Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 1
J. ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE ADOLPH'S TAXI Round The Clock Service 59-4444 52-6611 401 PRITCHARD AVE. SPECIAL RATES WEDDINGS ON COUNTRY TRIPS FUNERALS 67. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. MAI 1954 NÚMER 21 Minningarorð um Guðjón Johnson Elli þú ert ekki þung anda Guði kœrum. Fögur sál er ávalt ung undir siljurhærum. Stgr. Th. Það getur sjaldnast um héraðs- brest, er aldurhnignir menn úr alþýðustétt falla í val þótt vitað sé, að þeir hafi int af hendi nytsamt ævistarf og breytt óþjálli mörk í fagran gróðurreit; þó verður jafnan tómlegra, að minsta kosti fyrst í stað, eftir að þeir hafa horfið út yfir móðuna miklu unz ljómi endurminninganna græðir sárin og þerrar tárin. Þessi aldurhnigni og háttprúði Austfirðingur, sem nú verður hér stuttlega minst, Guðjón Jónsson (Johnson), var fæddur að Ytra-Nýpi við Vopnafjörð hinn 4. dag októbermánaðar árið 1867. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Guðlaug, er síðar bjuggu að Svínabökkum í sömu sveit. Faðir Guðlaugar var Gísli bóndi á Þorvaldsstöðum á Norðurströnd í Norður-Múla- sýslu. Guðjón var um fermingar- aldur, er hann fór úr foreldra- húsum; tók hann snemma að stunda sjóróðra, hafið heillaði hann og tíðrætt varð honum um Winnipegvatn og þau önnur stórvötn, er hann hafði augum litið; engu að síður varð það þó megin viðfangsefni hans á langri ævi að erja jörðina og gera hana sér undirgefna, og þetta lánaðist honum svo, að lítt fataðist um handtök. Guðjón kom vestur um haf árið 1893 og varð honum sam- skipa af Islandi Salín Sigurborg Kristjánsdóttir Friðfinnssonar frá Borgum í Vopnafirði, er síðar varð eiginkona hans, sköruleg greindarkona og dyggur lífsföru- nautur. Svo sem títt var um innflytj- endur, tók Guðjón með fögnuði hverju því starfi, er að höndum bar, en mun einkum hafa gefið sig að búnaðarvinnu. Salín réðst í vistir. Guðjón dvaldi um hríð framan af í Winnipeg og stuttan tíma í Brandon. Þau Guðjón og Salín voru gefin saman í hjónaband í Selkirk, dvöldu þar í átta ár, en lögðu árið 1903 leið sína norður í Nýja- Island og fékk Guðjón þar rétt á allmiklu landrými í hinni svo- nefndu Árdalsbygð í námunda við bæjarstæði Árborgarþorps °g þar bjuggu þau umfangs- rniklu búi alla þeirra löngu bú- skapartíð. Nærri má geta að þau Guðjón og Salín hafi orðið að láta hendur standa fram úr ^rnum eftir því sem barna- kópurinn varð stærri; alls varð þeim hjónum þrettán barna auðið; tvö þeirra dóu í æsku og fjögur, sem orðin voru fulltíða; sjö eru á lífi og verða þau nú hfr talin: Kristín (Mrs. G. F. Jónasson), Lovísa (Mrs. L. Rolls), Sigríður Johnson, Octavia (Mrs. Smallwood), Alma (Mrs. P. Curniski) fósturdóttir, Kristján, Alfred og Stanley. Öll eru börn- in góð og glæsileg, enda af góð- um stofni komin. Konu sína misti Guðjón 3.' desember 1942 eftir langa og farsæla sambúð; hún var hin síðari ár nokkuð farin að heilsu og dvaldi í skjóli barna sinna síðustu æviárin hér 1 borg, áður en maður hennar kom hingað alfluttur að norðan. Guðjón var mikill maður að vallarsýn, skyldurækinn um störf sem þá, er bezt getur og olíklegur til vinslita við þá, er ar>n eitt sinn batt trygðir við; Guðjón Johnson um þetta er mér persónulega kunnugt af löngum og allnán- um kynnum við hann í þessu landi; hann var skýrleiksmaður, sem hafði mikið yndi af lestri góðra bóka, og braut vandlega til mergjar það, sem hann las; í trúarefnum var hann umburð- arlyndur og lítt gefinn fyrir formsatriði að því er mér fanst, en á handleiðslu æðri máttar- valda var hann sterktrúaður og kvaðst þangað hafa sótt allan sinn þrótt, er