Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 7
7 W. W. JACOBS: BLINDI SKIPSTJÓRINN I. Að utan var húsið fremur eyðilegt að sjá. Það stóð eitt sér, þar sem grasið í mýrinni tók við af sendinni ströndinni. Á bak við það var mýrin með kúm á beit, framundan var Norður- sjórinn. Inni í hlýlegri setustofu sat skipstjórinn og náði ekki upp í nefið á sér. Eldurinn var að kulna á arninum, og hann hafði lagt einhvers staðar frá sér píp- una sína, en kona hans, sem venjulega sá um allt þess háttar, var uppi á lofti hjá veiku dótt- urinni frá London, sem hafði komið heim til að fá hvíld og heilsu. ,.Alltaf er kvenfólkið eins“, muldraði skipstjórinn, stóð upp og fálmaði gætilega um arin- hilluna eftir týndu pípunni, „alltaf að masa“. Hann rak fálmandi hendina í postulínshund svo hann datt á aringrindina og brotnaði, því hann hafði orðið blindur á gamals aldri og sverar krumlur hans voru því ekki gæddar þeirri næmi, sem venjulega einkennir blinda menn. Hann stundi mæðu lega og lét fallast aftur í stól- lun, í því kona hans kom inn. „Jenný, ég hef brotið eitt- hvað“, sagði sökudólgurinn auð- mjúkur. „Ég var að gá að píp- unni minni“. „Hérna er pípan þín Jem“, sagði hún og rétti honum hana upp í hendurnar. ,,Ég verð að fara frá þér aftur. Edit líður ekki vel“. „Ég skal koma upp og tala við hana“, sagði skipstjórinn eins og sá, sem kann örugga lækningu við hvers konar kvillum. „Nei, það máttu ekki“, sagði konan og ýtti honum aftur niður 1 stólinn, „hún er ekki nógu frisk lil að tala mikið. Ég kem rétt bráðum“. Skipstjórinn hlýddi þessari veikbyggðu en einbeittu hönd og sat þar sem hann var kominn, kveikti í pípunni og reykti af mikilli ánægju, hlustaði á brim- hljóðið og hvininn í storminum, sem nú var orðinn bálhvass. ^etta samblandna hljóð var svo róandi, að hann sofnaði loks með pípuna í munninum. Hann hrökk upp við það, að honum fannst einhver kalla á sig. Það ómaði vissulega eitt- hvert hljóð í eyrunum á honum. Hann lagði pípuna á borðið, stóð yPP og studdi annarri höndinni á stólbakið og hlustaði. Fyrst var aðeins brimhljóð og stormþytur, síðan blandaðist það barnsgráti. Skipstjórinn fálmaði sig til dyra °g kallaði ákaft á konu sína. „Jenný! Jenný!“ „Ég kem“, kallaði konan ofan af stigapallinum. „Ég er að koma niður“. „Ég heyrði grát úti“, sagði skipstjórinn. „Barnsgrát". „Vitleysa, þig hefir dreymt það“. „Ég segi satt, að ég heyrði Það“, sagði skipstjórinn og opn- aði útihurðina. „Hlustaðu!“ „Tarna!“ sagði skipstjórinn og r®Hi Upp fingur í aðvörunar- skyni. „Ég heyrði það aftur“. ”Ég líka“, sagði konan. „Það or úti“. „Náðu í sjal og komdu á eftir mer> góða“, ságði hann og tók snærishönk af nagla við dyrnar, sem hann notaði þegar hann fór 2utt frá húsinu. „Halló, þarna! Haiió!“ , ^ann gekk hægt í myrkri !lnu- en kona hans beindi fölri asjonu sinni upp á við og þakk- a i drottni fyrir blindu manns e.n,nar; gvo ^om njgur Qg .lop léttfætt eins og ung stúlka tu hans. Skipstjórinn gaf út línuna og amk. hægt) hann heyrði hana i einu stanza og hrópa. Svo J°P hún aftur heim að húsinu g hallaði til hans um leið: ”Eg hef það“, kallaði hún. „Ég hef þa8« Hann sneri yið Qg flýtt> sér á ttlr henni. Hann lokaði hurð- ni á eftir sér og stóð í forstof- unni og hlustaði á barnsgrát, sem nú ómaði um húsið. „Það er ungbarn, Jem“, sagði kona hans og kom hálfa leið niður stigann og virti vandlega fyrir sér andlit manns síns í birt- unni úr setustofunni. „Lítið barn, vafið innan í sjal og skilið eftir til að deyja. Aðeins fárra daga gamalt, að því er virðist“. „Sei ,sei“, sagði skipstjórinn með hægð. „Farðu upp, góða mín. Farðu upp“. Hann lokaði á eftir sér og fálmaði sig aftur að stólnum og skildi við konu sína hikandi. Eldurinn var kulnaður og orðið kalt í stofunni, áður en hún kom niður aftur, og tárin komu fram í augu hennar, er hún sá þennan stóra, sterka ósjálfbjarga mann bíða þolinmóðan eftir henni. „Hvernig líður Edit?