Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.06.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL TRANSIT - SARGENT SILVERLINE TAXI 5 Telephone Lines 20-4845 67. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1954 NÚMER 23 Geysilegt tjón af völdum eldsvoða í Winnipeg Á mánudagskvöldið og aðfara- nótt þriðjudagsins reið yfir Winnipegborg og Manitobafylki eitt hið mesta aftakaveður, sem sögur fara af og nam vindhrað- inn 75 mílum á klukkustund; veður þessu líkt hefir ekki komið hér um slóðir síðan 1918. Nákvæmt yfirlit yfir tjónið í borginni er enn eigi við hendi, þó víst sé, að það nemi hátt á fjórðu miljón dollara; fjöldi heimila er enn án rafmagns. Á Portage Avenue brunnu til grunna þrjú stórhýsi, Time Building, 333 Portage Avenue, Dismor Block, 327 Portage Avenue, og Edwards Block, 325 V2 Portage Avenue; auk þess skemdist stórvægilega Affleck Block, 317 Portage Avenue, og Marlyn byggingin að 309 Har- grave St. Svo varð hitinn magn- aður, að gluggar sprungu í T. EATON búðinni þó þar yrði eigi annað tjón. I áminstum bygg- ingum voru margar skrifstofur og stórverzlanir reknar. Margt fólk hefir mist atvinnu sína um ófyrirsjáanlegan tíma. Skemdir út um fylkið eru all- víðtækar, svo sem á símalínum °g víða stórtjón á bændabýlum; manntjón varð ekkert svo vit- að sé. Svo voru hamfarirnar miklar, að felmtri sló á borgarbúa og hugðu ýmsir fyrst í stað að atóm sprengjum hefði verið varpað yfir borgina og stríð væri skollið á. Hlýtur námsverðlaun Við nýlega afstaðin vorpróf ^ianitoba-háskóla hlaut Björn Sigurbjörnsson Isbister Scholar- ship að upphæð 80 dollara, en hann fékk hæstu einkunn af þriðja árs stúdentum skólans í landbúnaðarfræðum. Björn kom til Winnipeg haustið 1952, ásamt frú sinni Helgu Pálsdóttur. Hann er sonur Sigurbjörns Þorkelssonar, sem oftast er kenndur við verzlunina Vísi, og konu hans Unnar Har- aldsdóttur. Þau Björn og Helga eru uppalin í Reykjavík og haeði útskrifuð af Menntaskóla þeirrar borgar, ennfremur er Björn útskrifaður af Bænda- skólanum á Hvanneyri. — Helga starfar við bókasafn íslenzku deildarinnar hér við háskólann. Lögberg óskar Birni til ham- lngju með þann heiður, sem honum hefir hér með fallið í skaut. Útvarp á lýðveldisdaginn Haldið verður upp á lýð- veldisdag Islands, 17. júní, hér vestra með því að útvarpað verður yfir kerfi CBW stöðvar- hinar í Winnipeg. Herra Thor Vhors, sendiherra Islands í Lanada og Bandaríkjunum, flyt- nr kveðju til Vestur-lslendinga rá heimaþjóðinni. Einnig mælir orseti Þjóðræknisfélagsins, Dr. aldimar J. Eylands, nokkur °rð- Útvarpað verður kl. 6 ' T. — Menn hafa nægan 11113 til að hlusta á útvarps- erindin og síðan að fara á skemmtunina, sem deildin Frón s endur fyrir og sem á að fara ram í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg. Kirkjan fordæmir rannsóknirnar í ' Bandaríkjunum (Þýlt úr Free Press) Öldungaráð „Presbyterian“ kirkjunnar í Bandaríkjunum sagði á mánudaginn, að slæg en kröftug árás á grundvallaratriði almennra mannréttinda ætti sér stað í Bandaríkjunum. Meira að segja kirkjan hélt fram þeirri ákæru, að „fastheldni við sann- leikann" væri fórnað í áróðurs- skyni. Aðalstjórn þessa kirkjufélags sendi öllum prestum sínum og öllum meðlimum sínum bréf með skýringum á því, sem nú er að gerast í heiminum. En prestar þessarar kirkju eru 8000 og meðlimatala hennar