Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.05.1954, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. MAl 1954 ww www yrvy? ww www w ¥ ww ww'ww* X Ál il 4 AHÍI rVESINA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON DROTNINGIN KOMIN HEIM við? — Hvert höldum við? Margir munu hafa fylgzt með í frásögnunum um hið langa ferðalag Elizabetar II., drottn- ingar Brezka veldisins og manns hennar, Philips hertoga af Edin- burgh. Eru þau nú nýkomin heim, og var fagnað með kostum og kynjum, svo sem búast mátti við. Þykir þetta ferðalag þeirra hjóna stórkostlegt afrek af þeirra hálfu, og þegar athugað er um öll þau skyldustörf, er þau urðu að leysa af hendi í sambandi við ferðalagið, mun þetta ekki þykja ofmælt. Þeim var falið að heimsækja 14 lönd í austurálfunni, sem á einn eða annan hátt eru tengd Brezka veldinu; komu þar fram fyrir sjónum sem flestra þegna drottningarinnar, er aldrei hafa áður séð hana, né ríkjandi kon- ung veldisins. í þessum tilgangi ferðuðust þau um 50 þúsund mílur, með skipum, járnbrautar- lestum, bifreiðum, flugvélum og ýmissum öðrum farartækjum. í heilt ár var verið að skipu- leggja og undirbúa ferðalagið. Ferðaáætlunin var í þéttritaðri bók, sem var þumlungur á þykkt. Var svo að segja hvert fótspor drottningarinnar útreiknað fyrir fram — hvað hún mætti vera lengi að ganga af skipinu á land — frá flugvélinni í bílinn o. s. frv. 1 fylgdarliði hennar voru 10 manns og farangurinn var um 12 tonn. Sjaldan var stanzað nokkurs staðar svo lengi að hægt væri að fá þvott þveginn. Þau hjónin tóku þátt í 185 ríkisathöfnum: — samkvæmum, böllum, miðdegisverðum, kveld- verðum. Þau gróðursettu tré, afhjúpuðu minnismerki, lögðu blómsveigi við minnisvarða, veittu tignar- eða háembætta- merki, fluttu ræður yfir útvarp, og voru við þingsetningar, og í hvert skipti á undan eða eftir þessum athöfnum var þeim ekið um stræti borganna, svo að sem flestir fengju að sjá þau. Auk alls þessa var þeim sýnt, eins og til að skemmta þeim — hvernig kindur eru klipptar eða rúnar, skógarhögg, Cricket-leiki og hestareiðar. Þau sátu leik- sýningar, ballet-dansa, hljóm- leikakeppni og sáu 27 sýningar, er börn tóku þátt í. Þau skoðuðu námur, stálverkstæði og ýmis- legt fleira. — Þau urðu að skipta um búninga fjórum sinnum á dag að jafnaði, taka í hendur á þúsundum manna og vera við ótal hersýningar. Þrátt fyrir allt þetta uppi- haldslausa erfiði dag eftir dag í sex mánuði, tókst þeim að fylgja öllum áætlunum og vera ávalt á réttum stað á réttum tíma, og má það teljast til mikilla afreka. Hertoginn af Edinburgh gat sér vinsælda austur þar og er honum ekki síður en drottning- unni þakkað hve vel tókst með ferðina. Aðeins einu sinni gaf hann sér lausan tauminn, en það var þegar hann hitti gamlan vin sinn frá stríðsárunum í Sydney. Tók hann sér þá nokkr- ar klukkustundir frá skyldu- störfunum til að hlæja og skemmta sér við sundpollinn hjá honum. Sást þá að drottningin varð dálítið óþolinmóð. Elisabeth drottning leggur á- herzlu á að líta sem bezt út á hverri stund og við hvert tæki- færi, enda er hún eins og stjarna í stöðugri leiksýningu. Hún hafði 60 búninga til ferðarinnar ásamt skóm og höttum er við þá áttu, ennfremur 200 pör af hvítum hönzkum. Hún var alltaf fagur- lega klædd og aldrei bar á því, að hún væri þreytt. Göngulag hennar er frábærlega fallegt og hún ber sig mjög tígulega, enda var orðið „ljómandi“ notað í flestum umsögnum um útlit hennar. Drottningin er tákn hinna brezku samveldisþjóða, og eng- inn vafi er á því, að ferð hennar styrkti þau bönd er tengja þess- ar mörgu mismunandi þjóðir saman. Bandarískur fréttaritari, sem fylgdist með ferð hennar og ritaði um hana, segist aldrei hafa séð einstakling hafa eins mikið áhrifamagn á tilfinningar fólks- ins. Miljónir manna þyrptust að til