Lögberg


Lögberg - 03.06.1954, Qupperneq 4

Lögberg - 03.06.1954, Qupperneq 4
4 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GefiíS 6t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUB, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrlft rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publlshed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Afmæli lýðveldisforsetans Hinn 12. maí síðastliðinn, átti forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson sextugs afmæli og streymdu að honum víðsvegar að hlýjar þakkar- og hamingjuóskir; hann á merka og margþætta starfsmálasögu að baki; hann lauk á unga aldri embættisprófi í guðfræði þótt eigi þægi hann prestsvígslu; um hríð var hann biskupsskrifari, bankaritari, kennari við Kennaraskóla Islands, fræðslumálastjóri, bankastjóri, alþingismaður í 29 ár, þingforseti, fjármála- ráðherra, forsætisráðherra, og nú síðast ræður hann ríkjum sem lýðveldisforseti á hinu fræga menningarsetri íslenzku þjóðarinnar, Bessastöðum á Álftanesi, en slíkan tignarsess skipar hann þannig, að aðdáun hefir hvarvetna vakið. Um uppruna Ásgeirs forseta er alþjóð þegar kunnugt; hann var fæddur í Kóranesi á Mýrum og hefir jafnan staðið í nánum tengslum við fæðingarsveit sína; þar vandist hann snemma algengum sveitastörfum og eins í Möðrudal á Fjöllum, en þar var hann í kaupamensku nokkur sumur. Alla sína löngu þingmenskutíð sat Ásgeir forseti / á þingi fyrir Vestur-ísafjarðarsýslu og varð þar brátt svo rótgróinn, að það stóð öldungis á sama hverjir voru settir út til höfuðs honum; hann gekk altaf við vaxandi kjörfylgi sigrandi af hólmi. Arið 1930 var herra Ásgeir Ásgeirsson forseti sam- einaðs þings, og það féll honum í skaut, að stjórna hinni veglegu Alþingishátíð á Þingvöllum, en þar var saman komið, auk Islendinga, margt þjóðhöfðingja og annara stór- menna frá mörgum þjóðum heims; var það alment á orði haft, hve höfðinglegur fulltrúi þjóðar sinnar hann hefði verið og með hve miklum glæsibrag hann leysti af hendi hið vandasama hlutverk sitt, enda er hann manna háttvísastur og prúðastur í fasi. Ásgeir forseti er víðsýnn maður, sem ógjarna hefir látið binda sig á flokksklafa; hann ann öllurri samferðamönnum sínum sannmælis og ætlast til hins sama af öðrum. Ásgeir forseti er gæfumaður í þess orðs fegurstu merkingu; hann er kvæntur háttprúðri hæfileikakonu, Dóru Þórhallsdóttur Bjarnarsonar biskups og þau hafa eignast mannvænleg og mikilhæf börn; og er frú Dóra nú The First Lady of the Land og skipar það virðulega sæti með sæmd og prýði. Sæti herra Sveins Björnssonar fyrsta forseta hins ís- lenzka lýðveldis, var af skiljanlegum ástæðum vandfylt; en um það efast enginn, að þar sé herra Asgeir Ásgeirsson réttur maður á réttum stað. ☆ ☆ ☆ Einar fró Galtafelli óttræður Hinn 11. maí síðastliðinn varð einn hinn skygnasti og víðfeðmasti listamaður íslenzku þjóðarinnar að fornu og nýju,- Einar Jónsson myndhöggvari frá Galtafelli áttræður, fæddur þar 11. máí 1874. Hann ruddi sér ungur braut til frama í Danmörku, þótt tíðum væri við ramman reip að draga vegna féskorts og annara andvígra afla; hann vakti snemma á sér athygli vegna frumlegrar hugsunar sinnar í höggmyndalistinni og samræmis í línum og lögun; tíðrætt varð mönnum um hið fyrsta listaverk hans „Drengur á bæn“, en mynd af því birtist í Eimreiðinni. Einar Jónsson er maður djúpvitur og göfugmenni og speglast þetta hvorttveggja í listaverkum hans; það auðgar andann að litast um á listasafni Einars á Skólavörðuhæð, því svo margt undursamlegt ber þar fyrir augu. Útilegu- maðurinn gleymist ekki fyrst í stað, og þá gerir Krists- myndin það ekki heldur; allstaðar blasir við hugsjóna- auðlegð listamannsins og andleg tign; höggmyndaskáldinu sjálfu gleymir heldur enginn, né heldur hinni ágætu dönsku konu, sem deilt hefir kjörum við hinn mikla mann sinn og reynst honum blessandi verndarengill. í tilefni af áminstu afmæli hins stórbrotna listamanns var ort kvæðið, sem hér fer á eftir og tekið er upp úr Alþýðublaðinu: Einar Jónsson myndhöggvari