“ spurði hann án þess að snúa höfðinu. „Henni líður ekki vel, held ég“, sagði konan lágri, skelfdri röddu, „en hún er sofnuð. Ég myndi ekki ónáða hana í kvöld, ef ég væri í þínum sporum, Jem“. „Ég ætla ekki að gera það“, sagði hann hæglátlega. „Ég ætla líka að hátta, held ég. Góða nótt“. Hann fór hægt upp stigann og inn í herbergi sitt, konan kom hljóðlega á eftir honum, og þá fyrst, er dyrnar höfðu lokast á eftir honum, slakaði hún á að- gætninni. Svo staulaðist hún sem í leiðslu inn til dóttur sinn- ar og datt hálf meðvitundarlaus yfir rúm hennar. Um morguninn, í svölu sævar loftinu og sólskininu, var hún á ný orðin hress í skapi og bauð manni sínum glaðlega góðan dag, þegar hann kom inn frá morgungöngu sinni um fjöruna. „Kemur Edit ekki niður?“ spurði hann um leið og hann settist við borðið. „Ekki í morgunverð“, sagði hún og virti hann fyrir sér. „Það er bezt, ef hún er ekki frísk“, sagði skipstjóíinn hressi- lega. „Ég var að hugsa um þetta barn“. „Á“, sagði kona hans, og boll- inn, sem hún var að rétta hon- um, glamraði á undirskálínni. „Ef enginn gerir kröfu til þess“, hélt hann áfram, „farðu þá með það til London og láttu gömlu Sparling-ekkjuna fá það. Hún tekur það, ef við borgum með því. Ég býst ekki við, að við getum sent það á munaðar- leysingjahæli". „Gætum við ekki haft það?“ sagði konan feimnislega. „Nei“, sagði skipstjórinn með gleðivanahlátri, „við erum of gömul til að burðast með börn“. Kona hans sagði ekki fleira, en seinna um daginn sagði hún honum, að hún hefði skrifað til London, og að Edit myndi ekki fara á fætur fyrr en daginn eftir. En það leið meira en vika áður en hún lét sjá sig, og þá var hún mjög föl og veikluleg, er hún settist í sæti sitt. Hún var eins og þegjandaleg, hugur hennar var hjá móður hennar og barninu, sem nú voru lögð af stað til London. Eftir þetta leið tíminn hægt og tilbreytingalítið fyrir íbúana á litla húsinu. Edit, sem var hæglát og þolinmóð, fannst lífið takmarkast af mýrinni og sjón- um og leit aldrei lengra. En imóður hennar féll allur ketill í eld, þegar hún hugsaði um þessa fallegu dóttur sína og auðnu- laust líf hennar. Skipstjórinn virtist alls ekki hugsa neitt, nema þegar dóttirin minntist eitt sinn lauslega á að leita sér atvinnu, þá togaði hann hana til sín og lagði utan um hana armlegg úr stáli. Það var aldrei minnst á barn- ið, þó móðir og dóttir væru með margs konar ráðagerðir um framtíð þess. Barnið sjálft leysti úr öllum vanda, það dó, og móð- irin, sem grét yfir illa páruðu bréfinu, er flutti henni fréttina, bað um að mega deyja líka. LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. MAÍ 1954 Ef nokkuð var, varð hún enn hæglátari en áður, þrátt fyrir tilraunir föður hennar að lífga hana upp. Stundum gengu þau lengi saman um fjöruna, og stundum fóru þau á sjó á litla bátnum hans og voru þar klukku tímum saman. En svo breyttist allt skyndi- lega. Dag einn, er þau komu heim eftir langa gönguferð, urðu þau undrandi að heyra karl- mannsrödd innan úr húsinu. Það var sterk, hjartanleg rödd, og það var auðheyrt á innilegum viðræðunum, að gesturinn var þarna eins og heima hjá sér. „Jem“, sagði konan, er hann kom inn, „þú manst eftir George Merrick, en hann er orðinn stór síðan við sáum. hann síðast“. „Og er ekki léttadrengur, heldur yfirmaður“, sagði gestur- inn og tók í hönd skipstjórans. „Allt kennslu þinni að þakka, skipstjóri, allt þér að þakka“. „Þú hefur fengið skip, dreng- ur minn?