að sjá hana; það kom í þús- unda tali utan af landi inn til borganna og svaf í listigörðun- um; það kom með nesti með sér, stóð í brennandi hita eða í rign- ingu klukkustundum og dögum saman til þess að fá að sjá drottninguna, þó ekki væri nema nokkur augnablik. Miljónum dollara var varið til að prýða borgirnar. Fólkið prýddi heimili sín flöggum og keypti sér ný föt. Hátíðarskreyting gatna Sydney- borgar kom upp á 3 miljónir dollara, og sennilega meir fyrir Melbourne. Og þannig voru mót- tökurnar hvar, sem þau komu, hvort það var Bermuda, Jama- ica, Fiji, Tonga, New Zealand, Ceylon, Aden, Uganda eða Malta. Og hin tignu hjón, bros- hýr, taktvís og tíguleg brugðust aldrei. En þótt þau séu bæði glæsileg ásýndum og góðar manneskjur, var það fyrst og fremst fyrir það góða, sem þau tákna, að þeim var fagnað svo vel hvarvetna, sem þau komu. Prince de Broglie: Hver erum Alliance Francaise (Félag Frakklandsvina) er elzt fé- laga sinnar tegundar á Is- landi, hefir nú lifað á fimmta tug ára. Markmið þess er að vinna að aukinni þekkingu á franskri tungu og bókmennt- um með Islendingum. •— Árið 1947 hófst nýr þáttur í starfi félagsins, er það tók að gefa út tímarit (Islande— France), sem síðan hefir komið út árlega. í ritinu hefir að sjálfsögðu verið lögð megináherzla á að kynna íslendingum franska menningu, en jafnframt hafa verið birtar greinar um ís- lenzkt efni. Hefir þar verið fjallað um jarðsögu landsins og loftslag, sögu þjóðarinn- ar, tungu, bókmenntir, forn- minjar o. s. frv. af mönnum eins og Sigurði Þórarinssyni, Birni L. Jónssyni, Þorkatli Jóhannessyni, Alexander Jóhannessyni, Sigurði Nor- dal, Einari ,01. Sveinssyni, Kristjáni Eldjárn o. fl. Er auðsætt, að landkynning ekki lítil hefir verið að þessu, er þess er gætt, að ritið hefir verið sent til allra félagsdeilda Alliance Fran- caise, en þær eru dreifðar um víða veröld. — í síðasta hefti tímaritsins er grein eftir hinn heimskunna franska vísindamann, Prince de Broglie (frb. broj). Broglie-ættin er ævaforn aðalsætt á Frakklandi, sem hefir lagt Frökkum til margt merkra manna, stjórnmála- menn, hershöfðingja, menta menn og vísindamenn. Höf- undur þessarar greinar er löngu heimskunnur fyrir rannsóknir sínar í eðlis- fræði. Hálfur þriðji ára- tugur er nú síðan hann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir þær. Hann fæddist árið 1892. ÞEGAR dregur að ævilok- um — hver er viss um, að ekki dragi að þeim, hver sem aldur hans kann að vera? — er eðli- legt, að menn reyni að sjá gildi lífs síns, leggja mat á starf það, er þeir hafa unnið um dagana. Sá, sem hefir varið megintíma sínum til vísindaiðkana, hlýtur að velta því gjarnan fyrir sér á síðasta æviskeiðinu, hvert gildi vísindin muni hafa fyrir efni og anda, hvert rúm þau skipi í framvindu menningarinnar, í heildarþróun mannkynsins, og hverjar séu þær horfur, sem menn kunna að grilla varðandi örlög alheims og hugsunar. Gerum ráð fyrir, að komið sé að leiðarlokum, og íhugum þessi alvöruþrungnu vandamál. Dularfullur krafiur Fyrir nokkrum hundruðum milljóna ára kom fram líf á yfir- borði jarðar, vafalaust í mjög lítilfj örlegri mynd, þar sem líf- rænt efni greindist naumast frá ólífrænu. í rás alda og árþús- unda breiddist það síðan út í vatni, lofti og á landi fyrir dular- fullan kraft, sem langt er frá, að menn kunni greinilega skil á, og leiddi fram lífverur æ fjöl- breyttari og betur aðhæfðar mismunandi lífskjörum. Af nið- urstöðum steingervingafræðinn- ar virðist mega ráða ,að tegund- irnar séu leiddar hver af annarri, en við vitum þó ekki, fyrir hvaða efnabreytingu, samfellda eða rofna, framhaldandi þróun eða stökkbreytingar hafa framkom- ið þau tilbrigði lífsins, sem hafa verið til eða eru enn til á jörð- inni. Á hinum langa og furðulega þróunarferli lífsins á reiki- stjörnu