er 2.500.000. Þetta var skoðað sem óvenjuleg athöfn. í bréfinu var komist að orði sem hér segir: „Hættulegir atburðir eru að gerast í þjóðlífi voru. Árás hefir verið gerð á helgidóm sam- vizkunnar og einstaklingsskoð- anir, sem enginn nfema Guð sjálfur hefir rétt til að dæma“. Bréfið ákærir yfirvöld Banda- ríkjanna um mannhaturslega framkomu, sem haldi mönnum frá því að reyna að koma á sætt- um milli þjóða með samningum; hafi snúizt upp í „rannsóknar- rétt“. Þessar rannsóknir, sem eru sögulegar eftirlíkingar mið- alda-rannsóknanna á Spáni og rannsóknarnefndanna hjá ein- ræðisstjórnum nútímans, eru farnar að stofna í hættu frjáls- og sömuleiðis um það að upp- lýsinganefnd Bandaríkjaþingsins um hugsunum hér í landi — (Bandaríkjunum).' Þannig er komist að orði í þessu bréfi. Bréfið var opinberað á blaða- mannaþingi, gerðu það tveir menn: Dr. John A. MacKay, fundarstjóri kirkjufélags þing- manna og forseti Princeton guð- fræðiskólans, og með honum Dr. Eugeno Carson Blake frá Phila- delphia, skrifari kirkjuþingsins. Jafnframt því að lýsa alvar- legri hættu, sem kommúnisminn hefði í för með sér hélt bréfið því fram, að sú hætta væri notuð til að skapa óheilbrigðan ótta og að vekja grunsemd; enn- fremur til þess að bæla niður mótstöðu og rægja góða borgara. Ennþá alvarlegri segir bréfið að það sé, hversu margir, bæði innan stjórnar og utan, reyni að vinna gegn kommúnismanum á algerlega neikvæðan hátt: að- eins á sama hátt og lögreglu- valdið, en að öllu leyti án nokk- urs uppbyggjandi skipulags. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Atvika vísur Eftir PÁLMA Næðingur Næðum lokar norðan átt, næðir hroka ræðum. Gráum þoka’ á hlíðar hátt hengir poka-slæðum. Svartsýnir Glaums í drunga gleymsku hjá, glatast sungin kvæði: Lýðsins unga erfða-skrá íslenzkt tunga’ og fræði. Þorni andans lífæð frá lindin andans ríka; skrifuð standa örlög á eyðisanda slíka. Dr. Valdimar Benjamín Kjernested Lýkur prófi í dýralækningum Þessi ungi og glæsilegi maður, sem nýlega hefir lokið prófi í dýralækningum við Ontario Veterinary College að Guelph, Ont., er fæddur að Oak View, Man., hinn 29. október 1928, sonur þeirra Carls og Lilju Kernested, sem þar eru búsett; hann stundaði fyrst alþýðu- skólanám að Oak View, en framhaldsnám við Daniel Mc- Intyre Collegate í Winnipeg. Undanfarin fimm ár í röð gaf hann sig að námi við áminstan dýralækningaskóla og útskrifað- ist þaðan með ágætiseinkunn; að loknu fyrsta árs námi þar, hlaut hann verðlaun fyrir hæztu jafnaðareinkunn í öllum náms- greinum, og nú við embættis- prófið hlotnaðist honum $100.00 verðlaun fyrir ritgerð um jórtur- sjúkdóma. Nýi Laxfoss verður fullbúinn 1. júlí 1955 Þann 27. apríl s.l. undirrit- aði Gísli Jónsson, alþm. f. h. H.f. Skallagrímur, Borgar- nesi, samning við H. C. Christensen Staal skibs- værft í Martsdal, Danmörku, um smíði á vöru- og far- þegaskipi fyrir félagið til ferða milli Reykjavíkur— Akraness og Borgarness í stað m.s. . Laxfoss. Skal skipið afhendast fullbúið 1. júlí 1955. Skipið verður 135 fet á lengd, 26 fet á breidd og 13 fet á dýpt. Það er byggt í fyrsta flokks Lloyd’s og samkvæmt kröfum Skipaskoðunar ríkisins um skip til siglinga á Atlantshafinu. — Einnig er skipið sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Það getur flutt allt að 250 dag-farþega og hefur þar af»hvílur fyrir 38 