“ spurði skipstjóri og þrýsti hönd hans hlýlega. „Alveg spánnýtt", sagði hinn. „En ég þarf að bíða eftir því í eina tvo mánuði, og ég ákvað að nota fríið til að heimsækja vini mína. Ég fékk að vita, hvar þú áttir heima, og hingað er ég korninn". „Og hér skaltu vera þangað til skipið þitt er tilbúið", sagði skipstjóri hjartanlega. „Ef þú getur sætt þig við gamlan, blindan skipstjóra og fólk hans. Það ér svei mér gaman að heyra í gömlum kunningja á þessum einmanalega stað“. „Jæja, þegar þú verður leiður á mér, segðu mér þá að fara“, sagði Merrick hlæjandi, og þar með var málið útrætt. II. Með komu gestsins lifnaði yfir húsinu, og innan skamms var George Merrick orðinn góður vinur þeirra allra, og skipstjór- inn varð meira að segja hissa, er hann heyrði, hversu glaðlega kona hans talaði við gestinn. Hann heyrði að vísu vel, en hann skorti eitt skilningarvit. Hann sá ekki, hvílíkum aðdáun- araugum gesturinn horfði á dótt- urina, á meðan hann talaði við móðurina, né hægláta gleði dótt- urinnar, er hún varð sér þess vitandi. Skarpskyggnari maður kynni að hafa tekið eftir annarlegum hreim í rödddinni, er hann á- varpaði dótturina, en hann gerði það ekki, né heldur, er Merrick og dóttir hans voru bæði í burtu, þá grunaði hann ekki, að þau væru saman. Það var ekki fyrr en þrem vikum eftir komu Merricks, að augu hans voru opnuð. Gestur- inn hafði skroppið til næsta þorps, og húsbóndinn sat við opinn gluggann, reykjandi pípu sína og hlustandi á glamrið í prjónum konu sinnar. „Jem“, sagði hún og hætti allt í einu að prjóna. „Ég held, að George langi til að tala við þig í kvöld“. „Það er honum velkomið", sagði skipstjórinn góðlátlega. „Þú — þú skilur víst ekki“, sagði kona hans, ofurlítið skjálf- rödduð, „þið karlmennirnir eruð alltaf eins. Hann ætlar að biðja um Edit“. „Hvað?" hrópaði skipstjórinn. „Hann talaði við mig í morg- un“, hélt konan áfram, „og auð- vitað vísaði ég honum til þín“. „Hefur hann talað við hana?“ spurði skipstjórinn. „Hann talaði við hana í gær- kvöldi og hún tók honum. Ég hef lengi vitað, að þau voru hrifin hvort af öðru“. „Og þú komst ekki í veg fyrir það“, sagði hann. „Þú lést það viðgangast“. „Auðvitað“, sagði konan undr- andi röddu. „Af hverju ekki?“ ,,Þér bregst minnið“, sagði maður hennar. „Hugsaðu þrjú ár aftur í tímann, hugsaðu til næturinnar, þegar barnið kom“. „Jem“, sagði konan í skefldum, hvíslandi tón. „Hvað áttu við?“ „Hefurðu sagt honum það, sem þú sagðir mér, eða hefurðu sagt honum sannleikann?" spurði maður hennar strangur. Konan andaði ótt og svaraði ekki neinu. „Ég hef aldrei minnzt á þetta fyrr“, hélt skipstjórinn áfram í mildari tón. „Ég hefði aldrei minnzt á það, nema vegna þessa. Til að hlífa stolti vesalings stúlkunnar minnar — og mínu eigin — lézt ég trúa lyginni, sem þú sagðir mér, því ég er blindur maður, góða mín, og meinlaus. Þegar maður missir sjónina, ætti hann að deyja. Því eftir það er hann einungis flak, og getur skemmt það, sem rekst á hann. „Það er allt búið og liðið“, sagði konan dapurlega. „Það hélt ég líka“, sagði hann. „Ég hélt ég þyrfti aldrei að segja neinum frá smán dóttur minnar“. „Þú gerir það ekki!“ hrópaði kona hans æðislega. „Ég fyrir- gef þér aldrei, ef þú gerir það. Hefur hún ekki liðið nóg, bless- unin? Við gerðum rangt í að senda barnið burt til þessarar stóru, vondu borgar. Og hún elskar hann. Ef þú segir honum það, gerir það út af við hana“. „Ég er stoltur maður“, sagði skipstjórinn einbeittlega um leið og hann stóð upp, „og eng- inn maður skal koma inn í mína fjölskyldu á fölskum forsendum. Ég segi honum þetta. Ef hann sættir sig við það, þá gott og vel. Enginn yrði glaðari en ég“. „Sættir sig við það!