átiræður — 11. maí 1954 Þú yrkir í steininn andrík ljóð, því Örlögin gáfu þér skáldsins blóð og viðkvæmar, hagar hendur. Að þylja oss kristallsins þögla óð, — til þess varstu íslandi sendur. Og þú hefur vakað og þig hefur dreymt og þú hefur trúlega eldinn geymt, sem ljósþyrstan huga huggar. En nú er á listanna leiðum reimt, og ljótir reika þar skuggar .... Menn hylla margs konar stefnu og straum og stunda háværan tízkuglaum, en kyrrt er á Hnitbjargahæðum,*) og þar á ísland sinn óskadraum í ósviknum listaglæðum. Þú veizt, að þín braut er brött og hál, — að bezt er með vígðri hönd og sál í steininn rúnir að rista. Vér þökkum af hjarta þín huliðsmál, þú höfðingi íslenzkra lista! GRÉTAR FELLS LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚNÍ 1954 There's No Depression In lceland says Björn Björnsson Principal of the Icelandic Marketing Company, Lmperial House, Kingsway, London, W.C.2. He has lived in this country since 1938, and has written many articles in the press about British-Icelandic trade. He has also given talks about Iceland on the B.B.C., in Rotary Clubs, and else- where, and has done much to introduce British goods into Iceland. — Through periodical visits to Iceland, he has acquired mvtch inside knowledge of Icelandic affairs and is the only Icelandic national established in business in Great Britain. He is president of the Icelandic Society in London and is also a member of the London, Westminster, Swedish and French chambers of commerce. THE people of Iceland depend for their livelihood almost entirely upon the fish around their coasts and if ever the sup- ply should fail, Iceland would starve. The Icelandic Govern- ment is therefore compelled to ensure that the fishing grounds close to the shores are protected and it is for this reason that they have followed the example of Norway and other countries in extending the limits of their territorial waters. At the beginning of the pre- sent century, the British were the only people trawling for fish around the coasts of Iceland. In 1901, when the affairs of Iceland wére in the hands of Denmark, an Anglo-Danish Convention was made, at which certain fish- ing rights were granted to Great Britain. This agreement could be terminated by either side upon giving two years’ notice. In 1918, when Iceland became a Sovereign State, this Conven- tion remained in force, but in 1949 Iceland exercised the right to give Great Britain two years’ notice of termination under the terms of the Convention. The Firsl Reslriction In 1950, the Icelandic Govern- ment prohibited trawling within a limit of four miles off the country’s north coast. This ban appli,ed to the trawlers of Ice- land and every other nation except Great Britain whose rights under the 1901 Conven- tion, which did not come to an end before 1951, were fully re- spected. At this tim^ the British Government asked Iceland to postpone extending the limits of her territorial waters off the south and west coasts of Ice- land (Faxa Bay) until a decision had been given at The Hague on Norway’s claim to a similar extension of her own waters. The decision upholding Nor- way’s action was given at the end of 1951. Iceland thus considered her- self free to apply the extended limit around the whole of her coast-line but, before taking this step, the Minister of Fisheries came to London in January, 1952, to discuss the conservation plans and the proposed exten- sion of the territorial limits with British Government Officials. WHY WE PUBLISH THIS ARTICLE We publish this article with no expectation of in- fluencing any change in the British attitude or policý but basically, in a spirit of equity, to at least let the Icelandic point of view be expressed. Mr. Björnsson is a busi- ness man whose activities in British-Icelandic trade have naturally suffered by the ban and he (with many others in Britain) would like to see the position re- conciled. It is not our pur- pose to traverse his argu- ments. We present them as written. We