far- þega. Vöruflutningarými er fyr- ir 80 tonn og auk þess rúm fyrir 15 tonna farþegaflutning. Botn- geymar rúma 80 tonn af olíu og ennfremur eru tankar, er taka 25 tonn af brennsluolíu fyrir skipið. Vatnsgeymar rúma 20 tonn. Skipið verður útbúið með 2 Ruston og Hornsby-vélum og verður hvor þeirra um 460 hest- öfl. Tvær skrúfur verða á skip- inu og hvor um sig tengd með vökvatengsli við vélarnar og niðurfærsluskiptingu, allt af þekktustu gerð. Þrjár dieselvélasamstæður af Ruston og Hornsby-gerð eru i skipinu til framleiðslu á raf- magni, og framleiða þær 90 H.K. við 1200 snúninga á mínútu og eru tengdar við 50 kw. 220 v. jafnstraums rafala. New Partnership in Accountancy Firm The long established firm of chartered accountants, Dun- woody Saul Smith and Com- pany, which has had offices in Fort William and other North- western Ontario centres for several years, has been taken over by a new partnership of chartered accountants, accord- ing to an announcement made today by Harold S. Sigurdson of Fort William. Members of this firm are: Harold S. Sigurdson, C.A., Thomas A. Saul, C.A., Robert E. McMeekin, C.A., Jack V. Cortens, C.A., W. W. Shep- herd, C.A., and George D. Wood Jr., C.A. The former partners, James M. Dunwoody, C.A., Thomas E. Saul, C.A., and John W. Smith, C.A., will continue to be actively associated with the firm in its practice as chartered accountants. The firm which has offices at Toronto, Welland, Oakville, Fort William, Atikokan, Fort Frances, Kenora and Winnipeg has been operating since 1918. The Fort William office was opened in 1948 by Mr. Sigurdson, and is presently located in the Francis Block on Victoria avenue. Harold Sigurdson graduated from the University of Manitoba and was awarded his degree in 1948 and has been actively as- sociated with the firm since that time. He has taken an active part in many community affairs at the Lakehead. In 1945 he married Norma Benson of Winnipeg. They have three children, two daughters and one son. — Mr. Sigurdson is the son of Mr. and Mrs. S. Sigurdson, 937 Minto St„ Winnipeg, Man. —Fort William paper Harold S. Sigurdson í skipinu verður rafmags- akkerisspil, tvær rafknúnar vöruvindur, sem lyfta 2 og 5 tonnum og ein 3ja tonna raf- magsdráttarvinda, svo og raf- magns-vökvastýri og eru allar þessar þilfarsvélar framleiddar í Danmörku. Skipið verður útbúið með öll- um nýtízku siglingatækjum, svo sem radar, dýptarmælum o. fl. Einnig með öllum áhöldum fyrir þilfar, vélarúm, eldhús, íbúðar- herbergi og borðsali. Líkur gamla Laxfoss Allt fyrirkomulag í skipinu og útbúnaður í herbergjum og sölum er mjög líkt því sem var í m.s. Laxfoss, nema hvað þetta verður allt rúmbetra, þar sem skipið er allt miklu stærra "en m.s. Laxfoss. Gert er ráð fyrir, að skipið rúmi 6—7 venjulega fólksbíla á þilfari. Hraði skipsins er áætlaður 13 mílur á klukku- stund. Kaupverð skipsins þannig er 2.400.000.00 danskar krónur, og hefur h.f. Skaallagrímur fengið loforð fyrir láni í Danmörku að upphæð 1.380.000.00 til 4 ára frá afhendingardegi skipsins. Skipa- og vélaeftirlit Gísla Jónssonar og Erlings Þorkels- sonar verður falið eftirlit með smíði skipsins. —VISIR, 14. maí Rektorskjör í Hóskóla íslands Eftir hádegi í gær, 14. maí, fór fram í Háskóla íslands rektors- kjör til næstu þriggja ára. Kos- inn var dr. phil. prófessor Þor- kell