um hann næddi og við ramman var reip að draga. Guðjón var stálminnugur að eðlisfari, en er kvölda tók og á daginn leið, bar hann nokkurn kvíðboga fyrir ef sér fataðist minni og svo gæti farið, að hann gleymdi bænunum. fögru, sem hann nam við móðurkné; hann var maður hlýr og viðkvæmur í lund og þakklátur fyrir hvern smágreiða, sem honum á efri árum var gerður, þó ekki væri nema að skrifa fyrir hann bréf eftir að handstyrkur hans tók að gefa sig. Aldrei bar fundum okkar Guð- jóns saman á íslandi svo ég muni til, en á hinn bóginn kyntist ég nokkuð yngri syst- kinum hans Páli, sem bjó á ýmissum stöðum á Héraði, en nú dvelst með dóttur sinni að Sléttu í Reyðarfirði, og Antoníu skáld- konu; þau tengdust bæði fæð- Giftusamleg björgun Skipverjar á Tungufossi bjarga áhöfn flugvélar, sem hrapaði í höfnina í Rio de Janeiro Þegar Tungufoss kom til Rio de Janeiro, höfuðborgar Brazilíu, fyrir nokkru, bjargaði skipshöfnin tveim- ur flugmönnum af tveggja hreyfla C-46 Curtes Com- mando-flugvél, sem féll í höfnina skammt þar frá, sem skip þeirra var. Flugvél þespi ætlaði bersýni- lega að lenda á Santos Dumont flugvellinum, sem er þar á ströndinni, en hætti við það ein- hverra orsaka vegna. Hækkaði vélin flugið, en þó ekki nóg, því annar vængur hennar rakst á siglutré skonnortu, sem þarna var. Brotnaði við það hluti af vængnum og flugvélin steyptist í sjóinn. Giflusamleg björgun Tungufoss var þarna nær- staddur, sem fyrr segir, og var þegar mannaður bátur. Fóru Tungufoss-menn að flakinu og björguðu flugmönnunum, sem komnir voru á væng vélarinnar. Tókst það giftusamlega, en skömmu síðar seig flakið í sjóinn. —Mbl., 29. apríl ingarsveit minni, Jökuldalnum. Páll fékk Sólrúnar frá Hauks- stöðum, en Antonía giftist ferm- ingarbróður mínum Benedikt Kroyer frá Hvanná og bjuggu þau lengi stórbúi á Stórabakka í Hróarstungu, en hafa fyrir nokkru flutt til Reykjavíkur. Sambandið milli Guðjóns og systkina hans á Islandi rofnaði um langt skeið svo þau vissu í nokkur ár sama sem ekkert hvert um annað, en hin síðari ár breyttist þetta svo að bréfa- skipti á milli þeirra hófust og varð það Guðjóni til ósegjan- legrar ánægju, því þá var hann í aðra röndina kominn heim; að þessu stuðlaði mest dóttir Guðjóns, frú Kristín Jónasson, er ásamt manni sínum heim- sótti ísland ekki alls fyrir löngu; heilsaði hún upp á fjölda ætt- menna sinna og rakti æskuspor foreldra sinna vítt um Austur- land. Eftir að Guðjón brá búi, flutt- ist hann hingað til borgar og átti hér heima í fimtán ár og naut kærleiksríkrar umönnunar af hálfu barna sinna og tengda- barna. Barnabörn Guðjóns eru 14, en 8 barnabarnabörn. Stuttan, síðasta kafla ævinnar dvaldi Guðjón á Betel, þangað fór hann að eigin ósk og þar seig honum hinsti Talundur á brá hinn 7. þ. m. Útförin var gerð frá Bárdals í Winnipeg hinn 10. þ. m. Dr. Valdimar J. Ey- lands flutti kveðjumál, Mr. Alvin Blöndal söng einsöng, en við hljóðfærið var Gunnar Er- lendsson; fjölmennur hópur ætt- ingja og annara samferðamanna, fylgdi þessum hógværa Aust- firðingi til grafar. Einar P. Jónsson FuRltriji Norður- Ðakota ríkis ó lýðveldisafmælinu Ríkisstjórinn í Norður-Dakotá, herra Norman Brundsdale, hefir útnefnt dr. Richard Beck pró- fessor til þess að vera fulltrúa ríkisins við hátíðahöldin í Reykjavík 17. júní í tilefni af 10 ára afmæli íslenzka lýðveldisins. Fer hann einnig með virðulegar bréflegar kveðjur ríkisstjórans til herra Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta Islands. Þá hefir Brunsdale ríkisstjóri, sem er af norskum ættum, falið dr. Beck að flytja forsætisráð- herra Noregs, herra Oscar Torp, og norsku þjóðinni kveðjur sín- ar og