fear they will have little effect but if this publicity can play any small part in adjusting the dispute we shall be glad. But the resentment amongst British trawler men is very deepseated. —Editor, Fishing News In March, 1952, the Icelandic Government issued a Regulation for the conservation of the Ice- iandic fishing-grounds, to take effect from May 15th, 1952. In accordance with this Regulation, no trawling whatsoever by Ice- landic or any other trawlers was allowed to take place within the limits stipulated by this Regula- tion. Brilish Ban Imposed In the Autumn of 1952, the British trawler-owners imposed a ban on the landing of fresh fish from Icelandic trawlers in this country, with the express object of forcing the hand of the Icelandic Government into re- scinding the extension of terri- torial waters. What has been the effect of the trawler-owners’ ban? „ Iceland has had to find an al- ternative plan for the disposal of her catches of fish. She has carried out an extensive pro- gramme of expanding her freez- ing and curing plants and has sought and found new markets for her fish, quick-frozen fillets, saltfish and stockfish. A big con- tract for the supply of quick- frozen fillets has been signed with Russia. Iceland is now ex- porting fish and fish products to sixty-five countries and has big orders on hand to be exe- cuted during 1954. In fact, the year 1953 has proved to be a record year for the Icelandic P’ishing Industry. Harmful Effects The effect of the trawler- owners’ ban has böen entirely detrimental to this country and there is no reason to belive that its continuation will result in anything but further harm to the British people. The Inland Revenue has suffered a direct loss of 10% of the value of each catch landed from Icelandic trawlers, which was paid in Im- port Duty. This averaged £1,000 Sterling for each trawler land- ing. In addition, any landing of Icelandic fish involved the em- ployment of British labour on shore, payment of harbour dues and, as a general rule, nets, gear and supplies were puchased in British ports. This total ex- penditure and Import Duty amounted to approximately £4,000 to f5,000 for each trawler landing. Normal Trade Suffering In the past, Iceland imported more goöds from Great Britain than from any other country. Since the ban imposed upon the landing of Icelandic fresh fish, she has earned much less Sterl- ing, with the result that she inust look to the countries now buying her fish to supply her needs. The landing ban, which is without parallel in any other country affected by the exten- sion of the Icelandic territorial waters, naturally causes ill- feeling in Iceland and the long- standing goodwill this country has enjoyed, inevitably suffers. British exports to Iceland up to November, 1952, were 57% higher than during the same period in 1953. Icelanders' Claims The trawler - owners’ action, aimed at forcing Iceland to abandon her policy for the con- servation of the fish breeding grounds, has failed in its object, while it is harming those British industries, including shipbuild- ing and exporters who were engaged in the Icelandic trade, also the men at the ports and the Inland Revenue who di- rectly benefited from each land- ing, as well as the housewives who have to pay unnecessarily high prices for their fish. The only people who benefit would seem to be those who have an interest in monopolising the trade and keeping the prices up. One further point which should be mentioned is that any trawler, irrespective of nation- ality, may seek shelter within territorial limits provided her fishing gear is lawfully stowed away. There is no truth in the al- legatíon made by British trawler men to the Press that if they were to enter Icelandic terri- torial waters, they would be charged with fishing unlawfully. What is the effect of the ex- tension of the territorial waters? Icelandic and British trawlers alike are now forced to fish in exactly similar circumstances, íar