Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. JÚNI 1954
HAROLD MacMILLAN
Skotinn, sem talinn er nú vera líklegastur
eftirmaður EDENS sem utanríkisráðherra
Sá spádómur er engan veginn
ólíklegur, að Genfarráðstefnan
verði seinasti alþjóðlegi fundur-
inn, sem Anthony Eden mætir
á sem utanríkisráðherra Breta.
Sá orðrómur færist stöðugt
meira og meira í aukana, að
Churchill muni draga sig í hlé
innan skamms og er Eden sjálf-
kjörinn eftirmaður hans sem
forsætisráðherra. — Vinsældir
hans í íhaldsflokknum hafa al-
drei verið meiri en nú og þó
skiptir það kannske mestu, að
utan flokksins er enginn af leið-
togum hans jafn vinsæll og
Eden, nema ef vera skyldi
Churchill. Hins vegar er and-
staða andstæðinga öllu harðari
gegn Churchill en Eden, svo að
flokkurinn er nú talinn sízt
ósigurvænlegri undir forustu
Edens en Churchills í þingkosn-
ingum.
Um það hefir verið allmikið
rætt í seinni tíð, hver sé líkleg-
astur til að hljóta sæti Edens
sem utanríkisráðherra, er hann
lætur af því starfi. Um skeið var
einna helzt talað um Monckton
atvinnumálaráðherra, sem er
einn af frægustu lögfræðingum
Bretlands, en nú er það talið úr
sögunni, því að Monckton vilji
helzt draga sig í hlé. Sá maður,
sem nú er oftast tilnefndur sem
eftirmaður Edens, er Harold
MacMillan, húsnæðismálaráð-
herra.
Harold MacMillan er gamal-
reyndur stjórnmálamaður, sem
á orðið þrjátíu ára þingsetu að
baki á þessu ári. Lengi vel bar
heldur lítið á honum og honum
var ekki spáð sérstökum frama.
Hann hefir hins vegar vaxið að
áliti við hvert nýtt trúnaðar-
starf, sem honum hefir verið
falið. Nú er hann ásamt þeim
Eden og Butler vinsælasti og
þekktasti ráðherrann í stjórn
Churchills.
Vinsæll húsnæðismála-
ráðherra
Ástæðan til þessara vinsælda
MacMillan er sú, að hann hefir
náð betri árangri sem húsnæðis-
málaráðherra en búizt var við.
Bevan var húsnæðismálaráð-
herra m^st allan þann tíma, er
Attlee var forsætisráðherra, og
þótti allröggsamur í því starfi.
Jafnaðarmenn héldu því þess
vegna hiklaust fram í þingkosn-
ingunum 1951 að draga myndi
úr íbúðabyggingum, ef íhalds-
menn hrepptu völdin. Ihalds-
menn lofuðu hins vegar, að þeir
skyldu láta byggja a. m. k.
300.000 íbúðir á árinu, en það
var talsvert meira en jafnaðar-
mönnum hafði tekizt að fram-
kvæma. Yfirleitt mun þetta
kosningaloforð ekki hafá verið
tekið alvarlega og því var ekki
spáð sérstaklega vel fyrir Mac-
Millan, er hann varð húsnæðis-
málaráðherra haustið 1951, þar
sem hann hafði ekki heldur til
að bera sérþekkingu á þessu
sviði. Churchill fylgdi þar þeirri
venjulegu reglu* sinni að fela
ekki sérfræðingi yfirstjórn í
sérgrein hans, en hann telur sér-
fræðinga yfirleitt svo einskorð-
aða við viss sjónarmið í grein
sinni, að hættulegt sé að fela
þeim sjálfa forustuna, heldur
þurfi hún að vera í höndum
óháðs nianns, er kunni að hag-
nýta sér þekkingu sérfræðing-
anna og geti haft við þá gott
samstarf. Hann taldi MacMilIan
einn af slíkum mönnum og því
fól hann honum húsnæðismálin,
sem talin voru einna vanda-
sömust þeirra mála, sem biðu
úrlausnar. Reynslan hefir nú
staðfest, að Churchill hefir haft
rétt fyrir sér. MacMillan hefir
tekizt að fullnægja því loforði,
að byggðar yrðu 300 þúsund
íbúðir á ári. Sumpart hefir hann
gert þetta með því að draga úr
hömlum og auka frjálsræði ein-
staklinga til bygginga, en sum-
part með bættri og aukinni
skipulagningu og eftirliti.