Norður-Dakota ríkis, er til Noregs kemur síðar á sumrinu. Hlofnast verðug sæmd Dr. Stefán Einarsson, prófessor í norrænum fræðum við Johns Hopkins háskólann í Baltimore, var nýlega kjörinn meðlimur í The American Philosophical Society. Félag þetta var stofnað af Benjamin Franklin á síðari hluta átjándu aldarinnar, og miðar félagatölu við 500 hæst. Eru félagar kosnir úr öllum greinum vísinda og fræði- mensku. Segist amerísku stór- blaði svo frá, að þetta sé einn hinn mesti heiður, sem amerísk- um lærdómsmönnum geti hlotn- ast. En félagsskilyrði er þó ekki bundið við ameríska borgara eingöngu. Má t. d. nefna þá nor- rænufræðingana Rasmus Chr. Rask og C. C. Rafn, sem á sínum tíma voru félagsmenn. Aðeins einum Islendingi hefir áður ver- ið veittur þessi heiður, nfl. Vil- hjálmi Stefánssyni. Aldur eíra öskulagsins fundinn með otomrannsóknum Bruðkaup Miss Kristín Lorraine Jó- hannson og Mr. Eric Raymond Davis voru gefin saman í hjóna- band af Dr. Valdimar J. Ey- lands í Fyrstu kirkju á laugar- daginn 22. maí. Robert Publow söng brúðkaupssöngvana, en Harold Green lék á orgelið. Svaramenn voru Mrs. Raymond Brown, og bróðir brúðgumans, Floyd B. Davis, Fort William, Ont., en brúðarmeyjar voru Mrs. John Rae og Mrs. David Snidal. Gordon Wainwright, Robert Evans, Donald McKenzie og Neville Holeman leiddu til sætis. Brúðurin er einkadóttir Mr. og Mrs. J. Walter Johannson, Pine Falls, Man., en brúðguminn er sonur Mrs. Davis frá Haileybury, Ont.; faðir hans, A. B. Davis er látinn. Að lokinni hjónavígslunni var setin vegleg og fjölmenn veizla í aðal salarkynnum Royal Alexandra hótelsins, þar sem veitt var af mikilli rausn. Marg- ir gestir frá Pine Falls sóttu brúðkaupið, ennfremur móðir og systir brúðgumans frá Ontario. Föðurbróðir brúðarinnar, Grett- ir L. Johannson, ræðismaður, mælti fyrir minni hennar, en brúðguminn svaraði með vel völdum þakkarorðum. Síðan las bróðir hans fjölda heillaóska- skeyta, er brúðhjónunum höfðu borizt víðsvegar að, úr þessari álfu og frá íslandi. Hljómsveit lék af og til meðan á veizlunni stóð. Mr. og Mrs. Davis fóru brúð- kaupsferð til Cloisters, Sea Island, Georgia, en heimili þeirra verður í Sudbury, On- tario. Brúðurin stundaði nám í Home Ecomomics við Manitoba- háskóla, en Mr. Davis er út- skrifaður í Mining Engineering frá Queen’s háskóla og skipar ábyrgðarmikla stöðu við þá starfsgrein í Sudbury. — Lög- berg óskar ungu hjónunum til hamingju. Rannsókn á viðarkoli undan Laxárhrauni sýnir, að hann er um 2500 ár. Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur flutti fyrir- lestur í útvarpið í gær- kvöldi og skýrði m. a. frá því að hann hefði sent til Bandaríkjanna sýnishorn úr jarðlögum á Islandi til ald- ursákvörðunar með aðferð, sem atomrannsóknir gera mönnum nú kleift að nota. Aðferðin byggist á því, að í kolefnasamböndum hinna líf- rænu leifa í jarðlögunum er dá- lítið geislavirkt kolefni, og er hægt að komast að raun um, hve langt er síðan plantan eða dýrið dó, með því að mæla þessar kol- efnis geislaverkanir. Þessari að- ferð var fyrst beitt við sýnishorn héðan, er hollenzkur vísinda- maður sendi til rannsóknar mó undan Elliðaárhrauni, er hann vildi komast að raun um aldur hrausins vegna segulstefnu- mælinga. Sú rannsókn hefir þó aðeins staðbundið gildi. V'iðarkol undan Laxárhrauni Dr. Sigurður Þórarinsson sendi síðar nokkur sýnishorn til Bandaríkjanna til aldursákvörð- unar. Var þar á meðal viðarkol undan Laxárhrauni í Þingeyjar- sýslu ,er hafði myndazt um leið og hraunið rann, en nokkru neðar en viðarkolalagið er efra ! Ijósa lagið eða öskulagið, sem svo er kallað. Hefir dr. Sigurður þegar fengið niðurstöður rann- sóknarinnar