Jóhannesson sagnfræðingur. Er þetta í fyrsta sirini, sem hann er kjörinn til þessa em- bættis, en Þorkell var skipaður prófessor við norrænudeildina haustið 1944. — Hafði hann þá um eins árs skeið verið lands- bókavörður en við Landsbóka- safnið starfaði hann sem bóka- vörður frá því árið 1932. Doktors ritgerð hans, sem er á þýzku, heitir: Frjálst verkafólk á Is- landi. — Þá ritgerð varði hann 1933. — Þorkell er Suður-Þing- eyingur, fæddur 1895. — Kona hans ér Hrefna Bergsdóttir. Núverandi háskólarektor, próf. Alexander Jóhannesson mun láta af embætti er næsta há- skólaár hefst, í sept. n.k., og mun þá próf. Þorkell taka við. —Mbl., 15. maí Frá Höfn í Hornafirði Á Höfn í Hornafirði er mikil blíða og gróður orðinn eins og í júnímánuði í meðalári. Sauðburður gengur ágæt- lega í kauptúninu og eru flestar ær tvílembdar. Hey- fyrningar eru miklar bæði í Höfn og í sveitunum. Atvinna er mikil bæði við fiskverkun og í sambandi við byggingu radarstöðvarinnar á Stokkseyri, en þar vinna einnig nokkrir utanhéraðsmenn. Hafn- arbátar hafa aflað vel og mun hæsti hásetahlutur vera rúmlega 20.000 krónur. Er það á bát, sem hóf veiðar í janúar. Annars hafa bátarnir aflað jafnvel, þannig, að mismunur á hásetahlut stafar eingöngu af mismunandi löngu úthaldi. Kartöflubirgðir eru miklar m. a. eru enn á boðstólum Hornafjarðarkartöflur, sem fræg ar eru fyrir gæði. Hafa margir bændur svo góðar geymslur að telja má, að kartöflurnar séu sem nýjar enn. —VISIR, 15. maí Nýkjörinn háskólaforseti Þegar hún Sigríður söng I ómfræði ekkert ég skil — það aldrei ég hyl eða dyl.— Ég hlusta með ótömdu eyra. En eitthvað þó fanst mér ég heyra þegar hún Sigríður söng. Já, eitthvað, sem huga minn hreif og hátt yfir dagþrasið sveif og hungraða sálina saddi og samtímis hresti og gladdi þegar hún Sigríður söng. Þá klökknuðu konur og menn; þær kvöldstundir munum við enn: Það var eins og lífsstraumur liði um loftið með himneskum friði þegar hún Sigríður söng. Dr. H. H. Saunderson Svo sem vitað var, varð Dr. Gillson að láta af forseta- embætti við Manitobaháskól- ann vegna heilsubrests; nú hefir háskólaráð valið eftirmann hans og er sá Dr. H. H. Saunderson, borinn og barnfæddur í Winni- peg og útskrifaður af háskóla þessa fylkis. Hinn nýi háskólaforseti er fæddur 23. nóvember 1904. Hann lauk B.A., B. Sc. og M. Sc. prófum hér í efnafræði, en hlaut doktorsgráðu í sömu vísinda- grein við McGill háskóla 1932. Hann gegndi um hríð prófessors embætti við Manitobaháskóla, en hafði með höndum síðan 1947 embætti við National Research Council. Dr. Saunderson er viður- kendur áhrifamaður og góðum skipulagningarhæfileikum búinn og má því mikils góðs af honum vænta í hinu nýja virðulega, en jafnframt vandasama embætti. Sig. Júl. Jóhannesson Sérfræðingar fil íslands Tveir canadiskir sérfræðingar hafa dvalið á Islandi um nokk- urt skeið til að kynna sér æðar- varp og dúntekju; á hinum norð- lægu slóðum hér í landi, sem Eskimóar byggja, er víða mikið um æðarfugl, sem þeir skjóta sér til matar, en kunna ekkert með dúninn að fara; eftir að þessir Canadamenn koma af íslandi, mun það verða hlutverk þeirra að kenna Eskimóum að nytja æðarfuglinn betur en þeir fram að þessu hafa gert og læra að hirða vandlega um dúninn, sem getur verið álitleg tekjulind þegar fram í sækir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.