Frjálslyndur þingmaður
MacMillan er réttra sextíu
ára. Hann er ættaður frá Suður-
eyjum. Afi hans fluttist þaðan
til Skotlands, en margt ætt-
menna hans fluttist um líkt
leyti til Canada og Nýja-Sjá-
lands. Faðir hans settist að í
Bretlandi og varð vel efnaður
kaupsýslumaður. Hann giftist
amerískri konu og er MacMillan
því amerískur í aðra ættina, eins
og Churchill. MacMillan stund-
aði fyrst nám í Eton, en síðan í
Oxford. Fyrri heimsstyrjöldin
gerði hlé á námi hans, en hann
var mest alla styrjöldina í hinu
fræga herfylki Grenadier
Guards. I einni orustunni særð-
ist hann hættulega og lá lengi
á eftir. Hann hlaut Military
Cross fyrir góða framgöngu.
Eftir styrjöldina hélt hann námi
sínu áfram, en gerðist síðan for-
stjóri við fyrirtæki ættar sinnar,
sem er eitt helztá bókaútgáfu-
fyrirtæki Bretlands. Hugur
hans hafði snemma hneigzt að
stjórnmálum og náði hann fyrst
kosningu á þing 1924, þá þrítug-
ur að aldri. Hann hefir verið
þingmaður jafnan síðan, að
undanskildum árunum 1929—31.
MacMillan náði seint frama í
íhaldsflokknum eftir að hann
kom á þing. Ástæðan var m. a.
sú, að hann lét einkum atvinnu-
mál og félagsmál til sín taka og
var yfirleitt róttækari í þeim
efnum en flokkurinn. M. a. var
hann fylgjandi því, að ríkið
hefði viss afskipti af atvinnu-
málum til að tryggja heilbrigða
þróun þeirra. Þessi sjónarmið
setti hann m. a. í bók, er hann
ritaði og nefndi The Middle Way
(Meðalvegurinn).
Eftir að friðnum tók að stafa
hætta af nazistum, var Mac-
Millan einna fremstur 1 flokki
þeirra, sem gagnrýndu sér-
hverja undanlátssemi. Þegar
Bretar felldu niður refsiaðgerð-
ir gegn ítalíu vegna Abessiníu-
styrjaldarinnar 1936, var Mac-
Millan fyrstur allra þingmanna
íhaldsflokksins til að gagnrýna
það. Vegna þessarar afstöðu
hans, tókst góð vinátta milli
hans og Churchills á þessum
árum.
Ráðherra í Kairo
Þegar Churchill myndaði
stríðsstjórn sína 1940, varð Mac-
Millan aðstoðarráðherra í henni.
Árið 1942 var hann gerður að
ráðherra án sérstakrar stjórnár-
deildar með aðsetri í Kairo.
Hlutverk hans var að samræma
og stjórna pólitískum aðgerðum
Breta í löndunum við Miðjarð-
arhaf. Þetta var vandasamt
starf, en MacMillan leysti það
þannig af hendi, að hann hlaut
almennt lof fyrir. Þá strax var
farið að ræða um það, að hann
væri efni í utanríkisráðherra.
Eftir að Ihaldsflokkurinn
komst í stjórnarandstöðu 1945,
varð MacMillan einn þeirra,
sem skipuðu innsta hring flokks-
ins. í þinginu lét hann einkum
utanríkismál til sín taka og var
oft aðalræðumaður flokksins í
umræðum um þau. í flokks-
stjórninni vann hann að því,
ásamt Butler, að flokkurinn
markaði sér frjálslegra og rót-
tækara viðhorf til innanlands-
mála, svo að valdataka hans að
nýju þýddi ekki afturhvarf til
þess, sem var fyrir styrjöldina.
Þetta sjónarmið þeirra sigraði í
flokknum og þess vegna hefir
stjórnarstefnan orðið vinsælli
en jafnaðarmenn reiknuðu með,
en þeir gerðu sér vonir um, að
stjórn Churchills yrði svo í-
haldssöm, að hún myndi fljót-
lega fá bæði verkamenn og
millistéttirnar gegn sér. Þetta
Mrs. B. Bjarnarson of Lang-
ruth, Manitoba, was re-elected
President of the Lutheran Wo-
men’s League of Manitoba (Ice-
landic) at the Thirtieth Annual
Convention held May 28, 29 and
30, 1954, at Selkirk, Manitoba.