“ sagði konan. „Til að hlífa stolti þínu, varstu til með að loka augun- um — af hverju viltu þá opna augu hans? Heldurðu að hann þakki þér fyrir upplýsingarnar?“ „Hvar er hann?“ spurði skip- stjórinn. „Hann er úti með Edit“, sagði konan, gekk til hans og féll á kné við hliðina á honum. „Jem, segðu honum það ekki, í guðs nafni láttu það afskiptalaust. Edit neitaði honum í fyrstu, hún á líka til stolt. Hún vildi ekki hlusta á hann. En ég sagði henni frammi fyrir honum, að hún elskaði hann ,og eftir það vildi hann ekki hlusta á neitun. Hún er góð stúlka — þú veizt hún er góð stúlka —1 og ef þú eyðileggur líf hennar með þessu, er úti um hana“. Áður en skipstjórinn gæti svarað eða losað hendur sínar úr greipum hennar, heyrðust raddir í forstofunni, og Merrick kom inn og leit íbygginn til hús- móðurinnar. „Skipstjóri“, sagði hann sterkri röddu, „ég geri ráð fyrir, að konan þín hafi sagt þér, að ég hafi beðið dóttur þína að verða konan mín. Ég—“ „Seztu“, sagði skipstjórinn hæglátlega. — Jenný, við Mer- rick gerum út um þetta“. Kona hans stóð vonleysislega upp. „Ekki núa, Jem“, hrópaði hún biðjandi, „ekki núna, hugs- aðu þig um fyrst“. Skipstjórinn hristi höfuðið og kona hans, sem forðaðist að mæta undrandi augnaráði Mer- ricks, fór út og gekk upp á loft til dóttur/ sinnar. Tíu mínútum seinna sá hún gegnum tárin, að Merrick kom út úr húsinu og ráfaði eins og drukkinn maður eftir sandinum. „Hann er farinn“, hvíslaði hún, „farinn án þess að segja orð“. Edit stóð upp, föl og þurreyg og gekk að glugganum, svo roðn- aði hún, laut niður að móður sinni og kyssti hana. Það sem eftir var dagsins hélt hún kyrru fyrir í herbergi sínu og fór ekki niður fyrr en hún heyrði herbergisdyr móður sinn- ar lokast. Faðir hennar sat við gluggann og spennti greipar. „Góða nótt, pabbi“, sagði hún hæglátlega um leið og hún gekk til hans og tók höndunum um hnakka hans. „Og þakka þér fyrir —allt“. , J>að — það verður allt eins og áður, stúlka mín“, sagði hann og þrýsti 'mjúkum vanga hennar niður á öxl sína. „Það var bezt fyrir þig, bezt fyrir hann“. „Þú hefur verið mér afar góður“, sagði stúlkan lágri röddu. „Ég þakka þér fyrir það“. Hún losaði sig úr örmum hans og stóð upp, stanzaði í dyrunum til að bjóða honum aftur góða nótt, og fór svo upp á loft. Klukkutíma síðar, þegar hljótt var orðið í húsinu og dimmt, læddist hún niður. Það var hlý sumarnótt, en hún skalf ofur- lítið og hrökk við þegar skrölti í hurðinni undan óstyrkum höndum hennar. Svo lokaði hún henni að baki sér og með ofurlitlum ekka gekk hún niður að sjónum. Eitt andartak hikaði hún, og maður, sem komið hafði til að líta í síðasta sinn á húsið, þar sem hún dvaldi, kom fram úr skugganum og horfði vesald- arlega á. En svo, þegar hann heyrði urgið í bátskilinum í sandinum, hljóp hann í áttina til hennar og kallaði nafn hennar. Hann varð aðeins of seinn, báturinn var kominn á flot og stúlkan reri frá landi. Án þess að hika fleygði hann af sér jakk- anum og skónum, óð út í og lagðxst til sunds á eftir henni. „Snúðu við!“ kallaði stúlkan út á milli tannanna. „Snúðu við!“ Það var ekkert svar, en ofur- lítið skvamp aftur updan bátn- um talaði sínu máli. Hún lagðist á árarnar, og skvampið varð daufara og daufara eftir því sem bilið breikkaði. Hún hélt áfram föl og einbeitt á svip, unz hún gat ekki lengur afborið þetta og hætti að róa til að hlusta. í fyrstu var dauða- þögn, en svo fannst henni sem hún heyrði enn til hans á sund- inu. „Snúðu við!“ hrópaði hún biðj- andi, „snúðu við!