okkar, sem Jean Rostand hefir svo hnittilega nefnt ævin- týri „prótó plasmans", hafa líf- verurnar aðhæfzt af ótrúlegum sveigjanleik þeim lífskjörum, er þeim voru búin, og náð þeirri furðulegu margbreytni og að- dáanlegu nákvæmni, sem sjá má meðal þroskaðra tegunda, eink- um æðri hryggdýra. Hvað er tilviljunin? Þó að ekki sé talað um hina furðulegu eðlisefnafræðilegu „mekanisma", sem tryggja fram- hald lífsins meðal einstaklinga og viðhald þess frá kynslóð til kynslóðar, er samt ekki unnt annað en dást að fullkomnun skynfæranna, sem gera lífverun- um kleift að þekkja umhverfi það, er þær hrærast í, leita vegna hreyfanleika síns þess, sem þeim er gagnlegt, og forðast, svo sem auðið er, þær hættur, er á vegi þeirra kunna að verða. Hin undurnákvæma gerð og ótrúlegi næmleiki líffæra eins og augna og eyrna æðri dýra er ofurefli allri ímyndun. Ósenni- legt virðist, að slík líffæri hafi til orðið fyrir áhrif einnar saman tilviljunarinnar, jafnvel þó að framlengd væri um óratíma. Það, sem lífið fær áorkað, virðist stafa af eins konar skipuleggj- andi mætti, sem ekki verður vart í hinu ólífræna efni, en á hinu sanna eðli hans kunna menn alls engin deili. Nátengt hreyfanleika lífver- anna og hæfileika þeirra til skynjunar er eitt hið dular- fyllsta fyrirbæri, sem frafli hefir komið í heiminum, eins og menn þekkja hann, þ. e. a. s. meðvit- undin, að lifandi verur, a. m. k þær, sem náð hafa nægilega háu þroskastigi, skuli vera sér þess meðvitandi, að þær mynda heild, sem gædd er sjálfræði í efnis- heiminum, og skuli skynja af vitund boð þau, sem hinn ytri heimur sendir þeim um skyn- færi þeirra. Þessi hæfileiki er í hæsta máta dularfullur. Stórfurðulegt og óskiljanlegt er, að meðvitund og hugsun skuli hafa komið fram í efnis- heiminum, sem hefði, að því er virðist, vel getað haldizt áfram óvitandi og ólífrænn. Eru það ekki undarleg örlög fyrir and- vana efnisagnir, sem við erum, að hafa tekizt eftir langa við- leitni, sem oft hefir verið haldið áfram kynslóð fram af kynslóð, að átta okkur með erfiðismunum á nokkrum þáttum þeirrar nátt- úru, sem við erum þó sprottin af? Líkami okkar er -gerður af atómum, þar sem úir og grúir af elektrónum, prótónum eða öðrum frumeindum. Taugakerfi manna ,sem er nauðsynlegt tæki athöfnum þeirra, er aðsetur ó- teljandi rafmagnsfyrirbæra, sem eru nauðsynleg starfsemi þess. Allt jafnvægi líkama okkar og efnabreytinga þeirra, sem tryggja framhald tilveru okkar, er komið undir starfi hormóna og vítamína og geipilegs fjölda flókinna lífrænna efna. En þurft hefir samt alla hina seinfara þróun nútímavísinda til þess, að við mættum kynnast öllu því, sem í okkur býr. Starf vís- indanna er í því fólgið í eins konar furðulegri endurheimt, sem gerir heiminum kleift að þekkja sjálfan sig með því að spegla sig í vitund og skynsemi mannanna. Kynlegur endir á ævintýri prótóplasmans. Mátiur lífsins Þannig kemur í ljós hið háa gildi mannlegrar hugsunar sér- staklega. Vegna hennar öðlast alheimurinn nokkra vitund um sjálfan sig, vegna hennar erum við að nokkru leýti sem með- vitund heimsins, og allar fram- farir vísinda okkar eru um leið framfarir þessarar meðvitundar. Allt þangað til maðurinn birt- ist, hafði lífið, sem þegar hafði byrjað að leggja undir sig heim- inn með þeim skipuleggjandi krafti, sem einkennir það, eflt tæki sín til skynjunar og at- hafnaskilyrði eftir líffræðilegum og lífeðlisfræðilegum leiðum með því að gera hinar lifandi gerðir líffæra sinna æ flóknari og fíngerðari. Með því að láta mannlegt vit koma til sögunnar freistar lífið að efla vald sitt á annan veg. Skynfæri mannsins þróast ekki lengur neitt að ráði, en tæki þau, sem vísindin hafa gert honum kleift að hugsa upp, hafa verulega fært út skynsvið hans. Sími og útvarp gera hon- um kleift að heyra í mikilli fjar- lægð. Með