Reports were presented by all
23 organizations belonging to
the League, also reports by
Officers and Committees. All
showed splendid progress in
'their respective work. At this
Convention plans were com-
pleted and sanction given to the
Camp Committee of Sunrise
Lutheran Camp, Husavick, Man.,
a project of the League, to pro-
ceed immediately with installing
waterworks for washrooms,
showers and toilet installations,
which will call for an outlay of
some six thousand dollars. This
will place the camp among the
best in Manitoba.
Speakers at the Convention
were: Mrs. V. J. Eylands, Win-
nipeg; Mrs. B. Bjarnarson,
Langruth; Mrs. L. Johannesson,
Winnipeg; Miss Joan Erickson,
Selkirk, who is a past camper
and leader for three years at
the camp. She gave a splendid
article on “What the Camp
Means to Me”. Miss Erickscn
who is going in training, hoped
she could at a future date return
to the Camp as Camp Nurse.
She lauded the splendid safety
precautions at the Camp. Other
speakers were: Mrs. A. S.
Bardal, Winnipeg, Temperance;
Rev. H. S. Sigmar, Gimli,
brought greetings from the Ice-
landic Evangelical Lutheran
Synod. Rev. J. W. Inslee, Secre-
tary for Camps and Summer
Schools for the United Lutheran
Church of America, spoke on
value of Leadership training
conducted at the Church Camp.
All Officers and delegates at-
tended in a body Divine Service
conducted by the Pastor of Sel-
kirk Lutheran Church, Rev. S.
Olafsson. The sermon was by
Rev. Robert Jack, Arborg, Man.
The two Ládies Aids of Sel-
kirk under the directíon of their
presidents, Mrs. J. Sigurdur and
Mrs. Ann Kukucka were hos-
tesses. A splendid musical pro-
gram was provided by these
organizations. Those taking part
were the local church choir and
Junior Boys Choir of the Sun-
day School, organist Mrs. Mar-
garet Hannesson. Vocal solos,
Mrs. G. Johnson and Miss Bjorg
Christianson; a double duet
Mesdames Vogen, Peel, Cholo-
sky and Johnson.
There was a splendid Handi-
craft display.
hefir ekki orðið og á MacMillan
ekki sízt þátt í því.
MacMillan er drjúgur starfs-
maður. Hann hefir gott lag á
samstarfsmönnum sínum. Hann
er snyrtimaður mikill í klæða-
burði og framgöngu og er talinn
með háttvísustu stjórnmála-
mönnum Breta. Helzt er fundið
að ræðum hans, að þær séu um
of kurteisar og ádeilulausar. I
samræðum er hann skemmti-
legur og spaugsamur og ber á
því sviði af þeim Eden og
Butler, sem báðir eru litlir
humoristar. Háttvísi og spaug-
semi MacMillans kann að eiga
einhvern þátt í því, að bæði
andstæðingum hans og samherj-
um hefir oft sézt yfir ýmsa kosti
hans og ekki talið hann jafn
ötulan og farsælan hæfileika-
mann og reynslan hefir ótvírætt
leitt í ljós eftir að hann valdist
til örðugra trúnaðarstarfa. Þess
vegna tók hann lengri tíma en
marga aðra flokksmenn hans,
sem miður hafa reynzt, að ná
miklum mann virðingum. Nú er
hins vegar svo komið, að ekki
mun öðrum manni öllu betur
treyst í flokki hans en honum.
—TÍMINN, 12. maí
The slate of Officers elected
read as follows:
First Vice-President, Miss I. S.
Bjarnason, Winnipeg; Second
Vice-President, Mrs. F. E. Scrib-
ner, Gimli; Third Vice-President,
Mrs. L. S. Gibson, Winnipeg;
Recording Secretary, Mrs. C. H.
Scrymgeour, Winnipeg; Corres-
ponding Secretary, Mrs. Hlif
Thompson, Langruth; Treasurer,
Mrs. B. Guttormson, Winnipeg,
Assistant Treasurer, Mrs. G. M.
Bjarnason, Winnipeg; Executive
Mrs. A. S. Bardal, Winnipeg,
Mrs. S. Sigurdson, Riverton, Mrs.