á þessu koli og kem- ur í ljós, að það er 2500 ára gamalt, eða álíka gamalt og hann hafði álitið. Aldur öskulagsins fundinn Þar með er aldur öskulagsins fundinn, og er hann áætlaður 2500 ár, en það finnst um mikinn hluta landsins og veitir því vit- neskju um aldur jarðlaga og jarðmyndana á geysistóru svæði. Einnig sést af því vitaskuld, hve- nær Mývatn og landssvæðið þar í kring varð til. Velnisprengjan truflar rannsóknir Atomsprengingar hafa áhrif á rannsóknir þessar, og meðan er verið að gera tilraunir með atóm sprengingar er ekki hægt að gera þessar rannsóknir. Er því í bili hlé á þeim vestra. En dr. Sigurð- ur hefir einnig sent slík sýnis- horn til rannsókna í Kaup- mannahöfn. Alþbl., 5. maí Höfðingleg minningargjöf Byggingarnefnd Dvalarheimilis aldraðra sjómanna bárust í gær 10 þúsund krónur að gjöf frá íslenzkri endurtryggingu til minningar um Sigurjón Á. Ólafsson, sem var stjórnarmeð- limur. Gjöfin er ætluð til her- bergis, er bera skal nafn Sigur- jóns. Þá hefir stjórn Sogsvirkjunar- innar fært byggingarnefndinni myndarlega gjöf til minningar um Sigurjón. —Mbl., 29. apríl 100 tonn af kjöti frá Danmörku Landbúnaðarráðuneytið hefir falið Framleiðsluráði landbúnað- arins að flytja inn 100 lestir af kjöti frá Sjálandi. Er það gert samkvæmt samþykkt síðasta al- þingis. Vetður hér aðallega um að ræða kjöt af nautgripum og nokkuð af svínakjöti. Kemur 7. maí Fóru þeir Sigurður Hlíðar yfir dýralyænir og Þorvaldur Guð- mundsson forstjóri utan til að sjá um kjötkaupin, og er það væntanlegt hingað til lands 7. maí n. k. Hér í Reykjavík verður kjötið flutt af skipsfjöl til Sláturfélags Suðurlands, þar sem það verður skorið af beinunum og síðan flutt í kjötverzlanir. Mbl., 29. apríl Fishermen's Fesfival Síðastliðinn sunnudag var haldið í lútersku kirkjunni á Gimli hið þriðja Fishermen’s Festival í röð, en sóknarprestur- inn á Gimli, séra H. S. Sigmar, stofnaði til þessarar hátíðar, svo sem kunnugt er, fyrir þremur árum; nálega hálft þriðja hundr- að manns kom til kirkju; ræður fluttu séra Sigmar og Dr. Valdi- mar J. Eylands forseti kirkju- félagsins; auk þeirra tók til máls B. Egilsson bæjarstjóri, er árnaði fiskimönnum fararheilla norður í verstöðvar. Söngflokk- ur Gimlisafnaðar annaðist um söng, en við hljóðfærið var Mrs. Clifford Stevens; einsöngvarar voru Mrs. Andrew Thorsteinson og Miss Lilja Eylands frá Winni- peg- Að lokinni hinni kirkjulegu athöfn voru veitingar reiddar fram í samkomusal krkjunnar. Bræður Ijúka háskólaprófi Clarence Thorsteinn Swainson og Arihur Krislján Swainson Þessir efnilegu bræður luku í vor með ágætum vitnisburði fullnaðarprófi við Manitobaháskólann. Clarence, er lauk B.A.-prófi, er fæddur í Argylebygð 12. október 1932; hann naut sinnar fyrstu mentunar í Glenboro, en síðar við Daniel Mclntyre Collegiate og United College, hér í borg; hann hlaut tvö ár í röð A. B. Baird námsverð- launin, en gegnir um þessar mundir fréttaritarastöðu við Winnipeg Free Press. Arthur, L.L.B., sem nýlega lauk embættisprófi í lögum, er eins og bróðir hans fæddur í Argyle, en hann fæddist þar 8. apríl 1931. Hann stundaði nám í Glenboro, síðar við United College, en innritaðist við lagadeild Manitobaháskóla 1950. Hann hefir í þrjú sumur gegnt foringjastöðu hjá R. C. A. F. University Reserve, var um hríð í London Ont., en síðar á Englandi og nýtur nú flugstjóratignar hjá Uni- versity Reserve. Hann verður framvegis í félagi við Lamont og Buriak lögfræðinga hér í borg. Þessir mannvænlegu bræður eru synir Inga Swainson og frú Líneyjar Swainson, sem heima eiga að 471 Home Street í þessari borg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.