjálfir í hlut. — Framkvæmdarstjórinn og félagsformaðurinn sjálfur við stýrið. — Skrifstofa útgerðarinn- ar í skjalalöskunni. — Stofunin, sem tryggði norskum sjómönn- um betri lífskjör. Kjör vinnandi fólks eru æði misjöfn í hinum einstöku lönd- um og kemur þar margt til. Sinn er siður í landi hverju og þjóð- félagshættir mjög ólíkir. Af þeim löndum, sem næst okkur iiggja í Evrópu munu lífskjörin vera einna jöfnust og bezt á Norðurlöndunum og þá einkan- lega í Svíþjóð. Öll hafa Norðurlöndin lengi búið við skipulag, þar sem á- herzla er lögð að jafna sem mest kjör fólks, þannig að fáir ein- staklingar geti ekki skammtað fjöldanum kjörin. En löndin eru misjafnlega góð til að framfleyta börnum sínum og ræður það mestu um lífskjörin, þegar mikl- um jöfnuði hefir verið náð. Þéttbyggð lönd og ofsetin geta ekki skapað börnum sínum þau lífskjör, sem búin eru fólki þar sem auðævi lands og sjávar bíða eftir starfsfúsum höndum. Auk þess virðist svo sem þjóðir séu misjafnlega vinnusamar og ósér- hlífnar við að byggja upp fram- tíð sína með löngum og ströng- um vinnudegi. Frændur okkar í Noregi hafa lengur en flestar eða allar þjóð- ir búið við stjórnarhætti þjóð- nýtingarflokks, sem þó hefir- al- drei gert hina minnstu tilraun til að framkvæma stefnu sína í höfuðgreinum hins norska þjóð- lífs: fiskveiða, siglinga og timbur iðnaðarins. Þar hefir ráðamönnum sýnst sú þróun heillavænlegust að láta hvern þessara stóru þátta þjóðlífsins lúta lögmálum þeim, sem líklegust eru til að leiða til almennastrar velmegunar og þjóðarhamingju. Landið er harð- býlt og fátækt þegar undan eru skilin fiskimiðin og fáein héruð syðst í landinu. Þess vegna he’fir þjóðin ekki haft efni á því að leggja mikið í hættu við til- raunastarfsemi á sviði þjóðnýt- ingar stóratvinnuveganna, en þess í stað fundið þeim það form innan félagshyggjunnar, sem líklegast er til að leiða til sem almennastrar velmegunar. Þannig eru hinar miklu sigl- ingar enn eftir áratuga verka- mannastjórn sósíal-demokrata reknar með fullkomnu „auð- valdskerfi“ af stórútgerðar- mönnum. Sjómönnum eru hins vegar tryggð góð kjör og öryggi með löggjöf og samningum. Þeir eiga báiana sjálfir Þannig hefir það líka að mestu komið af sjálfu sér, að við fiski- veiðarnar er það samvinnu- reksturinn, sem henta þykir bezt. Það er álíka óalgengt í Noregi, að fiskimenn eigi ekki bátana sína sjálfir og það er að vera leiguliði í sveit á Islandi. Hins végar er það sjaldgæft, að allir skipsmenn séu meðeig- endur, eins og það er óalgengt á Islandi að kaupamaður, eða vetrarmaður eigi jörðina með ís- lenzkum bónda. Maður, sem áratugum saman hefir starfað framarlega í félags- málum fiskimanna í Lofoten, gaf mér ýmsar upplýsingar um þessi efni, sem einhverjir hér hafa ef til vill gagn og gaman af að heyra. ÚígerðarmaSurinn og ^krifstofan um borð Eins og áður er sagt, er yfir- gnæfandi meirihluti þeirra báta, sem veiðar stunda við Lofoten 20—60 lestir að stærð. Margir þeirra koma þangað beint af síldveiðunum og halda svo á- fram eftir páskana er Lofóten- | vertíðinni er lokið til annara veiða. Annað hvort þorskveið- anna norður við Finnmörk, sem stendur allt sumarið, eða þeir leita vestur yfir haf og sækja síldveiðar til Islands. Auk þess er svo töluvert af smærri bát- um, sem aðeins eru gerðir út á þessa stuttu vertíð og fiska þeir flestir með handfæri, sem er ó- dýrasti útbúnaðurinn. Þessar veiðar stunda menn, sem annan tíma sinna búskap í landi, eða öðrum störfum og eiga bátana sjálfir, eða ráða sig í ver hjá útgerðarmanni. Venjulegast er það skipstjór- inn og tveir til fjórir menn aðrir, sem eiga þessa báta og sjá að öllu leyti sjálfir um útgerð þeirra. Skrifstofan er um borð og formaður útgerðarstjórnar- innar og framkvæmdastjóri er enginn annar en skipstjórinn, sem heldur með veðurbarinni hendi um stýrishjólið. Góðar fekjur. ef vel aflast Þeir sem ráðnir eru til við- bótar eru aftur á móti með svip- I uðum kjörum og nær allir sjó- menn á íslandi. Þeir eru ráðnir upp á hlut og taka sameigin- legan þátt í kostnaði. Þeir hafa enga kauptryggingu og útgerðin á þess engan kost að fá útgerðar- lán út