J. Vigfusson, Arborg, Mrs. C.
Johnson, Cypress River, Mrs.
J. E. Erickson, Selkirk, Mrs.
Edith Kurbis, Selkirk.
Editors of the magazine Ardis,
a yearly publication, Mrs. S.
Olafsson, Selkirk; Miss I. S.
Bjarnason, Winnipeg; Mrs.
Hrund Skulason, Geysir. Busi-
ness Manager, Mrs. J. S. Gillies,
Winnipeg; Assistant, Mrs. B. S.
Benson, Winnipeg.
Sunrise Lutheran Camp Com-
mittee, elected for one year:
Mr. S. O. Bjerring, Winnipeg;
Mrs. S. Arason, Husavick, Mrs.
Laura Nordman, Cypress River;
Mrs. H. G. Henrickson, Win-
nipeg; Mrs. S. Olafsson, Selkirk;
Dr. F. E. Scribner, Gimli; Mr.
S. Vopnfjord, Arborg; Mrs. O.
Stephensen, Winnipeg; Mrs. T.
Johnson, Lundar. For two years:
Mrs. S. Thompson, Riverton;
Mrs. Anna Magnusson, Selkirk;
Mrs. Gerda Olafsson, Winnipeg;
Rev. H. S. Sigmar, Gimli; Dr. E.
Johnson, Selkirk; Mr. Olmar
Sigurdson, Mr. I. Bjornson, Win-
nipeg; Mr. Victor Erickson,
Selkirk.
Sunday Schools in rural dis-
tricts: Mrs. J. Freeman, Miss
Lella Eydal, Winnipeg; Mrs.
Rhoda Freeman, Ashern; Miss
Christine Gislason, Silver Bay,
Manitoba.
Property: Mrs. S. O. Bjerring,
Mrs. Rosa Johannsson, Mrs. V.
Turner, Winnipeg. Handicraft:
Mrs. A. Wathne, Mrs. P. J.
Sivertson, Mrs. Clara Finnsson,
Winnipeg; Mrs. Laura Martein-
son, Langruth; Miss G. Finnsson,
Hnausa, Manitoba.
Archivist: Mrs. C. H. Scrym-
geour, Winnipeg.
Mrs. O. Stephensen, Winnipeg,
was elected delegate to the
Evangelical Lutheran Synod
Convention to be held in Win-
nipeg, June 1954. Delegate to
Temperance Alliance: Mrs. A. S.
Bardal, Winnipeg.
HELGA GUTTORMSON,
Secretary.
MASSEY-HARRIS combines koma að haldi
Þér féið auknor
tekjur
af bújörðinni
/
Veljið þess vegna Massey-
Harris Nr. 60 sjólfknúðu
og auðveldu combine, sem
hentar meðal bændabýlum.
I
MH
Hér eru hinar tvær nýju Combines, sem
reynast vel undir allskonar ræktunarskilyrð-
um. Þær eru ódýrar, af hentugri gerð, fyrir
búgarða af meðalstærð og einnig fyrir bú-
garða, sem framleiða mismunandi kornteg-
undir, þannig að uppskeran stendur yfir í
styttri tíma.
Auk hinna mörgu kosta, sem hafa' aukið
hróður Massey-Harris Combines, hafa þessar
Nr. 60 tvo meginkosti. Annar er tæki, sem
Mikil afkösi, líiill reksiurs
kosinaður.
10 eða 12 fela pallur, sjálf-
knúin gerð.
7 feia pallur, auðveld x
dræiii.
Á við um allar uppskeru-
iegundir.
hreinsar í burt hismið betur en áður. Hinn
er, að yfir 50 hreyfanlegir partar vélarinnar
eru olíubornir og innilokaðir, þannig að al-
drei þarf framar að olíubera þa meðan vélin
endist. Hugsið yður þennan tímasparnað í
önnum uppskerutímans.
Verið vissir um að skoða Nr. 60, þegar þér
eruð að leita eftir nýrri Combine. Þér þurfið
ekki að leita lengra en til nálægasta Massey-
Harris umboðsmannsins.
Meira korn er þreskt með Massey-Harris combines en
með nokkurri annari tegund.