“ „Það er of seint“, kallaði hann rólega, „ég er kominn of langt“. Stúlkan sat hreyfingarlaus og starði út í rökkrið. Hún heyrði öran másandi andardrátt og dauf, tíð sundtök. Hún rak upp óp og sneri bátnum við og reri i átt til sundmannsins. „Hvar ertu?“ kallaði hún æðis- lega. „Kallaðu". Hún heyrði veikt svar og reri aftur, þar til hún kom að ein- hverju, sem barðist um í vatninu og reyndi af öllum mætti að halda höfðinu upp úr. Á síðustu stundu teygði hún sig út fyrir borðstokkinn, tók í öxlina á hon- um, dró hann að skutnum og hélt honum fast upp af brjósti sér. „Ef þú vilt endilega deyja, góða mín“, stundi maðurinn, er hann lá í botninum á bátnum og hélt um hendur hennar, „taktu þá negluna úr og við sökkvum saman, en lifandi eða dauðri sleppi ég þér ekki aftur“. —VIKINGUR By H. J. Mather, B.Sc., Assistant Director, Line Elevators Farm Service, Winnvpeg, Manitoba THE WILD OAT WEED ENEMY No. 1 It is recognized that the Wild Oat is now responsible for more crop losses than any other weed in Western Canada. Although selective weed-killing chemicals (2,4-D, MCP, and others) are now available which will control most of our important grain- crop weeds, none of them will control Wild Oats. At present then the best solution to the Wild Oat problem lies in the use of effective cultural and crop- ping practices. Growth Habits—Research has established the following facts with respect to the growth habits, and hence the control of the Wild Oat: (1) The seed of Wild Oats has a strong dormancy at maturity.' (2) The dormancy must be broken through drying, freezing and thawing, or by some other means before the seed will germinate. (3) Wild Oats grow best in cool, moist conditions, usually prevailing in early Spring. (4) Relatively few seeds of Wild Oats will germi- nate once the temperature of the soil gets above 50°F.—usually after June lst. Delaying SeecLing — The best practical control measure for Wild Oats is delayed seeding. Intensive field tests have shown that many wild oats can be killed if seeding of infested fields is delayed until June lst to 15th, and the land is thorough- ly cultivated in the meantime. If an early maturing crop, such as barley, is then planted, it will be practically free of Wild Oats. More detailed information on Wild Oat control will be found in our revised circular, “Wild Oat Control by Cultural Methods”, free copies of which may be obtained from local agents of any of the Line Eleva- tor Companies listed above. Again, in 1954 Wild Oats is likely to be weed enemy No. 1 in Western Canada. Plans should be made now to reduce the in- festations of this costly weed. GEFIÐ TIL SUNRISE LUTHERAN CAMP To Childrens Trusi Fund Ásta Jónasson $ 25.00 Mrs. Birgitta Bjornson, Selkirk 5.00 Mrs. Magnea Helgason, Winnipeg 5.00 Kvenfélagið Djörfung, Riverton 15.00 To General Fund Sunrise Club, Selkirk $100.00 Proceeds of Camp tea * held by Ladies Aid, Womens Association & Dorcas of First Luth. Church, Winnipeg 348.66 Glenboro Ladies Aid 15.00 Kvenfélagið Djörfung, Riverton 10.00 Senior Ladies Aid, Selkirk 50.00 A. G. Eggertson, Wpg. 15.00 Gætið peninga yðar vandlega Peningar yðar eru í öruggri geymslu í Royal-bankanum; þar er ekki unt að stela þeim þar og þér getið ávalt fengið þá, er þér þarfnist þeirra. Byrjið að leggja inn peninga og gerið það reglubundið á hverri viku; þér getið byrjað sparisjóðsreikning með eins dollars innlagi. Hefjist handa um þetta nú þegar. Viðskipti yðar eru kærkomin THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert útibú nýtur tryggínga allra elgna bankans, sem nema yfir $2,675,000,000.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.