enough from the Icelandic coasts to give the young fish time to grow to a useful size before being caught. It is too early to assess the benefit to the trawlers of all nations engaged in fishing the Icelandic waters, but statistics show that, since the extension of the territorial limits, catches by British trawlers, far from falling off, have increased by 30% to 60%. In the national interests there- iore, resolve to take off these privately imposed “sanctions” íorthwith. THE FISHING NEWS, March 5th, 1954 Bréf fré London, England 9. MAÍ, 1954 Mr. Skúli G. Bjarijason, vinur minn í Los Angeles, Cal., sem lesendum Lögbergs er fyrir löngu kunnur af fréttabréfum sínum, er árum saman hafa birtzt í blaðinu, sýndi enn á ný góðvild sína í minn garð, með því að senda mér til birtingar bréf það til hans frá Mr. Birni Björnssyni forstjóra í London, er hér fer á eftir, sem hefir margvíslegan fróðleik til brunns að bera og varpar ljósi á sam- heldni og félagssamtök íslend- inga í höfuðborg brezka veldis- ins; ást þeirra á íslandi og ís- lenzkri menningu; einnig þakka ég hitt bréfið frá Skúla, sem er að finna á öðrum stað. — Ritstj. Gamli vinur Skúli Beztu þakkir fyrir bréfið um daginn, ásamt ljósmyndinni af ykkur fjölskyldunni, sem var gaman að fá. Það er gott að þessi uppskurð- ur tókst svona vel. Því stundum er erfitt fyrir menn á þínum aldri að láta skera sig upp. Svo þú ert orðinn 65 ára! Á þriðjudaginn var varð ég 57 ára — svo við erum komnir til ára okkar. Aldursmismunurinn er ekki mikill núna, en þegar við vorum báðir innan við tví- tugt, þá var mismunurinn meira áberandi. Mig hefir ávalt langað til að koma til California, en það bíður nú í svipinn. Við höfum íslendingafélag hér, en ég hef verið formaður þess frá stofnun (1943). Við komum saman nokkrum sinnum á ári, um 100 manns í einu. Mikið af íslenzkum konum giftum Bretum o! s. frv. Til þess að fá menn þeirra „inter- reseraða" í að' koma á fundi okkar, læt' ég sum skemmti- atriðin fara fram á ensku og tala svo sjálfur jöfnum höndum bæði íslenzku og ensku, þegar ég held mínar ræður. Svo höld- um við jólatrésskemmtun á Þrettáandanum, en þangað koma foreldranrir með börn sín og þannig sjá þau íslenzk jól, með jólaleikjum kringum jóla- tréð og eru þannig minnt á upp- runa sinn og ættland annað hvors foreldranna. Á þennan hátt reynum við að viðhalda tengslunum við ísland, sem annars myndu smám saman gleymast hjá þes^u fólki, en jafnframt að tryggja framtíðar viðgang Islendingafélagsins hér. Þegar þessi börn eldast og stækka, vonumst við til, að þau sæki aðrar skemmtanir okkar og gefi þannig varandi styrk til starfsemi félagsins. — Þetta gætuð þið athugað fyrir þessi mörgu ungu hjón, sem hafa bú- sett sig undanfarið í Los Angeles. Eitt af mínum áhugamálum hér, er að koma út Linguaphone kennsluplötum á íslenzku. Hef ég unnið að því í 12 ár með því að fá þekkta málfræðinga til að semja kennslubók eftir Lingua- phone kerfinu og fengið hingað til London nokkra sérfræðinga til að tala kennslutímana inn á plötur. Það erú prófessor Stefán Einarsson og prófessor Björn sálugi Guðfinnsson, sem séð hafa um kennslubókina og talað inn á plöturnar. Býst við að þessi “Kursus” komi út í næstu árs- lok. Vonast ég eftir mikilli sölu í Vesturheimi, þar sem íslenzka mqlið er í hávegum haft og mörgum myndi þykja gaman að fá íslenzkar talplötur á heimili sín. Hvernig finnst þér þetta? Ég skrifaði grein í “Fishing News” hér, um löndunarbannið, sem hefir verið þýdd í blöðun- um heima. Sendi þér hana hér með, svo þú sjáir fleiri áhuga- mál mín, enda þótt málið sé þér íjarstætt. Okkur líður öllum vel, fjöl- skyldunni. Vona það sama með þig og þína. Láttu mig svo heyra frá þér bráðum aftur. Kærar kveðjur. Þinn einlægur gamli vin, Björn Fleiri Canadabúar NOTA CCMs en öll önnur reiðhjól til samans. C.C.M. framleiða einungis úrvals reiðhjól fyrir fullorðna og engu síður fyrir krakka. Finnið C.C.M umboðsmann fyrst að máli. *) Hnitbjörg — Listasafn Einars.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.