sjóntækjum fá augu hans rannsakað dýpt himnanna og iður efnisins. En maðurinn nær enn legra fram. Með elekt- rónusmásjánni nær sjónsviðið ó- beinlínis til hins örsmáa. Um leið og sjónmáttur mannsins efl- ist og skerpist, gefast honum einnig færi til athafna, sem menn hafði ekki órað fyrir til þessa. Járnbrautir, gufuskip, kafbátar, bifreiðir og flugvélar gera honum kleift að flytja sig til af stöðugt meiri hraða á landi, á sjó, í vatni og í lofti. Með gufuvélinni og fram- leiðslu og tilflutningi rafmagns fær maðurinn í hendur verulega orku, þegar hann vill og þar sem hann vill. Efnafræðin hefir látið honum í té æ fleiri efni með margvíslegum eiginleikum, og með þeim opnast stöðugt leiðir til nýs iðnaðar. Lyflækningar og skurðlækn- ingar, sem styðjast við hinar skjótu framfarir 1 lífeðlisfræði og náttúrufræði, vinna stöðugt á gegn sjúkdómum og dauða, og lífræðin hefir þegar hafið að varpa nokkru ljósi á leyndar- dóma lífsins sjálfs, t. d. á erfð- irnar. Og í hinum nýlegu og at- hyglisverðu framförum líffræð- innar sjáum við líka í samræmi við það, sem þegar hefir verið drepið á, hvernig lífið er byrjað að skilja sjálft sig með því að rannsaka sjálft sig. Fyrir vís- indin og tæknilega hagnýtingu þeirra mun maðurinn þannig ráða jörðinni og breyta sögu hennar. Hann þekkir allt yfir- borð hennar og ferðast hratt um það. Hann getur haft æ meiri áhrif á jurtaríki hennar og dýra- ríki. Með kjarnorkunni og öðr- um uppgötvunum framtíðarinn- ar mun maðurinn ná sífellt fast- ari tökum á jörðinni. Enginn veit, hversu langt hann muni ná í þessum efnum. Og ef til vill verður einhvern daginn stökk- breyting, — af tilviljun eða fyr- ir tilverknað manna, — og fram kemur einhver æðri maður með skynsemi miklu víðtækari en okkar, sem heldur áfram með tækjum, sem við höfum enga hugmynd um, verki því, sem við höfum hafið, og færir lífið langt um lengra fram til sigurs. Fullur hrifningar yfir þeim horfum, sem slíkar hugsanir leiða í ljós, getur vísindamaður- inn glatt anda sinn við þá til- hugsun, að framar öllum öðrum stuðli hann að framvindu heims- ins. Honum verður freisting að taka undir með Jen Perrin og segja: „Fyrir tilstilli lífvera æ margbreytilegri, sem fram koma af efni alheimsins, lyftir hann sér upp 1 hæðir hugsana stöðugt víðfeðmari, svo að hann verður að viljaveru, sem ræður sjálf sögu sinni“. Þó eru ein hræðileg rök, sem geta komið mönnum til þess að óttast, að vonir þeirra séu fá- nýtar og hrifning þeirra barna- skapur. Við þekkjum ekki lífs- hugsun né vilja nema á yfirborði jarðar, þessarar litlu reikistjörnu lítilsháttar sólkerfis. Athafnir manna eru bundnar við eina reikistjörnu og aðeins yfirborð hennar. Vafalaust má ímynda sér, að 1 öðrum sólkerfum séu til reikistjörnur, þar sem líf geti komið fram og verur svipaðar mönnum, hugsun gæddar, vinni starf líkt okkar starfi. Einnig má gera ráð fyrir — það er vafa- laust ekki að því komið, — að manninum takist að yfirgefa Framhald á bls. 8 Frú Emily Thorson Frú Dagbjört Anderson Hér gefur að líta myndir af þessum tveim frúm, sem Lögberg sagCi frá í fyrri viku, a6 lagt hefCu upp í Genevaför og sennilega einnig til íslands, ásamt V. B. Anderson bœjarfulltrúa. Veitið athygli Eaton's eigið Haddon Hall Stoppuð húsgögn í EATON búðúm um olt Canada Hin vingjarnlega nýtízku gerð og samstilling hinna ýmsu parta, einkennir þessi húsgögn, sem sniðin eru eftir þörfum yðar. Jafnt grind sem stoppun, púðar og yfirver, bera á sér hinn sérstæða Eaton-blæ. Gerð þessara húsgagna er látlaus en aðlaðandi og veitir hin ákjósanlegustl þægindi. “HADDON HALL” sannar með verði sínu 'Your Best Buy Is an EATON Brand!" EATON’S of CANADA Stœrstu smásölusamtök i Canada — Ilúöir og pöntunarskrifstofur frá ströná ttí strandarl

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.