MASSEY-HARRIS-FERFUSON LIMITED, Toronto, Canodo
Thirtieth Convention of the Lutheran
Women's League of Monitoba (lcelandic)
NYJUNGAR
Farið er að nota gúmagnir í
olíugeyma til þess að varna upp-
gufun. Er þessum ögnum ýmist
dælt inn í geymana með olíunr.i,
eða þeim er dreift yfir olíuna í
geymi. Þær eru örsmáar og
fljóta ofan á og mynda þar þétta
húð, sem varnar því að olían
geti gufað upp.
Mývargur er víða mesta plága,
en ekki eru það allar mýflugur,
sem bíta. — Karlflugurnar eru
mestu meinleysisskepnur og lifa
eingöngu á safa, sem þær sjúga
úr jurtum. En kvenflugurnar
eru blóðþyrstir bitvargar, en þó
gera þær sér t. d. mannamun.
Er það kunnugt að sumir menn
virðast þola mýbit betur en
aðrir, eða verða fyrir minni á-
sókn. Nú hafa vísindamenn verið
að rannsaka hvernig á þessu
stendur, því að það gæti orðið
leiðbeining í baráttunni gegn
þessum skaðræðis kvikindum. —
Það hefir þá komið í ljós, að
flugurnar sækja meira að þeim
mönnum, sem eru dökkklæddir,
heldur en þeim, sem eru ljós-
klæddir, og eins fara þær eftir
þef. Þær nota því bæði augu
og þeffæri til þess að velja sér
bráð." Það getur verið að innan
skams verði hægt að draga úr
mývargsplágunni, því að nú hafa
menn fundið upp sérstaka teg-
und af skordýraeitrinu DDT,
sem strádrepur mýflugnalirfur,
en gerir ekki öðrum sk'ordýrum
mein.
Sogdælur fyrir fisk
í Akron í Ohio í Bandaríkjun-
um hefir nýlega verið smíðað á-
hald til þess að soga fisk upp úr
netjum. Er það mjög svipað ryk-
sugu. Mundi þetta áhald líklega
henta vel til þess að soga síld
upp úr herpinótum í stað þess að
háfa hana upp, því að sagt er,
að hægt sé að tæma fullt net á
nokkrum mínútum með þessari
sogdælu.
1 Bandaríkjunum er nú farið
að nota sérstakt áhald, sem
svarar í síma þegar enginn er
heima, og tekur við skilaboðum.
Þetta er nokkurskonar grammó-
fónn, sem er settur rétt við
heyrnartólið. Þegar síminn
hringir, þá lyftir þetta áhald
heyrnartólinu, en um leið hreyf-
ist talplata og svarar þeim, er
hringir. Segir hún að enginn sé
heima, en ef viðkomandi þurfi
að koma skilaboðum, þá skuli
hann tala í símann, það verði
tekið á sérstaka plötu. Ef sá, sem
hringdi, þarf að koma skilaboð-
um, þá bíður áhaldið á meðan
hann er að tala, en leggur heyrn-
artólið á símatækið um leið og
hann hættir að tala. Þegar hús-
bóndinn kemur heim, er það
hans fyrsta verk að reyna plöt-
una og hlusta á þau skilaboð,
sem þar kunna að vera, máske
frá fleiri en einum.
Einfaldari áhöld eru þau, sem
aðeins svara, en taka ekki við
skilaboðum. Skýra þau þá frá
því, að hægt sé að ná í hús-
bóndann í öðrum síma, eða að
hann verði kominn heim innan
ákveðinnar stundar.
Armbands úlvarpstæki
í New Jersey hafa menn ný-
lega smíðað útvarpstæki, sem
eru á borð við armbandsúr og
liægt er að spenna við úlnlið sér.
Frá því liggja tvær leiðslur upp
í ermina, annað er loftnetið en
hitt er þráður í sambandi við
lítið hlustunartæki, sem stungið
er inn í eyrað eins og hverju
öðru heyrnartæki. — Með þessu
áhaldi er hægt að ná sambandi
við útvarpsstöð í 70 km. fjar-
lægð, og það hefir mismunandi
bylgjulengdir.
Svissneskur úrsmiður og hug-
vitsmaður hefir búið til klukku,
sem gengur fyrir birtu. Eru i
henni ljósnæmar ræmur, líkt og
filmur í myndavél, en áhrif
ljóssins á þær halda sigurverk-
inu gangandi. Ein af þessum
klukkum var nýlega til sýnis
vestan hafs og vakti fádænia
athygli.
—Lesb. Mbl-