á fisk, sem er í sjónum. En þegar vel aflast er líka mikið í aðra hönd. Þannig hitti ég nokkra sjómenn, sem voru að koma frá vetrarsíldveiðunum til þorskveiðanna í Lofóten, sem höfðu haft 10—14 þúsund króna hásetahlut. Bókhaldið fylgir bátnum frá einum miðunum á önnur og skipstjórinn tekur sér frídag, einn eða tvo í mánuði. Verður þá eftir af bát sínum í landi og sinnir erindum útgerðarinnar. Hann greiðir reikninga bátsins fyrir úttekna olíu, veiðarfæri og kost, sendir peninga heim til fjölskyldna sjómannanna. Hann gerir líka upp reikningana við þá, sem keypt hafa aflann. Þegar báturinn kemur úr ráðri að kvöldi kemur skipstjórinn um borð með skrifstofu útgerð- arinnar í skjalatösku og lætur hana undir rúmið sitt, eða á annan óhultan stað. ’INCO TRADE MARK Hvað er að frétta frá Inco? TIL að tryggja ferskt og hreint loft og góð vinnuskilyrði fyrir námumenn, hafa verkfræðingar við Creighton námuna komið fyrir “Caving” útbúnaði til fullkomnustu loftræstingar. Þeir hafa komið á fót loftræstingarkerfi neðst neðan úr námunni og upp á yfirborðið með 20 smálesta blásara, sem er 42 feta hár. Blásara þessi sýgur í sig sendið saggaloft og gerir það að verkum, að ferskt doft þrýstist um alla námtma sem svarar 300,000 tengingsfetum á mínútu. 1 blásaranum, sem er nikkeleraður og ryðfrí, eru stálblöð, sem sniðin eru eftir þörfum stækkaðrar námu í framtíðinni. “The Romance of Nickel," 72 blaðsíöna myndskreyttur bœklingur sendur ókeypis þeim, er ceskja. NAMUNNI, SEM NÝTUR FULL- KOMNUSTU LOFTRÆSTINGAR THE |NTERNATIONAL N I C K E L M PAN Y O F CANADA, LIMITED • 25 KING STREET WEST, TORONTO Hagkvæm lán til bálakaupa Stjórnarvöldin stuðla að þessari tegund útgerðar með því að veita hagkvæm lán til bátakaupa, þeg- ar þannig er gert út á samvinnu- grundvelli. Fá sjómenn, sem vilja kaupa bát allt að 90% af kaupverði bátsins að láni með vöxtum sem í flestum tilfellum eru aðeins 2,5%. En þetta er um sjósóknina* sjálfa og þá er sagan ekki nema hálf sögð. Á kreppuárunum kynntust norskir fiskimenn hörmungartímum, sem þeir vona að aldrei komi aftur. En þessir tímar fæddu af sér skipulag þeirra í afurðasölumálum, sem er að mörgu leyti merkilegt og til fyrirmyndar og hefir fengið þar um 15 ára reynslu. Skipulag, sem batt endi á hörmungar Er skipulag þetta ekki ólíkt afurðasölulöggjöfinni íslenzku hvað landbúnað snertir. Trygg- ir það sjómönnum lágmarksverð fyrir aflann, og er lágmarksverð- ið ákveðið í byrjun hverrar ver- tíðar og þar með lögfest. Á ár- unum fyrir síðustu heimsstyrj- öld ríkti skiplagslaus frjáls sam- keppni í afurðasölumálum sjáv- arútvegsins hvað verðlagið snerti. Fiskimenn urðu þá að sætta sig við það verð, sem fiskikaupmönnum sýndist og fór það eftir aflamaginu á hverri vertíð. Ef lítið fiskaðist var verð- ið hátt, en ef vel aflaðist gat það fallið niður úr öllu valdi. Margir þeir, sem höfðu að- stöðu til útgerðar á Lófótenver- stöðvum, gerðu sérsamninga við fiskimenn og þrýstu verðinu niður. Ef þeir vildu ekki ganga að tilboðunum var þeim synjað um útgerðaraðstöðu á vertíðinni og fengu kannske ekki pláss við bryggjur, eða land til að leggja á aflann. Þegar stofnað var með lögum, eins konaj- „Mjólkursamsala“ fiskimanna urðu mikil og snögg umskipti á kjörum þeirra. Ör- yggi kom í staðinn fyrir öryggis- leysi og vernd í staðinn fyrir arðíán. Norsk Rafisklag var stofnað af fiskimönnum fyrir forgöngu stjórnarvalda og mætti í fyrstu mikilli andstöðu einstaklings- hyggjumanna. Það tók þó hvergi til starfa nema þar sem yfir- gnæfandi meirihluti sjómanna vildi skipulagið. Nú er þessi stofnun sverð og skjöldur norskra fiskimanna og engir nefnir annað en hér sé um ó- missandi skipulag að ræða eins og Mjólkursamsalan er orðin í Reykjavík. Álcveður lágmarksverð og verkar fisk Það er Norsk Rafisklag, sem í byrjun hverrar vertíðar ákveður lámarksverð á fiskinum til sjó- manna. 1 vetur er það 61 eyrir fyrir kg. af þorski. Undir því verði er sjómönnum ekki leyfi- legt að selja fiskinn, en einstakl- ingar mega gefa eins mikið fyrir hann og þeim sýnist. Þannig er nú fiskverðið raun-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.